Er heilbrigðiskerfið okkar á Íslandi gott ?

kaldbakur | 11. okt. '18, kl: 16:21:34 | 303 | Svara | Er.is | 2

Já  Er heilbrigðiskerfið okkar á Íslandi gott ? 
Nei ég held ekki. 
Þetta kerfi er auðvitað mjög víðfemt og nær  víða og  snertir svo ótalmargt. 
Ég vil einangra mig við sjúkraþjónustu í Reykjavík. 
Ég vil nefna reynslusögu  nokkuð nýlega:
1) Kona yfir sjötugt fann fyri kviðverkum og hafði samband við heilsugæslustöðina sína.  Þar var læknirinn ekki að störfum veikindafrí eða annað. Beðið um annan lækni á vakt.  Tekin niður pöntun og  beðið í 3 tíma og ekkert gerist.  Hringt og ítrekað á heilsugæslustöð.  Nýr aðili vissi ekki af pöntun en  tekur niður óskir.  Nú hringir hjúkrunarfræðingur sem hafði fengið fyrri pöntun og segir að best sé að snúa sér að Bráðamóttöku. 
2) Farið á Bráðamóttöku Fossvogi,  Sýnist ekki mikið að gera og  fólk kallað inn þokkalega tímanlega. 
Þá er komið inn fyrir dyr og  í umsjón  heilbrigðiskerfiins.  Þar taka við alúðlegar persónur og teyma hjólarúm inní skoðunaherbergi, Nú líða mínútur og kannski klukkustundir og ekkert gerist. Þá kemur skipun um að þetta herbergi þurfi að rýma. Nýr ddvalarstaður í hjólarúmi var þá  á gangi.   Fullt af fólki á þessum gangi í svipaðri aðstöðu.  Nú verðum að gera langa sögu stutta.  Þarna komu hjúkrunarfræðingar og settu ýmislegt í æð.  Nú ekki gafst tími til að fylgjast með hverju aðgerðum t.d. í æð  fram fylgdi.   Þarna komu  þó nýir og  kraftmiklir læknar.  Gáfu upplýsingar og ráðleggingar.  
Þetta voru kraftmiklir  læknar þó ungir væru.   Fundu stað á spítala  í stað bráðamóttöku. 
3)  Koma á spítala.  Aðili tekur á móti og setur í sjúkrarúm í stað flutningsrúms sjúkrabils. 
Trillað rúminu inní sjúkrasofu.   Þröngt þar en pláss fyrir tvo.  Eftir sirka 2 mínútur  er sjúklingi tilkynnt að  hann þurfi að fara  úr herbergi þvi annar sjúklingur sé á leiðinni !
4)  Nú er trillað um deildina með rúmið og sjúklinginn.  Fundið rými í kaffistofu fyrir almenning.  
Þar eru sett upp "bestu græjur" fyrir sjúklingin til að hafa samband. 
Þarna var auðvitað traffík af öllum toga gestir og gangandi hitta ættinga sem voru á sjúkrahúsinu. 
Nú þá  var bara boðið uppá  að fara heim úr "Kaffistofu"  og mæta bara næsta morgun,   Þetta gekk bara nokkuð vel og mætt næsta morgun - en sorry þá var bara konminn nýr gestur í rúmið ! 
Jæja er ekki gaman að þessu ?

 

ert | 11. okt. '18, kl: 16:35:52 | Svara | Er.is | 3


Og það sem er skelfilegast er það að þetta er ósköp venjuleg saga sem þú ert að segja. Ekkert þarna kom mér á óvart.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 11. okt. '18, kl: 17:04:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já held að þetta sé bara svona. En auðvðað getur þetta verið miklu verra fyrir ýmsa,

kaldbakur | 12. okt. '18, kl: 12:52:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já kannski venjuleg saga en ég held að kerfið sé ekki nógu vel skipulagt og  léleg stjórnun. 
Ég veit að þú ert mjög nákvæm og hlýtur að sjá þessar brotalamir á kerfinu.


Það ætti t.d. eins og ég segi að gefa einhverskonar "erindisnúmer"  við komu á alla þessa þjónustustaði - Heilsugæslu, Bráðamóttöku og Spítala.   Við innskráningu væri til einhverskonar tékklisti um þau atriði sem væru framkvæmd við afgreiðslu sjúklingsins líkt og hjá tannlæknum.  Síðan væri þessi listi skrifaður út við brottför og þar kæmi líka fram hvort mæta þurfi aftur eða nánar um fraamhaldsmeðferð ef meðferðinni ekki að fullu lokið.  
Sjúklingurinn fengi afrit af þessu og skrifaði undir og ábyrgðarmaður erindisins (læknir eða hjúkrunafræðingur). 
Þetta er að mínu viti lágmarks skjölun sem sýnir sjúklingi hvað hefur verið gert og hefur ennfremur aðhald að framkvæmdinni fyrir rekstur sjúkrastofnunar. 

Dehli | 11. okt. '18, kl: 16:49:39 | Svara | Er.is | 0

Þetta er svo sem ekki galið heilbrigðiskerfi þegar betur er gáð. Fólk les svona harmsögur, og segir: ég vil ekki lenda á sjúkrahúsi og byrjar því fljótlega að huga betur að heilsunni. (þó fyrr hefði verið)

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

Grrrr | 11. okt. '18, kl: 19:40:14 | Svara | Er.is | 1

Bestu læknar sem ég hef hitt hérna á íslandi, voru allir læknanemar á slysó, flestir útlenskir. Á Stykkishólmi hitti ég eitt sumar 4 lækna. Sá fjórði sendi mig í myndatöku sem sýndi að ég var með brjósklos. Fyrstu 3 sögðu að þetta væri sennilega bara einhver stífleiki eða harðsperur, þeirra á meðal baksérfræðingur frá Keflavík. Og einn vinur minn fór með dóttir sýna á spítalann í Keflavík, þar fékk hann að heyra að allt væri í lagi. En hann keyrði stelpuna á slysó í Rvk, þar sem stúlkan, sem var á fyrsta ári, var greind með lungabólgu.

Ég styð það að loka öllum spítölum á landsbyggðinni. Þeir eru hvort er eð gagnlausir og uppfullir af ónýtu starfsfólki. Þar er nóg að hafa lækni og sjúkrabíl. Og eyðum svo peningnum í alvöru þjónustusjúkrahús í Rvk.

Allegro | 20. okt. '18, kl: 09:44:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú átt greinilega ekki heima á Egilstöðum eða Akureyri. 

Grrrr | 20. okt. '18, kl: 21:24:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei. ég hef ekki farið undir læknishendur þar. Ef menn slasast á sjó, þá fer þyrlan alltaf beina leið í rvk. Heilbrigðisþjónustan kostar okkur á milli 1/3-1/2 af skattatekjum ríkisjóðs. Og það eru bara of margir gagnslausir starfsmenn í gagnlausum spítölum sem við þurfum ekki á að halda. Það skortir lyf á landinu, krabbameinssjúklingar fá ekki nauðsinleg lyf og það er útaf fjárskorti.

Allegro
Grrrr | 21. okt. '18, kl: 11:27:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott gagnrýni. Hnitmiðað og innihaldslaust.

Allegro | 21. okt. '18, kl: 11:33:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rökin sem þú gefur fyrir að loka öllum sjúkrahúsum á landsbyggðinni eru einhvernveginn þannig að ég efa að taki sig að koma með rök á móti. 

Grrrr | 21. okt. '18, kl: 11:34:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda hefuru engin rök fyrir því að hafa þá opna.

Allegro | 21. okt. '18, kl: 11:43:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt viðbrögðin sem ég bjóst við. 
Held að það sé algjörlega sama hvað nokkur svarar, þú ert með svörin á hreinu og svarar áfram á jafn víðsýnann hátt og áður.

Grrrr | 21. okt. '18, kl: 11:44:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að stalka mig?

Grrrr | 21. okt. '18, kl: 11:48:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Komstu til að ræða um þennann þráð eða til að orðhöggvast i mér?

Allegro | 21. okt. '18, kl: 11:49:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Forðaðist einmitt að svara þér þar sem ég bjóst við að umræðan færi út í eitthvað svona.

Grrrr | 21. okt. '18, kl: 11:53:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða umræða?

Grrrr | 21. okt. '18, kl: 11:41:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru allt gamlir spítalar byggðir fyrir gamla tíma, þegar samgöngur voru erfiðar og ekki þurfti að nota flókin tæki til að skoða fólk. Núna eru flestir þessara spítala notaðir í mæðraskoðanir og bólusetningar. Flestar konur fara í Reykjavík til að fæða börn ef þarf að fæða á spítala. Spítalar á landbyggðini eru lítið notaðir fyrir uppskurði, flestir eru sendir suður. Hversvegna þá að vera með spítala þegar það er nóg að vera með 1-2 læknastofur í minnstu bæjarfélögunum.

Allegro | 21. okt. '18, kl: 11:48:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt svo mikilvægt að heilbrigðisþjónusta úti á landi sé efld, þannig að spítalar á höfuðborgarsvæðinu geti sinnt þeim sem þar búa og geti síðan veitt öllum landsmönnum þá þjónustu sem er mjög sérhæfð. 

Grrrr | 21. okt. '18, kl: 11:52:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu hvað það kostar að reka spítala?

Allegro | 21. okt. '18, kl: 12:45:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara mjög misjafnt hvað spítalar/heilbrigðisstofnanir úti á landi eru notaðar í. Ef þú heldur að allir þessir spítalar séu bara að sjá um mæðraskoðanir og bólusetningar þá er varla hægt að draga meira úr heilbrigðisþjónustu við landsbyggðina. 

Grrrr | 21. okt. '18, kl: 13:07:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hægt að minka húsakostinn. Á sumu spítölum eru 1-2 læknar að störfum. Mér finnst fullmikið að hafa heilann spítala fyrir lækni. Einkageirinn hefur vaxið og dafnað í rvk. Einkareknar heilsugæslur eru ekki með spítala. Þeir leigja út atvinnuhúsnæði og breita í vinnuaðstöðu fyrir lækna. Einkarekstur er yfirleitt laus við það bruðl sem er í ríkisrekstri. En einkareksturinn er það sem koma skal. Það er það sem stjórnvöld eru beint og óbeint að gera. Ríkið er með of dýran rekstur, það má reka þetta á hagkvæmari máta. Þessvegna er það svo áberandi slæmt þegar það er rekið með of litlu fé í þokkabót. Á meðan að heilbrigðiskerfið er fjársvellt og báknið er of mikið, þá mun einkageirinn taka yfir. Og því er ég mótfallinn.

Allegro | 21. okt. '18, kl: 13:08:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á hvaða spítala er einn læknir að störfum? 

Grrrr | 21. okt. '18, kl: 13:12:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á Stykkishólmi er spítali sem inniheldur 1-2 lækna meirihlutann af árinu.

Allegro | 21. okt. '18, kl: 13:13:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru heilbrigðisstofnanir á landsbyggðini sem eru með lágmarks starfsfólk til að veita grunn þjónustu. Á þeim stofnunum sem hefur dregið úr þjónustu er húsakosturinn sem var til staðar notaður til annara starfsemi. 

Grrrr | 21. okt. '18, kl: 13:38:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebbs, Sturla Böðvars þarf að fá starfsígildin svo ð Sjálstæðisflokkurinn missi ekki bæinn. Eit sterkasta vígi d-lista á landinu. Það verður að umbuna því.

Allegro | 21. okt. '18, kl: 13:07:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Síðustu árin hefur verið skorið töluvert úr heilbrigðisþjónustu við mörg bæjarfélög og til stóð í staðin að styrkja sjúkrahús/heilbrigðisstofnanir í stærri sveitarfélögum (hefur gengið misjanflega eftir) . Sjúkrahús á landsbyggðinni (sem eru orðin fá) eru mis stór og veita mjög mismunandi þjónustu. Held að það síðasta sem Landspítalinn þurfi er að öllum sé beint þangað. Sú stofnun er löngu sprungin og nær þegar ekki að sinna þeim sem þangað leita á þann hátt sem við gerum kröfur til. 

neutralist | 11. okt. '18, kl: 23:39:54 | Svara | Er.is | 2

Ég hef aldrei fengið nema toppþjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu, bæði fyrir mig og barn. Jú, ég hef einu sinni þurft að vera dagpart frammi á gangi, en ég hef líka fengið frábært viðmót starfsfólks sem vildi allt fyrir okkur gera, heimahjúkrun heim án endurgjalds, barnaspítala án endurgjalds, rannsóknir og skjót viðbrögð þegar á þurfti að halda.

kaldbakur | 12. okt. '18, kl: 00:17:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur vel verið að Íslenska heilbrigðisstarfsfólkið sé í topp klassa hvað starfsfólk varðar. Flestir ef ekki allir gera sitt besta. En umgjörðin, skipulagið, stjórnunin eða eitthvað er ekki eins og það ætti að vera. Of  mikil bið, tími ekki nýttur. Í ofangreindri sögu er um þrjár heilbrigðisstofnanir að ræða. 
1) Heilsugæslu 2) Bráðamóttöku 3) Spítala
Mér synist að þarna sé fyrsti vandinn að við innskráningu ætti að útvega númer eða "Case" þar sem erindið fengi afgreiðslunúmer sem
ein hver einn gæti gefið upplýsingar um og bæri ábyrgð á framvindu. 
Heilsugæslan klikkaði klarlega.  Bráðamóttakan var mjög önnum kafin en slapp þokkanlega. Málið afgreitt til spítala.  
Spítalinn virðist vera með hæft fólk en alltof margir koma að málum, ekki auðvelt að sjá að einn aðili beri ábyrgð á erindinu, 

Kingsgard | 12. okt. '18, kl: 19:14:06 | Svara | Er.is | 1

Kerfið er gott hvað varðar þekkingu, hæfni, tækni, gott starfsfólk.
Kerfið er síðra hvað varðar biðlista, þrengsla, fæð starfsfólks, mikils kostnaðs njótenda þjónustu.

kaldbakur | 12. okt. '18, kl: 19:50:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þetta sem þú telur upp  og er neikvætt  eru afleiðingar  þess að kerfið hefur brugðist. 
Til að fá lausnir verður að finna orsakir fyrir þessu sem þú telur upp. 
Ég er búinn að setja fram lausnir hér á síðunni. 

kaldbakur | 12. okt. '18, kl: 20:06:26 | Svara | Er.is | 0

Já það er ánægjulegt að sjá að "Besserwissers" The Mad One og ERT líta á sig sem sigraða vaðrandi umræðu um heilbrigðismál. 
Kannski að þær séu bara að skrifa hé undir öðru nikki og  takka þá í uppbyggilegri umræðu en þær stóðu að áður ? 

Grrrr
Venja | 18. okt. '18, kl: 20:01:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sé reyndar bara ert í þessari umræðu (en kannski ertu að vitna í aðra umræðu sem ég þekki ekki) en hvernig lítur hún á sig sem sigraða? Ég skil ekki sneiðina. Af því að hún er sammála þér?

kaldbakur | 18. okt. '18, kl: 20:57:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei nei frekar vegna þess að þær stellur setja sig upp á móti ollu.. 

Venja | 18. okt. '18, kl: 22:07:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er reyndar ekki rétt. en þær umræður sem tekist er á í eru auðvitað meira áberandi..

TheMadOne | 18. okt. '18, kl: 20:55:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er allt í lagi með þig? Getur þú ekki átt eina umræðu án þess að ég haldi í hendina á þér?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 18. okt. '18, kl: 20:58:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe jú gaman að fá þig í liðið.. 

TheMadOne | 18. okt. '18, kl: 21:01:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða lið? Ég hafði og hef engan áhuga á þessari umræðu. Hættu að haga þér eins og krakki.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 18. okt. '18, kl: 21:02:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þu ert í landsliðinu reyndu að haga þer skikkanlega

TheMadOne | 18. okt. '18, kl: 21:04:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hættu, þetta fer að flokkast undir einelti

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 18. okt. '18, kl: 21:12:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert bara ómissandi

TheMadOne | 18. okt. '18, kl: 21:14:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er eins og að segja við konu að þú verðir bara að áreita hana kynferðislega af því hún sé svo falleg

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 19. okt. '18, kl: 05:27:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þorði nú ekki að ganga svo langt

Júlí 78 | 18. okt. '18, kl: 15:25:48 | Svara | Er.is | 1

Það er alltof mikið álag á bráðamóttökunni, því þarf að breyta með einhverjum ráðum. Alls ekki boðlegt til dæmis að kona sem komin er yfir áttrætt sé látin bíða þar í marga klukkutíma að kvöldi til (ég veit um svoleiðis dæmi). Svo var mikið vandamál að koma blessaðri konunni í rúm þarna, hún þurfti líka að bíða eftir rúminu! En ætli að það sé ekki aðalvandi spítalans að þar liggja fullt af fólki sem væri hægt að útskrifa beint á hjúkrunarheimili ef það væri til eitthvað laust pláss þar!  Ráðamenn þurfa að fara að vakna af værum blundi. Það þarf fleiri hjúkrunarheimili!! Ekki nóg að tala um að hafa fleira og fleira gamalt fólk heima, það geti vel verið heima ef það færi aðstoð. En margir geta bara alls ekki verið heima!

kaldbakur | 18. okt. '18, kl: 21:00:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það vantar hjúkrunarheimili en kannski væri ráð að breyta nýja sjúkrahótelinu í einhverskonar hjúkrunarheimili.. 

Venja | 18. okt. '18, kl: 20:03:14 | Svara | Er.is | 0

Nei það má bæta mjög mikið. Þó þetta sé ekki versta kerfi í heimi þá eru til dæmis biðtímar og álíka gersamlega út úr kortinu!

krist104 | 19. okt. '18, kl: 04:59:05 | Svara | Er.is | 1

Gott. , nei margt má bæta. Það sem ég mér finnst gott er starfsffólkið . Persómulegt og allatf að líta  ínn til þín. Ég þoli ekki samanburð við önnur lönd. Ég hef búið og starfað í heilsugeiranum í mðrg ár.. Finmm löndum, ég vel íslenska hjúkrun, sem þó má bæta, fram yfir öll þau lönd sem ég hef starfað  sem og hjálpað fólki að sækja sér helbriðisþjónusru.  Versta landið sem ég komist of oft  í kast við með marga sjúklinga er Spánn. Ef einhvað alvarlegra en flensa og venjulegir barna sjúkdómar báru við, þá var það í lagi., ef um einhverja alvarlegri sjúkdóma var að ræða var það skelfilega leleg hjúkrun. 

*************
„Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“.
***********************************************

polyester | 20. okt. '18, kl: 12:27:34 | Svara | Er.is | 0

já eitt það besta í heimi

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

kaldbakur | 20. okt. '18, kl: 18:30:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok  nokkuð sem má bæta 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Að borga fyrir brotið í búð Sossa17 1.12.2018 13.12.2018 | 13:22
Að borga fyrir brotið í búð viðbót omaha 13.12.2018
Afhverju má ekki gera grín að feitu fólki lengur? Lýðheilsustofa 12.12.2018 13.12.2018 | 13:16
BARNARVERND ÓGEÐSLEG VINNUBROGÐ vallieva 24.10.2018 13.12.2018 | 09:30
Hvernig get ég haldið jól :( allalone 12.12.2018 13.12.2018 | 09:24
ég gerði mistök... Euphemia 12.12.2018 13.12.2018 | 03:56
Kaþólska í krísu ? Dehli 2.12.2018 13.12.2018 | 02:58
Í síma við stýrið Sessaja 12.12.2018 13.12.2018 | 00:29
Desember uppót langveikra barna Flottt 1.12.2018 12.12.2018 | 20:36
Svo sem vér og fyrirgefum.... Júlí 78 4.12.2018 12.12.2018 | 19:24
3% lánstilboð demetriosd 12.12.2018
3% lánstilboð demetriosd 12.12.2018
3% lánstilboð demetriosd 12.12.2018
Árni Jón Geirsson gigtarlæknir ny1 8.12.2018 12.12.2018 | 18:03
Karcher skúringarvel 2kruttamamma 10.12.2018 12.12.2018 | 11:40
Hefur einhver hér sent formlega kvörtun varðandi lækni? Catperson 10.12.2018 12.12.2018 | 11:26
Ljós vandamál heyyy 11.12.2018 12.12.2018 | 11:17
Jolakjóll Helga31 11.12.2018 12.12.2018 | 00:32
Mín fyrrverandi JæjaLOL 29.11.2018 11.12.2018 | 23:02
Afhverju er fátækt fólk á Íslandi feitt? Lýðheilsustofa 22.11.2018 11.12.2018 | 20:55
"Listaverkið" Litla hafpulsan í Reykjavíkurtjörn Júlí 78 7.12.2018 11.12.2018 | 17:19
Hvaðan kemur þessi kuldi? tralli10 9.12.2018 11.12.2018 | 12:32
Hvar finn ég námsferilinn minn? Selja dót 24.7.2014 11.12.2018 | 12:02
12 vikna sónar - tekur það langan tíma? malata 11.12.2018 11.12.2018 | 11:32
Jólatré í potti AYAS 11.12.2018 11.12.2018 | 10:11
Karcher skúringarvél 2kruttamamma 10.12.2018 11.12.2018 | 09:05
Gunnar Nelson Sessaja 10.12.2018 11.12.2018 | 05:49
Ljós vandamál heyyy 11.12.2018
Jóla bílaljos 12v - hvar fást slík? Ljufa 6.12.2018 11.12.2018 | 00:01
Landsbyggðarfólk vill að ríkið niðurgreiði flug polyester 4.12.2018 10.12.2018 | 23:49
Stytta strimlagardínur úr Rúmfatalagernum rkv 10.12.2018 10.12.2018 | 20:23
loðskinn og hanskar á tilboði um 5 þús? ibud113 11.12.2011 10.12.2018 | 20:12
Væisitölulán eða verðtryggt lán. kaldbakur 10.12.2018 10.12.2018 | 18:46
Jólagjafir Twitters 7.12.2018 10.12.2018 | 13:58
gifting sýs. hvað gra eftir mialitla82 9.12.2018 9.12.2018 | 23:31
Russian Earl Grey (Lipton) fáanlegt einhvers staðar hérlendis? geiri42 9.12.2018 9.12.2018 | 19:55
fyllt svínalund? adrenalín 8.12.2018 9.12.2018 | 19:54
Þessi hrokabykkja gefur sig ekki spikkblue 8.12.2018 9.12.2018 | 19:19
Gamlar umræður Sessaja 9.12.2018
Þið sem hafið látið fjarlægja gallblöðru... upplysing1 29.10.2007 9.12.2018 | 14:44
Vandamál með gírana á bílnum. Einhver bílasnillingur hérna ? HK82 22.11.2018 9.12.2018 | 10:59
Brú yfir Skerjafjörð frá Kópavogi kaldbakur 8.12.2018 9.12.2018 | 09:35
90s Söngvaborg? Sifjada 7.12.2018 9.12.2018 | 08:03
Hljóð-upptökur/deildu Tekkinn 8.12.2018 9.12.2018 | 00:14
Selja skartgripir malata 8.12.2018 8.12.2018 | 22:07
Piparkökuhús - hvar maja býfluga 8.12.2018 8.12.2018 | 19:46
Rakvél fyrir stráka kittyblóm 8.12.2018 8.12.2018 | 18:53
Klausturs - Nunnu og Hommabarinn. kaldbakur 8.12.2018 8.12.2018 | 18:15
Götumynd / Veggmynd fyrir bæjarfélög disamin 7.12.2018 8.12.2018 | 15:21
Netflix - Amazon prime Twitters 16.5.2018 8.12.2018 | 09:33
Síða 1 af 19679 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron