Er pilsner áfengi?

Kústurinn | 17. jan. '08, kl: 09:10:07 | 614 | Svara | Er.is | 0

Afsakið að ég skrifa hér inn, en hér er mesta hreyfingin. Hvað er mikið áfengismagn í pilsner? Er óhætt að dreypa á slíku í upphafi meðgöngu?

 

Máni | 17. jan. '08, kl: 09:12:42 | Svara | Er.is | 0

2,25% ef ég man rétt.

hala | 17. jan. '08, kl: 09:15:00 | Svara | Er.is | 0

Pilsner er svipaður og malt

Máni | 17. jan. '08, kl: 09:15:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei malt er um 1%

Kústurinn | 17. jan. '08, kl: 09:18:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ókey. Mér var sagt að svipað áfengismagn væri í malti og pilsner. En þ ar sem styrkleikinn er 2,25% í pilsner þá er líklega ekki sniðugt að drekka hann á meðgöngu.

R E D | 17. jan. '08, kl: 09:19:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda alveg ónauðsynlegt ;)

----------------------------------------------------------------------
..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-

Elva Borg Meldal | 17. jan. '08, kl: 09:22:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jólaölið getur verið áfengt

Adult Ego Syndrome er heilkenni sem smitast auðveldlega á milli fullorðins fólks.

Bullock | 17. jan. '08, kl: 09:25:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég efast um að það sé mjög hættulegt.
En þetta er bara eitthvað sem þú þarft að meta sjálf.

*********************************************************
If you can't stand the heat, stay out of the kitchen!

trilla77 | 17. jan. '08, kl: 09:28:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af hverju þyrftirðu að drekka pilsner?

Kústurinn | 17. jan. '08, kl: 09:44:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er komin stutt, er að fara í gleðskap og vil ekki vekja grunsemdir. Gæti alveg misst fóstrið aftur. En ef það er svona mikið magn í pilsner þá verð ég að finna aðra lausn eða MJÖG góða afsökun f drykkkleysi.

Máni | 17. jan. '08, kl: 09:47:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert á pensilíni.

Kústurinn | 17. jan. '08, kl: 09:48:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já. En hvað er að mér? Slæm hálsbólga?

Máni | 17. jan. '08, kl: 09:49:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þess vegna.

R E D | 17. jan. '08, kl: 09:51:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Streptó.....ígerð í stóru tá....hehe

----------------------------------------------------------------------
..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-

Virkar | 17. jan. '08, kl: 11:54:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eyrnasýking er eitthvað sem engin sér og þarf pensilín við.

..............................................................................

trilla77 | 17. jan. '08, kl: 09:54:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú getur líka verið með bjórdós; opnað hana og tekið feik sopa - farið á klóið, hellt bjórnum niður og fyllt dósina með vatni

annars finnst mér pensillín-sagan alltaf skotheld

arabian horse | 17. jan. '08, kl: 13:13:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, eða þóst vera að drekka einhvern kokteil og blandað bara óáfengt.

neei | 17. jan. '08, kl: 09:29:47 | Svara | Er.is | 0

ekkert vera að taka sjénsinn, barnið getur fengið áfengiseitrun (eða hvað það nú kallast) eftir einn bjór, og svo eru sumar mömmur sem eru fullar alla meðgönguna og barnið í fína lagi. Ég myndi samt ekkert vera að taka stórsjénsa á þessu.

Kústurinn | 17. jan. '08, kl: 09:46:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er auvðitað ekki að tala um bjór heldur pilsner og er bara að tala um að dreypa á. Ekki klára eina flösku eða flöskur af pilsner. Ég er vön að drekka bjór og það mun þvi vekja athygli ef ég allt í einu fæ mér ekkert og er samt bara 10 mín að labba heim. Þannig að bílstjóraafsökunin gengur illa.

En ef það er þetta hátt % í pilsner þá þarf ég að finna aðra lausn.

Medister | 17. jan. '08, kl: 10:01:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

2,25% er varla áfengt, og þú ert að tala um að drekka hálfan? Mundi ekki vera að noja mig yfir því.

hjartamús | 17. jan. '08, kl: 09:32:46 | Svara | Er.is | 0

það er samt til bjór sem heitir Pilsner..vinkona systir mannsins míns skyldi eftir Pilsner í bílnum hjá okkur einhvern tímann og maðurinn minn varð þyrstur og greip eina dós í því skini að þetta væri venjulegur pilsner svo fór hann að skoða áfengis magnið í honum og sá að það var jafn mikið og í Heineken bjór :/

Bullock | 17. jan. '08, kl: 09:44:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er til bjór með þessu nafni en drykkurinn pilsner er annað.

*********************************************************
If you can't stand the heat, stay out of the kitchen!

hjartamús | 17. jan. '08, kl: 09:48:39 | Svara | Er.is | 0

já einmitt :) var að spá í því Bullock :)

islandssol | 17. jan. '08, kl: 11:43:25 | Svara | Er.is | 0

Það er líka til áfengislaus pilsner td í Fjarðarkaup.

antonj | 17. jan. '08, kl: 11:48:40 | Svara | Er.is | 0

segðu bara að þú sért á pensilíni vegna eyrnabólgu:-) Allavega fékk ég eyrnabólgu fyrir nokkrum mánuðum þrátt fyrir að vera 26 ára

oftast | 17. jan. '08, kl: 13:14:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

?

MUX | 17. jan. '08, kl: 11:56:38 | Svara | Er.is | 0

Ég drakk pilsner í lítravís á annarri meðgöngunni minni og það var í góðu lagi, ljósan mín sagði ekkert við því, svo einn pilsner getur varla skaðað ;)

because I'm worth it

miss secret | 17. jan. '08, kl: 12:08:34 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki neitt að því að drekka pilsner,drekktu hann af bestu list.

ert | 17. jan. '08, kl: 13:02:45 | Svara | Er.is | 0

Ég faldi það mánuðum saman að ég væri ófrísk með pilsner. Stór bjórglas + einn pilsner og engan grunaði neitt nema barþjóninn sem skildi ekki af hverju manneskja sem greinilega var nýhætt að drekka drykki pilsner. Hann benti mér á það að pilsner gæti vakið upp áfengislöngun.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

U g l a | 17. jan. '08, kl: 13:11:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú gætir líka nota áfengislaust léttvín sem fæst í mörgum matvöruverslunum.

fridust | 4. nóv. '19, kl: 19:45:09 | Svara | Er.is | 0

Gott að rétta sig af með pilsner, því hann er áfengi. Alkar í bata drekka ekki áfanga drykki. Pilsnerinn og máltíð líka er áfengt. Óvirkir alkar eru á fallbraut þegar þeir fá sér pilla eða verkjalyf merktar rauða þríhyrningnum.

T.M.O | 4. nóv. '19, kl: 19:55:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

11 ára gömul umræða...

kjarri79 | 5. nóv. '19, kl: 12:21:22 | Svara | Er.is | 0

Ég mæli með sækja um á vogi hið snarasta. Þá grunar engan að þú ert ólétt og svona heimskulegar vangaveltur hætta að þvælast fyrir þér. Gangi þér vel

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
Síða 8 af 47645 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, tinnzy123, Kristler, paulobrien