Endurtekin svik

miamarkle | 8. jan. '19, kl: 16:55:30 | 508 | Svara | Er.is | 0

Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Maðurinn minn hefur sögu um það að geta ekki sleppt því að tala við aðrar konur á netinu á kynferðislegan hátt. Fyrir daginn í dag hafði ég amk þrisvar sinnum fundið sannanir fyrir því, síðast fyrir um 2,5 árum þegar barnið okkar var rúmlega ársgamalt, og þá sagði ég honum að þetta væri komið nóg, nú fengi hann einn séns í viðbót eða þetta væri búið því ég bara gat ekki meira, ég var svo niðurlægð og þolinmæðin búin. Í það skipti (og áður) hafði hann líka tekið nektarmyndir af mér þegar ég sá ekki til og deilt þeim með öðrum á netinu. Ég varð alveg brjáluð og allt traust var algjörlega farið. Í þessi 2,5 ár hefur gengið vel en upp á síðkastið fann ég að eitthvað var öðruvísi. Í morgun gleymdi hann símanum sínum heima og ég bara varð að kíkja (ég veit að það er ekki sanngjarnt og ekki rétt, það er alveg efni i annan þráð, en ég fann það bara að eitthvað var ekki rétt). Og viti menn, það er sama sagan aftur. Nema í þetta skiptið er þetta á einhverju nýju og fokking ógeðslegu leveli. Hann er að taka þátt í ljótum umræðum þar sem kvenhatur og nauðgunarfantasíur eru við lýði, sem og mjög gróf einkasamtöl við konur þar sem hann er að lýsa því hvað hann vill gera við þær og það er oft frekar ógeðslegt, kallar þær ljótum nöfnum og alls konar. Þetta er einfaldlega ógeðslegt og mjög út úr karakter, hann hefur alltaf talið sig femínista svo þetta kom mér mjög á óvart, en samt innst inni var þetta ekki eins mikið sjokk og ég hélt einhvern veginn. Ég sagðist gefa honum einn séns þarna um árið, hann klúðraði honum og ég ætti að ganga út, og þetta væri svo einfalt mál ef við værum ekki nýgift og ég ólétt af barni nr. 2. Ég er algjörlega eyðilögð, ég hélt í alvöru að við værum hamingjusamari en nokkurn tímann en ég hef greinilega mislesið aðstæður. Hann ber greinilega enga virðingu fyrir mér og mér líður eins og hann sé ekki sá sem ég hélt að hann væri. Ég veit ekkert hvað ég á að gera, er í algjöru rusli og búin að gráta í allan dag. Það traust sem ég var búin að ná að byggja upp síðan síðast (sem var samt það lítið að ég varð að kíkja í símann hans) er algjörlega orðið að engu og ég veit ekki hvort ég geti gert þetta aftur, en ég get heldur eiginlega ekki orðið einstæð ólétt móðir í háskólanámi akkúrat núna. Hefur einhver lent í svipuðu eða getur gefið mér einhver ráð eða bara eitthvað?

 

spikkblue | 8. jan. '19, kl: 17:07:52 | Svara | Er.is | 0

Vá, maðurinn þinn hlýtur að vera í Samfylkingunni.

Lýðheilsustofa | 9. jan. '19, kl: 19:05:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Óóóóóóóóóóóóó shiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

checkmate | 8. jan. '19, kl: 17:41:20 | Svara | Er.is | 1

Þetta er sjùkt og þù àtt alla mìna samùd. Af minni reynslu þà breytast svona einstaklingar ekki. þetta er partur af honum, þessi ògedisàhugi. Hann breyttist ekki fyrir fyrsta barn nè þig og mun ekki gera þad nùna. Fyrir einstakling sem vil ekki taka þàtt ì svona eda vera kringum svona.. þad er bara best ad fara. He wont change because it is his mind that is the problem. Svona sjùkt fòlk þarf hjàlp til ad breytast. Naudgunarfetish hefur ýtt mèr frà karlmanni. Hann er nàkvæmlega sà sami ì dag og hann var þà. þad yrdi kannski gott fyrir þig ad heyra ì fagadila

Júlí 78 | 8. jan. '19, kl: 17:47:49 | Svara | Er.is | 1

Svona fyrir utan það að vera að tala við einhverjar konur á netinu á kynferðislegan hátt þá er þetta er nú alveg það sem ætti nú að fá þig til að flýja frá þessum manni og það strax! : "Hann er að taka þátt í ljótum umræðum þar sem kvenhatur og nauðgunarfantasíur eru við lýði, sem og mjög gróf einkasamtöl við konur þar sem hann er að lýsa því hvað hann vill gera við þær og það er oft frekar ógeðslegt, kallar þær ljótum nöfnum og alls konar. " Maðurinn þinn (ef það er  hægt að kalla hann þinn mann) er alls ekki að haga sér eins og hann sé í sambandi  heldur hugsar bara um sjálfan sig. Og þá á hann bara að vera einn!  Í þínum sporum myndi ég ekki einu sinni fara í einhverja ráðgjöf heldur bara skilja strax. Þú átt miklu betra skilið en  svona framkomu. Reyndu frekar að finna þér mann sem þú getur treyst og sem metur þig að verðleikum og sem sýnir þér ást og umhyggju og þínu barni. Ekki láta hugfallast þó þú sért ólétt og sjáir fram á að vera ein með barnið (a.m.k. í einhvern tíma). Áttu ekki gott bakland, móðir, frænku eða einhverja sem getur hjálpað þér gegnum þetta allt? Eða áttu ekki a.m.k. góða vinkonu sem þú getur rætt við um allt mögulegt? Kannski þarftu að taka þér smá hlé á háskólanámi þínu þar til barnið fer á leikskóla en endilega alls ekki hætta samt alveg með að klára háskólanámið. Best að hugsa bara svona: Ég  get og ég vil...með það sem þú vilt sjálf. Ef þú vilt ekki láta aðra koma illa fram við þig, ekki láta þá aðra komast upp með það. Reyndu samt alltaf að líta björtum augum á lífið og tilveruna og hugsaðu vel um sjálfa þig og barnið þitt. Gangi þér vel.

Gengar | 8. jan. '19, kl: 17:49:12 | Svara | Er.is | 1

Þú hefur fullan rétt að njósna um hann aðeins miðað við sem þú skrifar. En þetta er ömurlegt hann ber greinilega enga virðingu fyrir þér. Ertu viss um að hann sé bara að tala við aðrar?

miamarkle | 8. jan. '19, kl: 20:37:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já er nokkuð viss, hann er eiginlega alltaf heima bara en allllltaf í tölvunni/símanum...

Gengar
BjarnarFen | 9. jan. '19, kl: 17:37:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

pararáðgjöf my ass. Það þyrfti helst að leggja manninn inn á geðveikrahæli í nokkur ár. Hver vill fara í pararáðgjöf með geðsjúklingi?

Myken | 9. jan. '19, kl: 17:05:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

persónulega finnst mér það ekki skifta neinu..jafnmikið framhjáhald en alvarlegast finnst mér þó deiling af nektamyndum sem eru teknar án hennar vitundar

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

Gengar
BjarnarFen | 9. jan. '19, kl: 17:33:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þýðir samt ekki að sambandið sé búið þegar hann er búinn að dreifa nektarmyndum af henni á netinu.... Er ekki í lagi? Hvar dregur þú eiginlega línuna? Ertu að segja að þú mundir bara fyrigefa það og reyna aftur? Hverskonar siðferðis brenglun er í gangi hjá þér?

Gengar
BjarnarFen | 9. jan. '19, kl: 17:41:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef hún vill halda áfram að vera notuð einsog gólftuska þá er eitthvað að hjá henni líka. Guð hjálpi grey börnin að eiga svona foreldra. Sennilega þurfa þau á nokkra ára meðferð ef þau þurfa að alast upp hjá þeim í þessu sjúka sambandi.

askvaður | 9. jan. '19, kl: 21:49:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

mér finnst ógeðslegt að það sé verið að tala um að sambandið þyrfti ekki að vera búið!! Hann tekur af henni nektarmyndir og dreifir !!! í hvaða heimi býrðu? fyrir utan allt framhjáhaldið og nauðgunarfantasíur og viðbjóð. hún er búin að gefa honum allt of marga sensa núþegar !!

askvaður | 9. jan. '19, kl: 21:46:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fullkomlega sammála !

askvaður | 9. jan. '19, kl: 21:47:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fullkomlega sammála !

leonóra | 8. jan. '19, kl: 22:06:23 | Svara | Er.is | 2

Vá hvað hann er klikkaður.  Það er virkilega sjokkerandi að lesa þetta og sjá hver hans innri maður er.  Þvílíkt fals og leiksýning sem líf hans hlýtur að vera.  Hlauptu hratt - í burtu - og líttu aldrei til baka.  Haltu heilbrigði þínu og barnanna.

seago | 8. jan. '19, kl: 22:16:42 | Svara | Er.is | 3

já það er greinilegt að þú ert aldrei að fara að yfirgefa hann hann mun halda þessu áfram dauðadags og er sennilega búin að ríða fram hjá þér svo oft að það er varla hægt að telja það eina sem ég sé fyrir þig til að þér líði hugsanlega betur er bara að sættta þig við að hann er ekki við eina konu kendur

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

fólin | 9. jan. '19, kl: 00:13:54 | Svara | Er.is | 1

Lífið hefur svo margt betra að bjóða en einhvern karl sem svíkur þig reglulega, ber enga virðingu fyrir sambandinu og er tilbúin að fórna fjölskyldunni sinni fyrir einhverja smá spennu. 

BjarnarFen | 9. jan. '19, kl: 02:36:47 | Svara | Er.is | 1

Talaðu við skilnaðarlögfræðing.

BjarnarFen | 9. jan. '19, kl: 02:55:55 | Svara | Er.is | 1

Það er alveg greinilegt að hann hefur brotið hjúskaparloforð oftar en einusinni. Þannig að þú hefur enga ásæðu til að halda áfram í hjónabandinu. End lítil von að hann muni breitast. En ef þú ætlar að vera einhver gólftuska og halda áfram í sambandi með honum. Láttu þá taka þig úr sambandi svo að þú sért ekki að eyðileggja líf fleiri barna sem þú eignast. Annars geturu líka leitað þér að öðrum manni ef þú getur ekki lifað án þess að eiga kall. Reyndu að vanda valið betur í næsta skipti. Ég mæli samt með að þú talir við góðann lögfræðing og fáir skilnað og krefjir hann um að borga þér skaðabætur svo þú getir lokið námi og passað upp á börnin ykkar.
Börnin ykkar fá alla mína samúð.

Myken | 9. jan. '19, kl: 17:04:34 | Svara | Er.is | 2

Ég er hrædd um að þó þú ákveður að fyrirgefa honum í þetta sinn og þið reynið að redda sambandinu þá munt þú aldrei geta treyst honum aftur. þú verður alltaf á tánum og viðbúin hinu versta.
En bara með lýsingarnar á því sem gerðist áður..Taka af þér nektamyndir og deila þeim með öðrum er mjög svo alvarlegt.

Þó þú verður ein með 2 börn og í námi þá getur þú það.. það er erfitt og mikil vinna en algjörlega þess virði heldur en að búa við slíkt ofbeldi og vantraust

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

Sessaja | 9. jan. '19, kl: 18:22:57 | Svara | Er.is | 3

Tók mynd af þér og sendi á netið! Kæra hann og fá fullt forræði myndi ekki vilja láta svona mann ala upp min börn. Farðu fra honum hann er ógeð.

Sessaja | 9. jan. '19, kl: 18:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er stórbrenglaður maður ef honum finnst í lagi að taka myndir af þér óafvitandi og setja a netið fyrir aðra. Hvað gengur honum eiginlega til með því að sýna þig nakta og skrifar örugglega eitthvað brenglað með myndunum. Svo i framtíðinni sjá krakkarnir kannski myndirnar og skal lofa þer að það fokkar þeim alveg sko. Kærðu hann þetta er svo mikil viðbjóður að gera svona öðrum hvað þá fjölskyldunni manns.

Lýðheilsustofa | 9. jan. '19, kl: 19:28:26 | Svara | Er.is | 3

Þú berð enga virðingu fyrir sjálfri þér. Veistu hvernig ég veit það? Hann tekur nektarmynd af þér og setur á netið og viðbrögðin þín við því eru að vera ennþá með honum. Hvernig getur þú ætlast til þess að aðrir beri virðingu fyrir þér þegar þú gerir það ekki sjálf.
Í sömu sporum og þú hefði ég farið þegar hann setti þetta á netið, haft samband við lögreglu og lögfræðing. Ég persónulega hefði reyndar líka lamið hann í klessu um leið. Ertu bara svona rosalega brotin sál? Þú þarft að tala við sálfræðinga og bara lesa þig til eða horfa á myndbönd um sjálfsvirðingu.
En hvað get ég meira sagt. Narcissistar lifa á fólki eins og þér.

askvaður | 9. jan. '19, kl: 21:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

róleg. þú hefur greynilega ekki lent í þessum aðstæðum og það getur enginn sagt ég mundi eða ég hefði gert þetta og þetta í stað þess sem þú gerðir. Svona menn kunna á konurnar sínar, kunna að brjóta þær niður og þetta er svakalega erfið aðstaða.

Lýðheilsustofa | 9. jan. '19, kl: 22:21:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er gaur. Og ég hef lent í svona fólki. Þið sem kógið með þessu eruð aumingjar fyrir mér. Narcissistar geta bara stjórnað aumum sálum með enga eða litla sjálfsvirðingu.

askvaður | 9. jan. '19, kl: 21:44:02 | Svara | Er.is | 0

Maðurinn tók nektarmyndir af þér óafvitandi og deildi með öðrum !?!?!? Þetta eðalmenni ber ekki vott af virðingu fyrir þér ! Allt þetta sem þú skrifar er alveg svakalegt ! Myndi hætta með honum á stundinni og ekki hlusta á neitt væl eða vitleysu frá honum um endurbót því það væri lygi. Þetta eru svakalega margir sénsar sem þú hefur gefið manninum fyrir allan þennan viðbjóð.

Bergdisa | 11. jan. '19, kl: 23:52:15 | Svara | Er.is | 0

Ég hef gengid í gegn um skuggalega lika reynslu nema bara med 1.barn endilega hafdu samband ef þu villt eitthvern til ad tala vid

“Don't cry because it's over, smile because it happened.”

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Að skjóta sig í fótinn. kaldbakur 10.3.2019 25.3.2019 | 01:38
Kattarofnæmi - ráð ello 25.3.2019 25.3.2019 | 01:31
Að versla með hlutabréf í dag JeyLi 20.3.2019 25.3.2019 | 01:10
Góða kvöldið - hvað er verið að brasa? Twitters 24.3.2019 25.3.2019 | 00:55
Hvaða sjampó og næringu er hægt að nota ( ofnæmi ) Virkar 30.11.2009 25.3.2019 | 00:33
Úthella reiði Draumadisin 24.3.2019 24.3.2019 | 23:58
Klikkhausinn D.Trump Dehli 24.3.2019 24.3.2019 | 22:27
Þá er sýklalyfjaónæmi komið til landsins. BjarnarFen 21.3.2019 24.3.2019 | 22:22
Forvitnisspurningar til ykkar sem styðjið að allir fái landvistarleyfi sem hingað koma spikkblue 22.3.2019 24.3.2019 | 20:42
niðurgreiðsla v/megrunaraðgerða mb123 22.3.2019 24.3.2019 | 20:33
veigur93 16.3.2019 24.3.2019 | 20:29
Kasta upp eftir ofàt Ljónsgyðja 23.3.2019 24.3.2019 | 20:00
Tannlæknanám? flauma 20.3.2019 24.3.2019 | 17:36
Lofthreinsitæki..mygla hvaðerþað 24.3.2019 24.3.2019 | 16:17
Falleg nöfn dídí8 24.3.2019 24.3.2019 | 14:55
Lífstíðar ábyrgð á líkkistum ? kaldbakur 22.3.2019 24.3.2019 | 14:32
Hvað er fyrir ofann skýin ? Wulzter 24.3.2019
Tannlækningar Mack09 23.3.2019 24.3.2019 | 00:42
Ísland meðal hamingjusömustu þjóða heims. kaldbakur 20.3.2019 23.3.2019 | 22:54
Ég er kynseginn spikkblue 18.3.2019 23.3.2019 | 20:34
Hvenær verður sýking hættuleg? capablanca 20.3.2019 23.3.2019 | 15:34
Krakkarnir í Hagaskóla eiga hrós skilið. BjarnarFen 22.3.2019 23.3.2019 | 00:42
Er lögreglan að læra? BjarnarFen 21.3.2019 22.3.2019 | 20:46
Er í lagi að lögreglan hegði sér svona? BjarnarFen 16.3.2019 22.3.2019 | 19:21
Nice eða Rom,Frakkland,Italia ferð. Stella9 2.3.2019 22.3.2019 | 18:56
Góðir staðir/barir í RVK til að horfa á landsleikinn í kvöld? axelism 22.3.2019
hvaða mal er a töskum i handfarus kolmar 21.3.2019 22.3.2019 | 10:34
Blöðrusigsaðgerð? langflottastur 17.10.2006 21.3.2019 | 22:27
Pug hvolpur verð ? Shakira 21.3.2019 21.3.2019 | 19:47
Góð lýsing á hinum múslimsku flóttamönnum og því sem þeir vilja... spikkblue 21.3.2019 21.3.2019 | 18:57
Vitglóran ? Dehli 21.3.2019 21.3.2019 | 18:25
Öryrki sem vinnur hoppaskoppa 16.3.2019 21.3.2019 | 12:21
Frábært - nú fá nýnasistar kannski aukið fylgi spikkblue 21.3.2019 21.3.2019 | 11:19
Barnsmóðir er bæjarhóran Wowww 19.3.2019 21.3.2019 | 11:15
Listi yfir topp 10 stríðshrjáð lönd (ásamt trúarbrögðum sem þar eru ríkjandi) spikkblue 19.3.2019 21.3.2019 | 08:16
Bilaður sími. fjola77 21.3.2019 21.3.2019 | 03:06
Losna við lyfseðilskyld lyf Ruðrugis 20.3.2019 20.3.2019 | 23:33
Kostnađarliđur tannholslæknis Renzo 20.3.2019 20.3.2019 | 22:02
Litlu snillingarnir (little Einsteins) á DVD? gerrard 21.1.2013 20.3.2019 | 21:00
Varðandi pungsvita sem maður ætlar að nota í súpu??? Lýðheilsustofa 20.3.2019 20.3.2019 | 20:49
Lof mér að falla? Olithorv 20.3.2019 20.3.2019 | 20:49
Spurning varðandi tvítóla fólk? Lýðheilsustofa 20.3.2019 20.3.2019 | 19:07
Linsuvökvi Swarovski 20.3.2019
Ráðningastofur/þjónustur ? tégéjoð 20.3.2019 20.3.2019 | 17:17
Kynningarbréf með ferilskrá. tégéjoð 20.3.2019 20.3.2019 | 17:16
Innflytjendur er skríll? Sessaja 20.3.2019 20.3.2019 | 17:08
Spakmæli um barneignir til að tí ilkynna óléttu? Fudge 18.3.2019 20.3.2019 | 15:56
SOS.. Hefur einhver vitneskju um.. SOS14 20.3.2019 20.3.2019 | 15:38
Skríllinn á Austurvelli kaldbakur 16.3.2019 20.3.2019 | 13:09
Innflytjendavandamál í t.d. Svíþjóð spikkblue 19.3.2019 20.3.2019 | 01:42
Síða 1 af 19692 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron