Drómasýki, þvílíkt bull.

adrenalín | 3. okt. '10, kl: 03:01:30 | 3585 | Svara | Er.is | -1

Þegar ég var lítil stelpa, man þetta ennþá, sá ég alltaf fullt af fólki sem aðrir sáu ekki.
Einu sinni þegar við fjölskyldan vorum flutt í nýja íbúð mjög svo hráa, vaknaði ég eina nóttina mjög þyrst. Ætlaði að fá mér vatnsglas og þurfti að fara inn í rými sem er eldhús í dag og þaðan inn í þvottahús sem var bráðarbirgðaeldhús. Þegar ég er komin inn í rýmið(eldhúsið núna) sé ég mann í vinnubuxum, köflóttri skyrtu, með blýant yfir eyranu og blýant eða penna í hendinni. Hann sukkaði og var að skrifa töluna 5 á gólfið. Ég spurði hvað hann væri að gera. Ég er að mæla út fyrir ískápnum sagði hann. Mér fannst ekkert eðlilegra( þetta var mörgum árum áður en eldhúsið og innréttingin kom) fór svo að sofa aftur. Daginn eftir voru p&m ekki glöð því það var búið að skrifa stóra tölu á gólfið, tölustafinn 5. Ég var frsta manneskjan sem sagði að það hefði verið maður að mæla fyrir ískápnum, mér var ekki trúað og þau bara ákváðu þarna að þetta hefði ég gert. Ég get aldrei gleymt þessu því ég var rassskellt og ætlaði svoleiðis að tala um þetta þegar rétt þegar þau dæju. Því miður varð pabbi bráðkvaddur, þannig að ég gat ekki sagt honum neitt, og svo varð mamma of veik til að ég vildi leggja það á hana að núa henni þessu um nasir. Bara hef aldrei sætt mig við að mér var kennt um þetta.
Fram eftir öllum aldri var ég að sjá fólk, hringdi einu sinni á lögregluna, því ég áttaði mig ekki á að þetta væri framliðin persóna að sníglast, það átti enginn að vera, hélt að manneskjan hefði komist inn og stolið.

Eitt skipti þear ég var að passa, pabbinn látinn, krakkinn fór að gráta, ég heyrði í hurðinni hún samt opnaðist ekki og svo þagnaði krakkinn snögglega eins og einhver huggaði hann.Sömu nótt var ég að fara að sofa frammi í sófa, gólfteppi á gólfinu, heyrði þá skó dragast eftir teppinu. Þetta var engin ímyndun því ég vakti kærastann sem rúði ekki á svona og spurði hvort hann heyrði eitthvað. Hlustaði hann og sagði: mér finnst einhver labba hér á teppinu og eins og skórnir séu dregnir eftir teppinu.

Ég gæti talið endalaust upp atvik en læt þetta nægja. Ég hef aldrei verið með drómasýki enda hvernig er hægt að skýra töluna á gólfinu nema einhver hafi skrifað hana?

 

adrenalín | 3. okt. '10, kl: 03:12:13 | Svara | Er.is | 0

Já og það var svo skrítið að á nákvæmlega staðnum sem talan var skrifuð á á gólfinu var ískápurinn settur,

frilla | 3. okt. '10, kl: 03:42:51 | Svara | Er.is | 0

gengurðu ekki bara í svefni?

Treehugger | 3. okt. '10, kl: 06:11:26 | Svara | Er.is | 21

Sorry en mér finnst langlíklegast að þig hafi verið að dreyma og að þú hafir sjálf teiknað töluna á gólfið. Ömurlegt samt að þú hafir verið rassskellt fyrir eitthvað sem þú gerðir þér enga grein fyrir að þú gerðir.

Þetta er mjög svipað því sem ég upplifði sem krakki. Var í mörg ár að sætta mig við að þetta voru líklega bara mjög raunverulegir draumar og fjörugt ímyndunarafl.

-----------------------------------------
I reject your reality and substitute my own.

iksol | 3. okt. '10, kl: 08:07:18 | Svara | Er.is | 1

þetta hefur samt ekkert með drómasýki að gera, held þú sért að rugla orðum. Meinaru kannski frekar svefnrofalömun? Sem er samt ekki líkt því sem þú skrifar, því þá hefur maður tilfinninguna að geta ekki hreyft sig; og fólk / hljóð í kringum mann.

sulfi | 3. okt. '10, kl: 09:05:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En veisg thú eda einhver hér hvad hægt er ad gera í svona svefnroflömun ? Ég er í ferlegum vandrædum med thetta, stundum meika ég ekki ad fara ad sofa thvi mér finnst thetta svo hryllilega óthæginlegt. Getntd aldrei sofid à bakinu, tha gerist thetta um leid og ég sofna, en à tímabilum er alveg sama hvar eda hvernign ég sef, thetta gerist oft à nóttu, à theim tímabilum fordast ég ad sofa, ég heyri líka allskonar raddir og stundum görg og finnst ég vera vör vid hreyfingar í kringum mig og svona.

Nell | 3. okt. '10, kl: 10:22:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fara til læknis?

ibudir | 3. okt. '10, kl: 10:41:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var svona frá því að ég var unglingur og fram eftir aldri. Hélt að ég væri orðin skyggn og var skíthrædd við að fara að sofa. Þegar ég lá einmitt helst á bakinu byrjaði að koma suð fyrir eyrun og þrýstingur (ég fann þegar þetta var að koma) og svo var eins og ég væri vakandi en að líkaminn lamaðist. Sama hvernig ég reyndi að hreyfa mig gat ég það ekki og vissi af mér allan tímann, skíthrædd. Á þessu stigi taldi ég mig alltaf sjá einhverjar verur.

Ég var líka alltaf að sofna við óþægilegar kringumstæður og hættulegar. Þegar þetta var orðið of mikið (að sofna t.d. þegar ég var að keyra) fann ég lýsingu á þessari drómasýki sem passaði mjög vel við mig.

Hinsvegar hætti þetta um það leyti, ég reyndar ræð ekki við það ef það sækir að mér þreyta þá sofna ég sama hvað ég geri en ég legg þá bílnum út í kant eða loka augunum í nokkrar mínútur. Steinsofna, byrjar strax að dreyma en er endurnærð eftir 5 mín. Þetta gerist þó mjög sjaldan núorðið.

Ég hefði gjarnan viljað vita að þetta væri sjúkdómur þegar ég var unglingur, þetta hljómar eitthvað svo fáránlega að þú ferð ekki beint til læknis og segir að þú lamist og sjáir fólk þegar þú ert að sofna :) Unglingur sem segist sofna hvar sem er fær heldur ekki mikla samúð.

Samkvæmt lýsingu á sjúkdómnum á þetta að versna held ég eftir því sem maður eldist þannig að ég hef líklega ekki verið með nákvæmlega þetta þó einkennin hafi verið þau sömu.

Diana Lee | 3. okt. '10, kl: 11:17:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var svona frá unglingsaldri og fram yfir tvítugt. Þetta hins vegar hætti þegar ég hætti því rugllíferni sem ég lifði.
Þetta var hryllilega óþægilegt ástand.

iksol | 3. okt. '10, kl: 12:09:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff. Ég er sem betur fer ekki svona slæm, og komin mánuður síðan síðast. En þekki vel hversu óþægilegt þetta er, en hef því miður engin ráð.. nema koma reglu á svefninn, - sofa alltaf á sama tíma á sólarhring, vakna á sama tíma ..

sulfi | 3. okt. '10, kl: 13:08:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nefninlega hef mjög mikla reglu à svefni, nota ekki vímiefni eda àfengui og ekki nein lyf. Borda mjög reglulegs og hollt og æfi 4 sinnum í viku, samt kemur thetta stundum lída kannski tvær vikur à milli en svo kemur thetta í köstum og oft à nóttu. Hef einhvernveginn aldrei leitad til læknis útaf thessu, finnst eitthvad svo skrítid ad útskíra thetta fyrir fólki, Æ veit ekki afhverju.

þreytta | 31. júl. '15, kl: 23:39:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

systur minn var sagt af læknum að borða hollt, hreyfa sig og hugleiða fyrir svefn til að róa hugann. 

þreytta | 31. júl. '15, kl: 23:42:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég gleymi að henni var líka ráðlagt að hafa góða rútínu og fara að sofa á sama tíma á hverju kvöldi

iksol | 3. okt. '10, kl: 12:10:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fyrirgefðu.Held það sé ég sem veit greinlega ekki nógu mikið um þetta .. las núna að svefnrofalömun væri hluti af drómasýki :) Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Frk Banani | 3. okt. '10, kl: 20:55:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svefnrofalömun - það að tengingin milli líkama og hugar í svefni rofnar þannig að hugurinn vaknar og þig er enn að dreyma þó svo að líkaminn sé enn í REM svefni svo hann er alveg lamaður. Það útskýrir hvers vegna maður getur hreyft sig en er með fullri meðvitund. Það getur verið erfitt að anda vegna þess líka að líkaminn er lamaður og maður getur ekki dregið djúpt andann.

Svefnhöfgaofskynjanir - það að þegar þú ert í þessu ástandi, svefnrofalömuninni, sjáirðu ofsjónir. Það er vegna þess að þig er enn að dreyma þannig að þó þú sért með meðvitund þá er þig enn að dreyma.

Þessi tvö einkenni geta fylgt drómasýki en gera það ekki alltaf. Maður getur hins vegar upplifað svefnrofalömun án þess að vera með drómasýki og talið er að um 25% manna upplifi slíkt einhverntíman á ævinni. Svefnhöfgaofskynjanir geta fylgt svefnrofalömuninni en það er ekki algilt.

Það er yfirleitt ekki talað um svefnrofalömun sem sjúkdóm og ekki mikið hægt að gera svosem þar sem hlutir sem valda þessu yfirleitt eru svefnrugl, mikil þreyta, óreglulegur svefntími, áfengisneysla, kaffidrykkja, svengd, kvef, ef maður er of þyrstur þegar maður fer að sofa, stress, kvíði osfrv. en ég held að það sé þó hægt að fara á einhver lyf sem eru þá svipuð og prozac eða einhver svefnlyf sem geta gefið manni værari svefn.

brennan | 3. okt. '10, kl: 09:20:05 | Svara | Er.is | 0

einhver svefntruflun í gangi,, þú hefur gengið í svefni og skrifað töluna.

asdis | 3. okt. '10, kl: 10:18:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig útskýrið þið þá allt hitt fólkið sem hún talar um að hafa séð?

en ég | 3. okt. '10, kl: 11:32:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sonur minn er að öllum líkindum með drómasýki (það er verið að reyna að staðfesta það) og hann sér fólk, ljós sem tala við hann, heyrir undarleg hljóð, gengur í svefni, dreymir mjög skrítna drauma og fær martraðir en telur sig vera vakandi o.s.frv.

Það getur fylgt þessu alveg hreint ótrúlegt rugl, ofskynjanir og skemmtilegheit.

frilla | 3. okt. '10, kl: 12:06:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

litlir krakkar hafa mjög fjörugt ímyndunarafl og geta búið til nánast hvað sem er í huganum

Steina67 | 3. okt. '10, kl: 12:28:12 | Svara | Er.is | 0

Ég er svona líka nema ég sá ekki heldur heyrði sem krakki, dreymdi týnda hluti og óorðna hluti eins og atburði, samtöl og annað.

Mér fannst fáránlegt að þurfa alltaf að upplifa sumt tvisvar. Það var eins og verið væri að undirbúa mig undir eitthvað samtal, samskipti eða eitthvað annað.

Svo eitt sinn þegar ég var krakki þá dreymdi mig að hundinum okkar væri kalt, svo kalt að ég fór með sængina til tíkarinnar og vafði hana inn í sængina (í draumnum sko)en tíkin svaf í rými sem var fyrir framan herbergið okkar systra og svo vaknaði ég um nóttina skítkallt og fór að leita að sænginni minn en fann hana hvergi, réðst á systur mína fyrir að taka sængina og fela hana en mér datt ekki í hug að fara út fyrir herbergið.
Um morguninn kemur pabbi að vekja mig í vinnu og spyr svo hvað sængin mín sé að gera hér frammi á gangi og tíkin vel vafin innan í hana. Þá hafði ég gert þetta í alvörunni.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

adrenalín | 3. okt. '10, kl: 13:20:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja kannski drómasýki hjá okkur öllum systkinunum, sem vorum fædd, þegar við sáum öll sömu sýnina eitt kvöldið.

