Er þetta eðlilegt?

pinkgirl87 | 8. okt. '15, kl: 11:08:09 | 503 | Svara | Er.is | 0

Komiði sæl,

Ég veit ekki hvar ég á að byrja, ég hef aldrei átt gott samband við föður minn, hann hefur aldrei
samband nema 2 á ári s.s afmæli mínu og jólin! En hann og ég slitum samskiptum LOKSINS í sumar (eða ég sleit við hann) og þá létti aldeilis á mér.
En ég var að greinast með leghálskrabbamein og amma mín sagði honum það fyrir 2 vikum og hann hefur ekkert hringt s.s sagt "mer þykir leitt að heyra þetta"
Er það siðferðislega rangt eða er ég bara viðkvæm/dramaqueen?

Takk fyrir.

 

ert | 8. okt. '15, kl: 11:10:52 | Svara | Er.is | 12

Þú sleist sambandi við hann. Það er algjört lámark að hann virði það og hafi ekki samband að fyrra bragði.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

pinkgirl87 | 8. okt. '15, kl: 11:14:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jáhá, en barnið manns er alltaf barnið manns. Sama hvort samband sé slitið eða ekki. Og hvað þá þegar móðir mannsins lætur hann vita að dóttir hans sé með krabbamein.

ert | 8. okt. '15, kl: 11:17:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já, alveg rétt. En manni ber að virða ákvarðanir barna sinna og ef þau vilja ekki að maður hafi samband við þau þá virðir maður það. Maður verður þá að eiga við sínar tilfinningar án samskipta við barnið.

Getur verið að þú hafir ekki verið búin að hugsa út í hvað myndi gerast ef þú myndir veikjast alvarlega?


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

raudmagi | 8. okt. '15, kl: 18:46:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þú villt fá einhver viðbrögð frá honum finnst mér að þú ættir að láta hann vita þar sem þú sleist formlega sambandi við hann. Hann er að mínu mati að virða þína ákvörðun og því finnst mér boltinn vera hjá þér ef þú villt eitthvað frá honum.

fálkaorðan | 8. okt. '15, kl: 11:19:55 | Svara | Er.is | 5

Ég mindi halda að hann væri að gera akkúrat það sem þú villt að hann geri. (vildir)


Ef þú villt einhver samskipti eftir að hafa slitið þeim þá er það þitt að hafa samband.


En sorrí með krabbameinið og vonandi nærðu að berjast við það. Skil vel að tilfinningarnar séu allar í uppnámi. Knús og gangi þér vel.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

LaRose | 8. okt. '15, kl: 11:24:46 | Svara | Er.is | 8

Hvernig sleistu samskiptunum vid hann? Med latum og vildir aldrei heyra i honum aftur eda hættirdu bara ad hafa samband an thess ad lata hann vita?

Sama hvort svarid er, tha er eg mjog osammala ert og fálkaordunni (svo sem ekki i fyrsta skiptid) sem taka velmennasvarid a thetta ad minu mati.

Mer finnst thetta ekki i lagi og eg skil ther thyki thad sart. Thad er ekki sens ad eg myndi ekki reyna ad hafa samband vid barnid mitt og hvad tha ef eg hefdi fengid frettir eins og thessar.


pinkgirl87 | 8. okt. '15, kl: 11:39:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kærar þakkir LaRose,

Ég sagði við hann að svona "samskipti" eru ekki holl og að ég geti þetta bara ekki, að hann hafi bara samband við lillu mína en aldrei mig. Og að "afi" er hjá öllum titill sem maður vinnur sér inn en ekki "nickname" og að ég gefist upp á að reyna að halda í hann. Já ég var alveg reið, leið og ákveðin.

Já, að mínu mati eru þær "ert" og "Fálkaorðan" algjör robotsvör!
Já ef ég væri hann mundi ég reyna að ýta því til hliðar og hafa samband við dóttur mína. Eftir svona sorgarfréttir.

spunky | 8. okt. '15, kl: 16:48:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alveg sammála. ert og fálkan myndu sem sagt ekkert reyna nálgast sitt barn ef þær væru í sömu stöðu og þessi pabbi upphafsinnleggs. Áhugavert.

ert | 8. okt. '15, kl: 17:15:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei. Ég trúi barninu mínu og virði ákvörðunarrétt þess.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

svarta kisa | 8. okt. '15, kl: 18:16:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er þeirra samband við börnin sín sambærilegt við samband þessa föður við dóttur sína? Börn ert og fálku búa hjá þeim og þær eru involveraðar í líf barna sinna. Feður sem hafa nánast ekkert samband við börnin sín eru sennilega búnir að loka á allt sem heitir tilfinningasemi hvað það varðar, annars gætu þeir ekki haldið sig svona fjarri. Þannig að áhrif þessara frétta eru kannski ekki eins mikil og/eða erfið hjá þessum föður eins og hjá fálku og ert. Þannig að mér þykir ósanngjarnt að brigsla þeim um að vera með einhver vélmennasvör. Aðstæðurnar eru allt aðrar. 


Auðvitað er þetta sárt fyrir upphafsinnlegg, en ætti kannski ekki að koma neitt sérstaklega á óvart miðað við fyrri sögu. Ég held að það besta sem upphafsinnlegg gerði væri að leita sér hjálpar til að díla við samband sitt við föður sinn (eða sambandsleysi), og læra að gera aldrei ráð fyrir nærveru hans í lífi sínu. Ef þetta er ekki vondur maður þá getur hún mögulega hleypt honum aftur í líf sitt á öðrum forsendum. Þær forsendur væru mögulega að hann væri í lífi hennar eins og hann treystir sér til en hún geri sér grein fyrir að hún sé ekkert að fara að geta treyst á hann í einu né neinu.

spunky | 8. okt. '15, kl: 19:03:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það veit ég ekkert um og kannski ekki sambærilegt þar sem ég geri ráð fyrir að upphafsinnlegg sé orðinn fullorðin einstaklingur meðan þeirra börn eru enn á barnsaldri. Mismunandi aðstæður og allt það.

En þetta er áhugaverð pæling, svo ekki sé meira sagt.

hillapilla | 8. okt. '15, kl: 18:49:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef þú værir svona ömurleg manneskja sem hefðir aldrei nein samskipti við dóttur þína nema slæm og það örsjaldan og svo hefði dóttir þín beðið þig að hætta þessu bara alveg, heldurðu þá að þú hættir að vera ömurleg manneskja þegar þú heyrir svona með krókaleiðum?

presto | 8. okt. '15, kl: 11:28:04 | Svara | Er.is | 4

Þú átta að segja honum þetta sjálf eða amk gera eitthvað til að opna dyrnar fyrir honum sem þú lokaðir í sumar.
Hvernig gátu svo sjaldgæf samskipti verið til trafala? Hvers vegna þurftir þú að loka á mann sem hafði svo sjaldan samband?- var ekki næs að fá afmælis- og jólakveðju/pakka?

daggz | 8. okt. '15, kl: 11:34:18 | Svara | Er.is | 0

Mér persónulega finnst þetta eitthvað svo rangt. Ég skil þig alveg og ég yrði alveg sár í þessari stöðu.

Ég bara get ekki séð fyrir mér hvernig ég gæti mögulega ekki amk reynt að tala við barnið mitt í þessari stöðu. En afhverju hann er ekki búinn að hringja eða amk reyna að hafa einhvers konar samband veit ég ekki. Gæti verið að hann sé bara að virða óskir þínir, gæti verið óryggi/hræðsla og svo gæti alveg verið að honum finnist hann ekki þurfa þess. Það gagnast þér hins vegar rosalega lítið að velta þér upp úr þessu. Það sem þú þyrftir að skoða er hvað þú vilt. Viltu fá stuðning frá honum? Eða viltu ekkert með hann hafa? Ef þú vilt stuðning eða koma sambandi á aftur þá er bara að hafa samband. Þetta er engin keppni (ég ætla sko ekki að hafa samband að fyrra bragði dæmi) þannig ef þetta er það sem þú vilt þá myndi ég bara hafa samband og segja honum frá þessu sjálf.

--------------------------------

Innkaupakerran | 8. okt. '15, kl: 16:44:05 | Svara | Er.is | 1

Mèr persónulega þætti eðlilegast er hann myndi senda að hann hefði fengið fréttirnar, væri að hugsa til þín og að hann myndi vilja fá að vera til staðar fyrir þig ef það væri eitthvað sem þú myndir vilja.

Að segja ekki neitt finnst mèr óþroskað við þessar aðstæður meira svona..hún vildi ekki tala við mig og þá ætla èg sko bara ekkert að hafa samband!
Það finnst mér barnalegt við þessar aðstæður að barnið hans hafi verið að greinast með krabbamein.

Innkaupakerran | 8. okt. '15, kl: 16:46:04 | Svara | Er.is | 0

Já og gangi þér alveg rosalega vel vina mín.
Hann er greinilega mjög ómerkilegur pappír.

spunky | 8. okt. '15, kl: 16:54:32 | Svara | Er.is | 0

Ég vil byrja á að segja að það er virkilega leitt að heyra að þú sért með leghálskrabbamein. Hef verið í þessum sporum að fá svipaðar fréttir og þetta er eitt það ömurlegasta.

Með pabba þinn.. ég skil vel að þú sért sár yfir að hann sé ekki búinn að hafa samband. Sama hvað hefur gengið á, hann er ennþá pabbi þinn.

Án þess að dæma manninn samt, er möguleiki á að hann sé bara kannski í pínu sjokki að fá þessar fréttir og viti ekki alveg hvað hann á að gera? Hafa samband eða virða það sem þú baðst um áður.. það er ekki beint neitt rétt svar, við erum öll svo misjöfn.

Myndi ekki segja þetta siðferðislega rangt en mér persónulega myndi líka sárna. Ef ég myndi vilja tala við hann aftur, myndi ég bara hafa samband sjálf ef hann myndi ekki gera það.

Þú ert án efa viðkvæm en alls ekkert dramaqueen. Þetta er stór pakki að díla við og tilfinningarnar eru upp og niður og út um allt. Það tekur tíma fyrir þetta að síast inn og allt sem því fylgir.

Vona svo innilega að allt muni fara vel, gangi þér sem allra best :)

hillapilla | 8. okt. '15, kl: 18:46:17 | Svara | Er.is | 1

Skiljanlega ertu sár, en þetta kemur varla á óvart miðað við fyrri sögu plús það að þú sleist á þau litlu samskipti sem voru. En hvers vegna hringir þú ekki bara sjálf í hann?

Tipzy | 8. okt. '15, kl: 19:25:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og það var ekki hún sem sagði honum þetta, afhverju ætti hann að halda að hún vildi að hann hefði samband ef hún hringdi ekki sjálf í hann til að sejga honum frá þessum veikindum.

...................................................................

randomnafn | 8. okt. '15, kl: 19:09:15 | Svara | Er.is | 0

Ef þú hefur beðið hann um að slíta skilyrðislaust sambandinu ykkar og hafa ekkert samband þá er þetta eðlileg viðbrögð,
Eins og þú setur þetta upp er hann að virða það þú viljir ekkert samband.

randomnafn | 8. okt. '15, kl: 19:10:09 | Svara | Er.is | 0

Baráttukveðjur samt og vona að restin að fjölskyldunni styðji þig.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Tinder olla2 23.3.2024 25.3.2024 | 21:49
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 14.3.2024 | 19:56
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 8.3.2024 | 23:30
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 1 af 46330 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, tinnzy123, Kristler, Bland.is, Guddie, Hr Tölva