Einstæðar mæður á leigumarkaði

stress stelpa | 14. nóv. '15, kl: 17:08:03 | 1582 | Svara | Er.is | 0

Sælar


Laaaangt síðan ég tók þátt í umræðum hér og ég þekki ekki demógrafíuna hérna lengur. En er ekki samt allt morandi í einstæðum mæðrum á leigumarkaði hérna?
Ég er að spá í því hvernig þið farið að þessu.


Ég er að flytja af stúdentagörðum og með mína tvo skólastráka, háskólagráðu og fínustu vinnu virðist vera að ég geti greitt 1.691 kr í húsnæði miðað við framfærsluviðmið.


Mamma segir að ég eigi að tala við féló en ég þykist viss um að margir séu í mun verri stöðu en ég svo ég reikna með að koma að tómum kofanum þar. Aðrir stinga uppá að ég láti mömmu taka lífeyrissjóðslán með veði í fasteign fyrir útborgun íbúð... en þó svo mamma ætti fasteign (sem hún gerir ekki) þá kæmist ég ekki í gegnum greiðslumat.


En segjum að ég geti pungað út 150-170þús kalli á mánuði fyrir leigu (sem væri alveg hægt að láta sig hafa með mjög mikilli leikni), þá væri varla neitt að fá nema 2-3ja herbergja og á því svæði sem ég er og vil vera á (107) væri jafnvel ekki hægt að fá 3ja herbergja. 


Hvað á maður að gera?


Vændi bara?


?

 

A Powerful Noise | 14. nóv. '15, kl: 17:11:17 | Svara | Er.is | 1

Fyrsta sem ég gerði var að fara í fósturstellingu og væla. 


Svo fann ég íbúð með auka herbergi og fékk fjölskyldumeðlim til að leigja það og hjálpa til með leiguna. Gæti ekki gert þetta ein. 

__________________________
Pay no attention to the faults of others,
things done or left undone by others.
Consider only what by oneself is done or left undone.

stress stelpa | 14. nóv. '15, kl: 17:30:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég myndi bara ekki meika það, þá færi ég frekar út á land. 


Hvar finnur maður sykurpabba á þessum síðustu og verstu?

Gunnýkr | 15. nóv. '15, kl: 00:14:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nennirðu að segja mér ef þú kemst að því :p


Ég ætla á Ásbrú. Það er viðráðanleg leiga þar :/

stress stelpa | 15. nóv. '15, kl: 09:43:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér sýnist sykurpabbarnir nú lúra á bland... allavega fékk ég skilaboð :/

Bakasana | 15. nóv. '15, kl: 09:53:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

M.v. ástandið á umræðum hér síðustu daga hugsa ég að það séu meiri líkur á því að skilaboðin komi frá einhverjum sem kláraði ekki grunnskólann, býr í kjallaranum hjá mömmu sinni, hefur aldrei verið við konu kenndur og er haldinn ranghugmyndum, en sykurpabba sem veit ekki aura sinna tal. 

stress stelpa | 15. nóv. '15, kl: 10:04:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fæ alltaf þá tilfinningu um þessi netkríp. En var svosem líka bara að grínast með vændið og sykurpabbann. Súrt

Colombiana | 20. nóv. '15, kl: 06:13:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú - varstu ekki að auglýsa eftir "sykurpabba?"

noneofyourbusiness | 14. nóv. '15, kl: 17:29:20 | Svara | Er.is | 0

Ég er einstæð móðir en ekki á leigumarkaði, sem betur fer. Með öllu er ég að borga sirka 30-40% minna en ég myndi borga í leigu af sambærilegu húsnæði og á samt ekkert auðvelt með að ná endum saman. 


Að leigja með öðrum er ein leið. Að leigja út herbergi er önnur leið. Að flytja í ódýrari hverfi er líka möguleiki. 

stress stelpa | 14. nóv. '15, kl: 17:35:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það virðist samt ekki vera svo mikill munur milli hverfa.

noneofyourbusiness | 15. nóv. '15, kl: 12:06:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er mun ódýrara að leigja í Breiðholti og Hafnarfirði en í 101, 105, 107 og 108, til dæmis. 

