Eitt sem ég hef aldrei skilið?

Walter | 28. jún. '15, kl: 23:03:53 | 767 | Svara | Er.is | 0

Í samskiptum á netinu, hvað er málið með broskalla á eftir leiðindum? Svona, "já, ég er bara ósammála og finnst þú vera fáviti :)"


Hvað er að frétta?

 

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

helgagests | 28. jún. '15, kl: 23:04:58 | Svara | Er.is | 0

Æ troddu sokk í það ;)

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

helgagests | 28. jún. '15, kl: 23:05:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona? Fatta þetta ekki.

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

Walter | 28. jún. '15, kl: 23:08:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einmitt. Svona "já fokkaðu þér :)" dæmi. 


Ég sé þetta rosalega mikið inn á beauty tips t.d. Það eru kannski alveg heitar umræður og ólíkar skoðanir (sem þær taka margar sem persónulegri árás en ekki skoðanaskiptum) og svo er alltaf þessi broskall. Stundum á hann alveg við svona til að ítreka að maður sé ekki að meina neitt illt eða þannig en stundum er hann algjörlega óviðeigandi.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

helgagests | 28. jún. '15, kl: 23:12:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að þetta sé orðið ósjálfrátt hjá mörgum.

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

Snobbhænan | 29. jún. '15, kl: 09:13:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm, það að vera ósammála inn á BT er að vera með leiðindi. 

Walter | 29. jún. '15, kl: 16:36:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held að það sé bara aldurinn, að taka öllu sem árás á sig eða sem leiðindum. Reyndar virðist það líka bara um allt í samfélaginu, rökræður og það að koma með sýna skoðun og aðra sýn, eru árásir og einelti.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

krepill | 29. jún. '15, kl: 21:21:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er líka algengt í svona mömmuspjallgrúppum "barnið okkar borðar sko bara lífrænt og okkir þykir annað vera ofbeldi og viljum ekki umgangast hyski sem notar ólífræna grauta. En sem betur fer erum við ekki öll jafn ömurlegir foreldrar og þú :)"

Walter | 29. jún. '15, kl: 21:27:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ahh þetta lúkkar mjög vont.


Ég verð alveg pirruð þegar ég sé svona broskallaendingar á drulli.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

krepill | 30. jún. '15, kl: 00:32:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er rosalegt. Mér þykir verst þegar drullið endar á "bara mín skoðun :)"

Mrsbrunette | 30. jún. '15, kl: 02:20:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eða "just sayin" jæks!

Walter | 30. jún. '15, kl: 21:04:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ojjj já! Það er mest óþolandi. Mig langar að pota í augun á fólki sem segir svoleiðis og endar það á broskalli.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

hillapilla | 28. jún. '15, kl: 23:09:34 | Svara | Er.is | 3

Bara eitt sem þú skilur ekki? Djöfull ertu góð!

Walter | 28. jún. '15, kl: 23:10:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já, bara þetta eina. Allt annað skil ég. Sver'ða!

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

hillapilla | 28. jún. '15, kl: 23:12:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég skil þig þá að vera pirruð yfir þessu eina.

Grjona | 28. jún. '15, kl: 23:14:11 | Svara | Er.is | 1

Láttu mig vita ef þú finnur út úr þessu.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Tipzy | 28. jún. '15, kl: 23:14:18 | Svara | Er.is | 5

Passive agressive hegðun held ég, fólk gerir þetta líka face to face.

...................................................................

Walter | 28. jún. '15, kl: 23:25:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þetta eru oft yngri einstaklingar. Stelpurnar inn á beauty tips t.d. Eins og mér finnst þær frábærar og flottar og ég er ekkert að setja út á þær eða þá umræðu sem á sér stað þar, bara alveg alls ekki. En bara þessi broskall á eftir leiðindum haha, ég bara skil hann ekki.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

hanastél | 29. jún. '15, kl: 10:45:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér hefur oft fundist eins og yngra fólk (kræst hahaha, er maður 100 ára?) noti þetta í stað greinamerkja. Þetta sé bara fast response við því að enda setningu.

--------------------------
Let them eat cake.

HvuttiLitli | 28. jún. '15, kl: 23:20:08 | Svara | Er.is | 3

Passive agressive eins og Tipzy segir. Mér persónulega finnst líka hafa aukist að nota broskall til að vera besserwisser einhvern veginn, eða svona, í einhverjum kvikindis/tíkar-tilgangi. Get ekki útskýrt betur haha en það fyndna er að ég var að hugsa vandlega um þetta bara í gær

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Walter | 28. jún. '15, kl: 23:26:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já já já þetta er nákvæmlega þannig. Svona besserwisser eitthvað og svo broskall.
Ég er alltaf að spá í þessu haha

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

hillapilla | 28. jún. '15, kl: 23:21:17 | Svara | Er.is | 3

En já, ég held að þetta þýði "égætlaaðdrullayfirþigenvilekkiaðþúsvarirmérísamatónþvíéggetekkibakkaðþettauppsemégsagðiogferíkerfiefþúgerirþað".

Walter | 28. jún. '15, kl: 23:26:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já gæti verið.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Helgust | 28. jún. '15, kl: 23:26:12 | Svara | Er.is | 0

Ég held að þetta sé einhver frontur yfir óöryggi þess sem skrifar. 

russi | 29. jún. '15, kl: 00:53:37 | Svara | Er.is | 0

Talandi um beauty tips er einhver til í að adda mér, bara senda mér skiló? :)

noneofyourbusiness | 29. jún. '15, kl: 02:27:09 | Svara | Er.is | 5

Held að þetta sé svona "ég hef þessa skoðun en er samt góð manneskja" eða "mér finnst þú fífl en ég hata þig ekki". Jafnvel "þú ert fífl en hér kemur broskall til að þú lemjir mig ekki". 

lýta | 29. jún. '15, kl: 09:08:09 | Svara | Er.is | 4

Ég skil þetta þannig að verið sé að gera lítið úr þeim sem orðunum er beint að, svona eins og þegar fólk notar "vinan".

Walter | 29. jún. '15, kl: 16:36:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta kemur oft út sem svona "vinan" dæmi.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

fálkaorðan | 29. jún. '15, kl: 13:15:30 | Svara | Er.is | 2

Þetta er friðþæging passívagressívafólksins.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Máni | 29. jún. '15, kl: 16:37:58 | Svara | Er.is | 6

Ég vil ekki vera leiðinleg vinan en ...:-)

Walter | 29. jún. '15, kl: 16:40:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha nákvæmlega svona!

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

cetera | 30. jún. '15, kl: 01:31:50 | Svara | Er.is | 2

Líka þegar fólk bókstaflega hraunar yfir aðra í umræðuþráðum og endar romsuna á "Eigðu góðan dag" eða einhverju svoleiðis.

Why bother? Mestar líkur á að þessi yfirlætisfullu og lítillækkandi skrif séu nú þegar búinn að skemma daginn fyrir viðkomandi. Og þessi tilgerðarfulla setning er ekki að fara að blekkja neinn til að halda að manneskjan sé góð sál eftir að hafa lesið drulluna sem kom á undan.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47871 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, Kristler, paulobrien