Vorum komin upp í rúm, sváfum öll fjölskyldan í sama herberginu, kjöftuðum alltaf mikið saman áður en við sofnuðum. Oft þurfti mamma að koma inn og sussa á okkur. Í þetta skipti opnaðist hurðin, enginn var í dyrunum, síðan opnaðist fataskápurinn og uppáhaldsbindið hans pabba sveif út úr herberginu í ca. 150 cm hæð. Þetta bindi hefur aldrei fundist eftir þetta. Hef spurt systkin mín eftir að við urðum fullorðin hvort þau muni þetta og jú við munum þetta vel öll.

ardnas | 31. júl. '15, kl: 07:39:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Drómasýki er miklu meira en bara ofskynjanir milli svefns og vöku ( svefnhöfgaofskynjanir), sleep paralysis upplifanir og mjög raunverulegir og brjálaðir draumar. AÐAL einkennin eru endalaus óstjórnleg syfja og svefnköst allan daginn, og oftast mjög lélegur nætursvefn, og vöðvalömunarköst sem kallast cataplexy á ensku. En allir geta upplifað svefnhöfgaofskynjanir, sleep paralysis og meðvitaða drauma, hvort sem viðkomandi er með drómasýki eða ekki.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Stofna rokkhljómsveit Lepre 13.2.2024 21.2.2024 | 03:26
Stuðlun og hljóðangreining austurland1 20.2.2024 21.2.2024 | 03:05
Dagvaktin og fangavaktin mikaelvidar 30.4.2023 20.2.2024 | 22:11
Kristrún Frostadóttir segir hælisleitendakerfi okkar og opin landamæri gangi ekki upp. jaðraka 18.2.2024 20.2.2024 | 16:57
Gefa sæði Danni95 18.2.2024 20.2.2024 | 14:15
Skattframtal DB.art 19.2.2024 20.2.2024 | 11:34
BERK þvottavél Flower 19.2.2024
Samfylkingin að bjóða Sjalfstæðisflokki uppí dans. jaðraka 19.2.2024 19.2.2024 | 14:51
Millinafn sem passar fyrir nafnið Gígja 200-kopavogur 18.1.2024 19.2.2024 | 13:40
Samfylkingin farin að sjá til Sólar ? jaðraka 15.2.2024 18.2.2024 | 18:27
Sniðganga vïfilfell panam 10.3.2011 18.2.2024 | 14:41
Does Bland Charge a fee to sell a car? natto3000 16.2.2024 17.2.2024 | 12:39
ókurteisi hjá afgreiðslufólki... rosa87 22.8.2008 15.2.2024 | 22:51
húfarew Thecandyman 15.2.2024
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 15.2.2024 | 16:41
Leiga b82 13.2.2024 15.2.2024 | 14:09
Sala á bíl - skattur tur79 1.11.2014 15.2.2024 | 00:12
Finnska....Og Ruv.. kmarus21 13.2.2024
Getur einhver lagað parketið mitt TheMindPrisoner 13.2.2024
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022 13.2.2024 | 00:40
Hverju er verið að mótmæla í Gaza og á Austurvelli ? jaðraka 4.2.2024 12.2.2024 | 14:09
Echo flower shawl lillakitty 27.9.2010 12.2.2024 | 11:37
Valentinusar kort - hjálp ekkibenda 12.2.2024 12.2.2024 | 10:42
Gallsteinar Belgingurinn 1.2.2024 12.2.2024 | 07:57
flytja ísskáp emina 15.9.2009 11.2.2024 | 22:46
Íslendingar virðast ekki skilja hvað er að spara og fresta kaupum á óþarfa. jaðraka 14.9.2023 11.2.2024 | 13:59
Sölutorg Bland.is Björn 7913 9.8.2023 11.2.2024 | 11:07
Barnaefni 1985-1990ish Pro kemon55 8.2.2024 10.2.2024 | 20:42
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
"Horfðu aftur" með Páli Óskari! Eeyore 22.4.2005 7.2.2024 | 23:54
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Síða 2 af 46356 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123