Draugagangur ?

Eirinn | 7. jan. '11, kl: 11:47:26 | 2057 | Svara | Er.is | 0

Ef þið ættuð barn sem vaknar á hverri nóttu til að pissa en þorir því ekki - gagntekið af skelfingu því það segir að það séu draugar samankomnir inní stofu og því þyki óþæginlegt að hitta á þá svona í myrkrinu þó þeir séu nú allir góðir vinir sínir - Hvað mynduð þið gera ?

 

♥ ♠ ♦ ♣ ♥ ♠ ♦ ♣ ♥ ♠ ♦ ♣

babybear | 7. jan. '11, kl: 11:50:41 | Svara | Er.is | 12

Hafa kveikt lítið ljós einhversstaðar í íbúðinni svo barnið sjái að það er ekkert draugapartý í stofunni :)

ComputerSaysNo | 7. jan. '11, kl: 12:26:08 | Svara | Er.is | 0

Biðja það um að kalla á mig á nóttunni svo ég geti fylgt því á klósettið og sýnt því að það séu ekki draugar í stofunni.

BAC | 7. jan. '11, kl: 12:31:43 | Svara | Er.is | 3

segja við hann að ef hann segir þú ert ekki velkomin hér draugur þá fari hann,fólk sem er farið hefur ekki styrk um fram okkur,þannig ef þú/hann miðjið viðkomandi að fara gerir hann svo,en það er enginn að segja að hann komi aldrei aftur,en ég gerði þetta við son minn og hann segir bara þú ert ekki velkomin hér draugur og það tók nokkur skipti.gangi þér vel.

lil mama | 7. jan. '11, kl: 14:49:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Segðu henni að segja : vertu velkomin mér og mínum að meinalausu.

Ég var mjög hrædd við svona drauga langt frameftir aldri og mamma mín sagði mér að segja þetta. Þetta veitti mér mikið öryggi og gerir enn, þó ég sé kanski ekkert svona rosalega hrædd lengur við eitthvað svona þá veitir þetta mér mikið öryggi enn í dag ef hræðslan bankar uppá.

-ljósið er líka klassík, virkar yfirleitt. EN ljósið býr líka til skugga sem getur hrætt mann enþá meira. Sérstaklega svona krakka þarsem ýmindunaraflið er á fullu.

Ekki lesa undirskriftina mína ef þú nennir því ekki. ;)

mös | 7. jan. '11, kl: 19:11:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Litlan mín svaf illa á tímabili svo ég gekk á allar dyr og signaði þær með krossmarkinu og sagði svo "þú/þið eruð ekki velkomin hér".

Veit ekki hvort það var það eða ekki, hún svaf betur fljótlega eftir þetta!

CannedRainbow | 8. jan. '11, kl: 11:16:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér var einmitt kennt að gera þetta aldrei af því þá læsir maður illu andana inni hehe. Svona er hjátrúin misjöfn :)

----

♥♥ Tvíburar fæddir í maí 2010♥♥

Anoj | 7. jan. '11, kl: 20:26:06 | Svara | Er.is | 3

minn strákur var svona, ég lét loka á hjá honum þannig að hann sér ekki framliðna lengur. það virkaði strax sömu nótt og ég talaði við miðilinn.

Booollla | 7. jan. '11, kl: 20:39:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ok. Ég ætti kannski að tala við miðil, hvernig loka þær á svona? Ég er orðin alveg svaka hrædd. Mín 2 og hálfs árs þorir ekki ein inn í herbergið sitt sem dæmi og tvö virkilega spúkí atvik hafa komið fyrir síðustu 3 daga. Í fyrra skiptið vorum við tvær saman inn í stofu og hún ætlar að sækja dót sem er í hinum endanum en snýr svo mjög snögglega við og hleypur til baka í mikilli hræðslu. Þegar ég spurði hvað þetta var benti hún inn í herbergi en gat ekki skýrt það betur enda það ung. Talaði samt um e-ð mann.
Í dag var hún mjög smeyk að koma til mín þar sem ég sat og ég sé að hún er að horfa fram fyrir sig Ég spyr hana hvort hún sjái e-ð og hún bendir með fingrinum. Ég sé að sjálfsögðu ekkert!

Úff ég er alveg að fríka út hérna! Svo er kallinn akkúrat ekki heima í kvöld :/

CandyGrl | 8. jan. '11, kl: 22:50:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það var lokað á hjá mér þegar ég var barn.. og það er ekkert til sem heitir að loka alveg á eða þannig.. ef börn sjá þeta þá kemur þetta til baka eitthvern tíman seinna á æfinni.. en þá hefur maður kannski frekar þroska og færni í að takast á við þetta.. ég mæli ekki á móti því að það sé "lokað fyrir" en þú veist þá að þetta getur komið til baka seinna og svona eitt og eitt skipti af og til sem þeir ná í gegn..

--------
Á einn fullkominn prins og tvær sætar prinsessur !

Fegurd | 20. nóv. '18, kl: 11:15:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lokað á hvað? Sérðu dáið fólk? Geðrof?

T.M.O | 20. nóv. '18, kl: 12:39:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Augljóslega eitthvað verulega mikið að þér

Lýðheilsustofa | 20. nóv. '18, kl: 19:07:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vert þú nú samt ekki að dæma aðra hérna of hart TheMadOne. Þú ert mjög feit og þarft að taka svefnlyf til að geta sofið.
:D

T.M.O | 21. nóv. '18, kl: 04:17:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Lol ef ég ætti að svara í sömu mynt þá ættir þú ekki að segja mikið þar sem þú ert asni. Viltu eitthvað ræða það að ég sé búin að eiga í svefnvandamálum síðan ég var barn? Hæðistu líka að fólki í hjólastólum?

Lýðheilsustofa | 21. nóv. '18, kl: 13:51:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er í góðu formi,í fullri vinnu og með allt mitt á hreinu. Þú ert feit bótaskessa sem þarft að taka svefnlyf vegna offitu. Fólk eins og ég heldur uppi þessu samfélagi. Þú ert feit afæta. Þannig haltu kjjjjaaaaaafti feita.

T.M.O | 21. nóv. '18, kl: 14:58:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona bully hegðun virkar ekki þegar mér er skítsama hvað þú ert að rembast. Ég myndi ekki vera neitt að monta mig af því að komast ekki í framhaldsskóla eins og þú litla barn.

Lýðheilsustofa | 21. nóv. '18, kl: 19:14:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Omnomnom... Hættu að troða í þig kökum feita.

T.M.O | 21. nóv. '18, kl: 21:51:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er magnað hvað þú ert tilbúinn að virka heimskur af fúsum og frjálsum vilja

Lýðheilsustofa | 21. nóv. '18, kl: 21:59:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Virka ég heimskur? :(

aprikosa
Pharma | 7. jan. '11, kl: 20:52:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég held að fólk sé nú frekar að segja henni hvað þau sjálf myndu gera í þessum sporum. Ekki allir sem telja drauga vera eitthvað sem er ekki til. Mér finndist mjög slæmt ef reynt væri að troða inn í hausinn á barninu að það væru engir draugar til en áfram héldi barnið að sjá fólk í stofunni.

En svoleiðis þýðir ekkert að útskýra fyrir fólki sem ekki trúir.

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 7. jan. '11, kl: 21:38:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig er það hægt ef ekki hefur verið afsannað að til séu draugar? Furðulegt að segja barninu að það sjái ekki drauga, ef það svo jafnvel gerir það.
Frekar að vinna með barninu, fara með því inní stofu, ræða málin og sjá hvort dæmið hverfur ekki með skynsemi, ekki þessa afneitun á það sem fólk veit ekkert um.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

ComputerSaysNo
ComputerSaysNo | 9. jan. '11, kl: 20:11:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað með börn sem eru halda að það séu ræningjar eða krókódílar frammi á gangi á nóttunni ? Eru þau næm?

lil mama | 8. jan. '11, kl: 12:33:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

aldrei á ævinni myndi ég segja það við barnið mitt. Ég get ekki sannað að þetta sé ekki til staðar & af hverju ætti ég ekki að trúa barninu ? Það treistir á mig & ég vil að það geti komið til mín ALLTAF með sín vandamál, hvernig í óskupunum ætti það að gera það ef ég myndi svara: heyrðu elskan mín, það er ekkert þarna,'' og stelpan horfir nú samt á þetta ''eitthvað'' sem ég sé ekki.


En mig langar líka að segja ykkur að í fyrsta húsnæðinu sem við bjuggum í var ég mikið ein með nýju skottuna okkar, kallinn varað vinna vaktarvinnu uppá flugvelli (keflavík) og fljótlega eftirað snúllan varð 3mánaða for ég að taka eftir þarsem hún lá að hún var mikið að horfa útí loftið, svo þegar ég stóð yfir henni horfði hún upptil mín en það var einsog sjónin hennar ''dreif'' ekki alla leið á mig. skiljiði ? einsog eitthvað væri fyrir mér, sem hún var að horfa á. Þetta hræddi hana aldrei neitt & hún skemmti sér konunglega við að horfa & spjalla við þetta ''eitthvað'' sem ég sá ekki. Sem gerði mig skíthrædda. Fljótlega fluttum við ut & ég hef ekki orðið vör við þetta síðan. Enda leið mér ekki súpervel þarna & sá allskonar huti sem ég tel í dag hafa verið Ýmindun.

