Dilemma - börn og trúmál.

fálkaorðan | 28. ágú. '15, kl: 08:37:14 | 1366 | Svara | Er.is | 0
Á ég að segja henni að guð sé ekki til án þess að banna henni að segja það við önnur börn?
Niðurstöður
 Já - trúuð/aður 9
 Já - trúlaus 63
 Nei - trúuð/aður 22
 Nei - trúlaus 53
Samtals atkvæði 147
 

Ég ætla að gera skoðanakönnun.


Dóttir mín fór að tala um Guð og hvernig hann byggi á himnum og eitthvað kjaftæði áðan. Ég spurði hana hver hefði verið að segja þetta og hún nefndi barn á deildinni á leikskólanum.


Nú er spurningin hvað ég á að segja við mitt barn en ég lofaði að ræða þetta þegar við kæmum heim.


Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að passa uppá að mín börn fari ekki að "eiðileggja" trú annara barna en þegar trúaðir foreldrar geta ekki kennt sínum krökkum samskonar kurteisi þá er ég ekkert viss um að innprenta mínum börnum að þeirra trúleysi sé eitthvað tabú.

 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Bakasana | 28. ágú. '15, kl: 08:42:09 | Svara | Er.is | 44

Dugir ekki bara að segja henni að sumir haldi/trúi því, aðrir ekki? Þú t.d. trúir ekki á þennan guð eða aðra en Gunna litla og mamma hennar trúi því hins vegar og svo geti aðrir á leikskólanum jafnvel trúað einhverju allt öðru. Og allir megi bara hafa sína sannfæringu í friði. 

fálkaorðan | 28. ágú. '15, kl: 08:45:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er ekki spurning um hað dugar heldur hvort ég eigi að innprenta henni að trúleysi hennar sé tabú í meðvirkni með trú annara eða slappa því þar sem að þeir trúuðu eru ekki að taka sama tillit til trúlausra barna.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Bakasana | 28. ágú. '15, kl: 08:57:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 43

Ef þú nennir í staðhæfingakeppni um tilvist guðs gegnum leikskólabarnið þá bara go for it! 
Mér finnst þetta einmitt spurning um hvernig maður tæklar trúmál heima hjá sér. Er kristni eða islam eða búddismi ósamþykkt fyrirbæri heima hjá þér af því þú ert trúlaus? 
Það er óvinnandi vegur að koma í veg fyrir að krakkar tali um trú og trúmál. Það verða alltaf einhverjir sem eru trúaðir á annað en þú í bekk með börnunum þínum og það er ekki einu sinni útilokað að börnin þín finni sig á einhverju tímabili í einhverri trú. Þú tekur þetta bara eftir þinni sannfæringu, mér finnst farsælast að taka bara "allir mega trúa sínu" á þetta og anda djúpt. 

Bakasana | 28. ágú. '15, kl: 09:07:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 21

En spurningin er sem sagt hvort þú eigir að "leyfa" henni að tala um þína sannfæringu á leikskólanum? Já, ég sé ekki að þetta sé neitt viðkvæmt. Hún kemur til með að ræða þetta hvort sem þú leggur blessun þína yfir það eða ekki. Alger óþarfi að láta eins og það megi ekki ræða sínar lífsskoðanir. 

evitadogg | 4. sep. '15, kl: 09:33:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

sammála þessu. Ég vil bjóða upp á trúfrelsi á mínu heimili og það nær í báðar áttir (trú og trúleysi). Dóttirin hefur fengið svigrúm og frelsi til að skoða, ræða, prófa, lesa, hlusta og horfa það sem hún vill gera. Mér finnst innprentunin eiginlega jafnslæm á báða vegu. 

LadyGaGa | 4. sep. '15, kl: 21:46:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála

Myken | 28. ágú. '15, kl: 10:05:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 26

ég er sammála Bakasana..þetta er það sem ég hef kennt mínum börnum..Við erum ekki sammála um trú ég og maðurinn minn og ég hef kennt börnum mínum að allir hafa sína trú og þurfa ekki að vera sammmála. Og engin getur sagt hvað er rétt og hvað er rangt og þeim er fullkomlega frjálst að trúa því sem þau vilja..Strákurinn sem er 11 ára segist vera Ásatrúar sem dæmi og mér dettur ekki í hug að banna honum það eða segja honum að hann segist vera það út frá röngum forsendum ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

staðalfrávik | 28. ágú. '15, kl: 11:28:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei mér finnst ekki að við eigum að kenna miðvirkni.

.

presto | 29. ágú. '15, kl: 21:40:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju tabú? Hvaða tillit ertu að biðja um?

þreytta | 4. sep. '15, kl: 18:44:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ef þú ert að gera það, ertu þá ekki bara jafn slæm og þannig að velja fyrir barnið þitt jafn mikið að þeir foreldrar sem innprenta trú í barnið sitt?

Maríalára | 28. ágú. '15, kl: 08:42:49 | Svara | Er.is | 7

Þú getur útskýrt fyrir barninu að sumir trúa á guð, en aðrir ekki. 

fálkaorðan | 28. ágú. '15, kl: 08:46:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki svar við spurningunni.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

sf175 | 28. ágú. '15, kl: 08:45:10 | Svara | Er.is | 3

Ég hugsa að ég myndi útskýra fyrir henni að sumir trúa á guð og sumir ekki. Nefna svo að þú trúir t.d. ekki á guð en það sé til fólk sem gerir það og það sé svipað og að það er til fólk sem trúir ekki á jólasveinana t.d. Og að við verðum sjálf að finna hvað við trúum á og hvað ekki. Eitthvað í þá áttina bara

kv. SF

fálkaorðan | 28. ágú. '15, kl: 08:46:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það svarar ekki spurningunni.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

presto | 29. ágú. '15, kl: 21:44:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég skil ekki þá forsendu sem þú gefur þér að einhver sé að "eyðileggja" trú/trúleysi annarra. Ef barnið þitt má ekki ræða/heyra um trúmál trúaðra í leikskólanum er rétt að halda því frá leikskólanum og passa að það umgangist bara börn sem eru þeirrar trúar sem þér hugnast. Er það það sem þú vilt? (Nú eða hafa það heima og sinna trúarinnrætingunni sjálf)

fálkaorðan | 28. ágú. '15, kl: 08:47:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða sko ég veit ekki hvoert þú ert að segja já eða nei með þessu svari.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

sf175 | 28. ágú. '15, kl: 08:51:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Mér finnst sem sagt allt í lagi að þú segir við dóttur þína: "Nei, fyrir mér er guð ekki til því ég trúi ekki á guð og því höfum við ekki rætt guð mikið Een það er til fullt af fólki sem trúir á guð og fyrir því fólki er hann til" 


Skilurðu mig? Þú fylgir þinni sannfæringu en útskýrir á sama tíma að það séu aðrir sem trúa á guð og halda því að hann sé til.

kv. SF

fálkaorðan | 28. ágú. '15, kl: 08:54:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok sem sagt já.


Skil þig núna.


Ég er ekkert í vandræðum með hvað ég á að segja við hana, bara hvort ég eigi að kenna henni að vera ekki að trampa á lífsoðunum annara með sínum. En það er kannski eitthvað sem er ekki svoleiðis heldur bara mín upplifun af því að alast upp í þessu þjóðkirju þjóðfélagi. Það hefur nefnilega verið trampað á mínum lífsskoðunum allt mitt líf.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

sf175 | 28. ágú. '15, kl: 09:00:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Þú kennir henni náttúrlega að koma fram við fólk eins og þið viljið að fólk komi fram við ykkur. Alveg óháð því hvað aðrir foreldrar gera. 
Auðvitað er leiðinlegt að finnast trampað á sínum lífsskoðunum - en ég held samt að meiri hluti fólks geri það ekki í raun, hins vegar er þessi samfélagslega pressa rosalega áberandi og sterk og því finnst manni að verið sé að trampa á manni. Það er erfitt að fitta ekki inn í normið sama á hvaða hátt það er.

kv. SF

ID10T | 29. ágú. '15, kl: 00:15:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Ert þú viss um hennar lífsskoðanir eða ætlar þú bara fyrirfram að hún hafi sömu og þú?

des2011 | 29. ágú. '15, kl: 21:38:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Geta hennar lífskoðanir ekki stangast á við þínar? Verður hún ekki að hafa fresli til þess að trúa á guð burt séð frá þínu trúleysi. Finnst svörin þín svolítið hljóma þannig að þú vilt að hún sé trúlaus eins og þú, en verður það ekki að vera hennar val? Og því rétt að ræða ólíka trú við barnið?

presto | 29. ágú. '15, kl: 21:45:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

"Trampa" þú þarft líklega meira á spjalli að halda en barnið þitt.

T.M.O | 28. ágú. '15, kl: 22:31:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mér finnst reyndar að "nei, fyrir mér er guð ekki til" er örlítil viðurkenning á að hann sé til. Þetta er bara nuance á framsetningu. Dóttir mín varð mjög mikið vör við þversagnir í trúmálum þegar hún átti vinkonu sem átti foreldra sértrúarsöfnuði og talaði mikið um undir hvaða kringumstæðum guð myndi grípa inn í, ég hef alltaf sagt henni hvað mér finnst en núna þegar hún þurfti að velja um hvort og þá hvernig hún myndi fermast þá valdi hún borgaralega fermingu.

tóin | 28. ágú. '15, kl: 08:48:48 | Svara | Er.is | 36

Tvö börn í leikskóla tala saman og þú ferð strax að pæla í kurteisi foreldranna, eyðileggingu á trú annarra og innpentun þína í þitt barn og tabú dæmi - mér finnst viðbrögð þín í engu samræmi við tilefnið.

Þér fullkomlega frjálst að ala þitt barn upp í trúleysi (mér finnst þetta ekki gott orð, en það er svo sem önnur umræða og tengist efninu ekki beint) og öðrum foreldrum er fullkomlega frjálst að ala sín börn upp í einhverri trú og öllum er fullkomlega frjálst að ræða þessi mál - þetta er ekki eitthvað leyndarmál, eða hvað.  Börn tala um allt milli himins og jarðar sín á milli, sumt er meir að segja hreinn uppspuni - allavegana efa ég það stórlega að guttinn sem ég talaði við um helgina eigi mótorhjól og fari á því í leikskólann og ég veit að foreldrarnir eiga ekki mótorhjól.

Og ég svaraði já.


tóin | 28. ágú. '15, kl: 08:49:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*innprentun

fálkaorðan | 28. ágú. '15, kl: 08:50:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok.


Mér er nokka sama þó þér finnist það vera óþarfi að taka tillit til lífsskoðana annara. Mér er ekki sama um slíkt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

tóin | 28. ágú. '15, kl: 08:59:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 21

Að taka tillit til lífsskoðana annarra virkar í báðar áttir, sem ég hélt að ég hefði komið á framfæri í því sem ég skrifaði.

Þú getur sagt þínu barni að það sé enginn guð, það getur enginn bannað þér að gera það og það er enginn að banna þér að gera það.

Þú getur hins vegar ekki bannað öðrum að segja sínum börnum að guð sé til.

Og þú getur alls ekki stýrt því hvað börn ræða sín á milli innan veggja leikskólans.

fálkaorðan | 28. ágú. '15, kl: 09:00:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju heldur þú að ég vilji banna einhverjum eitthvað? Ég er að tala um tillit og kurteisi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

tóin | 28. ágú. '15, kl: 09:16:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 19

tillit og kurteisi sem fælist þá í hverju í þessu dæmi sem þú tekur?

á fólk ekki að ræða sína trú við sín börn af tilliti og kurteisi við þá eru ekki trúaðir og eiga börn á sama leikskóla? eða er ég að mislesa það sem þú ert að skrifa? (það getur meir en verið, hefur svo sem gerst áður)

presto | 29. ágú. '15, kl: 21:50:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það sér enginn nema þú skort á tilliti eða kurteisi hér, hvert er tillitsleysið eða ókurteisin í þínum augum?  

presto | 29. ágú. '15, kl: 21:49:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það er eins og þú eigir erfitt með að taka tillit þil þeirrar staðreyndar að það eru til foreldrar sem ekki deila þinni lífsskoðun þinni og finnst eitthvað mál að barnið þitt hafi uppgötvað það líka. 
Hvernig tillitssemi ertu að tala um, biðja um og hvað hefur þú kennt þínu barni um það nú þegar? Hvernig höndlar þitt barn þær leiðbeiningar?

bogi | 28. ágú. '15, kl: 09:42:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Sammála - skil ekki vandamálið.

Máni | 28. ágú. '15, kl: 08:52:14 | Svara | Er.is | 7

Myndi frekar bara útskýra trúarbrögð.

Ég sagði alltaf að sumt kristið fólk trúði þessu en það væru mörg önnur trúarbrögð væru í heiminum. Sagði þeim svo að trúarbrögð séu upphaflega tilkomin vegna þarfarinnar á að skilja hluti sem fólk í gamla daga hafði ekki vísindalega þekkingu til að skilja.

fálkaorðan | 28. ágú. '15, kl: 08:56:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er kannski að hugsa þetta allt of mikið eins og jólasveinana.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Máni | 28. ágú. '15, kl: 09:21:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jólasveinarnir eru til fyrir fjölda fólks, aðallega barna;-)

En guðir eru til meðan fólk trúir á þá

fálkaorðan | 28. ágú. '15, kl: 09:29:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og ég yrði brjáluð ef einhver kæmi til minna kríla og segði þeim að jólasveinninn væri ekki til. Þau eiga að fá að eiga hann á meðan þau eru svona pons.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Felis | 28. ágú. '15, kl: 09:50:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er sammála 


ég btw. tæklaði báða hluti nákvæmlega eins. Sonurinn pældi í tilvist guðs/jólasveinanna og ég svaraði því alltaf með "hvað heldur þú?" og hvatti hann til gagnrýnnar hugsunar um málið. Það tók hann stuttan tíma að sjá að guð gæti bara ekki verið til, hann meikaði bara ekki neinn sens en hann trúði  heitt á jólasveinana lengi vel. Þeir gáfu í skóinn - það var concrete sönnun þess að þeir væru til því að hann trúði því engan vegin að foreldrar hefðu fyrir öllu þessu veseni (hans orð). Hann trúði samt aldrei á leikna jólasveina. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 5. sep. '15, kl: 16:12:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Líkurnar á því að hann hafi hreinlega langað í gjafirnar og þess vegna ákveðið að jólasveinar væru til eru samt yfirgnæfandi 

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Felis | 7. sep. '15, kl: 08:25:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líkurnar hjá þessu barni eru mjög hverfandi - enda var hann löngu búinn að sjá að það hafði engin áhrif á skógjafir hvort maður trúði á jólasveininn eða ekki. 


VIð ræddum þessi mál fram og til baka og nei þetta tiltekna barn var ekki að ákveða að jólasveinarnir væru til til að fá gjafirnar. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 7. sep. '15, kl: 11:22:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha já einmitt, öll HIN börnin gera það bara

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Felis | 7. sep. '15, kl: 11:31:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég sagði bara ekkert um öll hin börnin - sagði bara það sem ég veit um þetta tiltekna barn

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

tóin | 28. ágú. '15, kl: 12:29:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 18

þá finnst mér þú vera komin í kross við sjálfa þig - hugsanlega eru börn í leikskólanum sem trúa því ekki að jólasveinninn sé til

raudmagi | 28. ágú. '15, kl: 19:28:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Mér finnst jólasveinarnir alveg sambærilegt dæmi og þegar eldri börnin mín komust á þann aldur að efast um tilvist þeirra þá sagði ég þeim nánast það sama og um guð. Að sumir triðu á þá en aðrir ekki og þau þyrftu bara að ákveða sjálf hverju þau vildu trúa. Það kemur að því að eitthvað annað barn segir þínum börnum að jólasveinarnir eru ekki til og mér finnst algjör óþarfi að verða bjráluð yfir því.

presto | 29. ágú. '15, kl: 21:52:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert alveg óskiljanleg hérna:)

GoGoYubari | 28. ágú. '15, kl: 09:02:27 | Svara | Er.is | 4

meh ég hef bara sagt að við trúum ekki á guð hér en aðrir gera það... og mér finnst ekkert þurfa að segja henni að það megi ekki segja það við önnur börn, það er bara sannleikurinn

Tipzy | 28. ágú. '15, kl: 09:07:02 | Svara | Er.is | 4

Ég hef nú bra aldrei bannað börnunum mínum þetta neitt sérstaklega. Meira bara rætt málin og talað um að bera virðingu fyrir trú annara, hvort sem aðrir beri virðingu fyrir manns eigin trú. Standa með sinni sannfæringu sama hvað aðrir segja og halda fram, og skilja að maður þarf ekki að troða sinni sannfæringu upp á aðra. Koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við sig. Einnig segi ég börnunum míum hvorki að hann sé til né sé ekki til, segi þeim að það sé þeira að ákveða fyrir sig hvort það trúir á hann eða ekki. Ég hakaði við já trúlaus...er þó ekki beinlínis trúlaus en svo sannarlega er ég ekki kristin.

...................................................................

Myken | 28. ágú. '15, kl: 10:19:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

mæti halda að ég sé stóra systir þín og þú orðar þetta betur en ég ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Felis | 28. ágú. '15, kl: 09:43:03 | Svara | Er.is | 2

Ef fólk má halda því fram að guð sé til þá hlýtur að vera í lagi að halda því fram að guð sé ekki til.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 28. ágú. '15, kl: 09:45:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

en já ég hef kennt syni mínum að vera ekki að troða sínum trúarskoðunum upp á aðra af fyrra bragði en að hans skoðun sé jafn rétthá og annarra í umræðum um málið. 


Ég hef líka kennt honum að aðrir eigi ekki að troða sínum trúarskoðunum upp á hann og þó að sumir reyni að gera það þá sé það samt ekki í lagi. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ragnarth | 28. ágú. '15, kl: 09:56:44 | Svara | Er.is | 3

Ef dóttir þín er eins snjöll og þú þarftu engar áhyggjur að hafa. Hún kemst að niðurstöðu að sjálfsdáðum fyrr eða síðar. Dóttir mín kom úr leikskólanum sínum og tilkynnti mér að guð hefði búið til allt. Ég spurði hana þá hver hefði þá búið til guð og hún svaraði strax "enginn". Ég spurði hana þá hvort guð ætti þá enga mömmu og engan pabba. Hún átti mjög erfitt með þessa spurningu og fór að velta þessum hlutum mikið fyrir sér.


M.ö.o. er ég að vona að með þessu sé ég að gefa henni grunn að nota gagnrýna hugsun til að komast að niðurstöðu á eigin forsendum.

fálkaorðan | 28. ágú. '15, kl: 10:11:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já. Þetta í morgun snerist um að guð byggi á himnum og ég hlakka svolítið til þess að skoða með henni himingeimin (eins og við gerum reglulega) og pæla í því hvar það ætti eiginlega að vera. Hún hefur verið heilluð af himinhvolfinu frá því að hún fór að geta tjáð sig.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 28. ágú. '15, kl: 12:15:17 | Svara | Er.is | 4

Myndi segja henni að þú sért viss um að Guð sé ekki til, en mamma og pabbi stelpunnar á leikskólanum haldi að hann sé til 


Börn þurfa að læra að það er bæði betra

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Asthildur_2 | 28. ágú. '15, kl: 12:25:52 | Svara | Er.is | 1

Hvetjum hana til að standa fast á sinni skoðun hver sem hún er og ef hún talar við eitthvað barn sem er voða visst um sína skoðun að svara því barni fullum hálsi

kv Asthildur Geirs
Guð veri með ykkur í öllu sem þið gerið, alla daga alltaf.

ps. ég er með typpi

Allegro | 28. ágú. '15, kl: 16:50:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Hvað áttu við með því að barnið eigi að "svara því barni fullum hálsi"?

Petrís | 28. ágú. '15, kl: 19:29:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Á barnið að þegja og jánka trú hinna? Er hennar skoðun minna virði? Þetta er það sem við hin trúlausu höfum alla ævi þurft að gera, beygja okkur fyrir trú annarra. Borga fyrir trú annarra.

Allegro | 28. ágú. '15, kl: 21:10:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei sagði ég það? 




Ég spruði einfaldlega hvað hún ætti við með þessu. Var ekki alveg viss þar sem við erum að tala um leikskólabörn. Hélt kannski að ég væri ekki að skilja þetta rétt. 


Mér finnst margt annað hægt að gera í stöðunni en jánka trú hinna eða svara fyrir sig fullum hálsi.

Petrís | 28. ágú. '15, kl: 21:22:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei kannski hef ég misskilið þig, mér finnst bara svo algengt að þetta sé viðhorfið. Börn hinna trúlausu eiga að þegja af tilliti við hin trúuðu eins og tilfinningar þeirra séu meira virði. Ef barn segir í leikskóla að guð sé ekki til og það fær hin börnin til að hugsa eða gagnrýna er það gott mál. Það loðir við trúmál að efasemdir eða gagnrýni er bönnuð af "virðingu" við trúna og trúlausir hafi á einhvern hátt fyrirgert tillitssemi vegna sinna viðhorfa.

Bakasana | 28. ágú. '15, kl: 23:16:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Hvar upplifir þú þetta eiginlega? Ég hef verið trúlaus öll mín rúmlega 40 ár. Maðurinn minn sömuleiðis og krakkarnir. Og ég bara get ekki fyrir mitt litla líf sett mig í neinar kringumstæður þar sem fólk hefur gert minna úr mínu trúleysi en trú næsta manns. 

strákamamma | 28. ágú. '15, kl: 23:35:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekki upplifað þetta heldur.

strákamamman;)

Petrís | 29. ágú. '15, kl: 00:37:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þýðir ekki að það sé ekki, eingöngu að þú sérð það ekki

Petrís | 29. ágú. '15, kl: 00:36:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Annaðhvert svar hér er einmitt þannig, ekki segja neitt því það er tillitslaust. Skoðaðu könnunina og niðurstöður hennar. Skoðaðu almennt viðhorf fólks t.d. til þjóðkirkjunnar og þeirrar staðreyndar að við verðum öll að borga fyrir hana þrátt fyrir að ekki séu allir trúaðir. Hvar eru mannréttindi þess. Það er ekki grunnþjónusta að halda uppi kirkjum og prestum í hverjum dal og firði. Í kosningum til nýrrar stjórnarskráar kusu meirihluti þeirra sem kusu að landið hefði þjóðkirkju og helstu rökin eru þau að við íslendingar séum kristin þjóð. Ég er ekki kristin en ég er samt íslendingur og meirihlutinn brýtur á mínum mannréttindum með því að ætla mér að borga fyrir trúarhald sitt. Ég lendi oft í svona umræðum þar sem ég er bókstaflega skömmuð fyrir að sýna tillitsleysi yfir að finnast að kristið fólk eigi að borga sitt trúarhald sjálft en samt er það ekkert tillisleysi að halda sinni trú einatt að mér. Grunnskólar og leikskólar fara með börn á skólatíma í kirkjur þar sem prestur heldur uppi trúaráróðri en ef ég vil ekki að mín börn taki þátt í trúarhaldi verða þau að sitja í skólanum eftir eins og í skammarkrók af því skólayfirvöld virða ekki þá einföldu reglu að trúarhald og barnaskóli á enga samleið og meirihluti foreldra það er að segja þau trúuðu finnst þetta allt í lagi og jafnvel saka mig um að ráðast að menningu og siðum af því ég vil halda þessu áróðri frá mínum börnum.

Bakasana | 29. ágú. '15, kl: 00:53:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

þú ert að lesa aðra umræðu en ég. Það er enginn að segja að barnið megi ekki ræða trúleysi mömmu sinnar eða sitt eigið ef það á við. Þvert á móti eru allir meira og minna sammála um að trúleysið sé ekkert tabú, það sé alveg jafn góð sannfæring til að lifa eftir og hver önnur. 


Ég er alveg sammála um að ég vildi gjarnan sjá fyrirbærin ríki og kirkju aðskilin, en það hefur aldrei nokkur einasti maður bannað mér að ræða trúleysi mitt af virðingu við trúaða. Ég hef bara aldrei lent í því. Ekki í skóla, ekki í vinnu, ekki heima hjá mér eða úti í bæ. Enda meirihluti þeirra Íslendinga sem eg umgengst (og það virðist eiga við um þennan vef líka) annað hvort jafn trúlaus og ég, eða alveg jafn skoðanalaus og áhugalaus um mitt trúleysi og ég um þeirra trú. Börnin mín hafa heldur aldrei lent í neinu aðkasti eða uppákomum tengdum trúleysi. Það er öllum bara alveg nákvæmlega sama og enginn neitt hissa á því að þau tilbiðja enga guði. 

Petrís | 29. ágú. '15, kl: 00:55:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er gott, vonandi þýðir það að hlutirnir eru að beytast og fólk fari sjálft bráðlega að bera ábyrgð og kostnað á eigin trúariðkun en ekki senda reikninginn á skattgreiðendur

presto | 29. ágú. '15, kl: 21:56:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að svara fullum hálsi er eiginlega að fara út í rifrildi, þarna er barnið heillað af hugmynd um guð á himnum en mamma hennar ekki. Held að þetta barn hafi ekki sérlega sterka trúarsannfæringu og alls ekki ástæðu til að fara í deilur við hin börnin-    Þó að mamman nái henni á sitt band aftur.

Asthildur_2 | 4. sep. '15, kl: 08:19:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

að svara fullum hálsi er oft notað þegar fólk svarar með skæting eða dónaskap, en það þarf ekki að þýða það, og þinn skilningur á ekki við hér, heldur minn, þar sem ég skrifaði þetta, og ég meina einfaldlega að svara fyrir sig, útskýra sitt mál, gera vel grein fyrir sínu máli án þess að vera að lúffa vegna mögulegra andstæðra skoðana annara.

kv Asthildur Geirs
Guð veri með ykkur í öllu sem þið gerið, alla daga alltaf.

ps. ég er með typpi

presto | 4. sep. '15, kl: 17:28:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála því.

mars | 28. ágú. '15, kl: 12:49:49 | Svara | Er.is | 8

Ég hef alltaf bara útskýrt fyrir mínum börnum að það sé afskaplega misjafnt hverju fólk trúi og það sé bara í fínu lagi. Ég vil að þau finni sjálf sína línu og mínar skoðanir eiga ekki að stýra þeirra skoðunum.
Ég er sjálf í Fríkirkjunni en t.d. elsta barn er trúlaust og utan trúfélaga. Hef ekki hugmynd um hvernig restin af krökkunum verða, eina krafan sem ég geri til þeirra er að þau virði skoðanir annarra svo lengi sem þær eru ekki særandi (t.d. fordómar), berði virðingu fyrir sjálfum sér og fagni fjölbreytileika mannlífsins.

Allegro | 28. ágú. '15, kl: 16:51:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála.

asthildureir | 28. ágú. '15, kl: 16:29:39 | Svara | Er.is | 6

Ég skil ekki alveg vandamálið.  Börn á leikskóla tala nú um hvað sem er, óskup erfitt að fara að biðja börnin sín "alls ekki segja neinum að Guð sé til eða ekki segja neinum að Guð sé ekki til"  Af hverju þarf trú eða trúleysi að vera tabú? Bæði eiga fullkominn rétt á sér.

Ég trúi á Guð og barnið mitt elst upp í kristinni trú þar til það hefur aldur til að ákveða það sjálft, þegar barnið mitt nálgast fermingu þá mun ég taka upp umræðuna um það að barnið hafi val, það þarf ekki að fermast nema það virkilega trúi og að það séu til aðrir möguleikar eins og borgaraleg ferming. Mér dettur ekki í hug að banna barninu mínu að tala um Guð í leikskólanum, ekki frekar en foreldrar besta vinar barnsins sem eru ekki kristin heldur annarar trúar banna ekki barninu sínu að tala um þeirra trú. Börn geta alveg rúmað það að það eru til mismunandi trúabrögð og enginn trú. Ég myndi bara segja barninu að þú trúir ekki á Guð en það sé til fólk sem gerir það, líka fólk sem trúir á Alah, Búdda og svo framvegis.

júbb | 28. ágú. '15, kl: 17:04:35 | Svara | Er.is | 5

Sko, ég er trúlaus en ég tækla það algerlega þannig að ef það hjálpar fólkinu í kringum mig að ég taki þátt í þeirra trú (t.d. með því að biðja bænir með því eða taka við blessun þess) þá geri ég það. Það breytir minni skoðun ekki neitt. Ég myndi hreinlega nýta þetta sem tækifæri til að ræða að fólk trúi allskonar hlutum og geri allskonar hluti öðruvísi en við. Alveg eins og sumum finnst þessi matur góður en sumum ekki. Að það sé sjálfsagt að bera virðingu fyrir skoðun annarra en það megi alveg ræða sína eigin skoðun líka. Trú er einmitt skoðun.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

LadyGaGa | 28. ágú. '15, kl: 18:51:47 | Svara | Er.is | 2

Ég held að maður geti ekki endalaust verið að segja leikskólabörnum hvað þau megi segja við önnur börn.  Það er svo margt sem fólk hefur misjafnar skoðanir á og trú.  Þau hafa alveg nægan tíma til að finna út sína skoðun á þessu og mér væri alveg sama þó dóttir mín hafi heyrt að Guð væri á himnum þó að ég trúi því ekki.

raudmagi | 28. ágú. '15, kl: 19:18:37 | Svara | Er.is | 1

Ég sagði minn að sumir trúðu á guð og mismunandi spámenn og jesús væri einn þeirra. Ég aftur á mótu triði því ekki að guð væri til en hún sjálf ætti að ákveða hverju hún triði. En ég sagði henni líka að það væri fræðilega ómögulegt að einhver, sem væri búin til úr einhverju meira en lofti, byggi upp í skýjunum.

raudmagi | 28. ágú. '15, kl: 19:21:54 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst að það eigi ekki að banna börnum að tala um trú eða trúleysi. Hvernig sem aðrir taka því þá er stór hluti íslendinga trúlaus og ekkert að því að tala um það. Eins er stór hluti kristinnar trúar og ekkert að því að tala um það heldur.

Dehli | 28. ágú. '15, kl: 19:24:38 | Svara | Er.is | 0

Nú eru minningargreinar um lítil börn uppfull af því, að nú séu þau á himnum hjá Guði. Hvað ef læs börnin fara að spurja útí það ?

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

strákamamma | 28. ágú. '15, kl: 19:34:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

þá útskýrir maður að sá sem skrifaði greinina sé líklega trúaður.....eða að foreldrar barnsins séu trúaðir og fólk skrifi þetta þeim til huggunar. 


skil ekki vandamálið

strákamamman;)

Helvítis | 28. ágú. '15, kl: 20:29:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Af því þetta var innbeddað í okkur við kristnitöku árið ble.

Þetta er eitthvað sem fólk segir í huggunarskyni, ekki af því það endilega trúir á guð.

Eftir því sem fólk eldist, hef ég tekið eftir, er það líklegra til þess að trúa á einhvern guð, sennilega vegna einhverskonar eftirsjár eða hræðslu.

Guð er snudda fyrir fullorðna.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Lillyann | 28. ágú. '15, kl: 21:00:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en snudda mín er mjög góð samt

_________________________________________________
horfðu á björtu hliðarnar
heimurinn gæti verið verri

Helvítis | 28. ágú. '15, kl: 21:02:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég vandi mig af öllum snuddum fyrir löngu. :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Lillyann | 28. ágú. '15, kl: 21:06:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég trúi á guð en ég tek ekki biblunni sem heilagum sannleik
enda er sú bók skrifuð af karlmönnum og ég er ekki samála þeim einu og öllu

_________________________________________________
horfðu á björtu hliðarnar
heimurinn gæti verið verri

Helvítis | 28. ágú. '15, kl: 21:09:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er trúlaus, það væri allt troooooðfullt þarna "uppi á himnum" ef allar verur "færu til guðs".

Samt, hvaða guðs? Þeir eru svo margir?

Plús, að heilinn í okkur er bara þannig gerður, að þegar við fáum ekki súrefni í gegnum blóðið þá má orða það þannig að rafdíóðurnar fá ekkert afl og heilinn deyr, hvar er sálin í okkur?

Í hjartanu, heilanum eða hvar eiginlega?

Það gerist allt upp í hausnum á okkur og þegar heilinn deyr, þá verður allt svart, því hvaða díóður ættu að taka við?

Bara pæling sko, er ekki að gera lítið úr því sem þú kýst að trúa elsku Lilly mín. :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Lillyann | 28. ágú. '15, kl: 21:18:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit :)

_________________________________________________
horfðu á björtu hliðarnar
heimurinn gæti verið verri

Brindisi | 4. sep. '15, kl: 10:04:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

jú jú förum til himna og sendum svo lifandi aðstandendum skilaboð í gegnum miðla um reiðhjólalása og peysuprjón

Ananus | 29. ágú. '15, kl: 01:01:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Börn lesa ekki moggann, frekar en annað fólk. Ef þau komast í moggann er það vanræksla sem ætti að tilkynna til barnaverndarnefndar.

Petrís | 28. ágú. '15, kl: 19:28:11 | Svara | Er.is | 1

Já auðvitað. Þú segir barninu sannleikann en heimtar ekki að hún þykist ekkert vita þegar hin börnin ræða sín trúmál. Hennar trú eða trúleysi er jafn mikilvæg og trú hinna barnanna og að ætlast til þess að hún þegi og segi ekkert af því hennar trú eða trúleysi passar ekki inn í segir henni að hennar skoðun sé minna virði.

choccoholic | 28. ágú. '15, kl: 19:33:11 | Svara | Er.is | 3

Við erum algerlega trúlaus en höfum aldrei rætt trúmál hér heima.

Í fyrra fóru strákarnir mínir á leiksvæði sem var sett upp fyrir framan hverfisverslunina. Það var settur upp hoppukastali sem þeir voru voða spenntir yfir svo þeir fengu að skreppa í smá stund einir á meðan við vorum að versla. Þeir voru komnir aftur í búðina til okkar áður en við náðum að klára og við spurðum afhverju þeir hefðu verið svona stutt. Svarið var: því það er bara verið að tala um Guð í hátalarakerfinu (ræðuhöld) og við nenntum ekki að hlusta. Ég: Hver er Guð? Þeir: Einhver kall sem sumir segja að búi á himninum, bara eitthvað svona, svona ævintýri bara.

Fannst þetta ágætis skýring hjá þeim.

Annars finnst mér að þú eigir bara að segja henni að þú trúir ekki að guð sé til, en ekki banna henni að segja það við aðra ef hún tekur þann pólinn í hæðina að guð séi skáldsagnapersóna. Það er alveg stigsmunur á guði vs. jólasveininum og mér finnst ekkert að því að hún fái að viðra sína skoðun ef svo ber undir - ekki það að þetta eigi eftir að vera rætt eitthvað mikið á næstunni hugsa ég.

strákamamma | 28. ágú. '15, kl: 19:33:20 | Svara | Er.is | 0

Ég þarf að merkja í annað


ég er trúlaus og synir mínir líka enn sem komið er.  við höfum alltaf rætt það opinskátt a fólk trúi ýmsu og að það séu margar leiðir ti að trúa á guð og að ein leið sé ekkert endilega betri en önnur.


Ég hef aldrei sagt þeim að þegja yfir sínum skoðunum á trúmálum en þar sem ég er fyrirmyndin þeirra hef ég alltaf passað mig að bera virðingu fyrir trú annarra og við umgöngumst töluvert af fólki sem trúir á sinn guð og felur að ekkert og það er aldrei issjú á milli okkar alveg eins og við trúum ekki og felum það ekkert heldur.

strákamamman;)

Dehli | 28. ágú. '15, kl: 19:48:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Segjum sem svo að annað systkynið í trulausri fjölskyldu veikist alvarlega og fellur frá. Þá er sagt við það sem eftir lifir, að nú sé allt búið hjá því sem féll frá.
Sorgin verður væntanlega óbærileg um ókomna tíð.
En í trúaðri fjölskyldu trúa fjölskyldumeðlimir að allir hittist einn góðann veðurdag, í öðrum heimi sem biblían lofar, og hefur gert í árþúsundir.
Í hvorri fjölskyldunni skyldi vera þægilegra að vera í ?

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

GoGoYubari | 28. ágú. '15, kl: 20:23:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og ef þau trúa á guð og allt sé þetta hans áætlun. Hvað þá?

GoGoYubari | 28. ágú. '15, kl: 20:23:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ef þau trúa á guð og allt sé þetta hans áætlun. Hvað þá?

strákamamma | 28. ágú. '15, kl: 20:26:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Djös rugl


fólk hefur fallið frá í okkar fjölskyldu, við þau tækifæri höfum við rætt dauðann og í því sabandi rætt hvað fólk heldur að gerist þegar annað fólk deyr því engin veit það með vissu.   sumir trúa á himnaríki, aðrir trúa því að sálin lifi áfram og passi fólkið sitt, aðrir trúa því að það sé ekekrt eftir þetta líf... og svona er það... maður velur svo bara það sem manni hugnast best sjálfum að trúa.




Ég held alltaf að það sé betra og þægilegra að vera í upplýstri fjölskyldu sem hvetur til sjálfstæðis og gagnrýninnar hugsunar heldur en að vera í fjölskyldu sem les bara eina bók og trúir skilyrðislaust öllu sem í henni stendur. 

strákamamman;)

Dehli | 28. ágú. '15, kl: 20:45:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju er svona erfitt að lifa í biblíu trú ?

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

strákamamma | 28. ágú. '15, kl: 21:24:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

vegna þess að ég er sagnfræðingur og þekki uppruna biblíunnar.  fyrir mér er það jafn skynsamlegt að lifa lífinu eftir þessari bók eins og hvaða bók sem er hérna uppí hillu hjá mér. 


að lifa lífinu eftir bók sem samansett er í ótal sögum og frásögnum skrifðum á mörghundruð ára tímabili af körlum sem lifðu og hrærðust í AFAR sterku feðraveldi finnst mér bara ekki höfða til mín nú á upplýsingaöld.


Það þýðir samt ekki að ég skilji ekki hvers vegna fólk gerði það hér á árum áður þegar upplýsingar og menntun voru af skornum skammti.

strákamamman;)

Sodapop | 28. ágú. '15, kl: 21:27:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Færi fólk ekki fljótt í fangelsi ef það myndi lifa í bókstaflegri biblíutrú...

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

Sodapop | 28. ágú. '15, kl: 21:27:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég myndi þá frekar velja að hittast í Nangijala, það hljómar mun meira spennandi en að búa á einhverjum skýjum...

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

Bella C | 29. ágú. '15, kl: 11:16:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég trúi ekki á guð en kýs að trúa því að það er möguleiki á að ég muni hitta ástvini mína aftur á öðrum stað, trúi bara ekki að sá staður er himnaríki.

Abba hin | 4. sep. '15, kl: 09:57:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér þótti óbærileg tilhugsun að sá sem dó þyrfti að bíða allan þennan tíma eftir að við hin kæmum til hans. 

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Lilith | 4. sep. '15, kl: 17:19:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst allavegana mun þægilegra að vera í trúlausu fjölskyldunni.

Blah!

Petrís | 28. ágú. '15, kl: 21:25:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En afhverju þarf að bera virðingu fyrir trú einhvers á ósýnilegar verur. Ég geri grín af fólki sem trúir á drauga og álfa, mér finnst þetta ekkert öðruvísi. Þarf að bera virðingu fyrir viðhorfum allra alveg sama hversu heimskuleg þau eru?

strákamamma | 28. ágú. '15, kl: 21:28:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

ég geri heldur ekki grín að þeim sem trúa á álfa eða tröll.


fyrir mér eru trúarbrögð ein af mörgum birtingarmyndum menningar.  Svo lengi sem fólk skaðar ekki aðra með sinni trú þá skil ég ekki hversvegna hún á eitthvað að fara fyrir brjóstið á mér.


það er fyrst þegar fólk er orðið þannig að það vill myrða, traðka á mannréttindum eða gera gys að (eins og þú segist gera) öðrum í krafti trúar eða trúleysis að ég hætti að bera virðingu fyrir viðkomandi

strákamamman;)

Allegro | 28. ágú. '15, kl: 21:44:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo hjartanlega sammála.

Petrís | 28. ágú. '15, kl: 22:13:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég sé það ekki sem mannréttindi að enginn geri grín að trú þinni. Hver er mælikvarði þessa skaða? Er það skaði gagnvart einhverjum að prestar geti neitað að þjónusta vissa hópa samfélagsins af því að 2000 ára gömul bók fullyrðir að líf þeirra sé synd. Er það skaði þegar kynfæri barns eru skorin og skæld til að fylgja gömlu trúarriti sem á enga samleið með nútímanum. Er það skaði þegar börn eru látin ganga í gengum marga klukkutíma eða jafnvel margra daga þjáningar af því að foreldrar þess og trúarleg menning fullyrðir að þau séu haldin illum anda í stað þess að vera veik á geði. Er það skaði þegar stúlkur eru giftar 8-9 ára gamlar gömlum körlum af því að gamalt trúarrit barnaníðings segir að það sé guði þóknanlegt? Er það skaði þegar fólk sem fætt er með skort á litarefnum í húðinni eru aflimuð til að hægt sé að búa til galdrameðöl úr afskornum limum þeirra? Er það skaðlegt þegar lítil börn eru neydd til að ganga með börn af því fóstureyðingar eru bannað samkvæmt trú foreldra þeirra eða yfirvalda? Ég sé engin mannréttindi í því að fá að fylgja gömlum og úreltum hugmyndum.

presto | 29. ágú. '15, kl: 22:01:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það væri sniðugt fyrir þig að lesa smá um stjórnarskrána og mannréttindi, t.d. Mannréttindasáttmála SÞ. Ertu svakalega ung manneskja eða með mjög lítinn áhuga á að lesa?

Petrís | 4. sep. '15, kl: 11:52:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það í stjórnarskránni að ekki megi gera grín af hjátrú?

Rauði steininn | 4. sep. '15, kl: 13:57:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en trúfrelsi er þar. Ásamt ákvæðum um að ekki megi limlesta fólk eða drepa!

Petrís | 4. sep. '15, kl: 17:59:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er ekkert að banna fólki að trúa og það er ekkert sem bannar mér að gera grín af fólki sem trúir á ósýnilega veru sem enginn sér eða heyrir og býr á hvítu skýi

She is | 28. ágú. '15, kl: 21:43:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

afhverju þarf að vera virðingu fyrir fólki almennt? virðingu fyrir því að við erum ekki öll eins, borðum ekki það saman, erum ekki með sama háralit og trúum ekki á það saman.

Petrís | 28. ágú. '15, kl: 22:15:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Við getum borið virðingu fyrir fólki án þess að bera virðingu fyrir þörf þeirra fyrir úreltar hugmyndir um guðlegar ósýnilegar verður og jafnvel með því samþykkir og styður mannréttindabrot og kúgun.

Petrís | 28. ágú. '15, kl: 22:15:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

verur átti þetta að vera

strákamamma | 28. ágú. '15, kl: 22:52:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ég þekki enga ofsatrúarmanneskju...og það skaðar hvorki mig né aðra að gömul frænka trúi á guð og segi guð blessi þig.  Þessi þörf um eitthvað manninum æðra er ekkert endilega illskiljanleg þó ég velji ekki skipulögð trúarbrögð fyrir mig eða mína. 


Mér finnst það virðingarleysi við fólk að gera gys af því vegna trúarskoðanna þeirra.



strákamamman;)

Petrís | 29. ágú. '15, kl: 00:40:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Trúarskoðanir eru ekki hafnar yfir gagnrýni, það er í lagi að gagnrýna allt í samfélaginu nema trúarskoðanir fólks af því það er svo heilagt. Þú segir mig sýna virðingarleysi að gera gys af fólki fyrir trúarskoðanir, þetta eru skoðanir mínar. Afhverju eru það minna heilagar skoðanir en trúarskoðanir, eru stjórnmálaskoðanir líka hafnar yrir gagnrýni. Hver ákveður hvaða skoðanir eru virðingarleysi.

strákamamma | 29. ágú. '15, kl: 10:46:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

trúarskoðanir einstaklinga eru að mínu mati hafnar yfir gagnrýni svo lengi sem viðkomandi er ekki að skaða aðra með þeim.


Trúarbrögð eru aftur á móti ekki endilega hafin yfir gagnrýni eða málefnalega umræðu, enda allt annað að ræða trúarbrögð eða trúarskoðanir einstaklinga

strákamamman;)

Petrís | 29. ágú. '15, kl: 10:48:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já þá er það þitt mat, mitt mat er að það sé aldeilis ekki hafið yfir gagnrýni eða háð. Ég áskil mér rétt að gera grín að og gagnrýna alla hjátrú og hindurvitni sem ég verð vör við sérstaklega þegar ég er neydd til að borga fyrir hana.

strákamamma | 29. ágú. '15, kl: 10:56:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

mér finnst þú rosaleg í virðingarleysinu við annað fólk, sumt fólk finnur huggun í trú eftir ástvinamissi, hver ert þú til þess að gera gys að móður sem heur misst barni ðsitt og finnur huggun í því að barnið sé hjá guði?  hvernig skaðar það þig?


Ég er meðlimur í siðmennt, ég berst fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju....  en að gera gys að fólki gefur ekkert

strákamamman;)

Petrís | 29. ágú. '15, kl: 11:07:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég er ekki að gera gys að neinu svona, þetta er eins og að segja að þú hljótir að vera á móti trúfrelsi.
Þetta er hinsvegar týbísk rök þeirra trúuðu þegar trúlausir koma með sínar skoðanir...ertu að ráðast á sorgmædda móður sem missti barnið sitt... ekki í fyrsta sinn sem ég heyri þetta enda ótrúlega vinsælt að blanda einhverrri tilfinningavæmni í málið svona til að þurfa ekki að ræða það á rökrænum grunni.
Ýkjur og strámannatal. Ég geri gys að trúnni því burtséð frá öllum skaðanum sem trúmál valda þá finnst mér hún ótrúlega heimskuleg og það er ótrúlega fyndið að fólk skuli trúa svona vitandi það sem við vitum í dag.

Hvað nákvæmlega er fólk að fá huggun yfir. Þarna upp er semsagt hvítskeggjaður karl sem notar fólk eins og leikmenn í tafli, drepur saklaus smábörn sér til gamans en leifir nasistum að deyja hamningjusömum og ríkum á 96 aldsursári. Sem sveltir tugþúsundabarna í dauðann á einum stað á meðan einhverjir aðrir henda milljónum tonna að mat. Ég hef aldrei skilið þessa vitlausu, þetta er eins og heilaþvottur þar sem búið er að telja fólki trú um að barnið þeirra eða ástvinur sé ásættanlegt fórnalamb í einhverjum flóknum alheimsleik sem einhverjar ósýnilegar verur leika.

Það má hinsvegar ekki æmta á vitleysuna sem á rætur að rekja til tíma þegar fólk einfallega vissi ekki betur, kunni ekki að lesa og skrifa og hægt var að telja þeim trú um hvað sem er til að stjórna þeim og enn er fólk sem ýtir undir þetta.

strákamamma | 29. ágú. '15, kl: 11:56:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

að gera gys að er ekki rökrænn grunnur.


sjáðu ég er ekki trúuð...en það skaðar mig ekkert  að aðrir séu það.  Það er sorg þegar ástvinur deyr, og þó ég þurfi ekki huggun í trú við fráfall ástvinar þurfa það sumir...er það ekki bara allt í lagi?


ég ég gæti myndi ég afnema öll skipulögð trúarbrögð....en það næst ekki með því að gera lítið úr fólki sem tilheyrir þeim

strákamamman;)

Petrís | 29. ágú. '15, kl: 11:57:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er fólk trú þess?

strákamamma | 29. ágú. '15, kl: 13:48:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

fyrir mörgum er það þannig já... vegna þess að trú er menning...

strákamamman;)

Helvítis | 29. ágú. '15, kl: 15:41:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Veistu það, ég vildi óska þess að allir væru eins og þú! <3

Þú ert demantur.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 29. ágú. '15, kl: 16:43:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sjitt......það er ekkert smá :)     

strákamamman;)

Petrís | 4. sep. '15, kl: 11:54:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get ekki deilt þinni skoðun á þessu, það er líka menning að umskera börn bæði drengi og stúlkur og sú menning er tengd trúarbrögðum. Menning er stundum eitthvað sem við eigum að skoða með fjarlægum augum, viðurkenna tilvist hennar í fortíðinni en sjá að hún á ekki heima í nútíðinni og við vitum betur.

strákamamma | 7. sep. '15, kl: 11:03:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lastu ekki að sem ég skrifaði?   Aðalmálið er "svo lengi sem það skaðar ekki aðra"   Að skera í börn skaðar þau.  Þar með heyrir það ekki undir að skaða ekki aðra, þar með eru aðstæður orðnar öðruvísi

strákamamman;)

Petrís | 7. sep. '15, kl: 11:29:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þín skoðun á skaða er ekki mælikvarði allsstaðar í heiminum. Hver þjóð og hvert menningarsamfélag hefur eigin viðmið á hvað er skaði. Á þeim svæðum sem umskera stúlkubörn er það talinn skaði fyrir barnið sjáft að umskera ekki enda ríkt í menningu þeirra. Stundum þarf að stíga skref frá og skoða hlutina með hlutlausum augum. Það er margur skaðinn af trúarbrögðum, líka kristnum þó sá skaði sé ekki í samam mæli og glerbrot á lítilli stúllku.

Helvítis | 29. ágú. '15, kl: 15:26:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Svo flott svar! <3

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

She is | 29. ágú. '15, kl: 10:59:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ég held það þú þurfir að skoða þig og þín viðhorf áður en þú ferð í þá vegferð að gagnrýna aðra.

Petrís | 29. ágú. '15, kl: 11:11:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Skoða hvað? Setjum þetta hér niður fyrir okkur. Ég er semsagt á móti trúarbrögðum, samkvæmt því er eitthvað að mér, eitthvað að viðhorfum mínum. Þau eru ekki eðlileg. Hvers vegna. Hvers vegna má´gagnrýna mig en ekki aðra, er það vegna þess að mitt viðhorf er ekki þetta normalt. Þetta er það sem ég hef verið að segja. trúlaust fólk er ekki talið normið, það er minnihluti sem þarf að þola að skoðun þess á að þagga, það á að þegja til að rugga ekki bátnum, valda ekki öðrum vanlíðan og kom einhverjum öðrum í uppnám. Börnum er einmitt kennt þetta, þegar ég var barn og kom með óþægilegar spurningar um trúmál egar trúin var rædd í kringum mig þá var sussað á mig með reiðisvip því spurningar mínar komu öðrum í uppnám, efasemdir mínar rugguðu bátnum.

She is | 29. ágú. '15, kl: 11:16:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég ber alveg sömu virðingu fyrir fólki sem trúir og trúir ekki, ég bæði verið við brúðkaup á vegum siðmenntar, sýslumanns og í kirkju. Ég deili aldrei neinu t.d á facebook sem gæti sært trúaða eða trúlaus. Mér finnst nákvæmlega sama normið í dag að vera trúuð og trúlaus, ef ég skoða mína vini og kunningja þá virðist á yfirborðinu vera meira norm að vera trúlaus en trúaður. Efasemdir þínar og annara rugga ekkert mínum bát, mín trú hangi ekki á trú eða trúleysi annara. Ég hef samt engan áhuga á að taka rökræður við þig eða aðra um mína trú eða þurfa að færa vísindaleg rök fyrir trú minni annars geti hún ekki staðist.

Mér þykir þín upplifun sem barn vond og vont að fólk hafi ekki borið virðingu fyrir þér og þínum skoðnum en það gefur þér samt ekkert skotleyfi á þá sem í dag trúa.

Petrís | 29. ágú. '15, kl: 11:24:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er ekki að hafa skotleyfi að berjast gegn aldagamalli trú sem er upprunninn úr fáfræði og kúgun. Enn í dag er þessi sama trú notuð til að kúga og stjórna. Það er ekkert að því að vilja samfélag þar sem staðreyndir og skynsemi stjórna en ekki trúarþrugl. Enginn af ykkur sem hafa gagnrýnt mig hér í þessari umræðu hefur rökrætt um þetta af viti, bara persónulegar árásir á mig að ég sé á slæmri vegferð, ég sé virðingarlaus, alltaf eitthvað persónulegt en ég lái ykkur það ekki. Hvernig er hægt að verja eitthvað svona. Það gerir mig samt dapra að fólk skúli ekki vera orðið þróaðra og skynsamara og láti gömul hindurvitni stjórna skoðunum sínum.

She is | 29. ágú. '15, kl: 11:25:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

nú ert þú að dæma mig og aðra sem trúa.

strákamamma | 29. ágú. '15, kl: 11:57:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

að gagnrýna skipulögð trúarbrögð er ekki það sama og að gagnrýna einstaklingana sem trúa....

strákamamman;)

strákamamma | 29. ágú. '15, kl: 11:56:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég hef aldrei upplifað að það sé sussað á barn sem efast um trú.....ert þú ekki bara alin upp í einhverju ofsatrúarumhverfi?   

strákamamman;)

Petrís | 29. ágú. '15, kl: 11:57:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég er það nú ekki

strákamamma | 29. ágú. '15, kl: 12:01:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég tilheyri fj-lskyldu þar sem ein greinin er mjög trúuð.....við getum samt alveg setið saman og rætt trúmál....og börnin okkar rætt mismunandi ástæður fyrir því að þau haldi jól.


Hvorki ég, né börnin mín hafa upplifað að sett sé ofaní við okkur fyrir að trúa ekki eða sussað á okkur.  Enda erum við umkringd fólki í daglegu lífi sem er frekar upplýst og vel lesið og býður gagnrýna hugsun velkomna, jafnt trúaðir sem trúlausir

strákamamman;)

Abba hin | 4. sep. '15, kl: 10:01:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það var gert á mig, ítrekað. Ég er fædd '91 og alin upp í vesturbænum.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Petrís | 4. sep. '15, kl: 11:55:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er gert á mörgum stöðum og einmitt vegna þess að það á að sýna þeim trúuðu virðingu sérstaklega öllum mæðrunum sem hafa grafið barn sko.

strákamamma | 7. sep. '15, kl: 11:06:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er alveg hægt að sýna trúaðri móður sem hefur grafið barnið sitt virðingu...þó maður sé ósammála henni, og að þegja yfir því að ég sé ekki kristin er ekki að sýna virðingu.  Ég get alveg talað um mitt trúleysi án þess að þurfa að gera lítið úr öðrum eða hvar þeir sækja sér sína huggun

strákamamman;)

Petrís | 7. sep. '15, kl: 11:31:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er svona ýkt dæmi og lítið nothæft í svona umræðu. Þó ég geri almennt grín af trúarbrögðum þá er ég ekki endilega að gera grín af syrgjandi móður. Þetta er svona umræðukaffæring.

strákamamma | 7. sep. '15, kl: 11:05:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég myndi ekki sitja þegjandi og hljóðalaust hjá ef einhver myndi setja ofaní við börnin mín vegna trúarskoðana þeirra.  Komu foreldrar þínir þér ekki til hjálpar?

strákamamman;)

Petrís | 29. ágú. '15, kl: 10:52:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Persónulega trú þessa prests sem ég borga launin hjá er að við Vantrúarfólk séum á sama kalíberi og isis, þaf að segja meira. Þetta er ekki manneskja úti í bæ heldur prestur sem boðar kristna trú á Íslandi árið 2015 til oft saklausra barna. Hann er fulltrúi númtíma kristni á landinu í dag.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/08/28/sera-orn-bardur-likir-vantru-vid-isis/

Brindisi | 4. sep. '15, kl: 10:13:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá, hvað er að manninum??

kep | 28. ágú. '15, kl: 19:45:27 | Svara | Er.is | 3

Lenti í svipað með börnin mín um árið. Sagði þeim að sum trúa því að sögunar um guði og Jesus eru sannar alveg eins og sumir trúa á sögum um tröll og álfa. Bætti skyrt við að allir mega trúa því sem þú vilja. Daginn eftir kom elsta barnið heim og tilkynti að hann trúir á álfa en ekki guð. Honum fannst nefnilega áfasögur svo skemmtilega. Síðan hefur ég ekki fengið ein einasta spurning um trúmál frá börnin. Að banna börnin að segja að guð sé ekki til finnst mér ekki rétt. Börnin sem eiga trúaða foreldra verða líka að læra að allir trúa ekki á það sama. Hins vega má kenna þeim að gera ekki lítið úr trú annara.

jovig | 28. ágú. '15, kl: 19:49:32 | Svara | Er.is | 1

Þegar sonur minn spurði mig um guð og Jesú, þá sagði ég honum að ég tryði ekki á guð en að sumir gerðu það og það væru til allskonar guðir til að trúa á ef maður vildi. Hann mætti bara ráða sjálfur hverju hann trúði og að hann ætti ekki láta neinn segja sér hverju hann ætti að trúa hvorki mig, kennara eða aðra. Svo spjölluðum við aðeins um afhverju ég trúði ekki á guð, að sumum finnst gott að hafa æðri mátt til að leita til og tala við og bara allskonar. Hann trúði á guð í svona korter svo nennti hann því ekki meir.

--------------------------------------------
Er ekki Joðvillingur!

Vindhviða | 28. ágú. '15, kl: 20:02:01 | Svara | Er.is | 1

Þú bannar henni ekki að tala um sitt trúleysi frekar en barninu sem sagði henni frá Guði var bannað að vera með "trúboð" í leikskóla.


Ég fór þá leið að byrja samtalið á því að útskýra að það væru margar gerðir Guða og allir mættu velja hvað þeir vildu trúa og líka þeir sem vildu ekki trúa á neinn guð. Svo svaraði ég öllum spurningum samviskusamlega - það kom mér eiginlega mest á óvart hvaða stefnu samtalið tók því það var svo allt allt önnur leið en ég var búin að undirbúa.


Þetta fór meira út í það hvort að Guð ætti föt eins og Búdda og eitthvað slíkt sem mér fannst upphaflega engu máli skipta.

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 28. ágú. '15, kl: 21:52:14 | Svara | Er.is | 2

Treystum því að dóttir þín finni sinn rythma'' í trúmálum , svipað og við hin gerðum. Ég hef látið þessi mál vera þannig séð hjá mínum. Ég hafði mína barnatrú því hún veitti mér huggun ( við móðurmissi, 6 ára).
Mér finnst of mikil ýkni á báða bóga vera eitthvað sem þarf ekki að vera tabú eða hreinlega að gefa því ekki of mikinn gaum.
Í þessu tilviki myndi ég útskýra að fyrir sumum eru trúmál mikið mál.
Ég á yndislega bestu vinkonu sem  er mín æskuvinkona og hennar fjölskylda er mjög trúuð. Við sóttum KFUK fundi vikulega og það var oft gaman.
Ég svo lagðist í hugsun um trúmál seinna og fann minn stað varðandi þau. rÉg tel ekki að mitt hlutverk þurfi að vera að segja mínum börnum hvar þau vilji vera í þessum málum, heldur biðja þau þegar þau hafa aldur til, að skoða sinn hug.
Minn yngsti kaus að fara ekki í gegnum fermingu. Hann tók þá afstöðu sjálfur og ég virði það.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Þönderkats | 28. ágú. '15, kl: 23:23:19 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi segja henni að ég tryði ekki á guð og útskýra fyrir henni að sunir trúa á guð og aðrir ekki og það sé bara allt í lagi. Jafnvel að segja að fólk trúi á mismunandi guði.

Orgínal | 29. ágú. '15, kl: 09:58:25 | Svara | Er.is | 1

Sammála Bakasana.

Sumir trúa aðrir ekki og allir hafa rétt á sínum skoðunum hvað það varðar.

gruffalo | 29. ágú. '15, kl: 11:32:51 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi segja nei, en að sumir tryðu á einhverja guði. Ég ætla ekkert að passa því að einhver önnur börn viðhaldi sinni barnatrú með því að gera mitt trúleysi að einhverju tabúi. Án þess þó að ætla að hafa fyrir því að "skemma" hana.

gruffalo | 29. ágú. '15, kl: 11:33:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það ekki því*

Humdinger | 29. ágú. '15, kl: 13:16:06 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi segja:
* Sumir trúa að til sé guð, aðrir ekki og jafnvel "ég trúi því ekki".
* Allir mega trúa því sem þeir vilja og það er allt í lagi þó það trúi ekki allir því sama.
* Maður á ekki að gera grín að þeim sem trúir einhverju öðru en maður sjálfur.

Ég myndi reyna að koma í veg fyrir bæði extremin, reyna að koma krakkanum í skilning um að trú er ekki eitthvað til að stríða yfir eða metast um endilega en líka að það er í lagi að trúa hverju sem maður vill og ein skoðun er ekki verri en önnur - hún á jafnrétt á sinni trú og önnur börn og þarf aldrei að "passa sig" að fela hana neitt frekar.


presto | 29. ágú. '15, kl: 21:40:04 | Svara | Er.is | 0

Á hvað trúir barnið þitt? Hefur etv. Gleymst að innræta því þína trú/trúleysi?
Mér finnst aðfar einfalt að kenna börnunum mínum að það trúi ekki allir því sama og að bera virðingu fyrir því að aðrir þrúi á guð sem við trúum ekki á. Heilaþvotturinn og ofsatrúarhegðunin í kringum sumar (bolta) íþróttir fara í taugarnar á mér en ég reyni að láta börnin mín finna lítið fyrir mínum pirringi, þeim leiðist samt að sumir krakkar virðist ófær um að tala um nokkuð annað:(

Medister | 4. sep. '15, kl: 13:51:17 | Svara | Er.is | 10

Í alvöru fálka, eig trúaðir foreldrar að banna börnum að tala um guð, Búdda eða hvað sem þetta heitir nú allt, við önnur börn? Þetta eru leikskólabörn for crying out loud.
Finnst þér foreldrar ókurteisir ef þeir banna ekki börnum sínum að tala um eitthvað sem þau trúa á? Really?

Og eru þín börn trúlaus eða viltu bara að þau séu það?

evitadogg | 5. sep. '15, kl: 11:08:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Og ef farið er út í það: er hægt að tala um raunverulegt val leikskólabarna í svona málefnum? Geta leikskólabörn tekið afstöðu til þess hver þeirra lífsskoðun sé?

Medister | 5. sep. '15, kl: 11:53:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það held ég varla. Þess vegna er óþarfi að gera mál úr svona. Finnst mér.

evitadogg | 5. sep. '15, kl: 11:55:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já algjörlega, bara smá hliðarpæling.

Medister | 5. sep. '15, kl: 11:56:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skil þig :-)

Ellert0 | 4. sep. '15, kl: 14:40:07 | Svara | Er.is | 0

Segja henni sannleikann og ekki banna henni að segja það sama. Það kemur engum að notum að trúa á svona vitleysu.

Silaqui | 4. sep. '15, kl: 17:03:43 | Svara | Er.is | 2

Ég get eiginlega ekki svarað þessari spurningu með möguleikunum sem eru gefnir upp.
Hér eru trúmál rædd reglulega og lífskoðanir, alveg eins og pólitík, kynferðismál, umhverfismál og bara allskonar. Sonur minn hefur lifað í gegnum það að hafa móður sína trúaða, efatrúar og svo giftast trúleysingja, sem og að vera uppalinn af trúlausum frænkum sínum. Alltaf hefur hann verið alinn upp í því að vera gagnrýninn og pæla í hlutum. Hann hefur líka verið alinn upp við að virða annað fólk og það að það eru til allskonar trúarbrögð og allskonar menningar og allskonar fólk. Þetta hefur orðið til þess að hann er vita trúlaus og hefur fram að þessu tekist að koma fram við trúaða (sem og aðra) af eðlilegri virðingu.
Svo ég segi: kenndu börnum þínum að hugsa hlutina í gegn, vera gagnrýnin en virða það að aðrir séu ekki sammála þeim og þeirra niðurstöðum.

Lilith | 4. sep. '15, kl: 17:14:43 | Svara | Er.is | 0

Segðu henni bara að Guð sé ekki til. Þ.e. ef þú trúir ekki á Guð. Getur alveg sagt henni að sumir trúi á Guð og aðrir ekki, en ég myndi seint fara að banna barninu mínu að ræða sína sannfæringu við aðra af ótta við að móðga einhvern.

Blah!

Lilith | 4. sep. '15, kl: 17:36:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

N.b., ræða, ekki rífa kjaft og vera dónaleg.

Blah!

þreytta | 4. sep. '15, kl: 18:43:57 | Svara | Er.is | 1

Við hjónin eru ekki sammála í þessum trúmálum, hann er trúlaus en ekki ég. Hún var ekkert voðalega gömul þegar þessi umræða kom upp og hún einmitt spuði okkur hvor að guð væri til. 


Við sögðum að það væri til fólk sem triði því að guð væri til og svo væri líka til fólk sem triði ekki að guð væri til. Það verður hver að ákveða fyrir sig sjálfur. 

Abbagirl | 4. sep. '15, kl: 18:52:18 | Svara | Er.is | 0

Af hverju ætti þeirra trúleysi að vera eitthvað tabú? Það er ekki eins og þið lendið í fangelsi fyrir að trúa ekki, sem betur fer.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

muu123 | 5. sep. '15, kl: 10:23:26 | Svara | Er.is | 1

Ma barnið ekki bara trua? Finst gafulegra að kynna alla möguleika heldur en að segja bara að guð se ekki til.. Og ja eg er trulaus

bradislava | 5. sep. '15, kl: 15:56:34 | Svara | Er.is | 0

VIð erum trúlaus með öllu en kennum henni að bera virðingu fyrir skoðunum og trú annarra. Ræðum það mjög opinskátt að við teljum Guð og jesú vera frábært ævintýri eins og annað í þeim dúr. Ömmur okkar eru á stað sem þeim líður mjög vel á og við vitum ekki hvað annað gerist eftir dauðann.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47940 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, Bland.is, Kristler