Er tengsl milli brjóstagjafar og blóðsykurs síðar á lífsleiðinni?

Tryggvi3 | 24. nóv. '15, kl: 02:04:01 | 326 | Svara | Er.is | 0

Ég var í eftirliti hjá lækni í dag þar sem verið var að fara yfir nýjustu blóðprufur. Ég er með 4,1 í blóðsykur á fastandi maga sem er nokkuð ótrúlegt m.v mann í þessum þyngdarflokki. Ég er að rokka svona frá 4,0 uppí 4,9 á fastandi maga. Þegar ég sagði mömmu frá þessu þá svaraði sagði mamma mér að ég hefði verið á brjósti svo lengi þannig að blóðsykurinn hefur verið stöðugur í gegnum lífið en þó fæ ég stundum skyndilega svengdartilfinningu milli mála og titra eins og eiturlyfjasjúklingur á fráhvörfum ef ég fæ ekki mat.

Því spyr ég, hvaða tengsl eru milli brjóstagjafar á ungbarni og blóðsykursstjórnunar viðkomandi síðar á lífsleiðinni?

 

Tipzy | 24. nóv. '15, kl: 02:25:14 | Svara | Er.is | 1

Ég er með flottan blóðsykur og var eiginlega bara ekkert á brjósti.

...................................................................

Anímóna | 24. nóv. '15, kl: 12:30:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Undantekningin þarf ekki að afsanna regluna.

donaldduck | 24. nóv. '15, kl: 05:59:19 | Svara | Er.is | 2

þegar sonur minn, 7 ára á þeim tíma, greinist með sykursýki týpu1 þá var ég spurð í þaula um brjóstagjöf. 

Maríalára | 24. nóv. '15, kl: 17:49:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má ég forvitnast? Var hann á brjósti?

donaldduck | 24. nóv. '15, kl: 22:11:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já eingöngu til 3 mán og með ábót til 6 mán. mjög stór strákur, fæddur tæpar 19

Hedwig | 24. nóv. '15, kl: 09:07:59 | Svara | Er.is | 0

Ég var nánast ekkert á brjósti og er með rosalega fínan blóðsykur. Hefði t.d ekki getað komið betur út úr sykurþolsprófinu sem ég fór í á meðgöngu.

strákamamma | 24. nóv. '15, kl: 20:05:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

afhvejru .urftiru að fara í sykurþolspróf?   Ég hef gengið með 5 börn og hef aldrei verið send í slíkt próf

strákamamman;)

presto | 24. nóv. '15, kl: 20:35:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eftir að ég eignaðist stórt barn (18 merkur,56 cm) var mér sagt að ég yrði væntanlega send í sykurþolspróf ef ég yrði ólétt aftur. Ég þyngdist mikið á mínum meðgöngum en meðgöngusykursýki kemur ekki alltaf fram í stixunum.

Anímóna | 24. nóv. '15, kl: 20:42:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að konur með yfir 30 í BMI fyrir meðgöngu séu líka settar í svona.

presto | 24. nóv. '15, kl: 22:03:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er sennilegt, held að þær séu í aukinni hættu. 

Hedwig | 25. nóv. '15, kl: 01:08:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er með BMI hærra en 30 og sykursýki hjá nánustu fjölskyldu :).

LaRose | 24. nóv. '15, kl: 13:12:30 | Svara | Er.is | 1

Eflaust einhver tolfrædileg tengsl; hinsvegar er ekki hægt ad taka almennar tolfrædinidurstodur og yfirfæra a einstaklinga.

Samanber marathonhlauparann sem fekk lungnakrabba og storreykingamanninn sem vard 105 ara.

staðalfrávik | 24. nóv. '15, kl: 14:29:07 | Svara | Er.is | 1

Áhugaverð pæling. Spurning með að athuga hvort það hafi verið gerðar viðurkenndar langtímarannsóknir. Ef þú athugar væri ég til í að sjá :).

.

Tryggvi3 | 24. nóv. '15, kl: 14:51:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig langar líka að kynna mér þetta mál til þaula og einnig hvort þetta gæti verið eitthvað tengt erfðum því að pabbi er nákvæmlega eins. hann fær svona skyndilegan craving seint á kvöldin eftir kvöldmat. Ég er svona líka, ég bara finn enga útskýringu aðra en þá að þetta tengist lækkuðum sykri hjá mér.

Amande | 24. nóv. '15, kl: 17:34:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á hvað lyfjum ertu á kvöldin?


Er það ekki þú sem ert með vefjagigt og fl.?

noneofyourbusiness | 24. nóv. '15, kl: 18:10:29 | Svara | Er.is | 0

Ég kom illa út úr blóðsykursprófi fyrir nokkrum árum og var samt í kjörþyngd, hreyfði mig og borðaði frekar hollt. Ég fékk líka væga meðgöngusykursýki fyrir rúmum tveimur árum og þarf að passa mig hér eftir, en ég var mjög stutt á brjósti út af sýkingum frá mömmu minni. 


Ég hef séð rannsóknir sem benda til þess að lengri brjóstagjöf verndi konur sem fengu meðgöngusykursýki gegn því að þróa með sér sykursýki seinna á lífsleiðinni, en hitt hef ég ekki beinlinis séð, að brjóstagjöf ungbarns hafi áhrif á blóðsykurstjórn barnsins. Það getur samt vel verið að svoleiðis rannsóknir séu til. 

presto | 24. nóv. '15, kl: 20:41:00 | Svara | Er.is | 0

Ég var "lengi" mv. Tíðarandann- alveg 3 mánuði íþað heila, efast um að ég hafi verið 100% á brjósti- þá átti að gefa allskonar fæðu sem fyrst.
Ég mælist góð í blóðsykri en finnst orkubúskapurinn of sveiflukenndur. Mér finnst ég viðkvæm fyrir sveiflum í blóðsykri, best fyrir mig að sleppa glúteni, sykri og mjólkurvörum- en þegar ég missi niður orkuna sæki ég sérstaklega í þetta allt (án þess að hressast að ráði samt) Fitnaði þegar orkuleysið var sem mest en náði bata eftir hvíld og uppbyggingarferli. (Get samt fengið bakslag)

Mae West | 24. nóv. '15, kl: 21:50:14 | Svara | Er.is | 0

Ég var rosalega stutt á brjósti og hef átt í vandræðum aðeins tengt blóðsykri en tengt lífstíl, hver ástæðan fyrir honum er. er svo auðvitað eitthvað sem ég þori ekkert að fullyrða um. 

arnahe | 24. nóv. '15, kl: 22:53:25 | Svara | Er.is | 0

Jah, ég hef allavega alltaf verið með fullkominn blóðsykur og lágan blóðþrýsting þrátt fyrir líkamsstærð og ástand. Ég var á brjósti til tæplega 4 ára.

Háess | 24. nóv. '15, kl: 23:14:43 | Svara | Er.is | 0

Ég var aldrei eða mjög lítið á brjósti og minn blóðsykur er og hefur alltaf verið optimal.

Myndi frekar halda að þetta væru matarvenjur þínar og lífstíll.

En væri til í að sjá rannsóknir um þetta, eins og Staðalfrávik segir.

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

Tryggvi3 | 25. nóv. '15, kl: 13:11:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta hefur ekkert með matarvenjur mínar að gera. Mér þykir ótrúlegt að ég sé ekki löngu kominn með sykursýki m.v það rusl sem ég læt ofan í mig á hverjum degi. Er samt að reyna að taka út ákveðnar fæðutegundir eins og sykur, hveiti, gos og fleira og skipta út fyrir vatn og ávexti. Þetta er eins og að hætta að reykja, það er djöfulli erfitt.

En blóðsykur og kólesteról er í góðum málum hjá mér og fer lækkandi ef eitthvað er þó ég borði eins og svín og hreyfi mig nánast ekkert. Ég reyki ekki og neyti ekki áfengis eða vímuefna.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Stofna rokkhljómsveit Lepre 13.2.2024 21.2.2024 | 03:26
Stuðlun og hljóðangreining austurland1 20.2.2024 21.2.2024 | 03:05
Dagvaktin og fangavaktin mikaelvidar 30.4.2023 20.2.2024 | 22:11
Kristrún Frostadóttir segir hælisleitendakerfi okkar og opin landamæri gangi ekki upp. jaðraka 18.2.2024 20.2.2024 | 16:57
Gefa sæði Danni95 18.2.2024 20.2.2024 | 14:15
Skattframtal DB.art 19.2.2024 20.2.2024 | 11:34
BERK þvottavél Flower 19.2.2024
Samfylkingin að bjóða Sjalfstæðisflokki uppí dans. jaðraka 19.2.2024 19.2.2024 | 14:51
Millinafn sem passar fyrir nafnið Gígja 200-kopavogur 18.1.2024 19.2.2024 | 13:40
Samfylkingin farin að sjá til Sólar ? jaðraka 15.2.2024 18.2.2024 | 18:27
Sniðganga vïfilfell panam 10.3.2011 18.2.2024 | 14:41
Does Bland Charge a fee to sell a car? natto3000 16.2.2024 17.2.2024 | 12:39
ókurteisi hjá afgreiðslufólki... rosa87 22.8.2008 15.2.2024 | 22:51
húfarew Thecandyman 15.2.2024
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 15.2.2024 | 16:41
Leiga b82 13.2.2024 15.2.2024 | 14:09
Sala á bíl - skattur tur79 1.11.2014 15.2.2024 | 00:12
Finnska....Og Ruv.. kmarus21 13.2.2024
Getur einhver lagað parketið mitt TheMindPrisoner 13.2.2024
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022 13.2.2024 | 00:40
Hverju er verið að mótmæla í Gaza og á Austurvelli ? jaðraka 4.2.2024 12.2.2024 | 14:09
Echo flower shawl lillakitty 27.9.2010 12.2.2024 | 11:37
Valentinusar kort - hjálp ekkibenda 12.2.2024 12.2.2024 | 10:42
Gallsteinar Belgingurinn 1.2.2024 12.2.2024 | 07:57
flytja ísskáp emina 15.9.2009 11.2.2024 | 22:46
Íslendingar virðast ekki skilja hvað er að spara og fresta kaupum á óþarfa. jaðraka 14.9.2023 11.2.2024 | 13:59
Sölutorg Bland.is Björn 7913 9.8.2023 11.2.2024 | 11:07
Barnaefni 1985-1990ish Pro kemon55 8.2.2024 10.2.2024 | 20:42
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
"Horfðu aftur" með Páli Óskari! Eeyore 22.4.2005 7.2.2024 | 23:54
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Síða 2 af 46361 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, annarut123, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, paulobrien