Er strætó mesta draslfyrirtæki landsins?

Hr85 | 12. sep. '19, kl: 00:27:10 | 317 | Svara | Er.is | 0

Núna er það orðið normið að þetta fyrirtæki fær neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Yfirleitt er það tengt vagnstjórunum sem virðast margir hverjir vera skapstórir og kærulausir ásamt því að kunna ekki orð í íslensku. 


Núna eru menn með stór plön um einhverja borgarlínu en hvernig væri að byrja á "litlum" hlutum eins og bara það að bjóða upp á lágmarksþjónustu í vögnunum svona frá degi til dags? 

 

Júlí 78 | 12. sep. '19, kl: 07:15:24 | Svara | Er.is | 0

Kannski væri fyrsta skrefið að hækka laun vagnstjóra. Ég hef heyrt að þau sé nú ekki til að hrópa húrra yfir. Kannski er líka of mikil tímapressa á vagnstjórum, erfitt að halda áætlun þess vegna. Ég get ýmindað mér að það sé ekki skemmtilegt að vera vagnstjóri sérstaklega á álagstímum þegar umferðin er eins og hún er. Svo geta verið vond veður og þá er stjálfsagt enn meira stress á vagnstjórum. En ég er sammála því, vagnstjórar þurfa að kunna einhverja íslensku en ef launin hækka þá vilja kannski fleiri íslendingar sem eru íslenskumælandi vinna þetta starf. Ég hef nú ekki tekið strætó nokkuð lengi en á tímabili gerði ég það reglulega á leið í og úr vinnu. Það gat alveg verið martröð, yfirfullir vagnar, meira að segja svo fullir að varla var hægt að komast inn í vagninn og svo kom fyrir að vagnstjórinn keyrði alltof hratt til að geta náð í næsta vagn sem fólk ætlaði að taka! Þetta var eins og að vera í rússibana! Veit ekki hvort ástandið hefur lagast, kannski hefur það gert það. En ég hef líka tekið strætó erlendis nokkuð oft. Það var allt annað líf, ekkert stress á vagnstjóra og bara allt annað tempó á öllu saman! 

Hr85 | 12. sep. '19, kl: 13:40:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já fólk talar eins og það sé einhver óumflýjanlegur raunveruleiki að bara útlendingar nýkomnir til landsins fáist í þessi störf. Auðvitað á að hækka laun og bæta starfsumhverfi svo að betri aðilar fáist í störfin. Við gátum reddað svona hlutum hér áður fyrr fyrir tíma EES og mikils innflutnings á fólki. 

kaldbakur | 12. sep. '19, kl: 15:49:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Júlí mín ég veit ekki hvaða strætisvagn þú varst að nota og var troðfullur til og frá vinnu. En það er ánægjulegt að einhverjir vagnar strætó séu með farþegum. Ég hef fylgst reglulega með strætó í ca. 3-4 ár og sé að oft eru vagnarnir tómir og algengast að 2-5 séu þar fyrir utan bílstjóra.
Þessi athugin mín er ekki í úthverfu að morgni bara almennt á götum bæjarins á öllum tímum.
Fáránlegt að sjá Strætó tóman á fullri ferð eftir forgangsrein.
Vandamál Strætisvagnanna er auðvitað að fólk notar þá ekki ! En þú neyðir ekki Reykvikinga eða aðra hér á höfuðborgarsvæðinu til að nota strætó ef þeim líkar ekki sá samgöngumáti. Borgarlínan er fyrirfram dauðadæmd ! Það er svo augljóst að þetta fólk sem er að skipuleggja Borgarlínu hugsar dæmir skaggt.
Borgarstjórn Reykjavíkur og Borgarlínuliðið heldur að einhver eftirspurn verði eftir húysnæði og jafnvel á yfirverði við þessa "járnbrautarlínu" sem borgarlína er hugsuð. Þetta er svo galið að engu tali nær. Fólk er að kvarta yfir strætisvagnaumferð (með tóma vagna) nærri íbúðum þar sen vagnarnir spúa eytri og fara yfir umferðarhindranir (bungur) við hver gatnamót og víðar. Ótrúleg óþægindi að hafa svona vanskapnað nærri sér. Og svo halda kjánarnir í borgarstjón að þetta verði eftirsóknarvert !

ert | 12. sep. '19, kl: 17:39:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vil endilega taka inn það sem þú ert á. Ég hund þreytt á því að geta ekki setið í 1 um miðjan dag.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 12. sep. '19, kl: 17:44:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu ekki a lyfjum

ert | 12. sep. '19, kl: 19:34:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara skjaldkirtilslyfjum og svo tek ég stundum D vítamínið. Fækkar í vagni 1 ef ég sleppi D vítamíni?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 12. sep. '19, kl: 22:12:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi taka matarolíu ef þú ferð í Strætó á morgnana.

ert | 13. sep. '19, kl: 06:20:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó varstu að segja að strætó væri tómur á morgnanna? Eða heldurðu ekki þræði vegna ölvunar?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 12. sep. '19, kl: 22:14:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gæti fækkað hressilega í Strætó ef þú étur hvítlauk daglega og helst rétt áður en ferð í leið 1.

Júlí 78 | 12. sep. '19, kl: 21:55:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bæði leið 1 og leið 6 geta eða a.m.k. gátu þegar ég notaði strætó verið troðfullir á álagstímum, kannski fleiri leiðir líka. En óttalega finnst mér þetta vitlaust. Kannski er markmiðið að troða öllum í strætó. Stefnan er á að skattleggja meira bíleigendur í borginni (veggjöld) og ekkert verið að tala við formann félags bifreiðaeiganda (FÍB) um málið. Borga ekki bíleigendur nóg með sínum sköttum og gjöldum? 


Á vef FÍB í dag segir meðal annars:

"Á fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, með fulltrúum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem kynnt var framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu kom fram að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins verða tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir, þar með talið borgarlínu.

Fram kom í fréttinni að efni fundarins hefur ekki verið gert opinbert en samkvæmt heimildum verða um 125 milljarðar króna settir í hinar ýmsu framkvæmdir fram til ársins 2033. Þar vegur þyngst borgarlína sem áætlað er að kosti 70 milljarða króna. Tæplega helmingur heildarpakkans, eða um 60 milljarðar króna, verður fjármagnaður með veggjöldum á helstu stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins á umræddu tímabili. Eru hugmyndir um að  gjöldin verði á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð, þau verði hæst á háannatíma en lægri á öðrum tímum sólarhrings. 

Runólfur Ólafsson sagðist undrandi á þessum hugmyndum og segist að óreyndu ekki trúa því að þetta séu einhverjar raunverulegar hugmyndir.

,,Ef þetta væri hins vegar að ganga fram þá mættu kannski  íbúar á ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu búast við því að fá á sig ákveðnar álögur sem væru á bilinu 30-40 þúsund á mánuði. Það gerir um 400-500 þúsund á ári og til að afla þeirra tekna þarf fólk að hafa yfir 700 þúsund krónur í tekjur. Fjölskyldurnar í landinu eru nú þegar að borga hátt í 80 milljarða króna í skatta í formi einkabílsins. Aðeins hluti af þeirri upphæð hefur gengið til samgangna. Það var val sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að draga úr samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum og á móti var aukinn styrkur til strætó og almenningssamgangna. Því miður hefur það ekki skilað þeim árangri að halda í við þá umferðaraukningu sem átt hefur sér stað. Hluti af þeirri umferðaraukningu tengist m.a.stór aukinni ferðamannaþjónustu. Það er svo alveg furðulegt að ætla síðan að setja stórauknar álögur á afmarkaðan hóp landsmanna á höfuðborgarsvæðinu til þess að koma hlutum í það horf sem eðlilegt væri, og hefði átt fyrir löngu að gera ráðstafanir með,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB."

kaldbakur | 12. sep. '19, kl: 22:09:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er farið útí algjörar öfgar - þeir virða hata bílinn svo mikið ... það þarf bara að lagfæra vegina og verstu umferðarhornin.
Ótækt að lata fólk jafnvel bíða klst í bílnum sínum daglega.
Gott ef fólk getur hjólað eða gengið en Strætó virðist aldrei ná vinsældum hér.

Júlí 78 | 12. sep. '19, kl: 22:16:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vil vita í hvað peningarnir fara. Ef fjölskyldurnar í landinu borga 80 milljarða í skatta í formi einkabílsins og bara hluti þeirra peninga hafa farið í samgöngur, í hvað hefur þá farið restin? Getur ríkisstjórnin bara hagað sér eins og henni dettur í hug? Á almenningur ekki rétt á að vita ef að ríkisstjórnin setur einhvern hluta af þessum peningum í einhver gæluverkefni?  

kaldbakur | 12. sep. '19, kl: 22:21:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta hefur alltaf verið svona. Allskonar skattar settir á og svo eru bara settir nýir skattar og allskonar gjöld.
Þetta er sagt vera lagt á vegna vega, bensínskattar, þugagjöld, gúmígjald osvfrv.
Fyrir mörgum árum var lagður skattur á eldspítur sem þá voru mikið notaðar.
Þetta átti að renna til einhvers sérstaks málefnis sem var svikið.

Júlí 78 | 12. sep. '19, kl: 22:28:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já alveg undarlegt að þessir klúbbur þarna á þinginu (alþingismenn og ráðherrar) kom með lög og reglugerðir sem þeir ætlast til að borgarnir fari eftir en geta svo ekki staðið sjálfir við það sem borgarnir ætlast til af þeim, að þeir séu heiðarlegir í sínum störfum og séu ekki að svíkja sína kjósendur og nota einhverja skatta í annað en til var ætlast í upphafi.

Júlí 78 | 12. sep. '19, kl: 22:45:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Inga Sæland sagði  að vænt­an­leg­ar skatta­lækk­an­ir handa þeim tekju­lægstu væru ekki neitt neitt. „242 þúsund krón­ur verða 252 þúsund krón­ur eft­ir tvö ár. Þessi frá­bæra vel­ferðar­stjórn hef­ur skilað því til fá­tækra,“ sagði hún. Mikið held ég að láglaunafólki muni mikið um þennan 10 þús. kall á mánuði eða þannig (not). Það stendur víst líka til að lækka persónuafsláttinn í stað þess að hækka hann..og svo má búast við að a.m.k. sumir á höfuðborgarsvæðinu þurfi að borga um 30-40 þúsund á mánuði í veggjöld þegar þau eru komin á. Er ekki alveg sérstök ástæða til að hrósa ríkisstjórninni? Nei, alls ekki. Ég kann alveg að leggja saman tvo og tvo en ríkisstjórnin virðist ekki kunna það. Þau halda bara ennþá að þau séu að gera vel við láglaunafólk. 

ert | 13. sep. '19, kl: 06:19:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er óskaplega vitlaust að reyna að fá fólk til að nóta almenningssamgöngur. Það er enginn hnattræn hlýnun og við ættum að öll að eiga bíla af því að það er ekkert kolefnisspor af því að búa til bíls.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 13. sep. '19, kl: 08:49:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem mér finnst vitlaust er að gera varla ráð fyrir því að fólk muni alltaf eiga bíla. Það munu aldrei allir koma til með að nota strætó. Jú fínt að reyna að fá fólk til að nota almenningsamgöngur. Það er hægt að gera á ýmsan máta. Til dæmis að leyfa skólafólki að fá frítt í strætó. Svo er hægt að gera ýmislegt til þess að fólk kaupi sér frekar rafmagnsbíla heldur en aðra bíla. 
2. apríl 2014  inn á mbl.is

"Metnaðarfull áætl­un um raf­bíla­væðingu

Markaðshlut­deild raf­bíla í mars var alls 20,3% í Nor­egi, ekki aðeins vegna vin­sælda Tesla því raf­bíl­arn­ir Nis­s­an Leaf og Volkswagen e-Up eru líka eft­ir­sótt­ir meðal Norðmanna.

Það er ekki til­vilj­un að Norðmenn eru í far­ar­broddi við að raf­væða bíla­flot­ann, því norsk stjórn­völd hafa gert ým­is­legt til að auka hvat­ann fyr­ir neyt­end­ur. Má þar nefna að toll­ar eru um­tals­vert lægri á um­hverf­i­s­væn­um bíl­um, það er ókeyp­is að leggja þeim þar sem ann­ars eru gjald­stæði og lagðar hafa verið sér­stak­ar ak­rein­ar aðeins fyr­ir um­hverf­i­s­væna bíla sem kom­ast fyr­ir vikið hraðar í gegn­um um­ferðina.

Mark­mið norskra stjórn­valda er að styðja við inn­leiðingu raf­bíla gagn­gert með slík­um aðgerðum fram til árs­ins 2017, eða þar til 50.000 raf­bíla hafa verið seld­ir. Nú þegar eru 26.000 raf­bíl­ar á veg­um úti í Nor­egi."

Fréttablaðið 2. janúar 2019: " Norðmenn slá öllum öðrum þjóðum við í kaupum á rafmagnsbílum og á nýliðnu ári var þriðji hver nýr bíll sem seldist í landinu knúinn áfram eingöngu með rafmagni. Svo nákvæmni sé gætt voru það 31,2% nýrra seldra bíla sem voru rafmagnsbílar og hækkaði hlutfallið úr 20,8% árið 2017, en þetta hlutfall var aðeins 5,5% árið 2013. Norðmenn stefna einhuga á að rafvæða allan bílaflotann og eiga sér þann draum að allir nýir bílar sem seljast árið 2025 verði rafmagnsbílar, eða aðrir mengunarlausir bílar. 

Í heildina seldust 148.000 nýir bílar í Noregi í fyrra og því voru rafmagnsbílarnir ríflega 46 þúsund talsins. Ef að tengiltvinnbílar eru taldir með voru 39% allra nýrra bíla drifnir áfram með rafmagni að fullu eða hluta til. Þó svo við Íslendingar stöndum okkur vel á þessu sviði líka er sambærileg tala öllu lægri hér, eða 21% og miklu lægri í Svíþjóð, eða 6%. Sambærilegar tölur eru 2,2% í Kína og aðeins 1,2% í Bandaríkjunum."

ert | 13. sep. '19, kl: 11:27:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einhverjir munu eiga bíla en það á ekki að gera það of fýsilegt. Við þurfum að hægja á hlýjun.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 13. sep. '19, kl: 11:28:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og rafmagnsbílarnir eru ekki úr pappír frekar en aðrir bílar. Það gleymist oft hversu mikið hefur farið í að búa þá til.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 13. sep. '19, kl: 16:12:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað eru rafmagnsbílar æskilegir og við eigum að hlúa að þannig samgöngutækjum.
Strætisvagnar eins og þeir eru í dag eru einhverjir mestu mengunarvaldarnir í umferðinni.
Strætisvagn sem er gerður fyrir yfir 70 manns og keyrir bara með 1-2 farþega mengar á við 20 venjulega fólksbíla sem ganga fyrir bensíni.
Ferðir strætisvagna eru um 80% með 2-3 farþega. Og að auka tíðni strætisvagna er bara til a' auka mengun og umferðarvandræði.
Borgarlínukjaftæðið mun kosta okkur borgarbúa miklar fjárhæðir. :ap munu mjög fáir nýta sér þennan "hrað" Strætó sem Borgarlína er
Að láta Dag B og Co skipuleggja nýja strætólínu er alveg geggjað en verði ykkur að góðu :)

ert | 13. sep. '19, kl: 19:04:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaðan er þessi 80% tala? Frá þér?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 13. sep. '19, kl: 19:16:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og af hverju getur strætó ekki verið rafmagns?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 13. sep. '19, kl: 19:43:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað geta Stætisvagnar verið knúnir rafmagni og einhverjir þeirra eru það í dag að ég held.
En engu að síður eru þeir óhagkvæmir þegar nýtingin er svona lítil Oft 2-3 farþegar þó að fleiri séu á vissum leiðum að morgno og svo aftur að kvöldi þegar fólk fer til vinnu. Nýting strætó er mjög léleg og glapræði að ana úti einhverjar stórframkvæmdir eins og Borgarlína þegar nýtingin er svona léleg. Alveg við búið að það fé sem lagt verður í Borgarlínu tapist strax.
Það eru sífelldar þrengingar í gangi á gatnakerfinu og búið að eyðileggja flestar götur með einhverkonar bungum og torfærum.
Það mun að sjálfsögðu kosta heilmikið að lagfæra þetta þegar ný Borgarstjórn tekur við næst. En þær endurbætur munu strax lagfæra tafir í umferðinni heilmikið

ert | 14. sep. '19, kl: 06:41:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar kemur fram að nýtingin sé svona léleg? Heimild takk. Ef ég segi ítrekað að karlmenn á bland séu almennt með þroska skerðingu þá þarf ég að hafa trausta heimild fyrir slíku.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kaffinörd | 13. sep. '19, kl: 21:16:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjartanlega sammála Runólfi

seint | 15. sep. '19, kl: 01:53:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef aldrei mætt dónskap í Bónus

neutralist | 13. sep. '19, kl: 11:14:44 | Svara | Er.is | 0

Nei, það myndi vera Útlendingastofnun eða LÍN. Þau eru í harðri samkeppni um að vera verst.

kaldbakur | 13. sep. '19, kl: 19:59:37 | Svara | Er.is | 0

Strætó fæst við tilvistarvanda sinn. Gífurlegt tap er á rekstrinum og fáir vilja nýta sér þessa Strætisvagnaþjónustu.
Núna á einu sinni enn að fara að breyta leiðarkerfinu. Núna ætla þessir snillingar að hætta að fara inní hverfin til þess að reyna að ná til fólksins.
Núna á að setja upp fáar leiðir sem þeir kalla Borgarlína og þeir halda að fólkið muni koma og vilja búa þar sem þessi Strætóleið er.
Það er auðvitað fullreynt fólk vill helst ekki búa nærri þar sem Strætó skröltir framhjá með stuttu millibili. Fólk hvartar yfir þannig umhverfi og vill hafa frið.
Það er eins og þessir snillingar geti aldrei lært neytt af reynslunni.

ert | 14. sep. '19, kl: 06:42:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað áttu við með fáir? Hvaða prósenta er það?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 14. sep. '19, kl: 07:45:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að lesa þetta í skýrslu hjá Strætó frá 2016 sem heitir: "Framtíðarsýn í aðlögun
leiðakerfis Strætó að Borgarlínu og
skipulags höfuðborgarsvæðisins."
"Stoppustöðvar á megin stofnvegum. Það er mat strætó að það að fá stoppisöðvar
á stofnvegi (þjóðvegi í þéttbýli) geti sparað fjármuni og straumlínulagað leiðakerfið.
Strætó munn leggja aukna áherslu á samstarf við sveitarfélögin og Vegagerðina um
slíkar stoppistöðvar en þær gætu t.d verið á: 
• Kringlumýarbraut við göngubrúna við Fossvoginn
 • Reykjanesbraut við Smáralind og Lindir, 
• Reykjanesbraut við Korputún og Vífilstaði. 
• Vesturlandsvegi við Korputorg og Bauhaus. 
Skoða þarf samhliða að hvetja sveitarfélögin til að setja upp hjólastæði samhliða slíkum
stoppistöðvum, en þannig væri hægt að spara akstur inn í hverfin en bæta aðgengi íbúa
að stofnleiðum."Ha, spara akstur inn í hverfin? Eiga allir bara að eiga hjól og hjóla á staðinn? Ég sé þetta alveg í anda, sérstaklega þegar það veðrið verður slæmt. Sé líka alveg í anda þegar gamla fólkið sem sumir hverjir eru nú kannski ekki alveg eins hraustir eins og þeir yngri fara hjólandi þegar það ætlar úr hverfinu sínu í einhverja verslunarmiðstöðina. Kemur þetta ekki allt saman í Skaupinu einhver áramótin?

ert | 14. sep. '19, kl: 08:30:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér það slæmt markmið að 62% fólks búi innan 400 m frá Borgarlínu? https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/09/10/nytt_straetokerfi_i_afongum/

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Hr85 | 14. sep. '19, kl: 11:35:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spes markmið að minnsta kosti að hanna íbúabyggð á forsendum hóps sem telur bara nokkur prósent. 

ert | 14. sep. '19, kl: 13:28:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil ekki. Hverjir eru að hanna íbúabyggð út frá hvaða fámenna hópi?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 14. sep. '19, kl: 13:21:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessar stjórnir Strætó eru auðvitað sérstakt rannsóknarefni.
Mistökin og axarsköftin sem hafa synt sig undanfarna mánuði og ár ættu auðvitað að klingja á öllum varúðarbjöllum.
En eftir höfðinu dansa limirnir ekki satt ?
Borgarstjórn Reykjavíkur með Dag B, Hjálmar og þessa skrítnu kvensu frá Pirötum sem skipulagssjóra eru auðvitað upptökin af vitleysunni.
Nú á að ausa milljörðum í Borgarlinukjaftæðið og þessi rennileið á að fara frá Lækjartorgi uppað Ártúnsbrkku fram og til baka og allir í nærliggjandi hverfum að sogast þangað á stoppistöðvar á þeim ási. Og þeir sem geta ekki eða nenna ekki að labba að leiðinni eiga bara að kaupa sér íbúðir á þessari leið og borga aukalega "innviðagjöld". Sama með aðra leið frá lækjartogi að Melatorgi og svo gegnum BSÍ og yfir brú til Kópavogs Hamraborg, fram og til baka.
Þetta á að leysa allan vanda umferðarinnar !
Það þarf augljóslega að stækka geðdeild Landsspítalans.

ert | 14. sep. '19, kl: 13:29:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í alvörunni á að leggja aðra strætóleiðir en borgarlínu niður?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 14. sep. '19, kl: 14:31:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft að spurja snillingana um þetta. Það eru allavegana ekki neinar lausnir sem þeir hafa auglýst svo ég hafu rekist á.
Engar útfærslur bara tilvijanalegt klór finnst mér.
Og klórið beinist helst að þeim sem ekki vilja fara með strætó.
Þetta er bara dauðadæmt frá upphafi.
Auðvitatað á að fá fólkið með sér finna út þarfir þeirra sem eru að notaa bíla og gera þa vistvænni minni og fyrirferðarminni. Rétt eins og að fara frá Jeppum yfir í smábíla, samnýta og svo að geta nýtt sér rafænar lausnir eins og rafbíla, trafhjól og nú rafræn hlaupahjól.
Srætó sem keyrir risastór tómur olíuspitandi eftir forgangsakreinum og á ólöglegum hraða bara til að bílstjórinn fá sína smoke pásu eru ekki lausnin.

ert | 14. sep. '19, kl: 14:48:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú segir að ef fólk býr ekki við Borgarlínuna þurfi að kaupa sér íbúð við hana. Af hverju þarf fólk sem býr við venjulega strætó leið að flytja?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 14. sep. '19, kl: 15:28:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:Já góð spurning hjá þér ERT mín.
Hversvegna þarf fólk við venjulega strætó leið að flytja ?
Það er vegna þess að Borgarlínuhugmyndin gengur útá það að fólkið flytji þar sem borgarlína liggur.
Þetta er auðvitað algjörlega galin hugmynd og gott að þú vekeri athygli á þessu.
En það gengur auðvitað ekki að þú spyrjir mig mikið meira um þessa vitleysu verður að beina spurningum til borgarinnar.

ert | 14. sep. '19, kl: 15:49:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú gengur Borgarlína út að gera svæði sem eru 400 m frá henni mannlaus. Hvað á að gera við auðu svæðin?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 14. sep. '19, kl: 15:52:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já verð bara að segja eins og áður þú verður að senda þessar frábæru spurningar þínar til borgarinnar.
Mátt gjarnan upplýsa okkur um hvernig svör þú færð.

ert | 14. sep. '19, kl: 16:14:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert að búa til að standi til að allir búi við Borgarlínu og að önnur svæði verði auð. Þú þarft að svara fyrir þínar ímyndanir. Borgin getur ekki svarað því hvernig þínar ímyndanir eru.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 14. sep. '19, kl: 17:14:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er bara að leiðbeina þér og þú getur lesið um Borgarlínuna en þetta er sífellt að breytast enginn veit um hvað málið snýst hjá Borginni. Þetta sem ég er að segja þér er bara það sem ég hef verið að lesa frá sipulagsyfirvöldum undanfariðþ Þeir segja Borgarlínuna liggja á þessum tveim ásum sem ég nefndi frá Lækjartogi og uppí Ártúnsholt og svo frá Lækjartorgi æi Hamraborg Kópavogi. Og .eir vilja halda að folk muni kaupa sig inná lóðir nærri þessu. Það hefur alltaf legið fyrir að þetta Borgarlínufólk heldur að allir vilji ver nærri þessum skarkala þar sem þessi strætisvagnaleið liggur. Og svo er nýtt sem ég las í blöðum í vikunni að Strætó ætlar að hætta að aka inní hverfin vill að fólkið komi til sín :)
+

ert | 14. sep. '19, kl: 18:02:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er málið? Ef fólk vill ekki búa þarna þá býr það ekki þarna. En ég þarf ekki selja íbúðina mína til að hætta að hverfisstrætó og flytja á Borgarlínuna. Ég hef hvergi séð að það eigi að leggja niður allar strætisvagnaferðir nema Borgarlínu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 14. sep. '19, kl: 17:28:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem maður les um í blöðum og er haft eftir forystumönnum Strætó er að þeir halda að folk vilji frekar nota Strætó ef hann keyrir fjarri þeirra byggð. Þeir virðast halda að folk muni nota þennan nýja Strætó sem kölluð er borgarlína með því að aka á bílum að stoppistöðum Borgarlínu eða hjóla eða ganga lengri vegalengdir þangað.
Allavegana gera þeir sér ljóst að það gengur engan vegin upp að folk taki einhvern Strætí í sínu hverfi tila að fara á stoppustöð Borgarlínu og þaðan á áfangastað eða aðra skiðptistöð. Stjórnendur Strætó sem munu verða stjórnendur Borgarlínu eru búnir að sanna að þeir geta ekki valdið sínu verki. Þjónustan við fatlaða er gott dæmi. Og svo öll .essi uppákoma núna nánast vikulega þar sem folk hvartar um ofbeldi eða annað verra af starfsmönnum Strætó.

ert | 15. sep. '19, kl: 06:17:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ók ertu að segja mér að 1) allir vagnar nema Borgarlína verði lagðir niður 2) að það sé stefna leggja niður byggð (og þar með þjónustu eins og skóla) nema í 400 m fjarlægð frá Borgarlínu? Hvenær líka fyrstu skólarnir? Það væri mjög gaman að fá alvöru heimildir fyrir þessu? Fyllirísraus frá gömlum karlfauski er ekki heimild. Bara einföld tilvitnun þar sem það kemur skýrt fram það sem þú segir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kaffinörd | 13. sep. '19, kl: 21:12:41 | Svara | Er.is | 0

Það tók Strætó yfir áratug til að drösslast til að átta sig á því að leið 14 héldi ALDREI áætlun. Leið 12 náði illa að halda áætlun jafhnvel á rólegum sunnudagseftirmiðdögum og svar þessa kompanýs var að láta leið 12 bara hætta að mæta ôðrum vögnum í Mjóddinni. Þetta er bara brot af löngum lista en ég gafst upp á kompanýinu sem lítur ekki á "farþega" sem borgandi viðskiptavini.

Júlí 78 | 15. sep. '19, kl: 09:18:43 | Svara | Er.is | 0

Foreldrar í Kópavogi eru greinilega ekki ánægðir með Strætó. Ég var að kíkja á skýrslu SAMKÓP (samtök foreldrafélaga í grunnskólum Kópavogs) um breytingar á leiðakerfi Strætó bs. í janúar 2018. Ætli málin hafi nokkuð batnað síðan þá? Þarna segir meðal annars:


"Það sem vakti óánægju voru breytingarnar á leið 28 sem hentuðu afskaplega illa allri
tómstundaiðkun, sérstaklega aflagning biðstöðva við Salalaug og í Dalsmára. Þriðja helsta
kvörtunarefnið voru svo lengd í biðstöðvar og fækkun þeirra. Íbúar í Þingunum voru svo mjög
óánægðir með að missa beinu tenginguna við hverfisskólann þar sem margir nemendur nýttu sér
það enda um langan veg að fara. Verri tengingar milli vagna (púlskerfi) og óboðlegar biðstöðvar
voru líka nefnd."Samkvæmt því sem ég les í þessari skýrslu þá er ekkert hugsað til enda hverning hlutirnir koma út fyrir farþega. Það er spurning hverjum er verið að þjóna ef ekki farþegum. 


Þarna segir til dæmis: Smáraskóli "Biðstöðvar við Smáraskóla þjónusta jafnframt íþróttasvæði Breiðabliks, Smárann, Fífuna og
útivelli sem og Kópavogsvöll. Þær voru við Dalsmárann sem er venjuleg safnbraut með eina
akrein í hvora átt, hraðahindrun og gangbrautarvörslu á morgnana. Mjög öruggar stöðvar þar sem
börn þurfa annað hvort ekki að fara yfir götu eða hafa þessa hraðahindrun og góðar merkingar til
að fara yfir götu með 30 km hámarkshraða.
Þessi biðstöð er aflögð og við henni tók Smárar nyrðri sem stendur við fjögurra akreina tengibraut
með mun hærri hámarkshraða, það eru um 130 metrar þangað aukalega og að auki er talsverður
halli að henni, í því vetrarríki sem hér var eftir breytingar mátti sjá börn og unglinga á leið í
íþróttir skauta þar niður og skríða upp í verri veðrum og færð." Endilega lesið allar reynslusögurnar á bls. 4 og 5! 


Hér er ein reyslusaga þarna á bls. 11:  "Í morgun var fyrsta reynsla mín af nýja leiðarkerfinu og mér fannst ekki ganga nógu vel hjá þeim. Ég var að fylgjast með
á appinu og sá að strætóinnn sem átti að koma 8:15 á stoppistöðina: Salavegur við Arnarnesveg kom ekki fyrr en 8:24.
Síðan þegar ég fór á þessa nýju stoppistöð þar sem er ekki búið að setja upp: Skilti um ferðir, nein ljós né stoppistöð, þá
átti strætóinn að koma 8:30 en koma ekki fyrr en 8:39 og var næstum farinn framhjá mér vegna þess að hann sá mig
ekki og útskýring hans á því var að margir vissu ekki af nýju stöðunum og þess vegna átti maður að veifa honum. Mér
fannst hann bara vera of hratt til að stoppa þótt ég hefði veifað honum fyrr. Hann stoppaði líka á flestum gömlum
stöðvum á leiðinni eins og þessari hjá alveg hjá Salalaug í hringtorginu sem tvisturinn hefur aldrei stoppað hjá áður og
mér skilst að sé ekki einu sinni stoppistöð lengur."  Sem sagt betra að veifa bílstjóranum svo hann stoppi!!


Jæja kannski hafa málin lagast eitthvað síðan þessi skýrsla var gerð, það væri fróðlegt að vita hvort svo sé. En ég sé a.m.k. að það verður að hugsa betur um skólabörnin, þau eiga að geta treyst því að geta farið frá A til B með strætó eða skólabíl án þess að þurfa að labba langar leiðir jafnvel í myrkri og kulda eða bandbrjáluðu veðri. Svo ef þjónustan versnar inn í hverfum þá verður bara meira skutl hjá foreldrum, er það kannski stefnan? En það má ekki gleyma því að sumir foreldrar eru mikið fastir í sinni vinnu og geta ekki mikið verið að skutla krökkunum út og suður nema þá kannski um helgar eða þegar þeir eiga frí.
http://www.samkop.is/wp-content/uploads/2018/05/skyrsla_samkop_straeto_2018.pdf


Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Sést í brjóstið Kristínja 11.8.2020 12.8.2020 | 12:34
hvað er að gerast hér eiginlega Twitters 11.8.2020
Vantar gódan lögfræding jolabarn07 11.8.2020 11.8.2020 | 22:43
Open Border - Corona virus velcome. Svarthetta 11.8.2020 11.8.2020 | 19:40
Réttindi Kirkjunnar. Kristland 9.8.2020 11.8.2020 | 19:06
Umhverfisvænir bílar ! Flactuz 10.8.2020 11.8.2020 | 18:18
Bálstofa dýranna hrlitill 9.8.2020 11.8.2020 | 15:36
Að búa til könnun á facebook jak 3 11.8.2020
Nudd RelaxingMassage 11.8.2020
Prjónasjúklingar annaicy 2.8.2020 11.8.2020 | 09:48
Koma fyrir tíðarbikar Frú lukkutröll 10.8.2020 10.8.2020 | 22:42
IPSjónvarp 54 8.8.2020 10.8.2020 | 20:59
Atvinna sem hægt er að hlaupa í og fá greitt strax að verki loknu eða fljótlega? Baldur Jó 7.8.2020 10.8.2020 | 18:50
B3 blóðtýpa SantanaSmythe 2.8.2020 10.8.2020 | 17:18
Hinsegin stjórnmálamaður. Flactuz 7.8.2020 9.8.2020 | 13:03
Finnst þér að jörðin sé flöt ? Flactuz 6.8.2020 8.8.2020 | 10:07
Edinborg - hvar er best að gista ? hagamus 24.7.2020 8.8.2020 | 10:05
Af gefnu tilefni kaldbakur/jaðrakan/svarthetta og allir hinir TheMadOne 6.8.2020 8.8.2020 | 09:37
"Ferðaþjónustan sem lokar ekki þrátt fyrir Covid. Vegabréf óþörf" Svarthetta 7.8.2020 8.8.2020 | 07:49
Lofunarhringir... á hvorri hönd??? KollaCoco 7.8.2020 7.8.2020 | 22:47
Veit.staðir með keto rétti ? Janef 7.8.2020
Svefn unglinga happhapp 7.8.2020 7.8.2020 | 14:44
Íbúðarkaup blendinaragg 6.8.2020 6.8.2020 | 21:24
Fyrst jákvætt þungunarpróf, síðan neikvætt Maria012 6.8.2020 6.8.2020 | 21:23
Posar hagstæðir Sossa17 29.7.2020 6.8.2020 | 20:52
Meðgönguhópar Bumbi2021 3.8.2020 6.8.2020 | 14:57
Fæðingarorlof og atvinnuleysi - HJÁLP Lepre 30.7.2020 6.8.2020 | 14:56
Bezta vinkona Semu Erlu ? Flactuz 4.8.2020 6.8.2020 | 14:39
Islamic area ? Kristland 6.8.2020 6.8.2020 | 12:25
Hvar get ég leigt jeppa í 2 daga? auto27 6.8.2020
Rio Tinto er að stórum hluta í eigu Kínverja Svarthetta 29.7.2020 6.8.2020 | 11:20
Pöntun frá Asos kamelis 2.8.2020 5.8.2020 | 22:48
Kettlingur og hrár kjúklingur? Bella2397 5.8.2020 5.8.2020 | 18:33
Björgum öðrum, en ekki okkur. Flactuz 5.8.2020 5.8.2020 | 14:48
Kringlubazar , eh prófað ? túss 5.8.2020
Kringlubazar , eh prófað ? túss 5.8.2020
Snælandskóli vs Kópavogsskóli daman87 31.7.2020 5.8.2020 | 00:07
töskuþrif KonradEleven 3.8.2020 4.8.2020 | 23:16
VINSAMLEGAST HORFIÐ Á ÞETTA!: garfield45 1.8.2020 4.8.2020 | 22:29
Þið sem eigið 11 ára stelpur eða stelpur sem eru eldri enn 11 ára... KollaCoco 30.7.2020 4.8.2020 | 19:38
Örbylgjur ? Flactuz 31.7.2020 3.8.2020 | 20:58
Covid 19 og atlandshafs þorskur VValsd 3.8.2020 3.8.2020 | 20:31
Febrúar Bumbuhópur 2021 viktoriaa95 4.6.2020 3.8.2020 | 19:58
Andlitsgrímuvandi strætó að leysast. Svarthetta 31.7.2020 2.8.2020 | 18:40
Auglýsingar hafa áhrif á augu fólks VValsd 2.8.2020
Mætir í ræktina í sótthví VValsd 31.7.2020 2.8.2020 | 14:09
Eru einhverjar (fata)búðir opnar í dag? godan dag 2.8.2020
Hjálp! Focus20112012 1.8.2020 2.8.2020 | 11:12
Trúlofun Weiss 2.8.2020 2.8.2020 | 06:50
Soi cầu 88 dự đoán xổ số miền Bắc soicaulo88 2.8.2020
Síða 1 af 29228 síðum
 

Umræðustjórar: TheMadOne, superman2, Bland.is, mentonised, Coco LaDiva, krulla27, rockybland, Krani8, ingig, joga80, tinnzy123, aronbj, vkg, flippkisi, Gabríella S, anon, MagnaAron