Dóttir - þjófnaður

nurgissol | 9. ágú. '16, kl: 20:01:08 | 845 | Svara | Er.is | 0

Nú er svo komið að ég stóð dóttur mína (13 ára) að þjófnaði en hún stal frá mér peningum sem ég hef verið að safna til að geta borgað viðgerðir á húsinu. Fyrst stal hún 370 þús og ég komst að því - hún lofaði bót og betrun. Síðan stal hún aftur 40 þús og ég treysti henni ekki og finnst ég ekkki þekkja hana. Peningarnri voru læstir ofan í hirslu. Samtals hefur hún stolið af mér 410 þús . Hún hefur eytt þessu í föt - makeup og skyndifæði sem hún hefur falið vandlega fyrir mér .
Ég er svo fjúkandi reið og leið út í hana og veit varla hvernig ég á að bregðast við þessu.
Var búin að skrá hana í dans en er búin að afboða - hún á afmæli bráðum en hún fær ekkert frá mér né veislu. Hvernig get ég látið hana læra af þessu og ætti ég ekki að krefjast af henni að hún borgi mér til baka ?

 

ert | 9. ágú. '16, kl: 20:06:38 | Svara | Er.is | 16

370 þús í fatnað og meikup og skyndifæði? Ertu viss um að eitthvað af þessu hafi ekki farið í dóp?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjaki | 9. ágú. '16, kl: 20:13:24 | Svara | Er.is | 0

ER þetta togari??

Ok nú skil ég alls ekki hvernig hún gat keypt föt og make up fyrir mörg hunduð þúsund án þess að þú tækir eftir því. Gengur hún aldrei í þessum fötum eða?

En spurning með hvernig þú átt að bregðast við.... hvernig eru hennar viðbrögð eftir að þú komst að þessu? ER hún eitthvað sorrí? eða bara fúl yfir því að komst upp um hana? Mér finnst þetta eiginlega alveg ótrúlegt mál.

svartasunna | 9. ágú. '16, kl: 20:20:56 | Svara | Er.is | 6

Fá hjálp fyrir hana, geyma peninga á öruggum stað, t.d. bankareikn. og hún borgar til baka þegar hún fær vinnu.

______________________________________________________________________

Petrís | 9. ágú. '16, kl: 20:25:26 | Svara | Er.is | 1

Láta hana vinna og taka helminginn af öllu sem hún vinnur sér inn þangað til skuldin er greidd. Taktu af henni dótið sem hún keypti

hallon | 9. ágú. '16, kl: 20:31:37 | Svara | Er.is | 7

Fyrir það fyrsta ekki geyma svona mikla peninga heima hjá þér, af hverju varstu ekki með þetta á bankareikningi?  Ég myndi fara vel yfir hvað hún gerði við peningana, er hún nokkuð í neyslu? Ef svo er þarf hún hjálp.

T.M.O | 9. ágú. '16, kl: 20:38:51 | Svara | Er.is | 5

Ég myndi fara vel yfir hegðunarmynstrið hjá henni og möguleikanum að hún sé í neyslu. Þetta er óhugguleg upphæð að hafa spreðað í föt og slikkerí. Hvort sem er þá er hún á skelfilegri braut og algjör trúnaðarbrestur á milli ykkar. Ég myndi telja að hún/þið þurfið utanaðkomandi hjálp og ì guðanna bænum ekki geyma svona upphæðir í húsinu. Auðvitað á hún að borga þér til baka.

flækjustig | 9. ágú. '16, kl: 20:40:50 | Svara | Er.is | 1

Vá :O
Segi það sama og hinar hér segja, en ég myndi hiklaust láta hana vinna fyrir þessu og ef hún ætlar að fermast á næsta ári myndi ég taka alla peninga sem hún fær og jafnvel gjafir - ef ég hefði þá áhuga á að halda veislu fyrir hana.
Taktu allt veraldlegt af henni - sjónvarp, síma og auðvitað allt sem hún hefur keypt fyrir þessa peninga.

En fyrst og fremst myndi ég athuga hvort möguleiki er á að hún sé í neyslu.

Sjitt hvað ég myndi eipsjitta á krakkarassgatið :O

Snobbhænan | 9. ágú. '16, kl: 20:41:37 | Svara | Er.is | 4

Ætla að vona að þetta sé togari. 

alboa | 9. ágú. '16, kl: 20:44:28 | Svara | Er.is | 6

Til að byrja með myndi ég setja upp plan fyrir hana til að vinna inn traust aftur. Hvernig hún gæti sýnt mér að hún væri að bæta sig.

Svo myndi ég skoða hvað klikkaði hjá mér þannig að 13 ára barnið mitt gæti keypt sér föt, makeup og mat fyrir hundruði þúsunda án þess að ég tæki eftir því. Hvar klikkaði ég þar?

Svo fengi krakkinn að bera út blöð (með hjálp) eða eitthvað álíka þar til hún væri búin að endurgreiða mér.

Svo er náttúrulega grunnurinn. Af hverju fannst krakkanum í lagi að stela svona upphæð frá mér og er eitthvað alvarlegra í gangi?

kv. alboa

ert | 9. ágú. '16, kl: 20:48:18 | Svara | Er.is | 8

Ég sé að margar hér mæla með því að taka mjög mikið af henni. Ég myndi ekki ráðleggja þér það fyrr en það lægi ljóst fyrir hvað er í gangi. Það þarf að útiloka neyslu með pissuprófum. Það þarf að skoða í hvaða félagsskap hún er og hvað félagar hennar eru að gera. Svo þegar búið er að útiloka að hún sé að öðru leyti á villigötum þá er hægt að beita refsingum. Hættan er sú að ef hún er í alvöru vondum félagsskap þá ýti miklar refsingar hennar út í meiri neyslu, meiri glæpi eða vændi. Eg myndi byrja á því að kaupa pissupróf.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

nurgissol | 9. ágú. '16, kl: 23:58:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

´Hún er ekki í neyslu og ekki í slæmum félagsskap. Fyrri þjófnaðurinn fór í dýran fatnað og dýrt make up og hún var nýbúin að fermast þannig að ég hélt þetta væru hennar peningar sem ég leyfði henni að halda eftir. En svo stelur hún aftur af mér ?? Nú treysti ég henni ekki lengur ..... og já hún skal fá að borga mér þetta til baka og ég ætla að taka allt frá henni ...... nota bene svo gaf hún mér 30 þús króna afmælisgjöf.... fyrir mína peninga sem ég náði að skila......... mér líður bara svo illa út af þessu og er með áhyggjur af henni ..... hélt að ég þekkti hana en hún kemur mjög vel fyrir. Ég veit bara að ég verð að láta hana læra af mistökum sínum og veit að ég fór of vægt að henni þegar ég uppgötvaði að hún hafði stolið af mer í fyrra skiptið.

ert | 10. ágú. '16, kl: 05:40:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

þið þurfið faglega aðstoð.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Neema | 10. ágú. '16, kl: 11:26:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi sturlast ef barnið mitt myndi stela nokkrum 100 þus króna frá mér

Ziha | 10. ágú. '16, kl: 12:47:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi einfaldlega ekki geyma hundrud þúsunda heima hjá mér.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Neema | 10. ágú. '16, kl: 17:26:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei að vísu ekki!

Dalía 1979 | 9. ágú. '16, kl: 23:56:09 | Svara | Er.is | 1

hún þarf fyrst og fremst að fá hjálp hún er liklega stel sjúk

nurgissol | 10. ágú. '16, kl: 00:04:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún hefur aldrei stolið áður úr búðum né af öðrum.

Mae West | 10. ágú. '16, kl: 00:43:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Hún þarf að komast til sálfræðings. 
Þú veist auðvitað ekkert hvort hún er að stela úr búðum eða af öðrum neitt. Bara alls ekki. 
Svo þarf auðvitað að viðhalda þessum dýra lífstíl einhvernveginn ef brunnurinn heima er uppurinn. Þetta vandamál getur hæglega stækkað mjög mikið á skömmum tima. Ekki að þetta hljómi ekki nógu illa samt. 
Krakkinn þarf bara að fá almennilega aðstoð og inngrip. Þetta er ekkert sem hægt er að refsa eða ala úr ungling þegar hlutirnir eru komnir á svona stig myndi ég halda. 


Dalía 1979 | 10. ágú. '16, kl: 08:12:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér þykir það ótrúlegt að hún hafi ekki stolið áður´...

noneofyourbusiness | 10. ágú. '16, kl: 00:27:38 | Svara | Er.is | 0

Þetta er mjög há upphæð ef þetta er sönn saga. Þú ættir að láta hana borga þetta til baka ef það er nokkur möguleiki. Og auðvitað ekki að borga fyrir hana tómstundir eða annað næsta árið a.m.k.

Ég myndi líka athuga með viðtöl hjá sálfræðingi. Þetta er ekki eðlileg hegðun.

MadKiwi | 10. ágú. '16, kl: 04:44:10 | Svara | Er.is | 0

Þetta er það há peningaupphæð að ég myndi athuga með að kæra til lögreglunnar. Án gríns. Þetta er mjög kaldrifjað og alvarlegt og eini sjensinn til að hún lærir. Ekki einu sinni eitt afbrot heldur tvö.

Lilith | 10. ágú. '16, kl: 08:07:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnið er ósakhæft, þetta er barnaverndarmál, ekki lögreglumál.

Blah!

orkustöng | 10. ágú. '16, kl: 11:21:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

samt hægt að kæra það og sjkkerandi að þurfa að fara í yfirheyrslu og kannski sérstaklega ef mamman getur látið það fréttast , td ef þú stelur aftur þá segi ég frá.

ert | 10. ágú. '16, kl: 11:24:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta vandamál er mikið djúpstæðara en að eitthvað sjokk lagi það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

orkustöng | 10. ágú. '16, kl: 11:33:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ja ef siðblindu heilagalli þá minnir mig að slíkir séu brave áræðnir , þá sama um margt . en geta fattað rökrænt að það er slæmt ef allir í hverfinu landinu frétta að þeir séu vondir og ekki treystandi , missa mikið álit og mun ganga illa að kynnast fólki og fá vinnu í framtíð. velja maka.

Lilith | 10. ágú. '16, kl: 11:26:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki viss um að þetta yrði tekið fyrir á þennan hátt hjá lögreglunni þar sem þarna eru það forsjáraðilar sem eru beisikklí ábyrgir og í þessu tilviki er verið að stela af forsjáraðila. Annað ef um er að ræða annað barn, þá væri barnið mögulega kallað inn með foreldrum sínum. 

Tek svo undir að þetta vandamál er meira en að eitthvað sjokk lagi það. 

Blah!

LaRose | 10. ágú. '16, kl: 07:44:04 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi senda krakkann og þig til sálfræðings.

Hefur hún gert eitthvað annað sem er svona ósvífið áður? Er hún týpan sem er drullusama um allt nema sjálfa sig?

Þetta er alvarlegt mál....og áhugavert að heyra hvernig hún brást við.

orkustöng | 10. ágú. '16, kl: 11:27:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

svo er svo skemmtilegt að engnin á bland notar orðið siðblinda síkópati þegar gerandinn er kvenkyns .en ef gerandi er karlkyns..þá er nú ekki verið að spara stimplana og tilgátur ........ og spurning hvort þurfi greiningu á því hvort hún hafi þann stóra heilagalla, alltaf gott að vita um stóra galla , hægt að skipuleggja lífið allt öðruvísi eftir það kringum það , og fræðast um gallann . og las að sibbar geti skánað í hegðun ef þeir fá mikla þjálfun og stöðuga allt lífið frá unga aldri . en hver nennri því svosem. það er frekar að vara alla við sem þeir umgangast svo þeir nái ekki að raka til sín fé af saklausum eða valda skaða til að græða .

orkustöng | 10. ágú. '16, kl: 11:28:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og fylgjast vel með og kæra ef lítur út fyrir slíkt

LaRose | 10. ágú. '16, kl: 12:03:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er ég ein af þeim?

Geri mér grein fyrir að siðblinda gæti verið möguleiki...eða eitthvað á því rófi (narcissismi). Kannski gæti samt eitthvað annað verið málið; neysla, adhd (mikil hvatvísi og ekki verið að hugsa um afleiðingar).

Ætla ekki að byrja að gefa 13 ára barni síkópatastimpilinn.

ert | 10. ágú. '16, kl: 12:14:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo gæti líka verið að barnið væri með of mikla ábyrgð á eigin lífi miðað við aldur. Hún er að fermast ári á undan jafnöldrum - spurning hvort hún sé er að bera ábyrgð eins og væri eldri. Hún virðist hafa haft full umráð fyrir fermingapeningunum sínum og geta eytt þeim í hvað sem er án þess að tala við móður (móðirin hélt að þetta væru vörur keyptar fyrir fermingapeningana). Það er bara margt sem þarf að skoða í þessu máli.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Ziha | 10. ágú. '16, kl: 12:45:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún getur vel átt afmæli seint á árinu...árid er ekki búid. Plús ad lögum samkvæmt hafa börn fullt forræði yfir gjöfum sem þeim er gefid...nema ad um talsverdar fjárhæðir sé ad ræða. En annars er ég sammála um ad þad sé undarlegt ad mamman eda adrir forrádamenn hafi ekki meira eftirlit med 13 ára barni en þetta!

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

sjomadurinn | 10. ágú. '16, kl: 12:46:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

"Plús ad lögum samkvæmt hafa börn fullt forræði yfir gjöfum sem þeim er gefid"  - hvar er sá lagatexti ?

Ziha | 10. ágú. '16, kl: 12:51:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

T.d. er talad um hann hér.
http://fjarmalaskolinn.skolavefurinn.is/node/66

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ziha | 10. ágú. '16, kl: 12:52:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta á n.b. bædi vid laun og gjafir.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

ert | 10. ágú. '16, kl: 13:17:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Þannig að að ég ef gef barni eina milljón þá má barnið eyða þeim í Pokecoins. OK.
Foreldrar eiga ekki að haf eftirlit með fjármunum barna sinna. 2 ára hefur fullt frelsi til að eyða sínum peningum í það sem það vill. Ef það á 20 þús og vill nammi og dót þá má foreldrið ekki segja nei. Ég er ansi hræddum að þessi lagatúlkun standist ekki. Ráðstöfunin verður að vera inn þeirra marka að teljast ekki barninu skaðleg. Foreldrar bera ábyrgð á sínu barni og þar með að eyðsla þeirra á eigin fjármunum sé þeim ekki til skaða.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 10. ágú. '16, kl: 13:19:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


"Börn eiga rétt á því að ráða yfir þeim peningum sem þau vinna sér inn sjálf.  Þó það sé alltaf gott að hlusta á ráðleggingar foreldra er lokaákvörðunin um það hvernig börn fara með sjálfsaflafé (=það sem þau vinna sér inn sjálf) hjá börnunum sjálfum, nema um sé að ræða mikla fjármuni (meira en 500 þúsund krónur) eða ef barnið fer mjög illa með peningana. Þetta stendur í lögum."
Það þarf því eftirlit með því hvort barnið er að fara illa með peningana


https://www.barn.is/boern-og-unglingar/spurt-og-svarad-safn/2015/07/mega-foreldrar-taka-launin-min-og-leggja-inn-a-lokadan-reikning/

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Ziha | 10. ágú. '16, kl: 13:48:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda sagði ég það líka....maður hefur ad sjálfsögðu eftirlit med barninu...:-)

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

ert | 10. ágú. '16, kl: 13:55:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Það eftirlit var greinilega ekki fyrir hendi þarna og þá er barnið með of mikla ábyrgð miðað við aldur.
Ef hún hefur klárað fermingapeningana og hún hafi fengið 100 þús í fermingagjöf þá er þetta hálf milljón sem hún hefur eytt í föt og skyndibita. Það er bara mjög alvarlegt mál og það að barn geti eytt slíkri upphæð án þess að neinn verði var við það er mjög alvarlegt mál.
Það að ætla að taka á málinu á sama hátt og eineltismálinu í húsinu, á hörkunni bendir aftur til þess að verið sé að eigna barninu getu fullorðsins einstaklings. Það er mjög hættuleg afstaða.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

adaptor | 10. ágú. '16, kl: 18:54:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

börn verða ekki fjárráða fyrr en 16 ára svo foreldrar ráða yfir öllu því fé sem barnið kann að áskotnast þangað til

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

ert | 10. ágú. '16, kl: 18:59:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Neibb. Lestu þér til hjá Umboðsmanni barna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

adaptor | 10. ágú. '16, kl: 19:00:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er rétt sorry börn eru fjárráða og sjálfráða 18 ára

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

ert | 10. ágú. '16, kl: 19:05:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og þú manst úr lögfræðinni þá stendur í lögræðislögum að ófjárráðamaður ráði sjálfsaflafé og gjafafé sínu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Felis | 10. ágú. '16, kl: 14:04:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekkert víst að hún hafi verið fermd ári á undan, var sjálf 13 ára í 7 mánuði eftir að ég fermdist en fermdist samt á "réttum" tíma. Þar fyrir utan er ég sammála.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ert | 10. ágú. '16, kl: 14:09:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ruglaðist þarna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

orkustöng | 10. ágú. '16, kl: 17:38:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég skelli oft svari á eftir seinasta svari eða seinasta markverða , nenni ekki upp fletti til að klikka á svara þar. ekki til þín.

PrumpandiStrumpur | 10. ágú. '16, kl: 09:48:31 | Svara | Er.is | 0

Lærðu bara af þessu.
Geyma peningana í banka.

Samt betra að dóttirinn fann aurinn þinn ekki eldurinn eða innbrotsþjófarnir.

Petrís | 10. ágú. '16, kl: 14:35:17 | Svara | Er.is | 2

Hafandi lesið alla umræðuna og öll svörin verð ég að segja að það er eitthvað stórlega athugavert við þig sem foreldri. Hvernig gat barnið eytt svona miklum peningum án þess að þú yrðir þess var eða gerðir athugasemdir. Er barnið sjálfala eða hvað? Miðað við það er vandamálið kannski hjá þér, barn sem finnur sig svona eftirlitslaust hlýtur að finna til óöryggis og vanlíðunar og kannski er þetta einfaldlega kall á hjálp. Þið þurfið að fara saman í fjölskyldumeðferð og þú þarft virkilega að hugsa þinn gang.

orkustöng | 10. ágú. '16, kl: 17:42:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekkert víst hún hafi eytt þeim öllum , og ný föt, getur sagt fékk lánað hjá vinkonu, osfrv.

Brindisi | 10. ágú. '16, kl: 17:49:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei kannski lagði hún þá inná bók.......krakki ætti ekki að komast upp með vinkonulánið endalaust sérstaklega ef þetta eru föt fyrir einhverja hundraðþúsundkalla

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 20.7.2023 | 04:31
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
fermingarkort dæsí 15.4.2011 20.7.2023 | 04:28
Síða 8 af 46354 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien