Er einhver að flytja til Íslands.

Nonsi | 11. apr. '15, kl: 17:19:06 | 613 | Svara | Er.is | 0

Ég hef verið að spá, hvað er ef eitthvað verið að gera til að fá fólk sem hefur flutt út til að flytja aftur til íslands? Mér finns eins og hlutirnir hafi bara haldið áftam að versna frä hruni og td núna sé bylgja í brottflutningi í gangi

 

alboa | 11. apr. '15, kl: 17:22:01 | Svara | Er.is | 0

Eins og hvað? Akkúrat núna er töluvert atvinnuleysi meðal vissa hópa sem hafa menntað sig. Markaðurinn er bara mettaður af vissum menntastéttum. Launamál eru í vissu uppnámi með verkföllum og öðru (BHM þar á meðal). Fólk sem er að klára 5 ára háskólanám er að lenda í að vera atvinnulaust og í störfum sem krefjast engrar menntunar því það er ekkert að gerast í þeirra geira. Svo bylgjan sem ég er að sjá er aðallega fólk sem hefur engin tækifæri á Íslandi.


Svo ef þú ert að spá í að flytja til Íslands og ert erlendis athugaðu þá fyrst hvort þinn geiri sé að kalla eftir fólki eða ekki.



kv. alboa

bogi | 11. apr. '15, kl: 17:29:55 | Svara | Er.is | 4

Það er ekkert verið að gera - lífskjör millistéttarinnar versna og veðrið er ömurlegt. Ef ég byggi úti núna þá væri ég ekki á leiðinni heim.

miramis | 11. apr. '15, kl: 17:59:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hafiði eitthvað spáð í að fara út aftur?

bogi | 11. apr. '15, kl: 21:01:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú oft - veit ekki hvað verður. Langar að fara aftur í nokkur ár. Er ánægð með margt hér, sérstaklega ef ég hugsa ekkert um húsnæðismál og framsóknarflokkinn :)

Kentár | 11. apr. '15, kl: 18:13:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Skemmtilegt að fylgjast með skrifum þínum hér á vefnum. Hef verið hér inná í nokkur ár á mismunandi nikkum. í Danmörku var allt ómögulegt og þið gátuð ekki beðið eftir að komast aftur til Íslands og svo er nákvæmlega sama sagan þegar þið eruð komin til Íslands. Grasið er grænna þar sem þú vökvar það. 

bogi | 11. apr. '15, kl: 20:59:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gott að vita að fólk þekkir mig svona vel. Það voru hlutir sem ég trúði að væru öðruvísi, en svo er það ekki þannig. Það var líka ekki svona ömurlegt veður þá :)

Nonsi | 11. apr. '15, kl: 17:36:46 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst ég ekki hafa séð neitt gert. Finnst eins og það sé erfiðara með hverju ári ef einhver ætlaði að flytja. Húsnæði atvinna og nauðsynjavörur óviðráðanlegt að verða fyrir venjulegt fólk

Myken | 11. apr. '15, kl: 17:44:31 | Svara | Er.is | 0

eg skyl ekki folk sem er ad hugsa um thad (sorry) ekki nema ad annar eda badir eru med 100% ørugga vinnu med MJØG godum launum..bara sorry ..fynnst frekar vandamalid vera folk a islandi sem er atthagabundid..ss hefur thad svo skytt ad thad hefur ekki einu sinni efni a ad flytja burt tho thad vildi  :(

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Ruðrugis | 11. apr. '15, kl: 20:33:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nákvæmlega, ég segi fyrir mitt leyti að ég hangi á klakanum eiginlega bara fyrir foreldra mína svo þau geti verið nær barnabörnunum. Ef það væri ekki fyrir það væri ég farinn.

Dalía 1979 | 11. apr. '15, kl: 17:47:09 | Svara | Er.is | 0

Jú allir að flytja heim þar sem ísland er bestast i heimi 

Nonsi | 11. apr. '15, kl: 17:49:10 | Svara | Er.is | 0

Ég er ekki að flytja neitt mér bara datt í hug að svona getur þetta ekki gengið endalaust

Dalía 1979 | 11. apr. '15, kl: 17:49:41 | Svara | Er.is | 1

Örugglega einhverjir að flytja úr landi enn það er varla hægt að fá flug úr landi þar sem allar vélar eru fullar íslendingar virðast hafa nóg milli handanna til að ferðast allvega

Abbagirl | 11. apr. '15, kl: 20:12:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Meiri hluti farþega eru ekki Íslendingar.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Nonsi | 11. apr. '15, kl: 17:51:48 | Svara | Er.is | 0

Komu ekki milljón ferðamenn á síðasta ári? Einhversstaðar verða þeir að sitja

Dalía 1979 | 11. apr. '15, kl: 20:33:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

jú það komu mikið af útlendingum enn það er sama ríg seljast allar sólarlanda ferðir allt orðið meira og minna uppselt svo er fólk að væla hérna á klakanum maður fer varla í búðir í dag út af mannþröng allstaðar held að þetta sé ekki svo slæmt eins og látið er af hérna á landinu ..þyrfti að hækka bætur til atvinnulusra og öryrkja  þá myndu allir vera happy herna 

muu123 | 11. apr. '15, kl: 22:12:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

sumt fólk safnar fyrir utanlandsferðum i nokkur ár áður en það getur loksins farið ... elska þetta viðhorf að ef fólk hefur unnið fyrir hlutunum og getur leyft sér eitthvað sem öðrum finst sjálfsagt að þá er bara ekki til neitt vandamál 

Abbagirl | 11. apr. '15, kl: 22:26:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Framboð á sólarlandaferðum er miklu minna en það var fyrir hrun.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Dalía 1979 | 11. apr. '15, kl: 22:40:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok það hafa bæst við nokkur flugfélög síðann fyrir hrun á hvaða plánetu ert þú 

Abbagirl | 11. apr. '15, kl: 23:03:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessi flugfélög eru ekkert endilega að bjóða upp á sólarlandaferðir, þau eru með flug til og frá Íslandi. Ferðaskrifstofurnar eru minni og með minna framboð núna.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Zagara | 11. apr. '15, kl: 17:57:15 | Svara | Er.is | 0

Það er ekkert verið að gera nei. Fólkið sem hefur bestu tökin á að fara út fær ekki vinnu hér með góðu móti og er sett á ís í bótakerfinu. Hundruðir að sækja um sömu fáu störfin. Já og svo þetta ömurlega veður er ekki á bætandi. 


Ég er allavegana komin á það að reyna að komast héðan. Ég hef það ekki alslæmt en kaupmátturinn minnkar ár frá ári og ég sé enga framtíð fyrir börnin mín.

ilmbjörk | 11. apr. '15, kl: 18:18:52 | Svara | Er.is | 1

Ég sé mig (eða okkur) ekki flytja til íslands á næstunni :( oft kemur upp einhver löngun að vera nær fjölskyldunni, ala barnið upp á Íslandi ofl þess háttar, en ég er bara ekki að fara að sjá það gerast að við fáum hreinlega nógu góð störf á Íslandi í okkar geira.. Við erum amk búin að setja flutning á ís næstu 5 árin..

Nonsi | 11. apr. '15, kl: 20:07:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst svo miklu betra að ala upp börn úti og kostnaðurinn gígantískt minni

ilmbjörk | 11. apr. '15, kl: 20:08:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég hef bara reynslu á að ala upp barn í DK og mér finnst það frábært :)

Dalía 1979 | 12. apr. '15, kl: 00:09:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Komið bara heim í ellinni muna bara að panta  tímanlega herbergi á Hrafnistu nú eða Grund 

Nonsi | 11. apr. '15, kl: 20:58:24 | Svara | Er.is | 0

Engin bókakaup engin skólatösku eða skóladótkaup frír matur og skóladagheimili sem er opið frá sex til 17,30

Antaros | 11. apr. '15, kl: 23:14:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vá hvað það er frábært.
Innilega vildi ég vera barnið þitt.
Í pössun frá 06.00 til 17.30
Þvílík draumaveröld.

thobar | 12. apr. '15, kl: 00:14:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Trúlega er nú ekki skylda að hafa börnin frá 6 til 17.30, þó að það sé opið þennan tíma......

Nonsi | 12. apr. '15, kl: 10:41:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er opið þennan tíma og þú getur haft barnið eins og þér hentar. Haft það klukkutíma fyrir og eftir skóla eða hálftíma eftir osfrv. Og já börnin mín eru heppin með foreldra.

Antaros | 12. apr. '15, kl: 10:46:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Klukkutíma fyrir 6 og klukkutíma eftir 17.30 ?
Þetta köllum við þjónustu.

Nonsi | 12. apr. '15, kl: 10:53:11 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki von að þú skiljir þetta

Nonsi | 12. apr. '15, kl: 12:06:33 | Svara | Er.is | 0

En það hefur enginn gefið sig fram sem er að flytja til baka

Felis | 12. apr. '15, kl: 12:18:39 | Svara | Er.is | 0

Ég þekki slatta af fólki sem er nýflutt heim, eða alveg að fara að flytja. Eftir því sem ég best veit hafa allir átt auðvelt með að fá góðar vinnur en það hefur verið aðeins meira mál að fá gott húsnæði.

Sjálf flutti ég heim fyrir tæpum 3 árum og ég sé ekki eftir því. Ég hef það mjög gott (betra en ég hefði getað haft það úti), er með góða vinnu og góða íbúð (þó ég ætli að selja hana). Strákurinn er svo í mun betri skóla en hann var í og svo alger bónus að hafa fjölskylduna nærri.
Síðan ég flutti hafa reyndar veturnir verið harðir (þessi núna samt lang-skárstur) en sumrin hlý og góð.

Ég reyni svo að hugsa ekki of mikið um stjórnmálin. Það er náttúrulega ekkert jákvætt við ríkisstjórnina þessa dagana. Ég reyni bara að vera jákvæð og trúa því að þetta líði hjá (og frekar fyrr en síðar)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

lalía | 12. apr. '15, kl: 14:03:34 | Svara | Er.is | 0

Maðurinn minn er að klára að vinna uppsagnarfrest og ég er atvinnulaus, bæði háskólamenntuð. Við búum í Danmörku. Það kom til tals í ca. hálfa mínútu þegar honum var sagt upp að flytja aftur til Íslands en það var lítil alvara í því.
Svo sá ég um daginn, rétt áður en við fórum til Íslands yfir páskana að það var auglýst starf þar sem hæfði mér og minni menntun. Ég minntist á það við manninn minn, hvort það væri nokkuð svo hræðilegt að skoða allavega möguleikana sem byðust og við ákváðum að íhuga þetta á meðan við værum á landinu, hvernig við fyndum okkur og hvort við sæum fyrir okkur að búa þar. Ég gekk svo langt að sækja um starfið en ég fann alltaf að þetta var ekki það sem ég vildi og ég fann það enn betur á meðan við vorum á landinu að það væri ekki fyrir okkur að flytja til baka að svo stöddu.
Svo við erum bæði í atvinnuleit og reyndar bæði með spennandi möguleika í gangi þessa stundina sem vonandi verður eitthvað úr. Við höfum rætt það af alvöru að flytja eitthvað annað svo það er ekki bara það að okkur langi eitthvað endilega að búa í Danmörku, við bara finnum okkur ekki á Íslandi (stórir þættir í því eru atvinnumöguleikar, laun, framfærslukostnaður, heilbrigðiskerfi, stjórnarfar, veður, ferðamöguleikar, samgöngur o.fl.)
Auðvitað er Ísland samt fínt fyrir þá sem vilja vera þar, hlutlægt séð er samfélagið hvorki betra né verra en annars staðar. Akkúrat núna hentar það bara ekki fyrir okkur.

