Ég er orðlaus - Bólusetningar

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 18:40:33 | 2445 | Svara | Er.is | 22

Fréttir á Stöð 2 Eru börnin mín eitthvað óhraustari sem bólusett börn heldur en óbólusett? Og fólk er enn að tengja einhverfu við 18 mánaða bólusetninguna og þykist vera fagfólk

 

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Tipzy | 20. feb. '15, kl: 18:41:58 | Svara | Er.is | 0

Ha hver er að því?

...................................................................

Hauksinn | 20. feb. '15, kl: 18:42:17 | Svara | Er.is | 0

Ég sá ekki fréttirnar. Hvað var verið að tala um?

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 18:46:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bólusetningar barna. Var rætt við móður 3ja barna sem ákvað að sleppa bólusetningum barna sinna vegna aukaverkana. Elsta barnið var bólusett og fékk einhverfu eftir bólusetninguna, næsta barn bólusett fram að 18 mán aldri og það yngsta ekkert bólusett. Þessi móðir er þroskaþjálfi.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

nóvemberpons | 20. feb. '15, kl: 18:47:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

WHAT THE FOKK?????

4 gullmola mamma :)

nóvemberpons | 20. feb. '15, kl: 18:48:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

núna er ég brjáluð á nokkrum mismunandi levelum sko!

4 gullmola mamma :)

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 18:49:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er brjáluð

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

helgagests | 22. feb. '15, kl: 18:32:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér finnst þetta verulega sturlað. Og ég er brjáluð, bæði sem fagmaður og sem foreldri.

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

nóvemberpons | 20. feb. '15, kl: 18:49:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

var þetta í fréttunum ? hvar get ég séð þetta

4 gullmola mamma :)

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 18:50:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fréttirnar á stöð 2 núna rétt áðan farðu á tímaflakkið og play, er mjög framarlega.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

nóvemberpons | 20. feb. '15, kl: 18:53:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

virkar ekki! verð að bíða eftir að þetta komi á vísi!

4 gullmola mamma :)

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 18:54:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ohhh virkar hjá mér

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

nóvemberpons | 20. feb. '15, kl: 18:54:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvar ertu með netið og sjónvarpið?

4 gullmola mamma :)

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 18:56:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjónvarp símans

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 18:56:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og netið hjá símanum

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

nóvemberpons | 20. feb. '15, kl: 19:10:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mí tú! skrítið!

4 gullmola mamma :)

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 19:12:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.visir.is/section/MEDIA99?fileid=VTV2B934D99-D9D3-4DE4-AC3E-82C477CEA81A

Komið inn

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

nóvemberpons | 20. feb. '15, kl: 19:12:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

var að opna! great minds ;)

4 gullmola mamma :)

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 19:33:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu svona fjúrius að þú hentir tölvunni út um gluggann?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

nóvemberpons | 20. feb. '15, kl: 19:41:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

næstum!

4 gullmola mamma :)

Leiga111 | 20. feb. '15, kl: 20:07:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég verð svo pirruð og reið og hneiksluð að það sé til svona (afsakið orðbragðið) fucking heimskt pakk 

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

Allegro | 21. feb. '15, kl: 14:31:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þetta er furðulegt hjá henni. Talandi um að strákurinn hafi alltaf verið hraustur og ekki fengið sýklalyf, hvað á það að sýna fram á eða sanna? Ég á bólusett börn sem hafa alltaf verið hraust og ekki fengið skýklalyf. Það hefur  ekkert meða það að gera að þau eru bólusett. En ég get vel trúað að heilbrigði þeirra og margra annara barna er að þakka bólusetningum almennt. 

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 18:01:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef séð þetta í umræðunni á facebook líka að börnin sem ekki eru bólusett séu mjög hraust og verði aldrei lasin og það sé óeðlilegt að börn (sem eru bólusett) séu veik 3x á ári.


Ég skil ekki þessa röksemdarfærslu hjá þessu fólki.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 18:27:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mínri sttákar eru allir bólusettir á réttum tímum.....


þeir eru mjög hraustir, yfirleitt eru þeir börnin sem eru einir í leikskólanum því þeir fá hreinlega næstum aldrei eitthvað sem er að ganga

strákamamman;)

chiccolino | 22. feb. '15, kl: 15:41:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sama hér

Tipzy | 21. feb. '15, kl: 18:27:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Sama röksemdarfærsla og hjá fólkinu sem segir það hafi aldrei notað bílbelti sem börn osfrv en er samt á lífi í dag.

...................................................................

dekkið | 21. feb. '15, kl: 19:36:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Svona eins og þegar maður les statusana sem ganga reglulega um FB. ég hjólaði án hjálms, reykt í kringum mig, klifraði og var í engu belti og lifi fínu lífi. Deildu ef þú ert 80 barn....fá grænar þegar ég les þetta

Tipzy | 21. feb. '15, kl: 19:55:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jebb nkl þetta, fæ líka grænar....þeir sem lentu í slysum og voru ekki í belti osfrv lifa ekki fínu lífi.

...................................................................

dekkið | 21. feb. '15, kl: 19:57:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já það gleymist alveg að taka inn í að dauðsföll eða varanleg veikindi eftir bílslysin eða börnin sem slöuðust eða dóu við hitt og þetta eins og nota ekki hjálma. og ég er nokkuð viss að þessar tölur hafa stórbatnað frá þessum tíma

dekkið | 21. feb. '15, kl: 19:35:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

öll mín bólusett. Tvö elstu verða aldrei veik, einu sinni á tveggja ára fresti kannski. Yngsta alltaf veikt meira og minna. Fyrsti veturinn núna sem hún hefur verið laus við lungnabólgur, eyrnabólgur og umgangspestir. sjö níu þrettán. Ef yngsta hefði ekki verið bólusett er ég viss um að hún hefði verið dugleg að næla sér í sjúkdómana sem bólusett er fyrir ef smit væri nálægt henni

Hauksinn | 20. feb. '15, kl: 18:49:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó... Þannig kjaftæði...

fálkaorðan | 20. feb. '15, kl: 19:02:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

holyoke | 20. feb. '15, kl: 19:37:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ætti þroskaþjálfi ekki að vita betur? Ég las ritrýnda grein um að einhverfa væri eitthvað sem byrjar að þróast í móðurkviði og væri gengatengt. Ég skal reyna að finna greinina en hún var nokkuð góð.

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 19:39:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já takk, ég skal eyða öllum prentkvótanum mínum og prenta hana út til að lesa.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

holyoke | 20. feb. '15, kl: 19:42:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

On it :) Versta er að ég var í skólanum í tölvu þar og maaaan ekki hvar ég fann hana. En fer í gagnaleit asap!
Svo er annað. Það fyrsta sem okkur var kennt í sambandi við siðferði í vísindum var að falsa, aldrei, undir nokkrum kringumstæðum gögn! Og hver ætli hafi verið eitt helsta dæmið sem tekið var fram í áfanganum? Jú hann Andrew Wakefield sem falsaði niðurstöðurnar um tengsl á milli bóluefnisins MMR og einhverfu. Hann missti læknaleyfið og sætti þvílíkum sektum og að mig minnir fangelsisdóm (ætla samt ekki að staðfesta það) en ahrifa rannsóknar hans gætir enn :/

Allegro | 21. feb. '15, kl: 14:03:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Einmitt. Þessi grein hefur valdið óbætanlegum skaða þrátt fyrir að margar stórar rannsóknir hafi verið gerðar í kjölfarið sem ekki sýndu fram á tengsl bólusetninga og einhverfu. Greinin þótti mein gölluð og var tekin til baka. 

holyoke | 21. feb. '15, kl: 16:25:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

akkúrat! Ég er að sjá fólk á fb hjá mér kalla þennan mann hetju... ég fæ hnút í magann við að sjá slíka fáfræði :(

holyoke | 21. feb. '15, kl: 16:29:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki að finna þessa grein. Man hun var læst en eg náði að opna hana með hjalp bókasafns skólans.
En man að það var verið að fjalla um að einhverfa tengdist hömlun á flæði seretónin í heila (ef eg man rétt - eitthvað í þá áttina) og að þetta með að einhverfa kæmi fyrst fram um 18mánaða hefði eitthvað með þroska og virkni BBB að gera. Semsagt 0 tenging við MMR

holyoke | 21. feb. '15, kl: 16:30:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og svo kom eitthvað með erfðafræðina að gera í tengslum við bæði seretónin framleiðsluna og Blood Brain Barrier

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 19:39:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og já þroskaþjálfi ætti konan að vita betur

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Kaffinörd | 20. feb. '15, kl: 20:54:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Frekar sorglegt viðhorf hjá þessari konu

Grjona | 21. feb. '15, kl: 07:59:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ekki bara henni, fullt af fólki tekur undir með henni í kommentunum.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Kaffinörd | 21. feb. '15, kl: 10:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og það er árið 2015

littlemary | 20. feb. '15, kl: 21:11:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 23

Ég efast um færni hennar sem þroskaþjálfa fyrst hún gerir sér ekki grein fyrir því að einkenni einhverfu koma oft fram eða uppgötvast um 18 mánaða aldur, hvort sem börnin eru bólusett þá eða ekki. Allavega myndi ég ekki taka það í mál að hún væri að vinna með mín börn eða mitt fólk því hún er ekki starfi sínu vaxin.

chiccolino | 20. feb. '15, kl: 22:49:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er hún ekki titluð sjúkraþjálfi í fréttinni?

HvuttiLitli | 21. feb. '15, kl: 00:07:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jú en segist stuttu síðar vera líka þroskaþjálfi

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Helvítis | 21. feb. '15, kl: 01:00:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég trúi því ekki fyrir fimmaura!

En hey, það er ekki einskorðað við stjórnmálafræðinga að vera ekki starfi sínu vaxnir.

Fokk hvað ég er ekki einu sinni reið yfir þessu viðtali, bara virkilega leið og eiginlega gráti næst.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

HvuttiLitli | 21. feb. '15, kl: 01:01:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei, ég held það sé skynsamlegt að hætta að hlusta á þessa konu. Þetta er alveg agalegt. Og það sem verst er að þessi hræðsla er að aukast. Ég missi stundum trúna á mannkynið.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Helvítis | 21. feb. '15, kl: 01:05:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er þessi kona einhver talsmaður einhvers, eða þú veist, er hún að stunda þennan áróður? (spyr sú sem veit ekki fimmaur).

Það fyrir það fyrsta á ekki að hleypa svona liði í sjónvarpið, hvað þá á fréttatíma, Omega og Ingvi Hrafn mega alveg eiga og halda utan um svona pakk takk pent.

Ég er í alvöru í sjokki yfir að hafa horft á þetta innslag rétt áðan og já, í hvert sinn sem maður fær búst á mannkynstrúna þá er henni baulað niður um leið, nóg er af þessum hálfvitum. (Skv. hversu hræðileg manneskja ég er ætti ég að biðjast afsökunar fyrirfram á orðalagi en mér dettur það ekki til hugar).

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

HvuttiLitli | 21. feb. '15, kl: 01:08:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei, ég hef aldrei séð hana (á skjá) fyrr en núna í þessari frétt. Og já, mér finnst skammarlegt af stöð 2/365 að taka þetta fyrir. ÍNN er betri vettvangur til þess :P

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Helvítis | 21. feb. '15, kl: 01:09:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég vona að þetta sé ekki önnur Ragna í uppsiglingu.

Haha já, ÍNN er vettvangurinn fyrir svona "frétta"flutning, helst með tvöföldum í bollanum.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

chiccolino | 21. feb. '15, kl: 10:19:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ragna tók einmitt ágætis antibólusetningarrant á einhverjum facebookhópnum um daginn, ómæ sko, þannig að hún er nú ekki einu sinni hætt

holyoke | 22. feb. '15, kl: 16:16:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég rakkaði hana pínu niður um daginn í póstum hennar. Ég bara gat ekki setið á mér. Ég titraði af reiði við að sjá hvert innleggið á eftir öðru með antibólusetningaráróðri.

chiccolino | 22. feb. '15, kl: 17:02:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stundum er bara þörf á því, ég hef ekki lagt í hana ennþá, þá fyrst myndi hausinn á mér sennilega springa

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 18:09:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru margar Rögnur í samfélaginu sem taka undir þetta með þeim.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 18:08:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei held hún sé ekki talsmaður einhvers, en það vildi enginn annar tala við frétttstofu af því að þau yrðu bara rökkuð niður og vildu ekki þau viðbrögð.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Helvítis | 21. feb. '15, kl: 00:20:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

WHAT?!

Halló sjónvarp allra landsmanna, vel gert, eða hitt þó heldur!

FOKK!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Efins | 21. feb. '15, kl: 00:22:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Var þetta ekki á Stöð 2? Ekki að það geri fréttaflutninginn eitthvað betri, en það er þó í það minnsta ekki sjónvarp allra landsmanna.

Helvítis | 21. feb. '15, kl: 00:24:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jú sorrí, ég bara einhvernveginn fór í panikástand og sagði þetta.

Er að horfa á viðtalið núna og kræst, þetta er alveg hrikalegt!

Nú kemur enn önnur "elludísarhruna" þar sem ungar mæður láta ekki bólusetja börnin sín.

Mér er flökurt.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Efins | 21. feb. '15, kl: 00:26:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta er skelfilegt. Og verst að þetta kveikir í rugludöllum eins og sést á þráðum kvöldsins.

Helvítis | 21. feb. '15, kl: 00:28:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var nú bara að opna tölvuna svo ég hef ekki fylgst með, en það kemur mér barasta ekkert á óvart, og ímyndaðu þér allar ungu mæðurnar (já og eldri eins og þessi er), sem setja börn sín og annarra í hættu "af því það var sagt mér það".

Ég sver það, á gæti tryllst yfir svona!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Efins | 21. feb. '15, kl: 00:32:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sammála því. Er sjálf að sjá það í mömmuhópum kringum mig að þetta veldur óróa og usla. Flestar virðast reyndar vera nokkuð vel upplýstar, en þetta hefur samt áhrif. Sérstaklega á unga foreldra sem vilja börnunum sínum það besta. Og svo ýtir þetta undir einhverja læknafóbíu, vantraust á heilbrigðiskerfinu í heild og lyfjum sértaklega. 

Helvítis | 21. feb. '15, kl: 00:42:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já akkúrat, svo sér maður alveg greinilega að þetta "fréttainnlegg" endar mjög snöggt svo það væri svo sem ekkert skrítið ef það skildi þessa hópa eftir í lausu lofti og dauðhrædda um barnið sitt.

Það er bara virkilega ámælisvert af Stöð 2 að hafa einu sinni látið sér deta það til hugar að setja svona nokkuð í loftið yfir höfuð!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 21. feb. '15, kl: 00:44:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Plús að ég hugsa að þar sem flestar ungar mæður í dag eru sjálfar bólusettar og sennilega meirihluti alls fólks í kringum þær, þá gera þær sér engan veginn grein fyrir því að bara mislingar og "saklausir" sjúkdómar/vírusar eru mögulega dauðadómur fyrir mörg börn.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helgust | 21. feb. '15, kl: 18:08:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvar vinnur þessi kona!

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 18:23:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fylgdi nú ekki fréttinni

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Abbagirl | 20. feb. '15, kl: 18:44:51 | Svara | Er.is | 3

Já við hjónin vorum gapandi yfir þessari frétt. Við eigum ofurhraust og bólusett börn. Þetta með einhverfuna tók nú alveg steininn úr.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 18:47:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er orðlaus

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Mangan | 20. feb. '15, kl: 18:45:43 | Svara | Er.is | 13

Ég er bara ekki að skilja hvað var verið að hleypa þessari þvælu í fréttirnar og einhverfueinkenni koma oft fram við 18 mánaða aldur kemur bólusetningu ekkert við.

Abba hin | 20. feb. '15, kl: 18:47:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Akkúrat.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Mangan | 20. feb. '15, kl: 18:48:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég meina er hverjum sem er hleypt í fréttirnar með hvaða þvælu sem er?  Skil þetta ekki.

Charmed | 20. feb. '15, kl: 19:20:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Nákvæmlega. dóttir mín sem er greind einhverf var ekki búin að fá þessa MMR sprautu þegar hún missti alla hæfni um 18 mánaða aldur. Það má alveg segja að barnið hafi horfið á viku og orðið óþekkjanlegt þó að í dag hafi hún náð ótrúlegum framförum. En MMR sprautuna fékk hún ekki fyrr en eftir 3 ára og þá var hún komin með einhverfu greiningu.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 19:25:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hverju er þá hægt að kenna um einhverfuna? Að hún var ekki bólusett á réttum tíma? Eða hvað? Þarf ekki að bera ástæða fyrir öllu?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Charmed | 20. feb. '15, kl: 19:28:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Erfðum, eða einhverju öðru. Hún fékk reyndar einhverja flensu þarna á sama tíma og einkennin fóru að vera áberandi kannski bara kenna því um ;)
Eða bara viðurkenna það sem myndir sem eru teknar af henni fyrir 18 mánaða aldur sýna, að einkennin voru komin fram áður en maður var bara ekki að kveikja á perunni.
Ég mun allavega ekki gleypa það að þessi sprauta valdi einhverfu.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 19:32:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en af hverju þarf alltaf að finna blóraböggul? Það er ekki eins og þú getir sótt þér bætur fyrir þetta. Nema kanski nágrannann sem s,itaði hana af flensunni.

Já einkennin eru komin fyrr en verða svo augljós á þessum aldri. Á sjálf einn á einhverfurófinu svo ég þekki Þetta og var byrjuð að tala um þetta og vildi greiningu en krakkinn var bara svolítið spes svo það þótti ekki réttlætanlegt að borga fyrir greiningu á krakkanum.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Leiga111 | 20. feb. '15, kl: 20:14:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hehehehe spurning hvort að Charmed eigi að fara í mál við nágrannann sinn á þeim tíma fyrir að smita barnið af flensunni :P

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

Ziha | 20. feb. '15, kl: 20:19:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég tók einmitt eftir að minn var "öðruvísi" strax rétt eftir eins árs aldurinn.  Hann fékk reyndar bara misþroskagreiningu í upphafi en svo einhverfu 15 ára.  Það sem var mest áberandi voru undarlegar handahreyfingar (hann sveiflaði höndunum t.d. mikið þegar hann hljóp), það var mjög erfitt oft að ná sambandi við hann og oft dugði bara líkamleg snerting til að ná athygli hans og svo benti hann aldrei...... 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Charmed | 20. feb. '15, kl: 20:37:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það þarf einmitt ekki að finna blóraböggul, meina krakkinn verður ekkert minna einhverfur fyrir vikið ekki satt ;)

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Louise Brooks | 21. feb. '15, kl: 01:28:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég sá einhverfueinkennin hjá mínum dreng löngu fyrir eins árs aldur því að hann blakaði svo svakalega höndum og svo þoldi hann svo illa alla nánd og augnsambandið var alveg smá tíma að koma. Í 18 mánaða skoðuninni var okkur hreinlega vísað á þroska og hegðunarstöð vegna þess hvað hann var eftir á í þroska. Það var mér alveg augljóst mjög snemma að hann væri a.m.k. á rófinu. 


Eftir að fá enga aðstoð frá kerfinu í ca 4 ár þá endaði ég með hann í greiningu á stofu úti í bæ og hann svoleiðis flaug í gegnum greininguna og jaðrar við að vera með ódæmigerða einhverfu (er greindur með einhverfurófsröskun). Hann var staðsettur alveg á jaðrinum við ódæmigerða einhverfu en þar sem að fagfólk dregur alltaf úr frekar en að ýkja að þá fékk hann vægari greininguna. Núna í síðustu viku var ég með hann hjá Steingerði og skilaði inn adhd lista. Þar skoraði hann langt yfir viðmiðunarmörkum svo að hann er að fara á lyf aðeins 6 ára gamall. Þroskaþjálfinn sem hefur verið mér innan handar í öllu þessu ferli er sérhæfð í einhverfurófsröskunum og hún myndi ekki eiga orð yfir ruglið sem kemur út úr þessari konu.

,,That which is ideal does not exist"

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 18:11:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og börnin hennar Edeliu (heitir hún það ekki) mamman sem á öll einhverfu börnin.  Minnir að börnin hennar hafi verið búin að fá greiningu áður en þau fengu bólusetninguna.




Auðvitað eru einhver börn þarna úti sem mega ekki fá þessar bólusetningar eða bara bólusetningar yfirhöfuð og ég skil það alveg.  En þetta er út í hróahött hvernig fólk lætur með svona fáfræði í dag.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

dísadísa | 21. feb. '15, kl: 18:50:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já og þessvegna er ennþá mikilvægara að allir sem mögulega geta láti bólusetja sig, til þess að vernda þá sem ekki geta það. Þó að óbólusett barn sé kannski rosalega hraust og verði aldrei veikt getur það samt orðið smitberi fyrir einhvern annan sem er með veikara ónæmiskerfi og höndlar þessa sjúkdóma alls ekki.

Louise Brooks | 21. feb. '15, kl: 19:30:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega!

,,That which is ideal does not exist"

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 19:33:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Strákurinn minn á rófinu hefur verið með einkenni alveg frá fæðingu... þannig einkenni að lítt kunnugir "giskuðu" á það þegar hann var bara nokkurra mánaða. En jú, pottþétt sprautan...

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 19:34:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pottþétt

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Helgust | 21. feb. '15, kl: 18:17:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

trúir fólk því virkilega að barnið hafi verið sprautað "með einhverfu"? 

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 18:23:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já það er til fólk sem að trúið því virkilega

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Helgust | 21. feb. '15, kl: 18:39:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

heilbrigðismenntað fólk?
Shit, þá kýs ég frekar manneklu en svona fólk við störf.

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 18:41:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Ég hef unnið með konu sem sagðist vera næstum því læknir.  Konan var menntuð sem sjúkraliði og leikskólakennari og það gerði hana, að hennar mati, að næstum því lækni

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

assange | 21. feb. '15, kl: 19:04:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha

Helgust | 21. feb. '15, kl: 21:13:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei andskotinn

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 21:14:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sjitt

strákamamman;)

Helgust | 21. feb. '15, kl: 21:17:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún vann á greiningastöðinni :/

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 21:21:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei nei nei nei nei 

strákamamman;)

Helgust | 21. feb. '15, kl: 21:24:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hún segir fyrst að hún hafi bara fengið góð viðbrögð við þessu og síðar í viðtalinu að hún pósti þessu ekki á fb því þá komi árásir... hrollur.

Rauði steininn | 22. feb. '15, kl: 21:23:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er gott að hún sé ekki að vinna þar lengur.

chiccolino | 20. feb. '15, kl: 19:30:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það hefur pottþétt bara verið tilhugsunin um MMR sprautuna sem ýtti henni fram af brúninni, alveg pottó! En svona í alvörunni, mér finnst magnað að fólk trúi þessu rugli ennþá, verð bara bandhoppandibrjáluð

Leiga111 | 20. feb. '15, kl: 20:12:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nákvæmlega varð einmitt hugsað til hennar þegar ég var að pirra mig á þessari heimsku umræðu í gær á Facebook

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

staðalfrávik | 21. feb. '15, kl: 18:23:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Einhverfi sonur minn var líka óbólusettur fyrir MMR þegar hann fór að sýna einkenni. Hann hafði verið svo veikur að það þurfti að fresta henni um alveg nokkra mánuði. Hann er nú bara fullkominn eins og hann er, þó hálf ólæs og skrifandi er hann búinn að kenna sjálfum sér eitt erlent tungumál og er að læra annað. Er 12 ára. Svo er ég eiginlega bara forviða, hvernig dettur konunni í hug að setja ungbarnið mitt óbólusett í hættu? Og bara öll önnur börn sem treysta á hjarðónæmi?

.

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 18:28:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

stjúpsonur minn einmitt sýndi einkennia lveg frá bara 3-4 mánaða.....  engin sprautaði hann með einhverfu

strákamamman;)

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 18:35:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gæti hafa smitast með kynlífi ykkar foreldranna

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

alboa | 22. feb. '15, kl: 17:18:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ojjj Steina. Foreldrar gera ekki solleiðis!!!!


kv. alboa

Rauði steininn | 22. feb. '15, kl: 21:24:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég ætla að vona að stjúpsonurinn hafi ekki smitast við kynlíf strákamömmu og pabba stráksins :)

strákamamma | 22. feb. '15, kl: 21:31:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sjitt...smitaðist hann af einhverfunni eða hvað?   fokk...  en hey...hvorugt okkar er einhverft samt...

strákamamman;)

Leiga111 | 20. feb. '15, kl: 20:11:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ég er svo hneiksluð að það sé verið að leyfa svona hræðsluáróðra.
Hvernig er það fyrir nýburamæður að hlusta á svona.
veit að ef ég væri nýburamamma þá myndi ég vera þvilíkt hrædd við allan þennan áróður

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

Charmed | 20. feb. '15, kl: 20:38:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Skreamer | 20. feb. '15, kl: 20:57:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Ef ég væri nýburamamma þá væri ég nú bara þvílíkt hrædd um að barnið mitt mundi smitast af mislingum af eldra óbólusettu barni.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

hanastél | 20. feb. '15, kl: 21:08:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég þekki nokkrar mæður ungra barna (undir 18 mánaða) sem eru einmitt mjög hræddar um þetta.

--------------------------
Let them eat cake.

Skreamer | 20. feb. '15, kl: 21:16:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki hissa.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Unbeliever | 21. feb. '15, kl: 08:29:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 17

Ég á einmitt óbólusett barn á fyrsta ári og bý í landi þar sem geisar mislingafaraldur (nýlega mættur á svæðið þar sem ég bý), þökk sé öllum foreldrunum sem bólusetja ekki börnin sín. Eigum við eittthvað að ræða það hvað ég er brjáluð?

ert | 21. feb. '15, kl: 13:44:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já en börnin hafa svo gott af því að fá þessa sjúkdóma á eðlilegan hátt ;)
Vonandi sleppið þið!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

hanastél | 21. feb. '15, kl: 13:48:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fokk! Vonandi sleppið þið.

--------------------------
Let them eat cake.

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 18:12:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ferðu nokkuð út úr húsi?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Ziha | 21. feb. '15, kl: 19:42:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, ég held að ég myndi bara einangra mig..... :-/

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

staðalfrávik | 21. feb. '15, kl: 19:44:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algerlega! Ég er hrædd um þetta bara hérna heima.

.

staðalfrávik | 21. feb. '15, kl: 18:25:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nú bara skíthrædd takk fyrir. Prumpustrumpur er 8 vikna.

.

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 18:29:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef einmitt verið að spá í þetta....  


ég á að eignast minn orm í lok júlí byrjun ágúst og svo eiga tveir stóru bræðranna afmæli í lok agúst....  þá verður afmæli.  Er það slæmt að biðja fólk að koma ekki með börnin sín ef þau eru óbólusett þegar maður er með óbólusett ungbarn á heimilinu?

strákamamman;)

staðalfrávik | 21. feb. '15, kl: 18:47:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

10 ára strákurinn gat ekki fengi afmæli á réttum tíma því ég var á steypinum. Mjög miklir fyrirvaraverkir og svona þannig að við pabbi hans sömdum um að hann fengi Lazer tag afmæli í janúar sem pabbi hans og frænka sáu bara um. Ekki af því ég hafði áhyggjur af drepsóttum heldur almennum pestum og þá var  að auki alls ekki víst að ég gæti brjóstfætt.

Mikið vona ég að allt sé gott  að frétta af þér og barninu. Hlýjar hugsanir <3

.

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 19:07:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

takk :)    en við fengum útúr öllum prófum og mælingum og allt lítur mjög vel út :)    

strákamamman;)

staðalfrávik | 21. feb. '15, kl: 19:08:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikið er ég glöð að heyra. Innilegar hamingjuóskir.

.

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 19:09:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk :)

strákamamman;)

dísadísa | 21. feb. '15, kl: 18:53:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það alls ekki slæmt. Hefði kannski hljómað skringilega fyrir 5 árum en núna þegar allskonar sjúkdómar eru farnir að poppa upp aftur þá finnst mér það bara eðlilegt.

holyoke | 22. feb. '15, kl: 16:28:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Mér finnst ekki slæmt að biðja fólk um það. Mamma mín fæddist heyrnarlaus og vegna þess að amma var með rauðu hundana þegar hún gekk með hana.
Ég er sjálf heyrnarskert og það háir mér í daglegu lífi. Ég stunda háskólanám og gengur mér vel en ég þarf að hafa verulega mikið fyrir því og kostnaðurinn af því að geta verið í heimi hinna heyrandi er gífurlegur. Meðan jafnaldrar mínir kaupa sér nýjar tölvur þá er ég að borga af 500 þúsund króna heyrnartækjum svo ég geti unnið vinnuna mína og stundað mitt nám. Stundum bila tækin og tekur tíma að fá þau löguð, þá er ég á milli tveggja heima, hvorki heyrnarlaus né heyrandi.
En af öllu sem getur skeð þá er heyrnarleysi/skerðing ekki slæmt miðað við það sem gæti gerst. Svo nei, mér finnst það ekki grimmd að forðast óbólusett börn og held ég haldi mig við það í framtíðinni.

Helvítis | 21. feb. '15, kl: 01:01:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmfökkínglega!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Abba hin | 20. feb. '15, kl: 18:47:43 | Svara | Er.is | 5

Ég slökkti á sjónvarpinu þegar ég sá þetta, ég verð svo ógeðslega reið að svona kjaftæði sé matað ofan í þjóðina!

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 18:48:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og svo koma rökin "ekki segja mér þetta kjaftæði að einhverfa komi fram um 18 mán aldurinn"

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

nóvemberpons | 20. feb. '15, kl: 18:53:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

:O Orðlaus

4 gullmola mamma :)

ingbó | 20. feb. '15, kl: 18:48:03 | Svara | Er.is | 1

Óhugnanlegt að það skuli færast í vöxt að fólk sleppi bólusetningum. Held að fólk hafi ekki hugsað málið í raun til enda.  Og þetta einhverfukjaftæði - bólusetningin sem átti að valda henni er  gerð þegar börn eru um 18 - 24 mánaða og það er einmitt á þeim aldri sem fyrstu einkenni einhverfu koma oft í ljós. Fávísa fólk sem tekur hættuna á alvarlegum sjúkdómum algjörlega að óþörfu.  

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 18:53:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og svo er byrjað að röfla sé ég yfir því að bólusetningarnar dugi bara í x mörg ár. Af hverju eru þá ekki allir búnir að fá mislinga og allt þetta sem bólusett er fyrir? Gæti verið að við myndum sjálf mótefni á þessum árum sem bólusetningin virkar?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

QI | 20. feb. '15, kl: 19:03:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

rámar í einhverjar fréttir frá finnlandi...... man ekki, en að ónæmiskerfið veikist í bómul,,,,, :   = ágætt fyrir krakka að éta kattasand af og til.....:)

.........................................................

Ziha | 20. feb. '15, kl: 19:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekkert voðalega langt siðan farið var að bólusetja gegn mislingum held ég (hérna á Íslandi)... þangað til fengum við flest mislinga.  


Svo mótefnið ætti að vera virkt ennþá fyrir þá sem fengu hana eða í fyrsta lagi að detta út nuna.  


Svo er það náttúrulega staðreyndin að mislinga hafa bara yfirleitt ekkert verið að ganga..... og hitt sem bólusett er fyrir (flestallt) og þá smitast maður auðvitað ekkert.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

ingbó | 20. feb. '15, kl: 19:42:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mislingar hafa ekkert verið að ganga - kannski vegna þess að það er bólusett fyrir þeim og hefur verið í talsverðan tíma - í yfir 20 ár ef ég man rétt.  Það urðu margir gífurlega veikir af mislingum og langtímaafleiðingar voru víst mun meiri en maður vissi hér áður fyrr.

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 19:44:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn elsti er bólusettur við mislingum og verður 27 ára á þessu ári

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Ziha | 20. feb. '15, kl: 19:50:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hann var samt ekkert bólusettur strax var það?  Minn var það ekki.. (er jafngamall).  eða ekki minnir mig það.... Man að ég fann upplýsingar um þetta einhverntímann en ég finn það ekki nuna.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 19:52:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég man ekki hvenær er bólusett eða á hvaða aldri

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 19:50:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er *hóst* 39 ára og ég man að þegar ég var 12 ára þá var tékkað á öllum stelpum í árgangnum hvort þær væru með mótefni við mislingum og ef ekki voru þær sendar í sprautu. Það hlýtur að vera ca. þá sem farið var að bólusetja, þ.e. 1988. Sem passar einmitt við aldur stráksins þíns :D

Ziha | 20. feb. '15, kl: 19:56:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei, rauðir hundar.... 


Þetta var bara gert fyrir rauða hunda.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 19:57:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ah... rétt, eheheh :)

Ziha | 20. feb. '15, kl: 19:58:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rosalega margir sem rugla þessum 2 saman... þú ert ekki sú eina.. :oP

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 20:00:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjúkket :p

Ziha | 20. feb. '15, kl: 19:57:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

s.s. tékkað á stelpunum um 12 ára.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

staðalfrávik | 21. feb. '15, kl: 18:27:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og svo er tékkað aftur ef við verðum ófrískar.

.

Ziha | 21. feb. '15, kl: 19:43:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm... í hvert skipti!  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Rara | 20. feb. '15, kl: 19:58:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu ekki að rugla saman við rauða hunda?

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 19:59:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Júbb *roðn*

A Powerful Noise | 20. feb. '15, kl: 20:40:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég man einmitt vel eftir þessari sprautu, var einmitt ekki með mótefni gegn rauðu hundunum, svo var tjekkað hvort ég væri með mótefni gegn rauðu hundunum þegar ég var ólétt og það reyndist ekki vera. Þannig ég held að ég sé bara ónæm gegn rauðu hundunum. Búin að fá 3 sprautur og mynda ekki mótefni. 

__________________________
Pay no attention to the faults of others,
things done or left undone by others.
Consider only what by oneself is done or left undone.

Ziha | 20. feb. '15, kl: 20:43:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég og systir mín vorum báðar með ónæmi án þess að hafa fengið rauða hunda..... svo það er greinilega allt til.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

dekkið | 20. feb. '15, kl: 21:53:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eg fór í tjékk varðandi ónæmi fyrir rauðu hundum. Aldrei fengið þá en þurfti ekki bólusetningu.

