Er ekki meiri þörf fyrir peningana annars staðar .....

sjomadurinn | 14. nóv. '17, kl: 11:28:40 | 317 | Svara | Er.is | 0


en í þessum augljóslega fáránlegu málaferlum

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/14/liklega_fyrsta_malid_sinnar_tegundar/

 

Zagara | 14. nóv. '17, kl: 12:13:59 | Svara | Er.is | 1

Ertu að hafa svona miklar áhyggjur af peningunum hennar Freyju? Er hún ekki best til þess fallin að ákveða í hvað hún notar þá?

sjomadurinn | 14. nóv. '17, kl: 12:33:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

okkar peningar sem fara í þetta sýndarmennskudæmi

Hulda32 | 14. nóv. '17, kl: 17:23:08 | Svara | Er.is | 10

Mér finnst peningar ekki skipta máli í þessu heldur börnin sem þurfa á fósturforeldrum að halda. Börn eru ekki sett í fóstur til að uppfylla þarfir fólks til að fóstra börn. Fósturforeldrar þurfa í mörgum tilfellum að vera meira til staðar fyrir fósturbörn sín en "venjulegir" foreldrar þar sem börnum er yfirleitt komið í fóstur vegna einhverra vandamála á heimili þeirra. Ef fósturforeldrið getur ekki séð um sig sjálft getur það varla séð um barn. Jafnvel þó fatlaður einstaklingur, Freyja í þessu tilfelli, fengi að gerast fósturforeldri yrði hún alltaf að treysta á starfsfólk sitt til að sjá um barnið. Það væru alltaf ný og ný andlit, ókunnugt fólk sem væri að sjá um barnið. Mér finnst það mun ósanngjarnara gagnvart börnunum ef þau væru látin í fóstur við slíkar aðstæður en það að hún fái ekki að taka að sér fósturbörn.

Réttindi fatlaðra og réttur þeirra til þess að lifa venjulegu lífi og taka þátt í lífinu skiptir öllu máli og peningar eiga ekki að skipta máli þar en sumt er bara þannig að það hentar ekki öllum. Það er líka fullt af ófötluðu fólki sem af ýmsum ástæðum uppfylla ekki þær kröfur sem eru gerðar til fósturforeldra.

sjomadurinn | 15. nóv. '17, kl: 09:37:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á við þá peninga og mannafla sem fara í sýndarmálsmeðferð fyrir dómi - af því að þessi ágæta manneskja vill ekki sætta sig við augljósa -  já ég segi augljósa ástæðu fyrir því að hún getir ekki verið fósturforeldri.Júlí 78 | 15. nóv. '17, kl: 10:10:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú segir Hulda32:   "Jafnvel þó fatlaður einstaklingur, Freyja í þessu tilfelli, fengi að gerast fósturforeldri yrði hún alltaf að treysta á starfsfólk sitt til að sjá um barnið. Það væru alltaf ný og ný andlit, ókunnugt fólk sem væri að sjá um barnið."  En hvað með börnin sem eru sífellt að fá nýjan og nýjan pabba? Er þar ekki alltaf ný og ný andlit að koma inn á heimilið? Það er samt augljóst að Freyja mun alltaf þurfa aðstoð en ég býst nú samt við að hún á að geta stjórnað því hvernig uppeldinu er háttað á barni sem er á hennar heimili. Og hún getur örugglega veitt barni ást og umhyggju. Ég er viss um að hún getur verið mun betra foreldri heldur en margur annar. A.m.k. þá hef ég ekki áhyggjur af þessu máli. Hef miklu meiri áhyggjur af þeim fréttum að Arionbanki afskrifar lán sem United Silicon tók um tæpa 4 milljarða! Hvað skyldi almenningur fá mikið afskrifað af sínum lánum á sama tíma? 

tóin | 15. nóv. '17, kl: 12:50:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

aðstoðarfólk fatlaðra er ekki sambærilegt við maka eða makaleit  - nema að fólk sé almennt með makaskipti á 8 tíma vöktum allan sólarhringinn, auk þess að skipta um sett um helgar og í orlofum, og í tengslum við veikindi, og skipta svo algerlega um einstaklinga eftir því hvað viðkomandi endist í starfinu.

tóin | 15. nóv. '17, kl: 12:52:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

auk þess sem að það þyrfti væntanlega að ráða viðbótarfólk vegna umönnun barns - slík umönnun er ekki hluti hefðbundins hlutverks aðstoðarfólks

Júlí 78 | 15. nóv. '17, kl: 18:34:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bendi bara á að það að teljast "heilbrigður" er ekki alltaf svo. Ég hef horft upp á foreldra sem rífast eins og hundur og köttur fyrir framan börnin. Hef einnig heyrt í foreldri sem reifst og skammaðist svo mikið í barni (öskrað) þegar það átti að fara í skólann að það lá við að maður hringdi í barnavarndarnefnd. Svo eru aðrir foreldrar sem eru í "í lagi" virka daga en eru svo eins og vitfirringar þegar það kemur heim af djamminu. Þetta voru allt óhæfir foreldrar þó þeir teljast "heilbrigðir". Sem betur fer hef ég ekki svona nágranna lengur og bara rólegheitin í kring um mig núna.

Hulda32 | 25. nóv. '17, kl: 12:54:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þannig foreldrar myndu seint teljast hæfir fósturforeldrar.

Sodapop | 25. nóv. '17, kl: 13:08:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef fósturbarn færi á heimili einstæðrar manneskju þar sem væru sífellt að koma "nýjar mömmur eða pabbar", þá myndi barnið líklegast ekki vera þar lengi. Við erum ekki að tala um að það sé verið að banna Freyju að verða foreldri. En ég skil vel að henni sé neitað að verða fósturforeldri, þar sem við erum þá að tala um börn sem koma frá heimilum þar sem mikið hefur gengið á, neysla, vanræksla, ofbeldi eða misnotkun, svo eitthvað sé nefnt. Þessi börn þurfa og eiga það skilið að þau fari til mjög hæfs fólks, og vel skiljanlegt að aðeins þeir hæfustu fái það hlutverk. Svo sé ég ekki alveg hvar óréttlætið er þarna, hún er ekki sú eina sem hefur ekki komist svo langt í ferlinu að fara á námskeiðið. Ef barnavernd sér strax í umsókninni að viðkomandi standist ekki allar kröfur, þá er umsókninni hafnað í stað þess að fara tilgangslaust í gegnum allt ferlið, til þess eins að vera hafnað þá. Það þykir mér bara frekar eðlilegt.

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

Myken | 26. nóv. '17, kl: 13:42:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sumir lítia á það að fá barn sem réttindi sem allir eiga að hafa. Eina er að öll börn eiga rétt á áhyggjulausu lífi og góðum foreldrum

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

leonóra | 15. nóv. '17, kl: 10:07:18 | Svara | Er.is | 0

Málið virðist vera prófmál.  Líklega verið að láta reyna á einhver lög og reglugerðir - möguleika fatlaðra á að gerast fósturforeldrar.  Ekkert  víst að Freyja treysti sér til að vera fósturforeldri en býður sig fram til að skera úr um málið - segi svona - veit ekkert um þetta.

Hulda32 | 15. nóv. '17, kl: 11:24:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kemur sjaldnast inn nýr og nýr pabbi oft á sólarhring. Þar fyrir utan er það þá yfirleitt móðirin sem sér um barnið og þarfir þess en þarna væri barnið svipað sett og ef það væri inni á stofnun. Þeir sem eiga börn vita líka að það gefst oft enginn tími til umhugsunar um hvað á að gera, stundum þarf að taka ákvarðanir samstundis, stundum þarf að hlaupa á eftir börnunum, taka utan um þau og knúsa, hugga og fleira. Það virkar kannski ekki eins eðlilega ef einhver þarf að stoppa til að spyrja hvað eigi að gera. Börn eru yfirleitt á mikilli ferð og flugi og erfitt að fylgjast með því hvar þau eru og hvað þau eru að gera. Hreyfihamlaður einstaklingur sem þarf aðstoð við að snúa sér við getur engan veginn fylgst með ferðum barns. Oft fylgja ýmis agavandamál með fósturbörnum, þau hafa verið rifin frá fjölskyldum sínum og komið fyrir hjá ókunnugum í ókunnugu umhverfi og þá þarf að vera við öllu búinn. Jafnvel þó að starfsfólk Freyju í dag væri tilbúið að taka á sig þessa auknu ábyrgð þá veit ég af reynslu að það geta verið mjög ör mannaskipti í störfum aðstoðarfólks fatlaðra, enda er það mjög krefjandi starf þó ekki bætist við barn. Ég get bara engan veginn séð hvernig þetta gæti verið gott hlutskipti fyrir barnið, sama hversu mikla aðstoð Freyja fær.

Júlí 78 | 15. nóv. '17, kl: 11:34:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki sammála því að barnið væri svipað sett og það væri inná stofnun. Alveg eins og með annað fólk sem ættleiðir barn myndi Freyja væntanlega elska sitt barn sem hún tekur svona að sér. Það myndast sterk tengsl. Þannig er það yfirleitt ekki á stofnunum.

Hulda32 | 15. nóv. '17, kl: 11:45:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En líf barnis er væntanlega mjög flókið fyrir og í flestum tilfellum eru fósturbörn bara tímabundið hjá fósturforeldrum og mér finnst ekki rétt að raska lífi barnsins meira en nauðsynlegt er.

Hulda32 | 15. nóv. '17, kl: 11:48:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það eru gerðar mjög strangar kröfur til fósturforeldra og væntanlega myndu allir starfsmennirnir sem kæmu til með að aðstoða Freyju þurfa að uppfylla þau skilyrði sem eru gerð til fósturforeldra. Það myndi þurfa margra manna teymi til að það gæti gengið upp og það er nógu erfitt að manna í stöður aðstoðarfólks fatlaðra og alls ekki víst að það væri hægt. Á hún þá bara að skila barninu þá daga sem hún hefur ekki nóg af aðstoðarfólki?

Júlí 78 | 15. nóv. '17, kl: 12:42:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Freyja þarf nú aðstoð annarra alltaf svo ég býst alls ekki við að hún sé einhverja daga án þess að hafa fólk sér til aðstoðar.

tóin | 15. nóv. '17, kl: 15:21:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það fólk er ekki í barnaumönnun - eða á ein manneskja að sinna tveimur fyrir eitt kaup (á a.m.k. þrískiptum vöktum)?

Júlí 78 | 15. nóv. '17, kl: 11:48:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stundum eru börn tímabundið til að byrja hjá fósturforeldri en getur verið svo sett í varanlegt fóstur. Ég býst við að alltaf sé hugsað um hag barnsins hverju sinni.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Afhverju má ekki gera grín að feitu fólki lengur? Lýðheilsustofa 12.12.2018 17.12.2018 | 18:45
Hvernig get ég haldið jól :( allalone 12.12.2018 17.12.2018 | 18:42
Klausturs klúðrið og Bára Halldórs kaldbakur 17.12.2018 17.12.2018 | 18:28
Playstation 4 leikir fyrir 11 ára bros30 14.12.2018 17.12.2018 | 16:49
Elly Borgarleikhús Helga31 15.12.2018 17.12.2018 | 15:56
Einmana félagsvera kaktusakaka 16.12.2018 17.12.2018 | 15:49
Eldgos Sessaja 17.12.2018 17.12.2018 | 15:11
jólagjöf fyrir 9 ára strák kittyblóm 17.12.2018
Er hægt að fara í aðgerð (þarna niðri) ? honeyluv 17.12.2018 17.12.2018 | 11:24
Húsmæðraskólar - rétt að endurreisa þann skóla. kaldbakur 15.12.2018 17.12.2018 | 10:48
Sodastrem hjálp hobbymouse 16.12.2018 17.12.2018 | 10:25
Enn leitar þessi afmyndaði vanskapnaður að sökudólgum. spikkblue 16.12.2018 17.12.2018 | 08:49
Fjölskylduspil Sessaja 16.12.2018
flytja betra útsýni til borgarinnar? pepsico 16.12.2018 16.12.2018 | 22:03
Aftur kerti, góð ilmkerti og á góðu verði? Friðrikka 30.11.2011 16.12.2018 | 21:45
Trúleysi Presta - eru þeir Hræsnarar ? kaldbakur 15.12.2018 16.12.2018 | 21:36
hvar fæ ég evrópufrímerki? dagny06 16.12.2018 16.12.2018 | 21:33
jólagjöf fyrir foreldra aósk 15.12.2018 16.12.2018 | 21:25
Að borga fyrir brotið í búð Sossa17 1.12.2018 16.12.2018 | 21:15
Erlendir eiginmenn bouanba 7.9.2006 16.12.2018 | 21:12
barnavernd .fósturbörn vallieva 13.12.2018 16.12.2018 | 18:28
Örorka og flytja erlendis janefox 16.12.2018 16.12.2018 | 13:21
hvar fær maður dread lokka í hárið i Reykjavik? looo 16.12.2018
FROTTÉ baðsloppar? Ljufa 15.12.2018 16.12.2018 | 09:55
Evrópskt sjúkrakort músalingur 16.12.2018 16.12.2018 | 08:58
Mæðrastyrksnefnd bergma 16.12.2018
Apríl bumbur 2019 svissmiss 21.11.2018 16.12.2018 | 01:08
Lirfa Nainsi 15.12.2018 16.12.2018 | 00:15
Getur maður treyst WOW kronna 14.12.2018 15.12.2018 | 23:48
Jóla bílaljos 12v - hvar fást slík? Ljufa 6.12.2018 15.12.2018 | 21:45
Jólagjöf fyrir aldraðan afa Miss Lovely 15.12.2018 15.12.2018 | 21:45
Sneakers áhugi (blæti) burrarinn 15.12.2018 15.12.2018 | 20:47
Kertastjakar baldurjohanness 15.12.2018 15.12.2018 | 19:57
Costco jólaopnun Logi1 15.12.2018
Vitið þið um ? heima2 15.12.2018
Hlutfall feitra stefnir í að verða 70% fyrir næstu kynslóð BjarnarFen 14.12.2018 15.12.2018 | 00:10
Kaþólska í krísu ? Dehli 2.12.2018 14.12.2018 | 22:57
Barnaníðingarnir í Landsrétti passa upp á sína spikkblue 14.12.2018 14.12.2018 | 22:55
Gleðileg jól frá alþingi BjarnarFen 13.12.2018 14.12.2018 | 22:49
Gunnar Nelson Sessaja 10.12.2018 14.12.2018 | 22:49
Út að borða Auja123 14.12.2018
Mín fyrrverandi JæjaLOL 29.11.2018 14.12.2018 | 21:54
Ástæða fyrir sambandsslitum? Maggarena 9.7.2011 14.12.2018 | 21:51
Þessi hrokabykkja gefur sig ekki spikkblue 8.12.2018 14.12.2018 | 21:34
Neglur kringlunni 0206 14.12.2018
Hárblásari didda1968 13.12.2018 14.12.2018 | 16:39
Vægara orð yfir vanvirkni... minnipokinn 17.11.2018 14.12.2018 | 15:27
Hvaða vörur vantar á íslandi sem eru seldar erlendis? karma14 14.12.2018 14.12.2018 | 14:59
Kópavogsbær kókó87 14.12.2018
Jólahlaðborð sunnudagskvöld? Stóramaría 13.12.2018 14.12.2018 | 09:12
Síða 1 af 19680 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron