Einhver lent í þessu?

list90 | 3. nóv. '15, kl: 17:26:20 | 272 | Svara | Þungun | 0

Ég s.s. er að taka pergotime og ég fékk egglos á 17 dth. Síðan 8 dögum eftir egglos byrjaði ég að fá brúna, svarta og rauðbleika útferð og það var þannig í 2 daga og ég hélt kannski að þetta væri hreiðurblæðing þangað til á 3 degi að þá kom meira blóð og ég afskrifaði það, en svo var það bara þennan eina dag og síðan kom aftur smá brún útferð í nokkra klst. Þannig það blæddi bara í 1 dag. Ég hélt svo áfram að taka pergotime á 3 dth. og er núna á 4 dth. Og átti þungunarpróf þannig ég ákvað að prófa það afþví mér fannst skritið hvað hringurinn var stuttur og mér finnst ég sjá mjög daufa línu á því þannig ég tók annað og fékk svipað daufa línu. Hefur einhver lent í þessu og hvað var í gangi? Í dag eru bara 12 dagar síðan ég fékk egglos.

 

everything is doable | 3. nóv. '15, kl: 17:39:23 | Svara | Þungun | 0

ég myndi allavegana hætta á pergotime og þá frekar afskrifa þennan hring ef línan er ekki lína. Þetta hljómar samt svipða eins og blæðingarnar mínar eftir fyrsta femara hringin en ef þú sérð línu þá myndi ég stoppa og pannta tíma hjá kvennsa og biðja hann um að senda þig strax í blóððprufu. 

everything is doable | 3. nóv. '15, kl: 17:40:03 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Og dauf lína eftir 12 daga er mjög eðlilegt taktu annað á morgun eða hinn og sjáðu hvort það komi ekki betri lína

list90 | 3. nóv. '15, kl: 17:50:17 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Úff okey.. Ætla taka annað próf í fyrramálið og panta tíma hjá kvennsjúkdómalækni. Vona að ég hafi þá ekki skemmt neitt með pergotime ef ég er ólétt.

Napoli | 3. nóv. '15, kl: 23:25:06 | Svara | Þungun | 0

getur það ekki bara verið dauf óléttulína? attu mynd af prófinu? =)

Bambaló
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á ódýrar en góðar vörur fyrir þig og barnið! ♥
https://www.facebook.com/pages/Bambal%C3%B3/1382324582095907?fref=ts

list90 | 4. nóv. '15, kl: 12:15:05 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Heyrðu já!
Á mynd

[IMG] http://i66.tinypic.com/1ghmis.jpg[/IMG]

everything is doable | 4. nóv. '15, kl: 17:16:46 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ég sé línuna en sé ekki hvort það er litur á henni, ég myndi allavegana pottþétt hætta á lyfjunum og fara í blóðprufu

Napoli | 4. nóv. '15, kl: 18:07:03 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ég sé línuna en spurning hvort þetta sé uppgufunarlína .. hversu hratt birtist hún? :)

hefur þú tekið annað próf síðan?

Bambaló
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á ódýrar en góðar vörur fyrir þig og barnið! ♥
https://www.facebook.com/pages/Bambal%C3%B3/1382324582095907?fref=ts

list90 | 4. nóv. '15, kl: 23:44:31 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ekki alveg viss, 5-10 mín eftir ég pissaði á það :) Það var allavega ekki búið að "þorna" þegar ég tók myndina

list90 | 4. nóv. '15, kl: 23:45:18 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Tók 2 önnur test til viðbótar sem komu nákvæmleg eins út.. :)

everything is doable | 5. nóv. '15, kl: 09:14:44 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ég hugsa að það sé þá komin tími til að taka stærra próf exacto eða first responce (fæst á frjosemi.is) eða fara í blóðprufu. Ég þoli ekki strimlana því mér finnst allaf koma einhver skuggalína á það sem er svo fúlt

list90 | 5. nóv. '15, kl: 10:37:00 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já nákvæmlega. Hvar fæst exaxcto ? Ég á tíma hjá lækni næsta þriðjudag:) Vonandi fæ ég góðar fréttir þar..

everything is doable | 5. nóv. '15, kl: 11:08:06 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

exacto fæst í lyfju =) ég krossa fingur fyrir þig =D 

list90 | 5. nóv. '15, kl: 13:59:26 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk:) Ég tók annað próf áðan, reyndar ekki fyrsta piss. Og fæ alltaf þessar ótrúlega daufu línur sem ég treysti ekki, veit ekki hvort þetta sé gilt eða bara eitthvað uppgufunardæmi.

everything is doable | 5. nóv. '15, kl: 15:37:35 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ertu alltaf að taka stirmlapróf? ég fékk svona ljósar línur þegar ég missti komin stutt (kemísk þungun) en ég man samt að þegar ég missti komin lengra (ég er ekki gott dæmi þar sem ég hef aldrei orðið ólétt og haldið) eða eitthvað í kringum 8 vikur þá fékk ég ekki sterkar línur á þessum strimlaprófum heldur voru þær alltaf rosalega ljósar á meðan ég var að fá fínustu línur á exacto og first responce. 

list90 | 5. nóv. '15, kl: 16:34:32 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já nema í morgun að þá var ég með suresign en samt ekki strimil. Hef alltaf notað sure sign strimlana ódýru.. Þeir eru svo litlir og mjóir eins og sést á myndinni hérna uppi.. Erfitt að sjá línuna á þeim.

Það er dauf mjó lína á prófinu sem ég tók í morgun, sem ég sé alveg greinilega en ég næ ekki að taka mynd af henni! Annars væri ég búin að posta henni hérna.

list90 | 6. nóv. '15, kl: 15:51:48 | Svara | Þungun | 0

Fæ enþá þessar línur:
[IMG] http://i65.tinypic.com/10xqy9s.jpg[/IMG]


Farin að halda að þetta séu uppgufunarlínur hjá mér.

rosewood | 6. nóv. '15, kl: 17:55:11 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Þetta lítur nú bara út eins jákvætt próf fyrir mér. Krossa fingur og vona að þetta sé komið hjá þér. Spennt að heyra hvað kemur út frá lækni á þrið :)

everything is doable | 6. nóv. '15, kl: 18:07:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Þetta er bara alveg jákvætt próf =) ef þú villt flotta línu þá myndi ég taka first responce próf því það er nákvæmara en þetta próf og gefur sterkari línu =)

list90 | 6. nóv. '15, kl: 19:28:56 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Úff vonandi er þetta jákvætt.. Ég bara þessi próf þannig ég prófa bara aftur í fyrramálið :) Kem með update!

list90 | 6. nóv. '15, kl: 21:25:05 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Hvar fæst first response?:)

everything is doable | 6. nóv. '15, kl: 21:43:19 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

frjosemi.is getur panntað og fengið að sækja hjá henni eða þá beðið þessa 2 daga sem það tekur að koma með pósti

list90 | 7. nóv. '15, kl: 14:03:17 | Svara | Þungun | 0

Jæja annað update...


Efra er það sem ég tók núna í morgun og hitt er síðan í gærkvöldið.. Kærastinn minn segir að þetta sé ekki marktækt af því línan er ekki nógu sterkt. Eitthvað til í því hjá honum?

list90 | 7. nóv. '15, kl: 14:03:32 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

[IMG] http://i67.tinypic.com/2zsqp01.jpg[/IMG]

everything is doable | 7. nóv. '15, kl: 14:57:04 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

lína er lína og ég sé ekki betur en að hún sé að dekkjast svo ég myndi bara alveg vel þora að fagna =) 

list90 | 7. nóv. '15, kl: 15:01:30 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Jáá.. mig langar það rosalega! En þori því ekki alveg strax, og hvað þá þegar kærastinn minn er ekki alveg að trúa því að þetta sé kannski jákvætt. Keypti exacto og prófa það í fyrramálið, það ætti að gefa mér nokkuð góða niðurstöðu :-)

list90 | 7. nóv. '15, kl: 15:34:02 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Er svo prófsjúk að ég gat ekki beðið þar til í fyrramálið og tók prófið bara núna. En ég fæ svipað ljósa línu á það líka. Ef ég er síðan ekki ólétt að þá er ég hætt að taka þungunarpróf... úff!

everything is doable | 7. nóv. '15, kl: 17:47:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Það er alveg eðlilegt að hún dökkni ekki strax það tekur 2 sólahirnga sirka fyrir hormónin að tvöfaldast og líklegast er að þú hafir fegið fyrstu jákvæðu línuna mjög snemma en til að taka allan vafa af og fá af eða á geturu panntað clear blue digital próf með week indicator á frjosemi.is þá færðu bara svar ólétt eða ekki ólétt =) 

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 7. nóv. '15, kl: 20:08:44 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Af hvejru ekki að taka digital? Þá stendur pregnant eða not pregnant

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

list90 | 7. nóv. '15, kl: 20:19:35 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Væri búin að kaupa mér af það væri ekki helgi:) Fæst það ekki bara á frjosemi.is ??

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 7. nóv. '15, kl: 22:17:55 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég veit ekki, mér sýnast öll próf vera digital þar sem ég bý (erlendis)


Held að það sé hægt í lyfju samt

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

list90 | 8. nóv. '15, kl: 15:21:46 | Svara | Þungun | 0

Tók 2 próf í dag sem voru orðin alveg neikvæð og línurnar mínar horfnar :/ Kemísk þungun þá eða?

everything is doable | 8. nóv. '15, kl: 15:42:16 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

það hljómar því miður þannig :( 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4797 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Bland.is, paulobrien, Paul O'Brien, annarut123, tinnzy123, Guddie