trallala14 | 12. apr. '15, kl: 14:11:13 | Svara | Er.is | 1

Ég flutti heima fyrir 3,5 ári, eftir nám og störf í tveimur löndum, og sé ekki eftir því. Hér er ég í öruggri íbúð (með almennilegum hita), við höfum hvorugt átt erfitt með að finna góða vinnu við hæfi (maðurinn minn búinn að vera í sömu frá því við fluttum heim, ég skipti í fyrra), hef vini og fjölskyldu nálægt, við fáum bæði fæðingarorlof og mér finnst mikill munur að skilningur sé á því að við sjáum bæði um barnið og heimilið – ekki bara ég (sá skilningur er ekki fyrir hendi í öllum löndum).

Ég starfa á frekar sérhæfðu sviði og gæti líklega verið í aðeins meira spennandi vinnu í örfáum borgum erlendis en ekki endilega á hærri launum, þrátt fyrir að húsnæðiskostnaður sé töluvert hærri í þeim borgum. Auk þess fengjum við ekki sama tækifæri til fjölskyldulífs í þeim borgum. Mér finnst líka mikill munur á þeim störfum sem ég hef sinnt hér vs þau sem skólafélagar mínir sinna erlendis, helst þá að ég hef meiri sjálfsákvörðunarrétt í störfum mínum – minni formlegheit og stífleiki, bæði í starfinu sjálfu og öllum stöðuhækkanamálum og svoleiðis. Þannig að heilt yfir erum við mjög sátt og nýtum bara tækifærið og höldum sambandi við vini erlendis með Skype og tíðum heimsóknum (í báðar áttir). Ég viðurkenni að ég verð stundum öfundsjúk út í störf félaga minna úti en á móti öfunda þau mig af því að geta sameinað vinnu og fjölskyldulíf, auk þess að vera nálægt ættingjum.

Vinafólk okkar hefur flutt heim frá Danmörku, Bandaríkjunum, Ástralíu og Þýskalandi á síðustu árum og virðist jafn sátt og við. Aðra þekkjum við sem enn eru úti og virðast líka sáttir við sitt (sumt þeirra er fólk sem starfar við rannsóknir á sviðum sem þau gætu ekki starfað við hér) þó auðvitað sé erfitt og leiðinlegt til lengdar að vera fjarri sínum nánustu, sérstaklega þegar börnin bætast við. Ætli þetta snúist ekki allt um forgangsröðun?

En mér finnst semsagt ekkert endilega eiga að gera eitthvað 'til að lokka fólk heim'. Fókusinn ætti að vera á að kerfið sé þannig að hér sé gott að búa, fyrir þá sem hér eru nú þegar – það hlýtur þá að virka 'lokkandi' á hina sem utanlands eru. Svo reyni ég líka reglulega að minna mig á að fjöldi Íslendinga er eins og ágætis stærð af bæ í mörgum löndum. Þ.a.l. verður aldrei hægt að hafa allt hér sem er í boði í stærri borgum erlendis. Það verða því alltaf ansi margir sem 'þurfa' að búa erlendis. Mér finnst líka fínt að fólk prófi að búa annars staðar og komi heim, jafnvel bara til skiptis. Ég hef t.d. búið 4 sinnum erlendis, enn sem komið er, og starfað/lært heima þess á milli. Ég sé alveg fyrir mér að við munum búa erlendis oftar en enda heima. Ég vil að börnin mín prófi bæði og læri sem flest tungumál – en ég myndi hugsa eins þó ég byggi í öðru landi en á Íslandi – það hafa einfaldlega allir gott af því að prófa annað en heimahagana, Íslendingar jafnst sem aðrir :)

Ananus | 12. apr. '15, kl: 14:31:59 | Svara | Er.is | 1

Hef ekki hugmynd og þó svo ólíklega færi að aðstæður skánuðu myndi ég ekki flytja til Íslands aftur. Ég myndi segja að ísland geti farið í rass og rófu, en það er tilgangslaust því þangað fór þetta volaða dritsker fyrir löngu síðan. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Umsókn í háskóla synjað :( Fudge 1.6.2023
Eru Prairie Dogs leyfðir sem gæludýr á Íslandi Sigglindur 31.5.2023 1.6.2023 | 20:28
Vextir hækka - fólk þarf að greiða hundruð þúsunda vegna íbúðarhúsalána _Svartbakur 31.5.2023 1.6.2023 | 06:25
Ógeðslegt þjóðfélag Hauksen 29.5.2023 31.5.2023 | 09:25
En tad rugl a Islndi... kmarus21 30.5.2023 30.5.2023 | 19:56
Allir að vesenast yfir verðbólgu á Íslandi. _Svartbakur 30.5.2023 30.5.2023 | 14:58
NORNIN : leiðinleg comment Nornin 31.1.2006 29.5.2023 | 01:23
Wellbutrin Yfirhamsturinn 28.5.2023
veit einhver um kjólasaumakonu og fataleigur? looo 28.5.2023
ristarbrot torhallur9 6.2.2013 27.5.2023 | 11:04
Meðmæli með góðu strípu-hárgreiðslufóki ? ólöfkristins 26.5.2023
Er hægt að fá gert við sprungið dekk á rafmagnsvespu? hermannhermit 24.5.2023 26.5.2023 | 13:37
skiptinám í uppeldis- og menntunarfræði dagbjortosp 24.5.2023 24.5.2023 | 22:02
Anna Birta miðill theburn 24.5.2023
Nudd fyrir konur Silja64 14.3.2023 24.5.2023 | 10:13
Fiskur Forbidden 17.2.2010 22.5.2023 | 10:00
Komið skotleyfi á Putin ? jaðraka 4.5.2023 21.5.2023 | 16:28
Verð á Parketlögn oliorn1 11.4.2023 21.5.2023 | 16:19
Ógleymanleg dægurlög á íslensku Pedro Ebeling de Carvalho 21.5.2023
17 að leiga Jojodulla00 20.5.2023
Spákonur með 900 númer Lakeside 19.5.2023
Kattarlúga hestakona 11.5.2023 19.5.2023 | 04:25
Krydd Tipzy 31.12.2007 19.5.2023 | 03:16
Barnabrandarar shania 28.9.2007 19.5.2023 | 03:13
Húsklæðningar bthor 29.4.2023 16.5.2023 | 23:32
Lífeyrir áin 16.5.2023
Miðill hjálp theburn 16.5.2023 16.5.2023 | 20:20
Námslán og eignir. bfsig 24.6.2013 16.5.2023 | 03:49
Verð hunda litlahundin 15.5.2023
Íbúðaverð og leiguverð _Svartbakur 11.5.2023 15.5.2023 | 21:32
Skellur á skell ofan... xxxilli 1.2.2006 14.5.2023 | 23:50
Hækka bílprófsaldur? SilverQueen 28.2.2006 13.5.2023 | 17:07
gardar bloggland 20.3.2023 13.5.2023 | 15:08
VOIP sími Squidward 27.11.2008 13.5.2023 | 15:06
Ódýrast að hringja til útlanda ? krunk 12.3.2009 13.5.2023 | 15:05
Fatasnið leonóra 11.5.2023
Vantar ,,comment'' um leikskóla. OceanOcean 1.9.2005 10.5.2023 | 19:33
Síða 10 af 46328 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Bland.is, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123