Ekki tilbúin í barn nr 4...

Nottin | 4. okt. '17, kl: 13:50:23 | 976 | Svara | Er.is | 0

Sælar.
Málið er að ég er með sjúkdóm sem lýsir sér þannig að ég get ekki verið á getnaðarvörnum sem innihalda hormón. Ég hef stundað kynlíf síðustu 13 ár þannig að ég veit upp á hár hvenær ég er á túr og hvaða tími er "öruggur". Málið er að ég var greinilega ekki með þetta á hreinu síðast. Tók því neyðarpilluna er samt ólétt. Komin 4 vikur, búin að fá jákvætt 2x.
Málið er að ég veit ekki hvort að ég sé tilbúin að eiga annað barn á 3, er heldur ekki viss um að ég geti farið í fóstureyðingu.
Er mjög frjó þar sem að um leið og við ákvaðum að eiga barn, komu þeir strax.
Þessi neyðarpilla er 95% örugg en ég er samt ólétt.
Ætli þessi pilla hafi skaðað fóstrið?

Þykir þetta rangt þar sem ég gleðst ekki yfir að vera ólétt. :( Líður ekkert sérstaklega vel. En við höfum alltaf talað um að það væru meiri líkur en minni að eignast barn nr 4.
Hvernig er eins og að fara í fóstureyðingu, hugsar maður alltaf um það?
Finnst þetta voðalega erfitt allt saman.

Er einhver hérna sem getur sagt eitthvað um þetta. Vil síður fá einhver skítköst. Því auðvitað veit ég hvernig börnin verða til.

 

saedis88 | 4. okt. '17, kl: 13:53:52 | Svara | Er.is | 12

barn er ekki alltaf blessun. barn er ekki alltaf velkomið. 


Alls ekki allir sjá eftir því að fara í fóstureyðingu þó enginn fari glaður í slíka. Ég þoli ekki alhæfingar um að fóstueyðingar séu slæmar og maður eigi efti rað sjá eftir því. Líka ömurlegt þegar talað er um að maður eigi að taka ábyrgð á getnaði og eiga barnið. Það má ekki gleyma því að fara í fóstureyðingu ER að taka ábyrgð líka. 


Þú og bara þú verður að spurja sjálfa þig hvað þú raunverulega villt og taka ákvörðun útfrá því. 

Nottin | 4. okt. '17, kl: 13:56:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta svar :*

amazona | 4. okt. '17, kl: 20:04:15 | Svara | Er.is | 3

Nei, ég hef lítið hugsað um mína fóstureyðingu, ólst upp í mikilli fátækt og þurfti að flytja að heiman 16 ára, foreldrar mínir voru bæði öryrkjar og mjög léleg til heilsunnar, þannig að ég sá ekki fram á að getaklárað mitt nám og séð fyrir sjálfri mér án stuðningsnets.

Myken | 4. okt. '17, kl: 20:43:50 | Svara | Er.is | 1

Skondið að rekast á þetta þar sem ég er einmitt í fóstureyðingar umræðu á Facebook. .
Og ég er 110% með vali 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

Júlí 78 | 4. okt. '17, kl: 21:45:19 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst að fóstureyðingar ættu einugis að vera neyðarúrræði. T.d. ef fjarhagurinn er slæmur og enginn stuðningur hvorki frá barnsföður, foreldrum eða öðrum. Ég þekki ekki þínar aðstæður til þess að ég geti tjáð mig sérstaklega um það. En eitt veit ég, konur eru misjafnar, sumar geta alveg farið í fóstureyðingu og hugsa nánast ekkert um það, aðrar sjá mikið eftir því og hugsa um það mikið eftirá. Mér finnst þú ættir að spyrja sjálfa þig að því hvort þú getir alveg lifað með ákvörðuninni að fara í fóstureyðingu, þú ein sjálfsagt veist svarið. 

mymble | 4. okt. '17, kl: 21:58:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ok, finnst þér þá að konur eigi að prenta út launaseðla, yfirlit og fleira til að sýna fram á að þær væru að nýta sér þungunarrof sem neyðarúrræði?

Myken | 6. okt. '17, kl: 11:25:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

flestar konur hugsa um það sem neyðarúrræði.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

Orgínal | 12. okt. '17, kl: 10:38:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Með mjög víðri skilgreiningu á neyð.

Myken | 12. okt. '17, kl: 17:25:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skiftir engu hvort það í víðri eða þrengri skilgreiningu fæstar eru að leika sér að þessi.


Æi what ever ég fer bara í fóstureyðingu.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

Vindálfur | 11. okt. '17, kl: 17:02:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Og líka einfaldlega ef manni langar ekki í barn/fleiri börn..... don't forget that!!


Ég t.d. vil ekki barn, en samt er fjárhagurinn í lagi, með góða heilsu og sterkt bakland... 

mymble | 4. okt. '17, kl: 22:01:15 | Svara | Er.is | 1

Sædís said it all. Fór í fóstureyðingu 18 ára - vildi frekar djamma. ;) Aldrei séð eftir því. Eftir að ég fór að eignast börn sé ég líka að 18 ára ég hefði ekki höndlað þetta neitt sérstaklega vel

Júlí 78 | 5. okt. '17, kl: 00:00:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég get ekki séð að Saedis88 hafi eitthvað verið að segja frá sinni reynslu þó hún sé ekkert á móti fóstureyðingum. Svo er ég ekki viss um að þú mymble hafir skilið svar mitt. Það dæmi sem ég tók var bara eitt dæmi um það sem kannski myndi teljast neyðarúrræði. Ég held meira að segja að það sé í lögunum að það þurfi góða og gilda ástæðu fyrir fóstureyðingu þó mér sýnist að reyndin sé sú að konan ákveður þetta. Ef við ættum að taka eitt dæmi þar sem fóstureyðing væri ekki neyðarúrræði þá væri það til dæmis þegar kona ákveður að fara í fóstureyðingu vegna þess að  hún má ekki vera að því að eignast barn "núna" þrátt fyrir góðar heimilisaðstæður og telur það kannski spilla starfsframa sínum.

mymble | 5. okt. '17, kl: 00:12:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Úreld lög, en jú, konur fá sem betur fer að fara sama hver ástæðan er. Og ekkert að því vali

Zagara | 5. okt. '17, kl: 10:36:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sem betur fer búum við í landi þar sem konurnar ráða þessu. Þær eru betri í að meta sínar persónulegu aðstæður en fólk á alþingi. 

vexenpexen | 5. okt. '17, kl: 11:04:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

"ég vil það ekki" er fín ástæða til að rjúfa meðgöngu

Abba hin | 5. okt. '17, kl: 14:51:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er 26 ára, í góðu sambandi með manni sem ég elska og stefni á að vera með það sem eftir er ævinnar. Ég er með háskólagráðu og vinn í að ná mér í aðra, hann er fulllærður, í góðri vinnu og við stöndum mjög vel. Bæði eigum við sterkt bakland sem stendur með okkur. 


Ef ég yrði ólétt núna myndi ég láta rjúfa meðgönguna. Ástæðan er að mig langar ekki í barn núna. Ég hef engan áhuga á að láta barn trufla það frábæra líf sem ég á í augnablikinu og ég myndi eiga mjög erfitt með að sætta mig við það barn. Finnst þér í alvöru að ég ætti ekki rétt á að láta rjúfa meðgöngu? Heldurðu að barnið sé vel sett hjá mér, sem vil það ekki þó ég hafi alveg tækifæri á að eiga það?

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Júlí 78 | 5. okt. '17, kl: 15:07:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

1. Ég dæmi ekki um það hvað fólk á rétt á. 
2. Það getur vel verið að barnið yrði ekki vel sett hjá þér ef þú hefur engan áhuga á því. Þó veit ég alveg um mæður sem hafa áhuga á barninu sínu þrátt fyrir ótímabæra þungun að þeirra mati.
3. Persónulega finnst mér það vera sjálfselska að rjúfa þungun þrátt fyrir fínar heimilisaðstæður og gott bakland, bara svona af því að það hentar ekki akkúrat "núna" því að næsta háskólagráða er ekki komin í höfn! Hafa ekki konur verið í námi jafnvel þó þær séu með börn?

mymble | 5. okt. '17, kl: 15:13:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Konur hafa ekki endilega áhuga á börnum. ÞAÐ er lykilatriði hér. 

Abba hin | 5. okt. '17, kl: 20:51:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég veit líka um mæður sem hafa engan áhuga á barninu sínu og hefðu betur rofið þungun ef þær hefðu haft tækifæri til þess. Og konur hafa vissulega verið í námi þó þær séu með börn, það er bara alls ekki það sem ég er að láta stoppa mig. Mig bara langar ekki í barn núna, ekki útaf hálfkláruðu háskólagráðunni heldur bara því lífið mitt núna er geggjað og mig langar ekkert í barn sem að breytir lífinu í allt annað en eins og það er núna, eins og ég vil hafa það. 
Það er sannarlega sjálfselska, en má ekki elska sjálfan sig? Sjálfselskan myndi bara bitna á barninu síðar meir, barninu sem ég eignaðist en nennti ekki að eiga. Það yrði sennilega ekki nógu vel hugsað um það því ég nennti því ekki. Er ekki réttlátara, bæði fyrir mig og barnið, að ég eignist það þegar ég hef nennu og löngun til að sinna því? 

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

TheMadOne | 7. okt. '17, kl: 19:36:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mig virkilega langar að vita hvers vegna það þarf einhverjar sérstaklega slæmar aðstæður til þess að kona fari í fóstureyðingu. Hvar liggur sjálfselskan? Eru konur fæddar í þennan heim til þess að unga út börnum... annað væri sjálfselska? Endilega svaraðu þessu, mig langar mikið að skilja rökin.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Orgínal | 12. okt. '17, kl: 10:42:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég væri til í að taka þessa umræðu einfaldlega vegna þess að mér finnst áhugavert að sjá hvaða rök koma fram á báðum hliðum málsins. Þetta er þó mál sem þar sem lítill skoðanasveigjanleiki er leyfður og því nenni ég ekki að taka að mér að prufa að setja fram mótrök vegna þess skítkasts sem óumflýjanlega mun fylgja í kjölfarið.

Myken | 12. okt. '17, kl: 17:26:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju sjalfselska

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

TheMadOne | 12. okt. '17, kl: 17:38:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er ennþá að bíða eftir útskýringunni á því að það sé sjálfselska að fara í fóstureyðingu. Af hverju á kona að eiga barn ef hún hefur aðstæður til þess en vill það ekki?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Bakasana | 5. okt. '17, kl: 16:48:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Uh, kona sem vill ekki eignast barn neyðist til að fara í fóstureyðingu ef hún verður þunguð. Af hverju er peningaleysi neyð en viljaleysi ekki? 

Júlí 78 | 5. okt. '17, kl: 17:22:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tók sem dæmi konu (eða unga stúlku) sem er með bágan fjárhag OG engan stuðning frá barnsföður, foreldrum eða öðrum. Konur hafa alveg getað átt börn þó að fjárhagur sé ekki upp á marga fiska. En ef fjárhagurinn er svo slæmur að konan getur varla séð fyrir sjálfri sér hvað þá barni og hefur engan stuðning frá neinum, hvað á þá að gera? 

mymble | 5. okt. '17, kl: 17:35:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það sem henni sýnist.

Sodapop | 5. okt. '17, kl: 17:36:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Barn sem elst upp með einstæðri fátækri móður sem elskar það, mun að öllum líkindum eiga mun betri barnæsku en barn sem elst upp við höfnun foreldranna vegna þess að það var ekki velkomið á þeim tíma sem það kom undir.
Það snýst ekki alltaf allt bara um peningana...

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

Júlí 78 | 5. okt. '17, kl: 17:54:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekkert að segja að allt snúist um peningana, var að segja að margar hafa alveg getað átt börn þó að fjárhagurinn sé ekki góður. Ég gagnrýndi einungis það að þykja það í lagi að fara í fóstureyðingu þrátt fyrir góðar heimilisaðstæður og gott bakland. Það er líka stórskrýtið ef fólk getur ekki þótt vænt um barnið sitt. Skil það þó vel ef kona lendir í tímabundnu fæðingarþunglyndi.

Zagara | 5. okt. '17, kl: 18:02:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er gaman að búa í svona svarthvítum heimi?

Júlí 78 | 6. okt. '17, kl: 01:26:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef það ágætt takk fyrir. Sem betur fer þá maður hafa sína skoðun.

saedis88 | 6. okt. '17, kl: 08:50:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

fólk má hafa hvaða ástæðu sem það vill til að vlija ekki eignast börn. Konur sem verða óléttar verða ekkert alltaf óléttar í kæruleysi. hvort sem það truflar starfsframa, lítill peningur, of mörg börn fyrir, enginn áhugi að eignast börn eða hvaða ástæða sem er það bara skiptir eeeeeengu máli. ef kona vill ekki barn eða getur ekki séð um barn þá er það algjörlega hennar val og ákvörðun að fara í meðgöngurof. Ef þú ert á móti því þá skalt þú bara sleppa því að fara í slíka aðgerð og taka andlitið úr annarra manna rassi. 


Ég var að koma með 3ja barn, peningalega séð er það fokk erfitt.. Kallinn minn þarf að fórna miklum tíma með fjölskyldunni og nýja barninu fyrir aukavinnu. Gleðilegt það.

Júlí 78 | 6. okt. '17, kl: 10:48:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er þannig NÚNA að fólk má hafa hvaða ástæðu sem það vill til að fara í fóstureyðingu. ÉG MÁ SAMT hafa mína skoðun á þessum málum. Ef fólk vill ekki eiga fullt af börnum þá er alltaf hægt að fara í ófrjósemisaðgerð. En annars af því þú talar um að allt sé svo erfitt með 3 börn, ég hef nú horft upp á giftar konur sem hafa eignast 3-4 börn og ekkert verið of ríkar af peningum. Þrátt fyrir það hafa þær brosað gegnum lífið, alltaf jákvæðar og allt gengið vel hjá þeim. Þær hafa kannski þurft að vera útsjónarsamar og ekki getað keypt sér allt sem þær hafa langað til en samt verið ánægðar. 

saedis88 | 6. okt. '17, kl: 10:52:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er hamingjusöm, gengur vel og allt það. en peningalega séð er þetta spurning um að rýna í hverja krónu og vera útsjónasöm. sem við erum.  en það þyðir ekki að það sé ótrúlega gaman og auðvelt. En ég kvarta svosem ekki. En ég skil fullkomlega að fólk leggi ekki í frekari barneignir til að komast hjá svoleiðis stöðu. Eins og staðan er núna þá langar mig ekki í fleiri börn, en ég legg ekki í ófrjósemisaðgerð. finnst það of final. ætla melta það í nokkur ár hugsa ég.Júlí 78 | 6. okt. '17, kl: 11:19:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að margir nú til dags þurfi nú að rýna í hverja krónu og vera útsjónarsamir. Það er ekkert grín t.d. að kaupa sér íbúð á háu verði og vera með fullt af lánum eða að leigja sér íbúð. Jafnvel einstaklingar með engin börn geta haft það mjög erfitt peningalega séð. Ísland er mjög dýrt land finnst mér, eiginlega bara helst fyrir þá efnameiri að búa þar.

saedis88 | 6. okt. '17, kl: 14:15:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það þarf klarlega blóð svita og tár til að reyna safna sér útborgun. við leggjum fast og samviskusamlega fyrir mánaðrlega en telur svo lítið :(

mymble | 5. okt. '17, kl: 18:49:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og þú ert gagnrýnd fyrir að þykja gagnrýnisvert að sumar konur kjósa að fara í fóstureyðingu þrátt fyrir góðar aðstæður. Þetta er okkar réttur og forréttindi að fá að nýta hann..

Abba hin | 5. okt. '17, kl: 20:53:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fólk sem er þvingað til að eignast börn getur vel tekið reiði sína og sárindi út á börnunum jafnvel þannig að því þyki ekkert vænt um þau, það segir sig eiginlega bara sjálft. Þú hlýtur að skilja það. 

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Orgínal | 12. okt. '17, kl: 10:55:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þ.e. kona sem vill ekki fæða barn! Ef hún vill ekki eiga það eru tvær leiðir löglegar; fóstureyðing og ættleiðing.

Myken | 12. okt. '17, kl: 17:27:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Óvart mínus sorry

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

TheMadOne | 7. okt. '17, kl: 11:30:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

af hverju ætti það ekki bara að vera ákvörðun konunnar hvort hún fjarlægir eitthvað sem er bara vefur með minni tilfinningar en ánamaðkur úr líkama sínum í staðinn fyrir að leyfa því að breytast í barn sem mun vera fjárhagsleg byrði í tvo áratugi, stjórna hvaða störf þú getur unnið, stjórna hvaða möguleika þú hefur á búsetu, bæði staðsetningu og stærð, allt þitt líf takmarkast við líf þessa einstaklings og getur verið rót óteljandi vandamála í samskiptum við makann sem síðan margfaldast ef þú skilur við makann...

Fyrir hvern getur þetta mögulega verið nauðsynlegt? Vantar börn?

það er margföld ábyrgð sem fylgir því að eignast barn, það er stóra ákvörðunin. Ef þú ert ekki tilbúin í þá ábyrgð þá áttu bara ekki að eignast barn.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Myken | 5. okt. '17, kl: 21:58:31 | Svara | Er.is | 0

https://youtu.be/vWKqeJxzeBc

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

Lúpínan
Myken | 7. okt. '17, kl: 09:25:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ároðursvideo
Og hættan við að banna fóstureyðingar er mun meiri 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

Torani | 15. okt. '17, kl: 13:04:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og Myken segir, þetta er áróðursvideo. 
"Make the decision to protect the pre-born"... Þannig að andleg/líkamleg heilsa konunnar skiptir ekki máli?

Lúpínan | 6. okt. '17, kl: 23:37:39 | Svara | Er.is | 2

Getur ekki verið að þú þurfir bara smá tíma til að komast yfir sjokkið? <3 Þetta snýst ekki um aðrar konur og þeirra reynslu, sumar sjá ekki eftir því en aðrar sjá eftir því alla ævi. Þú segir að þú sért ekki viss um að þú getir farið í fóstureyðingu, bara það bendir til þess að það séu miklar líkur á að ÞÚ munir sjá eftir því. Öll börn eru blessun og kraftaverk, þó að barnið þitt sé ennþá pínulítið þá er það alveg jafn dýrmætt. Ekki samt líða illa yfir að vera ekki glöð yfir þessu nýja barni strax, þetta barn er óvænt og miklar tilfinningar sem fylgja og það er fullkomlega eðlilegt. Neyðarpillan skaðar ekki barnið þitt :)

mymble | 7. okt. '17, kl: 00:57:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Róleg að vera augljóslega pro life, gagnvart konu sem hallast mögulega að því að fara í fóstureyðingu. Og fóstur á fyrstu vikum meðgöngu eru aldrei jafn dýrmætt og alvöru, lifandi börn sem kona gengur með og kemur í heminn, og á. 

Einu sinni var ég ekki viss um að ég gæti farið í fóstureyðingu en ég gerði það nú samt og sá aldrei eftir því. Það hugsa allar konur sig vel um áður en þær fara í fóstureyðingu, það er ekki létt ákvörðun en það þýðir ekki að það séu MIKLAR LÍKUR á að þær muni sjá eftir því. Það eru ekki öll börn blessun. Sum eru bara mjög óvelkomin þar sem konur kæra sig hreinlega ekki um að eignast þau og það er bara allt í lagi!

Orgínal | 12. okt. '17, kl: 10:44:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hugsa hreint ekki allar konur sig vel um áður en þær fara í fóstureyðingu og það má færa rök fyrir því að það sé bara allt í lagi.

mymble | 12. okt. '17, kl: 13:17:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Örugglega langflestar og mér sy´nist þessi kona einmitt vera að leggja mikla hugsun í hvað hún ætlar að gera.

svartasunna | 7. okt. '17, kl: 18:48:11 | Svara | Er.is | 1

Èg á tvo börn og er 38 ára. Fyrir um 2 árum varð èg ófrísk og èg og þáverandi kærasti ákváðum að halda ekki áfram með meðgöngu (þó að sjálfsögðu ætti èg endanlegt val) Èg tók pillu, eftir nokkrar klst fór að blæða og blæddi í um mánuð. Enginn líkamlegur sársauki en hormónalega var èg mjög viðkvæm. Eitthvað sem enginn vill gera en maður verður bara að vega og meta kosti og galla. hann

______________________________________________________________________

Kaffinörd | 8. okt. '17, kl: 01:11:01 | Svara | Er.is | 0

blessuð vertu bara sleppa þessu ef þú vilt ekki barnið og sparaðu okkur skattgreiðendum skildinginn

TheMadOne | 8. okt. '17, kl: 01:20:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég get alveg lofað þér að sá sem á barnið leggur mikið meira til en þú sem skattgreiðandi. Þínar tilfinningar koma málinu nákvæmlega ekkert við.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Kaffinörd | 8. okt. '17, kl: 01:11:02 | Svara | Er.is | 0

blessuð vertu bara sleppa þessu ef þú vilt ekki barnið og sparaðu okkur skattgreiðendum skildinginn

stjarnaogmani | 10. okt. '17, kl: 21:47:32 | Svara | Er.is | 1

Þegar maður er búin að eignast það mörg börn að maður vill ekki fleiri ætti maður að fara í ófrjósemisaðgerð

Myken | 12. okt. '17, kl: 17:30:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef það væri svo létt.  Það er meira vesen fyrir konu að fá það í gegn en fóstureyðingu.  Sérstaklega ef hún er í yngri kantinum 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

Venja | 16. okt. '17, kl: 07:59:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað ef maður vill kannski eignast börn seinna? Hvað ef eitthvað skelfilegt gerist og maður missir öll börnin sín og gæti ekki einu sinni stofnað nýja fjölskyldu síðar meir? Ég ákvað fyrir löngu að hætta að eignast börn en ég hefði ekki getað hugsað mér að fara í ófrjósemisaðgerð

Myken | 16. okt. '17, kl: 09:20:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ef ég myndi missa öll börnin mín í einu þá myndi ég vilja deyja sjálf.
En að lifa restina af lífinnu með hugsunnina hvað ef..Auk þess þá er ENGIN sem myndi koma í stað þess barns sem maður missti..

Og að missa öll börnin manns í slysi er MJÖG sjaldgæft. Eina sem ég mann eftir eru hjónin sem mistu öll börnin sín í snjóflóði..----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

Venja | 16. okt. '17, kl: 10:54:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já sem betur fer er það sjaldgæft (í okkar heimshorni). Ég var bara að benda á mínar hugsanir þegar ég ákvað að hætta að eignast börn, ég var með þessa "hvað ef" hugsun, og þó nýtt barn kæmi ekki í staðin fyrir þau sem ég hefði misst, þá mundi það etv. gefa lífi mínu ánægju og tilgang aftur. Ég er samt að mörgu leiti sammála þér, ég get ekki ímyndað mér að ég mundi vilja lifa ef ég mundi missa öll börnin í einu, en þetta er samt eitthvað sem flestir hugsa/segja en halda svo samt áfram að lifa þrátt fyrir svakalegar hörmungar - ég held að viljinn til að lifa sé rosalega sterkur innra með okkur.

Myken | 16. okt. '17, kl: 10:57:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann er það...

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

Nottin | 11. okt. '17, kl: 01:37:15 | Svara | Er.is | 1

Sælar. Langar að þakka ykkur fyrir þessi innlegg, mjög gott að lesa það sem þið eruð að skrifa.
Málið er að ég er alltaf á áhættumeðgöngu þannig að þetta er ekki eins "auðvelt" fyrir mig og aðrar konur. Ég hef misst fóstur 4x komin mislangt í hvert sinn. 3 sinnum í útskrap. Ég myndi aldrei láta það bitna á barninu að ég var ekki ánægð í upphafi meðgöngu. Ég á jú 3 stráka á 4 árum er vil stóra fjölskyldu.
Líklegra en ekki að koma með 4ja barnið en eins og staðan er hjá okkur núna þá er þetta ekki hentugur tími og ég ekki alveg á þeim stað útaf ýmsu.
Einhver er ástæðan að ég tók neyðarpilluna strax og fannst ég vera að sýna ábyrgð með því, 95% örugg.

En þið sem eruð að benda mér á getnaðarvarnir og ófrjósemis aðgerð...... í alvöru!
Haldið þið að þetta sé í alvöru að hjálpa mér. Takk fyrir ekkert!
Held að engin kona fari í fóstureyðingu nema að það sé neyðarúrræði!

Lúpínan | 11. okt. '17, kl: 10:50:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Neyðin hlýtur þá að vera svakaleg fyrst þú ert að hugsa um þetta þegar þú hefur upplifað sársaukann sem fylgir því að missa barn :( Er eitthvað sem væri hægt að gera til að styðja ykkur og létta undir með ykkur þannig að þið getið hugsað ykkur að eiga barnið ykkar? Frjárhagsstyrk, föt fyrir krílið eða strákana þína, hjálp við þrif eða barnapössun, matargjafir á meðgöngunni og eftir að barnið er fætt? Hvað sem er, sendu mér skilaboð ef það er eitthvað sem ég og kirkjan mín getum gert til að hjálpa ykkur.

veg | 11. okt. '17, kl: 11:03:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

þú ert nú meira ó.....
Hún á 3 lítil börn og sér fram á áhættumeðgöngu!  ertu að bjóða fram aðstoð næstu 20 árin eða? geturðu tryggt að hún verði ekki fyrir varanlegum skaða á þessari meðgöngu?  treystirðu henni ekki til að meta sjálf stöðu sína?

Lúpínan | 11. okt. '17, kl: 12:57:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún á reyndar 4 lítil börn, eitt þeirra er ófætt.
En er það alltí einu orðinn glæpur að reyna sína kærleika í verki og bjóða fram stuðning og aðstoð til þeirra sem eru í neyð?
Hún segir sjálf "eins og staðan er hjá okkur núna er þetta ekki hentugur tími", sem ég trúi vel að þýði að fjárhagserfiðleikar spili inní. Getur þá ekki verið að hún myndi meta stöðuna öðruvísi ef að þau myndu fá fjárhagsaðstoð eða matargjafir? Ég trúi líka að það myndi minnka álagið gríðarlega að fá fría þrifþjónustu, ekki bara á meðgöngunni heldur líka eftir að barnið fæðist svo hún þurfi ekkert að stressast yfir að þrífa heimilið. Það eru oft svona litlir hlutir sem geta breytt heilmiklu þegar aðstæðurnar virðast ómögulegar :)

veg | 11. okt. '17, kl: 13:33:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hún á 3 börn!  fósturklasi er ekki barn og það er auglóst að þú hefur ekkert lesið innleggið hennar og tekur ekkert mark á því sem hún segir, ekki vildi ég fá svoleiðis fólk inn á mitt heimili sem heldur í ofánálagt að það sé að sýna "kærleika" í verki.

mymble | 12. okt. '17, kl: 13:19:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá, af því það er svo heillandi staða að vera í, að geta ekki komist af nema fá fjárhagsaðstoð og þyggja matargjafir..... 
Voðalegt tilfinningamál er það fyrir þig að hún eignist fjórða barn. Þínar tilfinningar koma hennar mögulega fjórða barni, eða fóstureyðingu, ekki við.

Myken | 12. okt. '17, kl: 17:34:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

3 ekki 4 ennþá enda bara gengin 4 vikur og ekki of seint að enda meðgöngunnar þar sem hún er kominn svo stutt

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

Orgínal | 12. okt. '17, kl: 10:53:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held reyndar að fullt af konum fari í fóstureyðingu án þess að það sé neyðarúrræði og þær hafa rétt til þess hér á landi. Hjá þér gæti hins vegar verið um neyðarúrræði að ræða ef áhættan af meðgöngu er mikil fyrir þig. Ef svo er finnst mér vera ákveðin klaufaleg umhyggjusemi í að stinga upp á ófrjósemisaðgerð. Það er þó umræða sem hjálpar þér að sjálfsögðu ekki í þeim aðstæðum sem þú ert í.


Persónulega myndi ég reyna að horfa fimm ár fram í tímann eða svo og máta saman barnið og áætlaðar aðstæður þá. Ég hef ekki trú á því að neyðarpillan hafi skaðað fóstrið en læknir eða ljósmóðir ætti að geta svarað því.

mymble | 12. okt. '17, kl: 13:20:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gangi þér bara vel sama hvað þú gerir. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Lífskjör hvergi betri í Evrópu en Íslandi. kaldbakur 21.9.2018 21.9.2018 | 19:00
Laun fyrir afgreiðslustörf- Hvað á ég að biðja um? nunan 17.9.2018 21.9.2018 | 17:45
Iceland air flugfreyjur dúbbí 21.9.2018 21.9.2018 | 16:54
Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa ESB og hvað getum við lært af því ? kaldbakur 19.9.2018 21.9.2018 | 15:26
Vantar álit ein kona er alltaf ad senda manni minum skilab.. sólogsæla 17.9.2018 21.9.2018 | 15:04
Einhver ráð við útbrotum á höndum hjá 2ja ára? dreamspy 19.9.2018 21.9.2018 | 14:50
Heitur búðingur Nektarína 15.11.2016 21.9.2018 | 13:11
Flugfreyju föt unadis99 21.9.2018
Heimilislausir fá ekki að vera á tjaldsvæðum Júlí 78 15.9.2018 21.9.2018 | 12:27
hver á Greiðslumiðlunar.(pei.is? KolbeinnUngi 21.9.2018
Flutnigur til Spánar catsdogs 18.9.2018 21.9.2018 | 10:47
MasterCard - dreifa greiðslum happhapp 21.9.2018 21.9.2018 | 10:03
MasterCard - dreifa greiðslum happhapp 21.9.2018
Vogur sundaylover 19.9.2018 20.9.2018 | 21:16
Prjónað buff siggathora 20.9.2018
Upplýsingar um ferli skilnaðar hjá Sýslumanni Skilnadur18 20.9.2018 20.9.2018 | 16:17
Svamp í pullu frá Marokkó 060 17.9.2018 20.9.2018 | 10:23
Þetta fékk ég frá Tim Omega Mam40 19.9.2018 20.9.2018 | 06:30
Sveppur í vegg gormur12 20.9.2018
Að losna við fylgju (draug) Skatla 18.9.2018 20.9.2018 | 00:27
Íslendingar í eigin landi Íslandi. kaldbakur 18.9.2018 19.9.2018 | 23:06
landsbanka 14 til 17 sept tlaicegutti 18.9.2018 19.9.2018 | 22:44
Gjafabréf í nudd og dekur Lepre 19.9.2018
Humarhalar 695-9475 danielhomie 19.9.2018 19.9.2018 | 17:55
Blóðleysi soldis77 19.9.2018
Kerrra fyrir 5 ára synn. 19.9.2018
Samband án kynlífs? espoir 16.9.2018 18.9.2018 | 20:22
vantar fyndin texta í afmæliskort Latitude 1.4.2006 18.9.2018 | 19:46
Er vændi Dehli 15.9.2018 18.9.2018 | 18:37
Algeng byrjunarlaun kerfisstjóra mmcout 24.8.2018 18.9.2018 | 15:46
Tryggingar Buka 18.9.2018 18.9.2018 | 15:44
Skotvopnanámskeið mega83 18.9.2018
Skilnaður Katrín María 5.9.2018 18.9.2018 | 06:28
Niðursveifla í efnahagslífi og verkföll - Ferðamenn hverfa eins og síldin. kaldbakur 27.8.2018 17.9.2018 | 23:20
PayPal Auður 12345 16.9.2018 17.9.2018 | 23:14
verðskrá leigubíla höfuðborgarsvæði agga42 17.9.2018
Bandaríkin-hörmungar ? Dehli 22.8.2015 17.9.2018 | 19:30
Evrópa fyrir Evrópubúa? Hr85 13.9.2018 17.9.2018 | 19:25
Að leigja íbúð/hús á Torrevieja án milligöngu ferðaskrifstofu. Hvað ber að varast? Reynslusögur Gunna stöng 9.8.2018 17.9.2018 | 14:51
Bólur Katrín Hallgrímsdóttir 17.9.2018 17.9.2018 | 13:15
Hvað kostar leghálsspeglun? belinbelin 16.9.2018 17.9.2018 | 00:45
síþreyta og lyf takecover 13.9.2018 16.9.2018 | 19:19
Humarpasta eða Humarsalati siggathora 16.9.2018 16.9.2018 | 18:56
Salir til leigu ? hugmyndir DM21 16.9.2018 16.9.2018 | 17:03
Latabæjar vítamín aósk 16.9.2018
íbúðar skipti innan Félagsbústaða leea 12.9.2018 16.9.2018 | 12:52
Hvað ertu að gera í kvöld? Twitters 15.9.2018 16.9.2018 | 04:46
ER TIL MYND AF JESÚ ? Dehli 12.9.2018 15.9.2018 | 22:46
Gekk Jesú á vatni ? Dehli 14.1.2015 15.9.2018 | 21:30
Verð að koma þessu frá mér Ljónsgyðja 11.9.2018 15.9.2018 | 20:43
Síða 1 af 19669 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron