Galieve | 30. apr. '15, kl: 20:22:49 | Svara | Er.is | 4

Er þetta ekki bara í fínu lagi?

Mangan | 30. apr. '15, kl: 20:31:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 20

Að spítalinn stjórni því hvort manneskja vilji hafa mömmu sína og maka í fæðingu nei mér finnst það alls ekki í lagi og angar af forræðishyggjubulli og hélt hreinlega að við værum komin aðeins lengra en þetta.

Galieve | 30. apr. '15, kl: 20:41:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Það er ekki verið að banna fleiri en einnaðila með í fæðingu. Að mælast til er ekki það sama og banna. Ég last yfir þetta og finnst þetta bara nokkuð eðilegt sem er verið að banna.

vexenpexen | 1. maí '15, kl: 13:04:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 30

spítalinn stjórnar því ekki en ég veit að það er ástæða fyrir þessum tilmælum, t.d. trufla viðstaddir oft fæðingarnar með tilætlunarsemi við verðandi mæður og afskiptasemi við ljósmæðurnar. ágangur eftir fæðingar er líka vandamál og oft eiga konur erfitt með að reka ættingjana á dyr, þessar reglur vernda þær og börnin á viðkvæmum tíma.

Kaffinörd | 2. maí '15, kl: 11:05:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Myagi | 3. maí '15, kl: 09:34:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvort er mikilvægara....egóið þitt eða velferð barnsins þíns.

ny1 | 4. maí '15, kl: 18:53:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei það finnst mér ekki.. ég fékk mestan stuðning frá móður minni síðast þegar ég átti og hefði alls ekki viljað missa það að hafa hana og manninn minn (mamma var reyndar ekki viðstödd fæðinguna.. ) en ég hef gengið í gegnum tvær erfiðar fæðinar (önnur endaði í bráðakeisara) og í bæði skiptin fannst mér best að ræða við móður mína (sem á sjálf erfiða fæðingu að baki), jafnvel þó að maki væri til staðar og ljósurnar reyndu að gera sitt besta..

Galieve | 5. maí '15, kl: 09:21:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki verið að banna að hafa fleiri en einn stuðningsaðila.  Ég haði tvo aðila í fyrstu  fæðingunni minni og skil það fullkomlega að vilja hafa fleiri en einn aðila. 


Það sem er verið að banna skil ég alveg fullkomlega.

kauphéðinn | 30. apr. '15, kl: 20:24:57 | Svara | Er.is | 1

Já ég hugsaði reyndar það sama þegar ég las þetta.

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Tipzy | 30. apr. '15, kl: 20:31:43 | Svara | Er.is | 1

Sé ekkert að þessu nema kannski með að leyfa bara einn í fæðingunni, finnst 2 allt í lagi. Mjög margar konur kjósa að hafa bæði maka og mömmu sína eða einhvern náin. 

...................................................................

Mangan | 30. apr. '15, kl: 20:34:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Mér finnst þetta alveg ótrúleg forræðishyggja eins og mæður geti ekki metið það sjálfar hvað sé best fyrir þær og þeirra barn.

Tipzy | 30. apr. '15, kl: 20:39:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Alveg sammála, en reyndar með heimsóknir þá er ég sammála því að konur eigi að stjórna því sjálfar. En þegar þær eru með öðrum í herbergi að þá þarf að hafa takmörk upp á ónæði fyrir hina sem er í herberginu líka. Persónulega þá líður mér ekki vel að hanga ein allan dagin með engar heimsóknir nema á ákveðnum tíma, sérstaklega þegar ég átti strákinn og það var ekki allt út í snjallsímum og fartölvum osfrv. Leiddist rosa og var einmanna hreinlega.

...................................................................

LadyGaGa | 1. maí '15, kl: 08:17:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég átti 2 börn fyrir tíma netsins og var mjög einmana þarna.

Glosbe | 1. maí '15, kl: 08:45:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Konur eru ekki lengi inni á spítala í dag.

Tipzy | 1. maí '15, kl: 12:52:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fæða ekki allar konur vaginally, ég þarf að vera lágmark 2 sólarhringa....lengur ef eitthvað kemur upp á. Í fyrsta skiptið þurfti ég að vera mun lengur en það, ný´buin í bráðakeisara.

...................................................................

Glosbe | 1. maí '15, kl: 16:14:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þér leiðist nú varla svo svakalega á 2 sólarhringum að það þurfi að gera mál úr því?

Tipzy | 1. maí '15, kl: 16:15:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég átti strákinn þá var ég reyndar alls heila viku, og með keisara veit maður aldrei hvort það verði 2 sólarhringar eða lengur. Heldur bara amk það.

...................................................................

strákamamma | 1. maí '15, kl: 22:05:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

vanlíðan dagana eftir fæðingu getur barasta verið heilmikið mál og jafnvel kikkstartarð fæðingarþunglyndi

strákamamman;)

Myken | 1. maí '15, kl: 22:13:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

mínar fæðingar gegnu eins vel og á var kosið eins og þú veist en samt valdi ég að vera eins lengi og ég komst upp með á fæðingardeildunum sem var ca 4-5 dagar...smá breik ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Glosbe | 2. maí '15, kl: 14:27:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leiddist þér mikið þessa 4-5 daga?

Nói22 | 2. maí '15, kl: 14:37:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Af hverju þarf eitthvað að réttlæta þetta? Konan á bara að fá að ráða þessu sjálf. Ekki spítalinn. Sumar konur vilja hafa fólk í kringum sig, aðrar ekki. Það á að vera þeirra val. 

Glosbe | 2. maí '15, kl: 14:42:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég er alveg sammála því að auðvitað væri best að allir réðu öllu sjálfir. En ég skil þessi tilmæli vel og svo er ég pínu undrandi á að fólki leiðist svona svakalega á fæðingardeildinni að þetta sé eitthvað mál. Pínu mikið lúxusvandamál, er það ekki?

Nói22 | 2. maí '15, kl: 14:43:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei mér finnst það ekki. Konur eru misjafnar eins og þær eru margar. Sumar vilja bara fá að vera einar með barninu. Aðrar (sérstaklega þær sem þurfa að vera inni í marga daga) vilja kannski fá að tala við foreldra sína, systkini, vinkonur, vini etc. og sýna barnið. 

Glosbe | 2. maí '15, kl: 14:45:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má alveg

Nói22 | 2. maí '15, kl: 14:47:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ekki nema milli 16 og 19:30. Sem þýðir að þá munu allir hrúgast inn á sama tíma í staðinn fyrir að geta dreift þessu aðeins. 

Ígibú | 2. maí '15, kl: 15:29:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Af hverju þurfa allir að hrúgast í heimsókn þessa örfáu daga sem (flestar) konur liggja inni á deildinni eftir fæðingu? Af hverju er svona erfitt að taka tilllit til þess að það séu ekki allir í standi til að vera með annari konu á herbergi sem er látlaust með gesti allan daginn? Að fá veika krakkagríslinga beint af leikskólanum inn á stofuna að skoða nýja barnið við hliðina og allan vinkonuhópinn úandi og aandi yfir nýjasta barninu.

Nói22 | 2. maí '15, kl: 15:35:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju þarf þetta að vera svona ýkt? Heill vinkonuhópur + veik leikskólabörn?


Og já af hverju ætti spítalinn að fá að segja mér hvort og hvenær vinkonur mínar megi koma í heimsókn? Eða mamma eða pabbi? Hvað ef ég væri uppgefin akkúrat þegar heimsóknartíminn er og vil bara sofa. Er þá bara "hey þú verður bara að hitta þína nánustu á morgun".

alboa | 2. maí '15, kl: 16:56:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Af því að þetta er ekkert sérstaklega ýkt. Þetta er oft svona. 


kv. alboa

Allegro | 2. maí '15, kl: 18:10:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er rétt. Þetta er ekki ýkt. 

Grjona | 3. maí '15, kl: 10:25:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Af hverju ætti ég að þurfa að þola þínar vinkonur við mitt rúm á hverjum degi meðan ég ligg á fæðingardeildinni?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 3. maí '15, kl: 10:25:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég man þegar ég átti eldra grjónið, þá vorum við tvær saman og það var endalaus gestagangur hjá hinni mömmunni. Sjitt hvað það var stundum þreytandi :/ Þau fóru aldrei fram í setustofu heldur var hrúgan alltaf inni hjá henni. Ekki bara hennar eigin fjölskylda heldur líka háværa vinkonan með sína fjölskyldu. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Ígibú | 3. maí '15, kl: 15:25:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, það er ein af þeim ástæðum sem ég er mjög fylgjandi því að heimsóknir séu takmarkaðar við heimsóknartíma. Hefur ekkert með þægindi starfsfólks að gera heldur annara kvenna.

Anímóna | 3. maí '15, kl: 15:30:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvað ef maður er einn í herbergi og vill fá eldri börnin sín í heimsókn?

Ígibú | 3. maí '15, kl: 15:59:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er eitthvað verið að banna heimsóknir á heimsóknartímum?

Anímóna | 3. maí '15, kl: 16:46:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, en hins vegar má maður bara vera inni í max 12 klst. Hvað ef maður fæðir þannig að þessir 12 tímar falli utan heimsóknatíma?

Mammzzl | 3. maí '15, kl: 16:58:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég hef legið þarna ein í herbergi þá var enginn að spá í hvenær ég fékk heimsókn - þrátt fyrir að það væri utan "viðurkennds" heimsóknartíma

Anímóna | 3. maí '15, kl: 18:56:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á tvö börn fædd á LSH (og annað þeirra fætt fyrir innan við ári síðan) og ég man nú bara ekki eftir þvi´að það hafi verið heimsóknatími yfirhöfuð!

Mammzzl | 3. maí '15, kl: 19:02:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á fjögur fædd á LSH - fyrsta fyrir 11 árum, yngsta fyrir 2 árum. Þegar ég var á sængurkvennadeildinni var tiltekinn ákveðinn heimsóknartími - hann var hinsvegar ekkert kynntur sérstaklega eða fylgst með honum nema við minnt á e-r viðmið þegar ég var með öðrum konum á stofu. Og enginn sagði neitt þó fólk kæmi utan heimsóknartímans. Það eina sem fylgst var með var þetta með börn yngri en 12 ára á RS tímanum.
Þegar ég var á Hreiðrinu var ekkert slíkt nefnt.

fálkaorðan | 3. maí '15, kl: 19:05:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svona miði á hurðinni inn á sængurkvenna gang, eða var allavega 2013.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

gorbatöff | 3. maí '15, kl: 19:21:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

ef þú ert inni í max 12 klst. þarftu þá nauðsynlega að fá heimsókn!? Ég bara skil ekki þetta röfl út af þessum tilmælum sem eru algjörlega skiljanlegar og taka tillit til kvenna í sængurlegu. Ég hef farið heim 12 eftir mína fyrstu fæðingu og 5 tímum eftir mína seinni og geri ráð fyrir því að ef vel gengur sé það sama með aðrar konur. Þær konur sem eru lengur eru þar af ástæðu og því mjög mikilvægt að taka tillit til inniliggjandi kvenna. Fæðing, tengslamyndun eftir fæðingu, fæðingarþunglindi... þetta er svo hrikalega viðkvæmt ferli að mér finnst frábært að reynt sé að skapa öruggan ramma utan um deildina.
Fólk getur bara beðið með heimsóknir, þótt að barnið og mamman séu inni í eina viku, í alvöru talað.

Anímóna | 4. maí '15, kl: 08:36:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hlýt bara að ráða því sjálf. 
Reyndar, í þessu tilfelli, er ég meira að hugsa um þegar ég lá þarna inni áður en ég fæddi, alein á stórri stofu - ef ég hefði ekki mátt fá manninn minn og dóttur mína hefð ég ekki verið sátt.
Ef ég er ein á stofu, hvað eru þá aðrir að skipta sér af því hvort ég hleypi öðrum inn í þessa gríðarlega mikilvægu tengslamyndun sem þið rómantísku ídealistarnir eruð alltaf að tala um?

Myken | 3. maí '15, kl: 09:32:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

afhverju ætti mér að hafa leiðst?

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

vexenpexen | 1. maí '15, kl: 13:08:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nei, en þær sem eru það liggja oftast lengst inni og þurfa minnst á ættingjum herbergisfélaga að halda.

LadyGaGa | 1. maí '15, kl: 14:08:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en misjafnar aðstæður hjá konum líka.  Sumar þurfa að vera eitthvað lengur.

Glosbe | 1. maí '15, kl: 16:17:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er það ekki undantekning ef konur þurfa að vera það lengi að þeim leiðist mikið. Þetta eru bara tilmæli og örugglega ekki sett nema að ásettu ráði. Spítali er stundum eins og lestarstöð.

Felis | 1. maí '15, kl: 12:37:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Konur ættu líka ekki að þurfa að vera með öðrum á herbergi þegar þær eru nýbúnar að fæða

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Skreamer | 1. maí '15, kl: 14:55:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jamm og sjúklingar ættu ekki að þurfa að liggja á göngum spítalanna en svona er nú veruleikinn sem við lifum við.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Ígibú | 1. maí '15, kl: 15:29:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það ættu engir sem liggja á spítala að þurfa að vera með öðrum á stofu en á meðan það er þannig samt þá ætti fólk alveg að geta tekið tillit til þess varðandi heimsóknir og fjölda gesta. En það er greinilega ekki að virka fyrst það þarf að hafa svona reglur.

Felis | 2. maí '15, kl: 15:36:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mér finnst reyndar vera allskonar aðstæður þar sem að er bara allt í fína lagi að fólk liggi saman á stofu á spítölum en ekki þessar aðstæður. 


Annars finnst mér aðalvandamálið með þessar nýju reglur eru að þær eru að taka af konum valdið að ráða yfir eigin fæðingu og það er eitthvað sem er actually stórt vandamál. Konum líður oft ekki einsog þær ráði einhverju þegar þær eru í fæðingu, það er oft vaðið yfir þær og tekið fram yfir hendur þeirra og það er alvarlegt mál. Vissulega eru ljósmæðurnar og læknarnir sérfræðingarnir en konurnar sem eru að fæða eru samt með ákvörðunarvald yfir eigin líkama og þar að auki í afskaplega erfiðri aðstöðu til að ætla að standa á rétti sínum. 


Þetta regluverk kemur svosem frá lansanum en ekki SAk en ég verð að viðurkenna að þetta vekur upp stress innra með hinni óléttu mér. Ég svosem sé ekki að ég myndi vilja hafa fleiri en bara pabbann inni hjá mér en ég myndi vilja fá fólkið mitt í heimsókn, já og barnið mitt (sem skv. þessum reglum er bannað) enda afskaplega merkilegur dagur í lífi þess. En kannski hefur þetta extra mikil áhrif á mig þar sem að mín upplifun af fæðingu er einmitt sú að fagfólkið hlustaði ekki á mig og hafði nákvæmlega engan áhuga á því að ég væri manneskja með tilfinningar og skoðanir. Eins þá fór ég heim, löngu áður en ég var í nokkru standi til að fara heim, einfaldlega því að það átti að flytja mig í 4 manna herbergi (já og það hjálpaði ekki að stuðningurinn sem ég fékk á SAk var absolutely enginn).


Anyway mér finnst eðlilegra að gera allt í kringum fæðingar manneskjulegra en ekki stofnanalegra og mér finnst þessar reglur lansans einmitt vera afskaplega stofnanalegar. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ígibú | 2. maí '15, kl: 16:09:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Svona fyrir það fyrsta þá er ekki verið að banna heimsóknir, bara alls ekki. Og reglurnar á SAK eru þær að feður hafa frjálsa viðveru en beðið um að virða heimsóknatíma fyrir aðra gesti. Og sýna tillitsemi, eitthvað sem flestir ættu að geta gert.
Það eru ekki allar stofur þar eins manns, held meira að segja að þær séu flestar tveggja manna en 4 manna stofunni var breytt og er ekki lengur (minnir mig, er svo sem ekki alltaf að dundast eitthvað á fæðingardeildinni)

Og með að fara heim, þú hefur þá væntanlega átið í ljós vilja til þess og átti þá að banna þér það? Stangast það ekki á við að konur eigi sjálfar að ráða yfir sinni fæðingu?



Felis | 2. maí '15, kl: 16:20:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég hafði engan, og sýndi engan, vilja til að fara heim fyrr en ég sá að vera mín þarna var þeim bara til ama. Ég var svo augljóslega fyrir og alveg hrikalega erfið af því að ég bað um hjálp við brjóstagjöf og ég gat ekki sest upp sjálf (eða snúið mér eða í raun hreyft mig). Ég fékk engan stuðning, ekki neitt. Barninu mínu var gleymt, og allt þetta eftir skelfilega framkomu ljósmóðurinnar. 
Ég óskaði eftir meiri stuðningi, ég óskaði eftir allskonar hlutum áður en ég bað um að fá þá bara að fara heim. 


Og nei það hefði ekki átt að banna mér að fara heim, en þegar manneskja getur ekkert gert sjálf þá væri nú kannski eðlilegt að koma kannski með ráðleggingar eða einhvern stuðning. 






Og þessar reglur lansans eru ansi mikið meira en að biðja fólk um að sýna tillitssemi og jú það er verið að banna allskonar heimsóknir. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ígibú | 2. maí '15, kl: 17:17:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vonandi færðu aðstoð við að vinna úr þessari reynslu þinni.

Felis | 2. maí '15, kl: 18:01:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Vandamálið er ekki slæm reynsla mín. Vandamálið er að það er gríðarlega algengt að heilbrigðisstarfsfólk horfi framhjá þarfa, vilja og óska fæðandi kvenna og þessi tilmæli gera hlutina bara enn verri.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Tipzy | 2. maí '15, kl: 20:28:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég fór heim síðast þegar þær voru byrjaðar að fussa og pirrast yfir að ég væri að biðja um ábót. Með strákinn þá var ég mun yngri og óreyndari og grét alla síðustu nóttina á spítalanum og hann líka af hungri, með ljósuna fussandi og leiðileg yfir að barnið róaðist ekki og tók ekki brjóstinu þó svo hun setti það á og sá það tók nkl rétt við. Og rauk fram í fússi með þeim orðum að hún skyldi ekkert í þessu og náði í meiri ábót. Og fékk svo hreytt í mig að dagvaktinni að ég yrði að vekja hann á 2 klst fresti til að gefa honum, hefði ég haft bein í nefinu þá þá hefði ég hreytt í þær til baka að hann stoppaði í max 30-40 mín í einu. Svo ég gæti aldrei vakið hann og lagt á á 2klst fresti því hann stoppaði ekki nógu lengi til þess. Og vegna reynslu þá sá ég sjálf að það stefndi í þetta sama með stelpuna, síðustu nóttina þá lá hún stöðugt á og var óvær og ég svaf nkl ekki neitt. Og fékk bara hreytt í mig að svona væri þetta bara þegar ég bað um ábót algjörlega búin á því. Þá fór ég bara heim. Núna mun ég verð með pela og græjur á fæðingardeildinni. :) Svo ég þurfi ekki að vera betla um ábótarlús með tilheyrandi tuði.

...................................................................

Myken | 3. maí '15, kl: 09:36:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varstu á lansanum þegar þú áttir?

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Tipzy | 3. maí '15, kl: 12:19:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á Hss þegar ég átti strákinn, lansanum þegar ég átti stelpuna og lansanum næst.

...................................................................

fálkaorðan | 3. maí '15, kl: 17:44:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bað um ábót á fyrstu nóttu með litla og fekk hana án vandræða. Var spurð hvort ég vildi ekki bíða og sjá til og ég sagði nei. 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Tipzy | 3. maí '15, kl: 17:49:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrsta var allt í lagi, en mikið fleiri en það er ekki tekið vel í. En þær eru nú samt ekki fleiri en það að þrátt fyrir það ásamt því að börnin lágu á allan sólarhringinn þá léttust þau bæði of mikið á fæðingardeildinni samkvæmt skoðun áður en við fórum heim. Strákurinn léttist það mikið að ég varð að koma daginn eftir í eftirlit upp á fæðingardeild með hann, voru ekki alveg á því að leyfa okkur að fara heim vegna þessa. 

...................................................................

fálkaorðan | 3. maí '15, kl: 18:16:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var inni í 5 daga og fekk reglulega ábót fyrir hann allan sólarhringinn þessa daga. Var líka búin að ákveða það áður en ég fæddi hann að ef þetta gengi ekki eins og fljótandi smjör þá ætlaði ég ekki að eiða orku í að halda ábótinni frá.


Var líka búin að ákveða að vera mað blandaða brjósta og pelagjöf frá upphafi. Fyrir mig.


Getur vel verið að það að ég hafi verið búin að taka þessa ákvörðun fyror löngu og mjög örugg með hana hafi gert það að verkum að ég upplifði ekki pressu um að sleppa ábótinni.


Þetta snýst jú allt um upplifun móðurinna, það er það sem skiptir máli.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Tipzy | 3. maí '15, kl: 21:00:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ég, þurfti alveg að suða um hana og fékk ekkert næs viðmót þegar ég gerði það, þess vegna fór ég heim því mér leið eins og ég væri að angra ljósurnar í hvert sinn sem ég bað um ábót. Sérstaklega með strákinn, eins og ljósan seinustu nóttina. Þá semsagt var ég búin að biðja 1x um ábót en hann hélt bara áfram að gráta og gráta og sleppa brjóstinu, og hún bara reif í brjóstið á mér þegar ég bað um meir eftir mikið basl og tróð því upp í hann í fússi með orðunum að ég yrði að leggja hann rétt á. En hann sleppti alltaf aftur og aftur  og hélt áfram að gráta sama þó hún væri í þetta sinn að leggja rétt á. Á endanum gafst hún upp og rauk fram í þjósti með þeim orðum að hún skyldi ekkert í þessu og náði í meiri ábót, þá loks róaðist hann í smástund. Veit núna að ég mjólka ekki rassgat og þess vegna var hann alltaf að sleppa brjóstinu, ekki af því hann var að taka vitlaust. Enda hef ég aldrei orðið svo mikið sem aum í geirunum þó svo þau bæði héngu bókstaflega á stöðugt. Meira að segja hann var orðinn svo tómur í maganum að hann var hættur að kúka, seinasta bleyja sem kom áður á spítalanum áður en ég fór heim og byrjaði að gefa honum meiri ábót var svart bremsufar. Þá var hann orðinn 4 daga gamall.

...................................................................

Tipzy | 3. maí '15, kl: 17:44:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og já gleymdi, þegar ég spurði hvort vatnið til að þrífa naflann ætti að vera kranavatn eða ekki og hvort það ætti þá að vera heitt eða kalt. Nýbökuð ung fyrsta barnsmóðir og ég fæddist sko ekki með þessa vitneskju, þá hreytti ein ljósan í mig þeim svörum að nú væri ég orðin sko móðir og eigi að vita svona hluti, og svaraði ekki spurningunni.

...................................................................

fálkaorðan | 3. maí '15, kl: 18:16:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

What?!

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Tipzy | 3. maí '15, kl: 21:00:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hressandi ekki satt, og alveg gífurlega hjálplegt. 

...................................................................

Grjona | 1. maí '15, kl: 09:28:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Enda er ekki verið að banna heldur mælast til eins og Galieve bendir á hérna fyrir ofan.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Mangan | 1. maí '15, kl: 12:56:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Skil þetta bara eftir hérna, er henni hjartanlega sammála og tilmælin ætti frekar að hljóma í þessa veru:


Ljósmæður og læknar fæðingarvaktar mælast til þess að vilji  móður um fjölda viðstaddra sé virtur eins og kostur gefst til að trufla ekki það viðkvæma ferli sem fæðing er. Sama gildir um heimsóknir eftir fæðingu. Grunnurinn að brjóstagjöf er lagður á fyrstu tímunum eftir fæðingu og mikilvægt að hann sé lagður við aðstæður sem henta móður og barni sem best og að þau fái stuðning frá þeim sem móðirin kýs.
Brýnt er að koma til móts við ólíkar þarfir, hugmyndir og vilja fæðandi kvenna og að mæðravernd og foreldrafræðsla hjálpi konum til að taka sjálfar ákvarðanir um hvernig þær vilji haga sínum fæðingum.fæðing2Fæðingin og tíminn fyrst eftir fæðingu er mikilvægur fyrir tengslamyndun fjölskyldna og mikilvægt að sú tengslamyndun fari fram í samræmi við aðstæður hverju sinni. Fæðandi konur hafa ólíkar þarfir og vilja,  þær eru í mjög mismunandi aðstæðum og fjölskylduform verður æ fjölbreyttara. Brýnt er að taka tillit til alls þessa.
Heilbrigðisstarfsfólk og aðstandendur eru hvattir til að virða vilja fæðandi kvenna og nýbakaðra mæðra.


https://knuz.wordpress.com/2015/05/01/konur-eiga-ad-rada/

Ice1986 | 1. maí '15, kl: 12:28:48 | Svara | Er.is | 18

Mér finnst þetta mjög fínt. Fólk má ekki taka þessu svona svakalega bókstaflega, það er alveg hægt að óska eftir 2 aðilum ef aðstæður eru þannig. 
Margar konur eru í hálfgerðum vandræðum með að halda fjölskyldu og tengdó frá í smá tíma því fólki er alveg óþolandi í kringum fæðingar. Mín "tengdó" (kærasta afans) var nú bara á því að hún ætlaði inní fæðinguna og það var alveg drama að reyna halda henni frá. 


Ég er t.d. mjög prívat manneskja og var að verða geðveik á símtölum, skilaboðum, heimsóknum bæði fyrir og eftir fæðingu. Fínt að geta vísað í reglur og fólk aðeins átti sig á að það langar ekki öllum að hafa mikið af fólki í kringum sig á þessum tíma. 


Og það er líka fínt að takmarka heimsóknir uppá spítala - skil alveg að fólk sé spennt en konur fara hvort eð er alltof snemma heim og sumir geta nú bara beðið í nokkra klukkutíma. Alveg að verða vitlaus á liði sem vill hafa 15 manns í kringum sig og finnst allt í lagi að mæta með stórfjölskylduna uppá deild þar sem aðrar konur eru líka að reyna jafna sig. 

Alpha❤ | 1. maí '15, kl: 12:32:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ég bara skil ekki þessa þörf fólks að koma og sjá börn, hvað þá nýlega fædd... 

svarta kisa | 1. maí '15, kl: 12:53:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég skil þá þörf reyndar alveg, finnst ekkert eins dásamlegt og ungabörn. En maður verður að kunna sig og taka tillit til annara...

VanillaA | 1. maí '15, kl: 15:03:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég tala fyrir mig, sem er orðin amma, fannst mér það svo stórkostlegt að fá að sjá og hitta ömmukrílin sama dag og þau fæddust.
Get eiginlega ekki líst tilfinningunni með orðum. Það er ekki eins og ég hafi verið að hanga þar, en rétt að fá að knúsa mömmuna og barnið er ómetanlegt.

alboa | 1. maí '15, kl: 15:14:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

En er það nauðsynlegt innan við 3-4 tímum eftir að barnið fæðist? Er allt ónýtt ef það þarf að bíða í nokkra tíma?


kv. alboa

VanillaA | 1. maí '15, kl: 15:23:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kann mig alveg sko, og bíð í ca 5-6 tíma. Já, annars er lífið og allt bara ónýtt.
Neinei, ég er bara svo heppin að bæði dóttir mín og tengdadóttir vildu fá mig mjög fljótt eftir fæðingu.

fálkaorðan | 3. maí '15, kl: 17:55:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Shitt ég hefði hennt þér út og ekki talað við þig í mánuð ef þú hefðir svo mikið sem vogað þér að hringja svona snemma.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

VanillaA | 3. maí '15, kl: 22:17:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha? Hringja svona snemma? 

fálkaorðan | 3. maí '15, kl: 22:20:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já 5 tímum eftir fæðingu finnst mér bara svona eins og að hringja í fólk klukkan 6 á aðfangadag.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

VanillaA | 3. maí '15, kl: 22:25:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok, ég skil. En bara svona til að hafa það á hreinu, þá hringdu mæðurnar í mig rétt eftir fæðingu, að bjóða mér að koma í heimsókn.
Hefði aldrei farið á þessum tíma annars.

fálkaorðan | 3. maí '15, kl: 22:28:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei. Efast ekki um að þú kunnir þig.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

VanillaA | 3. maí '15, kl: 22:31:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hefur greinilega ekki fattað djókið hjá mér.

fálkaorðan | 3. maí '15, kl: 22:35:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eflaust ekki. Er hálf fattlaus og í símanum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Kung Fu Candy | 3. maí '15, kl: 21:16:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Stundum er eins og það sé einhver keppni í gangi: Hver var fyrstur að sjá nýfædda barnið, hver fékk fyrstur að halda á því etc.

Grjona | 3. maí '15, kl: 21:21:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hver var fyrstur að tilkynna á facebook eða óska nýbökuðum foreldrum til hamingju þar...

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

nerdofnature | 3. maí '15, kl: 22:48:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég passaði mig þvílíkt á að blokka allt á facebook svo það gæti enginn póstað á vegginn hjá mér eða taggað mig. Ég gleymdi að hugsa út í facebook kallsins (og hann ekkert að pæla í þessu) og það var kominn póstur á vegginn hans áður en pabbi var búinn að fá að heyra fréttirnar!

fálkaorðan | 3. maí '15, kl: 22:16:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var ekkert svoleiðis í boði hjá mér. Mamma fékk að koma eftir 12 tíma. Næstu gestir fengu að mæta heima á degi tvö. Með nr 2 fekk mamma að koma eftir tæpa 12 tíma bara svo að frumburðurinn fengi að sjá þetta litlabróður tjóni sem hafði verið í maganum á mömmu. Var sjúklega hress leyfði almennt hrimsóknir frá degi 2. Lá inni í 5 daga með nr 3 krakkarnir fengu að koma tvisvar stutt. Mamma einu sinni og ein vinkona mín. Frestaði heimsóknum eins og ég gat eftir að ég kom heim.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 3. maí '15, kl: 22:17:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok barnaland í símanum og ég hljóma eins og dagdrykkjukona.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Felis | 3. maí '15, kl: 22:26:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og það er alveg jafn eðlilegt að vilja þetta og að vilja fá fjölskyldu og vini sem fyrst.

Ég fékk allskonar fólk í heimsókn þennan stutta tíma sem ég var á sjúkrahúsinu og mér fannst það mjög nice. Eiginlega eru það ljósu punktarnir þar sem að það var svo margt annað sem var ekki í lagi þarna.

Kannski samt því að bland í símanum var ekki í boði... en samt ekki - mér fannst mjög gott að fá fólkið mitt í heimsókn.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

fálkaorðan | 3. maí '15, kl: 22:30:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já enda ég. Bara að deila mínum ráðahag. Dauð vorkenndi mágkonu minni sem fekk ekki stundarfrið þar sem allir ættingjarnir "urðu" að koma áður en hún færi úr borginni með barnið.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bogi | 4. maí '15, kl: 13:04:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt - þegar ég átti yngri strákinn úti þá mátti ég vera tvo sólarhringa inni. Mér dauðleiddist og þar sem við vorum úti kom enginn í heimsókn. Við fórum bara heim eftir einn sólarhring. Með þriðja fór ég heim eftir 4 klst fannst það fínt líka.

svarta kisa | 1. maí '15, kl: 12:51:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þegar ég átti strákinn minn var ég einmitt á stofu með konu sem átti skrilljón börn fyrir (held allavega að þetta hafi verið hennar börn). Maðurinn hennar og öll börninn voru endalaust þarna og svo í þennan stutta tíma sem þau létu sig hverfa grét litla barnið. Við sonur minn (aðallega ég náttúrulega) vorum bara alveg dauðuppgefin eftir þetta allt saman og ég var svoooo fegin að komast heim þar sem ekki var múgur og margmenni inná mér...

Ígibú | 1. maí '15, kl: 15:30:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt ég lenti í því líka. Var mjög fegin að fá að fara heim en vorkenndi konunum sem þurftu að vera áfram á herberginu.

Nói22 | 1. maí '15, kl: 15:19:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En af hverju ætti maður að þurfa að óska eftir því við starfsfólkið? Þegar ég fæddi minn son var maðurinn minn viðstaddur fæðinguna og mamma mín. Vildi hafa hana þarna enda erum við mjög nánar. Mér fannst þessi stuðningur nauðsynlegur og ég hefði ekki viljað þurfa að gera eitthvað mál úr því við starfsfólkið að mamma væri viðstödd.

Lakkrisbiti | 4. maí '15, kl: 15:17:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér fannst einmitt mjög sniðugt það sem ein sem ég þekki gerði. Hún setti status inn á fb þar sem þau báðu um frið fyrstu tvær vikurnar, frábáðu sér allar heimsóknir frá flestum að ég held. Síðan setti hún aftur status á fb þar sem hún tilkynnti að þau væru tilbúin að taka á móti heimsóknum en báðu fólk að hafa samband áður svo það myndu ekki allir koma á sama tíma. 

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

nerdofnature | 1. maí '15, kl: 13:52:38 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst þetta vera fínar reglur. Þá er frekar hægt að veita undanþágur frá þeim ef aðstæður eru þannig. 

strákamamma | 1. maí '15, kl: 22:08:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þær konur sem eiga kannski erfitt með að koma vilja sínum á framfæri þurfa kannski einna helst á því að halda að hafa stuðningsnetið sitt með sér....og  það eru kannski einna helst  þær sem eru minnst líklegastar tikl þess að fara frammá það ef  það er gegn tilmælum

strákamamman;)

Lilith | 2. maí '15, kl: 15:35:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Og eins eru sumar konur sem eiga afskaplega erfitt með að afþakka aðstoð ágengra mæðra/tengdamæðra sem vilja stjórna öllu, eða bara eru hræddar um að særa þær. Þá getur verið gott að geta bara bent á þessi tilmæli.

Blah!

Nói22 | 2. maí '15, kl: 16:32:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Og hvað með hinar? Sem vilja fá æðislegu tengdamæðurnar í heimsókn? Eða börnin sín? Eða foreldra sína? Eða vinkonur? Hvers eiga þessar konur að gjalda?


Það á einfaldlega að vera undir hverri konu komið hvort hún treystir sér að fá heimsóknir eða ekki. Og hversu margir eru viðstaddir fæðinguna. Ekki spítalans. 

Lilith | 2. maí '15, kl: 16:36:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég hreinlega skil ekki þennan æsing. Þetta eru tilmæli, ekki stífar reglur og kona sem óskar eftir að hafa móður eða systur viðstadda auk maka mun alveg örugglega geta gert það. Hvað varðar heimsóknir þá mega nánustu aðstandendur alveg koma í heimsókn, bara ekki fullt af fólki í einu. 

Það að hafa fullt af fólki inni á fæðingarherbergi getur hreint og beint truflað og skapað slæmar aðstæður.

Blah!

Nói22 | 2. maí '15, kl: 16:41:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Af því að réttur kvenna þegar þær eru að eiga börn og á eftir er mjög mikilvægur. Það er allt of algengt að konur þurfi kannski að keyra langar vegalengdir til að eiga og að bæði læknar og ljósmæður séu ekki að virða konurnar. Ég t.d fann það þegar ég var að eiga. maður virtist nánast vera fyrir sumu starfsfólkinu þarna. Sem er svo hræðilegt af því að þarna er maður svo ægilega viðkvæmur og þarf svo mikinn stuðning. Stuðning sem maður fær oft frá sínum nánustu.


Ég hefði t.d átt erfitt með að díla við fæðinguna +  að standa í einhverju stappi við starfsfólk spítalans um hverjir væru viðstaddir fæðinguna og heimsóknir eftir hana.

Lilith | 2. maí '15, kl: 16:44:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég nenni ekki einu sinni að rífast um þetta. Mér finnst þetta fín tilmæli... n.b. tilmæli, ekki reglur. Þessi tilmæli eru pottþétt ekki sett bara svona að gamni, heldur að fenginni reynslu og þekkingu.

Blah!

Nói22 | 2. maí '15, kl: 16:47:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

En þetta er samt verið að taka framfyrir hendurnar á konunum sjálfum. Sem er ekki í lagi. Þær eiga, á þessu mikilvægu stundu, að fá að ráða hlutunum sjálfar.


og ef þetta eru bara tilmæli, af hverju þá að setja þær? Ef allir eru bara "nei ég vil fá að hafa 3 viðstadda fæðinguna og ég vil að vinkonur mínar fái að heimsækja mig all the time " og spítalinn er bara "ekkert mál", af hverju þá að vera með þessi tilmæli? Ef allir fá að fara framhjá þessu að þá skipta þessi tilmæli engu máli.

Lilith | 2. maí '15, kl: 16:50:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Allir eru bara ekki þannig, og mér finnst alveg fullkomlega eðlilegt að heimsóknir séu takmarkaðar. Andskoti þurfa vinkonur nú að vera óþolinmóðar að geta ekki beðið í sólarhring eftir að sjá nýja barnið. Held að fyrir marga þá komi þessi tilmæli sér mjög vel, geta þá bent þessum kreisí óþolinmóðu aðstandendum og vinum á að þau verði bara að gjöra svo vel að bíða aðeins og leyfa litlu fjölskyldunni að vera í friði.

Blah!

Nói22 | 2. maí '15, kl: 17:00:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er aftur á móti ósammála. Mér finnst að allt svona eigi að vera í höndunum á konunum sjálfum. Ekki spítalanum.

Lilith | 2. maí '15, kl: 17:04:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Starfsfólkið þarf samt að hafa svigrúm til að vinna vinnuna sína á öruggan hátt og eins þarf að taka tillit til annarra kvenna og barna sem eru þarna. Fyndist þér eðlilegt að heimsóknir á deildar spítalanna væru bara frjálsar allan sólarhringinn?

Blah!

Nói22 | 2. maí '15, kl: 17:06:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hefur starfsfólk sem sagt ekki getað unnið vinnuna sína hingað til vegna gesta? 


Og nei næturnar eru off enda sofa nú flestir þá. En á daginn finnst mér að það eigi að vera frjálst hvenær fólk heimsækir. enda er betra að dreifa þessu heldur en að allir hrúgist inn í einu af því að heimsóknartíminn er það þröngur.

Lilith | 2. maí '15, kl: 17:13:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þú þekkir greinilega ekki vinnu og aðstæður á spítala.


En hafðu það gott í dag, ég nenni þessu ekki lengur.

Blah!

Ígibú | 2. maí '15, kl: 17:18:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það eru ansi margar hérna inni sem virðast ekki átta sig á því hvers vegna svona reglur eru settar.

Hlýtur að vera svo að starfsfólkið fá að vera lengur í kaffi

Lilith | 2. maí '15, kl: 17:20:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jebb, að sjálfsögðu. Hvað annað ætti það að vera? ;)

Blah!

Ígibú | 2. maí '15, kl: 17:22:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Varla til að aðrir sjúklingar verið ekki fyrir óþægindum af stanslausum gestagangi, það væri bara fáránlegt. 

Lilith | 2. maí '15, kl: 17:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alls ekki út af því. Og hvað þá að sjúklingar geti verið í rannsóknum eða í læknisskoðun um miðjan dag.

Blah!

Ígibú | 2. maí '15, kl: 17:38:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei það bara hlýtur að vera eitthvað annað.

Grjona | 3. maí '15, kl: 10:28:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þið eruð alveg út á túni, báðar. Skiljið ekki neitt bara!

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Ígibú | 3. maí '15, kl: 15:27:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei kannski nokkrar hérna sem tjá sig sem hæst geti tekið að sér að skipuleggja hvernig störf á fæðingardeildum fari fram (og bara sjúkrahúsum almennt).

Nói22 | 2. maí '15, kl: 21:02:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaðan hefur þú þá reynslu að fólk geti ekki sinnt starfi sínu á fæðingardeildinni vegna heimsókna gesta?

alboa | 2. maí '15, kl: 22:11:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Hefurðu legið mikið inni á sjúkrahúsi? Hefurðu hlustað á lækna og hjúkrunarfólk þurfa biðja gesti um að fara út úr stofum svo hægt sé að framkvæma skoðanir eða ræða viðkvæm mál? Tillitsleysi fólks á sér oft á tíðum engin takmörk.


kv. alboa

Nói22 | 3. maí '15, kl: 17:41:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hvað er að því að biðja fólk bara um að fara fram á meðan? Mér finnst ekkert að því eða eitthvað sem ætti að takmarka aðgang gesta. Fólkið fer bara fram á meðan og svo fer gesturinn inn aftur þegar starfsmaðurinn hefur sinnt sínu starfi. 


Af hverju að vera að búa til að drama í kringum það að þurfa kannski að fara út úr herberginu í nokkrar mínútur?

Grjona | 3. maí '15, kl: 17:48:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað um að sýna einfaldlega tillittsemi? Ég veit að það er ekki það sem Íslendingar eru bestir (eða góðir yfirhöfuð) í en það mætti kannski velta slíku fyrir sér. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

fálkaorðan | 3. maí '15, kl: 18:21:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Er eitthvað betra að hafa svona óþarfafólk að teppa gangana?


Þetta eru ekki hótel eða skemtifeðaskip.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Nói22 | 3. maí '15, kl: 18:41:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Óþarfafólk? þetta er oft stuðningsnet þeirra sem liggja inni. Þetta er ekki óþarfafólk.

Dreifbýlistúttan | 3. maí '15, kl: 19:04:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þegar ég eignaðist mitt yngsta og síðasta barn þá lenti hún á vökudeild vegna vökva í lungum og lélegs lífsmarks.
Ég var gjörsamlega miður mín og hrædd og við vissum ekkert hvernig þetta færi allt saman. 


Fæðingardeildin er í annarri álmu en vökudeild og þar lá ég alveg í hormónasjokki að reyna að ná broddi handa litlunni sem svo yrði fluttur yfir á vökudeild. Ég lenti í því að gestir löbbuðu inn á mig með brjóstapumpuna á fullu og hálf grátandi. 
Svo mætti fullt af fólki á vökudeildina og á tímapunkti voru 5 aðilar inni á stofunni eftir að litlan var komin úr súrefniskassanum og mér fannst það verulega óþægilegt.
Mér hefði þótt vænt um að starfsfólk hefði stoppað gestina af eða í það minnsta spurt hvort ég væri tilbúin til að taka á móti þeim. Reglur eins og þessar sem nú eru í brennidepli hefðu leyst allan þennan vanda. Það er nefnilega ekki gaman að þurfa að biðja gesti sem eru mættir að fara út af því maður vill fá frið, ég allavega var ekki í þannig gír.

Nói22 | 3. maí '15, kl: 19:08:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þá hefðir þú frekar átt að tala við starfsfólkið og biðja þau um að stoppa gestina af. Ekki með einhverjar reglur á lofti heldur bara segja gestunum að "hey hún er þreytt og vill fá frið. gætuð þið komið seinna?"

Lilith | 3. maí '15, kl: 20:16:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Einmitt, því hún var í svo miklu standi til þess á þessum tímapunkti.

Blah!

Nói22 | 3. maí '15, kl: 20:16:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ekki? 

 
Lilith | 3. maí '15, kl: 20:21:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fólk er bara ekkert endilega í standi til að vera einhver bógur þegar það er lítið í sér og aumt með hormónana á fullu. Erfitt að skilja kannski.

Blah!

Nói22 | 3. maí '15, kl: 20:27:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir konuna að geta haft það bakland sem hún þarf án þess að þurfa að standa í einhverju stappi við starfsfólk spítalans.

Lilith | 3. maí '15, kl: 20:28:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ehm, þarna var hún einmitt þreytt á að hafa fólk í kringum sig. Ertu að segja að lausnin sé að hafa fleira fólk í kringum sig til að reka hitt fólkið í burtu? 

Blah!

Nói22 | 3. maí '15, kl: 20:33:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hún var þreytt á því og hefði þá átt að tala við starfsfólkið um að halda fólkinu í burtu. Eða af hverju er of erfitt fyrir hana að tala við starfsfólkið um að halda fólki í burtu en aðrar mæður eiga að þurfa að standa í stappi við spítalann um að leyfa þeim að hafa fleri en einn með sér við fæðinguna eða fá gesti á öðrum tímum en einhverjum ákveðnum?

Lilith | 3. maí '15, kl: 20:34:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er pínu munur á að vera vera allt í einu á kafi í einhverjum aðstæðum sem maður ræður ekki við, heldur en að vera búinn að undirbúa atburð sem maður veit að muni gerast með svona 7-8 mánaða fyrirvara oftast.

Blah!

Nói22 | 3. maí '15, kl: 20:38:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En maður veit oft ekkert hvernig staðan verður og hversu mikinn stuðning maður þarf fyrr en maður er kominn í aðstæðurnar. Hvað ef meðgangan eða fæðingin hjá mér hefði verið mjög erfið og ég þurft hjálp og stuðning frá mínum nánustu? Eða hjálp við t.d tengslamyndun við barnið, barnið ekki viljað sjúga og verið erfitt. Það er ekkert endilega hægt að ákveða eitthvað svona við upphaf meðgöngunnar.

Lilith | 3. maí '15, kl: 20:40:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda þarf ekki að ákveða það við upphaf meðgöngunnar. Hins vegar hefur maður hellings tíma til að velta þessu fyrir sér og spá og spekulera. Ákvörðunin er nú sjaldnast tekin daginn fyrir fæðingu.

Blah!

Nói22 | 3. maí '15, kl: 20:42:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer allt eftir því hvernig meðgangan og fæðingin gekk. Og hvernig mamman er að díla við aðstæðurnar sem hún er allt í einu komin í (fæðingin og barnið). 


Eins og ég segi, þetta er ekki allt hægt að ákveða með löngum fyrirvara. Kona á bara að geta sagt "þessir aðilar verða viðstaddir fæðinguna" án þess að þurfa eitthvað að réttlæta það eða rífast eitthvað um það. 

ert | 3. maí '15, kl: 21:20:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Engar takmarkanir á fjölda? Ef kona vill hafa 30 manns þá reddar spítalinn bara stofu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Ígibú | 4. maí '15, kl: 12:46:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Auðvitað byggir bara nýja fæðingarstofu fyrir allt liðið.

Og reddar eins manns herbergjum fyrir allar sem hafa alla ættina með sér upp á spítala.

Glosbe | 4. maí '15, kl: 22:38:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það ferða örugglega svona flottar stórar fæðingarstofur á nýja einkaspítalanum.

Glosbe | 4. maí '15, kl: 22:39:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað, fólki má nú ekki leiðast í nokkra daga.

júbb | 3. maí '15, kl: 20:22:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er oft tíminn þar sem erfiðast er að standa með sjálfum sér vegna hormónarúss og líkamlegrar þreytu

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Lilith | 3. maí '15, kl: 20:25:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og í þessu tilviki andlegrar vanlíðunar og hræðslu.

Blah!

júbb | 3. maí '15, kl: 20:27:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Grjona | 3. maí '15, kl: 21:22:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha, ert'ekki að grínast?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

alboa | 3. maí '15, kl: 22:32:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ekkert að því að biðja fólk um að fara fram. Vandamálið er að fólk fer ekkert endilega fram. Fólk svara til baka að það sé í heimsókn hjá öðrum aðila en þeim sem á að skoða, það hafi nú bara verið að koma, sé að fara eftir 5 mín o.s.frv. 


Mesta vitleysan sem ég varð vitni að var þegar læknir og hjúkrunarfræðingur voru búin að margbiðja þessa 6 gesti sem voru inni í 3 manna stofu (hjá einum) að fara fram svo hægt væri að ræða við einn af sjúklingunum. Í stað þess að fara fram töluðu þau bara lægra og tróðu sér nær rúminu og í leiðinni svo gott sem upp í rúm til mín. Það tók rúmar 10 mín að fá fólkið út úr stofunni og það fór með þvílíkum látum og kvörtunum um ömurlega framkomu!


kv. alboa

Nói22 | 3. maí '15, kl: 22:39:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá hvað það var mikill dónaskapur í fólkinu. Hefði dauðskammast mín ef svoleiðis gestir hefðu verið í heimsókn hjá mér. 

alboa | 3. maí '15, kl: 22:41:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Henni fannst þetta nefnilega bara helber dónaskapur í lækninum og hjúkkunni. Þau hefðu sko ekki verið að trufla neinn! 


kv. alboa

Nói22 | 3. maí '15, kl: 22:42:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jesús hvað fólk getur verið sjálfhverft.

alboa | 3. maí '15, kl: 22:43:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já. Mat fólks á hvað er "eðlilegt" er nefnilega ekki eitt samhljóða skjal sem allir samþykktu á Þjóðfundinum :)


kv. alboa

nerdofnature | 4. maí '15, kl: 22:44:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og svona gestir eru einmitt ástæða fyrir því að það þarf þessar reglur.

fálkaorðan | 3. maí '15, kl: 18:07:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski hefur hún þá reynslu af störfum sínum á fæðringardeildum og öðrum deildum spítalana.


Bara svona hugmynd.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

nerdofnature | 3. maí '15, kl: 22:54:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á sængurkvennadeildinni er það bara ekkert endilega þannig að flestir sofi á næturnar. 

Mammzzl | 3. maí '15, kl: 10:43:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sko - þetta eru tilmæli.

Þau skipti sem ég hef fætt börn og legið inni eftir fæðingar hafa verið allskonar tilmæli um heimsóknartíma og hver heimsækir og hvenær. Á meðan ég hef verið ein á stofu hefur ekki nokkur einasti starfsmaður spáð í það hver er að heimsækja mig hvenær. Og ef kona mætir í fæðingu með fleiri en einn með sér finnst mér ólíklegt að hún þurfi að sparka öðrum heim nema starfsfólkið finni að þetta sé ekki að ganga upp (mamma vinkonu minnar var vinsamlegast beðin um að yfirgefa svæðið þegar hún var bara farin að láta verðandi foreldrum líða illa).

Hinsvegar er fínt að fylgja slíkum tilmælum þegar maður liggur á stofu með öðrum. Þegar ég átti yngsta barnið mitt var hvergi laust pláss og ég endaði á tveggja manna stofu sem var svo lítil að það var rétt pláss fyrir stól á milli rúmanna okkar. Við þurftum að vera þarna 2 nætur og vorum ein seinni nóttina en þá um morguninn var kona flutt inn á stofuna sem mætti með hersingu með sér sem ætluðu svo líka að fara að spjalla við okkur og ég var guðslifandi fegin að vera að fara heim - fannst þarna ekki viðeigandi að vera með mann og annan með sér.

Grjona | 3. maí '15, kl: 10:28:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála. Fatta ekki þennan æsing.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 3. maí '15, kl: 10:27:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Einmitt. Og ef ég sem stofufélagi þinn treysti mér ekki til að fá heimsóknir, af hverju ætti ég að þurfa að fá þitt fólk in á stofuna mína?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

alboa | 1. maí '15, kl: 14:31:20 | Svara | Er.is | 3

Ég hefði nauðsynlega þurft á þessum reglum að halda ef allir ættingjarnir hefðu verið á landinu þegar mín kom í heiminn. Ein amman var eiginleg búin að tilkynna komu sína upp á fæðingarstofu þrátt fyrir að við værum ítrekað búin að segja henni að við vildum ekki fá hana þangað. Þökk sé því að engar ömmur og afar voru á landinu þegar barnið kom í heiminn fengum við frið í alveg 7 tíma eftir að barnið fæddist (hún var á vöku í 4 tíma). Ég fékk svefn eftir ca 24 tíma fæðingarferli og barnið fékk að jafna sig í friði. Svo fengum við nokkra tíma saman í friði áður en fyrstu gestir mættu. Það var ómetanlegt að fá þennan frið (vorum ein á stofu og maðurinn hjá mér, ekki á hreiðrinu).


kv. alboa

UngaDaman | 1. maí '15, kl: 15:24:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En þurfa reglur að vera yfir allt? Er þetta ekki frekar persónulegt vandamál hjá ykkur og ykkar fjölskyldu? Já ég veit að það eru fleiri.


En mér finnst burt séð frá þessari umræðu fáranlegt hvernig þetta er orðið, það þarf að setja upp reglur fyrir ALLT. Hvað er eiginlega málið?


Ég styð það að ef það eru fleiri á stofunni þá þarf að takmarka heimsóknir, helst bara að banna þær. Hér er ég að gefa mér það að fæðingin hafi gengið vel og móðir&barn þurfa ekki að vera lengi inni. Mér þætti eðlilegast að fólk beri virðingu fyrir hvort öðru án þess að neinar sérstakar reglur séu til staðar.


Mér myndi persónulega ekki detta það til hugar að fá heimsókn uppá fæðingardeild ef ég væri að deila herbergi með öðrum. Það er bara dónaskapur og algjör óvirðing. Hér er ég að tala um að hlutirnir hafi gengið vel og við á leið heim eftir örfáa klukkustundir.

UngaDaman | 1. maí '15, kl: 15:26:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi ýtti of fljótt á senda.


En ef ég er ein í herbergi, þá finnst mér ég eiga að fá að ráða því hvort ég fái gesti eður ei. Sjálfsagt val.

alboa | 1. maí '15, kl: 15:38:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Umgangur um ganginn getur samt líka verið ótrúlega truflandi þegar fólk er að reyna sofa og jafnvel að svæfa ungabarn, sérstaklega ef það eru börn með.


kv. alboa

alboa | 1. maí '15, kl: 15:36:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þér  finnst eðlilegt og þér finnst algjör óvirðing....


Vandamálið þar eru mismunandi hefðir og hvað fólki finnst eðlilegt og algjör óvirðing. Minni fyrrverandi tengdamóður fannst það t.d. fullkomlega eðlilegt að hún myndi mæta upp á fæðingadeild þegar barnið væri á leiðinni í heiminn þrátt fyrir að við værum búin að biðja hana um að koma ekki. Hún skildi ekki þessa ótrúlega ofurviðkvæmni í mér að vilja fá að vera í friði (er mjög prívat og vildi ekki hafa neinn annan en karlinn hjá mér).


Ég skil þessi tilmæli þannig að þau eru settar til verndunar móður og barni. Til dæmis fyrir ættingjum sem kunna ekki á mörk og eiga erfitt með að virða óskir og taka tillit til annarra á deildinni. Til dæmis að taka tillit til þess að hafa ekki karl og eldra barn inni á stofu hjá sér allan daginn þegar það er önnur kona inni á stofunni líka með sitt ungabarn. Ég sé þetta sem tæki til að setja nýfædda barnið og móðurina í efsta sæti og hagsmuni þeirra. Aðrir verða bara að kyngja því að bíða.


kv. alboa

UngaDaman | 1. maí '15, kl: 15:44:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst bara fólk eigi að geta ráðið við sitt fólk eins og aðrir. Það er ekki í höndum spítalans.


Þetta með tengdamóður þína, stundum þarf bara að taka harðar á hlutunum. Ég skil svona fólk bara ekki, að það þurfi í alvöru að vera með leiðindi við það til að fá sinn frið. 


Eins og áður sagði þegar það er verið að deila herbergi með öðrum, þá ætti það að vera sjálfsagt að bera virðingu fyrir hinum aðilanum og vera ekki að fá fólk í heimsókn í þennan stutta tíma. Trúi ekki að fólk sé svona siðblint upp til hópa :/


Mamma & pabbi boðuðu komu sína þegar litla mín fæddist, rétt rúmum hálftíma síðar. Það var mjög einfalt og ekkert vesen , ég sagði þeim að þau gætu komið og sótt okkur þegar við megum fara heim því við erum ekki nafli alheimsins og getum ekki hagað okkur eftir því. Það er annað fólk þarna sem þarf að huga að líka.


Mamma var smá fúl en það rann fljótlega af henni. Mér er reyndar nákvæmlega sama þó hún hefði farið í fýlu dögum saman, hennar vandamál.

alboa | 1. maí '15, kl: 15:57:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er líka ótrúlega einfalt að sitja og halda að allur heimurinn virki eins og maður vill að hann virki. Fyrir utan að líkamleg standa í vegi fyrir konunni í dyragættinni upp á fæðingargangi þá var ekki hægt að taka öllu harðar á hlutunum gagnvart henni (búið að segja henni það hreint út að vil vildum ekki fá hana þangað, að við myndum ekki hleypa henni inn o.s.frv.). Sumir hlusta bara ekki og þá er gott að hafa reglur spítalans á bakvið sig og fá aðstoð. Slakaðu aðeins á hrokanum.


Það er líka ágætt að átta sig á að stundum þarf að setja reglur og tilmæli um hluti sem ættu að vera nokkuð sjálfsagðir. Til dæmis eru tilmæli á sjúkrahúsum að koma ekki í heimsókn þangað þegar fólk er veikt. Samt mætir fólk í heimsóknir þangað ítrekað slappt og með kvef.


Þetta tengist ekki siðblindu (það er allt annað). Þetta tengist því að það eru mismunandi hefðir á milli fjölskyldna, tengsl fólks eru mismunandi og þörf fólks fyrir félagsskap annarra er mjög mismunandi. Sumar hér að ofan tala um að þeim hafi leiðst þarna inni. Það eru ekki mörg ár síðan konur voru nokkra daga þarna inni en ekki bara nokkra klukkutíma svo það eru enn margir sem vilja koma upp á sjúkrahús í stað þess sað bíða í nokkra tíma og koma þá heim til fólks.


kv. alboa

svarta kisa | 1. maí '15, kl: 16:06:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er fólk sem hlakkar til að knúsa lítið barn og er ekki alveg með á nótunum hvað sé eðlilegt og hvað ekki, siðblint???
Tillitssemi er eins og common sense, ekkert endilega mjög common...

UngaDaman | 1. maí '15, kl: 16:13:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er það að mínu mati. Þegar það er búið að biðja fólk um að koma ekki en það gerir það nú samt.

svarta kisa | 1. maí '15, kl: 16:20:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já ok, ég myndi lesa mér aðeins til um siðblindu bara...

dekkið | 1. maí '15, kl: 17:58:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Held einmitt að þetta sé sett inn fyrir þá sem eiga ættingja sem skilja ekki nei að þá er hægt að reka þessar reglur í andlitið á þeim og fá frið fyrir konuna.

svarta kisa | 1. maí '15, kl: 16:00:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Auðvitað væri ákjósanlegast að fólk myndi sýna tillitsemi og ekki væru settar svona reglur (tilmæli), en því miður eru ekki allir tillitssamir og einnig hefur fólk mismunandi bakgrunn og misjafnt hvað fólki finnst eðlilegt. Kona sem ég var með á stofu var af erlendu bergi brotnu, minnir að þau fjölskyldan hafi verið frá Ítalíu og ég geri bara ráð fyrir að hefðir þar séu eitthvað öðruvísi en hér. Þetta fólk var ekki með neinn dónaskap eða neitt slíkt að mínu mati, en þarna hefði verið gott fyrir aðrar sængurkonur að geta vitnað í þessar reglur í staðinn fyrir að vera "leiðinlega" konan. 

Trunki | 1. maí '15, kl: 23:22:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Mér finnst eðlilegra að þær sem vilja ekki fá ættingjana dili við ættingjana um það heldur en að þær sem vilja fá ættingjana þurfi að díla við heilbrigðisstarfsfólkið um það.

___________________________________________

Allegro | 1. maí '15, kl: 16:30:25 | Svara | Er.is | 1

Geri ráð fyrir að þessi tilmæli hafi verið gefin af ástæðu og af fólki með þekkingu og reynslu af því sem fram fer á deildinni. Trúi alveg að þessi tilmæli hafi verið gefin með hagsmuni móður og barns að leiðarljósi en séu ekki einhver geðþótta tilmæli frá starfsfólki deildarinnar. Þetta eru ekki reglur og ég geri því ráð fyrir að það sé ekki mikið mál að fá að hafa fleyri viðstadda svo framarlega sem það er til góðs fyrir fæðinguna og þessar fáu klukkustundir sem móðir og barn dvelur á þessari deild.







Kaffinörd | 2. maí '15, kl: 11:04:51 | Svara | Er.is | 0

Er eitthvað að þessu ?

FIA67 | 2. maí '15, kl: 14:37:59 | Svara | Er.is | 0

Ég átti mitt fyrsta barn þá var pabbinn, mamma og tengdamamma siðan voru 2 hjúkrunarfræðingar 2 ljósmæður og 1 læknir. Þetta truflaði mig og barnið ekkert.

Zimbra | 2. maí '15, kl: 15:25:08 | Svara | Er.is | 0

Í mínum tveim fæðingum voru 2 viðstaddir. Myndi ekki vilja breyta því ef ég eignast fleiri börn!

En þetta með heimsóknirnar er ég sammála. Ágangurinn er svakalegur hjá sumu fólki. Mitt fólk var reyndar frekar mikið tillitsamt og hékk ekki yfir mér. Nánustu heimsóttu mig á spítalann á meðan ég lá inni í 4 sólahringa (árið 2002) en flestir komu bara í heimsókn eftir að ég kom heim. 
En konan sem ég lá með á herbergi var með gesti allan daginn... alla daga... með læti... langt fram á kvöld = engin hvíld fyrir mig. 
Fannst það svakalega dónalegt. 
Með yngra barnið lá ég á hreiðrinu í 12 klst og fékk 3 gesti :P og tveir af þeim voru viðstaddir fæðinguna sjálfa. 
Rest kom bara í heimsókn eftir að ég kom heim. 

Dreifbýlistúttan | 2. maí '15, kl: 17:31:14 | Svara | Er.is | 2

Ég sé akkúrat ekkert að þessu. Það eru færð prýðisgóð rök fyrir því hvers vegna þessu verður breytt.


Ef ég set mig í spor spítalans og ljósmæðra þá hlýtur að vera einfaldara að hafa einungis einn aðstandana í fæðingarferlinu í staðinn fyrir að fleiri séu að ,,þvælast fyrir". Stanslausar heimsóknir strax eftir fæðingu eru líka truflandi, og ég sem móðir fjögurra barna tek bara alveg undir það. Maður hefur alveg lent í því að fókusa ekki 100% á nýfætt barn sitt vegna tíðra heimsókna. Af hreinlætisástæðum styð ég þetta líka, því þótt fólk spritti hendur áður en það labbar inn á fæðingardeild þá er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir smithættu.
Ég lít semsagt á þetta sem vernd fyrir móður og barn og minni truflun við byrjunarstig brjóstagjafar.



Ígibú | 2. maí '15, kl: 17:42:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er samt ekki einu sinni verið að banna neitt. Ef konur vilja hafa fleiri með í fæðingunni get ég ekki ímyndað mér að það verði eitthvað "bannað". En auðvitað getur fólk séð allt mögulegt hræðilegt við svona tilmæli ef það bara vill.

vona þá að þær konur sem vilja hafa alla vinkonurnar og hálfa ættina í heimsókn verði á stofu með konu sem er líka til í það (svona þar sem eru fleiri en ein á stofu). Ég allavega væri ekki til í það svona fyrir mitt leiti nema á heimsóknartímum, finnst það alveg nóg.

Dreifbýlistúttan | 2. maí '15, kl: 19:45:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei fyrir utan það já

silly | 2. maí '15, kl: 20:05:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Óskir fæðandi móður um hverjir eru viðstaddir við fæðinguna vega þyngra að mínu mati en að stuðningsaðilarnir séu að "þvælast fyrir" starfsfólkinu.

Fólk með að minnsta kosti 6 ára háskólamenntun á bakinu hlítur að vera fært um að biðja fólk að yfirgefa fæðingastofuna ef að slíkar aðstæður koma upp.

Dreifbýlistúttan | 2. maí '15, kl: 21:20:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda er ekki verið að setja þetta sem lög, heldur mælast til þess.

silly | 2. maí '15, kl: 22:06:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég geri mér grein fyrir því en er mótfallin því að til þess sé mælst því að margar konur og þá sérstaklega konur sem hafa lent í einhverskonar ofbeldi þurfa oft fleiri en 1-2 til að styðja sig í gegnum fæðingu.

Dreifbýlistúttan | 2. maí '15, kl: 22:08:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og í þeim undandekningartilfellum er eflaust lítið mál að fá að hafa fleiri en einn hjá sér.

silly | 2. maí '15, kl: 22:10:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

En kona á ekki að þurfa að gefa ástæðu, hún á bara að fá að hafa þá hjá sér sem hún þarf á að halda.

Hver ákveður hvort ástæða hverrar fæðandi konu sé nógu sterk til að hún fái að hafa fleiri með sér?

Dreifbýlistúttan | 2. maí '15, kl: 22:12:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég er ekki sammála.
Mér finnst ósköp eðlilegt að það séu settar einhverjar reglur inni á fæðingarstofum. Ef konur eru ósáttar við það þá er heimafæðing góður kostur fyrir þær-að því gefnu að meðganga hafi gengið eðlilega fyrir sig.

silly | 2. maí '15, kl: 22:14:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er svo sem sammála einhverjum takmörkunum, það er ekki hægt að troða 10 manns inná litla fæðingarstofu en að mælast til að aðeins einn fylgi hverri fæðandi konu finnst mér fáránlegar takmarkanir og mikil afturför.

Auðvita getur heimafæðing hentað sumum en alls ekki öllum.

Felis | 2. maí '15, kl: 22:58:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heimafæðing er bara alls ekki alltaf í boði.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Dreifbýlistúttan | 2. maí '15, kl: 23:01:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, enda tek ég fram að hún henti sumum en ekki öllum. Og það er nú held ég almenn vitneskja á meðal kvenna að heimafæðingar eru ekki í boði allsstaðar. 

strákamamma | 3. maí '15, kl: 17:44:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þannig að þær konur sem sem hafa átt erfiða meðgöngu....þurfa að eftirláta starfsfólki að ákveða hversu margir mega vera viðstaddir?   Eru það ekki einmitt frekar þær konur sem þyrftu kannski meirui stuðning?  


Annað hvort einn með eða heimafæðing?   


Ég hef alltaf átt góðar meðgöngur og góðar fæðingar....  ég vill samt ekki fæða heima og sé það ekki sem góðan kost fyrir mig.  Fyndist samt skítt ef það þýddi að ég mætti ekki hafa mömmu mína með mér líka...

strákamamman;)

Dreifbýlistúttan | 3. maí '15, kl: 18:56:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki endilega viss um að stuðningur sé mældur í fjölda viðstaddra, en eins og fram hefur komið eru alltaf undantekningartilfelli sem þarf að taka tillit til. 
Svo er með þetta eins og aðrar breytingar að það tekur tíma að festa þær í sessi. Ef kona veit frá getnaði að hún getur haft einn aðstandanda þá er það væntanlega undirbúið með tilliti til þess. Eins finnst mér í raun meiri þörf á því að veita konu góðan andlegan stuðning á meðgöngu heldur en bara í fæðingunni. 


Það er með þetta eins og annað að það er ekkert eitt sem hentar öllum. 

Lilith | 2. maí '15, kl: 21:22:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Held að þið áttið ykkur ekki á því hvað sekúndur geta stundum skipt máli. Svona snýst ekki um að fólk sé að þvælast fyrur starfsfólkinu, heldur að starfsfólkið geti tryggt sem best öryggi konunnar og barnsins.

Blah!

silly | 2. maí '15, kl: 22:05:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vinn í þessum bransa þannig að jú ég geri mér grein fyrir því en áður en þessar sekúndur fara að skipta máli er einhver undanfari þar sem tækifæri gefst til að fækka fólki inni á stofunni.

Lilith | 2. maí '15, kl: 22:10:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki alltaf, og vinn líka í þessum "bransa".

Blah!

júbb | 2. maí '15, kl: 23:54:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

En það verður samt að taka tillit til þess að þú vinnur á algjörlega hinum endanum þar sem þú færð inn fólk sem eitthvað er að. Fæðingar eru almennt ekki bráðaástand og góður stuðningur getur meira að segja dregið mikið úr líkunum á bráðaástandi. Ljósmæður þurfa einmitt að byrja námið á því að endurstilla sig frá því að horfa alltaf á hlutina frá veikindasjónarhóli yfir í að fást almennt við heilbrigt ástand. Sú litla prósenta sem upplifir það að sekúndur skipti máli ætti ekki að stjórna því hvernig stuðning aðrar konur fá. Sérstaklega þar sem sá stuðningur getur skipt höfuðmáli um útkomuna.


Ég er búin að sitja svolítið á mér að tjá mig um þetta. Vildi aðeins melta málið. Ég skil rökin fyrir að takmarka heimsóknir eftir fæðingu, það er oft gott fyrir konur að geta bent á þessar reglur til að fá að tengjast barni sínu í eins rólegu umhverfi og mögulegt er á sængurkvennagangi. En mér finnst háalvarlegt mál að takmarka þann stuðning sem konur vilja og þurfa í fæðingu, stuðning sem eykur líkurnar á að allt gangi eins og það á að gera. Ég er skíthrædd um að þær konur sem virkilega þurfa aukastuðninginn séu einmitt þær konur sem ekki treysta sér í að sækja um undanþágu frá þessum reglum. Þetta á að vera þeirra val. Það er algjör undantekning að það séu það margir í fæðingu að það trufli og að það sé gríðarleg truflun af fólki á fæðingarganginum. Afhverju eiga aðrar konur að líða fyrir það að það séu einhverjir örfáir svartir sauðir inni á milli? Það eru svo mýmargar rannsóknir sem sýna fram á ávinning þess að hafa góðan stuðning í fæðingu. Ljósmæður eru yndislegar en þeirra fókus er að sjálfsögðu mikið á að koma barninu í heiminn á meðan stuðningsaðilarnir eru þarna fyrir mömmuna, andlega og líkamlega. 


Fannst umorðun Sóleyjar Tómasdóttur á reglunum mjög góð, það þarf ekki að setja þetta svona stíft fram.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Mammzzl | 3. maí '15, kl: 10:49:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það stendur "mælst til" - ætli nokkur þurfi að sækja eitthvað um undanþágu? Ég sé þetta meira fyrir mér þannig að ef kona mætir með fleiri en einn með sér, þá verði ekkert sagt við því nema kannski starfsfólkið upplifi að þetta sé ekki að ganga... Eða hvað?

júbb | 3. maí '15, kl: 15:47:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Orðalag getur haft áhrif á hvort kona lætur á það reyna eða ekki. Getur valdið henni aukastreitu að þurfa að velja á milli þeirrar manneskju sem mun veita henni mestan stuðning og svo maka sem vill að sjálfsögðu verða vitni að því að barnið sitt kemur í heiminn en er kannski ekki aðalstuðningsaðili. Þó svo starfsfólk sjái þetta fyrir sér sem tilmæli þá er framsetningin ansi stíf.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Lilith | 3. maí '15, kl: 15:05:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég hef unnið á fæðingarganginum og ég skil bara afskaplega vel að það sé æskilegt að takmarka fjöldann þarna inni.

Blah!

júbb | 3. maí '15, kl: 15:48:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Fyrir hvern? Starfsfólk eða móður og barn?

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Lilith | 3. maí '15, kl: 16:13:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alla.

Blah!

Nói22 | 3. maí '15, kl: 17:21:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En ef móðirin vill hafa fólkið sitt í kringum sig. Hvernig er það þá ekki gegn hennar vilja að takmarka aðgengið?

júbb | 3. maí '15, kl: 17:23:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

En það er ekki í þágu móður og barns að takmarka stuðning hennar.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Lilith | 3. maí '15, kl: 17:29:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það hlýtur nú að vera hægt að komast að einhverju samkomulagi. Ég lít ekki á þetta sem eitthvað sem er meitlað í stein.

Blah!

júbb | 3. maí '15, kl: 17:31:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nei og ég geri mér alveg grein fyrir að ljósmæður líta ekki heldur á þetta sem meitlað í stein. En þetta er sett fram eins og stíf regla, bara annað orðalag gæti hjálpað til. Eins er verið að kynna þetta fyrir sumum konum í mæðraverndinni sem reglu, ekki sem eitthvað sem hægt er að skoða.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Lilith | 3. maí '15, kl: 17:32:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm, ég get nú alveg tekið undir þetta hjá þér.

Blah!

strákamamma | 3. maí '15, kl: 17:47:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

en þá þarf hin verðandi móðir að hafa orkuna og getuna til þess að eyða tíma og orku í að komast að samkomulagi....svo maður tali nú ekki um kvíðan sem getur fylgt því að búast við einhverri konfrontasjón á fæðingardeildinni vegna þessa, í stað þess að konan gangi inní sína eigin fæðingu með það á hreinu að hún geti auðvitað haft það fólk með sér sem hún þarfnast.

strákamamman;)

silly | 2. maí '15, kl: 20:06:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ýtti of fljótt á senda...

Ætlaði lika að segja að eg er samt sammála einhverri takmörkun á gestagangi fyrst eftir fæðinguna.

strákamamma | 3. maí '15, kl: 17:42:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

svona tilmæli ættu aldrei að miðast út frá því hvað er einfaldara fyrir starfsfólkið... heldur hvað fæðandi konunni líður best með.  og við erum nú svo ólíkar allar saman að svoan tilmæli geta aldrei passað þörfum allra. 