Lilith | 21. feb. '15, kl: 10:10:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er fædd 1970 og er bólusett fyrir mislingum. Bróðir minn er fæddur 1969 og var ekki bólusettur og fékk einmitt mislinga þegar hann var líklega um 6 ára.

Blah!

Charmed | 21. feb. '15, kl: 14:29:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hmmm?
Var farið að bólusetja fyrir mislingum þegar við vorum litlar? er fædd 1975.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Lilith | 21. feb. '15, kl: 14:34:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebb, greinilega.

Blah!

Charmed | 21. feb. '15, kl: 14:43:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe þá er einum sjúkdómi minna sem ég þarf að hafa áhyggjur af ;)

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Lilith | 21. feb. '15, kl: 14:46:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Well, bólusetningarnar voru nú eitthvað stopular til að byrja með, er ekki alveg viss hvenær það var farið að bólusetja alveg reglulega alla.

Blah!

Skreamer | 21. feb. '15, kl: 16:05:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bóluefnið kom hingað fyrst 1967 að mig minnir en almenn bólusetning á tveggja ára börnum hófst 1976, sama ár og ég fékk mislinga.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

ingbó | 21. feb. '15, kl: 19:53:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er mjög trúlega rétt, var alla vega byrjað í kringum 1980  því börnin mín voru bólusett gegn mislingum. Ég var gífurlega fegin að sú bólusetning var komin. Ég fékk sjálf mislinga sem krakki og varð mjög veik og lengi rúmföst.

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 18:16:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú er ég fædd 1967 og þann 30/9 1970 fékk ég mislingabólusetningu.  Er að skoða heilsufarskortið mitt

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Grjona | 21. feb. '15, kl: 18:19:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heyrðu, þetta er inn á island.is, er það ekki?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

dekkið | 21. feb. '15, kl: 19:40:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða aldur er miðað við? Kemur bara hjá mér uppl. vantar. er fædd 83

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 19:50:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bæði yngri börnin mín eru með fullt hús upplýsinga og þau eru fædd 1998 og 2000.  Eldri börnin mín eru ekki inni hjá mér lengur þar sem þau eru fædd 1988 og 1989 svo ég sé það ekki.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Grjona | 21. feb. '15, kl: 22:20:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit það ekki.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 21. feb. '15, kl: 18:20:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ, ekki hjá mér, ég er of gömul :(

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 18:27:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já er ekki þar inni hjá mér heldur

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

dísadísa | 21. feb. '15, kl: 18:55:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekkert mjög gömul en það eru samt bara upplýsingar um eina bólusetningu hjá mér, vitiði hvort það er hægt að fá þessar upplýsingar einhversstaðar? Er ekki talað um að það þurfi að láta endurbólusetja sig á 10 ára fresti eða svo?

Grjona | 21. feb. '15, kl: 18:57:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta hlýtur að vera til á heilsugæslunni. Vonandi. Jú, eitthvað þarf að endurnýja, kann ekki hvað og hvað ekki.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

dísadísa | 21. feb. '15, kl: 18:58:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einmitt, ég er heldur ekki með á hreinu hvað það er sem þarf að láta endurnýja. Ætla samt að hafa samband við heilsugæsluna og fá þá þær sprautur sem vantar upp á hjá mér, ég vil alls ekki vera mögulegur smitberi fyrir sjúkdóma og smita einhvern sem getur ekki látið bólusetja sig.

Grjona | 21. feb. '15, kl: 19:13:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stífkrampi allavega, veit það fyrir víst. Þegar ég fékk sprautu fyrir nokkrum árum þurfti ég að fá þrjár sprautur með visst löngu millibili vegna þess að að það var svo langt síðan síðast.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 19:35:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og lifrarbólgu B bólusetningu þarf að endurnýja á 10 ára en hún er ekki inn í þessum grunn bólusetningum.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 19:38:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta fann ég á netinu


Hversu langa vörn veita bólusetningarnar?

Eftir að allri áætluninni hefur verið fylgt eftir fæst vörn gegn:

  • barnaveiki og stífkrampa í að minnsta kosti 10 ár og hugsanlega lengur
  • kíghósta, í að minnsta kosti 3 ár, en það er ekki fullljóst enn
  • heilahimnubólgu af bakteríunni hemophilus influenzae í b flokki, (langvarandi vörn)
  • mænuveiki, (ævilöng vörn)
  • mislingum, hettusótt og rauðum hundum, (ævilöng vörn).

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

dísadísa | 21. feb. '15, kl: 19:55:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er ekki langt síðan ég fékk hana, kannski 6-7 ár

donaldduck | 20. feb. '15, kl: 23:00:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eg er 45 og fékk mislinga í 14 ára

Lilith | 21. feb. '15, kl: 10:12:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fædd/ur 1969?

Blah!

donaldduck | 21. feb. '15, kl: 10:59:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

70

Ziha | 20. feb. '15, kl: 19:44:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var einmitt að tala um það... að mislingar hafi ekkert verið að ganga frekar en hitt sem bólusett er fyrir!   Og já, í allavega 20 ár, minnir að mmr hafi verið gefið í um 15-20 ár.. ef ég man rétt, því stóru strákarnir mínir voru orðnir svolítið stálpaðir þegar þeir fengu það.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Skreamer | 20. feb. '15, kl: 20:58:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er kominn upp faraldur í Bandaríkjunum og þetta er svo bráðsmitandi að hálfa væri nóg.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

svarta kisa | 21. feb. '15, kl: 00:14:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er 35 ára og er bólusett gegn mislingum svo þetta hefur verið gert í allan þann tíma a.m.k.

Unbeliever | 21. feb. '15, kl: 08:35:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég held að það passi nefnilega. Ég er rúmlega fertug og með síðustu árgöngunum sem voru ekki bólusettir. Fékk hins vegar MMR bóluefnið fyrir nokkrum árum, var skilyrði fyrir græna kortinu í USA.

Grjona | 21. feb. '15, kl: 09:12:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var gerð rassía að mig minnir ca 1974, og þá voru börn og fullorðnir bólusettir. Mig minnir að ég hafi farið þá með foreldrum mínum og föðurbróður. Mig minnir endilega að þetta hafi verið mislingabólusetning.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Unbeliever | 21. feb. '15, kl: 12:48:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hmm, ég er reyndar fædd 1974 og var ekki bólusett. Það gengu síðan mislingar eitt árið þegar ég var kannski 2-3 ára og margir krakkar í götunni minni fengu þá, ég slapp samt.

Grjona | 21. feb. '15, kl: 13:22:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég man þetta ekki alveg, man ekki hvað ég var gömul og er ekki 100% viss um hvort þetta var mislingasprauta eða eitthvað annað en ég man eftir að hafa farið í einhverja sprautu með fullorðna fólkinu og minnir endilega að það hafi verið mislinga.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Allegro | 21. feb. '15, kl: 13:46:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gæti verið að þú hafir rétt verið á mörkunum. Það var byrjað markvist að bólusetja 2 ára börn hér á Íslandi 1976. Ég var ekki bólusett þá en var bólusett þegar ég var orðin eitthvað eldri.
Ég held að það hafi verið farið að bólusetja fyrir mislingum hér í kringum 1960.

Grjona | 21. feb. '15, kl: 15:02:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er möguleiki að þetta hafi verið svona á höfuðborgarsvæðinu en byrjað seinna út á landi?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

veg | 21. feb. '15, kl: 16:09:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er fædd 67 og fékk mislinga 3 ára, og varð víst alveg fárveik. Við vorum þá í reykjavík.

Grjona | 21. feb. '15, kl: 16:12:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er fyrir þennan tíma sem við erum að tala um. Ömurlegt ef fólk skilur ekki áhættuna sem það er að taka fyrir hönd annars fólks þegar það ákveður að láta ekki sprauta börnin sín :(

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 18:17:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bjó úti á landi og fékk mislingabólusetningu 1970

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Grjona | 21. feb. '15, kl: 18:25:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Út á landi? Hvar?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 18:29:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bjó í afdalasveit í Hvalfirðinum sem fékk ekki sjálfvirkan síma fyrr en 1980 og eitthvað.  


En reyndar tilheyrðum við Mosfellsbæ svo ég fór þangað í allar bólusetningar.  En það hét reyndar Mosfellssveit þá og var hálfgerði sveit

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Grjona | 21. feb. '15, kl: 18:46:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

pffff, það er ekki alvöru út á landi!

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 18:47:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei fyrirgefðu, Suðurnesin eru meira úti á landi heldur en það.


En svona í alvöru að sveitarfélag svona stutt frá Reykjavík var alltaf síðasta sveitarfélagið til að fá þetta og hitt, alveg merkilegt

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Grjona | 21. feb. '15, kl: 18:48:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kom ekki sjálfvirkur sími í minn afdal fyrr en áttatíuogeitthvað.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 18:53:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

1983-1984 minnir mig en ég var þá 16 ára

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Grjona | 21. feb. '15, kl: 19:01:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

amm, eitthvað svipað heima, man ekki nákvæmlega hvaða ár.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Skreamer | 21. feb. '15, kl: 00:24:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir eru að ganga í BNA núna.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Lilith | 21. feb. '15, kl: 10:12:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að verða 45 ára og ég er bólusett fyrir mislingum. Líklega verið með fyrstu árgöngunum, því bróðir minn sem er ári eldri var ekki bólusettur.

Blah!

donaldduck | 21. feb. '15, kl: 11:01:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eg er 70 og á broðir 72 og við fengum bæði mislinga, sama haustið. mamma hefur sagt með að bróðir minn hafi sloppið vel en ég hafi verið nokkrum klst frá því að vera flutt á sjúkrahúsið. 

Charmed | 20. feb. '15, kl: 20:40:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ein af þessum sem fékk enga barnasjúkdóma svo ég vil helst hafa hjarðónæmið sem mest, langar ekkert að smitast af einhverjum barnasjúkdóm.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Ziha | 20. feb. '15, kl: 20:45:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu tékkað á því hvort þú hafir fengið t.d. mislingabólusetninguna?  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Charmed | 20. feb. '15, kl: 20:47:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já á að geta fengið allar þessar bólusetningar, líka fyrir hlaupabólu, en hef verið smeyk við að fara þar sem ég er með sjálfsónæmi og veit ekki hvernig líkami minn myndi bregðast við.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Ziha | 20. feb. '15, kl: 20:50:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ah... það er kannski svolítið flókið ... hvernig bregstu yfirleitt við bólsetningum?  Hefurðu fengið t.d. flensubólusetningu nýlega?  



-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Alpha❤ | 20. feb. '15, kl: 20:55:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig sjálfsónæmi? ef ég má spyrja

Charmed | 20. feb. '15, kl: 20:57:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lúpus

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Alpha❤ | 20. feb. '15, kl: 21:07:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

o ég skil. Hefur eitthvað verið talað um að þetta getur verið slæmt fyrir fólk með sjálfsonæmi? ég er með tvo svoleiðis sjúkdóma. Eða ég held að annar þeirra sé það

Charmed | 20. feb. '15, kl: 21:31:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki svo ég viti, bara óþarfa hræðsla í mér.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Skreamer | 20. feb. '15, kl: 21:00:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjálfsofnæmi persé er ekki ástæða til að fara ekki í bólusetningu, hins vegar ef þú ert í ónæmisbælingu vegna þess þá máttu ekki fá lifandi bóluefni...þar með mislingabóluefni.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 21:05:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stelpan mín er á ónæmisbælandi lyfjum og hefur farið í þrjár flensusprautur, eins og læknirinn hennar mælti eindregið með. Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hvernig það bóluefni er...

Skreamer | 20. feb. '15, kl: 21:07:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Inflúensubóluefni er ekki lifandi bóluefni...veit þetta vegna þess að ég er ónæmisbæld og þarf að passa upp á þetta.  Það virkar mögulega síður hjá ónæmisbældum en þó eindregið mælt með því að þiggja slíka bólusetningu.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 21:08:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hlaut að vera. Treysti lækninum bara alveg og var ekkert að dobbúltékka þetta sérstaklega ;)

nóvemberpons | 20. feb. '15, kl: 21:07:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki lifandi held ég :) mínir eiga að fara í flensu og mega ekki fá lifandi heldur

4 gullmola mamma :)

Alpha❤ | 20. feb. '15, kl: 21:33:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað er ónæmisbæling? aldrei heyrt þetta:/

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 21:39:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ofnæmi er OF næmt ónæmiskerfi... þ.e. það ræðst ekki bara á bakteríur/vírusa heldur líka á t.d. frjókorn því það "heldur" að þau séu óvinveitt. Í sjálfsofnæmi þá ræðst ónæmiskerfið á frumur líkamans, sem er kind of slæmt... og það þarf að láta það slaka á, bæla það niður, með ónæmisbælandi lyfjum, svo það rústi ekki öllu draslinu.

Alpha❤ | 20. feb. '15, kl: 21:43:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ó ég skil. takk :) 
hvaða lyf eru ónæmisbælandi? 

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 21:56:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

T.d. Imurel (azathioprin), sem stelpan mín er á, cyklofosfamíð (sem hún var á) og metotrexat (sem var rætt um að hún færi á upphaflega).

Alpha❤ | 20. feb. '15, kl: 21:43:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er að pæla hvort ég kannast við þau því ég er líka með ónæmissjúkdom 

Skreamer | 20. feb. '15, kl: 21:53:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

hillapilla útskýrir þetta mjög vel.  Ég er með sjálfsofnæmi og eina leiðin til að stoppa líkamann minn frá sjálfseyðingu er að bæla niður ónæmiskerfið.  Sem þýðir um leið að ég er í meiri hættu en aðrir að ná mér í smitsjúkdóma og að þeir eru hættulegri fyrir mig en heilbrigt fólk því að líkaminn minn berst síður gegn þeim.   Dæmi, ég er orðin mjög veik áður en ég fæ hita.  Ég er í aukinni hættu með að fá lungnabólgu upp úr kvefi og svo framvegis.

Ef ég er bólusett með lifandi bóluefni eru allt eins líkur á því að það smiti mig en verji mig ekki.

Ég var sem dæmi höfð á breiðvirkum sýklalyfjum í fimm mánuði á meðan ég var í kröftugri ónæmibælingu og með tvær sýkingar í gangi sem sýklalyfin réðu alls ekki við.

Ónæmisbælingin gekk mjög illa hjá mér þar sem ég þoldi lyfin mjög illa og er núna á lyfi sem virkar vel en miklar líkur á því að það geti hætt að virka einn daginn.  Ónæmisbælingarlyf geta valdið miklum aukaverkunum, sem dæmi valdið miklu álagi á lifur og nýru, hækkað blóðþrýsting og haft víðtæk áhrif á andlega heilsu.  Ég fékk öll þesi einkenni.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Alpha❤ | 20. feb. '15, kl: 22:04:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff svakalegt :S

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 22:05:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stelpan var einmitt á fyrirbyggjandi sýklalyfjum fyrstu mánuðina af ónæmisbælingunni. Svo fékk hún ristil. Aðrar aukaverkanir voru örugglega allar vegna steranna og hún fékk þær "allar". Sterarnir hafa minnkað niður í næstum ekki neitt og ónæmisbælingin er alltaf minni og minni því hún er að stækka en skammturinn ekki (og það var skipt yfir í "skárra" lyf þarna eftir fyrstu mánuðina). Hún er allavega laus við allar sjáanlegar/mælanlegar aukaverkanir núna, sem betur fer.

Skreamer | 20. feb. '15, kl: 22:17:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já eins osom og sterar eru þá skemma þeir bara helling.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 22:19:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mhm.

nóvemberpons | 21. feb. '15, kl: 13:58:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sterar eru djöfulsins ógeð. 

4 gullmola mamma :)

Skreamer | 20. feb. '15, kl: 20:58:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fékk mislinga sama ár og byrjað var að bólusetja almennt við mislingum.  Það var árið 1976.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Skreamer | 21. feb. '15, kl: 00:38:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er farinn af stað mislingafaraldur í BNA einmitt vegna þess að sum börn eru ekki bólusett.  Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og stórhættulegur.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Helvítis | 21. feb. '15, kl: 00:47:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit um mjög nýlegt berklatilfelli.

Yfirleitt myndar líkaminn mótefnið gegn vírusnum þegar hann vinnur á honum ef hann getur það þ.e.a.s.

Eðlilega eru sjúkdómar og vírusar sem meirihluti þjóðarinnar eru bólusettir fyrir ekki að ganga, en með áframhalandi áróðri horfum við fram á hugsanlegan faraldur, svo og ungbarnadauða.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

staðalfrávik | 21. feb. '15, kl: 18:26:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Að eiga einhverft barn er ekkert það versta í heimi sko. Hann er lifandi, heilbrigður og yndislegur. Skemmtilegur og flottur.

.

Grjona | 21. feb. '15, kl: 18:29:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert að lýsa einhverfa vini mínum. Einum af þeim ;)

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 21. feb. '15, kl: 18:30:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þ.e. ég á nokkra svona.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

staðalfrávik | 21. feb. '15, kl: 18:50:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég líka. Stórkostlegir krakkar. Myndi sko alls ekki vilja að hann væri neitt öðruvísi.

.

Grjona | 21. feb. '15, kl: 18:52:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil þig svo vel :)

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 19:09:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nkl....   skil oft ekki þessa biturð og þörf fyrir að kenna einhverju um...


það er vitað að þetta erfist eins og svo margt annað og engin getur valið hvað börnin manns erfa frá manni...svona er bara lífið

strákamamman;)

staðalfrávik | 21. feb. '15, kl: 19:30:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég gæti trúað að ég sé sjálf á rófinu. Var alltaf rosalega skrítinn krakki og ennþá frekar skrítin í marga staði.

.

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 19:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

enda eru ótrúlega margir fullorðnir í dag ógreindir, 


Ég held að það hafi ALLTAF verið til fólk á rófinu...alveg eins og það hafi ALLTAF verið til fólk með ADHD.  Það á að vera til fólk með þessi "frávik" mannskepnan þarf mismunandi týpur....bæði skrítnar og hæper og allt þar á milli :P

strákamamman;)

Trunki | 21. feb. '15, kl: 19:25:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Óskiljanlegt að sumir séu hræddari við einhverfu heldur en þessa sjúkdóma sem verið er að bólusetja fyrir.

___________________________________________

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 19:31:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er einmitt eitthvað sem ég skil ekki....

strákamamman;)

staðalfrávik | 21. feb. '15, kl: 19:33:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já algerlega. Hann á alla möguleika á að verða mjög hamingjusamur og þetta er rosalega skemmtilegt, reyndar oft erfitt verkefni líka, að eiga svona barn. Mér finnst líklegt að hans líf verði alltaf frekar frábrugðið, hann getur ekki valið sér vinnu og nám í framtíðinni nema út frá eigin styrkleikum.  Sem reyndar eru rosa sterkir.

.

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 19:38:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

sko....ef ég gæti tekið þitt viðhorf gagnvart þínum einhverfa dreng.....og sprautað því inní blóðmóður sonar míns...þá væri ekkert vandamál hjá okkur með okkar einhverfa barn :)


Best þegar fólk fær að vera eins og það er og fær jafnframt stuðningin sem það þarf til þess að líða vel og ná ða blómstra

strákamamman;)

staðalfrávik | 21. feb. '15, kl: 19:39:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heldurðu að viðhorf hennar til bólusetninga myndi leyfa það? :)

.

staðalfrávik | 21. feb. '15, kl: 19:40:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Annars er nóg viðhorf til að deila, meira en nóg.

.

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 19:42:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hennar barn er alveg bólusett....  fylgt prógramminu alveg fullkomlega.     hún ætlar bara ekki að barnið sé einhverft... ég hefði átt að taka vídjó af honum í gær þar sem ég fylgdist með honum leika sér í kringum hina krakkana á leikvellinum í skólanum

strákamamman;)

staðalfrávik | 21. feb. '15, kl: 19:51:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ójæja, gott allavega að þið þurfið ekki að takast á um bólusetningar við hana ofan á allt hitt.

.

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 19:52:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já jemin....  það væri slæmt :)     

strákamamman;)

Gulrót | 21. feb. '15, kl: 23:47:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Garg skrollmínus... er hætt að fara á bland í símanum.

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 23:49:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hehehe....   smá skondið ef þú hefðir ekki sagt neitt...ég hefði pælt smá.. "hvernig gat þetta móðgað einhvern"   :P

strákamamman;)

Gulrót | 21. feb. '15, kl: 23:50:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha ha segðu, þoli ekki hvað skjárinn er næmur. Gef þér + núna á móti ;)

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 23:51:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jessssss 

strákamamman;)

julimamma | 22. feb. '15, kl: 21:52:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu farin að kalla mömmu stjúpsonar þíns blóðmóður hans. Þú ættir að leita þér hjálpar...

strákamamma | 22. feb. '15, kl: 22:00:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég kalla hana ýmsilegt...   samt aladrei annað en nafnið hennar við hana, eða við fólk sem þekkir hana...   nema hvað ég kalla hana "din mor" við drenginn...   :P

strákamamman;)

julimamma | 22. feb. '15, kl: 22:07:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona hugarfar og tal smitast í hegðun. Hvernig þú berð enga virðingu fyrir þessari konu eykur á vandamálið og getur skemmt strákrinn eins og þú ert að saka mömmna um að gera. Svona er held ég líka sérstaklega slæmt þegar umgengni er jöfn. En það þýðir ekkert að benda þér á neitt, ég vorkenni bara þessum strák svo mikið að ég gat ekki stillt mig.

QI | 20. feb. '15, kl: 18:52:01 | Svara | Er.is | 0

wow, ég missti af fréttum en er orðlaus núna,,,,,,á erfitt með að mynda mér skoðun ..  :)

.........................................................

bdi | 20. feb. '15, kl: 19:01:24 | Svara | Er.is | 2

 

 

icegirl73 | 20. feb. '15, kl: 19:05:05 | Svara | Er.is | 0

Ég sá ekki þessa frétt en almáttugur minn hvað fólk er fáfrótt. Skelfilegt bara. 

Strákamamma á Norðurlandi

nefnilega | 20. feb. '15, kl: 19:17:06 | Svara | Er.is | 13

Þvílíkt ábyrgðarleysi af fjölmiðli. Sumu á einfaldlega ekki að hleypa í fréttir.

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 19:18:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Segðu, ég var orðlaus yfir facebook umræðunni en þetta sló allt út

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Charmed | 20. feb. '15, kl: 19:18:20 | Svara | Er.is | 0

Ég segi eins og þú, ég varð orðlaus að horfa á þessa frétt.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

assange | 20. feb. '15, kl: 19:21:38 | Svara | Er.is | 1

Eg er ordlaus hvad folk getur verid mikil fifl! Tad aetti ad taka bornin af tessu hyski

Leiga111 | 20. feb. '15, kl: 20:17:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sammála

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

HvuttiLitli | 20. feb. '15, kl: 19:28:47 | Svara | Er.is | 2

http://i1.kym-cdn.com/photos/images/facebook/000/126/314/3cd8a33a.png

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Ziha | 20. feb. '15, kl: 19:31:51 | Svara | Er.is | 3

Æ já.. minn sonur fékk sko mmr bólusetninguna...... löngu eftir að hann varð einhverfur!  Það  bara hlýtur samt að hafa verið þvi að kenna er það ekki?  


Æi, maður verður barra svo pirraður á svona hálfvitagangi......... sumt fólk sko....*hristi hausinn*  


Skrítið að fólk skuli hafa orðið einhverft fyrir bólusetningar!  


Þetta fólk ættti að lesa sér aðeins til um einhverfu og fylgikvilla bólusetninga og fylgikvilla þeirra sjúkdóma sem um ræðir.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 19:36:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei þá var það ekki einhverft, skilurðu, heldur misþroska eða þroskaheft. Það er sko allt annað og ekki bólusetningum að kenna.

Ziha | 20. feb. '15, kl: 19:40:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ já.. auðvitað... eða fólk var bara "spes" eða öðruvísi...

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 19:43:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mhm.

LadyGaGa | 20. feb. '15, kl: 19:37:31 | Svara | Er.is | 0

Hvað af þessum sjúkdómum smitast við kynlíf sem hún talaði um? 

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 19:38:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

HPV?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

LadyGaGa | 20. feb. '15, kl: 19:39:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem er hvað?  Afsakið fáfræðina. 

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 19:40:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

HPV veiran getur orsakað leghálskrabbamein og byrjað er að bólusetja 12 ára stelpur.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Ziha | 20. feb. '15, kl: 19:41:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kynfæravörtur skilst mér.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 19:42:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Human Papillomavirus.

QI | 20. feb. '15, kl: 19:46:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er nógu vitlaus til að þýða þetta sem fólksfjölgun...  :)

.........................................................

Leiga111 | 20. feb. '15, kl: 20:20:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nákvæmlega.
Það er verið að tala um valbólusettningu sem 12-14 ára stelpur fá ekki ungbarnabólusettningar

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

Mainstream | 20. feb. '15, kl: 19:45:44 | Svara | Er.is | 25

Kerfið á Íslandi er að bregðast. Það á að setja það sem skilyrði að börn þurfi að vera bólusett til að komast í leikskóla/skóla. Það þarf að taka á þessum málum af festu en ekki vera með þessa endalausu meðvirkni með óhæfum foreldrum.

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 19:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Foreldrar sem eru að bera Ísland saman við USA

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

svartasunna | 22. feb. '15, kl: 11:36:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Amen!

______________________________________________________________________

HvuttiLitli | 20. feb. '15, kl: 19:46:22 | Svara | Er.is | 6

Ég næ varla andanum... hvað í helvítinu var ég að horfa á? Og hvað er málið með þetta "við erum að bólusetja börn alltof ung við sjúkdómum sem þau eru alltof ung til að fá, við erum að bólusetja þau við sjúkdómum sem smitast jafnvel við kynmök" eeeeeh, smitast mislingar, kíghósti og allt þetta við kynmök? Síðan hvenær?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 19:48:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þau hljóta að smitast við kynmök foreldranna

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

HvuttiLitli | 20. feb. '15, kl: 19:49:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Garg!

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Abbagirl | 20. feb. '15, kl: 20:00:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarna er hún væntanlega að tala um HPV bólusetninguna sem stelpur fá 12 ára.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

HvuttiLitli | 20. feb. '15, kl: 20:47:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, reyndar, en eins og Charmed segir er gagnlaust að bólusetja við veirunni eftir að stelpur eru byrjaðar að sofa hjá.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Skreamer | 20. feb. '15, kl: 21:21:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer nú eftir ýmsu. Fjölda bólfélaga og þeirra bólfélagasögu líka.   Ég hef nú rætt þann möguleika við minn kvensjúkdómalækni að fá þessa bólusetningu sjálf og hún sagði að ég væri góður kandídat.  Ef mælt er með því að kona komin yfir fertugt fái þessa bólusetningu þá segir það sig sjálft að það sama gildir um unglingsstelpuna.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Charmed | 20. feb. '15, kl: 20:42:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Konan er bara ekki eins upplýst og hún heldur. Þessi bólusetning sem stelpur fá 12 ára er á þeim aldri því það er gagnlaust að bólusetja fyrir HPV veirunn eftir að þær eru byrjaðar að stunda kynlíf og auðvita tilgangslaust að bólusetja þær sem ungabörn.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

HvuttiLitli | 20. feb. '15, kl: 20:47:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, ég hélt líka að þetta væri svona til að fyrirbyggja, einhvern veginn þannig dæmi. Þekki samt ekkert þessa HPV sprautu.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 20. feb. '15, kl: 20:09:31 | Svara | Er.is | 0

Svo sorgleg grein og vanhugsuð af hendi foreldra.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

myrran | 20. feb. '15, kl: 20:14:31 | Svara | Er.is | 11

"sem móðir tek ég enga áhættu" hún er bara hreinlega vitlaus.

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 20:16:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hef ekki taugar í að horfa á þetta... sagði enginn við hana "Jú, þú tekur risa áhættu og ekki bara fyrir þín börn"??

myrran | 20. feb. '15, kl: 20:18:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei hún telur það vera stærstu áhættuna að FÁ bólusetninguna. Ég hefði ekki getað tekið þetta viðtal.

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 20:21:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

... bara ... uh ... hérna ... sko, getur enginn útskýrt fyrir henni basic tölfræði, hvað "líkur" þýða og svona einfalt? Það að 2 + 2 séu 4 og að 10% líkur er meira en 0,01% líkur er ekkert sem fólk hefur skoðun á. Það er bara staðreynd.

myrran | 20. feb. '15, kl: 20:22:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég held að það sé ómögulegt að hafa vit fyrir svona fólki. 


Ef að hún væri skyld mér myndi ég segja henni að halda sig fjarri með börnin sín.

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 20:25:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ef maður vissi nú örugglega um alla vitleysingana í kring um sig :/

myrran | 20. feb. '15, kl: 20:29:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

svona fólk á að vera merkt ;)

Ziha | 20. feb. '15, kl: 20:29:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir eru fleiri en mann grunar... svo mikið veit ég.


Ég viðurkenni það samt að ég og mitt heimili fengu ekki svínaflensubólusetninguna ..... en annars hafa strákarnir mínir og við fengið allar hefðbundnar bólusetningar ... og einn af þeim búinn að fá hlaupabólubólusetninguna líka.  Er mikið að spá í að láta bolusetja þann yngsta líka en er ekki alveg viss ennþá... en er búin að ákveða að ef hann verður ekki búinn að fá hana fyrir c.a. 8 ára læt ég bólusetja hann líka.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 20:49:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var nú svo sem sama hér með svínaflensubólusetninguna en allar hefðbundnar höfum við öll fengið. Svo síðan stelpan greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm hefur hún fengið flensusprautu árlega. Ég fékk hana líka þegar vinnan gaf hana.

Ziha | 20. feb. '15, kl: 20:52:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fæ reyndar líka flensusprautuna.... í gegnum vinnuna.  Að vísu mögulega óþarft þar sem ég hef ekki fengið alvöru flensu síðan eg veit ekki hvenær..... en ég tek samt ekki sénsa.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

hanastél | 20. feb. '15, kl: 21:10:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kannski hefurðu ekki fengið alvöru flensu síðan þú veist ekki hvenær af því þú færð bólusetningu gegn henni... :)

--------------------------
Let them eat cake.

hillapilla | 20. feb. '15, kl: 21:12:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha ha :D Mögulega er þetta þó eins og hjá mér, hef ekki fengið flensu síðan ég veit ekki hvenær en bara verið bólusett fyrir henni tvisvar síðustu þrjú árin :P

hanastél | 20. feb. '15, kl: 21:16:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta var allavega ansi skemmtileg framsetning: Hún fær bólusetningu en það er ábyggilega óþarfi af því hún fær aldrei flensu :D

--------------------------
Let them eat cake.

Ziha | 20. feb. '15, kl: 22:04:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha.. nei sko, ég hef ekkert alltaf farið í þessa bólusetningu... :oP  Bara síðustu ár... en veit aftur á móti ekki hvort ég hef yfirhöfuð einhverntíman fengið flensu....... kannski 1-2 eftir að ég varð fullorðin en ekki meira.  Neitaði n.b. flensubólusetningunni í fyrstu, fór svo og fékk ofnæmiseinkenni, fór þá ekki í 1-3 ár.... og prófaði aftur, og hef oftast farið síðan en samt ekki alltaf.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ziha | 20. feb. '15, kl: 20:22:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Úff... hugsið ykkur öll litlu börnin sem ekki hafa fengið aldurstengdar bólusetningar.... hvaða hættu fífl eins og hún leggja þau í!  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

myrran | 20. feb. '15, kl: 20:23:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

keep awaaaaaaaay from me!!!! Þoli ekki svona heimsku í fólki.

Tipzy | 20. feb. '15, kl: 21:56:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Hún ætti að kynna sér áhættuna við að fá þessa sjúkdóma, eina ástæðan fyrir að þeir eru svona óalgengir núan er útaf bólusetningum en ekki horfnir eins og sumt fólk sem er sammála henni heldur. Þeir blosssa aftur upp ef við hættum að bólusetja. Og eins og læknirinn sagði aukaverkanirnar af þessum sjúkdómum eru mikið algengari og verri en af bólusetningum. Til dæmis var ég að lesa um Diptheria, á okkar dögum er enn 20% dánartíðni af smituðum tilfellum fyrir börn yngri en 5 ára og fólk eldri en 40 ára. Og dauðinn gerist þannig að manneskjan kafnar. Svo þó að bólusetningar væru að valda einhverfu þá myndi ég alltaf taka einhverft barn fram yfir dáið barn.

...................................................................

Skreamer | 20. feb. '15, kl: 20:54:16 | Svara | Er.is | 1

Ég verð brjáluð þegar ég sé fólk halda svona hlutum fram.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Kammó | 20. feb. '15, kl: 21:32:06 | Svara | Er.is | 8

Víða erlendis fá óbólusett börn ekki inni á leikskólum, finnst að það eigi að vera þannig hér.

Steina67 | 20. feb. '15, kl: 21:37:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju er þetta ekki sett inn hér líka?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

littlemary | 20. feb. '15, kl: 21:42:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er svona þar sem ég bý, finnst það snilld. Tekið mjög hart á þessu öllu. Líka byrjað að bólusetja um 2 ára aldurinn og gert mun þéttar svo að börnin eru full bólusett 14 mánaða og þurfa ekki að fara í sprautu aftur fyrr en 5 ára. Bara þroskapróf og mælingar.

littlemary | 20. feb. '15, kl: 21:51:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég meinti 2 mánaða

Tipzy | 20. feb. '15, kl: 21:57:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Fólk á bara ekki að hafa val um þetta punktur.

...................................................................

Lillyann | 20. feb. '15, kl: 22:21:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er samála .þetta á að vera skilda .

_________________________________________________
horfðu á björtu hliðarnar
heimurinn gæti verið verri

Tipzy | 20. feb. '15, kl: 22:22:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Mér finnst jafnast a við það að hvort fólk hafi val um að setja barnið sitt í bílbelti eða ekki, bara sorry svona hlutir eiga ekki að vera val frekar en önnur velferð barna. 

...................................................................

Lillyann | 20. feb. '15, kl: 22:25:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einmitt .so true

_________________________________________________
horfðu á björtu hliðarnar
heimurinn gæti verið verri

Lillyann | 20. feb. '15, kl: 22:13:46 | Svara | Er.is | 0

ég horfi ekki á fréttir .að mínum dómi eru fréttir mannskemmadi en sem sagt ég var vist að míssa af miklu .

_________________________________________________
horfðu á björtu hliðarnar
heimurinn gæti verið verri

mars | 20. feb. '15, kl: 22:56:16 | Svara | Er.is | 0

Ég var akkúrat að pirra mig á þessu bulli.

Abbagirl | 20. feb. '15, kl: 23:34:20 | Svara | Er.is | 0

Foreldrar sem eiga dætur sem þeir láta ekki bólusetja mega þá eiga von á þessu fyrir barnabörnin sín:


Veikist kona af rauðum hundum á meðgöngu er hætta á alvarlegum fósturskaða einkum ef það gerist á fyrstu þrem mánuðum meðgöngunnar. Fósturskaði getur verið heyrnarskerðing, blinda, vansköpun, hjartagalli, vaxtarskerðing og jafnvel fósturlát. T alið er að 90% fóstra geti skaðast sýkist móðurinn á fyrsta þriðjungi meðgöngu.

 

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

svarta kisa | 21. feb. '15, kl: 03:13:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mamma mín fékk sko rauða hunda þegar hún gekk með mig og það er allt í lagi með mig sko...


Fólk er fíbl :(

donaldduck | 21. feb. '15, kl: 11:02:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þá ert þú heppinn

Abbagirl | 21. feb. '15, kl: 16:01:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu hvað hún var komin langt á meðgöngunni? Já fólk er sko fífl.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

svarta kisa | 22. feb. '15, kl: 06:25:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún var alveg á lokaspretti fyrsta hlutans. Það var rauðu hunda faraldur og systir mín smitaði mömmu (enda hef ég haldið því fram í mörg ár að systir mín hafi þá strax verið að reyna að losna við mig). Mömmu var ráðlagt að fara í fóstureyðingu sem á þeim tíma (1979) var kannski ekkert mjög algeng aðgerð. Mamma ákvað að taka sénsinn og var alveg undir það búin að það væri eitthvað í ólagi við mig en svo fæddist ég og var fullkomin... En nokkrum árum eftir bólusetningarnar fór að bera á kækjum hjá mér og þegar ég er 11 ára er ég greind með Tourette, adha og ocd. Ég lét bólusetja strákinn minn og þetta sama gerðist hjá honum. Ég er algjörlega sure á því að þetta er bólusetningunum að kenna... (djók)

Abbagirl | 22. feb. '15, kl: 12:42:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok ég vissi bara af því að þeir gengu '55 og '64. Heppin að skeppa svona vel því rauðir hundar á meðgöngu geta haft mjög alvarlegar afleiðingar.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

strákamamma | 21. feb. '15, kl: 00:02:48 | Svara | Er.is | 2

ég á kunningjakonu sem er lífeindafræðngur sem er á móti bólusetningum.....  lífeindafræðingur....

strákamamman;)

Tipzy | 21. feb. '15, kl: 01:56:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

That does not compute :/

...................................................................

EiDóttir | 21. feb. '15, kl: 00:59:09 | Svara | Er.is | 0

Ég hreinlega skammast mín fyrir að þessi kona skuli vera í sömu fagstétt og ég mun verða í :/

blárfíll | 21. feb. '15, kl: 02:38:53 | Svara | Er.is | 1

Eldra barnið mitt er með einhverfu og þegar við foreldrarnir lítum til baka þá var það með einkenni frá því nokkurra mánaða eða frá þeim tíma sem hægt er að taka eftir einhverjum frávikum, semsagt löngu fyrir 18 mánaða sprautuna, nú eigum við annað barn sem er ekki með einhveru og eins normal og í þroskakúrfu eins og hægt er og bæði börnin búin að fara í allar sprautur, einhverfa hefur ekkert með bólusetningar að gera....

Allegro | 21. feb. '15, kl: 12:03:05 | Svara | Er.is | 0

Miðað við hvað þessi kona telur sig vera vel upplýsta um orsök einhverfu þá er ótrúlegt að hún hafi sneitt framhjá því að orsök einhverfu eru einna helst talin taugafræðileg röskun og erfðafræðileg eðlis. 


Einhverfa varð ekki til með tilkomu bólusetninga og fátt sem sýnir fram á að einhverfum hafi fjölgað með tilkomu hennar.


Ég á eldri frænda sem var alltaf talinn sérstakur og einfari. Ég man eftir því síðan ég var barn að gömul frænka mín talaði um að hann væri svona af því að mamma hans hafi alltaf verið miklu betri við bræður hans. Jafnvel pabbi hans hafi tekið þátt í þessu og að hann hafi oft sést úti að leika við litlu strákana sína á meðan þessi hafi verið skilinn eftir á útidyratröppunum. Síðan hafi þessi sonur oft fengið einhafara fæði en hinir og ekki eins mikið af leikföngum. Þetta þótti víst alveg hræðilegt að horfa upp á og foreldrarnir dæmdir fyrir, sérstaklega mamman. Frænka mín sagði þetta líklega stafa af því að mamman var svo snobbuð.
Þegar læknir sagði seinna við mömmu þessara stráks að það væri mögulegt að hegðun sonarinns stafaði út frá því að hún hafi fengið rauðu hundana snemma á meðgöngu og a.m.k hefði hann fæðst svona en ekki orðið svona af hennar völdum létti henni mikið. En auðvita vildu þá fáir aðrir trúa þessari lélegu afsökun mömmunar. 
Eins finnst mér margt benda til þess að afi og amma mannsins míns hafi verið með vinnumann í vist hjá sér í marga áratugi sem var einhverfur. Miða við lýsingarnar á hvernig hann vann verkin sín og mörgu öðru þá gæti ég vel haldið að hann hafi verið einhverfur en ekki að hann hafi orðið svona út af því að hann missti mömmu sína ungur, eins og talið var þá.

Charmed | 21. feb. '15, kl: 14:33:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hvarlaði sem sagt aldrei að fólki að drengurinn vildi ekki láta leika við sig, vildi ekki dót og vildi ekki láta faðma sig. En svona var samfélagið hérna áður fyrr og úr varð hið svo kallaða ísskápssyndroms mömmur og þeim var kennt um að börnin þeirra væru einhverf.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

HvuttiLitli | 21. feb. '15, kl: 18:57:41 | Svara | Er.is | 0

Lengi getur vont versnað, annað og lengra viðtal!

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP33853

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 19:04:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta slær allt út, ég get svo svarið það.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

HvuttiLitli | 21. feb. '15, kl: 19:04:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

"Áður en dóttirin fór í heimsreisu gerðum við líkamann vel basískan og fengum hómópatalyf sem eru bólusetningar."

Ég held ég fari að gráta í koddann núna...

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 19:05:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held ég fari út og öskri út í heiminn.  Ætli löggan sé ekki til í að keyra mig eitthvart út í sveit?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

HvuttiLitli | 21. feb. '15, kl: 19:07:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aldrei að vita!

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Allegro | 21. feb. '15, kl: 21:00:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Síðan heldur  hún því fram að við séum að bólusetja ungabörn fyrir einhverju sem þau gætu ekki einu sinni fegnið, t.d lifrabólgu og slíkt. 


Það er bara svo ótal margt í þessu viðtali sem ég get ekki sætt mig við að hún fái að tjá sig um opinberlega án þess að það sé leiðrétt. 


Allegro | 21. feb. '15, kl: 19:42:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Úff, ég held ég fari út að skokka til að fá útrás.


Ótrúlegt að svona vel lesin manneskja tali um að henni vanti sannanir um að bólusetningar geri gagn.  


Hvað er hún að lesa? 

Steina67 | 21. feb. '15, kl: 19:45:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er allavega farin út að vinna og fæ vonandi útrás þar.


Hún les bara óháðar upplýsingar, semsagt ekki upplýsingar sem tengdar eru hagsmunaaðilum

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

chiccolino | 22. feb. '15, kl: 16:00:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hvernig dettur þeim í hug á Stöð 2 að hleypa þessari konu í sjónvarpið????  og ekki virkaði spyrillinn gáfuleg

HvuttiLitli | 22. feb. '15, kl: 16:01:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt það sem mér finnst eiginlega það versta, að taka þetta fyrir.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Nói22 | 21. feb. '15, kl: 21:10:45 | Svara | Er.is | 1

ég elska þessi viðbrögð Whoopie Goldberg í umræðu um að mislingar séu aftur farnir af stað í USA:


http://www.thewrap.com/abc-view-whoopi-goldberg-on-vaccinations-video/

GuardianAngel | 22. feb. '15, kl: 14:20:30 | Svara | Er.is | 0

Þegar dóttir min var lítil var eg skithrædd við bólusetningar og sem BETUR FER tjáði eg mig um það her inni og fékk fullt af svörum. Það er rosalegt hvað það er hægt að hræða úr nýburamömmum allt vit. Verð bara reið idag þegar fólk er að hamra þessari vitleysu um að bólusetja ekki.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Charmed | 22. feb. '15, kl: 15:16:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega, ég las svörin hér og sem betur fer valdi ég skynsamlega þegar kom að því að velja hverjum ég tæki mark á.
En annars er þetta einfalt, á þessu litla landi er ekki erfitt að finna einstaklinga til að draga til saka komi upp faraldrar aftur hérna því það fer ekki framhjá okkur hverjir að eru sem heyrist hæðst í og hafa mestu áhrifin á ungu foreldrana.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Kristod | 22. feb. '15, kl: 14:21:53 | Svara | Er.is | 1

https://www.youtube.com/watch?v=yCzdliixnmI

Abbagirl | 22. feb. '15, kl: 14:27:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þannig að dauði af völdum heilahimnubólgu er betri en bólusetning?

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Kristod
Charmed | 22. feb. '15, kl: 15:18:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Flestir af þessum sjúkdómum sem bólusett er fyrir koma í bylgjum og voru því ekkert á undanhaldi þegar byrjað var að bólusetja fyrir þeim, það var ef eitthvað er að koma að næstu bylgju.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Kristod | 22. feb. '15, kl: 15:22:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já en ef þú spáir í því þá er endalaust af pening á bakvið bólusettningaráróðurinn, þeir eru meira segja svo heppnir að eiga hlut í nánast öllum stærstu sjónvarpstöðvunum.

Hinsvegar á bakvið þá læna og vísindamenn sem mæla gegn bólusettningum þá er enginn gróði, starfsferill þeirra er eyðilagður og þeir lenda í alveg svakalegu einellti.
Ég held að þeir væru varla að standa upp tilbúnir til að fórna öllu, nema það væri mjög góð ástæða til.

Charmed | 22. feb. '15, kl: 15:35:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég horfi ekki á peninga ég horfi á þann skaða sem þessir sjúkdómar valda. Ungt fólk í dag hefur ekki kynnst þeim skaða, eina sem það veit er að í einhverjum tilvikum hefur verið talað um að barn hafi skaðast af bólusetningum. Ég aftur á móti spyr mig hversu mikið hefði sama barn skaðast hefði það fengið að kynnast veirunni sjálfri í stað þess að fá veiklaða veiru í sig sé raunin sú að bóluefnið skaðaði barnið.
Eins má vel kenna þá öðrum hlutum um eins og eiturefnum í pelum ef leita á eftir sökudólgum.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Nói22 | 22. feb. '15, kl: 17:20:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hver heldur þú að gróðinn fyrir þessi fyrirtæki verði þegar mislingar fara aftur á kreik. Eða polio. Eða bara beisíkallí allar þessir sjúkdómar sem bólusett hefur verið fyrir. Heldur þú að lyfjafyrirtækin græði ekki meira á því að svona margir þurfi að lyfjum að halda (sumum dýrum) heldur að bólusetja fólk? Think it through man.


Lyfjafyrirtækin hafa t.d grætt vel á mislingafaraldinum sem geisar núna í bandaríkjunum. Hvað ef polio bættist við. Eða rauðir hundar. Eða barnaveiki, eða stífkrampi eða eða eða. Svona fyrir utan hættuna á dauðsföllum og þjáningum barnanna sem myndu fá þessa sjúkdóma. Lyfjafyrirtækin græða miklu meira á sjúkdómunum sjálfum heldur en á bólusetningunum.


Þannig að ég held að það ætti að sleppa því nú þegar að tala um eitthvað samsæri lyfjafyrirtækjanna varðandi bólusetningar.

strákamamma | 22. feb. '15, kl: 21:31:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

mislingabóluefni dugar líka út æfina.....sagði vinkona mín mér....sem er læknir....

strákamamman;)

Allegro | 22. feb. '15, kl: 17:32:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Svíar og bretar hættu að bólusetja börn fyrir kíghósta í einhver ár þar sem talið var að það væri ekki þörf á því lengur. Sjúkdómurinn tók sig upp í þessum löndum með slæmum afleiðingum og því var bólusetning tekin upp aftur. 


Það eru engin efni í þessum bólusetningum sem flokkast sem "taugaeytur".

Grjona | 22. feb. '15, kl: 21:43:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fífl

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

orkustöng | 22. feb. '15, kl: 14:42:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ál er í miklu magni í jarðvegi og því líka í plöntum sem við borðum í magni , það litla magn sem gæti verið í td bóluefnum er þá líklega hverfandi lítið miðað við það sem við fáum úr fæðu.

Kristod
Kristod
Charmed | 22. feb. '15, kl: 15:21:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Einhverfa hefur aukist því greiningarviðmið hennar hafa breyst. Einstaklingar sem fengu engar greiningar eða rangar hér áður fyrr eru komnir inn á einhverfurófið í dag.
Einhverfa hefur alltaf verið til eins og sést ef íslendingasögurnar eru sögurnar eru skoðaðar, í raun má alveg gefa sér að lýsingarnar á umskiptingunum (Álfar að skipta út heilbrigðum börnum í ekki svo heilbrigð) séu lýsingar á börnum þegar einhverfa er að koma fram.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Tipzy | 22. feb. '15, kl: 15:26:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nkl og það eru alltaf lítil börn, einmitt á þeim aldri sem einhverfa kemur fram.

...................................................................

Charmed | 22. feb. '15, kl: 15:36:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat, og lýsingarnar ótrúlega líkar þeim sem eru í dag á einhverfum börnum.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Kristod
Charmed | 22. feb. '15, kl: 15:41:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Nú á ég barn með dæmigerða einhverfu og jú hún breytist um 18 mánaða og misti mikið af sinni færni en veistu hún var bara ekki búin að fá þessar "skaðræðis" sprautur svo ekki er hægt að kenna þeim um. Og veistu líka, þeir foreldrar sem eru ekki í afneitun sjá það sama og ég sé þegar skoðaðar eru myndir af barninu fyrri 18 mánaða aldur, einkennin eru til staðar þó maður hafi ekki endilega tekið eftir þeim fyrr en einhverfan fór að verða meira áberandi.
Og þetta 1 af hverjum 50 kemur einfaldlega vegna breytra greiningarviðmiða en þeim var breytt til að hægt væri að hjálpa fleiri börnum.
En þar sem þú vilt endilega setja þetta í samhengi peninga þá skaltu spyrja þig að einu "hvers vegna hafa ríkin ekki stöðvað bólusetningar fyrst bóluefni auka einhverfu og þar að leiðandi útgjöld ríkisins?"

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Kristod
Charmed | 22. feb. '15, kl: 15:46:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meira bullið í þér, það vantar ekki samsæriskenningarnar hjá þér.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Kristod | 22. feb. '15, kl: 15:47:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er ekki samsæriskenning þetta er staðreynd

Kristod | 22. feb. '15, kl: 15:47:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En auðvitað er líka margt annað en bóluefnin sem er skaðlegt en mér finnst þetta bara vera bull mikið af sprautum á stuttum tíma fyrir lítil börn. Væri t.d. skárra ef það væri beðið með þetta þangað til þau væru eldri.
En svo myndi ég líka vilja sjá annað kerfi í rannsóknum á bóluefnum.
Allavega ekki að sá sem að býr það til megi hafa yfirumsjón yfir rannsóknunum og hvað þá þegar að lyfjafyrirtækin hafa gerst sek um að breyta niðurstöðum sér í hag. Þeir hafa verið dæmdir fyrir það og hversvegna ætti ég að treysta rannsóknum sem eru framkvæmdar af fyrirtækjum sem hafa gerst sek um að breyta rannsóknum ?

Charmed | 22. feb. '15, kl: 15:53:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef allir létu bólusetja börnin sín væri hugsanlega hægt að dreifa þeim á lengri tíma þar sem hægt væri að treysta á hjarðónæmi fyrir yngstu börnin en þar sem það er ekki hægt verður að verja börnin á sem skemmstum tíma. Með lyfjafyrirtækin þá veistu það að þau geta ekki sett nein lyf á markaðinn nema hafa gert rannsóknir á þeim áður og fengið óháða aðila til að gera rannsóknir líka.
Þú spyrð hvers vegna þú ættir að treysta rannsóknum gerð af fyrirtækjunum sjálfum því þau hafa verið dæmd fyrir að falsa rannsóknir, spurðu frekar sjálfa/nn þig hvers vegna ættir þú í dag ekki að treysta þessum rannsóknum þar sem reglugerðin er þannig að óháð fyrirtæki verða að hafa rannsakað lyfin líka og reglugerðir í Evrópu gera það að verkum að ekki hvaða lyf sem er fá að vera hér í sölu eða notkun.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Kristod | 22. feb. '15, kl: 15:55:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já en þetta eru fyrirtæki sem hafa margoft verið dæmd fyrir það að múta þeim sem múta þarf til að ná sínu fram.
Svo það skiptir engu máli þó það séu kannski aðeins "harðari" reglur í evrópu

Charmed | 22. feb. '15, kl: 15:56:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hlýtur að vera erfitt að sjá svona mikið af samsæriskenningum út um allt.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Mammzzl | 22. feb. '15, kl: 18:31:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það gætu aldrei verið svona mikið af samsærum í gangi allsstaðar án þess að það kæmist upp. Það voru ööörfáir sem vissu af Watergate málinu - það komst samt upp. 
Það er ekki í "eðli" mannfólks að þegja yfir stórum hlutum - það myndu aldrei svona margir þegja ef það væri eitthvað gruggugt á seyði.

Allegro | 22. feb. '15, kl: 15:53:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú gerir þér væntanlega grein fyrir að það eru ekki bara lyfjafyritækin sem hafa umsjón með rannsóknum á þeim lyfjum sem eru sett á markaðinn.

Allegro | 22. feb. '15, kl: 15:51:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Telulr þú að lyfjafirirtækin séu að múta landlækni eða íslenska ríkinu? 

Kristod | 22. feb. '15, kl: 15:53:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það þarf ekki að múta þeim, PigPharma er löngu komið inní læknanámið svo læknarnir fá ruglið beint í æð í skóla

Allegro | 22. feb. '15, kl: 15:57:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig og hvenær komust þeir í læknanámið? 

Kristod | 22. feb. '15, kl: 16:00:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

http://boughtmovie.net/free-viewing/ svona vinur minn :) Góða skemmtun ;)

Allegro | 22. feb. '15, kl: 16:07:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað ætti þetta að segja mér? 

Kristod | 22. feb. '15, kl: 16:03:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Með nóg af pening er hægt að gera hvað sem er

Charmed | 22. feb. '15, kl: 16:12:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já meðal annars koma að stað herferð gegn bóluefnum svo þitt fyrirtæki sem framleiðir lyf til að gefa eftir að barn er orðið veikt fari nú að græða pening í stað þess að vera alltaf í tapi. Það er endalaust hægt að koma með samsæriskenningar ef þannig liggur á manni.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Allegro | 22. feb. '15, kl: 16:31:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sko fyllilega sammála því að lyfjarisarnir og spilling tengd þeim sé mikið vandamál. 


En gerir það vandamál bólusetningar skaðlegar? Það hafa ótal óháðir aðilar gert rannsóknir á öllum hliðum bólusetninga. Út frá þeim nyðurstöðum ber að vinna eftir.

Kristod | 22. feb. '15, kl: 16:48:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það vandamál segir mér að kannski ætti ég ekki að treysta öllu sem þeir segja að sé ,,gott" fyrir mig.
Ég fer allavega persónulega ekki í bólusettningar hef ekki áhuga á að verða veikur í nokkra daga eins og ver víst ,,eðlilegt".
Er mjög hraustur og missi ekkert úr vinnu vegna veikinda.
Lyfjafyrirtækin græða náttúrlega ennþá meira ef að bóluefnið þeirra skaðar mig því þá þarf ég að kaupa lyf frá þeim.
Því fleiri sem eru veikir því meira græða þeir.

Betra væri að þeir fengju borgað ef þú verður heilbrigður vegna lyfja sem þú færð frá þeim.
En geðfræðinn sem að er mesta gróðamaskínan hjá BigPharma hefur t.d. aldrei nokkurn tíma læknað neinn einasta geðsjúkdóm. Enda væri ekki jafn mikill gróði i því ef hægt væri að gefa einn skamt og svo alltí góðu.
Mun betra að hafa fólk sem fastakúnna þar til það deyr.

Þessi mynd er líka ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég fór að efast um ágæti læknamafíunar alveg mergjuð mynd.
https://www.youtube.com/watch?v=uFkivsEy3CI

Allegro | 22. feb. '15, kl: 16:56:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er einmitt máið, ekki treysta öllu sem þú sérð, lest eða heyrir. Ég gæti ekki verið meira sammála.


En af hverju ertu þá að pósta svona óábyrgri þvælu hingað inn. Það er til svo fullt af bertri og ábyrgari gögnum sem þú getur lesið þér til um skaðsemi og gangsemi bólusetninga. 







Kristod | 22. feb. '15, kl: 17:06:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er flott mynd fullt af læknum, vísindamönnum og fyrverandi starfsfólki lyfjamafíunar að tala um hvernig græðgi hefur tekið yfir í þessum bransa.
Þetta er einhver flottasta afhjúpun á sjúkum bransa sem ég hef séð. Verst að engin þorir að horfa :)

Allegro | 22. feb. '15, kl: 17:11:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég horfði og er ekki að sjá neinar sannanir sem segja mér að ég ætti að vera á móti bólusetningum. Hvar sérð þú þær?

strákamamma | 22. feb. '15, kl: 15:49:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nkl...


Maðurinn  minn sér einkennin hjá syni sínum bara strax 3-4 mánaða....samt vaknaði grunurinn ekki fyrr en hann var 4 ára.    en ef maður skoðdar myndir....myndbönd...og færslur sem foreldrarnir skrifuðu um barnið þá er þetta óhuggulega augljóst

strákamamman;)

assange | 22. feb. '15, kl: 21:02:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Greyid mitt hvad tu ert vitlaus

mills15 | 22. feb. '15, kl: 19:57:28 | Svara | Er.is | 0

tók nú bara eftir því að barnalæknirinn talaði um að börn gætu orðið að aumingjum, ég veit ekki hvernig barn verður að aumingja

helgagests | 22. feb. '15, kl: 21:56:45 | Svara | Er.is | 0

http://static.fjcdn.com/pictures/Manbearpig_c59d99_5051014.jpg

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
fermingarkort dæsí 15.4.2011 20.7.2023 | 04:28
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.7.2023 | 09:40
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 22.6.2023 | 15:07
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Síða 9 af 46398 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, annarut123, paulobrien, Guddie, tinnzy123, Paul O'Brien, Kristler