Einhverfa ungabarna

Leyni stelpa | 26. des. '10, kl: 21:41:36 | 3845 | Svara | Er.is | 0

Ef þið eigið börn sem eru einhverf getið þið þá sagt mér hvernig þau voru sem ungabörn, mammafælur? mömmubörn? Sein í hreyfiþroska?
Lengi með ungbarnaviðbrögð sem eiga að vera farin?

Smá aðstoð óskast takk.

 

15. Febrúar 2012 kemur búmbubúinn.

ove | 26. des. '10, kl: 21:45:34 | Svara | Er.is | 1

börn fá yfirleitt ekki greininguna einhverfa fyrr en eftir tveggja ára aldurinn, en sumir foreldrar tala um að hafa séð einkenni hjá þeim mjög ungum, s.s lítill hreyfiþroski. Börn eru einmitt oft send í skoðun þegar þau virðast hafa lélegan hreyfiþroska.

Leyni stelpa | 26. des. '10, kl: 21:46:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er einmitt að fiska eftir að vita hvað var það sem var valdandi grun um einhverfu lönu fyrir greiningu.

15. Febrúar 2012 kemur búmbubúinn.

Leyni stelpa | 26. des. '10, kl: 21:47:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má senda mér skilaboð.

15. Febrúar 2012 kemur búmbubúinn.

ove | 26. des. '10, kl: 21:49:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

lélegur hreyfiþroski, lítið tal og börnin eru óvirk segja foreldrar sumra barna.

KuTTer
dísadísa | 27. des. '10, kl: 02:40:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég hef nú aldrei heyrt um að það sé hægt að greina börn með einhverfu fyrr en í lang fyrsta lagi um eins árs aldurinn. Það er ekki hægt að greina þetta nema það séu marktæk frávik í málþroska og félagsþroska og þriggja vikna börn hafa mjög takmarkaða færni í báðu alveg sama hvort þau eru einhverf eða ekki. Finnst mjög skrítið að læknirinn hafi gert þetta svona snemma :/

KuTTer | 27. des. '10, kl: 02:42:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér líka, við fórum nánast að pína barnið til þess að halda augnsambandi við okkur.
Finnst þetta ömulegt ef þetta er ekki satt.

Annars hef ég aldrei heyr um að svona lítil börn sé mikið í því, og sagði það við hann.

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

dísadísa | 27. des. '10, kl: 02:50:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Einmitt, þriggja vikna börn sjá voðalega takmarkað ennþá og eiga erfitt með að halda fókus. Það er ekkert óeðlilegt við það.

Sunshine | 26. des. '10, kl: 21:48:12 | Svara | Er.is | 2

Minn er greindur með asperger 11 ára. Sem ungabarn var hann mjög háður foreldrum sínum en sótti þó aldrei í kúr eða knús eða neitt slíkt. Kom t.d. aldrei uppí til okkar eða sótti í að vera í þannig nálægð við okkur. Sem ungabarn þá grét hann lítið, brjóstagjöf gekk illa líka. Hreyfiþroski var alveg eðlilegur fyrir utan að hann vildi eða gat aldrei náð tökum á að hjóla almennilega.
Sársaukaskyn var brenglað, sársaukaþröskuldur mjög hár en svo skelfingu lostinn yfir smá skeinum.
Hann gat aldrei leikið við aðra krakka nema við værum við hlið hans, gat ekki sótt eftir félagsskap við aðra krakka. Hann var mjög upptekinn af hlutverkaleikjum og var nánast alltaf í hlutverkum. Datt inn í allskonar dellur og var fastur þar í langan tíma....risaeðlur, ofurhetjur o.s.frv. Veit að þessi skeið eru eðlileg hjá flestum krökkum en hjá honum voru þessi skeið mun ýktari og lengur að ganga yfir.
Vildi bara borða af ákveðnum disk og nota ákv. glas. Matur mátti ekki blandast á disknum og gat ekki borðað mat sem var með ákv. áferð eins og brauð með korni, gos, hlaup o.s.frv.

Jósa | 26. des. '10, kl: 21:48:33 | Svara | Er.is | 6

Ég á tvö einhverf börn og þau voru mjög ólík sem ungabörn annað mikið mömmu barn en hitt vildi vera hjá hverjum sem var. Annað var mjög vært en hitt algjör vökustaur. Ég held að einhverfu börnin séu eins ólík eins og þau heilbrigðu. Annað hjá mér var seint í hreyfiþroska en ekki hitt.

dísadísa | 26. des. '10, kl: 22:00:14 | Svara | Er.is | 0

Held að þetta með ungbarnaviðbrögðin eigi ekki sérstaklega við um einhverfu, en er mjög algengt hjá börnum með CP (heilalömun. Hjá flestum börnum með einhverfu er ekki um að ræða marktæk frávik í hreyfiþroska, en áráttukenndar hreyfingar eru yfirleitt til staðar t.d. sveifla höndum, snúa sér í hringi o.fl. Aðalástæðan fyrir því að erfitt er að greina einhverfu fyrir tveggja ára aldur er að stærstu frávikin eru í málþroska og félagsþroska, sem er erfitt að sjá þegar börnin eru það ung að þau eru ekki komin með mikla kunnáttu á því sviði.

Ég á ekki barn með einhverfu en ég hef unnið með fötluðum börnum lengi og er í þroskaþjálfanum núna, ef það er eitthvað sem þig langar að spyrja um sem byggist ekki á reynslu heldur eitthvað meira almennt þá máttu alveg senda mér skilaboð.

Kate123 | 26. des. '10, kl: 22:09:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ungbarnaviðbrögð geta varað lengi já ef þú ert að tala um það, en fyrstu einkenni eru að þau sækja ekki í knús og eiga erfitt með augnsamband og flest eru með seinkaðan málþroska, annars er hreyfiþroski almennt í lagi

Hosseini | 26. des. '10, kl: 22:29:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju spyrð þú að þessu? Grunar þig að eitthvað barn sem þú þekkir sé með einhverfu? Hver eru einkennin?
Mörg börn með þroskafrávik/einhverfu eru t.d. mjög "lin" með lága vöðvaspennu.

Leyni stelpa | 26. des. '10, kl: 23:14:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mig grunar mitt barn.

15. Febrúar 2012 kemur búmbubúinn.

dísadísa | 26. des. '10, kl: 23:39:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er barnið gamalt?

Táldís | 26. des. '10, kl: 22:28:32 | Svara | Er.is | 0

væri einmitt til í að vita þetta

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

shiva | 26. des. '10, kl: 22:40:26 | Svara | Er.is | 0

Sonur minn er á einhverfurófinu. Hann var með góðan hreyfiþroska og góðan málþroska þegar hann var ungur. Mátti bara aldrei skilja hann eftir einan.
Hann var alls ekki mannafæla, vildi alltaf hafa einhvern hjá sér og var alveg sama hver það var. Ég var t.d ekki sérstakari en annað fólk.

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

shiva | 26. des. '10, kl: 22:43:57 | Svara | Er.is | 0

Vil bæta því við að mér fannst ekkert athugavert við hann fyrr en hann varð um tveggja ára. Fyrir utan bara það að mér fannst önnur börn vera duglegri að leika sér sjálf, það hefur hann aldrei getað almennilega.

En á tveggja ára aldrinum fór hann á the terrible twos og hefur nánast ekki yfirgefið það stig :þ hehe.

En mótþróa og ADHD einkennin finnst mér miklu erfiðari.

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

ert
shiva | 27. des. '10, kl: 00:01:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég hef auðvitað ekki hugmynd hvort er...

En either way þá er mótþróinn það leiðinlegasta, hvort sem hann er partur af einhverfunni eða mótþróaröskuninni.

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

miramis | 27. des. '10, kl: 00:46:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig lýsir mótþróinn sér?

shiva | 27. des. '10, kl: 02:22:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tja, flest börn sýna mótþróa, held að flestir sem eiga börn hafi kynnst mótþróa, svo er bara að margfalda hann nokkrum sinnum og maður er komin með barn með mótþróaröskun.

Það er ekki barátta í fyrstu 3-10 skiptin sem barnið á að gera eitthvað það er barátta í hvert eitt og einasta skipti.

Ögrandi augnaráð og "smirk" þegar maður biður barn um að hætta einhverju.

Barn t.d lemur í borð og býr til hávaða, maður biður barnið um að hætta og þá slær það fastar og hraðar í borðið og horfir ögrandi á mann á meðan.

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

Tannpína | 27. des. '10, kl: 01:18:55 | Svara | Er.is | 1

Ég á barn með dæmigerða einhverfu, ég fór ekki að hafa áhyggjur af honum fyrr en um og eftir eins árs, en þegar ég lít til baka þá var hann ekki mannafæla og mér fannst hann alveg svakalega klár sem ég held að hafi verið einkenni: Hann var alls ekki seinn í hreyfiþroska og var í rauninni aldrei með ungbarnahreyfingar, var farinn að tína klink í sparibauk, skrúfa sundur og saman penna og stinga sjálfur rörinu í safafernuna fyrir eins árs! og var alveg öfga snyrtilegur!

oppe | 27. des. '10, kl: 03:34:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hey ertu úr Eyjum???

Ég er eins og ég er.

Tannpína | 27. des. '10, kl: 10:58:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég er ekki úr eyjum.

nibba | 27. des. '10, kl: 09:26:51 | Svara | Er.is | 0

Minn gutti sem er forgreindur á einhverfurófi var mjög rólegur í móðurkviði, seinn í hreyfiþroska og erfitt að ná augnsambandi við hann lengi vel. Hann á í dag í mestum vandræðum með félagsþroska og er 4 ára.

snússa | 27. des. '10, kl: 18:08:47 | Svara | Er.is | 0

Það sem ég tók eftir með minn einhverfa dreng að hann vildi ekki snertingu og barðist umm á hæl og hnakka í fanginu á okkur foreldrunum og vildi ekki vera hjá okkur. Þetta var það fyrsta sem við tókum eftir og þetta var svona alveg frá byrjun.

nema | 27. des. '10, kl: 19:55:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er hann gamall núna?

Ég er eins og þið margar hér, með áhyggjur. Minn er hins vegar stundum til í að vera hjá mér, stundum ekki og brýst um og vill fara. Hann nær augnsambandi vel og góður i hreyfiþroska. Hins vegar er lítið um tal, mamma, dudda eru einu orðin og hann er eins árs.
Brjóstagjöf gekk illa.

KV.
nema...hvað?

Leyni stelpa | 27. des. '10, kl: 21:05:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hversu gamall fékk hann einhverfu greiningu?

15. Febrúar 2012 kemur búmbubúinn.

BlerWitch | 27. des. '10, kl: 21:08:17 | Svara | Er.is | 0

Hér er listi yfir algeng einkenni sem foreldrar taka eftir:

•Svarar ekki kalli (bregst ekki við nafni)
• Virðist stundum heyra en stundum ekki
• Getur ekki sagt hvað hann/hún vill
• Fylgir ekki fyrirmælum
• Bendir ekki og vinkar ekki bless
• Notaði nokkur orð sem nú heyrast ekki lengur
• Notar ekki bros í samskiptum Virðist helst vilja leika ein(n)
• Nær í það sem hann/hana vantar frekar en að biðja um hjálp
• Erfitt að ná augnsambandi
• Er í eigin heimi, lokar sig af
• Hefur ekki áhuga á öðrum börnum
• Fær reiðiköst af litlu eða óskiljanlegu tilefni
• Er mikið á ferðinni, ósamvinnuþýð(ur)
• Kann ekki að leika sér með dót
• Hefur óvenjuleg tengsl við hluti
• Er ofurnæm(ur) á ákveðin hljóð
• Hreyfir sig skrítilega á köflum

kevath | 27. des. '10, kl: 21:23:50 | Svara | Er.is | 0

Eldri strákurinn minn er á einhverfurófinu..
Það sem ég tók eftir þegar hann var um sex mánaða aldur var að hann snéri öllu, um leið og hann lærði að sitja þá snéri hann snuðinu sínu og skemmti sér konunglega, ef hann var pirraður þá þurfti bara að snúa viftu og hann hætti og skemmti sér svakalega vel, hann dundaði sér heillengi að snúa segul á ísskápi.
Hann er enginn mannafæla, hann er algjör mömmustrákur, elskar að knúsast og kúra.. hann var alveg með krökkunum á sínum aldri í talþroska fram að þriggja ára aldri þá varð hann eftir, en er búnað ná sér á strik núna með góðu stuðning :)

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

RMR33 | 27. des. '10, kl: 21:40:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hafði hann áhuga á að vera með öðrum börnum að leika?

kevath | 27. des. '10, kl: 22:21:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann var mikið bara einn að leika sér með bíla, en hann hefur áhuga a að leika sér með öðrum börnum í dag, en er að læra að spurja þau að því hvort að þau vilji leika, eiga frumkvæði að leik og taka þátt í þeim leikjum sem þau eru í.. hann á líka frekar erfitt með að deila hlutunum sem hann er með, en þetta er allt á góðri leið hjá honum :)

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

Leyni stelpa | 27. des. '10, kl: 21:42:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sé bara fleiri og fleiri einkenni þess að minn sé með einhverfu.

15. Febrúar 2012 kemur búmbubúinn.

ert | 27. des. '10, kl: 22:06:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En passaðu þig á því að fólk finnur það sem það er leita að.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

mútta2 | 27. des. '10, kl: 22:02:10 | Svara | Er.is | 0

ég hef oft heyrt að það að börnin hafi ekki byrjað að benda eins og jafnaldrar þeirra hafi vakið áhyggjur foreldra einhverfra barna

foolish | 27. des. '10, kl: 22:56:13 | Svara | Er.is | 1

Elsta stelpan mín var sein í hreyfiþroska og ég fékk einu sinni athugasemd frá leikskólanum um að hún væri frekar sein í málþroska. í dag er hún næstum of klár, les eins og vindurinn og er mjög framarlega í þroska. Kennarinn hennar vildi meira að segja flytja hana upp um bekk í fyrra en ég tók fyrir það. Í skólanum fær hún auka verkefni og er að standa sig rosalega vel og líður vel.

Passaðu þig bara á því að vera ekki að einblína á ákveðna hluti! Eins og "ert" bendir á þá er mjög auðvelt að sjá það sem maður "vill" sjá....það þarf ekkert að vera að það sé neitt athugavert við þitt barn. Gott að vera meðvitaður en maður þarf samt að passa sig. Öll börn eru ólík og varðandi þroska þá eru þetta alltaf viðmið....það er ekkert sett í stein.

astone | 26. jún. '15, kl: 00:51:15 | Svara | Er.is | 1

Áhugaverðar upplýsingar hér, einmitt það sem mig þurfti. En mig langar að vita Leynistelpa, er barnið þitt komið með greiningu núna 5 árum seinna?

Emmellí | 26. jún. '15, kl: 08:44:14 | Svara | Er.is | 0

Undir 2 ára aldri þá var hann svona þegar maður lítur til baka : Fínn hreyfiþroski, en hann var mannafæl strax við 4-5 mánaða aldurinn, varkár (klifraði ekki - en það tengdist kvíða), aðskilnaðarkvíða, matvandur  og vildi aldrei ný útiföt (það var bara drama að fá nýja húfu, var lengi að venjast pollagallanum t.d.). Seinn til tals (þ.e. byrjaði alveg að tala á réttum tíma en svo gekk það hægt)

 

Hann var samt drauma barn hvað annað varðaði, stilltur, grét lítið, dundaði sér við dót á gólfinu. Þurfti aldrei að skamma hann fyrir neitt !

Emmellí | 26. jún. '15, kl: 08:46:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

dæs sé að þetta er gömul umræða !!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Umsókn í háskóla synjað :( Fudge 1.6.2023
Síða 10 af 47608 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, Guddie