Þarf ekki frekar hreinlega átak sem hvetur fólk til þess að hlusta á fæðandi konur og nýbakaðar mæður með tilliti til ágangs heldur en að spítalinn sem slíkur sé að taka þetta fram fyrir hendurnar á fólki?   Ég hef aldrei lent í of miklum ágangi frá fólki í kringum mínar fæðingar, enda bara sagt fólki ef ég vill frið og ró í kringum mig. 

strákamamman;)

mileys | 3. maí '15, kl: 09:44:09 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þetta bara gott mál, allt of mikið af fólki sem veður þarna uppeftir þrát fyrir að móðirin sé búin að gefa það til kynna að hún óski ekki eftir því og foreldrar vilja fá að jafna sig aðeins og vera í friði með ungann sinn. Ég er heilbrigðisstarfsmaður og get alveg ímyndað mér að það hljóti að vera erfitt að vinna með fullt af auka fólki viðstatt. Svo skil ég ekki hvað fólk, annað en maki, þarf að vera að gera viðstatt fæðingu barns. Er ekki nóg að sjá ungann þegar foreldrar eru búnir að jafna sig? Skil vel að ef enginn maki er til staðar að þá sé móðir eða einhver annar náinn aðili en að vilja vera með nokkra aðila þarna inni á fæðingarstofu skil ég alls ekki. En það er bara ég ;)

Glosbe | 3. maí '15, kl: 11:33:38 | Svara | Er.is | 1

Það eru allir að tala um þarfir móðurinnar. Að hún fái að ráða hvað eru margir viðstaddir og að hún verði ekki einmana þennan tíma sem hún er á spítala.

Hverjar eru þarfir barnsins? Það fyrsta sem barnið þarf?
Er ekki líka verið að pæla í því með þessum tilmælum.

strákamamma | 3. maí '15, kl: 17:49:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það fyrsta sem barnið þarf er að fæðast örugglega.  líkurnar á því að fæðing gangi vel fyrir sig margfaldast ef að móðirinn upplifir öryggi og líður vel.  Ef móðir er stressuð vegna takarmarkanna sem valda henni áhyggjum getur það haft mikil áhrif á lokaútkomu fæðingarinnar.  


þannig er það hagur barnsins að móðurinni líði sem best bæði fyrir og á meðan fæðingarferlinu stendur. 

strákamamman;)

Glosbe | 3. maí '15, kl: 18:44:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst þetta ódýrt svar.

strákamamma | 3. maí '15, kl: 20:41:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þetta er samt alveg hárrétt og margsannað

strákamamman;)

Glosbe | 3. maí '15, kl: 20:45:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað um þarfir barnsins? Var ekki verið að tala um að mikið áreiti væri ekki gott fyrir nýfætt barn?

strákamamma | 3. maí '15, kl: 20:50:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef maður ber saman....að fæðast án inngripa af öruggri móður....en þurfa að upplifa kannski 2 eða 3 á fæðingarstofunni í staðinn, við það að fæðast með inngripum og stressi þá er það mikið betra að þola áreitið svo lengi sem það stressar ekki mömmuna

strákamamman;)

Glosbe | 3. maí '15, kl: 20:55:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki verið að amast mikið yfir 2 -3 á fæðingarstofunni.

strákamamma | 3. maí '15, kl: 21:03:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú...þegar mælst er til þess að aðeins sé einn viðstaddur

strákamamman;)

Glosbe | 3. maí '15, kl: 21:09:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er mælst til þess. Er það ekki meira eins og vinsamleg ábending.

strákamamma | 4. maí '15, kl: 12:04:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

að mælast til einhvers við fæðandi konu sem skiptir engan neinu máli nema hana finnst mér virðingarleysi við hana og barnið

strákamamman;)

Felis | 4. maí '15, kl: 12:47:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekki vinsamleg ábending þegar kona þarf að óska sérstaklega eftir að fá að hafa fleiri og svo sé það skoðað af einhverjum hvort að það fáist leyfi fyrir því. 


Vinsamleg ábending hefði verið í góðu lagi. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Dreifbýlistúttan | 3. maí '15, kl: 18:58:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stress getur líka orðið til hjá móður ef aðstandendur verða stressaðir. Það getur haft slæm áhrif á fæðandi móður að upplifa að einhver aðstandandi meikar varla að vera þarna. 


Ég veit ekki hvað normið er að hafa marga hjá sér í fæðingu, en það væri áhugavert að kanna það. 
Persónulega fannst mér einn eiginmaður fullkominn stuðningur og hefði aldrei viljað hafa fleiri.

Glosbe | 3. maí '15, kl: 19:09:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru þessi tilmæli þá óþörf. Er fagfólk bara að bulla?

Felis | 3. maí '15, kl: 19:23:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Eitt af vandamálunum er einmitt "fagfólk vs. mæður" hugsunin.
Fæðandi móðir ætti að vera miðdepillinn, og alveg sama hversu mikið af fagfólki kemur að málinu þá er móðirin langoftast fullfær um að taka ákvarðanir um sína fæðingu.
Þrátt fyrir að fagfólkið hafi kannski verið viðriðið óteljandi fæðingar þá er hver kona einstök og hver fæðing einstök og það ætti að taka fullt tillit til þess.
Fagfólkið heldur kannski að það sé að gera móðurinni greiða þegar þar er í raun að vinna mót því sem er henni fyrir bestu.

Ég held að í þessu tilfelli, einsog svo mörgu öðru sem viðkemur fæðingum, þá væri eðlilegast að hætta aðeins færibandahugsuninni og spá frekar í einstaklingana og horfa á hverja fæðingu fyrir sig sem einstakt verk. Átta sig á því að eitt hentar ekki öllum og auka vald og vægi móður.

Eitt það algengasta sem mæður nefna að hafi farið úrskeiðis í fæðingu barna þeirra er að fagfólkið hafi ekki hlustað á það sem þær höfðu til málanna að leggja.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Glosbe | 3. maí '15, kl: 20:30:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ ég veit ekkert um þetta en er það ekki fæðandi móðir og barn?

Ég held að það sé mikil þörf á þessum tilmælum eftir að hafa lesið það sem fólk er að kvarta yfir.

Auðvitað vill maður alltaf fá að ráða öllu um sitt en það er bara ekki alltaf hægt. Þegar amma mín var á hjartadeildinni gat hún ekki fengið alla sem hún vildi hafa hjá sér alltaf. Það eru bara ekki til svoleiðis deildir. Til þess þarf í það minnsta meira pláss.

strákamamma | 3. maí '15, kl: 20:42:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

að vera á hjartadeild er allt annað en að fæða...

strákamamman;)

Glosbe | 3. maí '15, kl: 20:48:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já.

Felis | 3. maí '15, kl: 20:53:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Móðirin hefur ákvörðunarrétt fyrir sjálfa sig og barnið sitt. Kona missir ekkert þennan rétt við það að fara í fæðingu.

Hjartadeild (og aðrar deildir sjúkrahúsa) er í eðli sínu allt öðruvísi en fæðingardeild.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Glosbe | 3. maí '15, kl: 20:57:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OMG

Glosbe | 3. maí '15, kl: 21:01:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eruð þið algjörlega sjálfhverjar í gegn. Sjáið þið ekkert annað en ykkur sjálfar?

strákamamma | 3. maí '15, kl: 21:04:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

um hvað ert þú að hugsa eiginlega?    við erum að tala um konur...og þeirra sjálfsákvörðunarrétt varðandi hverjir fylgja þeim í fæðingu.  

strákamamman;)

Glosbe | 3. maí '15, kl: 21:08:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er bara að benda á það að maður fær stundum ekki allt sem maður vill.

Svo er ég smá að velta fyrir mér nýfæddu barni.

júbb | 3. maí '15, kl: 22:11:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er mikilvægt fyrir barnið og tengslamyndunina að móður líði sem allra best og fái allan þann stuðning sem henni er mikilvægur. Það er því í þágu barnsins að móðir hafi þá stuðningsaðila sem hún þarf og velur.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Glosbe | 3. maí '15, kl: 23:00:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líka ef kona vill hafa 8 -10 manns með sér eins og var talað um í fréttunum í kvöld. Er það ekki aðeins of mikið áreiti fyrir nýfætt barn. Er ekki talað um að nýfædd börn þoli lítið álag á skynfærin?

júbb | 3. maí '15, kl: 23:08:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ef það er vilji konunnar að hafa slíkan stuðning. En athugaðu að ég er að tala um fæðinguna, er alveg sammála því að takmarka heimsóknir eftir fæðingu einfaldlega vegna þess að þú ert komin í allt aðra stöðu tveimur tímum eftir fæðingu heldur en á meðan á henni stendur. 

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

strákamamma | 4. maí '15, kl: 12:03:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er fáránlega mikilvægt fyrir móður og barn að konan einmitt fái allt sem hún vill í þessu ferli svo lengi sem það ógnar ekki heilsu hennar og barnsins.  


Það að hafa þá stuðingsaðila með sér sem maður óskar eftir er ekki skaðlegt heilsu manns eða barnsins...heldur einmitt þvert á móti 

strákamamman;)

Glosbe | 3. maí '15, kl: 23:36:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Biðst afsökunar á þessum kjánalegu orðum.

Glosbe | 3. maí '15, kl: 22:55:34 | Svara | Er.is | 5

Það er eins og fólk haldi að Landspítali sé Lúxusspítali með risa stórum fæðingarstofum og risastórum einkaherbergjum þar sem allir geta bara látið eins og þeir séu einir í heiminum.

tiamia | 4. maí '15, kl: 16:14:35 | Svara | Er.is | 5

Ef kona kýs að eiga á sjúkrahúsi þá finnst mér eðlilegt að þurfa að fara eftir svona einföldum tilmælum.  Alveg óþarfi að búa til drama ú rþví.
Ef maður vill hafa partý í kringum fæðinguna, þá ætti maður nú kannski bara að fæða heima.




Annars skil ég ekki þörfina á fullt af fólki við fæðinguna.  Ég var nú bara öll þrjú skiptin frekar upptekin við það að fæða og fannst kallinn eiginlega vera til óþurftar þarna, hvað þá fleira fólk. 


Tipzy | 4. maí '15, kl: 16:20:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kýs? Það hafa bara margir nkl ekkert val, ég myndi hiklaust fæða heima ef ég mætti það. En ég fæ ekki einu sinni val um fjölda fólks í fæðingunni, það er 1 og ekki til umræðu að hafa fleiri nema shitload af fólkii sem ég hef ekkert val um hvort ég vilji hafa viðstatt eða ekki.

...................................................................

tiamia | 4. maí '15, kl: 16:37:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þá verður maður líka að fara eftir reglunum á sjúkrahúsinu.  Sé bara ekki vandamálið.

Tipzy | 4. maí '15, kl: 16:39:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei enda sérðu engan mun á einni manneskju og heilu partýi. Þó þú hafir ekki þörf fyrir fleiri en kallinn og varla það, þá er fullt af fólki sem hefur þörfina, og engin að tala um heilt partý.

...................................................................

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47817 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, Kristler, annarut123, Guddie, Paul O'Brien, paulobrien