Deila leigukostnaði / nýlegt samband

waterboy007 | 3. okt. '21, kl: 19:09:10 | 313 | Svara | Er.is | 0

Ég er með smá pælingar Ég er rétt rúmlega 30ára karlmaður og á einn strák úr fyrra sambandi sem býr hjá mér aðra hverja viku en málið er að ég er búin að vera með yndislegri stelpu í 6 mánuði, hún bjó í foreldra húsum þegar við kynnumst og hefur frá viku 2 eða 3 bara alfarið verið hjá mér og ekkert gist hjá foreldrum sínum og flutti svo officially inn til mín fyrir 2 mánuðum sirka Núna er ég á leigu markaðnum og borga 222.000kr í leigu á mánuði Hvenar er eðlilegt að fara ræða við hana um að taka einhvern þátt í leigunni Finnst smá eins og ég ætti ekki að þurfa að taka þessa umræðu og hef svoldið beðið eftir að hún myndi sjálf bjóðast til að taka þátt. Hvað flokkast svo sem eðlileg upphæð 25%-33% af leigunni? Ég er með betri tekjur en hún

 

VValsd | 4. okt. '21, kl: 03:10:23 | Svara | Er.is | 0

hver þrífur heimilið? Hver borgar matinn? Hver vaskar upp? Hver fer út með rusl? Eru þið með bíla, hver borgar bensín? Er hitavatn og rafmagn í leigu verðinu?

leonóra | 4. okt. '21, kl: 06:36:01 | Svara | Er.is | 0

Að detta inn í líf launþegans sem allt þarf að borga sem fylgir lífi utan foreldrahúsa er mikil breyting.  Finnst eðlilegt að hún borgi  hlutfallslega miðað við tekjkur ykkar og finnst 25% hljóma normalt.   Þú getur búist við að henni bregði og þú þurfir að útskýra margt sem hún hefur kannski ekki hugsað út í áður.  Dálítið sammála þér - hefðir eiginlega ekki átt að þurfa  að taka þetta samtal.  Svo misjafn hvernig fólk sér hlutina og segir stundum um hvernig umhverfi við komum úr. 

_Svartbakur | 4. okt. '21, kl: 11:12:52 | Svara | Er.is | 0

Varstu ekki að bjóða konunni til þín eða ruddist hún bara inn ?
Vertu ekki með þennan aumingjaskap og bíddu í það minnsta til áramóta til að skoða stöðuna.

AllskonarDótTilSölu | 4. okt. '21, kl: 11:26:38 | Svara | Er.is | 0

Ég og konan mín höfum alltaf skipt öllum kostnaði hlutfallslega eftir tekjum síðan við byrjuðum saman. Finnst lang eðlilegast og sanngjarnast að gera það þannig. Finnst ekki eðlilegt að hún borgi minna en hlutfallslegan helming af leigunni.

_Svartbakur | 4. okt. '21, kl: 15:17:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eitthvað ófélagslegt að vera að skipta kostnaði við heimilishald eftir tekjum.
Lengi vel borguðu karlar 100% og þá var sagt að þeir greiddu allt en kelingin væri bara heima.
Auðvitað var konan að vinna að minnsta kosti til helminga við karlinn það voru bara heimilisstörf.
Þannig að helmingaskiptareglan er auðvitað sú rétta.
Ekki að borga reikninga til helminga heldur að öll innkoma og líka laun karla eru til helminga
laun konu.
Þessi þessi regla þín AllskonarDótTilSölu er því alveg útí hött.
Eins er með afstöðu waterboy007 þi eruð búðir það sem er kallað Karlrembusvín..
En þið eruð með miklar málsbætur þar sem ykkur skortir greind !

SantanaSmythe | 4. okt. '21, kl: 21:36:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Wtf?

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

AllskonarDótTilSölu | 4. okt. '21, kl: 23:36:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha ha? hvað í helvítinu ertu að bulla?

_Svartbakur | 5. okt. '21, kl: 09:38:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Smámunasemi að vera að deila öllum reikningu, Bíoferðir, skyndibitar, gotterí og hvað sem er alltaf að skipta upp
og reikna kostnað ?
Smáborgaralegt :)

ert | 5. okt. '21, kl: 10:13:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að ef kona vinnur heima þá á hún að greiða 50% skv. helmingaskiptareglu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 5. okt. '21, kl: 13:21:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tel bara að laun beggja eigi að helmingast.
Ef karlinn er með milljón á mánuði og konan með 500 þús þá skiptist þetta í tvo 750 þús kr hluti.
Húshaldið er á ábyrgð beggja.
En alveg útí hött að fara að rukka leigu í þessu dæmi.
Stelpan búin að vera þarna heimilisföst í tvo mánuði og karlinn segist hafa verið farinn að bíða eftir greiðslu uppí húsaleigu. Sonur karlsins er þarna og stelpan er auðvitað að annast barnið með föðurnum.
Á þá að fara að reikna henni laun fyrir umönnunina ? Tómt rugl þarna á ferð.

ert | 5. okt. '21, kl: 23:51:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok helmingur af núlli er núll þannig ef konan er ekki með neinar tekjur þá kemur það út á núlli. Það er gerlegt fyrir hana.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

askjaingva | 4. okt. '21, kl: 15:19:27 | Svara | Er.is | 0

Ef þið hafið ekki blandað saman fjármálum ennþá er bara sanngjarnt að hún borgi helming leigu og þið deilið húsverkum jafnt á milli ykkar. Því lengra sem líður því erfiðara verður þetta samtal svo ég mæli með að þú drífir í því að koma því frá.

_Svartbakur | 4. okt. '21, kl: 15:51:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hversvegna að vera að rukka stúlkuna um peninga ?
Borgið þið til helminga eða eftir prósentum ef farið a veitingahús eða kaupa bensín á bílinn.
Peningarnir eru ykkar beggja ekkert verið að spá í hlutdeild.
.Þetta er bara eins og að vinna í garðinum, bera málningu á spítur eða vökva og slá garðinn.
Þetta er algjört rugl sem þið eruð búin að koma ykkur í.

_Svartbakur | 4. okt. '21, kl: 16:13:56 | Svara | Er.is | 0

Það segir nú eitthvað um vitleysuna að þú skulir fara að senda fyrirspurn hingað á Bland varðandi hvenær þú skulir nefna þessi peningam´l við kærustuna þína ! Ég held að þú ætir nú að skoða hug þinn og hvað þú ert að fara.
Þetta er algjört "off" held ég að kærastan þín myndi segja ef hún vissi af þér. :)

leonóra | 4. okt. '21, kl: 16:51:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru breyttir tímar Svartbakur. Þetta viðhorf er alveg misskilin herramennska. Konur vilja jafnrétti og það þarf að gilda helst alltaf ekki bara stundum.  Það er eitthvað súrt við að flytja inn á kærustu eða kærasta án þess að semja um kostnað.  

_Svartbakur | 4. okt. '21, kl: 18:15:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú má vera rétt hjá þér.
En fólk sem býr saman deilir heilmörgu saman og það borgar einhver þann kostnað.
Leiga húsnæðis er kannski bara hluti þess kostnaðar og arna má nefna matarinnkaup, hreinlætisvörur, ferðalög, rekstur ökutækis og viðgerðir, sjónvarp og áskriftir, hiti, rafmagn, hússjóður, fatnaður og svo líka hreinsun húsnæðis og þvottar. I þessu tilfelli umsjón sonar, gjafir og skemmtanir.
Hvernig er þessu skift ? 220 þús kr í leigu er jú fastur kostnaður ....
Er konan bara meðleigjandi ?

SantanaSmythe | 4. okt. '21, kl: 21:37:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju á hun að búa fritt?

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

_Svartbakur | 5. okt. '21, kl: 09:28:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef húsaleigan er að sliga karl garmin hversvegna fær hann sér ekki fleiri gellur í húsnæðið til að létta sér róðurinn ?

Hr85 | 4. okt. '21, kl: 19:58:27 | Svara | Er.is | 0

Er hún ekki bara nokkuð sátt með að vera komin með sykurpabba?

En já ef þú ert í stærra húsnæði en barnslaust par myndi sætta sig við vegna stráksins þá auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að hún borgi helming en 25-33% er samt frekar lítið verð ég að segja. Ég myndi segja svona 40/60 skipting á leigunni og reikningum sem tengjast húsnæðinu. Algjörlega irrelevant svo að þú sért með betri tekjur. 

waterboy007 | 4. okt. '21, kl: 21:30:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er líka bara að ræða um leiguna er ekkert að ræða um auka kostnað eins og netið, sjónvarp (netflix, disneyplus), rafmagn, hita Ég borga mun oftar fyrir matarinnkaup en hún oftast fyrir hreinlætisvörur

Hr85 | 5. okt. '21, kl: 00:39:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og hvers vegna sættir þú þig við það? Ertu að kaupa vændi eða reka félagsþjónustu eða hvað er málið?

Splæs | 5. okt. '21, kl: 08:45:05 | Svara | Er.is | 0

60/40 af leigu til að byrja með eins og annar sagði hér þar sem þú ert með barn sem tekur rými. 50/50 af öðrum reikningum vegna húsnæðisreksturs. Hins vegar finnst mér þurfa að taka það með í reikninginn ef þið ætli að vera áfram í sambúð að hún eignast líka stjúpbarn þegar hún hefur sambúð með þér og þarf hún að axla ábyrgð á því vali. Það eru ekki góð skilaboð til framtíðar ef henni finnst barnið ekki koma sér við.
Þú minntist á að þú borgir oftast matinn og hún hreinlætisvörur. Það er mikill munur á kostnaði þessara tveggja tveggja. Ætli matur fyrir 2,5 manneskjur sé ekki 80.000 á mánuði og svo borgar hún sápur og ræstivörur fyrir 3.000 á mánuði. Hvar er sanngirnin í því?
Þið þurfið að ræða þetta hreinskilnislega og gera skýrt samkomulag um heimilisreksturinn.
Mér finnst verkaskiptin á húsverkum ekki koma þessu kostaðardæmi við, fólk er ekki að vinna fyrir búseturétti. En það er eðlilegt að skipta húsverkum á milli sín og tekjur eiga ekki að koma því neitt við. Það er alltaf sama fyrirhöfnin að eiga heimili, burtséð frá launatékkanum.

_Svartbakur | 5. okt. '21, kl: 09:47:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það vantar eitthvað inní þetta dæmi.
Er þetta sambúð eða bara gisting og hjásvæfa ?
En að vera að telja allt og skipta með deilingu - eitthvað furðulegt.
Á karlinn þá ekki líka að telja "kjötbollur og kartöflur" sem hún étur umfram hann ?

Júlí 78 | 5. okt. '21, kl: 10:35:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mikið er ég fegin að það er einhver hér sem er sammála mér Svartbakur. Held ég myndi henda út þeim manni sem færi að rukka fyrir "leigu" eftir nokkra mánuði í sambandi. Hvað svo þegar börnin koma til sögunnar, hvernig er hægt að meta hvað kostar hvert verk? Er ekki oft það að sjá um börn heilmikil vinna og jafnvel sólarhringsvinna þegar börnin eru ungabörn? Ætli stúlkan svo hugsi ekki eitthvað um barnið sem er frá fyrra sambandi? Náunginn nefnir ekkert hvað hann er mikið í laun eða hvað hún er með í laun. Er hann með milljón á mánuði? Hún kannski ekki með mikið meira en lágmarkslaun? Eða er hún í skóla? 

_Svartbakur | 5. okt. '21, kl: 11:40:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sammála þér var ekki kominn svon langt...

AlanEmpire | 5. okt. '21, kl: 19:35:22 | Svara | Er.is | 0

Hún hljómar eins og freeloader. Ekki myndi ég búa inná einhverjum svona og ætlast til að vera þar frítt.

_Svartbakur | 5. okt. '21, kl: 20:01:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þetta er andstyggilegt bara eins og hústaka af þessu innrásarkvendi.
Verðum bara að vona að karlauminginn geti losað sig við þessa óværu.

Hr85 | 6. okt. '21, kl: 20:58:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fær hann ekki að ríða henni? 

_Svartbakur | 7. okt. '21, kl: 16:08:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú verður þú bara að spyrja aðra en mig sko.

_Svartbakur | 5. okt. '21, kl: 20:07:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já svo má ekki gleyma að að hann rukkar konuna ekki fyrir að sjá Netflixx og Disney rásina.

darkstar | 9. okt. '21, kl: 23:54:09 | Svara | Er.is | 1

afhverju ætti hún að taka þátt í leiguni? ertu ekki karlmaður?

ég hef aldrei á minni æfi og er þó orðinn 50 ára gamall svo mikið sem látið mér detta það í hug að láta kvenfólk sem ég hef verið með greiða hluta af húsnæði sem ég er í.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvað finnst þér vera menntasnobb? klarayr 17.10.2013 6.12.2021 | 19:36
Skattur á nagladekkjanotkun Júlí 78 3.12.2021 6.12.2021 | 13:50
Skattur af endurhæfingalífeyri hahakunamatata 6.12.2021 6.12.2021 | 12:41
champix toshiba77 11.1.2011 6.12.2021 | 12:21
Hvernig velst fólk í stjórnmálaflokka til framboðs og forystu ? _Svartbakur 5.12.2021 6.12.2021 | 01:39
fylgdarkonur Anonimek212 30.11.2021 6.12.2021 | 00:52
Alþjóðlegur baráttudagur karla Hr85 19.11.2021 5.12.2021 | 17:48
Svefnlyf AnnaPanna888 19.11.2010 4.12.2021 | 23:15
Rafmagnsreikningar og biðlund holmenshavn 1.12.2021 4.12.2021 | 18:42
giftir kallar á einkamal.is Ariah 3.8.2005 4.12.2021 | 02:02
Er að leita að Ketogan? allskonar2012 29.11.2021 4.12.2021 | 00:25
Svikari ! ommsi77 3.12.2021 3.12.2021 | 23:22
Svikari ! ommsi77 3.12.2021 3.12.2021 | 23:19
Sóparinn VValsd 3.12.2021
Kári greyið VValsd 3.12.2021
Lítil stúlka Kristland 2.12.2021 3.12.2021 | 17:14
Könnun: Hafa samfélagsmiðlar áhrif á sjálfsímynd fólks? lovsein 3.12.2021
Framsóknarflokkurinn er og mun alltaf verða samur við sig. Brannibull 3.12.2021
Já nú getið þið farið að anda léttar. _Svartbakur 27.11.2021 2.12.2021 | 20:46
Strætó ætlar sekta farþega sína um allt að 30 Þús krónur. _Svartbakur 4.11.2021 2.12.2021 | 13:49
Hörður pervert/barnaníðingur af hverju er ekki hægt að... Brannibull 2.12.2021
CE vottað hangikjöt. brass 30.11.2021 30.11.2021 | 23:43
Talandi um storm í bjórglasi, má ekkert lengur, rétttrúnaðurinn er að ganga af öllu dauðu. Brannibull 24.11.2021 29.11.2021 | 15:05
Verður ? Kristland 28.11.2021 28.11.2021 | 19:32
Söluskoðun hlúnkur 28.11.2021
Hvar fær maður góðan stóran striga? Legendairy 26.11.2021 28.11.2021 | 09:46
Mikil neyð hjá öryrkja tryggvirafn1983 21.11.2021 27.11.2021 | 11:54
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.11.2021 | 22:07
Nafngreiningar afbrotamanna VValsd 26.11.2021 26.11.2021 | 19:38
Speki hinna miklu spekinga ! Wulzter 19.11.2021 26.11.2021 | 17:03
Stökkbreyting VValsd 26.11.2021 26.11.2021 | 16:44
Undirbúningskjörbréfanefnd - skrípaleikur út í eitt Brannibull 22.11.2021 26.11.2021 | 15:53
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 26.11.2021 | 10:05
Hvar fæ ég boric acid? Er við bakteríusýkingu í leggöngum kannan 26.11.2021
Er þetta rétt samkvæmt leigusamningi? SteiniAkureyri 19.11.2021 26.11.2021 | 00:10
Gluggavindhlífar og húddhlífar steinih 2.4.2016 25.11.2021 | 18:28
U.S.A = úrkynjuð þjóð ? Kristland 22.11.2021 25.11.2021 | 17:25
Ísland vs. Japan í Hollandi á morgun, útsending? Brannibull 24.11.2021 25.11.2021 | 10:23
Hjalp/ ráð. (Föður Réttindi) Halla08 24.11.2021 25.11.2021 | 10:11
PCR vottorð Logi1 24.11.2021 24.11.2021 | 20:41
Eingreiðsla og 10% hækkun hjá lifeyrisjóðo tryppalina 24.11.2021
Kjánaleg mistök sem Rúv ignorar. Kristland 14.11.2021 22.11.2021 | 21:54
Eingreiðsla til öryrkja klemmarinn133 13.11.2021 22.11.2021 | 17:26
Kaupa handhreinsiefni andlitsgrímuþurrkur yfirbuxur hlífðarskór WhatsApp+66 81 193 7172 ernesto123 22.11.2021
Flytja til Bandaríkjanna og Kanada, Bretlands whatsapp +1 661 770 1694 / +447459329111 ernesto123 22.11.2021
Næsti formaður Eflingar Gunnar Smári? Júlí 78 9.11.2021 21.11.2021 | 20:45
Leirnamskeið/keramiknámskeið korka91 21.11.2021
Undarleg útvarpsstöð. Kristland 15.11.2021 21.11.2021 | 18:30
Árið 2006 Hr85 20.11.2021
Mataræði úr fornum fræðum. Kristland 15.11.2021 19.11.2021 | 18:34
Síða 1 af 59641 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, superman2, karenfridriks, Atli Bergthor, ingig, vkg, krulla27, aronbj, Bland.is, Krani8, joga80, rockybland, flippkisi, mentonised, anon, Coco LaDiva, Gabríella S, MagnaAron, barker19404