Einn erfiður 6 ára

karala | 15. ágú. '16, kl: 18:03:15 | 266 | Svara | Er.is | 0

Er með dreng sem er alveg að gera mig gaga! Hann er algjör ljúflingur, eða var það allavegna. Hefur alveg skap en alltaf sýnt iðrun þegar hann hefur gengið of langt. En síðustu mánuði er hann bara alveg on fire! Rífur kjaft, gargar úr frekju (ákveðni ef það hljómar betur ;) ), tryllist hreinlega ef hann fær ekki það sem hann vill ... og er svo dásamlega þrjóskur að hann gefst ekki upp ef hann vill eitthvað.
Í dag vildi hann t.d. fá að fara í tölvuna, fékk það í smá tíma og horfði svo á eina bíómynd. Ég sagði svo að nú væri ekki meiri skjátími .... en allur dagurinn hefur farið í köst út af því að hann Vill fá meiri tölvutíma og suðar og suðar og suuuuuuuuuuuuuuuuðar (er orðin nett uppgefin af þessu).
Svona hefur allt sumarfríið verið. Um leið og eitthvað prógram/leikur við aðra klárast þá hangir hann fúll í mér. Ég er mjög staðföst og er ekki að láta undan þó hann þreyti mig... en hann virðist enn staðfastari en ég :/
Vantar því ráð áður en ég verða alveg púnteruð!

 

safapressa | 15. ágú. '16, kl: 18:32:45 | Svara | Er.is | 0

Vera staðföst. Nei þýðir nei, ef þú hefur átt það til að gefa eftir þá heldur hann alltaf áfram að suða. Vera með fyrirfram ákveðinn skjátíma á dag, t.d. 30, 60 mín eða hvað hentar ykkur. Jafnvel tala við hann í upphafi hvers dags hvernig dagurinn verður og hvað verður í boði fyrir hann að gera. Sumarfrí eru oft erfið, skiljanlega, börn fara úr mikilli rútínu oft í enga og upplifa jafnvel smá rótleysi þegar þau þurfa sjálf að hafa ofan af sjálfum sér. 

safapressa | 15. ágú. '16, kl: 18:33:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrirgefðu, ég las þetta svo hratt yfir, þú ert greinilega mjög staðföst :)

Salvelinus | 15. ágú. '16, kl: 18:41:42 | Svara | Er.is | 2

Ef þú ætlar að vera með ákveðinn skjátíma verður hann að vita það fyrirfram og helst sýnilegt, t.d. með klukku, eggjaklukku eða eitthvað. Ekki bara "jæja, nú er komið gott"

isora | 15. ágú. '16, kl: 22:29:21 | Svara | Er.is | 0

Hann vantar mögulega eitthvað skemmtilegt að gera sem er ekki tölva. Það virkar best á minn gaur að koma honum í annan leik. Viltu ekki fara í legó/viltu perla (minn 6 að verða 7 ára elskar að perla. Ég prentaði út perlaðar myndir af minions, Mario bros, Star Wars köllum og hann perlar út í eitt). Oft hjálpar að fá vin í heimsókn. Þá gengur oft betur að finna leik.

isora | 16. ágú. '16, kl: 00:25:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og ég er alveg búin að koma honum í skilning um að ef hann suðar endalaust um tölvuna eða fer í fýlu afþví að við slökktum á sjónvarpi/tölvu þá lengist tíminn þangað til hann má fara í þetta aftur.

Boozt | 15. ágú. '16, kl: 22:40:05 | Svara | Er.is | 2

Ég á einn fimm ára sem hljómar dáldíð líkt þínum. Það var alltaf allt í háa loft hérna þegar hann var 4 ára á heimilinu þar til við fórum að nota aðrar aðferðir á hann en áður. M.a. reyni ég að nota ekki oft orðið nei, heldur neita með jái... S.s. í stað þess að segja bara nei þá segi ég kanski já núna ertu búinn að horfa á sjónvarpið og þú mátt horfa aftur á morgun (eða eitthvað álíka sem er viðeigandi við hverja aðstæður).

Eins nota ég mikið eins og ein talar um að það sé allt fyrirfram vitað og helst sýnilegt. Og svo kemur viðvörun áður en tímin er búin, "núna eru 5 mínútur þar til tíminn er búinn", eða "þegar þessi þáttur klárast á að slökka."

Svo hjálpaði 1,2,3 aðferðin mér mikið til að fá hann til að stoppa óæskilega hegðun (óþekkt). Þá útskýrði ég fyrir honum af ef ég segi 3 þá er hann tekinn úr aðstæðum og svo leyft að jafna sig/hugsa málið í x margar mínútur inní herbergi.

Eins ef hann er mjög reiður eða æstur þá tek ég hann úr aðstæðunum og leyfi honum að jafna sig, oftast inní rúmi. Ég er lang oftast hjá honum á meðan, og útskýri fyrir honum hvaða tilfinningar þetta séu sem hann er að berjast við, játa að þetta eru raunverulegar tilfinningar sem vissulega eiga rétt á sér, en maður þarf stundum að læra að takast á við þær. "Já ég veit þú ert svekktur að meiga ekki horfa meira, það er svo gaman. En svo þarf að hætta því að þa er ekki gott að horfa of mikið. ..."


Þetta er svona undan og ofan af því sem við gerðum, kanski ekki auðvelt að útskýra mjög vel í stuttu máli.
Svo afþví við erum tvö (ég og maðurinn minn) í þessu að þá reynum við að halda okkur við að einn í einu dílí við hann ef svona kemur upp, en ef hinn aðilinn er sjálfur orðin mjög pirraður og að nálgast að reiðast þá skiptum við. S.s. svo að það sé ekki reitt foreldri að reyna díla við kolvitlausan krakka ;) heldur pollrólegur einstaklingur sem nær að róa barnið frekar þannig niður.

Allavega, lífið hérna á heimilinu er oft ansi líflegt (eigum 3 börn) en þessar aðferðir hafa hjálpað drengnum mikið að læra og skilja skapið í sér. En hann er bara 5 ára og á alveg sína daga, og við hin svo sem líka :D Gangi þér vel.

Dalía 1979 | 15. ágú. '16, kl: 23:14:20 | Svara | Er.is | 0

Minn var svona á þessum aldri fékk greiningu sem kallast mótþróaþrjóskuröskun er orðinn fullvaxta karlmaður og hagar sér enn svona ef hann fær ekki það sem hann vill

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Silfurskottur milky way 18.2.2015 5.12.2023 | 04:40
Skyldmenni Krystal Carey 20.7.2006 5.12.2023 | 04:39
Síða 5 af 47844 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien, Bland.is, annarut123, Guddie