Er ég að stela nafni systur minnar?

skóreimar | 4. apr. '15, kl: 20:01:23 | 1550 | Svara | Er.is | 0
Hvað finnst þér?
Niðurstöður
 Það er í lagi að nota miðnafnið. 258
 Það er EKKI í lagi að nota miðnafnið. 6
 Spurðu systir þína um leyfi. 44
Samtals atkvæði 308
 

Núna er ég að fara að eignast mína fyrstu stelpu í Apríl og mig langar að skýra hana Söru Dís. 



Málið er hinsvegar að eldri systir mín á dóttir fyrir sem heitir Helga Dís.


Er ég að vera ógeðslega frek og leiðinlegt að skýra dóttur mína líka með miðnafninu Dís ? Ég þori ekki að spyrja hana útí þetta því mig langar að halda nafninu leyndu þangað til við skýrum.

 

---------------------------------------------------------
Never give up
when the sun goes down
the stars come out

gruffalo | 4. apr. '15, kl: 20:07:57 | Svara | Er.is | 4

Ii helduru að nafnið eigi ekki að fréttast kviss búmm? Eru heldur miklar upplýsingar þarna sem þeir sem þekkja þig gætu auðveldlega rakið til þín. :p Annars er ekkert að því að nota þetta nafn þó systir þín gerði það.

skóreimar | 4. apr. '15, kl: 20:09:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég breytti nöfnunum aðeins :) þetta eru frekar svona dæminöfn

---------------------------------------------------------
Never give up
when the sun goes down
the stars come out

gruffalo | 4. apr. '15, kl: 20:12:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Okei haha kúl

Ruðrugis | 4. apr. '15, kl: 20:11:08 | Svara | Er.is | 28

Þú skírir barnið þitt nákvæmlega þeim nöfnum sem þig langar að skíra það. Punktur.

o0❤ | 4. apr. '15, kl: 20:19:13 | Svara | Er.is | 5

eg mundi spurja hana hvort hun se satt við það

ingbó | 4. apr. '15, kl: 20:48:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Af hverju þarf hún/hann að spyrja systur sína?  Það  "á" enginn ákveðin nöfn.  Náfrænka mín heitir sama seinna nafni og ég, Tvö barna minna hafa skírt sama nafni - annað sem fyrra nafn og hitt sem seinna nafn og það hefur ekki nokkur maður sagt orð og finnst held ég engum nokkuð að þessu. 

littleboots | 5. apr. '15, kl: 22:37:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Æ ekki taka mark á þessu nikki, hún stígur ekki beint í vitið. :)

Trunki | 4. apr. '15, kl: 20:47:15 | Svara | Er.is | 0

Ég gerði það, datt ekki einu sinni í hug að spurja systir mína og allir sáttir.

___________________________________________

ingbó | 4. apr. '15, kl: 20:49:22 | Svara | Er.is | 9

Gerir það sem þú vilt.  (Hins vegar nefnir þú barnið þitt og ef þú ætlar að láta skíra það þá færðu prest til þess.)

Grjona | 4. apr. '15, kl: 20:54:52 | Svara | Er.is | 1

Ef hún fékk ekki einkaleyfi á nafninu, er það? 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

skóreimar | 4. apr. '15, kl: 20:57:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún systir mín er auðvitað ekki með einkaleyfi á nafninu , ég veit bara ekki hvort það sé frekjuskapur eða dónalegt af mér að skíra með sama millinafni :)

---------------------------------------------------------
Never give up
when the sun goes down
the stars come out

Grjona | 4. apr. '15, kl: 20:59:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það væri þá fúla systirin ef henni þætti það. Og þetta er eiginnafn, ekki millinafn, bara svona ef þú vildir fletta upp nöfnum.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

HvuttiLitli | 4. apr. '15, kl: 22:03:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Upphafsinnlegg notar samt orðið "miðnafn", merkir það það sama og "millinafn"? Á sum sé bara að nota orðið "eiginnafn" (líka hægt að segja fyrra eiginnafn og seinna eiginnafn)? Spyr sú sem ekkert veit ;p

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Grjona | 5. apr. '15, kl: 08:19:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún notar millinafn í innlegginu sem ég er að svara þarna.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