Zanuzzi | 14. nóv. '15, kl: 17:58:43 | Svara | Er.is | 0

Flytja í Reykjanesbæ, leigja bílskúr eða leigja með öðrum sýnist mér vera eina lausnin. Jafnvel flýja land.

stress stelpa | 14. nóv. '15, kl: 18:05:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Var að koma úr Reykjanesbæ og langar ekki aftur, bílskúrinn er pæling og leigja með annarri einstæðri er eitthvað að gerast í hausnum á mér. 


Trade-offið er prívasí versus fallegt og þægilegt heimili. Ég væri svosem alveg týpan í að aðlagast svona sambúð en manneskjan þyrfti þá að vera almennileg í mínum bókum.

grænnbanani | 19. nóv. '15, kl: 16:35:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt. Ef þú ert einstæð þá bara getur þú ekki búið á höfuðborgarsvæðinu.

Kykvendi | 14. nóv. '15, kl: 18:24:31 | Svara | Er.is | 1

Ég er reyndar ekki á leigumarkaði, en hef síðustu 2 ár búið inni á foreldrum (í gamla herberginu mínu), búið í reykjanesbæ (ódýrari leiga) og svo búið í kjallara foreldra minna gegn hóflegri leigu.

Er nýbúin að geta keypt, sem betur fer, en ef ég hefði ekki getað það þá hefði ég næst flutt inn með einhverjum öðrum. 2 einstæðar mæður sem deila íbúð eru kannski að fara með rúmlega 100 hvor í leigu, og geta samnýtt hluti eins og sjónvarpsáskriftir og nettengingu... Nú eða leigja minnstu og ódýrustu kompu sem finnst, en ef þú ert með börn á skólaaldri þá getur verið mjög lýjandi að deila herbergi með þeim (og þau þurfa líka sitt prívat rými)..

Máni | 14. nóv. '15, kl: 18:37:48 | Svara | Er.is | 2

Er einstæð í eigin íbúð mjög vel menntuð í fínu starfi og þetta er varla að virka. Á ekki bíl en borga námslán og svona.

Svala Sjana | 14. nóv. '15, kl: 19:28:29 | Svara | Er.is | 2

Fara í annað hverfi?
Fara út á land?
Láta börnin vera saman í herbergi?

Kv Svala

stress stelpa | 14. nóv. '15, kl: 19:56:50 | Svara | Er.is | 0

Ég vinn á höfuðborgarsvæðinu svo ekki fer ég langt í burtu. Leiguverð er samt alls staðar allt of hátt fyrir mína "neikvæðu greiðslugetu" og ekki mikill munur milli hverfa þó hann sé einhver. Og krakkarnir eru saman í herbergi - spurning hvort ég þarf að troða oklur öllum saman í herbergi.

Ziha | 15. nóv. '15, kl: 12:14:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Getur líka látið þá sofa í herberginu og þú í stofunni..... margir hafa þurft að bjarga sér þannig.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Lilith | 17. nóv. '15, kl: 11:31:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Samt svo glatað að geta ekki verið með almennilegt húsnæði þó svo maður sé einstæður.

Blah!

svartasunna | 17. nóv. '15, kl: 14:43:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nkl. Á landi þar sem er alveg nóg pláss. Alveg ömurlegur markaður. Get t.d. sagt að sem leigusali þá eru lögin líka mjög gölluð, t.d. varðandi tryggingarupphæðir o.fl. Það er hægt að tryggja bílinn sinn, hundana og húsið t.d. að ákveðnu leiti en það er ólöglegt að fá meira en 3ja mánaða tryggingu vegna vanefnda/skemmda af hálfu leigjanda. Það bætir ekki mikið ef allt fer í óefni, sérstaklega þegar það getur tekið marga mánuði að ná viðkomandi út. 
Lögin eru alltof veik á báða bóga.

______________________________________________________________________

Snobbhænan | 17. nóv. '15, kl: 14:57:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörlega sammála.

Lilith | 17. nóv. '15, kl: 15:47:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég skil það vel. Á móti þá mætti bjóða leigjendum upp á auðveldari leiðir við að leggja fram tryggingu, eins og að kaupa tryggingu ens og reyndar er eitthvað byrjað.. Borga þá bara mánaðarlegt gjald, rétt eins og maður borgar tryggingar af bílnum sínum o.s.frv. Það getur verið ansi erfitt að punga upp hárri upphæð fyrir leigutryggingu.

Blah!

svartasunna | 17. nóv. '15, kl: 15:55:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en það má ekki fara framá lagalega séð meira en 3 mánuði. S.s. ef það verða vanefndir þá get ég ekki sem leigusali farið fram á endanlega upphæð endilega. Það þarf að breyta lögunum fyrst og búa svo til tryggingarbatterí sem tryggir hærri fjárhæð.

______________________________________________________________________

noldurseggur | 17. nóv. '15, kl: 18:53:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reyndar mikill misskilningur að hámarkið séu þrír mánuðir. Þriggja mánaða hámarkið á eingöngu við ef lagt er fram tryggingafé. Ef lögð er fram önnur trygging (s.s. bankaábyrgð, sjálfskuldarábyrgð einhvers þriðja aðila eða leigugreiðslutrygging frá t.d. Leiguvernd) þá fer fjárhæð tryggingar alfarið eftir samkomulagi leigusala og leigutaka.

svartasunna | 17. nóv. '15, kl: 20:55:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaðan hefurðu þær upplýsingar? Èg hef lesið lögin og þau tala bara um combo á fyrirframgreiðslu og tryggingu sem megi ekki fara yfir 3 mán leigu.

Skoðaði síðu hjá leigutryggingafyrirtæki og þetta var óljóst hjá þeim. Ef þeir innheimta segjum 5000 kr á mán hjá leigjanda/leigusala og ábyrgjast að 6 mán liðnum (eða þegar samningi líkur) að borga uppí 80% af óborgaðri leigu/skemmdum þá er það frábært. Èg myndi t.d vilja tryggingu uppá 5-7 milljónir í leiguvernd sem leigusali. Veistu hvað leigjandi þarf að borga mikið á mán fyrir það?

______________________________________________________________________

svartasunna | 17. nóv. '15, kl: 21:00:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skv. t.d. leiguvernd.is þá virðast þeir bara dekka tryggingafèð (3 mán leigu) svo að leigjandi þurfi ekki að staðgreiða hana.

______________________________________________________________________

noldurseggur | 18. nóv. '15, kl: 21:20:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

40.gr laga 36/1994 um húsaleigu, sér í lagi 1. og 2. grein. Í þeirri fyrstu er talað um tegundir trygginga en í annarri málsgrein segir að tryggingarfjárhæð fari eftir samkomulagi í öllum tilfellum nema þegar um tryggingafé er að ræða þar sem fjárhæðin er hámörkuð við þriggja mánaða leigu.

Algengt væl í leigutökum að trygging umfram þrjá mánuði sé ólögleg, en svo er ekki.

svartasunna | 19. nóv. '15, kl: 16:19:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok takk fyrir uppl. 


En þetta kostar nú sitt. T.d. ef ég vil tryggja eignina mína uppá 15 millj, þá þarf leigjandi að borga frá 1.5 - 3 mills á ári (eftir áhættumati)

Frekar mikið m.v. að það að tryggja hús uppá 54 mills (fasteigna og brunamat) er mun lægra.

______________________________________________________________________

noldurseggur | 19. nóv. '15, kl: 18:21:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég væri leigusali þá færi ég fram á bankaábyrgð (sem er í raun ígildi tryggingafjár) sem væri að minnsta kosti sex mánaða leiga.

brekihelga | 16. nóv. '15, kl: 12:27:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég reddaði mer með því að vera á svefnsófa í stofuni og krakkarnir fengu herbergi fyrst eftir að ég skildi.

Snobbhænan | 14. nóv. '15, kl: 20:46:22 | Svara | Er.is | 1

Ég er einstæð en reyndar ekki á leigumarkaði. 
Ég er vel menntuð, og í ágætu starfi, en maður finnur alveg f því að vera ein að reka heimili.


Miðað við þína stöðu núna þá myndi ég leita að samleigjanda. Held að það sé skásta lausnin.
Auðvitað er best í heimi að vera einn með sínum í sínu - en það er ekki alltaf hægt.  Gangi þér vel.

sigurlas
Bakasana | 15. nóv. '15, kl: 01:41:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

er ekki flest í lífinu betra en vera fastur í sambúð með aula? 


Ég hafði sem betur fer vit á því að fara í sambúð með manni sem telst ekki auli. mér reiknast m.a.s. til að það hafi verið fjárhagslegur ávinningur af því að hætta að fá 30þúsundkall fjórum sinnum á ári og fara að fá inn nokkra hundraðþúsundkalla 12 sinnum á ári. 


noneofyourbusiness | 15. nóv. '15, kl: 12:08:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þvílíkar bætur? Ég fæ um 20 þ. í barnabætur á mánuði. Alveg svakalegt ríkidæmi. 

saedis88 | 15. nóv. '15, kl: 16:15:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jájá akkúrat. ég hef það ÞÚSUNDSINNUM betra með að hafa lægri bætur og mann í rúminu mín.

sigurlas | 14. nóv. '15, kl: 21:57:59 | Svara | Er.is | 12

fáránlegt að festa sig við 107. Snobbdýrasta svæði landsins og þú þarft ekkert að vera þar.

Þjóðarblómið | 15. nóv. '15, kl: 10:20:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hún var þar á stúdentagörðum og börnin eru þar í skóla. Það er meira en að segja það að rífa börnin upp með rótum. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

sigurlas | 15. nóv. '15, kl: 10:31:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

auðvitað. En það er líka tekið fram að það séu takmörkuð fjárráð á heimilinu.

Er ekki betra að börnin fái að borða frekar en að fá endilega að leika með börnum Gísla Marteins og Loga Bergmanns?

Þjóðarblómið | 15. nóv. '15, kl: 16:11:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

NEi, miklu betra að leika við elítukrakkana heldur en að fá að borða heima hjá sér.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Háess
noneofyourbusiness | 15. nóv. '15, kl: 12:09:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er samt hverfi sem fæst lágtekju eða meðaltekjufólk hefur efni á. 

Þjóðarblómið | 15. nóv. '15, kl: 16:10:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit og geri mér fulla grein fyrir því. Það er samt meira en að segja það láta börnin skipta um skóla. Það er alveg smá mál.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Snobbhænan | 15. nóv. '15, kl: 17:53:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já það er það, en þegar maður er í svona stöðu þá er það bara nokkuð sem maður gerir.

positivelife | 15. nóv. '15, kl: 03:17:10 | Svara | Er.is | 2

Já þetta er mjög skítt ástandið fyrir einstæðar mæður/feður því miður. Maður tekur bara einn dag í einu ekki annað hægt held ég. Planið hjá mér er að flytja út eftir námið hér heima.

UngaDaman | 15. nóv. '15, kl: 04:40:38 | Svara | Er.is | 4

Snýst þetta eitthvað um það hvar þú vilt vera? Mér sýnist betur eiga við " Ég sætti mig við það sem ég hef efni á".

stress stelpa | 15. nóv. '15, kl: 09:39:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Auðvitað snýst þetta um það hvað ég tel best fyrir mig og fjölskylduna mína, og eðlilega leita ég ýmissa lausna og veg og met kosti og galla við það sem er í boði... og voga mér meira að segja að langa eitthvað og taka það með í reikninginn þó ég sé fátæk og beggars can't be choosers og allt það.

Máni | 15. nóv. '15, kl: 10:07:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég er með þér, eins og það sé minnsta mál að draga börn milli hverfa.

Gunnýkr | 15. nóv. '15, kl: 10:23:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

auðvita reynir maður alltaf að raska börnunum eins lítið og mögulegt er ! 
þau eru að standa í nægu þó þau þurfi ekki líka að fara að raska þessum fáu föstu hlutum sem eftir eru eins og skólinn og vinir....

Máni | 15. nóv. '15, kl: 10:46:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eruð þið að skilja?

UngaDaman | 15. nóv. '15, kl: 12:33:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Ég skil. Var einfaldlega að benda á að stundum þarf maður að breyta hugarfarinu. Fyrir mitt leyti, þá myndi ég frekar flytja í annað hverfi og "draga börn milli hverfa" en að búa í bílskúr á stað þar sem mig langar að vera. Ég þekki nú engan svona í fljótu bragði sem hefur hlotið stórskaða af að flytja með börnin í annað hverfi og þar með skóla auðvitað líka. 


Mér finnst gott húsnæði mikilvægara fyrir þau en að vera í einhverju ákveðnu hverfi, en svona erum við misjöfn. Heimurinn væri ekkert skemmtilegur ef við værum öll eins :)


Ég er sammála einhverjum hér að ofan, breiðholt og hafnarfjörður eru ódýrari en 107, engin spurning.

saedis88 | 15. nóv. '15, kl: 16:14:49 | Svara | Er.is | 3

ef þú vilt vera á þessum tiltekna stað sem er öruglega dýrasta svæðið í reykjavík þá er það auðvitað þitt val. Það er hægt að finna ódyrari leigu lengra frá þessu póstnúmeri.

ræma | 16. nóv. '15, kl: 14:24:36 | Svara | Er.is | 0

Ég flutti alveg tvisvar þegar ég var krakki og þurfti að skipta um skóla og ég lifði það bara alveg af.

Eignaðist bara nýja vini á nýja staðnum og hélt sambandi við suma gamla.

noneofyourbusiness | 16. nóv. '15, kl: 20:11:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég flutti einu sinni sem krakki og skipti um skóla, og var lengi að jafna mig á því. Þegar foreldrar mínir lýstu áhuga á því að flytja í annað sinn þegar ég var unglingur harðneitaði eg að flytja með og það var ekkert úr flutningunum. Það að flytja oft er ekki fyrir alla krakka. 

alboa | 17. nóv. '15, kl: 19:38:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að flytja einu sinni eða tvisvar er ekki oft. 


kv. alboa

stress stelpa | 16. nóv. '15, kl: 14:47:05 | Svara | Er.is | 7

Ég flutti alveg 10 sinnum sem krakki og þeir eru þegar búnir að flytja nokkrum sinnum milli bæjarfélaga. Mér finnst þetta komið gott fyrir þá. (Alveg ótrúlegt en satt þá snýst þetta um að skjóta rótum, ekki að vera fínn og fansý, enda býr alls konar fólk vestur í bæ).

choccoholic | 17. nóv. '15, kl: 17:22:58 | Svara | Er.is | 1

í hvaða póstnúmeri er vinnan? Er þetta framtíðarvinnan eða tímabundin vinna?

Annars er ég heppin að því leiti að ég er eina fyrirvinnan á mínu heimili en næ endum vel saman. Gat keypt einbýlishús (gamalt en í ok standi), bíldruslu og það sem vantaði inn á heilmilið eftir að ég byrjaði að vinna. Á fyrir öllum reikningum og mat og næ að kaupa það sem vantar á krakkana án þess að nota visakortið. Ég gæti það samt ekki ef ég væri í höfuðborginni eða í stórri borg og er því eiginlega tilneydd til að búa úti á landi

Annars leigði frændi minn sem er um fertugt með einni einstæðri móður í heil 6 eða 7 ár áður en hann fluttist erlendis. Það gekk rosalega vel en hentar eflaust ekki öllum. Annars myndi ég ekki setja það fyrir mig að flytja í ódýrara hverfi svo lengi sem það er ekki langt frá vinnunni. Mér finnst ekkert mál að flytja, fluttum svo oft þegar ég var krakki/unglingur og er búin að flytja oft eftir að ég fór að heiman líka. Orðin voða vön þessu en það lítur út fyrir að ég stoppi svolítið lengur á þessum stað þar sem ég er búin að kaupa hús og krakkarnir eru ánægðir í skólanum hérna. Sjáum svo bara til.


evitadogg | 17. nóv. '15, kl: 17:37:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég gæti ekki lagt það á barnið mitt að flytja oft á milli, hún er bara þannig barn. Ég labbaði með hana hverfa á milli einn veturinn til að þurfa ekki að skipta um leikskóla og núna þegar við fluttum og neyddumst til að láta hana skipta um skóla þá valdi ég skóla nálægt mínum skóla því við erum ekki í framtíðarhúsnæði og vil reyna að finna íbúð hérna nálægt. Ég held að ég myndi frekar búa með einhverjum ókunnugum ef ég gæti þannig sloppið við að láta barnið skipta um skóla oftar en nauðsynlegt er. 

choccoholic | 17. nóv. '15, kl: 19:36:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er ofboðslegur munur á milli barna. Mínir eru búnir að búa í 3 mismunandi löndum og eru bara 8 ára.  Ég er heppin með hvað þeir aðlagast vel allstaðar, fljótir að ná tungumálum og hafa félagsskap hvor af öðrum. Hefur verið síður en svo auðvelt á köflum útaf álagi með nám og annað og ég held að það sé komið alveg meira en gott af flutningum, en þeir eru farnir að spyrja núna hvenær við flytjum næst því þeim langar að flytja til íslands núna. Er mjög fegin því að þeir aðlagist svona vel því þetta var það erfitt á köflum að ég hefði örugglega gefist upp ef þeir hefðu ekki "verið til í þetta". Hjálpar líka hversu ungir þeir voru, svona flutningar leggjast yfirleitt verr á unglingana. 

stress stelpa | 17. nóv. '15, kl: 21:10:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mér finnst hugmyndin um að leigja með öðrum ekkert slæm - en ég held að framkvæmdin yrði erfið. Ég þarf rosa mikinn tíma út af fyrir mig og myndi örugglega finnast hin manneskjan vera aðskotahlutur í lífi mínu. En ég er búin að gefa drauminn um æskuslóðirnar uppá bátinn og ætla að hreiðra um okkur í kjallaraíbúð í hafnarfirði. Ég fæ kast við tilhugsunina um að bíða og sjá þangað til á elleftu stundu svo ég varð bara að hoppa á það sem gafst. Ég tek svo bara á aðlögunarvandanum eins og hann kemur. 

BlerWitch | 18. nóv. '15, kl: 14:53:26 | Svara | Er.is | 0

Ég er í svipaðri stöðu, kláraði 5 ára háskólanám og er í dag á leigumarkaði með námslán á bakinu og eitt "barn" (16 ára) sem er þó 50% hjá pabba sínum. Ég leigi pínkulitla íbúð með stúkuðu herbergi fyrir unglinginn. Get ekki einu sinni boðið honum alvöru herbergi þar sem hægt er að loka að sér. Ömurleg og ósanngjörn staða þegar maður er búinn að leggja á sig 5 ára nám að geta ekki lifað mannsæmandi lífi. Og já gleymdi ég að taka fram, ég er í aukavinnu líka 2 kvöld í viku.



grænnbanani | 19. nóv. '15, kl: 16:34:22 | Svara | Er.is | 0

þetta er svo bilað.

Maxamil | 20. nóv. '15, kl: 01:38:03 | Svara | Er.is | 0

Ég er einstæð móðir (1 barn), leigi 3ja herb. íbúð í Breiðholti, og ég borga 155þús á mánuði (vísitölutengt reyndar og stendur í um 157þús núna). Er rosalega sátt hérna, sérinngangur og auk þess neðri hæð á einbýlishúsi. Tók mig MÁNUÐI að finna þessa íbúð.... ég auglýsti á FB með mynd og þá fékk ég nokkur prívat skilaboð frá fólki sem var að leigja út en var ekkert búið að auglýsa svo endilega prufaðu það. Líka flott að fá fólk til þess að deila henni.

Gangi þér vel, þetta er erfiður markaður.....

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Silfurskottur milky way 18.2.2015 5.12.2023 | 04:40
Skyldmenni Krystal Carey 20.7.2006 5.12.2023 | 04:39
Augnmígreni FrúFiðrildi 10.9.2009 4.12.2023 | 10:00
"Gosinu" við Grindavík er lokið - gosið fór fram undir yfirborði. jaðraka 12.11.2023 3.12.2023 | 21:23
Galdrabúðin í Reykjavík???????? Coco LaDiva 1.6.2006 2.12.2023 | 07:59
Hraðbanki án korts batomi 1.12.2023 2.12.2023 | 07:39
fituæxli brillerar 3.7.2014 30.11.2023 | 08:27
SCAM ALERT, Verið varkár með furðulegar sölur Auddio 29.11.2023 29.11.2023 | 03:41
Femdom Bland1975 25.11.2023 26.11.2023 | 15:25
Er hann nógu hrifinn? olla2 20.10.2023 24.11.2023 | 21:36
Geymsla á Fellihýsi stellys 18.10.2023 24.11.2023 | 21:32
Síða 5 af 47538 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, Hr Tölva, paulobrien, Guddie, Bland.is, annarut123