Endurfjármögnun?

Sirasana | 3. maí '20, kl: 21:00:08 | 385 | Svara | Er.is | 0

Ég er með blandað lán hjá Arionbanka. Það er mjög óhagstætt og ég vil endurfjármagna það og jafnvel hækka um 1 til 2 milljónir til þess að gera upp eldhús og bað en greiðslubyrðin lækkar samt! Hvort ætti ég þá að gera það hjá Arionbanka eða fá lán annarsstaðar? Er hagstæðara að fá lán hjá Lífeyrissjóði?

 

ert | 3. maí '20, kl: 21:32:52 | Svara | Er.is | 1


Lífeyrisjóðirnir eru nær alltaf hagstæðari - ég segi ekki alltaf en mér kæmi það samt ekki á óvart.
En lífeyrissjóðir hafa oft strangar reglur um veðhlutfall. Skoðaðu þetta endilega.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Sirasana | 3. maí '20, kl: 21:46:01 | Svara | Er.is | 0

Væri kannski ekki sniðugt að taka verðtryggt lán eins og staðan er núna í þjóðfélaginu?

ert | 3. maí '20, kl: 22:23:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko ef maður skoðar almenni.is þá eru vextir á óverðtryggðu  4,85% fastir í 3 ár. Vextir á verðtryggðu láni fastir í 3 ár eru 2,10%. Ég er með lán hjá þeim verðtryggt lán á breytilegum vöxtum og það eru ofur vextir núna eða 1,58% sem gerir með verðbólgu 2,78% raunvexti. Ég hef aldrei skilið þessa ofurtrú á óverðtryggðum lánum. Von fólks virðist vera að verðbólga fari yfir vextina og að bankinn tapi en auðvitað hefur bankinn óverðtryggða vexti það háa að hann þoli að tapa í einhvern tíma.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. maí '20, kl: 09:19:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Menn eru að tala um verðtryggð lá með lágum vöxtum og svo vísitölutryggingu.
Verðbólga þykir lág og eðlileg ca 2 - 2.5 %
Viísitalan hækkar því oftast um ca 2,2 % undanfarið sú upphæð sem af reiknast er höfuðstóll plus verðbætur.
Þannig að í raun eru þarna að greiða strax vaxtavexti sem er mjög íþyngjandi.
Þannig að það er ekkert hægt að segja vexti plus vísitölu sé það sama og fastir vextir þó tallan sé sú sama (vext plus vis = fast vext).

ert | 4. maí '20, kl: 09:29:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ég skil þig ekki alveg.
Segjum að ég taki milljón 
1) verðtryggt á 3 prósent vöxtum í 2% verðbólgu
2) óverðtryggt 5%
Segjum að ég greiði ekki neitt
Hver er munurinn á upphæð lánsins? allir hagfræðingar og viðskiptafræðingar sem ég hef séð reikna segja að þetta sé sama vaxtaprósent 3+2=5

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. maí '20, kl: 09:44:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ef verðtryggingin leggst strax við höfuðstól.
Venjulegur vaxtareikningur reiknast af höfuðstó.
Vextir leggjast við höfuðstó um áramót - var það allavegana þegar ég átti bankabók :)
Ef vextir hefðu lagst við höfuðstól við hver mánaðamót þá myndast vaxtavextir …. :)

kaldbakur | 4. maí '20, kl: 09:58:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er eins og spíall þessi vísitölulan. Byrja strax mánaðarlega við hverja vísitöluhækkun að reikna vaxtavexti.

Þannig að þetta sem þú segir 3+2 er ekki = 5.

3+x=5+ ?

Kaffinörd | 5. maí '20, kl: 09:57:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er fólk að pæla í óverðtryggðu með þennan ónýta gjaldmiðil okkar. Mér finnst þetta ekki spurning. Verðtryggt og breytilegir vextir. Ég tók verðtryggt lán hjá Söfnunarsjóði Lífeyrisréttinda haustið 2018 og hef fengið 2 sinnum vaxtalækkun.

ert | 4. maí '20, kl: 09:42:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil verðbólga er reiknuð fyrst og svo vextir ofan á. Þetta er rétt hjá þér sbr ólaf Mixa " Þetta gæti virst vera fjarstæðukennt en Birta lífeyrissjóður býður nú sjóðsfélögum sínum óverðtryggð lán með 2,85% vöxtum, sem miðað við ca. 2% verðbólgu gerir raunvexti þeirra um það bil 0,7%." 2% verðtryggt með 2% vöxtum er þá 4,04%. Munar ekki svo miklu þegar tölurnar eru orðnar svonar lágar. Mitt lán á  1,58%  er þá  3,81% vextir í 2,2% verðbólgu en ekki 3,78%. Munar kannski ekki öllu. Takk fyrir að benda mér á þetta. Ég átti bara erfitt með að skilja þig.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. maí '20, kl: 10:10:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þakka þér - mér þótti gaman þegar þú settir þetta inn:
" allir hagfræðingar og viðskiptafræðingar sem ég hef séð reikna segja að þetta sé sama vaxtaprósent 3+2=5 " :) :)

En í raun og veru verður þetta mjög slæmt þegar verðbólga vex. Kannski eitthvað hægt að krafsa í bakkann
með því að borga innáhöfuðstólinn.

ert | 4. maí '20, kl: 10:30:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Það er vaxtaprósentan sem skiptir mestu máli upp á vexti.
Verðbólgan upp á höfuðstól.
Málið snýst um eignamyndun (höfuðstól) eða greiðslur (vexti).
Fyrir suma eins og mig þá skiptir eignamyndun ekkert svo miklu máli. Ég á allar þær íbúðir sem ég þarf að eiga þótt það sé alltaf gaman að bæta við.
 


Gefum okkur 100% verðbólgu.
Þú getur tekið vertryggt lán á 1%.
100kr verða 200kr í verbólgunni og vextirnir verða 2kr

Gefum okkur 50% verðbólgu. Þú getur tekið verðtryggt lán á 10%. 100kr verða 150kr í verbólgunni og vextirnir verða 15kr
En þú ert eini hagfræðigurinn sem spáir einhverri verulegri verðbólgu. Af hverju þú ert ekki yfirmaður AGS skil ég ekki.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. maí '20, kl: 12:18:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er bara að benda á þennan mánaðarlega vaxtavaxtareikning sem nálgast að vera lögbrot held ég.
Ef verðbólga fer eitthvað upp t.d. 4 - 5 % þá er þessi spírall kominn á flug - nánast "svikamilla".

Ég er ekkert að spá neinni verðbólgu - verðbólgan er komin - kom strax með 20% gengisfalli krónu og á eftir að vaxa á árinu.
Svo er það vísitölureikningurinn - Hagstofan hikstar eitthvað - segir ýmsa liði ekki virka sem er bara biðstaða á hækkun og þetta stórundarlega olíuverð þar sem olían var gefin eða borgað með á tímabili. Þetta skekkir allan vísitöluútreikning hér hjá Hagstofu - heimatilbúið … en stendur ekki lengi. Verðhækkanir á innfluttum vörum er staðreynd.

Vegna þessara staðreynda og svo hitt að vóisitölutryggð lán eru nokkurskonar "svikamilla" þá var ég bara að vara við þessum vísitölutryggðu lánum ef folk hefur kost á öðruvísi óverðtryggðu láni svo ekki sé nefnt ef það er með föstum vöxtum til 3 til 5 ára.

ert | 4. maí '20, kl: 12:54:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skiptir ekki máli upp á lánin hvort neysluvísitalan er heimatilbúin eða ekki - bara hver hún er. Ég hefði stórtap að á föstum vöxtum á mínum lánum og þurft að endurfjármagna. Vextir eru ekki að fara hækka.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. maí '20, kl: 13:36:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já við græjum þetta saman eins og Víðir segir :)

kaldbakur | 4. maí '20, kl: 17:08:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert nokkuð vel gefin Ert mín og hefur notað gáfurnar til góðs að ég held.
Reiknisglögg og rekur ymsa á gat og hefur stundum haft þar ánægju af.
Þessvegna er ég hissa á að þú hafir ekki séð þennan ágalla á vísitölubundnum lánum.
Sjálf að gorta þig af þinum persónuegu lánumm þar sem þú ert augsjánlega blekkt og snuðuð !
Þú verður að athuga að í þessu vaxtaokri þurfti að gefa hlutunum nýtt nafn.
Vexir af lánum eru bara vextir af lánum. Svo fóru menn að gefa vaxtaokrinu önnur nöfn eins og verðbótaþátturvaxta og vaxtabótaþátturverðbóta og ýmis önnur orðskrípi. Þetta var bara orðaleikur.
Ég vonaðist til að þú myndir bjóða þig fram í að afhjúpa þessa vitleysu.

ert | 4. maí '20, kl: 19:53:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já auðvitað jafnast þessi 0,03% á við 1%

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 3. maí '20, kl: 23:15:43 | Svara | Er.is | 0

Már Wolfgang Mixa er mikill sérfræðingur í þessum lánamálum.
Hér eru tilvitnanir í hann.

https://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/marmixa/2234347/

ert | 3. maí '20, kl: 23:26:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


þetta er mjög grein og hann er góður sérfræðingur.
Þetta er nýjasta grein hans þar sem hann bendir á að Birta sé að bjóða raunvexti upp á 0,7%. Ég tæki lán þar ef ég ætti rétt
https://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/marmixa/2248310/

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. maí '20, kl: 08:53:59 | Svara | Er.is | 0

Ég tel mjög varasamt að vera með vísitölutryggt lán. Allar líkur á að verðbólga sé framundan og þá skrúfast vísitölutryggð lán upp.
Ef þú átt kost á lífeyrissjóðsláni með föstum vöxtum til 3 eða 5 ára þá er tækifærið núna.
Vesxtir eru lágir þessa dagana og munu held ég ekki fara neðar hérlendis, enda aldrei verið eins lágir og í dag.

Vísitölulán eru blekkjandi.
Menn eru að segja að vextir af vísitölutryggðum lánum séu lægri en af óverðtryggðum lánum það er rétt.
En verðtryggingin vísitalan hækkar höfuðstólinn strax og bera strax vexti. Þannig að í raun ertu farin að borga vaxtavexti og svo vaxtavaxtavaxta vexti osvfrv.

Með inneign í banka þá færðu vexti og vöxtum var bætt við höfuðstól um áramót. Þannig að vaxtavöxtum var frestað til áramóta.
Það sama var við dráttarvaxtaútreikning það var ekki heimilt að reikna vexti á dráttarvexti fyrr en eftir ár.

Verðtryggð vísitölulán verður þer langtum dýrara þegar upp er staðið. Það er heldur auðveldara að greiða af þeim en ber að varast þau.

ert | 4. maí '20, kl: 09:25:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þú verður að taka fram að þar ertu ósammála greiningardeidlum bankanna, Seðlabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Þú ert gefa ráð sem skipta miklu og þá þarf að taka fram að þú sért með álit sem er ekki samhljóða því sem fólk finnur á netinu.


Ert þú að segja að vextir á óverðtryggðum lánum séu bara reiknaðir einu sinni á ári? Ef tekur milljón á 5% vöxtum að þá hækkar lánið ekki um 5% fyrr en ári eftir að það er tekið?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 4. maí '20, kl: 09:43:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skildi vaxtaútreikning þinn. Það er ekki hægt að leggja saman verðbólgu og vexti. Þeir reikna fyrst verðbólguna og leggja svo vextina á. Þetta skiptir sam litlu máli þegar vextir eru svona lágir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. maí '20, kl: 16:47:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Ert mín þú ert svo krúttleg þegar þú ert í þessumm ham.

kaldbakur | 4. maí '20, kl: 16:41:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nei þú getur reiknað vexti mánaðrlega af óvertryggðum lánum.
Það er allt í lagi.
En þú mátt ekki leggja þá vexti við höfuðstólinn mánaðarlega og reikna svo vexti næsta mánaðar á þann höfuðstól.
Einhverjir okurlánarar fyrri tíma hefðu verið settir í gapastokk fyrir svona svínarí :)

ert | 4. maí '20, kl: 16:58:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ha? Ertu að segja að ef ég tek milljón að láni þá leggjast vextir bara á milljónina og eftirstöðvar af þeim sama hvort ég hef borgað vextina eða ekki?
Ég tek milljón að láni greiði bara höfuðstól 100.000 á mánuði en skil eftir vextina segjum að þeir séu 10% á mánuði
Þannig að fyrsta mánuðinn greiði ég 100.000 - lánið fer í 900.000 og vextirnir 100.000 geymast og ég skulda þá en þeir bera enga vexti
Næsta mánuð greiði ég 100.000 - lánið fer í 800.000 og vextirnir 90.000 leggjast við það sem er geymt og  g ég skulda þá 190.000 í vexti en þeir bera enga vexti.
Þetta eru ógeðslega sniðug lán þar sem maður getur bara skuldað vexti og þeir bera enga vexti. hvar fær ég svona? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. maí '20, kl: 19:42:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist alveg hvað ég er að segja.
Þakkaðir mér mikið fyrir … en það er ekkert að þakka,, mín er ánægjan.
Veit bara að kona eins og þú lætur ekkert fara svona með þig í þessum vaxtaviðskiptum.

ert | 4. maí '20, kl: 22:05:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei, vonandi ekki; ég er langt undir föstum óverðtyrggðum vöxtum og vansta til að geta greitt yfir 10 millur inn á lán á árinu

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. maí '20, kl: 22:24:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg merkilegt með þetta vel gefna konu eins og þig hvað þú getur verið blind á augljósa hluti.
Þú kemur með eitthvað dæmi hér að ofan uppá 1 millj skuld og svo 10 % ársvexti sem skulu reiknast fyrir hvern mánuð - ok.
Svo ferðu að segja að ekki skuli greiða vextina fyrr en í lok ársins - þarna ferðu að bulla.
Þú gleymir að þarna vantar einn þátt inní sem er kallað verðbætur. Sá liður er vaxtareiknaður líka .
Ég er að segja að þetta sem kallað er verðbætur er ekkert annað nýtt nafn á vöxtum (var kallað einu sinni vaxtabætur)
og ofaná verðbætur (vaxtabætur) bætast lika vextir - þetta eru vextir ofaná vexti - kallað vaxtavextir.
Farðu nú að sofa og reiknaðu uppá nýtt á morgun.
Ég held að þú náir að skilja þetta - kona með þína greind.

T.M.O | 4. maí '20, kl: 22:46:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kræst, komdu þér nú niður af háa hestinum og hristu af þér yfirlætið svo að allt sem þú segir hætti að hljóma eins og þú sért fífl sem veist ekki neitt. Maður gæti jafnvel farið að taka mark á því sem þú segir.

ert | 4. maí '20, kl: 22:54:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha? Ók þannig að það eru vextir, það neysluvísitala = verðbólga og svo er það þriðja sem er verðbætur? Hvaða tala eru þessar verðbætur og hvernig er hún reiknuð? Eru verðbætur vaxtabætur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. maí '20, kl: 23:35:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf að gæta að hagsmunum neytenda - í þessu tilfelli lántakenda.
Þessi lánsform eru búin til af lánastofnunm og nokkuð gömul útfærsla, held ég.
Ég veit ekki alveg hvernig svona mál eru afgreidd en ýmislegt varðandi vaxtareikning og vaxtavexti er í lögum.
Og svo er jú til neytendavermd og ýmsar reglur samkv EES samningum.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Svo þú skiljir þá er ég að segja að verbætur er nokkurskonar vaxtaígildi sem var kallað vaxtabætur fyrir löngu.
Þetta eru í raun nokkurskonar aukavextir sem eru til að stilla vextina í takt við verðbólgu.
Dæmi. Það er gerður lánasamningur með áhveðnum höfuðstól 10 millj. Jafnar mánaðarlegar greiðslur höfuðstóls til 30 ára.
Ársvextir fastir 3 % reiknast mánaðarlega af höfuðstól og greiðast mánaðarlega.
Vaxtabætur (% - verðbætur geta verið null plus eða mínus ) prósentur og reiknast af höfuðstól mánaðarlega og greiðast mánaðalega - EN VAXTAREIKNAST EKKI !

Ég vil meina að verbætur séu í raun vaxtaígildi og eigi ekki að reikna af þeim vexti samkv. lögum fyrr en um áramót, en
þá sé heimilt að bæta vöxtum við höfuðstól.
Þannig kæmi aldei til að reiknaðir verði vaxtavextir fyrr en um áramót og þá bara ef um vanskil er að ræða.

Lánin sem okkur eru boðin í dag eru með vaxtavöxtum, þar sem vaxtabætur (verðbætur) á höfuðstól er vaxtareiknaður og greiddur manaðarlega.

kaldbakur | 5. maí '20, kl: 00:04:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ath.
Ég gleymdi að geta þess að í raun eru þessi lán þannig í dag að vaxtabæturnar (verðbætur) þeim er dreift á lánstímann.
En engu að síður tel ég óeðlilegt að þessi liður sé vaxtareiknaður fyrr en um áramót, bætist þá í raun við höfuðstól.
Þannig er allavegana vaxtareikningur samkv. lögum og hefði átt að útfæra þetta í takt við lögin.

ert | 5. maí '20, kl: 09:06:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig að það eru vextir,  neysluvísitala = verðbólga og svo er það þriðja sem er verðbætur =vaxtbætur


OK, þannig að verðbætur eru vaxtabætur. og vaxtabætur reiknast af höfuðstól mánaðarlega. I wish!
Er í lagi með þig? 
https://www.rsk.is/einstaklingar/vaxtabaetur-og-barnabaetur/vaxtabaetur/

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 5. maí '20, kl: 11:47:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe þú ert nú skrítin kerling ert mín.
En það er samt gaman að þessu.

ert | 5. maí '20, kl: 12:03:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já ég er skrítin.
Verðbætur eru ekki vaxtabætur og hafa aldrei verið og þetta tvennt mjög lítið skilt nema að í lögum eru verðbætur skilgreindar sem vextir og því er hægt að greiða vaxtabætur vegna verðbóta.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 5. maí '20, kl: 12:57:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er bara orðaleikur.

ert | 5. maí '20, kl: 13:01:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Bara orðaleikur.
Maður fær vaxtabætur greiddar frá ríkinu.
En verðbætur á lánum þarf að greiða.
Þetta er smámunur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 6. maí '20, kl: 09:03:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ju má vera að ég hafi notað orðið "vaxtabætur" í stað "verðbótaþáttur vaxta".
Menn hafa verið duglegir að gefa þessu nöfn.
Aðal málið er auðvitað að þessi "vísitöluverðbréfalán" eru óljós og lítt aðgengileg venjulegu fólki til að reikna.
Nokkurskonar "afleiðulán" þar sem ómögulegt er að sjá fyrir hver þróun verður.
Og að auki eru þau sennilega ólögleg vegan þessa vaxtavaxta reiknings.
En best að láta Má Wolfgang Mixa skýra ruglið út.

ert | 6. maí '20, kl: 09:32:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má vera? Það má vera að þú sért karlmaður.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 6. maí '20, kl: 11:07:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert fjárglögg.

ert | 6. maí '20, kl: 11:33:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, fíflglögg

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 6. maí '20, kl: 11:33:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þó það megi reyndar telja þig sauð

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 6. maí '20, kl: 16:11:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér er spurn hvernig 50 ára gömul kona í Grafarvogi eins og þú sem ert í rauðri kápu og nýtir Strætó getur haft svona furðulegar hugsanir um veruleikan og neikvæðar hugsanir um nútímann ? Vantar ekki einhver gen í búntið ?

kaldbakur | 6. maí '20, kl: 16:24:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já vinkona Þin "vitleysuna" themadone taldi mig vera kú.
Vantaði auðvitað júgur og spena
En þú þekkir auðvitað mun á spena á kú og sauði held ég ?

ert | 6. maí '20, kl: 17:33:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert sauður með og án besefa.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 5. maí '20, kl: 15:49:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já eins og hestur er kýr og kýr er hestur. Hvoru tveggja með fjóra fætur og einn haus. Bara orðaleikur. Viðurkenndu bara að þú hafir gert mistök.

Kaffinörd | 5. maí '20, kl: 09:52:07 | Svara | Er.is | 0

Þú gerir vart eldhús og bað upp fyrir 1-2 milljónir nema hugsanlega með IKEA dóti og það sést alltaf ef eldhús og bað er frá IKEA

Maggalena | 6. maí '20, kl: 08:59:45 | Svara | Er.is | 0

farðu inná aurbjorg.is og sjáðu hvar er hagstæðast

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Síða 7 af 46346 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Guddie, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien