Endurhæfing?

Cif | 16. júl. '16, kl: 21:23:34 | 412 | Svara | Er.is | 0

Hvernig fer snarfélagsfælin og þunglynd kona að því að koma sér í það að lifa lífinu og hætta horfa á það þjóta framhjá?

Ráð og reynslusögur vel þegnar

 

Mae West | 16. júl. '16, kl: 21:45:55 | Svara | Er.is | 0

Dalía 1979 | 16. júl. '16, kl: 22:10:45 | Svara | Er.is | 1

Stundarðu hreyfingu

Cif | 16. júl. '16, kl: 22:17:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ekki eins og er.
Veit allt um ágæti þess að stunda hreyfingu :) Er meira leitast eftir fleiri hugmyndum og ráðum þar sem hreyfingin er alltaf það eina sem mér kemur til hugar.

T.M.O | 16. júl. '16, kl: 22:30:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

áhugavert hvernig margir reyna að gera þekkt einkenni að ástæðu fyrir veikindum.

daggz | 17. júl. '16, kl: 10:33:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hreyfingin er alltaf lausn við öllu, alveg sama hvað þú ert orðinn slæmur, alveg sama hvort veikindin séu búin að fokka upp í öllu hjá þér. Farðu bara út í göngutúr á að redda öllu.

--------------------------------

T.M.O | 17. júl. '16, kl: 11:15:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

aha

Cif | 17. júl. '16, kl: 18:08:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jamm...að það skuli ekki allir í heiminum vera heilbrigðir bara með þessa einföldu launs. Baraskilþaðekki :)

lisa07 | 16. júl. '16, kl: 22:34:41 | Svara | Er.is | 0

Ég hef heyrt góða hluti um Hringsjá. Gott að byrja á því að panta tíma hjá námsráðgjafa og fá ráð.

Pappakassi dauðans | 19. júl. '16, kl: 18:26:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Námsráðgjafa?
Meinaru sálfræðingi

nibba | 16. júl. '16, kl: 22:38:05 | Svara | Er.is | 0

Ég byrjaði á heimilislækni, svo í viðtölum á Geðdeild og loks á Reykjalundi. Jóga og hugleiðsla hefur reynst mér vel auk þess að einfalda lífið.

Toothwipes | 17. júl. '16, kl: 11:21:43 | Svara | Er.is | 1

Heimilislæknirinn þinn ætti að geta sótt um fyrir þig hjá Virk, Reykjalundi eða öðru sem hann telur henta. Byrjaðu þar.

daggz | 17. júl. '16, kl: 12:12:57 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi byrja á að fara til heimilislæknis og ræða við hann um möguleikana. Einn möguleikinn er Reykjalundur. Þar er alveg yndislegt starf unnið og það hefur hjálpað mörgum. Hef reyndar ekki persónulega reynslu af geðheilsusviðinu en ég lá inni með konu sem var að klára sitt prógram þar og hún sagði að það hefði gersanlega gefið henni möguelika á nýju lífi. Gallinn er hins vegar sá að það er mjög langur biðlisti.


En á meðan þú bíður, hefurðu skoðað HAM? Ef ekki þá mæli ég alveg með því að þú skoðir það. Það eru í boði námskeið og svo er líka HAM fræðsluefni (lesefni og verkenabók) inn á  http://ham.reykjalundur.is

--------------------------------

Cif | 17. júl. '16, kl: 18:10:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hitti heimilislækni reglulega.
Bý úti á landi þar sem er ekki mikið (eða bara ekkert) í boði.
Hef farið á Reykjalund, það var æðislegt og hjálpaði mikið. Ennn eftir heimkomu fór fljótlega allt í sama far aftur því miður :(

daggz | 17. júl. '16, kl: 18:56:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fór í gegnum fjarmeðferð á Reykjalundi. Það var reyndar á verkjasviði. Kannski er eitthvað slíkt í boði á geðheilsusviðinu? Læknirinn vissi reyndar ekki af þessu úrræði, mér var bara boðið þetta enda mun, mun styttri biðtími.


Það er samt oft meira í boði en maður gerir sér grein fyrir. Ég komst t.d. að því fyrir ekki svo löngu að það eru HAM námskeið á fjórðungssjúkrahúsinu þar sem ég bý. Ein er eitthvað samstarfs verkefni gegnum virk. Gæti vel verið að það sé meira í boði en þú heldur. Myndi amk athuga það.

--------------------------------

stjarnaogmani | 17. júl. '16, kl: 18:19:35 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk mér hund og ef ég þarf eða langar að umgangast fólk undirbý ég mig tímanlega og reyni að nota hugræna atferlismeðferð til að bægja frá mér neikvæðum hugsunum og til að hvetja sjálfa mig til að takast á við hlutinn. T.d einsog núna rétt áðan hafði ég mig í það að fara til nágrannans og biðja um litanúmer sem mig vantaði(Hann var ekkert nema yndislegheitin). Ég er búin að vera hugsa um það í viku (einsog hann væri hættulegur eða eitthvað hræðilegt myndi gerast)og hafði mig loksins í það. Ég ætla að hafa mig í þa að fara í búð í vikunni til að kaupa litinn og klára þennan glugga sem ég þarf að mála.

keltnesk | 18. júl. '16, kl: 02:10:23 | Svara | Er.is | 2

Nám virkaði vel fyrir mig. Ég fór í stúdentinn og tók Grunnmenntaskólann, Menntastoðir, hluta af Keili og Fjölbrauarskóla en það er hægt að finna margar leiðir í námi sem hverjum og einum þykir skemmtilegt. 
Ég talaði við alla kennara og námráðgjafa og útskýrði aðstæður og við sníddum námið eftir þörfum mínum. Ég fékk undanþágur frá hópverkefnum þar til ég treysti mér sjálf og fékk þá að velja hópinn sjálf. 
Svo fór ég í hópavinnu eftir vali kennarans og það hjálpaði mér heilmikið með félagsfælnina því þarna var sameiginlegt verkefni sem varð að vinna svo ég þurfti ekkert sjálf að finna umræðuefni eða finna mig í umræðuefni annarra. 


Ég á mjög auðvelt með bóklegt nám svo ég fór í það en það eru til alls konar námsleiðir og það kemur manni út úr húsi og gefur manni tilfinningu að maður sé að vinna að einhverju takmarki frekar en horfa bara á lífið líða framhjá. 


Ég var búin að fara eftir mörgum ráðleggingum frá ráðgjöfum, sálfræðingum og læknum en það virkaði aldrei því mér fannst óþægilegt að vera í umhverfi þar sem mikið var spáð í hvað hafi komið fyrir mig og hver ástæðan er fyrir  áfallastreituröskunni. kvíðaröskunninni, þunglyndinu og lífsleiðanum eins og er oft í hópum þar sem aðrir eru að glíma við sömu veikindi. 


Svo eru hundar æðislegir til að hjálpa manni að takast á við daglegt líf , svo lengi sem aðstæður bjóða upp á að að eiga hund. 

Bollebof | 19. júl. '16, kl: 18:22:47 | Svara | Er.is | 0

ég var rosalega félagsfælin og þurfti hjálp að fara út úr húsi. Samfélagsgeðteymið hjálpaði mér rosalega.

zakaria | 20. júl. '16, kl: 19:47:44 | Svara | Er.is | 0

mæli með virk og heilsuborg

aparassinn | 22. júl. '16, kl: 02:31:33 | Svara | Er.is | 0

Ég byrjaði í prógrammi hjá VIRK en ég var komin á þannig stað að ég fór varla úr húsi nema hrein nauðsyn bæri til. Ég bý úti á landi svo það var takmarkað í boði fyrir mig en regluleg sálfræðiviðtöl og öll þau sjálfshjálparnámskeið sem ég kemst á nýti ég. Ég komst svo inn á Reykjalund þar sem ég fór í HAM hóp og einnig sjálfstyrkingarhóp og það bjargaði mér alveg. Er enn í sálfræðiviðtölum en er komin vel á veg með að komast almennilega út í lífið. Er meira að segja að byrja í skóla! Mín reynsla er sú að maður fær mest út úr því að ögra sér... mæta í aðstæður sem eru ógnvekjandi og þannig kemst maður lengra og lengra. Byrja smátt og bæta svo við! Gangi þér vel :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47947 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, tinnzy123, Kristler, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien