Ef þú fengir að vita að fóstrið þitt væri með Down´s heilkenni...

Rakki | 6. apr. '05, kl: 22:04:34 | 1552 | Svara | Er.is | 0
Ef þú fengir að vita að fóstrið þitt væri með Down´s heilkenni
Niðurstöður
 Get ekki sagt til um hvað ég myndi gera 326
 Myndi fara í fóstureyðingu 250
 Myndi ekki fara í fóstureyðingu 132
 Hef verið í þessum aðstæðum, fór í fóstureyðingu 1
 Hef verið í þessum aðstæðum, fór ekki í fóstureyð 3
 Annað 6
Samtals atkvæði 718
 

vegna umræðunnar um fóstureyðingar...

 

Gullie | 6. apr. '05, kl: 22:06:04 | Svara | Er.is | 0

Ég get ekki svarað þessu því ég hef ekki staðið í þessum sporum, held að maður geti ekki fullyrt um neitt svona því maður veit aldrei alveg hvernig maður myndi bregðast við svona fréttum.

______________________________________________________________________
Ég áskil mér rétt til þess að skipta um skoðun án fyrirvara.

Handavinnan mín: www.tvinni.blogspot.com

nerd | 6. apr. '05, kl: 22:07:15 | Svara | Er.is | 0

get engan vegin svarað þessu svona bara út í loftið.

Forsetinn | 6. apr. '05, kl: 22:07:19 | Svara | Er.is | 0

Myndi ekki fara.
Fyrir það fyrsta færi ég aldrei í hnakkaþykktarmælingu svo að þetta er alveg útilokað dæmi.

Prinsskessan | 6. apr. '05, kl: 22:22:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega sama hér.... færi aldrei í hnakkaþykktarmælingu.....

*Segðu ekki allt sem þú hugsar - hugsaðu allt sem þú segir*
**************************************************
http://vefir.khi.is/einsogthuert/folk.htm


learning | 7. apr. '05, kl: 00:19:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vona fyrir ykkar hönd sem eruð á móti hnakkþykktarmælingunni að þið lendið ekki í því að fara í 19 vikna sónar & þá komi í ljós að barnið sé með verulegan galla.
Td. Innan við 10% líkur á að það lifi & fleira ...

Prinsskessan | 8. apr. '05, kl: 13:05:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tek öllum börnum....

*Segðu ekki allt sem þú hugsar - hugsaðu allt sem þú segir*
**************************************************
http://vefir.khi.is/einsogthuert/folk.htm


Venja | 9. sep. '18, kl: 09:25:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvorug sagðist vera á móti hnakkþykktarmælingu, þær sögðust bara aldrei gera það sjálfar. Frekar lélegt skot hjá þér. 

hvellur | 8. apr. '05, kl: 17:00:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það þarf ekkert hnakkþykktar mælingu til að sjá það.........það sést í 19 vikna sónarnum.

En ég mundi segja að fólk ætti að vera búið að ræða svona hluti því ef maður lendir í þeim aðsætðum að fá þessar fréttir er maður ekki í ástandi til að meta stöðuna rétt. Og því segi ég að fólk eigi að ræða þennan möguleika.

en þá | 6. apr. '05, kl: 22:07:52 | Svara | Er.is | 0

Ef að ég væri búin að reyna að verða ófrísk og myndi fá að vita að barnið væri með Down´s syndrome-myndi ég sennilega ekki fara í fóstureyðingu.

En núna eru málin þannig að ég ætla ekki að eignast fleiri börn, þannig að ég færi í fóstureyðingu hvort sem barnið væri heilbrigt eða ekki.

Rokker | 6. apr. '05, kl: 22:10:07 | Svara | Er.is | 0

Ég sé mér ekki fært að svara þessu...en
eg myndi sennilega halda barninu..hefði ekki samvisku í annað

Hadda Guðfinns | 6. apr. '05, kl: 22:15:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Því miður þá fylgir oft down einkennum hjartagallar! í raun sjaldgæft að það er ekki EN auðvitað mismikið. Ég held að eins og staðan er í dag þá myndi ég fara í fóstureyðingu! EN auðvitað getur maður ekki sagt til um það fyrr en maður lendir í þannig aðstæðum! gæti alveg snúist hugur.

Prinsskessan | 6. apr. '05, kl: 22:23:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Um það bil 50% eru með hjartagalla.

*Segðu ekki allt sem þú hugsar - hugsaðu allt sem þú segir*
**************************************************
http://vefir.khi.is/einsogthuert/folk.htm


maur | 6. apr. '05, kl: 22:21:01 | Svara | Er.is | 0

Ég fengi þá líklega að vita það í 19v sónarnum þar sem hnakkaþykktarmæling kæmi ekki til greina fyrir mig. 19v fóstur er orðið svo stálpað að fóstureyðing væri að sjálfsögðu út úr myndinni.

Ég leit þannig á málið að þegar ég komst að því að ég var ólétt ákvað ég að fæða barnið, hvort sem það væri fatlað eða ekki. Ég hugsaði sem svo að þetta barn hefði valið mig og að ég ætti að eignast það núna... Hvort sem það væri fatlað eða ófatlað. Ég fann það bara, í hjartanu, að ég átti að eiga þetta barn.

Þessi spurning er svolítið á mis, því ég veit ekki hvernig ég ætti að komast að því að fóstrið hefði downs syndrom, en auðvitað óskar þess enginn að eignast fatlað barn...

2íeinu | 7. apr. '05, kl: 10:31:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er alveg sammála MAURNUM!!!

444 | 8. apr. '05, kl: 17:33:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nákvæmlega

asdiso | 6. apr. '05, kl: 22:24:15 | Svara | Er.is | 0

Ég get ómögulega sagt til um hvað ég myndi gera í svona aðstöðu. Ég get bara sagt fyrir mig eins og er, ef ég yrði ólétt, þá myndi ég ekki vilja fara í allar þessar mælingar eða legvatnsástungu til að þurfa ekki að vita eitthvað, svo ég þurfi ekki að taka neina ákvörðun, hvorki af né á.

logndrífa | 6. apr. '05, kl: 22:42:08 | Svara | Er.is | 0

Sælar.
Eins og staðan er í dag geri ég ekki ráð fyrir því að ég færi í fóstureyðingu. Reyndar er ekki hægt að segja fyllilega til um að maður gangi með barn með þessa fötlun, einungis að það séu svo eða svo mikið auknar líkur á því. Það er hægt að fara í gegnum öll testin og allt lítur út fyrir að vera normal og svo fæðist barn með þessa fötlun. Sjálf hef ég aldrei farið í nein próf til að ganga úr skugga um hvort eitthvað "sé að". Mér finnst mun heilbrigðari sýn að gera ráð fyrir að allt sé í lagi......annnað eru undantekningar.
Sjálf á ég dóttur sem er með Downs heilkenni. Við vissum það ekki fyrir. Veit þó að það hefði engu breytt þó við hefðum vitað af fötlun hennar. Tilvera hennar hefur vissulega sett mark sitt á líf okkar.....en það gerir fæðing barns alltaf, bara með mismunandi hætti.

allos | 6. apr. '05, kl: 23:03:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og ég hef sagt í nokkrum umræðum um þetta mál...þá segi ég án þess að vera ófrísk að ég myndi eyða...það er svo margt sem fygir down syndrom heilkenni eins og fram hefur komið t.d. hjartagallar. Föður systir mannsins míns heitin var með þessi heilkenni, ég kynntist henni ekki mikið hún lést um það leiti sem við vorum að kynnast og hún var alltaf mikið veik. Með börnin mín tvö sem búa hjá mér fór ég í hnakkaþykktarmælingu af þeirri einu ástæðu að ef ég hefði gert það með fyrsta barnið mitt hefði það getað komið í veg fyrir mikinn sársauka hjá okkur hjónakornunum sem og öðrum fjölskyldumeðlimum. Þar hefði komið í ljós hversu mikið fatlað (litningargallar) fyrsta barnið mitt væri og hægt að stytta meðgönguna í stað þess að ganga með það í 26 vikur með tilheyrandi tilhlökkun og væntingum.
Ekki það að ég sjái eftir neinu í dag, þar sem ég hef einhverjar minningar s.s. hreyfingar,fót og hansdpor. Mitt val í dag er það að þurfa ekki að ganga í gegnum þetta aftur og kaus því að fara í þessa mælingu og höfðum við gert upp hug okkar áður....en eins og ég sagði í öðrum umræðum hver veit hver ákvörðunin hefði verið ef börnin okkar hefðu ekki verið heilbrigð....ekki hægt að svara því nema að standa frammi fyrir þeirri ákvörðun.

neei | 6. apr. '05, kl: 23:04:59 | Svara | Er.is | 0

Éf ég væri á annað borð að pæla í barneignum þá myndi ég ekki láta það stöðva mig. En eins og er færi ég í fóstureyðingu, þó ég væri að ganga með eðalbarn ;)

græn | 6. apr. '05, kl: 23:15:44 | Svara | Er.is | 0

Sammála Forsetanum :o)

logndrífa | 6. apr. '05, kl: 23:16:01 | Svara | Er.is | 0

Sælar
Enn langar mig að segja ykkur frá. Þeir sem í dag eru fullorðnir einstaklingar með Downs nutu ekki þeirrar læknisþjónustu og þekkingar sem er til staðar í dag. Það var ekki hægt að lagfæra hjartagallana og margir þeirra sjúkdóma sem fylgja STUNDUM fötluninni voru lítt þekktir eða meðhöndlaðir. Það var líka trú margra að þessir einstaklingar gætu ekki lært.

Dóttir mín er tæpra þriggja ára. Hún fæddist með alvarlegan hjartagalla og fór í aðgerð erlendis þegar hún var tæpra 5 mánaða. Læknirinn hennar sagði okkur að hefði hún fæðst 10 árum fyrr hefði þessi aðgerð ekki verið gerð á barni með Downs heilkenni. Hún byrjaði að ganga 2 1/2 árs, eftir þrotlausa þjálfun frá 8 mánaða aldri, þar sem henni var kennt lið fyrir lið að skríða á maganum...svo að fara upp á hnéin og þannig koll af kolli. Hægfara ferli sem bar tilætlaðan árangur á endanum. Þökk sé snemmtækri íhlutun!! Vissulega glímir hún við ýmsa fylgikvilla fötlunarinnar...en það eru líka sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum sem fylgja henni eftir, tilbúnir til að grípa inn í henni til stuðnings ef með þarf. oG ég get sko sagt ykkur að litla daman getur lært. Að vísu getur hún ekki tjáð sig með tali enn sem komið er, en hún getur táknað og þannig komið okkur hinum í skilning um að innra með henni býr svo ótal margt :-)

Ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur sögu barns með Downs heilkenni er ykkur velkomið að senda mér línu. Það gæti orðið til þess að auðvelda einhverjum ákvarðanatöku ....á hvorn veginn sem er.

Perlukonan | 6. apr. '05, kl: 23:24:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á 4 stráka og það var einn sem var planaður... það segir allt sem segja þarf um mínar tilfinningar til fóstureyðinga. Hef aldrei getað réttlætt þær fyrir mig en dæmi heldur ekki neina sem tekur þessa ákvörðun... Ég á fatlað barn og var svo heppin að hann var eðlilegur fyrstu árin en greinist svo með einhverfu og aðrar þroskaraskanir... ég veit ekki hvort er erfiðara að hafa átt eðlilegan dreng í þennan tíma og hann fái svo heilkenni eða ef barn er fatlað frá fæðingu... hann var reyndar alltaf lasinn og við gengum ígegnum margt en það er ekki hægt að segja að það hafi verið fötlun hann var bara veikur mjög mikið.
Ég á aldrei eftir að verða ófrisk aftur þannig að ég get ekki staðið frammi fyrir þessari ákvörðun og get als ekki sett mig í spor þeirra sem þar eru.

Geller | 8. apr. '05, kl: 15:37:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá gott svar hjá þer logndrífa ég dáist að fólki eins og þér...sem er bjartsýn þó svo að erfiðleikar séu til staðar

mens sana | 6. apr. '05, kl: 23:17:09 | Svara | Er.is | 0

Að sjálfsögðu mundi ég EKKI fara í fóstureyðingu !!!!!

-------------
♥ Brúðartertustandur til leigu - 2.000 kr
Upplýsingar: Skilaboð hér eða í síma 663 6062

http://www.facebook.com/#!/pages/Brudartertustandur-til-leigu/118629391509078

Haffí | 6. apr. '05, kl: 23:21:51 | Svara | Er.is | 0

Ég held ég myndi láta vera að fara í hnakkaþykktarmælingu. Fór ekki síðast og fannst það bara ágætt. Ég er ekki alveg viss um hver tlgangurinn með þessari rannsókn er. Er eingöngu verið að mæla líkurnar á þessu tiltekna heilkenni eða er þetta spurning um einhverjar meiriháttar fatlanir líka??

Ef ég fengi nú að vita af Downs heilkenni snemma á meðgöngu er ég nokkuð viss um að ég myndi bara ganga með og eiga barnið.

Haffí

GamlaGeitin | 6. apr. '05, kl: 23:44:25 | Svara | Er.is | 0

Myndi ekki fara í eyðingu!

Aldrei aldrei myndi mér detta það til hugar... Ég lít svipuðum augum á þetta og maurinn gerir, að barnið sem kemur til mín er ætlað mér og að ég eigi að eiga það af einhverjum ástæðum.

Finnst alveg hryllilegt að verið sé að reyna að útrýma downs með þessum aðgerðum get ekki séð að tilveruréttur fatlaðs fólks sé minni en okkar sem teljumst "eðlileg" og finnst fáránlegt að mannfólkið sé farið að velja og hafna.....Hvernig endar þetta?


Geitin

*** I´m a unique snowflake ***




mens sana | 6. apr. '05, kl: 23:59:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, hvað það er falleg hugsun hjá Maur, hún er svo klár!! ;)

-------------
♥ Brúðartertustandur til leigu - 2.000 kr
Upplýsingar: Skilaboð hér eða í síma 663 6062

http://www.facebook.com/#!/pages/Brudartertustandur-til-leigu/118629391509078

tenchi okasan | 6. apr. '05, kl: 23:48:41 | Svara | Er.is | 0

úfff ég treysti mér ekki til að svara þessu ... meika ekki það sama og síðast !

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

Roo | 6. apr. '05, kl: 23:57:21 | Svara | Er.is | 0

Ég mundi ekki láta eyða því, hugsaði mikið um þetta þegar ég var ófrísk og var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara í hnakkaþykktarmælingu. Niðurstaðan var sú að ég fór ekki. ég var búin að fara í 2x í snemmsónar og sjá krílin mín og eftir að hafa hugsað mig vel um þá komst ég að því að ég væri búin að ákveða að eignast börnin og einhverjar fatlanir mundu ekki fá mig til þess að skipta um skoðun. Að því tilskildu að börnin væru ekki það alvarlega fötluð að þau ættu enga lífsvon.

learning | 7. apr. '05, kl: 00:20:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vona fyrir ykkar hönd sem eruð á móti hnakkþykktarmælingunni að þið lendið ekki í því að fara í 19 vikna sónar & þá komi í ljós að barnið sé með verulegan galla.
Td. Innan við 10% líkur á að það lifi & fleira ...

viskan | 7. apr. '05, kl: 00:28:49 | Svara | Er.is | 0

Ég merkti nú við "get ekki sagt um hvað ég mundi gera".

Ef ég hefði fengið þessar upplýsingar þegar ég gekk með fyrsta barnið mitt, býst ég við að viðbrögð mín hefðu orðið á þá leið að fara í fóstureyðingu.

Ef ég hefði fengið þessar upplýsingar þegar ég átti 3ja barnið mitt hefði ég ekki þegið fóstureyðingu. Svarið er, að á þessum tíma var ég búin að læra það mikið um þennan sjúkdóm, miklar upplýsingar og önnur fræðandi efni höfðu verið kynnt fyrir fólki og fyrir nú utan það að einn með þennan sjúkdóm var í fjölskyldunni (dáinn núna).

Líka ber að taka með í reikninginn hvernig heimilisaðstaða fólks er. Eru foreldrarnir það heilbrigðir líkamlega til að geta tekist á við fyrstu árin, því þetta er mikil líkamleg áreynsla engu síður en sú andlega.

Lokaniðurstaða = ég færi ekki í fósturyeðingu.