MUX | 5. apr. '15, kl: 15:49:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Alls enginn dónaskapur eða frekja að nota sama nafnið, ég og systir mín eigum t.d. báðar syni með sama fornafni, hinsvegar finnst mér kurteisi að spyrja og ég spurði systur mína þegar ég notaði nafnið á sínum tíma, þrátt fyrir að enginn vissi nafnið fyrr en í skírninni sjálfri.  Mér fannst sjálfsagt að spyrja hana þótt hún hafi ekkert "átt" þetta nafn.

because I'm worth it

HvuttiLitli | 4. apr. '15, kl: 20:56:51 | Svara | Er.is | 3

Það er í lagi að nota miðnafnið. Fólk á engan einkarétt á nöfnum, allavega ekki síðast þegar ég vissi.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

nefnilega | 5. apr. '15, kl: 16:48:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég verð brjál ef ég hitti einhvern sem heitir mínu nafni. Djöss frekja í fólki að vera að nota mitt nafn.

HvuttiLitli | 5. apr. '15, kl: 16:52:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bölvaðu frekar foreldrum þínum fyrir að hafa fundið svona flott nafn á þig að aðrir verða abbó og herma :P

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

nefnilega | 5. apr. '15, kl: 16:57:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Aha, ég skamma þau í kvöld (eftir að ég verð búin að éta kalkúninn sem þau eru búin að bjóða okkur í...)

dekkið | 4. apr. '15, kl: 21:57:19 | Svara | Er.is | 0

Dóttir mágs míns heitir Sara xxx (ekki rétt nafn). Við hjónin eigum svo dóttur sem heitir xxxx Sara. Aldrei datt okkur í hug að spyrja bróður hans hvort honum fyndist við vera stela eða nota nafn sem dóttir hans heitir. Nafnið tengist báðum fjölskyldum og kom ekkert annað til greina. Aldrei hef eg heyrt heldur bróður hans eða konu kvarta yfir þessu, enda eiga þau ekki neinn einkarétt á nafninu.


Ef þetta er nafn sem þið viljið, go for it. Ef systir þinni finnst þetta eitthvað off er það hennar að kljást við þær tilfinningar.

wanted | 4. apr. '15, kl: 22:13:32 | Svara | Er.is | 0

Ég og systir mín heitum sömu nöfnum og dætur móðursystur okkar. Við erum yngri en þær báðar. Aldrei man ég eftir neinni umræðu um þetta einu sinni. Ég heiti algengu nafni í höfuðið á föðurömmu minni. Systir mín og nafna hennar eru aftur á móti í höfuðið á sömu ömmunni sem var látin fyrir fæðingu þeirra. Mér finnst þetta bara krúttað.

______________________________________

A Powerful Noise | 4. apr. '15, kl: 22:17:23 | Svara | Er.is | 0

Ég og systir mín eigum stráka með sama eiginnafni. Ekkert vesen og allir sáttir :) 

__________________________
Pay no attention to the faults of others,
things done or left undone by others.
Consider only what by oneself is done or left undone.

Tipzy | 4. apr. '15, kl: 22:58:53 | Svara | Er.is | 0

Sko ekkert af möguleikunum passar að mínu mati, sem er fyrir mér mættiru nota allt nafni. Í minni fjölskyldu er 3 pör af alnöfnum og engin að kippa sér upp við það. Reyndar eru það börn sem komu eftir á inn í fjölskylduna, semsagt stjúpbörn og þessu nöfn til í fjölskyldunni fyrir en okkur finnst bara gaman að þessu. Og ef ég er með strák þá verður hann alnafni fyrir utan föðurnafn náttla frænda míns. Ég sé nkl ekkert að þessu og ekki nálgæt því eitthvað að stela einu eða neinu, systir þín á ekki seinna nafnið..og ekki heldur það fyrra.

...................................................................

Innkaupakerran | 5. apr. '15, kl: 02:56:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úúúú ertu semsagt barnshafandi? :)

Tipzy | 5. apr. '15, kl: 11:11:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jamm :)

...................................................................

dumbo87 | 7. apr. '15, kl: 13:59:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

frábært, til hamingju :D

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

Tipzy | 7. apr. '15, kl: 18:05:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :)

...................................................................

staðalfrávik | 5. apr. '15, kl: 18:08:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Innilega hamingjuóskir! Hvenær er von á erfingjanum?

.

Tipzy | 5. apr. '15, kl: 22:21:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

27.okt segir doksi. :)

...................................................................

Innkaupakerran | 12. apr. '15, kl: 22:54:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært :) Til hamingju :)

Tipzy | 12. apr. '15, kl: 22:59:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :)

...................................................................

ÓRÍ73 | 4. apr. '15, kl: 23:03:55 | Svara | Er.is | 3

væri í góðu lagi þó þú vildir meira að segja nefna barnið Helga Dís. Gerðu bara það sem þú vilt. 

Mae West | 4. apr. '15, kl: 23:37:20 | Svara | Er.is | 0

Hljómar bara skemmtilegt fyrir frænkurnar að heita báðar þarna sama nafninu að hluta. Fjölskyldur eru oft með sömu nöfnin hægri vinstri. Það eru nokkur svoleiðis nöfn í mínum fjölskyldum. Náin frændsystkini sem bera sömu nöfnin og allir þrælsáttir bara. Þó það nú væri að fólk fari ekki að sleppa því að nota einhver nöfn til að móðga ekki einhvern annan.... 

lýta | 5. apr. '15, kl: 03:08:31 | Svara | Er.is | 0

Þú þarft ekkert að spyrja hana um leyfi, en það væri svosum fallegra að ræða þetta við hana. Hún hefur engan einkarétt á nafninu, en smá heads up skaðar ekki.

Ellert0 | 5. apr. '15, kl: 03:17:42 | Svara | Er.is | 0

Það er allt í góðu. Í minni fjölskyldu eru systkini sem skírðu bæði frumborinn son þeirra sama fornafninu. Bara heiður við nafnið.

Gunnýkr | 5. apr. '15, kl: 11:17:20 | Svara | Er.is | 0

mér þætti bara voða sætt ef systir mín myndi láta skíra barnið sitt sama nafni og mitt barn.
En það er allt í lagi að nefna það við hana. Bara svona til að koma í veg fyrir einhver leiðindi. 

Catalyst | 5. apr. '15, kl: 13:30:40 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst ekkert að því að ræða þetta. Í minni fjölskyldur hefur skapast smá hefð  Jónas Gunnarsson, Gunnar Jónasson, Jónas Gunnarsson, Gunnar Jónsson dæmi.. og mismuanndi miðnöfn. Svo eignaðist ég minn annan son og fannst einhvernveginn sem nafn pabba passaði bara svo vel við hann og ég spurði bróður minn hvort honum væri sama. Hann er barnlaus og þetta nafn verið svoldið svona hans að gefa sínu barni ef hann myndi vilja. Við ræddum þetta og þó honum hafi fundist pínku ég vera að stela þá var hann samt alveg sáttur og veit að hann getur alveg skírt sitt barn sama nafni (þegar og ef hann eignast strák.)
Millinafn þessa sama sonar er í höfuð tengdapabba, hann á þá þrjá afastráka sem að heita í höfuð sér. Einn sem ber sama fyrra nafni, einn sem að er alnafni nema föðurnafnið og svo minn sem ber fyrra nafnið hans sem millinafn. Og það eru bara allir sáttir. Þessi börn eru systkinabörn og á mismunandi aldri fyrsti er svoldið eldri en yngstu. ÞEtta hefur ekki valdið neinum illindum og allir glaðir bara :)

Abbagirl | 5. apr. '15, kl: 13:45:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef bróðir þinn eignast svo ekki strák þá væri leiðinlegt ef þú hefðir sleppt því að nota nafnið.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Catalyst | 5. apr. '15, kl: 13:53:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt :) við hugsuðum það þannig líka. Þetta var bara augnablikshik og svo eitthvað smá svona "ég nota þá bara eitthvað annað" í smástund en engin fýla eða leiðindi. Og held hann sé alveg kominn á það aftur að hann geti alveg notað þetta nafn. Svo líka þó hann eignist strák er ekkert víst að konan hans myndi vilja nefna barnið þessu nafni.

Skjálfandi við kertaljós | 5. apr. '15, kl: 14:31:07 | Svara | Er.is | 2

Þú notar nafnið, en það er kurteist og eðlilegast í stöðunni að segja systur þinni samt frá þessum pælingum þínum.

skófrík | 5. apr. '15, kl: 15:11:26 | Svara | Er.is | 0

Finnst bara allt í lagi að nota sama nafn, hún á ekki einkarétt á þessu nafni :)
Ég skírði son minn það sama og pabbi minn heitir í fornafn og hann var langt í frá eitthvað reiður ;)

D e a | 5. apr. '15, kl: 15:43:36 | Svara | Er.is | 0

Í sumum fjölskyldum eru allir (af sama kyni) með sama millinafnið. Þetta er líka algengt millinafn í dag, Dís. Mér þætti kannski eðlilegt að þú nefndir það við hana fyrst ef þú ætlaðir að nefna barnið Helga Dís, bara til að vera næs, en Sara Dís finnst mér alveg vera bara ykkar. 

ny1 | 5. apr. '15, kl: 17:06:11 | Svara | Er.is | 0

myndi bara tala um þetta við hana.. en ég og bróðir minn eigum bæði stelpur sem eru skírðar í höfuðið á mömmu og ef eg mun eignast dreng einhvern daginn munum við líka eiga drengi sem eru skírðir í höfuðið á neinum.. eg ræddi þetta aldrei við bróðir minn enda á hann ekki einkarétt á því að skíra í höfuðið á foreldrum okkar... (eg hef líka alltaf talað um að ég myndi nota nöfnin á börnin mín) hinsvegar hef ég heyrt af fólki sem hefur farið í fílu ef börnin vin/vinkonu eða ættingja heita sömu nöfnum og þeirra..
þannig eg myndi bara tala við hana.. sérstaklega ef þetta er bara nafn út í bláinn :)

mizze | 5. apr. '15, kl: 17:53:41 | Svara | Er.is | 0

Við erum 3 systkinin sem skírðum dætur okkar allar með sama miðjunafn og ég ber þetta sama nafn. Við fermingu bætti svo systirdottir mín þessu nafni við sitt. Mér finnst þú ekki vera að stela því.

Bitmý | 5. apr. '15, kl: 19:07:57 | Svara | Er.is | 0

já það er stuldur og þú mátt ekki heldur nota neina af sömu stöfum í nafnið og barn systir þinnar heitir

icegirl73 | 7. apr. '15, kl: 11:57:47 | Svara | Er.is | 0

Ef þér líður betur getur þú spjallað um þetta við systur þína en ég sé ekki að það komi henni neitt við hvað þú skírir þín börn.

Strákamamma á Norðurlandi

teenzla | 7. apr. '15, kl: 12:26:46 | Svara | Er.is | 0

Ég og frænka mín sem erum með 3 ára millibili heitum sama seinna nafni. Mamma mín ogmamma hennar eru systur og ég stórlega efast um að það hafi verið eitthvað vesen útaf því.

Felis | 7. apr. '15, kl: 14:22:43 | Svara | Er.is | 0

það er ekki hægt að stela nöfnum, ekki nema maður sé að ræða um einhverskonar identity theft og ég er nokkuð viss um að þú ert ekki að tala um svoleiðis

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Eine kleine | 7. apr. '15, kl: 14:44:35 | Svara | Er.is | 3

Ef ég væri í þínum sporum myndi ég láta systur mína vita svo hún hafi tíma til að melta þetta.
Ekkert þægilegt að láta koma sér svona á óvart fyrir framan alla.
Ef ég væri í systur þinnar sporum yrði ég himinlifandi með þetta en myndi vilja fá heads up.

*************************
Pælið í því sem pælandi er í...

brita2 | 7. apr. '15, kl: 17:40:52 | Svara | Er.is | 0

voðalega ertu hugmyndasnauð

Lljóska | 7. apr. '15, kl: 18:25:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

fyrir mér snýst þetta meira um hvaða nöfn manni finnast falleg en hugmyndasnauð. 

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Lljóska | 7. apr. '15, kl: 18:29:05 | Svara | Er.is | 0

uu nei þú þarft ekki að spyrja nokkurn mann um leyfi,ja nema kannski föðurinn.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Charmed | 7. apr. '15, kl: 19:47:24 | Svara | Er.is | 0

Elsta dóttir mín heitir Anna Lára og elsta dóttir systur minnar heitir sama fornafni og seinna nafni sem byrjar á sama staf og seinna nafn dóttur minnar. Ekki spurði systir mín mig enda ekki verið að nefna eftir sömu konunum. Mér fannst hún vera í fullum rétti og óþarfi að spyrja mig.
Vinkona mín eignast svo dóttur nokkrum árum seinna og vildi nefna hana sama fornafni og svo L nafni. Hún kom til mín og spurði hvort mér væri sama sem mér var auðvita.
Man mér fannst óþarfi af henni að spyrja og sagði það sem og að ég ætti ekki einkarétt á nafninu. Ég var eiginlega upp með mér að dóttir svona náinnar vinkonu væri með svona líkt nafn og dóttir minnar og það sama mætti segja um nafn dóttur systur minnar.
?

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Helvítis | 7. apr. '15, kl: 19:49:27 | Svara | Er.is | 0

Uh já auðvitað ertu ekkert frek og leiðinleg, hún á ekkert þetta nafn.

Nefndu barnið það sem þér þykir fallegast og hæfa því best.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

randomnafn | 13. apr. '15, kl: 02:55:09 | Svara | Er.is | 0

Getur ekki stolið nafni eins einasta manns/konu.
Margir t.d. sem skíra í höfuð foreldris síns, frænku eða annað.
Gilda ekki önnur lögmál um lögmál um systkini.

Versta sem gæti gerst er að systir þín verði fúl út af því að hún vildi eiga heiðurinn af þessu nafni og finnst þú ófrumleg en það er þitt að ákveða hvort það sé þitt vandamál.
Það er enginn höfundaréttur þegar kemur að nafnagift.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Umsókn í háskóla synjað :( Fudge 1.6.2023
Eru Prairie Dogs leyfðir sem gæludýr á Íslandi Sigglindur 31.5.2023 1.6.2023 | 20:28
Vextir hækka - fólk þarf að greiða hundruð þúsunda vegna íbúðarhúsalána _Svartbakur 31.5.2023 1.6.2023 | 06:25
Ógeðslegt þjóðfélag Hauksen 29.5.2023 31.5.2023 | 09:25
En tad rugl a Islndi... kmarus21 30.5.2023 30.5.2023 | 19:56
Allir að vesenast yfir verðbólgu á Íslandi. _Svartbakur 30.5.2023 30.5.2023 | 14:58
NORNIN : leiðinleg comment Nornin 31.1.2006 29.5.2023 | 01:23
Wellbutrin Yfirhamsturinn 28.5.2023
veit einhver um kjólasaumakonu og fataleigur? looo 28.5.2023
ristarbrot torhallur9 6.2.2013 27.5.2023 | 11:04
Meðmæli með góðu strípu-hárgreiðslufóki ? ólöfkristins 26.5.2023
Er hægt að fá gert við sprungið dekk á rafmagnsvespu? hermannhermit 24.5.2023 26.5.2023 | 13:37
skiptinám í uppeldis- og menntunarfræði dagbjortosp 24.5.2023 24.5.2023 | 22:02
Anna Birta miðill theburn 24.5.2023
Nudd fyrir konur Silja64 14.3.2023 24.5.2023 | 10:13
Fiskur Forbidden 17.2.2010 22.5.2023 | 10:00
Komið skotleyfi á Putin ? jaðraka 4.5.2023 21.5.2023 | 16:28
Verð á Parketlögn oliorn1 11.4.2023 21.5.2023 | 16:19
Ógleymanleg dægurlög á íslensku Pedro Ebeling de Carvalho 21.5.2023
17 að leiga Jojodulla00 20.5.2023
Spákonur með 900 númer Lakeside 19.5.2023
Kattarlúga hestakona 11.5.2023 19.5.2023 | 04:25
Krydd Tipzy 31.12.2007 19.5.2023 | 03:16
Barnabrandarar shania 28.9.2007 19.5.2023 | 03:13
Húsklæðningar bthor 29.4.2023 16.5.2023 | 23:32
Lífeyrir áin 16.5.2023
Miðill hjálp theburn 16.5.2023 16.5.2023 | 20:20
Námslán og eignir. bfsig 24.6.2013 16.5.2023 | 03:49
Verð hunda litlahundin 15.5.2023
Íbúðaverð og leiguverð _Svartbakur 11.5.2023 15.5.2023 | 21:32
Skellur á skell ofan... xxxilli 1.2.2006 14.5.2023 | 23:50
Hækka bílprófsaldur? SilverQueen 28.2.2006 13.5.2023 | 17:07
gardar bloggland 20.3.2023 13.5.2023 | 15:08
VOIP sími Squidward 27.11.2008 13.5.2023 | 15:06
Ódýrast að hringja til útlanda ? krunk 12.3.2009 13.5.2023 | 15:05
Fatasnið leonóra 11.5.2023
Vantar ,,comment'' um leikskóla. OceanOcean 1.9.2005 10.5.2023 | 19:33
Síða 10 af 46361 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, annarut123, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, paulobrien