Dýr sendibíll..

kevath | 17. ágú. '05, kl: 23:57:29 | 1076 | Svara | Er.is | 0

Mig langaði að fá álitiði ykkar á sendibíl sem ég fékk til að koma til mín daginn sem ég flutti út.. ég bað um 2 menn vegna þess að ég hafði engann til þess að bera á móti.. gat ekki gert það sjálf þar sem að þetta voru þungir hlutir sem þurfti að bera niður fjórar hæðir, en var samt sem áður búnað taka meira en helminginn niður, var bara eftir fimm stórir hlutir uppi sem þurfti að bera niður..
Svo kemur sendibíllinn, þeir bera þetta niður og setja hina hlutina í bílinn, og keyra af stað til hafnarfjarðar, frá breiðholtinu.. þegar þangað var komið þá röðuðu þeir dótinu á þann stað sem þetta átti að fara.. og bíllinn var komin uppí 13 þúsund.. og vill hann fá tvöfalt gjald fyrir það vegna þess að þeir voru tveir, kostaði semsagt 26 þúsund fyrir þetta..
Vitlausa ég, bið um þá aftur, semsagt fara aftur í breiðholtið, og byrja þar að telja.. og taka rúmið mitt og skiptiborð, yfir á annan stað í breiðholtinu, bara 3 mínútur að labba þetta.. þannig að ég bjóst ekkert við svakalegri tölu, líka vegna þess að rúmið beið eftir þeim niðri og skiptiborðið, svo áttu þeir bara að henda því út þegar þeir væru komnir með þetta í breiðholtið og þegar upp var staðið kostaði þetta alltí allt.. 32 þúsund!
Ekki nóg með það heldur bað ég um að fá reikning, til að geta séð hvað ég væri eiginlega að borga fyrir, fannst þessi tala heldur há.. en þá segir aðilinn að þá myndi það kosta 42 þúsund, þannig að ég fékk ekki reikning, hafði bara ekki efni á því.
Núna þegar ég fer að tala við annað fólk um þetta, þá talar það um að þetta sé bara rán, þetta sé bara alltof mikið, fólk hafi aldrei borgað svona mikið fyrir sendibíl áður..
Hvað finnst ykkur um þetta? við hringjum í manninn, spurjum hann hvort að þetta geti verið rétt, hann æsir sig bara, og heldur því fram, en gerir samt sem áður bara grín af þessu..

 

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

Barnavistun | 17. ágú. '05, kl: 23:59:48 | Svara | Er.is | 0

Ja, liðlegheitin að drepa hann greinilega. En þetta finnst mér dýrt,það er það.

Austurgella | 18. ágú. '05, kl: 00:00:01 | Svara | Er.is | 0

ég borgaði ´37 þús f bíl, ók um 50 km til mín og aðra 50 til baka, hjálpaði við að bera inn á báðum stöðum og skildi bílinn eftir í 2 tíma svo við gætum tæmt hann. hefði verið ódýrara ef ég hefði haft fleiri til að bera. Fékk ekki reikning f þessu en hann hefði þá verið um 13 þús hærri

Kveðja Austurgella

syrsta | 18. ágú. '05, kl: 00:06:07 | Svara | Er.is | 0

Þú hefur heldur betur verið rænd.

kevath | 18. ágú. '05, kl: 00:10:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jébb, mér datt það í hug..
Enda ákvað ég að fá álit hjá öðrum um þetta, vegna þess að ég hugsa að ég láti þetta ekki viðgangast, sá sem sendi þennan aðila til okkar var skíthræddur um að við myndum láta fólk vita af þessu, en aðilinn sem keyrði bílinn hló bara þegar við sögðum að við myndum gera það.

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

syrsta | 18. ágú. '05, kl: 00:13:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sá hefur ekki hugmynd um hvess barnalands konur eru megnugar standi þær saman. ;)

kevath | 18. ágú. '05, kl: 00:17:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat! ;)
Maður getur alltaf notað orðið BARNALAND þegar maður hótar einhverju, svo rosalega margir sem koma á þennan vef, þannig að það er ekkert mál að setja útá fyrirtæki.
En ég ákvað nú samt að gefa karlinum aðeins frest á þessu, hann ætlaði að skoða þetta og hafa samband við okkur til að láta okkur vita hvort að þetta væri rétt sama kvöld, þar að segja karlinn sem sendi hann, en ennþá bíð ég eftir því, og erum við búnað hringja í karlinn sem keyrði.. og bara ekkert.
:S

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

inabina | 18. ágú. '05, kl: 00:18:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

var þetta ungur strákur sem var að keyra, ég þekki einn sem er á sendilbíl ( frekar litlum samt) og ég vona að hann sé ekki að ræna fólk um hábjartan dag!

kevath | 18. ágú. '05, kl: 00:24:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nei, þetta var eldri maður.. alveg um 55 - 60 ára..

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

ansapansa | 18. ágú. '05, kl: 00:18:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei enda ætti bl kellingar að byrja að hóta fólki með þessum orðum "ég stunda barnaland" ;)

----------------------------------------------------
Ég á skilið Thule
....verst að ég drekk hann ekki :/

Amber Forrester | 18. ágú. '05, kl: 00:41:31 | Svara | Er.is | 1

Vá eru margar hér sem stunda nótulaus viðskipti !!

Helvetica | 18. ágú. '05, kl: 09:06:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrirgefðu en hvernig í andskotanum kemur það málinu við?

R E D | 18. ágú. '05, kl: 07:30:33 | Svara | Er.is | 0

ég veit ekki hvort þú hefur verið rænd, bara gjald fyrir stóran bíl kostar lágmark 5000 kr. á klukkutímann, algjört lágmark NB. Svo þurfa mennirnir að fá greitt fyrir sína vinnu, báðir fullan taxta. Þannig fæ ég út að ef þeir hafi verið ca. 2 tíma að þessu öllu þá sé reikningurinn nokkurn veginn svona:

Bíll 2x 5000= 10.000
1.maður 2x5000=10.000
2. maður2x5000=10.000

Þetta gera 30.000 krónur...........!

Þannig að nei, mér finnst ekkert skrítið við að þurfa að borga 32.000.

kv.R

----------------------------------------------------------------------
..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-

skessurofa | 18. ágú. '05, kl: 08:07:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja samkvæmt þessu fá þeir 5000 kall á tímann. Nokkuð gott. Svart

Kv. H

Skóli | 18. ágú. '05, kl: 08:10:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þetta í raun ekkert svo dýrt m.v. sendibíl milli Breiðholts og Hafnarfjarðar, tvo burðarmenn og svo eitthvað aukastúss í Breiðholti. Einmitt það sem maður hefur alltaf heyrt, þ.e.a.s. burðarmennirnir séu dýrastir. Þegar við fluttum innan RVK höfum við verið búin að láta bera allt niður stigaganginn á gamla staðnum og skilið eftir niðri á nýja staðnum og svo borið sjálf. Sluppum þá með 10 þús að mig minnir í hérumbil sama hverfi! Hitt skiptið fluttum við milli landshluta og þá fengum við heilan tengivagn í nokkra daga og þá var það vissulega dýrara þótt við værum að hlaða hann sjálf. Man ekki hvort það kostaði 65 þús eða eitthvað slíkt hjá einhverju litlu félagi, stóru aðilarnir ætluðu þá allir að taka milli 100 og 150 þús. (Allar tölur reyndar með vsk. - ég segi eins og einhver hér að ofan... og öllum finnst í lagi að gera þetta nótulaust).

Nivea | 18. ágú. '05, kl: 09:27:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en kostar virkilega 10þ að prenta út eina nótu ?

sveppi1969 | 18. ágú. '05, kl: 10:32:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er vsk.24,5 sem legst á nótuna það er kosnaðurinn

sveppi1969 | 18. ágú. '05, kl: 08:19:40 | Svara | Er.is | 1

svona er utseld vinna á vask. Ert þú tilbúin að bera þunga hluti upp og niður 3-4 hæðir? Til hvers eru þið þá að kaupa menn i vinnu og haldið að það se fritt, þótt þið seuð einstæðar mæður

kevath | 18. ágú. '05, kl: 09:38:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bar nú helminginn af þessum þungu hlutum niður, það voru bara fimm þungir hlutir eftir, reyndi að hafa þá sem fæsta til þess að hafa þetta sem ódýrast..
Og hvað með það þótt að maður sé einstæður, hvað kemur það málinu við? Ég var bara að fá álit á því hvort að þetta væri dýrt.

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

Thatsright | 18. ágú. '05, kl: 09:10:41 | Svara | Er.is | 0

Vinkona mín var að flytja um daginn og ég hringdi í hin og þessi fyrirtæki til þess að leita að besta tilboðinu.
Hæðsta tilboðið var 30 þús og lægsta var 14 þús (nótulaust)
Þetta eru 50 km á staðinn og svo 50 km til baka, 2 stopp innanbæjar og svo taka úr bílnum. Við vorum reyndar með burðarmenn en maðurinn sem að keyrði var svo elskulegur:) Hann hjálpaði alveg rosalega mikið til þó svo að við værum með burðarmenn.
Þetta tók sirka 2 1/2 tíma og hann fór ekki fram á neitt meira heldur en um var samið:) ss 14 þús kr. Sem að er ekki neitt:)

Þannig að það eru til góðir menn þarna úti sem að OKRA ekki eins og asnar:)

simplythebest | 18. ágú. '05, kl: 09:35:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ji hef aldrei heyrt um svona háar tölur áður. Flutti ansi oft þar til fyrir ári síðan og hef ekki borgað meira en ca 6 þús f millistóran bíl með einum manni. Allt innan stór rvk svæðis kannski ca 25 km á milli húsa. Yfirleitt flutningagæinn +2/3 og ég.

kevath | 18. ágú. '05, kl: 09:41:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat, ég er búnað flytja ansi oft bara á þessu ári, og hef aldrei heyrt svona háar tölur.. :S

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

McT | 18. ágú. '05, kl: 10:17:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað var hann lengi að þessu? og notuðu þeir 2 bíla?

kevath | 18. ágú. '05, kl: 11:32:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var einn bíll, hann mætti á stórum bíl þó svo að við þyrftum hann ekki.. þetta var alls ekki það mikið sem þurfti að flytja..
Þetta hefur verið einn og hálfur tími.

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

McT | 18. ágú. '05, kl: 12:20:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þeir á stórubílunum taka 14þ kr fyrir klukkutímann.

Það er semsagt til lítill bíll, sem er skutla og milli stór sem er þessi algengi, og svo stór sem er mjög stór.

En það sem ég er ekki alveg að fatta er að hann fór tvær ferðir þó svo að þú hafir borgað í raun fyrir tvo bíla. Því hann var með mann með sér. Þessi auka ferð hefur tekið einhvern tíma. Svo í rauninni hefðu þeir bara átt að fara 1 ferð.

Playmaker | 20. júl. '16, kl: 18:03:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þegar þú pantar bíl pantar þú líka stærðina á bílnum. Ekki panta stærri bíl en þú þarft því þú greiðir fyrir þá stærð sem kemur, skiptir ekki máli hvort bíllinn sé hálftómur. Annars sérðu verð t.d. á http://sendibilar.is/Gjaldskra/ og getur þannig áætlað hvað kostar að fá bíl

græn | 18. ágú. '05, kl: 10:28:03 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þetta ekki dýrt. Sorry :o(

diggiligg | 18. ágú. '05, kl: 10:57:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þið sem takið sendibíla, lítið á mælirinn þar stendur upphæðin og vsk er inní þeirri upphæð. Ef þið takið ekki nótu þá eiga þeir að draga vsk frá upphæðini sem stendur á mælinum.


Kveðja diggiligg

Heljoh | 18. ágú. '05, kl: 10:52:39 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þetta bara algjört okur!
Fékk bíl í síðustu viku til að koma heima og fara með fullt af drasli í Sorpu. M.a. hjól og ónýta þvottavél. Fullur stór sendiferðabíll. Hann bar allt með mér út í bíl og fór síðan með þetta í Sorpu og henti því - ég fór ekki einu sinni með! Hann rukkaði mig um 5000 kall. Ég pantaði þennan bíl frá sendibílastöð Hafnarfjarðar og þekkti ekki haus né sporð á manninum.

sveppi1969 | 18. ágú. '05, kl: 11:22:27 | Svara | Er.is | 0

farðu inn á sendko.is þar er verðlisti um startgjald og kilometragjald. þannig þú varst ekki snuðuð

skvizz | 18. ágú. '05, kl: 11:31:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tengdapabbi er flutningabilstjori og midad vid thegar vid fluttum tha sagdi hann ad vid hefdum verid ad spara okkur svona 40 thus kronur....var voda fegin....

mynd.is | 18. ágú. '05, kl: 11:33:50 | Svara | Er.is | 2

Því miður er þetta bara svona , þegar þú pantar tvo menn af sendibílastöð þá er það eins og að panta tvo bíla... ég var að vinna á sendibílastöð og vaninn var að útskýra hvernig það væri að panta tvo menn á einum bíl, fólki fannst þetta mjög fáranlegt, en í rauninni er það ekki því að sá sem að kemur með honum er ekkert að gera þeim sem á sendibílinn greiða , hann er náttúrulega á launum líka, svo getur DÍSEL verðið spilað inn í ... án þess að vera viss um það en finnst þap mjög líklegt . En mér finnst þú bara sleppa vel og hann hefur bara verið "sanngjarn" reikningarnir voru oft og iðulega mikið hærri þeir sem ég sá og það voru bara flutnigar á milli bæjarfélaga....


En auðvitað er þetta grátlegt að þurfa að borga svona mikið fyrir sendibíl :(

Myndlistin mín NÝTT ÚTLIT Á SÍÐUNNI
http://helma.barnaland.is
###MYNDIR TIL SÖLU ###

kevath | 18. ágú. '05, kl: 11:37:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jébb, þetta er frekar há upphæð.. en að sjálfsögðu björguðu þeir mér alveg, en að horfa á eftir þessari upphæð, fyrir alls ekki langan tíma.. er alveg frekar sárt.
En ef þetta er alveg rétt þá náttla gerir maður ekkert í þessu, hann bara gat verið rólegur í símann og útskýrt þetta í stað þess að æsa sig. :)

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

útvarp reykjavík | 18. ágú. '05, kl: 11:47:57 | Svara | Er.is | 0

Hugsaðu málið aðeins vina hann er með mann með sér sem þú baðst um hans kaup er 50 af verðinnu þannig að þú ert að bæði að borga bílstjóranum og burðardýrinu kaup þannig að það er vel slopið ég fer sjálfur ekki í svona nema með lámark 4500 á tíman vegna þess að við sem förum sem burðar dýr eigum eingan rétt á trygingum bílsins ef eithvað kemur upp þannig að ég reikna trygingunna með.

kevath | 18. ágú. '05, kl: 11:50:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já ég er alveg búnað hugsa..
Málið er bara það að ég hef verið að KYNNA mér þetta.. ekki hugsa um þetta.. og þeir aðilar sem ég tala við segja að þetta sé alltof hátt, nema nokkrir hérna.
Þeir segja að það eigi ekki að vera helmingurinn af bílnum sem bætist við þó að það sé önnur manneskja í bílnum, vegna þess að ég tók ekki 2 bíla heldur fékk tvær manneskjur..
Ég veit ekkert um þetta, þess vegna er ég að tala við annað fólk um þetta..

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

útvarp reykjavík | 18. ágú. '05, kl: 11:59:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

málið er þú biður um 2 menn þannig að þú ert að borga fyrir tvo bíl sem þýðir hann hefur feingið annan bílstjóra með sér og hann þarf kaup þó hann komi ekki á sínum bíl.

skrimslamamma | 18. ágú. '05, kl: 11:54:49 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þetta bara ekkert dýrt miðað við að þú ert að kaupa þjónustuna að þeir beri allt sem er ekki skylda og ágæt vegalengd á milli. En þessa hækkun í endan fatta ég ekki , hann hlýtur að vera með mælinn ekki alveg réttan !
En skil það samt alveg að þér finnist sárt að sjá eftir peningnum

Ég þarf sem betur fer aldrei að hafa áhyggjur af að borga svona reikinga þar sem 3 í fjölskyldunni eru á sendibíl.

* ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥*

kevath | 18. ágú. '05, kl: 12:20:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það var líka þessi endir sem fyllti mælinn..
Pældi ekkert í þessum 26 þúsund krónum.. en fannst þetta alveg nóg þegar það kostaði 6000 þúsund krónur að fara frá vesturberginu í fellinn.. (sem er bara hlið við hlið)!
Alveg sama þótt að það séu tveir menn og ég þurfi að borga tvöfalt þá getur ekki verið að það hafi kostað 3000 þúsund krónur að fara þetta.. og því að þeir voru ekkert að bera.. nema bara rétt svo inní bílinn og henda þessu svo út.. rúm og skiptiborð. ? :S

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

MuslaMus | 18. ágú. '05, kl: 12:15:47 | Svara | Er.is | 0

Vá hvað þetta er nótulaus bransi.. ætli það séu e-h staðar stunduð jafn mikil svört viðskipti eins og af sendibílstjórum?

Manni meter | 19. júl. '16, kl: 00:33:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Var að lesa yfir þessa pósta hér að ofan. Það kostar ekkert lítið að gera út sendibíl. Bílstjórinn þarf að hafa laun og bíllinn þarf laun ef yrirtækið á að hafa möguleika á að standa undir sér. Það eru til menn sem taka vinnu á alltof lágu gjaldi og sá rekstur getur ekki gengið upp. Þeir fara einaldlega á hausinn. Það væri ný skynsamlegt ef þið mynduð kynna ykkur allar hliðar málsins áður en þið farið að dæma um okur. Ég er sjálfur sendibílstjóri og veit hvernig er að gera út sendibíl. Það er taxti fyrir hvern stærðarflokk og auðvelt að sjá það.Vissulega eru til menn sem eru gráðugir og smyrja vel, held að þeir missi fljótt viðskiptin. Oft er gefin afsláttur frá taxta ef um það er beðið. Þá erum við að gefa af laununum okkar. Þið sem eruð í launaðri vinnu,,, eruð þið til í að gefa mér prósentu af ykkar launum ??? Nei ég held ekki. Eigið svo góða daga.

Ziha | 19. júl. '16, kl: 10:11:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Psssss....

Þetta var 10 ára gamall póstur....

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

BlerWitch | 19. júl. '16, kl: 10:51:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Góður dagur til að pirra sig á 11 ára gamalli umræðu...!

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 12:24:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

geturðu bara ímyndað þér hvað þetta hefur hækkað á þessum tíma

Manni meter | 19. júl. '16, kl: 22:08:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Forsendurnar eru þær sömu

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 22:21:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað meinarðu? annhvort finnst manni þetta dýrt eða ekki? það hefur samt allt á þessum tíma

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 22:22:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hækkað á þessum tíma

kevath | 23. júl. '16, kl: 01:04:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er víst minn póstur fyrir 11 árum síðan, og myndi ég eflaust fagna því að fá sendiferðabíl á þessu verði í dag.
Eigðu líka góðan dag :p

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

GullaHauks | 23. júl. '16, kl: 00:53:57 | Svara | Er.is | 0

ég vvar rænd svona um hábjartan dag. Þurfti aðleigja þrjá menn í burð + sendibíl. 2 bússlóðir, 2 staðir, borgaði hátt í 200þús.
Það bara gekk svo mikið á þarna að ég bara kyngdi þessi og reyni að hugsa ekki um þetta ógeð. Of mörg ár síðan til að hugsa um þetta.
Því miður neyðist maður bara til að borga þegar maður hefur ekki hjálp.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Síða 1 af 47459 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, paulobrien, tinnzy123, Hr Tölva, annarut123