Er pilsner áfengi?

Kústurinn | 17. jan. '08, kl: 09:10:07 | 578 | Svara | Er.is | 0

Afsakið að ég skrifa hér inn, en hér er mesta hreyfingin. Hvað er mikið áfengismagn í pilsner? Er óhætt að dreypa á slíku í upphafi meðgöngu?

 

Máni | 17. jan. '08, kl: 09:12:42 | Svara | Er.is | 0

2,25% ef ég man rétt.

hala | 17. jan. '08, kl: 09:15:00 | Svara | Er.is | 0

Pilsner er svipaður og malt

Máni | 17. jan. '08, kl: 09:15:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei malt er um 1%

Kústurinn | 17. jan. '08, kl: 09:18:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ókey. Mér var sagt að svipað áfengismagn væri í malti og pilsner. En þ ar sem styrkleikinn er 2,25% í pilsner þá er líklega ekki sniðugt að drekka hann á meðgöngu.

R E D | 17. jan. '08, kl: 09:19:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda alveg ónauðsynlegt ;)

----------------------------------------------------------------------
..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-

Eat Me | 17. jan. '08, kl: 09:22:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jólaölið getur verið áfengt

Adult Ego Syndrome er heilkenni sem smitast auðveldlega á milli fullorðins fólks.

Bullock | 17. jan. '08, kl: 09:25:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég efast um að það sé mjög hættulegt.
En þetta er bara eitthvað sem þú þarft að meta sjálf.

*********************************************************
If you can't stand the heat, stay out of the kitchen!

trilla77 | 17. jan. '08, kl: 09:28:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af hverju þyrftirðu að drekka pilsner?

Kústurinn | 17. jan. '08, kl: 09:44:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er komin stutt, er að fara í gleðskap og vil ekki vekja grunsemdir. Gæti alveg misst fóstrið aftur. En ef það er svona mikið magn í pilsner þá verð ég að finna aðra lausn eða MJÖG góða afsökun f drykkkleysi.

Máni | 17. jan. '08, kl: 09:47:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert á pensilíni.

Kústurinn | 17. jan. '08, kl: 09:48:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já. En hvað er að mér? Slæm hálsbólga?

Máni | 17. jan. '08, kl: 09:49:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þess vegna.

R E D | 17. jan. '08, kl: 09:51:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Streptó.....ígerð í stóru tá....hehe

----------------------------------------------------------------------
..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-

Virkar | 17. jan. '08, kl: 11:54:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eyrnasýking er eitthvað sem engin sér og þarf pensilín við.

..............................................................................

trilla77 | 17. jan. '08, kl: 09:54:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú getur líka verið með bjórdós; opnað hana og tekið feik sopa - farið á klóið, hellt bjórnum niður og fyllt dósina með vatni

annars finnst mér pensillín-sagan alltaf skotheld

arabian horse | 17. jan. '08, kl: 13:13:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, eða þóst vera að drekka einhvern kokteil og blandað bara óáfengt.

neei | 17. jan. '08, kl: 09:29:47 | Svara | Er.is | 0

ekkert vera að taka sjénsinn, barnið getur fengið áfengiseitrun (eða hvað það nú kallast) eftir einn bjór, og svo eru sumar mömmur sem eru fullar alla meðgönguna og barnið í fína lagi. Ég myndi samt ekkert vera að taka stórsjénsa á þessu.

Kústurinn | 17. jan. '08, kl: 09:46:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er auvðitað ekki að tala um bjór heldur pilsner og er bara að tala um að dreypa á. Ekki klára eina flösku eða flöskur af pilsner. Ég er vön að drekka bjór og það mun þvi vekja athygli ef ég allt í einu fæ mér ekkert og er samt bara 10 mín að labba heim. Þannig að bílstjóraafsökunin gengur illa.

En ef það er þetta hátt % í pilsner þá þarf ég að finna aðra lausn.

Medister | 17. jan. '08, kl: 10:01:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

2,25% er varla áfengt, og þú ert að tala um að drekka hálfan? Mundi ekki vera að noja mig yfir því.

hjartamús | 17. jan. '08, kl: 09:32:46 | Svara | Er.is | 0

það er samt til bjór sem heitir Pilsner..vinkona systir mannsins míns skyldi eftir Pilsner í bílnum hjá okkur einhvern tímann og maðurinn minn varð þyrstur og greip eina dós í því skini að þetta væri venjulegur pilsner svo fór hann að skoða áfengis magnið í honum og sá að það var jafn mikið og í Heineken bjór :/

Bullock | 17. jan. '08, kl: 09:44:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er til bjór með þessu nafni en drykkurinn pilsner er annað.

*********************************************************
If you can't stand the heat, stay out of the kitchen!

hjartamús | 17. jan. '08, kl: 09:48:39 | Svara | Er.is | 0

já einmitt :) var að spá í því Bullock :)

islandssol | 17. jan. '08, kl: 11:43:25 | Svara | Er.is | 0

Það er líka til áfengislaus pilsner td í Fjarðarkaup.

antonj | 17. jan. '08, kl: 11:48:40 | Svara | Er.is | 0

segðu bara að þú sért á pensilíni vegna eyrnabólgu:-) Allavega fékk ég eyrnabólgu fyrir nokkrum mánuðum þrátt fyrir að vera 26 ára

oftast | 17. jan. '08, kl: 13:14:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

?

MUX | 17. jan. '08, kl: 11:56:38 | Svara | Er.is | 0

Ég drakk pilsner í lítravís á annarri meðgöngunni minni og það var í góðu lagi, ljósan mín sagði ekkert við því, svo einn pilsner getur varla skaðað ;)

because I'm worth it

miss secret | 17. jan. '08, kl: 12:08:34 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki neitt að því að drekka pilsner,drekktu hann af bestu list.

ert | 17. jan. '08, kl: 13:02:45 | Svara | Er.is | 0

Ég faldi það mánuðum saman að ég væri ófrísk með pilsner. Stór bjórglas + einn pilsner og engan grunaði neitt nema barþjóninn sem skildi ekki af hverju manneskja sem greinilega var nýhætt að drekka drykki pilsner. Hann benti mér á það að pilsner gæti vakið upp áfengislöngun.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

U g l a | 17. jan. '08, kl: 13:11:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú gætir líka nota áfengislaust léttvín sem fæst í mörgum matvöruverslunum.

fridust | 4. nóv. '19, kl: 19:45:09 | Svara | Er.is | 0

Gott að rétta sig af með pilsner, því hann er áfengi. Alkar í bata drekka ekki áfanga drykki. Pilsnerinn og máltíð líka er áfengt. Óvirkir alkar eru á fallbraut þegar þeir fá sér pilla eða verkjalyf merktar rauða þríhyrningnum.

TheMadOne | 4. nóv. '19, kl: 19:55:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

11 ára gömul umræða...

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kjarri79 | 5. nóv. '19, kl: 12:21:22 | Svara | Er.is | 0

Ég mæli með sækja um á vogi hið snarasta. Þá grunar engan að þú ert ólétt og svona heimskulegar vangaveltur hætta að þvælast fyrir þér. Gangi þér vel

Júlí 78 | 5. nóv. '19, kl: 12:27:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki svolítið seint að fara að sækja um á Vog núna? Umræða síðan 2008. Ekki einu sinni víst að manneskjan sé á lífi núna.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Má þetta ? Dehli 12.11.2019 12.11.2019 | 22:27
Dagur einhleypra Hr85 11.11.2019 12.11.2019 | 20:55
VG - Verkalýðsflokkur ? kaldbakur 8.11.2019 12.11.2019 | 20:33
Rosalega er hægt að gera einfalda hluti flókna. spikkblue 11.11.2019 12.11.2019 | 19:42
Grjónapúði - góð hugmynd eða...? fannykristin 12.11.2019 12.11.2019 | 17:32
Af beztu lyst, pylsupasta Mjóna 12.11.2019
Verslunarskólinn - hvenær hefst fyrsti tími á morgnanna vb123 12.11.2019
Ali Express elskum dýrin 12.11.2019
Hvað er málið með Svíþjóð??? Hauksen 10.11.2019 11.11.2019 | 14:47
Júníbumbur 2020 skvisan93 8.11.2019 11.11.2019 | 14:40
Gera nafnið á manninum opinbert spikkblue 24.9.2019 11.11.2019 | 13:15
Airbnbþrif, heimilisþrif og flutningsþrif Totaogtomas 11.11.2019
Storytel... kirivara 11.11.2019
Álfabikar og blæðingar sankalpa 27.10.2019 11.11.2019 | 01:59
Sala á fasteignum Jackie O 6.11.2019 10.11.2019 | 15:12
Fær hún pening fyrir þetta? Júlí 78 6.11.2019 10.11.2019 | 06:17
Námslán og gjaldþrot/vanskilaskrá oskar87 1.11.2019 9.11.2019 | 23:30
Að láta brenna sig? (í stað þess að jarða) suama 8.11.2009 9.11.2019 | 14:09
Láta lögregluna eiga sig og gjalda í sömu mynt spikkblue 8.11.2019 9.11.2019 | 12:01
vantar ódýran sal, 30-40 manns, miðbærinn lara1123 8.11.2019
3d prentun eftir pöntun siRB02 3.11.2019 8.11.2019 | 09:31
Sænska stemningin komin til landsins ! Dehli 7.11.2019 7.11.2019 | 23:15
Steinunn Ólína er hetja steinn800 5.11.2019 7.11.2019 | 22:58
Nákvæm vikt mistersb 7.11.2019 7.11.2019 | 22:41
Læknisfræði eftir 35 Lærum 26.6.2019 7.11.2019 | 20:41
Nicole fragrance offer, Nicole ilmtilboð park111 7.11.2019
vantar ókeypis hluti fyrir galdur bigga777 7.11.2019
Dental insurance aallex 6.11.2019 6.11.2019 | 22:46
Næsti Rússlandsforseti. Wulzter 6.11.2019
Stríðið í Albaníu Hr85 6.11.2019 6.11.2019 | 13:59
Amerískir siðir, hrekkjavaka og fl. Júlí 78 31.10.2019 5.11.2019 | 23:40
Varðandi tannréttingar haraldurha 5.11.2019 5.11.2019 | 23:25
Stífleiki í kjálkum. The Queen 7.9.2008 5.11.2019 | 23:19
Hjallastefnuforeldrar Ath. siggaj72 5.11.2019
Kuðungar litlir atv2000 28.10.2019 5.11.2019 | 20:25
Hver er tilgangurinn ? Dehli 28.10.2019 5.11.2019 | 18:38
Biðlistar og kreddur í boði ríkisstjórnar - Fyrir hverja ? kaldbakur 5.11.2019 5.11.2019 | 17:43
Hjukrun öldrun og liffæra og lifeðlisfræði 0911 5.11.2019
Er pilsner áfengi? Kústurinn 17.1.2008 5.11.2019 | 12:27
sobril vegna prófkvíða ommsa 16.11.2012 5.11.2019 | 10:54
Ljót orð óskast hér.... R E D 26.3.2006 5.11.2019 | 06:29
Appelsínur þaþað 4.11.2019
Marks og Spencer þaþað 28.10.2019 4.11.2019 | 23:25
Ódýr dekkjaskipti mæli með þessu verkstæði diski3 4.11.2019
stærðfræði kennsla anberk 4.2.2017 4.11.2019 | 19:18
Bestu Bakþankar í Fréttablaðinu til þessa 2. nóv. sl. kaldbakur 4.11.2019 4.11.2019 | 17:21
Super1 er e-ð eftir á útsölunni? GullaHauks 4.11.2019
Álfheiður Eymarsdóttir vara alþingismaður fyrir Pirata kaldbakur 1.11.2019 4.11.2019 | 10:19
Líkur sækir líkann heim. Dehli 3.11.2019 3.11.2019 | 14:13
911 verkstæði í Hafnarfirði. Parketslípun Reykjavíkur 3.11.2019
Síða 1 af 19713 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron