Er þetta í alvörunni ekki djókfrétt?

Nói22 | 4. maí '15, kl: 15:50:37 | 733 | Svara | Er.is | 0

http://www.visir.is/svartsvanir-i-tilhugalifinu--vangaveltur-um-hvort-gripa-thurfi-til-adgerda/article/2015150509807


Er ég ein um að vera bara WTF???? yfir þessari frétt og þessu viðhorfi sem þar birtist?

 

Nói22 | 4. maí '15, kl: 15:58:25 | Svara | Er.is | 0

Hérna er fréttin:


Vangaveltur eru uppi um hvort grípa þurfi til aðgerða vegna svarta svanaparsins sem heldur nú til á Suðurlandi. Verpi parið hér yrði það í fyrsta sinn sem svartir svanir fjölga sér á Íslandi.

Svartir svanir hafa verið árlegir gestir hér á landi síðustu ár en það er þó sjaldgæfara að þeir flækist hingað í pörum. Tegundin er upprunin í Ástralíu en er síðan flutt af mannavöldum í andagarða í Norðvestur-Evrópu.


Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði.Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði.

Ekki eðlilegir í Evrópu
Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði, segir svanina ekki eðlilega í náttúrunni hér. Þeir séu ekki skilgreindir sem náttúruleg villt tegund og því sé spurning um hvort koma þurfi í veg fyrir að þeir fjölgi sér. Það sé þó ákvörðun sem stjórnvöld þurfi að taka.

„Mér finnst langlíklegast með þessa svani, og vona það reyndar, að þeir fái að vera í friði en að þeir verpi ekki. Það væri langsamlega best. Þá höfum við aðeins svigrúm til að nota umræðuna til að velta fyrir okkur hvað þarf að gera til framtíðar,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. 

Ekki alslæmt ef þeir fjölga sér
Hann segist efast um ágæti þess að innfluttar tegundir nái sér á strik í villtum vistkerfum. Það sé þó ekki hundrað í hættunni þó það reyni fyrir sér. „Það er líka margt sem við vitum ekki. Við vitum ekki hvort svarti svanurinn muni keppa við einhverja íslenska fugla um fæðu eða búsvæði en það þarf að grípa til aðgerða ef tegundin verður ágeng.“

Aðspurður hvort svarti svanurinn gæti komið til með að menga hvíta svanastofninn segist hann ekki vita til þess að tegundirnar nokkurn tímann hafi kynblandast.

„Áhættan er fyrst og fremst sú að innfluttu tegundirnar lendi í samkeppni við einhverjar innlendar tegundir þannig að þær verði ágengar og geti skaðað innlendar náttúrulegar tegundir.“ 


tóin | 4. maí '15, kl: 16:06:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Að hluta til eru þetta "réttar" vangaveltur - innfluttar tegundir geta vissulega raskað þeim vistkerfum sem fyrir eru - sama hvers eðlis skepnan eða plantan er sem verið er að flytja inn.  Það myndi varla nokkur maður halda því fram að innflutningur á minnkum hafi verið jákvæður út frá vistkerfi m.a. fugla hér á landi.

Hins vegar, og það er kannski aðalmálið hér, þá eru þessir svanir ekki innfluttar tegundir - heldur flugu hingað af sjálfsdáðum, rétt eins og m.a. glókollurinn (sem henti músarindlinum úr sætinu minnsti fugl Íslands, sá kollur tók hér land fyrir ekki svo mörgum áratugum). Náttúran er síbreytileg og ef að við ætlum að taka okkur til og "banna" sumt sem flýgur hingar og annað ekki - þá finnst mér það vera frekar hrokafullt.  Ekki þar fyrir utan - ekki vil ég kakkalakka eða moskító og myndi stúta því ef ég sæi það heima hjá mér . . . . svo hrokinn er víða en í þessari frétt :)

Nói22 | 4. maí '15, kl: 16:10:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já ég skil alveg hvað maðurinn er að fara. En málið er að við getum varla farið að koma í veg fyrir að nýjar fuglategundir fari að setjast hér að. Allavega er ég ekki sátt við svoleiðis. Það er bara hluti af loftlagsbreytingunum að hingað koma tegundir sem ekki hafa verið hér áður.


Ég man t.d þegar geitungar fóru að koma hingað fyrst. Þegar ég var að alast upp voru hér nánast bara húsflugur. Svo hlýnaði loftslagið og þá fóru fleiri dýrategundir að setjast hér að. Og mér finnst það bara vera eðlilegt. 


Það að fara að koma í veg fyrir varp hjá svönum af því að þeir eru ekki af réttri tegund finnst mér bara fáránlegt.

muu123 | 4. maí '15, kl: 16:32:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

þeir hefðu nu att að reyna koma i veg fyrir geitungana frekar ;)

Nói22 | 4. maí '15, kl: 21:05:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar eru geitungar ekkert svo slæmir. Held að þeir séu ekki eins hættulegir og fólk vill oft meina.

muu123 | 4. maí '15, kl: 21:05:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

neinei örugglega voða saklausir bara ógeðslegir og sjúklega pirrandi :D

Nói22 | 4. maí '15, kl: 21:07:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þeir reyndar ekkert ógeðslegri en aðrar flugur og þeir eru ekkert svo pirrandi. Allavega finnst mér það ekki. Finnst svolítið gaman að þeim. Svona röndóttum. Vantar alveg skrautleg skordýr hingað til lands, eins og t.d marglit fiðrildi eins og maður sér svo oft í útlöndum.

muu123 | 4. maí '15, kl: 21:08:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff ef það eru einhver skordýr sem ég get ekki þá eru það geitungar, fiskiflugur, hrossaflugur og fiðrildi! ég dey smá inní mér þegar ég sé fiðrildi mér finst þau svo hræðilega ógeðsleg, líka þessi "flottu" úti hah 

hvað er samt með geitunga hér og svo erlendis.. hérna svoleiðis hanga þeir í manni en uti koma þeir ekki nálægt manni 

Nói22 | 4. maí '15, kl: 21:14:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hef einmitt tekið eftir þessu með geitungana. Þar virðast þeir vera meira chillaðir. kannski eru tegundirnar sem þrífast hér aggressívari. Ég veit það ekki. 


En svo geta þeir reyndar verið hálfósýnilegir stundum. Einu sinni var t.d geitungabú í garðinum hjá nágranna mínum eitt sumar (hann var ekki heima það sumarið) og enginn okkar nágrannanna tók nokkurn tímann eftir búinu eða flugunum. 


En ég er reyndar frekar chilluð gagnvart skordýrum. Sá einhvern tímann þátt með David Attenborough sem fjallaði um skordýr og sá þáttur fékk mig til að sjá hvað þetta eru allt saman mögnuð dýr. Ógeðsleg já. En samt svo kúl. Það er einhver veginn heill heimur í beðunum hjá manni og maður tekur aldrei eftir því.

muu123 | 4. maí '15, kl: 21:15:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ja þetta eru kanski ekki holugeitungar uti.. ekki buið að vera traðka á þeim allan dvalartimann .. 

held það sé partur af því hvað þau eru ógeðsleg hvað þau eru mögnuð lítil dýr hah 

Gunnýkr | 4. maí '15, kl: 21:15:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað með þessa risastóru ógeðis sem eru að færa sig til bretlands?

muu123 | 4. maí '15, kl: 22:50:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

oj hef ekki séð það 

tóin | 4. maí '15, kl: 17:19:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er alveg sammála þér - þessi viðhorf gagnvart fuglum sem fljúga hingað eru beinlínis í andstöðu við náttúruna.  Einhvers konar "rétttrúnaðarhyggja" sem snýr að því að ekkert eigi að breytast héðan í frá, ekki einu sinni þó að breytingarnar séu náttúrulegar.  Maður þakkar fyrir á meðan ekki er lagt af stað með verkefni sem snýr að því að fjarlægja ný hraun af eldri hraunum :)

bananana | 4. maí '15, kl: 20:10:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

með sömu rökum ætti að skjóta alla svartþresti og starra. Landnemar hér og "innflytjendur" og þar að auki líka svartir. 

tennisolnbogi | 5. maí '15, kl: 11:52:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ohh ég væri reyndar alveg til í að losna við starana... fannst bara fínt þegar þeir héldu sig fyrir sunnan. Ég er haldin gríðarlegum fordómum gagnvart stara, hef held ég enga ástæðu til að þola þá ekki - bara einhver tilfinning!

fálkaorðan | 4. maí '15, kl: 17:13:44 | Svara | Er.is | 0

Nei segðu. Þetta er algerlega galið.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Dehli
fálkaorðan | 4. maí '15, kl: 18:25:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það eru líka allir fallegri en þú villtu ekki bara fara eitthvað annað.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Dehli | 4. maí '15, kl: 18:27:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei.

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

hillapilla | 4. maí '15, kl: 19:33:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Þú ert lífseigasta og leiðinlegasta tröll sem ég hef séð á internetinu...

Dehli | 4. maí '15, kl: 22:12:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nærist nefnilega á litlum rauðum láréttum strikum.

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

bananana | 4. maí '15, kl: 20:14:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég myndi gera undantekningu á almennum fuglafriðunarlögum ef ég rækist á engil og skjóta hann.  Annars, veistu hvernig englar fjölga sér?? Verpa þeir?? 

Dehli | 4. maí '15, kl: 21:58:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú og þínir líkar eru líklegir til að skjóta engla. Og alveg sérstaklega rétt áður en þeir reyna að bjarga ykkur úr háska.

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

fálkaorðan | 4. maí '15, kl: 22:05:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hef líka heyrt að hún fari á einhyrningsveiðar og sofi á bæli úr 100 varúlfafeldum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

muu123 | 4. maí '15, kl: 20:49:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er nu mikið af dýrum til sem fólki finnst ekkert sérstaklega falleg .. þau mega nu samt vera hérna 

Skreamer | 4. maí '15, kl: 21:48:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

HAAAHAAAAHAAAA

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Zagara | 4. maí '15, kl: 19:08:36 | Svara | Er.is | 0

Það er vandamál í mörgum löndum að fólk er að sleppa dýrum sem ekki eiga heima þar í viðkvæm vistkerfi. Það er litið frekar alvarlegum augum á mörgum stöðum þegar slíkt er gert. Fólk hefur til dæmis mismunandi skoðanir á villtum kanínum hér og lúpínum, það er ekki "bara" jákvætt að fá nýjar tegundir í vistkerfin.


Mér finnst fínt að fólk hafi þetta í huga og spái aðeins í því. Eru sumar tegundir í lagi og aðrar ekki? Vitum við hvaða áhrif nýjar tegundir hafa á vistkerfið? Það er ekkert eitt rétt svar og það er vissulega ekki hægt að stöðva allt.


Annars hef ég ekki skoðun á þessari tilteknu tegund. Ég held að enginn muni koma til með að gefa veiðileyfi á þessa svani eða stoppa þá í að koma upp ungum ef það gerist.  Ég myndi allavega ekki styðja það svona fyrirfram.

Nói22 | 4. maí '15, kl: 19:51:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En það er allt annað en er í gangi þarna. Það að sleppa t.d ákveðnum tegundum er allt annað en þegar tegundir fara á eitthvað svæði á náttúrulegan hátt. Eins og þetta svanapar er að gera. 

Zagara | 4. maí '15, kl: 20:12:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann segir þá upprunalega frá Ástralíu og eru að breiða sér út eftir innflutning af manna völdum. Það er ekkert betra þannig séð að einhver annar sleppi dýrunum og þau berist þannig milli vistkerfa. Það er ekkert náttúrulegra við það.

Nói22 | 4. maí '15, kl: 21:04:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þeir virðast hafa sloppið úr einhverjum görðum í norður evrópu. En svo hafa þeir borist hingað frá náttúrunnar hendi. Sem er bara eðlilegt.


Það er ekkert óeðlilegt við þetta.

fálkaorðan | 4. maí '15, kl: 20:00:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem er eðlilegt og náttúrulegt er að fá nýjar tegundir í vistkerfið það sem er óeðlilegt og ónáttúrulegt er að berjast gegn því.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Zagara | 4. maí '15, kl: 20:23:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er nefnilega alls ekkert alltaf náttúrulegt að fá nýjar tegundir í vistkerfið. Það var ekkert náttúrulegt við það hvernig minkar eða hreindýr urðu partur af íslenska vistkerfinu. (eða menn ef út í það er farið) Hins vegar er það þannig að þegar dýr hafa náð fótfestu er skaðinn yfirleitt skeður. 


Að sleppa gæludýrum er til dæmis stórt vandamál á sumum stöðum. Eitthvað sem fólk lítur á sem skaðlaust getur haft miklar og mjög neikvæðar afleiðingar. Það er alveg sjálfsagt að svona sé skoðað út frá mismunandi sjónarmiðum.

fálkaorðan | 4. maí '15, kl: 21:13:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maðurinn er partur af náttúrinni og mjög náttúrulegt að hann taki sé bólfestu út um allan heim og ennþá náttúrulegra að hann taki með sér alskyns dýr og plöntur á þessum ferðum sínum.


Veröldin er ekkert eitthvað við og hinir. Við erum öll saman partur af þessu batteríi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Dehli | 4. maí '15, kl: 22:02:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Yrðir þú sáttur við að grænleskir nágrannar þínir flyttu með sér ísbirni frá Grænlandi ?

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

fálkaorðan | 4. maí '15, kl: 22:06:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ísbirninrir hefur eitthvað hingað að sækja og gætu lifað hér þá væri það eflaust fín lausn á nuvarandi búsetu vanda ísbjarnanna

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Dehli | 4. maí '15, kl: 22:10:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ef þeir færu að éta kettina í hverfinu, og jafnvel nokkur börn við og við ?

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

fálkaorðan | 4. maí '15, kl: 22:26:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef það væri einhver raunveruleiki sem við stæum framifyrir þá gerðum við eflaust eins og annað fólk sem býr í samvistum við ísbirni. Gengur með byssur á sér og skýtur aðeins í neið.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Glosbe | 4. maí '15, kl: 22:35:01 | Svara | Er.is | 0

"Vangaveltur eru uppi um hvort grípa þurfi til aðgerða vegna svarta svanaparsins sem heldur nú til á Suðurlandi."

Vá, er hægt að vera meiri frekja en þetta.

Snobbhænan | 5. maí '15, kl: 10:54:00 | Svara | Er.is | 0

Nei þú ert ekki ein um það. Þetta er auðvitað algjörlega út í hött. Fyrr má nú vera hreinsistefnan.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47932 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, Kristler, annarut123, paulobrien, Guddie