*** með sól í hjarta og sól í sinni***
VISKUBRUNNUR BARNALANDS


♥~♥~♥~♥~♥ ~♥
My name is viskan
I´m in a kvartett
og veit svo mikið!
♥~♥~♥~♥~♥ ~♥




Badaboom | 7. apr. '05, kl: 00:41:13 | Svara | Er.is | 0

Eini tilgangurinn með hnakkþykktarmælingu er að athuga galla á fóstri ef fólk myndi vilja fara í fóstureyðingu. Það er mælt með því að konur séu ekki að fara í þessa mælingu nema þær vilji fara í fóstureyðingu ef galli finnst. Ef kona vill ekki fara í fóstureyðingu þrátt fyrir galla, leiðir þessi vitneskja til aukins álags á meðgöngu og stress fyrir fæðingu og þá ekki mælt með því að hún fari í mælingu.

forvitinstulka | 7. apr. '05, kl: 01:17:53 | Svara | Er.is | 0

Ég tel það forréttindi að fá að alast upp með fötluðum einstaklingi, Það er SVOOO margt sem þau gefa manni og SVOOO margt sem maður lærir.

börn með downs heilkenni eru mjög misfötluð alveg eins og börn með aðra fötlun
Þau eru almennt seinni til en það geta líka heilbrigð börn verið.

Ég myndi aldrei hugsa um það að láta eyða fóstrinu.

tenchi okasan | 7. apr. '05, kl: 01:26:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bara smá spurning - ekki skot ...

en gefa þá heilbrigð börn ekki jafn mikið af sér ? lærum við ekki af þeim ?

á fatlaða systur og ég hef ekki upplifað það sem forrétindi - mér þykir bara sárt að sjá hvernig hennar líf hefur verið og verður í framtíðinni - sársauki sem mér finnst mjög ósanngjarn - þekki síðan annan Down Syndrome mann sem að er alveg frábær - gaman að tala við hann og svona - en það er ekki hægt að vita það hvort yrði - yrði barnið eins og það sem ég þekki eða eins og hann ? ég get ekki fyrir mitt litla líf spilað svona með líf annarrar manneskju ! manneskju sem ég elska !!!

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

Da Skvis | 7. apr. '05, kl: 01:28:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ereiginlega sammála þér varðandi þetta,,doldið erfitt að taka áhættuna á þessu



I don´t suffer from insanity,, I enjoy every minute of it
------------------------------------

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 8. apr. '05, kl: 17:31:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég verð að segja að ég er svolítið sammála Tenchi. Móðir mín fæddist með klofin hrygg,einkenni vatnshöfðus voru mjög lítil, en þó til staðar. Ég elska alltaf móður mína og hún var yndisleg, en á þeim tímum sem hún fæðist var ekki eins margt hægt að gera og hún dó þegar ég var 6 ára,þá vegna nýrnabilunar,því hún virtist hafa óþol fyrir fyrir tækjunum. Hún var alla ævi mikið líkamlega fötluð á fótum. Eftir að ég fæddist,var hún föst við hjólastól. Við bjuggum 2 uppá 10 hæð í 12 hæða blokk, og mín fyrstu 6 ár markast af því að ég og hún vorum þarna, ég hjálpað'i henni eins og ég gat og undir restina sá ég mikið um mig sjálf. Fékk mér morgunmat ef hún gat ekki komið fram, hjálpaði henni að binda um sár á fæti sem hún fékk því hún steig á nagla og fann ekki fyrir því, vegna lömunar í fótum. Hún grét oft, saknaði þess að komast lítið, en var samt að eðlisfari svo góð og yndisleg, en var einfaldlega svo veik.
Eg fór í slíka mælingu með síðasta barn en gat þess á meðgöngum að hún hefði fæðst með þessa fötlun. Hún var hörkudugleg, en tímarnir voru mjög erfiðir þá.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

tenchi okasan | 8. apr. '05, kl: 17:42:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tímarnir eru vissulega auðveldari núna - en við getum ekki sett okkur í þeirra spor sem lifa með fötlunum - við getum ekki skilið þau (nema að verða eins)
þetta er ALLTAF erfitt - sama hve mikið við erum elskuð - ég meina "heilbrigt" fólk fremur sjálfsmorð útaf þunglyndi (sem er annað sem við vitum aldrei hvort að börnin okkar munu þjást af) því þeim líður bara svo illa - stundum án þess að vitaaf hverju þeim líður illa !?!?

auðvitað er þetta viss forræðishyggja í manni - en ég tel að þetta sé ekki að ástæðulausu sem að ég vil reyna að koma í veg fyrir að börnin mín hljóti af skaða sem mér er sagður vera líklegur að muni verða ...

mjög erfitt að lesa þetta um móður þína Mjallhvít - ég fékk kökk í hálsinn !


ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

Eggjaleiðarinn | 7. apr. '05, kl: 03:00:38 | Svara | Er.is | 0

Held ég myndi alveg örugglega ekki fara í fóstureyðingu v. down´s, finnst það mjög ólíklegt allavega. En auðvitað gætu aðstæður mans á þessum tímapunkti spilað inní.

Charmed | 7. apr. '05, kl: 03:35:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fór í hnakkaþyktarmælingu, konan sem framkvæmdi skoðunina spurði mig einmitt,hvort ég færi í fóstureyðingu ef litlinga galli kæmi í ljós. ég sagði nei, hvað ertu þá að gera hérna spurði hún.
Svar mitt var, ég er hérna til að fá úr því skorði hvort að barn mitt muni lifa, hvort að það sé með fötlun sem veldur því að það lifir ekki af meðgönguna eða fæðsti lifandi og kvelst svo þessa fáu daga sem það mun lifa. Ef það kemur í ljós að barn mitt er það alvarlega fatlað að það mun aldrei lifa, ætla ég í fóstureyðingu, en fe það er með down syndrom fer ég ekki. Konan var mjög sátt við svar mitt. Og framkvæmdi skoðunina vel og lýsti öllu vel fyrir mér.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Rjómalind | 7. apr. '05, kl: 03:26:40 | Svara | Er.is | 0

Get ekki svarað þessu nema að hafa lent í þessu.

J B | 7. apr. '05, kl: 06:23:06 | Svara | Er.is | 0

Persónulega hef ég nú ekki mikið álit á þessum 12v sónurum með hnakkaþykktarmælingu.

Einfaldlega vegna þess að þetta er bara eins og flest annað í læknisfræði engöngu tölfræði og það MJÖG ónákvæm tölfræði.

Börnum sem fæðast með Down syndrome hefur t.d ekkert fækkað þrátt fyrir þessi "æðislegu" vísindi.

Mörgum heilbrigðum fóstrum er eytt einfaldlega vegna þess að þau fengu ekki nógu "góðar líkur". Um 20% minnir mig !

Ég fór reyndar í 12v sónar þó að við værum alveg búin að gera það upp við okkur að við myndum eiga barnið sama hvernig "líkur" við fengjum. Ég viðurkenni það hiklaust að það var til að fá sónarmynd -hégómi ég veit !-

Þannig að ég held að það sé með þetta eins og svo margt annað í lífinu, maður hefur ekki alltaf val !

K.kv J.B

tenchi okasan | 7. apr. '05, kl: 10:41:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en hvernig er hægt að vita það hve mörg þeirra voru heilbrigð ?
og þó að þessi tala líti út fyrir að vera lág þá er ekkert hægt að segja fyrir um hvað hefði verið að barninu - hefði það verið eitthvað alvarlega krippling eða mjög alvarlegar geðraskanir sem valda því verulegri vanlíðan allt þess líf ?

bara að spá ?

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

Frú Dinda | 8. apr. '05, kl: 13:45:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko í hnakka þykktarmælingunni er hnakkaþykktin mæld og reiknaðar út líkur samkv þykktinni. Geðraskanir, einhverfa og margar aðrar fatlanir eru ekki litningagallar. Held að mjög fáar fari í eyðingu bara eftir mælinguna, síðan er boðið upp á blóðprufu og að lokum legvatnsástungu ef líkurnar þar eru slæmar. Í henni finnast eingöngu litningagallar ef það næst sýni úr fósturvefnum þ.e.

tenchi okasan | 8. apr. '05, kl: 13:54:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

geðraskanir eru mjög oft (nánast alltaf) eitthvað sem fylgir með Downs heilkenninu - og þá er ekkert hægt að vita um það hvernig þær myndu birtast eða hvort þær myndu birtast ...

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

Frú Dinda | 8. apr. '05, kl: 14:25:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já oft ALLS ekki alltaf, en þær koma líka án heilkennisins... Og þá jafnvel í öðru "pakkatilboði" sem er síst auðveldara viðfangs og engin leið að greina á fósturstigi.

tenchi okasan | 8. apr. '05, kl: 14:27:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég veit - en þarna eru samt líkurnar bara hærri ...

við vitum ekkert hvort að heilbrigða barnið okkar sé með þessar geðraskanir - en líkurnar voru þó töluvert minni og ólíklegar ...

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

rúanda | 7. apr. '05, kl: 10:04:59 | Svara | Er.is | 0

Ég held ég geti fullyrt það að ég færi EKKI í fóstureyðingu mér finnst það eingin heimsendir að eignast barn með þess fötlun, afhverju á það ekki að eiga jafnan rétt á að lifa eins og önnur börn? Svo er ekkert 100% að það sé eitthvað að barninu þó það séu miklar líkur.

kveðja

Við flytjum í nýja húsið okkar 20 ágúst næstkomandi.
www.barnanet.is/irena myndi af húsinu hér fyrir þá sem vilja skoða

rúanda | 7. apr. '05, kl: 10:05:46 | Svara | Er.is | 0

já og svo myndi ég heldur ekki fara í hnakkaþyktar mælingu þannig að þetta kæmi þá líklega ekki í ljós fyrr en barnið væri fætt.

kveðja

Við flytjum í nýja húsið okkar 20 ágúst næstkomandi.
www.barnanet.is/irena myndi af húsinu hér fyrir þá sem vilja skoða

garz | 7. apr. '05, kl: 10:28:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fór í mælingu í fyrra ,hefði farið í fóstureyðingu,því áttum 2 önnur börn og þurfum að hugsa um þau líka, þau voru 3 og 5 ára .

Greys Anatomy | 7. apr. '05, kl: 10:13:10 | Svara | Er.is | 0

Ef ég kæmist að því að barnið mitt væri með down syndrom þá myndi ég ekki eyða því nei, það er til margt verra en það og hef ég gengið í gegnum það.

Fólk með down syndrom eru yndislegt fólk. Auðvitað getur verið erfitt að hugsa um þau ef þau eru með einhv. hjartagalla eða eitthvað. En mín tilfinning er að ég myndi ekki eyða því útaf down´s.

♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥

Saynomore | 7. apr. '05, kl: 10:14:18 | Svara | Er.is | 0

Mér þykir ömurlegt og skömmustulegt að segja að já ég mundi örugglega fara eins og staðan er í dag ég er ung og á nóg með eina prinsessu. Svo held ég að það þurfi alveg ofboðslegan andlegan styrk og fjárhagslegt jafnvægi sem ég hef ekki... En ég dáist af fólkinu sem er svona strekt.....

Barónessa von Himpigimp | 7. apr. '05, kl: 10:16:23 | Svara | Er.is | 0

Ef ég fengi að vita, hafið yfir flestan vafa (sem ég veit ekki einu sinni að sé hægt), að það væri með Down's eða einhvern annan mjög alvarlegan galla þá myndi ég fara í fóstureyðingu, já. Ég er það sjálfselsk og eigingjörn. Ég held meira að segja að ég get sagt að ef mér væri tilkynnt að það væru 50% líkur á að barnið sem ég gengi með væri alvarlega fatlað þá myndi ég gera það. Ykkur má alveg þykja ég köld og vond fyrir þetta.

___________________________
Prjón er þerapía: http://www.flickr.com/photos/pjusken/

Ozzy | 7. apr. '05, kl: 10:17:42 | Svara | Er.is | 0

já við vorum búin að ákveða okkur
þegar við fórum í snemm sónar
vil ekki tjá mig um hvað við ræddum

það er bara á milli okkar hjóna:)
enda rosalega viðkvæmt málefni

er ekki viss | 7. apr. '05, kl: 10:22:05 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst margt verra en downs syndrom og ég fór ekki í hnakkaþykktarmælingu, það er bara verið að leita að þessu eina og mér finnst margt verra eins og ég sagði.
Við sem eigum "heilbrigð börn" getum lennt í því að börnin okkar lendi í alls konar rugli og veseni og ekki er það betra, æi ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra hvað ég er að meina á svo erfitt með að skrifa eitthvað sem ég vil segja:-) En allavega ég á systir sem er mikið fötluð og ég tel að við í fjölskyldunni höfum þroskast mikið á þessu og lítum öðrvísi augum á lífið.
Ég efast um að ég gæti farið í fóstureyðingu, nema það kæmi í ljós að barnið mitt gæti ekki lifað þá myndi ég hugsa mig um.

ef að | 7. apr. '05, kl: 10:26:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fór í legvatnsástungu og var alveg ákveðin að enda meðgöngu ef um Downs hefði verið að ræða. Þess vegna fór ég í stunguna.

Jósa | 7. apr. '05, kl: 10:27:40 | Svara | Er.is | 0

Er búin að prófa að vera "gömul" ófrísk og fór ekki í hnakkaþykktarmælingu og ég gæti trúað að ég verði ófrísk aftur fyrir 40 ára og þá ætla ég ekki í hnakkaþykktarmælingu. Ég myndi ekki eyða barninu mínu þó það hefði Downs heilkenni og ekki frekar ef það hefði mikla fötlun. það er ekki í mínu valdi að stýra hvernig barnið mitt er og ef því er ekki hugað líf þá verðum við bara að takast á við það.

Mín hugsun er sú að ef aðrir geta eignast fötluð börn og elskað þau jafn mikið og ég geri með mín heilbrigðu þá hlýt ég líka að geta gert hið sama við mitt fatlaða barn. Ég hef umgenngist mjög mikið af fötluðu fólki og hef misst tvö lítil frændsystkini sökum fötlun þeirra en ég hugsaði aldrei hver er tilgangurinn með að láta svona lítil börn fæðast og finna til að lokum. Það var sko tilgangur með þessum litlu englum sem við öll fjölskyldan söknum og eigum svo góðar og fallegar minningar um.

Ég er svo bit yfir þessum hugarfarsbreytingum á Íslandi gagnvart fötluðum og þroskaheftum að ég verð bara að hætta að skrifa núna svo þið fáið ekki gusu frá mér.
Kv Jósa

ef að | 7. apr. '05, kl: 10:30:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem betur fer eru ekki allir eins. Ég hefði ekki getað hugsað mér að halda meðgöngu áfram vitandi af Downs.

Thatsright | 8. apr. '05, kl: 13:18:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála Aniston

Skóli | 8. apr. '05, kl: 13:22:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit það ekki alveg. Yrði að hafa heildarhagsmuni fjölskyldunnar að leiðarljósi. Hjóna sem eiga rétt á að geta unnið bæði, verið fjárhagslega örugg og eiga hjónalíf, barna sem eiga rétt á athygli foreldra í réttri tiltölu við fjölda þeirra - ekki t.d. að eitt fái 80% og hin tvö skipti með sér 20%. Hagsmunir hins ófædda barns koma líka þarna inn í, en bara sem einn af fleiri einstaklingum í fjölskyldunni.

Elvíra | 8. apr. '05, kl: 13:53:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörlega og innilega sammála!!!!!!!!!

tenchi okasan | 8. apr. '05, kl: 14:02:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nákvæmlega
það er mjög hætt við því að fyrri börn (og seinni ef þau eru) gleymist - og það er ekki sanngjarnt
þekki það af eigin reynslu - ekki það að ég gleymdist sko ekki - enda var systir mín ekki orðin svo erfið þegar ég var yngri og ég var líka svo mikill rebell ... en ég hef samt séð þetta gerast

enginn í fjölskyldunni á að þurfa að ganga í gegnum þá erfiðleika sem fötlununum fylgir oft - ég þori ekki að krossa puttana og vonast eftir því að það verði nú ekki mikið af aukakvillum - ég þori því ekki !!! kannski er ég þá bara gunga ég veit það ekki ... en ég get ekki tekið svona ákvörðun um líf of ævi annars einstaklings - frekar hleypi ég honum beint yfir í betri heim þar sem það mun ekki kynnast þessum þjáningum !

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

Elvíra | 8. apr. '05, kl: 14:04:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega...það fæddist mikið fjölfatlaður drengur í fjölskylduna f nokkuð mörgum árum. Á heimilinu var lika 8 ára stóri bróðir..en hann gleymdist doldið enda ekkert lítið álag að vera með svona ofboðslega fatlað barn:-(

OG hjónabandið entist ekki.

Svona ákvörðun verður að taka með hagsmuni allra fjölskyldumeðlima að leiðarljósi..

Fanney | 7. apr. '05, kl: 10:43:14 | Svara | Er.is | 0

Ég hef ekki verið að fylgjast með þessari umræðu en var að lesa yfir þetta.
Auðvitað getur maður ekki sagt með 100% vissu hvað maður kæmi til með að gera þegar á reynir.

En það eru allavega allar líkur á því að ég færi í fóstureyðingu.
Kannski er það sjálfselska, en það verður bara að hafa það, ég treysti mér ekki í þennan pakka.
Með svona smá myndlíkingu get ég sagt að í hvert sinn sem ég liti á barnið mitt eða hugsaði um það liði mér eins og það væri verið að stinga mig með hníf í hjartað.

Kveðja Fanney
Hreinskilni er ekki að segja allt sem maður hugsar,
heldur að meina allt sem maður segir.

blomid | 7. apr. '05, kl: 10:43:41 | Svara | Er.is | 0

Ég þori ekki að segja af eða á ....

Á barn með fæðingargalla sem sést ekki fyrr en í 19.vikna sónar (í fyrsta lagi) Svo ég verð að viðurkenna að það er ekki á stefnuskránni að fara í hnakkaþykktarmælingu með næsta barn

__________________________________________________________
“Beneath the makeup and behind the smile I am just a girl who wishes for the world.” Marilyn Monroe

Emma Dís | 7. apr. '05, kl: 10:43:55 | Svara | Er.is | 0

Mundi pottþétt fara í fóstureyðingu.

learning | 8. apr. '05, kl: 13:38:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við lentum í því að í hnakkþykktarmælingunni kom fósturgalli í ljós.
Hann var alvarlegur & innan við 10% líkur á að barnið myndi lifa (fæðast lifandi) ef það myndi fæðast lifandi væri það mjöööög mikið fatlað. + MARGAR aðgerðir & fl.
Við töluðum við barnaskurðlækna, barnalækna, ljósmæður & fleiri & allir sögðu það sama, "þetta er eiginlega ómögulegt"
En allir sögðust styðja okkur 100% sama hvora ákvörðunina við myndum taka.
Við ákváðum að ganga ekki lengra & ég fór í útskrap.

En ég veit ekki með Downs heilkenni, ég efast um að við myndum fara í fóstureyðingu (erum á móti þeim) En maður yrði að hugsa málið vel & vandlega.

En ég mæli með hnakkþykktarmælingunni, maður veit aldrei hvað gerist & við hefðum ekki getað gengið í gengum það að fara að fæða barnið á 20viku+ & ganga í gegnum alla þá sorg sem því myndi fylgja.

Þið óléttu hugsið því málið vel með þessa skoðun!

Lipur tá | 8. apr. '05, kl: 13:52:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áður en ég átti: -Ég pældi í þessu þegar ég var ólétt ef ég væri nú ólétt af Down´s barni, og ég svona gat ekki sagt til um það hvort ég myndi gera það þá... Ég þyrfti að lenda í þessu til þess að geta svarað...

Eftir að ég átti: -Ég einhvernveginn get ekki hugsað mér að fara í fóstureyðingu eftir að hafa gengið með barnið mitt.... Fynna það vaxa inní mér og sparka, þá get ég einhvernveginn ekki hugsað mér að eyða fóstrinu eftir þessa upplifun...

En ég á í dag heilbrigt barn... og er ég rosalega þakklát fyrir það...

lærisneið | 8. apr. '05, kl: 13:57:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var alltaf viss um það að ég mundi fara í fóstureyðingu ekki
spurning ! Svo eftir að ég varð ólétt þá er ég alls ekki svo viss.
Manni byrjar að þykja svooo vænt um barnið strax í móðurkviði og
ég held að það sé voðalega erfitt að eyða því, get ekki hugsað mér
að setja mig í þessi spor.
... Ég eignaðist heilbrigt barn bara svo þið vitið það :)

100% | 8. apr. '05, kl: 14:22:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get ekki svarað þessu. Og í raun og veru held ég að það sé mjög erfitt að svara svona spurningu þegar maður hefur aldrei verið í þessum sporum því hvort sem barnið er heilbrigt eða ekki þá er barnið alltaf barnið mitt.

ღ♡ღ ღ♡ღ ღ♡ღ ღ♡ღღ♡ღ ღ♡ღღ♡ღ ღ♡ღღ♡ღ ღ♡ღღ♡ღ ღ♡ღღ♡ღ ღ♡ღღ♡ღ ღ♡ღღ♡ღ ღ♡ღ

*Björk* | 8. apr. '05, kl: 14:49:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get sagt það með góðri samvisku að ef ég gegni með fatlað barn mundi ég láta eyða því!

Eftir að hafa kynnst stjúpsyni mínum sem var mikið fatlaður og öllum sársaukanum sem hann þurfti að upplifa þá gæti ég ekki ekki hugsað mér að ala af mér einstakling sem ætti kannski eftir að þjást alla sína ævi og eiga þá hættu að missa í gröfina.....ég er bara ekki nógu sterk í það. Sá kvóti er búin hjá mér. Þegar ég varð ófrísk síðast þá fór ég í hnakkaþykktarmælingu. Við hjónin vorum búin að ákveða það að láta eyða því ef kæmi í ljós einhverskonar fötlun, ekki vegjna þess að við erum vondar manneskjur, heldur vegna þess að við getur bara ekki hugsað okkur að horfa upp á börnin okkar þjást og deyja frá okkur.

Ég er sammála Tenchi....hún líkar þekkir þessu mál nokkuð vel.

- I may be going to HELL, but at least all my friends will be there -

*Líf | 8. apr. '05, kl: 15:27:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég myndi fara.
Ég ákvað það núna að fara í hnakkaþykktarmælingu og var búin að gera það upp við mig að ég myndi vilja fara ef það kæmi upp alvarlegur litningar/fósturgalli. Af hverju? ég á tvö börn fyrir þar af þarf annað að berjast við mikla þroskaraskanir sem krefst mikils aðhalds, aga og athygli frá okkur. Ég gat ekki hugsað mér það að þurfa bjóða því barni frekar en hinum að hafa ekki fulla athygli frá mér eins og það þarf. Ein er ég ekki viss um að ég myndi vilja bjóða mínum börnum að þurfa kannski að horfa upp á systkini sitt berjast alla ævi við fötlun sína og alla þá sjúkdóma sem henni geta fylgt, mér finnst ég heldur ekki geta lagt það á lítið barn að fæðast og þurfa að berjast fyrir tilvist sinni hérna en geta samt aldrei notið hennar eins og flestir aðrir.
Þetta segi ég samt eftir að hafa verið búin að reyna í vel á annað ár að koma með barn. ÉG reyndi eingöngu að vera raunsæ á aðstæður hjá mér.

Ég hef samt ekkert á móti fötluðum einstaklingum og ég hef enga fordóma enda eru þau jafnyndisleg og oft ekki yndislegri en hinn meðal heilbrigði einstaklingur í dag.

tigi | 8. apr. '05, kl: 15:17:14 | Svara | Er.is | 0

Ég held að ég færi í fóstureyðingu því ég væri ekki tilbúin til að eignast mikið fatlað eða þroskaheft barn (ekki eins og staðan er núna). Er að kenna einni með Downs og það er alveg skelfilegt álag á öllum í fjölskyldunni. Ég myndi ekki gera barninu það að eignast mikið skaddað barn. SORRY

Valkas | 8. apr. '05, kl: 16:49:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég færi ekki í fóstureyðingu ef að ég hefði farið á annað borð í svona hnakkarþykktarmælingu, ef að maður er ætlar að eignast barn þá er ákvörðunin út í gegn ekki bara hálfa leið! Börn með downs geta alveg gefið manni jafn mikla hamingju, reyndar stundum dálítið erfiðara en ef barnið er hamingjusamt og með góða heilsu þá er allt frábært

Á án efa fallegustu börn í heimi..... ég er svo rík

berglm77 | 8. apr. '05, kl: 16:50:48 | Svara | Er.is | 0

þegar ég gekk með eldri stubbuna þá fórum við í snemmsónar því mágur minn er með downs. Við vorum alveg sammála um það að við myndum ekki eyða fóstrinu en við vildum geta undirbúið okkur ef það væru líkur á downs...líka afþví að td hjartagallar eru svo algengir.

ElSkaSSt | 8. apr. '05, kl: 16:57:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

að vera á orði eða á borði er ekki það sama. held að maður geti ekki svarað þessu nema að lenda í þessu.

---------------------------------------------------

hvellur | 8. apr. '05, kl: 16:59:10 | Svara | Er.is | 0

við hjónin erum búin að ræða þessi mál og mundum við láta eyða því ef það sæist í tíma.
við þekkjum þennan sjúkdóm og vitum hvað það er að eiga svona börn og því mundum við við láta eyða því. ÞEtta er bar aokkar skoðun en ef ég mundi eignast svoleiðis barn þá mundi ég auðvitað hugsa um það eins og hin börnin mín þið skiljið. En ef það mundi sjást nógu snemma færi ég í fóstueyðingu.

Apotek | 8. apr. '05, kl: 17:04:04 | Svara | Er.is | 0

vá, ég er búin að lesa þetta og ég get ómögulega gert upp við mig hvort ég mundi fara eða ekki!!!
fer alveg eftir aðstæðum, hvort ég væri fjárhagslega stabíl að geta komið fötluðu barni í heiminn eða ekki, því að það er mjög kostnaðarsamt að eiga fatlað barn.
Ég held að ég verði bara að taka ákvörðun ef þetta kemur fyrir mig og ég vona til Guðs að ég þurfi aldrei að vera í þessum aðstæðum.
En ég mun pottþétt fara í hnakkþykktarmælingu

-------------------

Támína | 8. apr. '05, kl: 17:19:46 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi ekki fara í fóstureyðingu ...

...en á móti kemur að ég myndi heldur aldrei fara í hnakkaþykktarmælingu eins og mínar aðstæður eru í dag.

hjartalind | 7. sep. '18, kl: 12:11:30 | Svara | Er.is | 0

Gamalt veit. Öll börn eru velkomin í heiminn!

Setjum X við F

247259 | 8. sep. '18, kl: 09:43:38 | Svara | Er.is | 0

Ég svaraði "get ekki sagt til um hvað ég myndi gera" af því að ég get ekkert sagt 100% að ég myndi gera þetta eða hitt. 


En mér finnst líklegast að ég myndi ekki fara í fóstureyðingu.

247259 | 8. sep. '18, kl: 09:45:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

oooog ég var að sjá að þetta er eld gamall þráður!!! :D yay!

ny1 | 8. sep. '18, kl: 20:55:47 | Svara | Er.is | 0

Get ekki sagt hvað eg myndi gera, hef alltaf ákveðið að láta ekki athuga hvort einhverjar líkur séu á litningagöllum.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Egg fitandi? þaþað 13.9.2023 23.10.2023 | 17:40
margskipt gleraugu stubban 22.10.2023
Að vera bráðkvödd/kvaddur perla82 21.7.2014 21.10.2023 | 02:09
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 7.10.2023 | 13:54
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 29.9.2023 | 11:00
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Síða 6 af 46353 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien