Ekki kaupa franskan bíl?

HarpaHei | 4. feb. '15, kl: 13:29:51 | 1305 | Svara | Er.is | 0

Af hverju ekki? Er í kauphugleiðingum og búin að fá að heyra þetta nokkrum sinnum. Var að spá í t.d. Renault Megane Berline eða Scenic. Hefur einhver hér góða/slæma reynslu af þeim?

 

------------------------------------------------------

Sumardekk til sölu:
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2785904

Tuc | 4. feb. '15, kl: 13:34:25 | Svara | Er.is | 11

Haha maðurinn minn tryllist ef hann heyrir minnst á franska bíla. Hann er að vinna á bílaverkstæði :)

__________________________________________________________

EvaMist | 4. feb. '15, kl: 13:34:31 | Svara | Er.is | 1

Ég hef átt Renault Megane og fannst hann frábær en það eru ca 10 ár síðan.

Kaffinörd | 4. feb. '15, kl: 13:39:03 | Svara | Er.is | 2

Myndi forðast franska og ítalska bíla

nixixi | 4. feb. '15, kl: 13:41:26 | Svara | Er.is | 13

Ef þér finnst gaman að eyða tíma á skítugum biðstofum á bílaverkstæðum, þá skaltu fá þér Renault.
Ef þér finnst gaman að eyða morðfjár í bílaviðgerðir, þá skaltu fá þér Renault.

Ef þér finnst ofantalið ekki skemmtilegt, þá skaltu ekki fá þér Renault.

Tipzy | 4. feb. '15, kl: 13:48:45 | Svara | Er.is | 1

Ekki persónulega en vélin í 2003 Megané hjá einni sem ég þekki var að deyja. Forðast franska bíla eins og pláguna.

...................................................................

miramis | 6. feb. '15, kl: 19:02:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

12 ára gamall bíll?

neutralist | 6. feb. '15, kl: 23:53:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Og?

Vélin í japanska bínum hjá frænku minni dó í fyrra, jafngamall bíll. Eru Toyota bílar þá ómögulegir?

Tipzy | 7. feb. '15, kl: 00:31:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg forðast ekki franska bíla útaf þessum bíl, heldur var bara segja frá því. 

...................................................................

Máni | 4. feb. '15, kl: 14:29:45 | Svara | Er.is | 2

Ég átti franskan bíl árum saman sem fór ekki að bila fyrr en um tíu ára.

svartasunna | 4. feb. '15, kl: 14:32:06 | Svara | Er.is | 2

Ég og vinapar mitt eigum paugeot bíla í yfir 10 ár og erum ánægð með þá. Einnig erum við ánægð með þjónustuna hjá Bernhard umboðinu.
Það helsta er að það er erfitt að fá notaða varahluti í þá og ég hef þurft að kaupa alla mína nýja. Einnig er varadekkið undir mínum bíl og útaf saltinu og bleytunni hérna þá er næstum vonlaust að losa það. 


Fleira dettur mér nú ekki í hug.

______________________________________________________________________

passoa | 4. feb. '15, kl: 14:36:55 | Svara | Er.is | 3

Við eigum Reunault, hann hefur reynst okkur ágætlega, er ekkert að bila neitt mikið meira en aðrir bílar (7,9,13), eina er að viðgerðirnar eru oft "flóknari" en í venjulegum bílum, virðist sem Frakkar fari lengri leiðina að hlutunum, en ekkert verri bíll þannig séð.

Mainstream | 4. feb. '15, kl: 14:44:34 | Svara | Er.is | 0

Finnst þér ekkert spes að vera að spá í að kaupa bíla sem er búið að vara þig margoft við?

HarpaHei | 4. feb. '15, kl: 14:50:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég var bara að velta því fyrir mér hvort það væri eitthvað hæft í þessum "orðrómi". Ég man eftir að hafa heyrt þetta fyrir mörgum árum og hugsaði með mér hvort þetta væri bara eitthvað sem hefði verið tilfellið þá en væri það ekki í dag og héldi bara áfram að loða við þessa bíla. Langaði að heyra frá þeim sem hefðu nýlega reynslu af málunum.

------------------------------------------------------

Sumardekk til sölu:
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2785904

Mainstream | 4. feb. '15, kl: 14:57:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok. Þetta er alveg satt. Franskir bílar eru ávísanir á vandamál. Renault eru langt frá því að vera algengustu bílarnir á götunum í Reykjavík en þeir eru þeir algengustu sem ég sé af þeim bílum sem eru bilaðir út í kannti.

svartasunna | 4. feb. '15, kl: 15:16:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Þú átt alltaf að fylgja orðrómum!! Aldrei að efast og aldrei að spá. Ertu kannski líka ein af þeim sem heldur að jörðin sé ekki flöt, að sígarettur séu óhollar og að konur eigi að fá kosningarétt? Viltu kannski að franskar konur fái kosningarétt?



______________________________________________________________________

ID10T | 6. feb. '15, kl: 09:27:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Frekar en að fara eftir orðrómi er betra að fara eftir staðreyndum, hér koma staðreyndir
http://www.anusedcar.com/
Samkvæmt þessu bila franskir bílar meira en margir aðrir en mest er samt áhugavert að sjá stöðu merkja eins og Skoda á þessum lista, þetta eru jú bílar sem sagðir eru bila lítíð þótt rauntölur sýni annað.

AyoTech | 6. feb. '15, kl: 12:48:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er vegna þess að skoda biluðu bara ekki í denn eða mjög lítið og sá orðstír hélt sér eftir að annað bílafyrirtæki keypti skoda en þá byrjuðu þeir að bila. Svona getur orðrómur haldið sér. Það á líka við um Benz en þeir eru farnir að bila meira en þeir gerðu. Ef Renault tæki sig á og færu að framleiða góða bíla tæki það áratugi að vinna upp orðsporið.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

burrarinn | 6. feb. '15, kl: 19:28:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Skoda hafði nú ekki mjög gott orð á sér í gamla daga, þóttu hið mesta skran :) En í dag er öldin allt önnur.

AyoTech | 7. feb. '15, kl: 08:04:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Skoda voru elstu bílarnir sem sáust í umferðinni. Endingin var engu lík.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

ID10T | 7. feb. '15, kl: 09:22:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Reyndar ekki,
Voru hræódýrir, ágætis bílar en entust ekki lengi.
Voru gjarnan byrjaðir að riðga áður en þeir yfirgáfu uumboðið.
Svo tók VW við verksmiðjunum og gjörbilltu fraleiðslunni, fóru að byggja bílana á eldri Volkswagen (Oktavia er bara Golf/Jetta í nýjum fötum) hönnun og gæðin jukust til mikilla muna, undanfarið virðast samt gæðin hafa eitthvað minnkað.

AyoTech | 7. feb. '15, kl: 09:51:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú jæja, þá hafa skoda alltaf verið lélegir bílar, skrítið að fólk skuli hafa hugleitt það að kaupa þessa bíla!

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

burrarinn | 8. feb. '15, kl: 01:32:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki áður en kommarnir tóku yfir. Skoda var meðal þeirra fremstu í kappakstursbílum t.d. áður en komminn tók yfir.

strákamamma | 26. jan. '16, kl: 19:20:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég þekki nokkra bifvélavirkja og þeir segja að franskir bílar bili ekkert meira, en að það sé oft flóknara að gera við þá...en að japönsku bílarnir séu að ná þeim frönsku í "flókinheitum" með öllu þessu tæknidóti núorðið

strákamamman;)

Mainstream | 26. jan. '16, kl: 20:15:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Prófaðu að athuga hvaða tegundar bilaðir bílar úti í vegkannti eru sem þú rekst á. Ég hef gert það og nánast helmingur af þeim bílum sem ég hef séð eru Renault.

kærleiksbjörn | 4. feb. '15, kl: 15:10:40 | Svara | Er.is | 1

pabbi dóttur minnar átti Renautl Megan og honum fannst hann æðislegur. Hins vegar þá í dag á hann Suzuki Baleno og hann HATAR hann Súkkan bilar meira en Renaultinn gerði 

Ég er bangsi besta skinn.
Börnum veiti ylinn minn.
Kann ég kærleika að sá
Kærleiksbjörn ég kallast þá.

Höf: Mjallhvít og dvergarnir 5

♥ Orðin 2 barna móðir ♥


♥ Það er auðveldara að sjá flísina í augum annara en bjálkann í sínum eigin ♥

http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027154143_7.jpg

positivelife | 6. feb. '15, kl: 01:18:53 | Svara | Er.is | 1

Mæli með skoda frekar!

neutralist | 6. feb. '15, kl: 23:54:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Bilanatíðni Skoda segir samt annað.

positivelife | 6. feb. '15, kl: 01:18:53 | Svara | Er.is | 0

Mæli með skoda frekar!

positivelife | 6. feb. '15, kl: 01:20:27 | Svara | Er.is | 2

Átti RMegan 2012-2013 og mikið var ég ánægð að losna við drusluna!!

ID10T | 6. feb. '15, kl: 08:40:23 | Svara | Er.is | 5

Fun fact:
Megnið af Toyota Yaris bílunum á Íslandi eru framleiddir í Onnaing í Frakklandi.

Mainstream | 6. feb. '15, kl: 10:28:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er þá sushi ekki japanskur matur ef hann er gerður í Evrópu?

ID10T | 6. feb. '15, kl: 10:36:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eru þá allir Ford bílar Amerískir?

Bitmý | 6. feb. '15, kl: 11:15:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er nú ekki alveg hægt að bera saman mat og bíla í þessu samhengi annars væru allir bílar amerískir samkvæmt þinni kenningu því fyrsti bensínbílinn var búin til þar

Haffibesti | 8. feb. '15, kl: 15:12:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvaða bíll var það?

Haffibesti | 8. feb. '15, kl: 15:43:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Komdu með svar, ekki mynd.

Bitmý | 9. feb. '15, kl: 00:19:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er myndrænt svar þetta er fyrsti bensín bíllinn ég veit ekki til þess að hann hafi nafn

Haffibesti | 9. feb. '15, kl: 00:25:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, hver bjó hann til?

Bitmý | 9. feb. '15, kl: 00:27:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

bræðurnir charles og frank duryea

Haffibesti | 9. feb. '15, kl: 00:32:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Benz var á undan.

goldwing | 6. feb. '15, kl: 09:03:33 | Svara | Er.is | 1

Ég held að það sé of mikil alhæfing í þessu. En ég átti nýjann Renault Laguna frá 2000- 2003. Á þessum tíma fór hann 13 sinnum á verkstæði. Ég reyndar bar engan kostnað af þessu. Hann var alltaf í ábyrgð. En þetta var ansi þreytandi. En bíllin var frábær, þegar hann var í lagi.

trilla77 | 6. feb. '15, kl: 09:43:20 | Svara | Er.is | 0

ég átti einu sinni franskan bíl sem gekk flott í 7ár án bilunar. Svo bilaði hann og hann var dæmdur ónýtur! Hann drap bara einu sinni á sér á ljósum og ég þurfti að láta draga hann á verkstæði og sá hann aldrei aftur

hillapilla | 6. feb. '15, kl: 19:17:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Stálu þeir honum á verkstæðinu???

trilla77 | 7. feb. '15, kl: 16:41:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei hann var bara dæmdur ónýtur og ég seldi hann fyrir eitthvert hrakvirði til Vöku

LaRose | 26. jan. '16, kl: 07:39:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit ekki af hverju en ég hló upphátt....bíllinn bara á verkstæði "....and was never seen again....dudududummm"

MUX | 6. feb. '15, kl: 19:25:48 | Svara | Er.is | 4

Kallinn minn er bíladellukall og hann bara segir ALDREI franska bíla!  Ég sá einmitt top gear þátt þar sem þeir voru að skipta um ljósaperu í framljósi í minnir mig Renault og það tók vanann mann 45 mínútur að skipta um þetta, það varð að tékka hann upp og losa dekkin af honum til að komast að því.

because I'm worth it

neutralist | 6. feb. '15, kl: 23:55:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég lét skipta um peru í mínum í fyrra, báðum megin, og það tók korter hjá Max einum. Þeir ættu kannski að taka top gear gæjana í þjálfun?

ID10T | 7. feb. '15, kl: 09:24:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég get sjálfur skipt um perur á Renault inum mínum en þarf að láta verkstæði skipta um perur á Möztunni minni.

Leiga111 | 6. feb. '15, kl: 20:10:44 | Svara | Er.is | 0

ufffff ekki ekki ekki please ekki fá þér Renalt þeir bila STANSLAUST.

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

Leiga111 | 6. feb. '15, kl: 20:12:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mæli heldur ekki með KIA þeir bila svakalega mikið líka og það kostar hönd og fót að laga þá

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

Bragðlaukur | 6. feb. '15, kl: 20:32:37 | Svara | Er.is | 0

Við eigum Renault Megane frá 2005. Gengur almennt mjög vel og við erum mjög ánægð með hann. En stundum kemur einhver lykt eins og eitthvað gúmmí sé að hitna of mikið/ bráðna eða eitthvað. Hef ekki hugmynd um hvað það er og kemur bara allt í einu og svo kanski ekki í langan tíma. En veit svo sem ekki hvort það hefur eitthvað frekar með þessa týpu bíl að gera en aðra?

Við lentum í hryllilegri viðgerð um daginn sem kostaði okkur 250.000 krónur (húff!! ) en hann er rosa fínn eftir það og vonandi helst það bara lengi áfram...

KolbeinnUngi | 6. feb. '15, kl: 22:02:40 | Svara | Er.is | 0

Franskir bílar eru hversmans matröð.
þeir eru hrikalegir . það er talið versta fjárfesting sem þú getur gert er að fjárfesta í bíl en lang versta er að hann sé Ítalaskur eða Franskur.

385 | 25. jan. '16, kl: 19:35:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er renault mótor i sumum japönskum bilum

orkustöng | 26. jan. '16, kl: 11:43:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

í nissan

385 | 24. feb. '16, kl: 21:40:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja og sumir yaris bilarnir eru franskir

orkustöng | 25. feb. '16, kl: 11:44:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

toyota er með verksmiðju r í franslandi en hönnunin er varla frönsk

LeahRos | 6. feb. '15, kl: 23:45:45 | Svara | Er.is | 0

Hef att 2 renult bila og er a lokasprettinum a öðrum þeirra nuna sem er megane DRASL!!! Mun alldrei lyta við þessum bilum framar!

neutralist | 6. feb. '15, kl: 23:52:34 | Svara | Er.is | 1

Ég átti Renault sem bilaði ekkert fram að tíu ára aldri. Finnst það nú ágæt ending.

Þetta er mest gömul mýta. Það eru til tölur t.d. frá Bretlandi um bilanatíðni bíla, og frönsku bílarnir eru ekki verstir. Ekki áreiðanlegastir heldur, meira svona í miðjunni.

Sina | 7. feb. '15, kl: 00:04:32 | Svara | Er.is | 1

Frakki á Íslandi ráðlagði mér frá því að kaupa franskan bíl. Hann sagði að þeir væru æðislegir í Frakklandi, en þyldu illa íslenskt veðurfar og því væri alltaf til dæmis vesen á rafkerfinu í þeim hérna.

úlfsa | 7. feb. '15, kl: 10:24:47 | Svara | Er.is | 1

Keypti mér Peugot 406 árgerð 2001 og á hann enn (14 ár).  Hefur aldrei bilað neitt umfram almennt viðhald. Veit ekkert um aðra franska bíla. Var sagt á sínum tíma að þeir biluðu þegar þeir færu að eldast.

Mukarukaka | 7. feb. '15, kl: 17:51:52 | Svara | Er.is | 0

Átti Citroen C3, skelfileg bilanatíðni í honum. Var alltaf með hann á verkstæði vegna einhverja stórfurðulegra bilana. Alveg gott að heyra hann og nóg pláss og sparneytinn.. en þessi bilanatíðni var langt langt frá því að vera eðlileg.

_________________________________________

mararbla | 26. jan. '16, kl: 04:48:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum búin að vera á citroen í 5 ár og aldrei lent á verkstæði, held þetta sé voða mikið happa glappa með allar tegundir bíla...

Hobbitinn | 7. feb. '15, kl: 18:03:36 | Svara | Er.is | 1

Er búin að eiga Peugot í mörg ár og er afar ánægð með hann. Talsvert minna vesen á honum en öðrum sem ég hef átt japönskum

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 9. feb. '15, kl: 11:59:58 | Svara | Er.is | 2

Þeir eru gríðarlega vinsælir í evrópu. varla bila þeir meira þar.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

choccoholic | 25. jan. '16, kl: 23:05:58 | Svara | Er.is | 0

Hef ekki þorað að kaupa þá þar sem ég þekki 3 bifvélavirkja sem vinna hjá umboðinu og allir hafa ráðlagt mér að kaupa eitthvað annað.
Það var líka búið að vara mig við Audi reyndar, en ég keypti hann samt (lét mér ekki segjast). Hann var að bila núna í dag í 4 skipti frá því í mai síðastliðnum! 4 skipti! Kaupi aldrei aftur Audi.


Búin að eiga 2 lexus, 1 nýlegan og 1 eld eld gamlan. Báðir gengu eins og klukka, biluðu aldrei og draumur að keyra þá. Kaupi svoleiðis aftur næst. 

Haffibesti | 26. jan. '16, kl: 11:05:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig Audi og hvað að bila?

LaRose | 26. jan. '16, kl: 07:43:52 | Svara | Er.is | 2

Ég átti Renault Megan sem bilaði stanslaust, var reyndar orðinn yfir 10 ára en samt...það var bónus ef hann hrökk í gang á morgnana. Man að startarinn fór bara 3x í viku ....eða allt að því :P

Svo kynntist ég manninum mínum mörgum árum seinna og hann átti Peugeut, 15 ára. Sá dó drottni sínum fyrir framan leikskólann einn daginn.

Þá keyptum við annan Peugeut....og svo enn einn svo nú eigum við 2 Peugout! Þeir bila til skiptis og eru báðir innan við 10 ára, sá nýrri innan við 5 ára. Ég þekki alla gaurana í Peugeut umboðinu hérna í Köben með nafni!

Ég er búin að gefa út heima að við fáum okkur aldrei franska bíla....en kallinn er svo meðvirkur að hann vill helst halda tryggð við Peugeut umboðið því þeir hafi alltaf verið svo snöggir að gera við bílana!! (reyndar frábær þjónusta, er sammála því). Held hann sé hræddur við að særa þá....;)

Svo mæli ekki með frönskum, en hef ekki mikla reynslu af öðru.

Dehli | 26. jan. '16, kl: 18:37:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Besti plúsinn við frönsku bílana, er að þeim er nánast aldrei stolið.

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

ansapansa | 26. jan. '16, kl: 19:21:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nema citroenum hennar tengdó, honum var stolið tvisvar á stuttum tíma :p
Enginn metnaður hjá þeim þjófum ;)

----------------------------------------------------
Ég á skilið Thule
....verst að ég drekk hann ekki :/

Dehli | 26. jan. '16, kl: 19:37:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

uss uss..þeir hafa ekki verið að fara langt. Kannski í partý hjá franska sendiráðinu ?

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

ansapansa | 26. jan. '16, kl: 19:57:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Haha Já reyndar fannst hann bilaður niðrí bæ annað skiptið ??

----------------------------------------------------
Ég á skilið Thule
....verst að ég drekk hann ekki :/

BlerWitch | 26. jan. '16, kl: 10:55:02 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi aldrei kaupa franskan bíl.

binz | 26. jan. '16, kl: 18:09:31 | Svara | Er.is | 2

Franskur maður sem ég vinn með segir (lesist með frönskum hreim) "Franskir bílar bila ekki, þeir eru framleiddir bilaðir"...

Binz

Dehli | 26. jan. '16, kl: 18:41:43 | Svara | Er.is | 0

Það er eitthvað um að einhleypar konur versli franska bíla. Nokkrum vikum seinna er þeim boðið á deit af bifvélavirkja. Sniðugar sumar konur !

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

auglysingarnar | 26. jan. '16, kl: 19:57:40 | Svara | Er.is | 0

Er á nýlegum frönskum. Gott að keyra hann en hann hefur þurft að fara 3x á verkstæðið. Alltaf í ábyrgð. En bílinn hentar vel, er öruggur og sparneytninn og því finnst mér þetta vera ásættanlegur kostur í dag.

solarorka | 26. jan. '16, kl: 20:52:36 | Svara | Er.is | 0

Ég átti lítinn Renult Clio fyrir möööörgum árum og hann var æði. Bilaði aldrei í þessi ár sem ég átti hann og þó keypti ég hann gamlan. Keyrði hringinn og allt á honum. Það var síðan keyrt utan í hann og stungið af og þá losaði ég mig við hann. En ég hef mjög góða reynslu af þeim bíl amk.

solarorka | 26. jan. '16, kl: 20:52:36 | Svara | Er.is | 0

Ég átti lítinn Renult Clio fyrir möööörgum árum og hann var æði. Bilaði aldrei í þessi ár sem ég átti hann og þó keypti ég hann gamlan. Keyrði hringinn og allt á honum. Það var síðan keyrt utan í hann og stungið af og þá losaði ég mig við hann. En ég hef mjög góða reynslu af þeim bíl amk.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Umsókn í háskóla synjað :( Fudge 1.6.2023
Eru Prairie Dogs leyfðir sem gæludýr á Íslandi Sigglindur 31.5.2023 1.6.2023 | 20:28
Vextir hækka - fólk þarf að greiða hundruð þúsunda vegna íbúðarhúsalána _Svartbakur 31.5.2023 1.6.2023 | 06:25
Ógeðslegt þjóðfélag Hauksen 29.5.2023 31.5.2023 | 09:25
En tad rugl a Islndi... kmarus21 30.5.2023 30.5.2023 | 19:56
Síða 10 af 47580 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, tinnzy123, Bland.is