Ekki lesa undirskriftina mína ef þú nennir því ekki. ;)

AríaMaddonna | 8. jan. '11, kl: 23:13:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Prinsinn minn ( hann er 7 mánaða núna) gerði þetta líka þegar hann var um 3ja mánaða. Horfði á einhvern sem stóð við rúmið og brosti hringinn :)
Ég er ekki hrædd við svona nema þetta sé eitthvað óþægilegt, sem var ekki í þessu tilviki.

cubid | 8. jan. '11, kl: 15:49:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hehe dóttir mín talar alltaf um krókódíla á gólfinu..;) auðvitað eru engir krókódílar þar

lil mama | 8. jan. '11, kl: 21:01:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha æji þið vitið hvað ég meina,

mín er líka alltaf að tala um krókódíla á gólfinu, hvaðan ætli krakkarnir hafi það ?

Ekki lesa undirskriftina mína ef þú nennir því ekki. ;)

cubid | 9. jan. '11, kl: 14:46:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe veit ekki.. oft er þetta bara hugmyndaflugið.. ætla samt ekki að fara að dissa neinn hérna með einhverjum yfirlýsingum :)

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 9. jan. '11, kl: 15:32:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda værirðu ekki að dissa neinn. Þú veist ekkert meira eða minna um tilvist slíks en við.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

aprikosa
ups3 | 7. jan. '11, kl: 20:51:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

þessu er eg ekki sammála en mér finnst að það eigi að reyna leiða huga ungra barna að einhverju öðru.
Ég hef alltaf verið frekar næm og hljóp t.d. alla mína æsku (og geri stundum enn) upp stigann hjá foreldrum mínum logandi hrædd (er þó ekki hrædd lengur) því eg sá alltaf einhvern mann í stiganum foreldrar mínir harðbönnuðu mér að hlaupa í stiganum og sögðu mér að þetta væri bara bull og vitleysa það væri ekkert í stiganum o.s.frv. nokkrum árum seinna fara þau til miðils og viti menn hún sem þekkti þau ekki neitt (og hefði ekki átt að vita að stiganum í húsinu þeirra) talaði um manninn í stiganum. Þetta að þau skömmuðu mig og svona gerði mig bara enn hræddari..

Lítil dóttir leit dagsins ljós 16. september 2009
Lítil dóttir leit dagsins ljós 22. september 2009
Nú á ég tvær litlar prinsessur :)

birna87 | 7. jan. '11, kl: 21:51:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég er sammála þér ups3.
Ég er sjálf næm og ég verð mjög oft hrædd þó ég þufi þess ekki en ég lenti ekkert í neitt góðri reynslu þegar ég var lítil og þess vegna kem ég með þessi hræðsluköst oft og hef alltaf kveikt ljós á baðinu eða þar sem ég er þegar það er orðið dimt. Ég fót líka til miðils og hann sagði við mig að ég væri næm og það koma stundum svona dauðir dagar sem ég finn ekkert (sem er rétt) en það er koma sem hefur alltaf fylt mér frá því ég var lítil og það er hún sem gaf mér þessa leiðinlega reynslu af þessu og ég var líka þannig að ég gat ALDREY labbað ein þegar það var mirkur þá fannst mér alltaf einhver vera fyri aftan mig sem var rétt og ég gat eiginlega aldrey sofið ein því mér leið svo illa. En ég myndi segja við barnið að þetta "fólk" geriri ekkert og það sé bara að passa það. Og svo er líka gott að tala við miðil um þetta og fá álit frá honum/henni um þetta. Svo eins og einhver sagði hérna að hafa kveikt ljós einhver staðar svo það sjái að það er allt í lagi :)
Gangi þér rosalega vel :)

----------------------------------------------------------
Eldir prinsinn er fæddur 3 maí 2007
Yngri prinsinn er fæddur 11 maí 2009
Litla prinsessan er fædd 28 maí 2013
----------------------------------------------------------
http://www.nino.is/ab-620/

ER Á NORÐURLANDI!!!

Ana Ng | 8. jan. '11, kl: 20:30:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvert fara draugarnir þegar ljósin eru kveikt?

birna87 | 8. jan. '11, kl: 22:35:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er öðruvísi þegar ljósið er kveitkt og ég veit það og það veitir manni svona öryggistilfinign...

----------------------------------------------------------
Eldir prinsinn er fæddur 3 maí 2007
Yngri prinsinn er fæddur 11 maí 2009
Litla prinsessan er fædd 28 maí 2013
----------------------------------------------------------
http://www.nino.is/ab-620/

ER Á NORÐURLANDI!!!

sygyn | 8. jan. '11, kl: 22:44:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta er þróunarfræðilegt. Við erum forrituð til að sækja í ljósið/eldinn og öryggið sem birtan og annað fólk veitir okkur en vera hrædd við hið óþekkta og að sjá ógnir og hugsanlega mannsmyndir í myrkrinu. Þannig lifum við best af.

CandyGrl | 8. jan. '11, kl: 22:56:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þeir fara ekkert endilega neitt.. en maður sér þá betur í myrkrinu..

--------
Á einn fullkominn prins og tvær sætar prinsessur !

birna87 | 8. jan. '11, kl: 23:04:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sumir nátturulega sjá þá hvort sem ljósið er á eða ekki en flesstir sjá best þegar það er ekkert ljós. Þess vegna er gott fyrir börn að hafa ljós á og þá sem finnast ekki þæjinlegt að labba um í mirkri útaf svona

----------------------------------------------------------
Eldir prinsinn er fæddur 3 maí 2007
Yngri prinsinn er fæddur 11 maí 2009
Litla prinsessan er fædd 28 maí 2013
----------------------------------------------------------
http://www.nino.is/ab-620/

ER Á NORÐURLANDI!!!

CandyGrl | 8. jan. '11, kl: 22:57:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég átti vinkonu sem ég sá alltaf mann í stiganum heima hjá henni en þorði aldrei að segja neitt því það talaði enginn við hann..

--------
Á einn fullkominn prins og tvær sætar prinsessur !

kelp | 8. jan. '11, kl: 22:54:55 | Svara | Er.is | 2

Ég hef enga reynslu af þessum hlutum svo ég get ekki bætt neitt í svörin hérna en mér datt bara eitt í hug og langar til að deila því, en ég þekki semsagt unga stelpu sem er líklega rosalega næm og sagði foreldrum sínum einmitt frá fólki sem hún sá á vappi um íbúðina og svona, en hún gisti eina nótt hjá ömmu sinni og amman vildi fara með bæn með henni fyrir svefninn og þá fékk hún krúttlega bón frá stelpunni: "viltu samt ekki segja bænina um fólkið sem situr í hring í kringum rúmmið mitt!!"
og var þá að vísa í "siti guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni", mér finnst þetta ofurkrúttlegt! :)

AríaMaddonna | 8. jan. '11, kl: 23:21:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er nú ekki næm, en ég hef fundið fyrir einhverju svona nokkrum sinnum. Einu sinni fundum við fyrrverandi kærastinn minn fyrir nærveru í herberginu sem var bókstaflega ILL, þetta var alveg hræðilega óþægilegt og okkur leið ofsalega illa. Þetta fundum við bara einu sinni. Þegar ég og unnusti minn vorum nýflutt inn í íbúð í Hafnarfirði, fundum við að það var einhver þarna. Hann eða hún var ekki með eitthvað bögg, en það var eins og hann eða hún væri eitthvað óróleg/ur.

Svo er það heima hjá mömmu að hún hefur séð mann sem er þar. Hún veit hver þessi maður er/var. Hann var frændi okkar, rosalega góður maður sem dó ungur úr krampa. Hann er meira en velkominn þangað og öllum líður óskaplega vel þarna :)


Mér persónulega finnst rangt að segja við börn að það séu ekki til draugar, þegar þau sjá þá. Maður á að styðja börnin í gegnum eitthvað svona, ekki saka þau um lygar.

birna87 | 8. jan. '11, kl: 23:29:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þú ert greinilega nógu næm til að finna fyrir svona það er nefninlega til nokkur stig fyrir að vera næmur.
Það er rétt auðvita á maður að trúa þeim því foreldrar sem finna ekkert eða sjá vita ekki hvort það sé einhvað þarna eða ekki og ef svona ágerist er um að gera að fá miðil heim til sín og sjá hvort þetta sé ekki rétt hjá barninu og hvort það þurfi nokkuð að hræðast þetta og ef ekki að ræða það við barnið og fá miðilin til að hjálpa til við að ræða við barnið þannig að það skilji hvað er verið að tala um.

----------------------------------------------------------
Eldir prinsinn er fæddur 3 maí 2007
Yngri prinsinn er fæddur 11 maí 2009
Litla prinsessan er fædd 28 maí 2013
----------------------------------------------------------
http://www.nino.is/ab-620/

ER Á NORÐURLANDI!!!

AríaMaddonna | 8. jan. '11, kl: 23:30:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

akkúrat :)

BjarnarFen | 21. nóv. '18, kl: 12:10:44 | Svara | Er.is | 1

Veit ekki með draugagang en 7 ára gamlir þræðir virðast vera að ganga aftur.

Bjarkarhlid | 21. nóv. '18, kl: 22:59:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47934 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien