Egglos

donnasumm | 14. mar. '16, kl: 14:10:02 | 117 | Svara | Þungun | 0

Ég er alveg orðin rugluð í þessu... ég á semsagt að vera með egglos samkv, tíðarhring á Fimmtudaginn... en ef ég er að fá jákvætt egglospróf á Fimmtudegi er þá egglosið sjálft ekki fyrr en 12-48 tímum síðar??
Þannig að það er sniðugt að stunda heimleikfimina 2 dögum fyrr og 2-3 dögum eftir egglos?

 

Hedwig | 14. mar. '16, kl: 22:53:35 | Svara | Þungun | 0

Best að stunda heimaleikfimi fyrir og á meðan egglos er þar sem eggið lifir bara í 24 klst og því betra að koma sæði á réttan stað fyrir egglos en eftir að eggið er farið :).

BossaNova | 19. mar. '16, kl: 09:12:36 | Svara | Þungun | 0

Sæl, það er talað um að konan sé mest frjó 3 daga fram að egglosi og svo daginn eftir egglos. Góð leið til þess að fá nákvæmari hugmynd um hvenær egglos er, er með hitamælingu en þú þarft að gera það frá byrjun tíðarhrings. Daginn eftir egglos verður hitahækkun sem staðfestir að egglos hafi átt sér stað. Það er nefninlega þannig með egglos prófin að þau mæla einungis LH hormón í líkamanum sem nær hámarki við egglos. En konur með blöðrur PCOS og fjölblöðrur geta fengið mikla hækkun á LH hormóni þó svo að egglos verði ekki.


Svo þegar þú sérð að línan dökknar vel (nánast jákvætt) og þú telur að þú sért með frjóa útferð, þá er tíminn til að stunda heimaleikfimina þangað til daginn eftir jákvætt egglos próf :)


gangi þér vel

donnasumm | 20. mar. '16, kl: 20:12:21 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Sæl,

Takk fyrir svarið, ég er eimitt ein af þessum "heppnu" sem er með PCOS . er að taka Femar en ég vona að þetta hafi gegnið núna.

donnasumm | 21. mar. '16, kl: 08:36:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég er búin að vera notast við egglospróf ég er að hugsa um að prufa fara nota hitamæli... er ekki í góðu að nota eyrnamæli?

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 23. mar. '16, kl: 00:08:51 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég myndi frekar splæsa í góðu digital egglosprófi, það gaf mér t.d. jákvætt að morgni og getnaður varð svo seinna það kvöld. Það er mælt með kynlífi næstu 48 tíma eftir jákvætt egglospróf

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

BossaNova | 25. mar. '16, kl: 12:32:40 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Sæl, eftir þvi sem ég kemst næst er ekki mælt með að nota eyrnamæli. Það er best að nota hitamæli með tveimur aukastöfum, fæst á frjósemi.is minnir mig. Þá færðu nákvæma niðurstöðu. Ertu með Fertility Friend appið? Það er algjör snilld, þá setur þú inn mælingar á hverjum degi ásamt fleiri upplýsingum eins og útferð og fleira. Appið er mjög þægilegt og hefur góða yfirsýn. 


Þó þú kaupir rándýrt digital egglospróf þá munt þú aldrei geta verið 100% viss um að egglos hafi verið og þess þó heldur þegar þú ert með PCOS. E-prófin mæla einungis magnLH hormóna sem er einmitt oft hátt hjá PCOS konum. Þú gætir því verið að fá "falskt" jákvætt en með því að mæla hitann getur þú staðfest það með hitamælingu. Daginn eftir egglos stígur hitinn og þú getur séð það vel í appinu á ritinu. Fertilty Friend appið reiknar þá sjálfkrafa hvenær egglos var og byrjar að telja dagana eftir egglos (dpo-days past ovulation) . Þá getur þú séð nákvæmlega hvenær þú getur byrjað að taka þungunarpróf próf. 


Það eru 3 aðferðir sem eru notaðar mest við hitamælingu, munn, rass og leggöng. Konur tala um að munnmæling geti verið síður nákvæm t.d ef þú hefur sofið með opinn munn. Flestar nota í leggöng til að fá nákvæma niðurstöðu. Þú verður að taka hitann ÁÐUR en þú ferð á fætur pissar klæðir þig, bara um leið og þú vaknar og alltaf á sama tíma. Eins þarftu að sofa minnst 3 tíma til að fá gilda mælingu. Ég t.d mældi alltaf 7:30. 


Eins eru fleiri þættir sem ég mundi vilja benda þér á, ertu að taka vítamín/bætiefni?

donnasumm | 29. mar. '16, kl: 11:35:15 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir þetta :) ég er að taka fólin og fjölvítamín.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ólettupróf rosewood 25.5.2016 28.5.2016 | 19:53
Fólínsýra-Hvenær? kimo9 23.5.2016 27.5.2016 | 16:36
Endurtekin fósturlát - Hulda Hjartard. nurðug 3.5.2016 27.5.2016 | 15:18
ivf klínikan rosewood 26.5.2016 26.5.2016 | 19:42
IVF klínikin/Art Medica foodbaby 8.5.2016 23.5.2016 | 10:10
19 dagar framyfir - neikvætt próf- samt fullt af einkennum?? kamelljon 24.2.2015 20.5.2016 | 20:33
Kviðarholsspeglun guess 27.4.2016 19.5.2016 | 10:48
stress við að reyna Degustelpa 12.5.2016 15.5.2016 | 12:14
Óska eftir digital prófi!!! ledom 15.5.2016
Viku sein en neikvætt próf Stelpan1995 4.5.2016 9.5.2016 | 18:09
Á degi 38... Hlaupabola25 8.5.2016 9.5.2016 | 14:03
Lækkun á hcg escape 5.5.2016 8.5.2016 | 23:03
endalausar bletttablæðingar .... Sarait 3.5.2016 6.5.2016 | 18:16
Missir i Januar en langar að reyna aftur barbapappi 3.5.2016 6.5.2016 | 09:01
Snemmsónar elisakatrin 5.5.2016 6.5.2016 | 03:40
Egglosstrimlar á lítið hopefully 14.9.2015 4.5.2016 | 13:35
ClearBlue digital próf - jákvætt Bloomberg 25.4.2016 2.5.2016 | 19:53
Túrverkir eða ólétt? starrdustt 27.4.2016 2.5.2016 | 16:27
Ljós lína lukkuleg82 2.5.2016 2.5.2016 | 14:53
Hjálp! annathh 1.5.2016 1.5.2016 | 19:07
egglospróf ladykiller 29.4.2016 29.4.2016 | 22:58
hvert á að leita ? ladykiller 29.4.2016 29.4.2016 | 22:47
Blæðingar og Pergotime Heiddís 29.4.2016 29.4.2016 | 18:15
Fósturlát og möguleg ólétta strax á eftir? Skotta14 30.3.2016 28.4.2016 | 22:29
Óléttupróf, óvissa.... Aerie 18.4.2016 28.4.2016 | 13:20
Tækni og óléttupróf? escape 27.4.2016 27.4.2016 | 22:55
Egglos? Svör óskast :) meeme 27.4.2016 27.4.2016 | 22:54
Ég á fullt af egglosprófum... mirja 27.4.2016
þungunarpróf óvissa skotuhju 26.4.2016 26.4.2016 | 21:34
Jákvætt óléttu próf :) sveitastelpa22 22.4.2016 26.4.2016 | 13:02
Að byrja ekki Tritill 20.4.2016 26.4.2016 | 13:01
Pínulitlar ljósbleikar blæðingar og stingir ?? onefndastelpa 24.4.2016 26.4.2016 | 09:09
Að auka líkur á þungun sjopparinn 25.4.2016 25.4.2016 | 20:26
Fljótlega Unicornthis 9.4.2016 25.4.2016 | 10:31
Blæðingar spij 21.4.2016 24.4.2016 | 08:01
tæknisæðing með gjafa ág16 18.4.2016 22.4.2016 | 09:50
Blöðrur og jákvætt fruntalega 14.4.2016 20.4.2016 | 18:06
Fann legið kreppast saman! starrdustt 20.4.2016 20.4.2016 | 15:24
Túrverkir í 4vikur og einginn Rósa síðan í janúar smurfy87 20.3.2016 20.4.2016 | 10:53
Mikil útferð. donnasumm 18.4.2016 20.4.2016 | 09:42
Get ég fundið einkenni... starrdustt 19.4.2016 20.4.2016 | 01:13
ekkert að gerast babynr1 15.4.2016 19.4.2016 | 19:29
50 fæðingarsögur 50fæðingarsögur 19.4.2016
línur?mynd batman12 18.4.2016 18.4.2016 | 16:34
Egglospróf á Akureyri nýjamamman 18.4.2016
dagur 54 og jakvætt egglossprof babynr1 16.4.2016 17.4.2016 | 16:52
Byrja aftur silly1 11.4.2016 16.4.2016 | 13:13
Metformin bussska 13.4.2016 15.4.2016 | 11:50
PCOS HJÁLP! Talkthewalk 30.3.2016 14.4.2016 | 15:32
Hvenær jákvætt? rangeygð og klaufaleg 12.4.2016 14.4.2016 | 15:29
Síða 9 af 4801 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, paulobrien, tinnzy123, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie