Er í vanda, verð að fá ráð...

VanillaA | 31. jan. '16, kl: 22:34:39 | 1492 | Svara | Er.is | 0

Ég er í vandræðum og vantar álit, en ég verð að hafa þónokkurn formála.
Sko, ég bý í blokk. Í stigaganginum mínum býr ung stelpa með tvö ung börn. Þessi stelpa var í sambandi sem slæmum manni, og hefur m.a þurft að láta lögreglu hirða hann úr sameign. Hann er ekki íslenskur, talar ensku illa og því afar erfitt að tala við hann. Hann verður mjög reiður yfir afskiptum. Nú eru þau hætt saman, og hún ekki verið heima hjá sér alla helgina, trúlega vegna hótana frá honum.
Málið er að hann stalkar stigaganginn. Situr hérna fyrir utan í bíl tímunum saman, og hefur gert síðan á föstudag. Einhver hleypti honum inn í gær og hann stóð fyrir utan hurðina hennar og hringdi stanslaust inn. Ég vaknaði tvisvar sl. nótt, í bæði skiptin sat hann fyrir utan í bílnum sínum. Mér finnst þetta hrikalega óþægilegt og hef áhyggjur af þessari stelpu og börnunum hennar. Ég veit ekki hvar hún er núna, en einhverntíma þarf hún að koma heim.
Hvað á ég að gera finnst ykkur? Hringja í lögguna, og þá segja hvað? 
Æi ég snýst alveg í hringi með þetta, plís gefið mér ráð.

 

ert | 31. jan. '16, kl: 22:40:39 | Svara | Er.is | 10

Ég myndi hringja í kvennaathvarfið og fá ráðleggingar.


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

gruffalo | 31. jan. '16, kl: 22:41:06 | Svara | Er.is | 24

Hringja í lögguna. Klárlega. Ef hún þarf einhvern tímann að sækja um nálgunarbann myndi það jafnvel geta hjálpað. Þ.e. þinn vitnisburður.

Mae West | 1. feb. '16, kl: 04:36:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það gæti meira segja verið að hún sé í burtu á meðan nálgunarbann gengur í gegn og þá munar um allt. 

1916 Traub
VanillaA | 31. jan. '16, kl: 22:49:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Nei það er rétt hjá þér, en ég hef nokkrum sinnum hitt/séð hann og ég hef bara hrikalega slæma tilfinningu gagnvart honum.
Hefur einu sinni gerst áður og þá kom í ljós að ég hafði rétt fyrir mér. Kannski þessvegna sem mér líður svona núna.

1916 Traub
Hauksen | 1. feb. '16, kl: 19:32:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ertu í alvörunni svona yfirlætisfull?

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

staðalfrávik | 1. feb. '16, kl: 11:32:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 18

Dúddinn hefur klárlega engan rétt á að dvelja á sameign þar sem hann býr ekki og hanga á bjöllunni þar sem hann veldur ónæði.

.

svarta kisa | 1. feb. '16, kl: 23:52:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Þetta er klárlega rétta leiðin til að sýna ást sína á einhverjum. Ég myndi alveg hreint bráðna ef að maður sem væri vondur við mig biði fyrir utan heimilið mitt daga og nætur. Þetta er fullkomlega eðlileg hegðun sem hringir engum varúðarbjöllum hjá neinum...

Hammasimo | 31. jan. '16, kl: 22:49:49 | Svara | Er.is | 5

Hringdu í lögregluna strax bara.

donaldduck | 31. jan. '16, kl: 22:50:10 | Svara | Er.is | 6

finnst það allt í lagi að la´ta logguna vita, þeir eiga væntanlega skýrslur frá fyrri ferðum. hann er greinilega að bíða eftir henni. 

ts | 31. jan. '16, kl: 23:10:00 | Svara | Er.is | 7

en að komast í samband við stelpuna og láta hana vita ? hún getur þá látið lögregluna vita ef hún er með mál í gangi og bent á þig sem "vitni"... svo er spurning líka hvort þarf ekki að "tala sig saman" íbúar stigagangsins að passa að vera ekki að hleypa neinum inn...

VanillaA | 1. feb. '16, kl: 00:41:56 | Svara | Er.is | 18

Ok, ég hringdi í lögguna, svona 5 mín seinna fór hann. En það er það sem hann er búinn að gera alla helgina, hangir hér í marga klukkutíma, fer aðeins og kemur svo aftur.
Mér líður betur allavega meðan þeir vita af þessu.

T.M.O | 1. feb. '16, kl: 01:13:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

ég held að þú sért að gera rétt með þessu, eins og mazzystar segir þá hlýtur að styðja hennar mál ef hún þarf að fá nálgunarbann að ótengdur aðili hafi tilkynnt að hann væri að sniglast um húsið. Það er bara ekkert að því að láta öryggi náungans koma sér við.

VanillaA | 1. feb. '16, kl: 01:47:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég vona að ég hafi verið að gera rétt, ég get allavega ekki hugsað til enda hvað gæti gerst ef hún kæmi heim á meðan hann situr hérna fyrir utan. Hann hefur greinilega verið dópaður í þessi skipti sem ég hef séð hann, og vægast sagt reiður og pirraður.
Ég held bara að ég geti ekki gert meira í bili, því miður, en vildi svo óska þess.

T.M.O | 1. feb. '16, kl: 01:53:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

þú ert að fylgjast með, það er heilmikið. Mundu bara að passa líka þitt eigið öryggi í þessu, ef maðurinn ef ofbeldishneigður þá er ekkert fengið með því að þú verðir fyrir eignatjóni eða líkamsárás. 

Horision
Sigggan | 2. feb. '16, kl: 20:50:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er alla ekki rétt. Þekki dæmi þér sem ljúfir einstaklingar verða reiðir og ofbeldisfullir undir áhrifum fíkniefna. Svo allt dóp er ekki róandi eða whatknot.

Sigggan | 2. feb. '16, kl: 20:50:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þar*

VanillaA | 3. feb. '16, kl: 00:30:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu í alvöru? Ok, það er augljóst, og ég les það milli línanna, að þú hefur átt erfiða ævi. Trúlega varstu afskiptur sem barn. Einelti? Já, ég les það líka. Og þú hefur orðið að takast á við þennan harða veruleika með hugbreytandi efnum. Sem í byrjun trúlega hjálpuðu þér með alla þessa reiði og allan þennan pirring. En það stóð ekki lengi, ónei. Ég les það líka milli lína að eftir margra ára neyslu þessara efna hafi sprenglærðir heilbrigðisstarfsmenn bent þér vinsamlega á, með réttu, hversu alvarlega þú hafir steikt í þér heilann með þessari neyslu, og að þú hafir, með réttu, í raun stoppað í þroska þegar þú varst 13. ára. Þetta les ég allt milli lína vinur.

Horision
Nagini | 4. feb. '16, kl: 17:18:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ehh nei.

Ég vinn mikið í kringum fólk í neyslu og það er ekkert mikið um að liðið sé bara að chilla. Meira svona ófyrirsjáanleg og uppstökk.

Óska eftir Nintendo NES tölvu og Tetris leiknum í hana!!!

Mae West | 1. feb. '16, kl: 04:38:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þó þú sjáir ekki löggubíla þá er möguleiki að löggan sé að tala við hann í síma, sé að hringja í hann ef þú tilkynnir að þér finnist þetta óþægilegt að það sé maður að fylgjast svona með húsinu,

Dalía 1979 | 1. feb. '16, kl: 19:48:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig kemst hann inn

T.M.O | 1. feb. '16, kl: 19:56:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það kom fram, einhver hleypti honum inn.

Gale | 5. feb. '16, kl: 18:55:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hringdu sem mest í lögguna þegar hann er þarna (og hvettu nágranna þína til að gera það líka ef þú þekkir þá).

Löggan þarf ekki endilega (og getur bara því miður ekki) komið í hvert skipti, en að láta skrá þetta niður í hvert skipti getur skipt miklu fyrir hana að hafa öll þessi gögn frá öðrum (vitnum).

Persónulega myndi ég láta berja hann í spað, en það er bara ég.

svartasunna | 1. feb. '16, kl: 07:00:53 | Svara | Er.is | 6

Myndi samt passa mig að vera eins nafnlaus í þessu og þú getur, s.s. biðja um að nafn þitt komi hvergi fram ef hægt er til að vernda þig og þína og líka er alveg möguleiki að þau taki saman aftur.

______________________________________________________________________

fálkaorðan | 1. feb. '16, kl: 07:42:49 | Svara | Er.is | 4

Klárlega tilkynna til löggunnar svo stelpan eigi punkta upp í nálgunarbann.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Horision
fálkaorðan | 2. feb. '16, kl: 21:11:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún vanillaa blessunin bara tekst á við það.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

VanillaA | 3. feb. '16, kl: 00:33:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Úff, ég les alltaf meira og meira milli lína hjá þér. Þú hefur aldrei verið í sambúð. Trúlega ekki hæfur til að setja þig í spor annara, eða skilja tilfinningar. 
Trúlega finnst geðlækninum þínum að hann tali oftast fyrir daufum eyrum. Þú þykist hlusta, en heyrir bara bla...bla....bla. Greyjið þú, þetta er erfitt líf.

Horision | 3. feb. '16, kl: 22:27:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lestur þinn á milli lína samborgara þinna virðist ekki skila sér sem raunveruleiki í greiningarstöð heilans. Aumingja fólkið sem þú hyggst bjarga frá sjálfu sér. Ég get aðeins ráðlagt þér að láta fólk í friði og etv stutta ferð til heimilislæknis.

VanillaA | 1. feb. '16, kl: 12:56:35 | Svara | Er.is | 3

Takk fyrir ráðin öll:) Ég er að vona að lögreglan hafi náð í afturendann á honum í gærkvöld/nótt, því hann var ekki kominn aftur þegar ég fór að sofa um 3. 
Ég var búin að taka niður númerið á bílnum hans svo vonandi hafa þeir haft uppá honum þannig.
Ég er samt enn með miklar áhyggjur af stelpunni og börnunum hennar, held að hún sé svolítið ein í heiminum, með mjög lítið bakland.

kindaleg | 1. feb. '16, kl: 16:27:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hvað með að hringja í stelpuna og ræða við hana? Segja að þú hafir áhyggjur af henni og viljir hjálpa...td með að láta hana vita ef hann er að bíða fyrir utan


Og tala við alla á stigaganginum að passa uppá að þessi maður komi ekki inn....

VanillaA | 1. feb. '16, kl: 18:58:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Búin að því, talaði við hana áðan þegar hún kom heim loksins. Sagði henni að ég væri til staðar fyrir hana ef hana vantaði einhverja hjálp með hvað sem er.
Hún er óörugg og lífið hennar í óttalegri flækju núna. 
Veit ekki hvað ég get gert meira. Nema fylgjast með eins og einhver vitleysingur.

notendaskilmalar | 1. feb. '16, kl: 19:15:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Veistu hvort hún viti af Kvennaathvarfinu?

VanillaA | 1. feb. '16, kl: 23:48:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei reyndar ekki.Hún var með bæði börnin þegar ég talaði við hana í dag, svo ég þurfti að tala varlega. 

svartasunna | 1. feb. '16, kl: 19:27:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert búin að láta vita að þú sèrt til staðar, núna verður þú að bakka (að mínu mati btw...er ekki með sèrfræðimenntun í svona málum) nema kalla til BVN ef það er hægt að hjálpa börnunum. Ef þolendur heimilisofbeldis vilja ekki hjálp þá er voða lítið hægt að gera sem nágranni nema tilkynna til yfirvalda (sèrstaklega ef um börn er að ræða) og bjóða viðkomandi aðstoð.

______________________________________________________________________

VanillaA | 1. feb. '16, kl: 23:44:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er rétt hjá þér. Nú veit hún af mér og ég get ekki gert meira núna.

notendaskilmalar | 4. feb. '16, kl: 23:40:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hefuru sjálf verið þolandi heimilisofbeldis?
Ég held ekki útfrá skrifum þínum. Flestir þolendur vilja hjálp - flestir þolendur eru einfaldlega svo brotnir að þeir virkilega trúa því að þeir eigi þetta skilið og enginn annar en ofbeldismaðurinn muni nokkun tíman girnast þæa/þær. Svo hafa þolendur oft bara ekki þrekið og orkuna sem þarf til að brjótast útúr ofbeldissambandi. Það að maðurinn sé kominn úr húsnæðinu er bara einn sigur af svo mörgum.

svartasunna | 4. feb. '16, kl: 23:56:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaðan mín reynsla í þessum málum kemur ætla èg bara að halda fyrir mig.
Ef nágranni er búinn að bjóða hjálp og stuðning, er tilbúinn að kalla til aðstoð ef talið er líklegt að börn sèu í hættu, hvað á nágranninn að gera frekar án þess að vita meira um aðstæður?
Banka uppá á hverjum degi með bækling frá Kvennaathvarfinu? Standa fyrir söfnun fyrir kaupum á rafbyssu og dyraverði? Taka konuna og börnin með valdi og færa þau í Kvennaathvarfið?
Það er nákvæmlega mjög erfitt fyrir fólk að komast út úr ofbeldissamböndum og þeir sem reyna að hjálpa enda oft á að verða afskiptasami óvinurinn.
Èg tel ekki að nágranni eigi að ganga lengra í bili og sjá hvernig málin þróast. Vonandi ef þetta er rètt túlkað allt saman þá taki þau ekki saman aftur, sèrstaklega barnanna vegna.

______________________________________________________________________

notendaskilmalar | 4. feb. '16, kl: 23:59:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú skrifar að EF þolandi vilji ekki hjálp þá sé lítið hægt að gera. Ég held bara að mjög, mjög fáir þolendur heimilisofbeldis vilji ekki hjálp. Þeir eru bara svo niðurbrotnir að þeir vita ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga.

svartasunna | 5. feb. '16, kl: 00:04:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef hann, s.s. þolandinn vill ekki þiggja hjálp er meiningin mín. Auðvitað vill engum líða illa, láta börnin sín ganga í gegnum svona hrylling og vera í algjöru rusli. Það er samt þetta skref, að þiggja hjálp, fá aðstoð við að blokkera samskipti, fá vernd og aðstoð og allt það sem þolendur heimilisofbeldis verða að stíga. Nágranni getur ekki tekið það skref fyrir stelpuna, því miður.

______________________________________________________________________

notendaskilmalar | 5. feb. '16, kl: 00:11:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held bara að nánast allir vilji hjálp í þessum aðstæðum. Ég er ekki að segja að Vanilla sé rétta manneskjan eða neitt slíkt. Það bara særði að lesa fyrir mörgum dögum þetta ef hjá þér og sat í mér. Mér fannst ég bara að verða að koma því að. Lang, langflestir vilja hjálp. Það hvort þeir sýni þér þau viðbrögð sem myndu staðfesta fyrir þér að þau vilji hjálp er svo spurningin.
Það er meira en að segja það að stíga þessi skref og stundum þarf fólk í þessum aðstæðum einhvern sem heldur í hendina á manni á meðan. Því alltaf líður þessum þolendum eins og þetta sé allt þeim að kenna - heilaþvotturinn þú veist.

En já, ég vil ekki fara að þræta eða hártogast útaf þessu. Vildi bara koma því á framfæri að þó að konan sýni ekki þau viðbrögð að hún vilji hjálp og jafnvel þó að maðurinn myndi flytja aftur inn til hennar á morgun, þá þýðir það ekki að hún vilji ekki hjálp.

svartasunna | 5. feb. '16, kl: 07:13:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Èg skil hvað þú ert að meina og orðalagið mitt hefði mátt vera nákvæmara. Mèr finnst miður að hafa valdið þèr vanlíðan eða ef þèr líður eins og èg sè að tala niður til þolenda ofbeldis. Minn fókus er meira hvað getur nágranni gert meira en hann hefur gert og hverjar gætu afleiðingarnar fyrir nágrannan verið ef það er hætta á ferðum, þau taka saman aftur eða aðstæðan er misúlkuð.
Vanilla er búin að gera ansi góða hluti sýnist mèr og núna vonandi er allt uppá við hjá stelpunni. Oft þarf bara að byrja að velta litlum steini til að hjálpa fólki og èg stend 100% á bakvið að rètta út hjálparhönd, það hjálpar pottþètt bara að vita af Vanillu og kannski er það einmitt hjálpin sem veitir stelpunni styrk að halda áfram með líf sitt. :)

______________________________________________________________________

Degustelpa | 1. feb. '16, kl: 17:45:05 | Svara | Er.is | 0

ég myndi láta lögguna vita

VanillaA | 1. feb. '16, kl: 18:58:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gerði það í gærkvöldi.

Dalía 1979 | 1. feb. '16, kl: 19:47:31 | Svara | Er.is | 0

Veistu hvort hann eigi lögheimili þarna eða sé með nafnið á ´póstkassanum ef ekki myndi hiklaust láta hirða hann ..hann hefur ekki leyfi til að vera að ráfa á stigaganginum ef hann býr ekki þarn eins getur þú ekki brýnt fyrir fólki að vera ekki að opna fyrir hverjum sem er .eru margar íbuðir i blokkinni

VanillaA | 1. feb. '16, kl: 23:45:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann á ekki lögheimili eða neitt hérna, sumir opna án þess að svara í dyrasímann. Óþolandi alveg.

Dalía 1979 | 2. feb. '16, kl: 00:23:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt myndi ekki hika við að hringja á lögregluna 

bb99 | 2. feb. '16, kl: 02:43:01 | Svara | Er.is | 0

það er hægt að læsa anddyri þannig flók getur hingt á kvöldinn það er þannig þá mér fer í lás kl.21 og er læst til kl.7

bb99 | 2. feb. '16, kl: 02:55:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er hægt að læsa anddyri þannig flók getur ekki hingt á kvöldinn það er þannig þá mér fer í lás kl.21 og er læst til kl.7

alboa | 5. feb. '16, kl: 08:10:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stjórnar húsfélagið sem sagt hvenær fólk má fá gesti og hvenær ekki? 


kv. alboa

Gale | 5. feb. '16, kl: 19:05:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Góð spurning.

En ég átti vinkonu sem bjó í einni af stóru blokkunum í Engihjallanum og það var tekið upp að læsa á kvöldin kl. 21(minnir mig) og ef maður kom og hringdi bjöllunni eftir það varð hún að koma niður og opna fyrir manni (sem var bögg, því hún bjó á 8. hæð og þurfti þá að taka lyftuna niður, opna fyrir mér og fara svo með mér upp).

Horision
fálkaorðan | 2. feb. '16, kl: 21:13:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 19

Einn ofbeldismaðurinn alveg á tauginni hérna.


Það er 2016 og flestir líta ekki undan ofbeldi. Díl wiþþ itt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Horision | 3. feb. '16, kl: 22:28:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

" þegar fingurinn bendir á tunglið, horfir fíflið á fingurinn "

LadyGaGa | 5. feb. '16, kl: 19:04:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Svei mér þá, hann er með sama talanda(skrifanda) og minn fyrrverandi sem var ofbeldismaður.

choccoholic | 2. feb. '16, kl: 21:26:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

afþví að venjulegt fólk hangir úti í bíl  eða á stigaganginum fyrir utan íbúð fyrrverandi maka marga klst á sólahring bara í gúddí fílíng eða? Þessi hegðun er sjúkleg, það sér það hver heilvita maður.

T.M.O | 2. feb. '16, kl: 21:57:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þú ert hardcore að geta séð í gegnum ímyndaðar upplifanir fólks sem þú hefur aldrei hitt í aðstæðum sem þú varst hvergi nálægt. Þú þekkir greinilega starfsemi heilbrigðisstétta frá þjónustuendanum

Horision | 3. feb. '16, kl: 22:36:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, frá þjónustuendanum.

VanillaA | 3. feb. '16, kl: 00:38:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok, þú ert bara eins og opin bók Horision! Hefurðu fengið á þig kæru? Því ég les það mjög greinilega milli lína. Eða nei, það er víst hótun um ofbeldi. Og þú átt í erfiðleikum með eftirköst? Erfitt með svefn? Þetta les ég all mjög auðveldlega. Aðkoma yfirvalda er eitthvað að trufla þig í þessu máli þínu. 
Má ég kannski bjóða þér númer hjá afbragðs geðlækni?

Horision | 3. feb. '16, kl: 22:34:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætlaru núna líka að fara að hjálpa mér ? Hjálpsemi þín á sér fá takmörk og þú ert ekkert að láta eftirspurnina eða þörfina villa þér sýn.
En, já takk. Hvaða geðlækni mæliru með mest af öllum ?

VanillaA | 3. feb. '16, kl: 23:46:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi Horisin, í alvöru? Svörin þín voru eitthvað svo absúrd að ég gerði mitt besta til að toppa þau:) En ég skal samt segja þér, svona í alvöru, að mitt fyrsta hugboð í þessu máli öllu, reyndist því miður rétt. 
Það skiptir engu máli hverju þú baunar á mig héreftir, hversu mikið þú þykist sálgreina mig eða hrauna yfir mig, ég veit núna að ég gerði rétt.

Horision | 3. feb. '16, kl: 23:50:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru góðar fréttir. Hvað gerðir þú og með hvaða afleiðingum ?

VanillaA | 4. feb. '16, kl: 00:20:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þig alveg klæjar að halda áfram að hrauna yfir mig. Ég ætla ekki að veita þér þá ánægju.

Horision | 4. feb. '16, kl: 01:29:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kannast ekki við að hafa hraunað yfir þig, en varað þig við inngripum í líf annara. Lýsing þín á mér og lífi mínu verður þér þó seint til framdráttar.

patrio | 4. feb. '16, kl: 16:48:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vara við inngripum í líf annarra! Vona að þú sért að grínast!
Oft geta svona inngrip verið lífsnauðsynleg. Hvað ef þú heyrir á næstu hæð að það er verið að misþyrma börnum....myndir þú þá ekki tilkynna það til barnaverndar??? það er inngrip og skylda alls almennings skv. lögum að tilkynna um slíkt!!

Horision | 4. feb. '16, kl: 18:22:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veröld sumra er svart / hvít. Auðvitað á að tilkynna öllum mögullegum yfirvöldum ef bolli brotnar og einhver bölvar.

clean house | 5. feb. '16, kl: 02:59:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki láta þetta tröll fara í taugarnar á ykkur.Það sér allt í horision og er ekki marktækt þar af leiðandi.

*****undirskrift*****

patrio | 5. feb. '16, kl: 11:53:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér finnst hljóma meira eins og þú sért ekki samkvæm/ur sjálfum þér!! Þú talar í hringi.

VanillaA | 7. feb. '16, kl: 01:20:30 | Svara | Er.is | 2

Andsk... var að fara með ruslið áðan og þá sat maðurinn í stiganum og ég eiginlega rak hann út. Hann er sko búinn að vera hér fyrir utan síðan síðast. Og nú er ég eiginlega bara skíthrædd, hann var brjálaður. Og situr fyrir utan núna.
Þið allavega vitið af því ef ég vakna dauð á morgun.

T.M.O | 7. feb. '16, kl: 01:51:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ef þér finnst þér vera ógnað ekki hika við að hringja á lögregluna.

Gulla91
Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 20.7.2023 | 04:31
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
fermingarkort dæsí 15.4.2011 20.7.2023 | 04:28
Síða 8 af 46356 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123