Er verið að ryðja íslensku í burtu? Hvenær byrjaði þetta rugl?

Megamix2000 | 26. jan. '20, kl: 11:53:38 | 393 | Svara | Er.is | 0

Ég var með frænda mínum í Kópavogi fyrir svona þrem mánuðum. Ég er úr Reykjavík og er ekki mikið í Kópavogi og frændi minn býr á Akureyri. Þannig afsakið ef þetta hljómar eins og við búum í einhverjum helli. En já við ætluðum að fá okkur að borða. Fórum inn á stað sem heitir Serrano og það var bara töluð enska. Þannig við fórum. Okkur fannst þetta dónalegt. Ég fer inní bíl og frændi minn skaust inná einhvern annan stað þarna nálægt man ekki hvað hann hér en hann sagði að þar væri líka bara töluð enska.
Held að það hafi verið daginn eftir eða á laugardegi (ekki það að það skipti máli) að þá förum við í Nettó á Granda. Frekar seint. Þannig kannski var þetta næturvaktin mætt. Bara töluð enska.
Frændi minn býr ekki hérna en það sem ég var að spá er afhverju er ég að taka eftir þessu núna? Hnenær byrjaði þetta að vera eitthvað norm? Ég veit að þetta hefur verið svona lengi á ferðamannastöðum og Laugavegi. En ekki inní hverfum.
Ég upplifi þetta þannig að það sé verið að ryðja íslensku í burtu. Ég geng alltaf út án þess að kaupa neitt enda er þetta fáránlegur dónaskapur. Ég hef búið erlendis. Ég hefði aldrei afgreitt fólk á ensku í Þýskalandi. Mér myndi ekki detta svona rugl í hug. Smá rant hérna.
Hvenær varð þetta norm?

 

Wilshere19 | 26. jan. '20, kl: 12:35:25 | Svara | Er.is | 1

Well, ég nenni frekar að panta á ensku en að fara aftur út í bíl og fara í fýlu. Ég held það sé bara erfitt að fá nógu mikinn mannskap sem kann íslensku í þessi störf. Íslendingar sækja almennt rosalega lítið í þessar stöður nema það sé fólk sem er að vinna með skóla og ég held við fengjum ekki útlendinga í þessar stöður eða til landsins ef þau yrðu skylduð til að læra íslensku áður en þau fá stöðuna :)

Megamix2000
Wilshere19 | 26. jan. '20, kl: 17:19:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég ætla ekki að taka frekari þátt í þessari umræðu ef þetta er viðmótið sem ég fæ fyrir að hafa mína skoðun á málunum.

Yggdrasil91 | 26. jan. '20, kl: 23:03:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég get engan vegin tekið undir það í Danmörku. Afgreiðslufólk þar svaraði mér undantekningalaust á ensku þó ég reyni að tala dönsku. Fyrir utan það kvartar þú undan dónaskap fyrirtækja og sýnir svo sjálfur ekkert annað en dónaskap í þessu svari bara fyrir það eitt að maðurinn sagði skoðun sína. Hann hefur rétt á henni og það þurfa ekki allir að vera sammála.

Kingsgard | 26. jan. '20, kl: 23:41:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað svarar afgreiðslufólk þér á ensku ef þú ávarpar það á ensku. Þetta kemur þessu máli ekkert við.

Yggdrasil91 | 27. jan. '20, kl: 01:00:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Þó ég reyni að tala dönsku", ekki ensku.

Megamix2000
T.M.O | 28. jan. '20, kl: 14:00:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar þú ræður fólk í vinnu þá veistu hvort það kann íslensku svo það er á vinnuveitandinn sem stjórnar hvort manneskjan í afgreiðslunni talar íslensku, kemur því að mæta á réttum tíma ekkert við. Klárlega heldur laununum niðri, það er ekki spurning. Flestir geta alveg sagt "góðan daginn", "viltu kvittun?" og þessa grunn frasa, en ef þú segir "góðan daginn" og viðskiptavinurinn fer að segja einhver ósköp á íslensku sem þú skilur ekki þá getur alveg verið betra að hann viti strax að þú talar ekki málið. Páfagaukslærdómur nær bara svo langt. Þetta eru fyrirtækin sem bera ábyrgð á þessu, ekki starfsfólkið. Innflytjendur eru í hóp viðkvæmustu einstaklinga þjóðfélagsins, hefur minnst á milli handanna, minnstan rétt og þolir ekki langtíma atvinnuleysi. Ef einhver er tilbúinn að ráða þig og segir að það sé aukaatriði að þú talir ekki íslensku þá tekurðu vinnuna. Mín reynsla á innflytjendum er að þeir vinni mun meira en meðal íslendingur. Fólk sem kemur til landsins er búið að finna sér vinnu og mæti þangað daginn eftir að það kemur til landsins, er ekkert að gaufa og skoða sig um. Kannski þarftu að hafa verið á þessum stað til að skilja þetta, ég veit það ekki.

Yggdrasil91 | 28. jan. '20, kl: 21:17:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

"Meðvirkir aumingjar"
- Þú heldur áfram dónaskapnum. Ef það er einhver sem er dóni, þá er það augljóslega þú sjálfur sem þarft að hugsa það hvernig þú kemur fram við fólk. Nennir ekki nokkur maður að ræða við fólk ef það fær svona skítkast fyrir það eitt að vera ósammála þér.

Megamix2000
Yggdrasil91 | 2. feb. '20, kl: 19:32:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Um hvaða meðvirkni ert þú að tala? Ég er ekki einu sinni búinn að segja mína skoðun á þessu máli þínu. Ég var eingöngu að segja að þú ert virkilega dónalegur. Ef þú sérð ekki dónaskapinn í orðunum þínum þá vorkenni ég því afgreiðslufólki sem þarf að afgreiða þig og væri ég Serrano gaurinn hefði ég þá verið gríðarlega ánægður að horfa á þig labba út um dyrnar án þess að kaupa neitt.

ert | 28. jan. '20, kl: 13:55:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Hvernig hjálpar það fólki að læra íslensku að fara í út í bíl? Það hjálpar meira að tala íslensku bara hægt og benda þegar fólk er að panta hjá fólki sem talar ekki íslensku.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Megamix2000 | 2. feb. '20, kl: 19:12:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ÞETTA ER DÓNASKAPUR. Það tekur nokkrar mín að læra að heilsa fólki. Ég myndi ekki haga mér svona og engin með viti myndi gera þetta. Við erum að flytja inn fólk sem fær ekki vinnu í Noregi eða Danmörk.

ert | 2. feb. '20, kl: 19:28:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ég vissi ekki að það væri nægilegt fyrir starfsmanninn að heilsa á íslensku og þú gerðir ekki kröfu um meiri íslenskukunnáttu.  En hvernig hjálpaðir þú starfsmanninu að heilsa?   Gat starfsmaðurinn sem sagt ekki sagt hæ?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 26. jan. '20, kl: 15:25:17 | Svara | Er.is | 1

Það er alveg eðlilegt að fólk í þjónustuhlutverki íslenskra fyrirtækja á Íslandi geti afgreitt viðskiptavini á íslensku burt séð frá hvort viðskiptavinur skilji önnur tungumál.
Þegar afgreiðslufólk svarar mér á öðru tungumáli, tala ég hægar og skýrar íslensku. Ef það skilst ekki notast ég stundum við bendingar. Ef það skilst ekki bíð ég eftir að kallað er á verslunarstjóra eða annan sem talar á máli landsins.

Það er öllum greiði gerður að tala ekki útlensku við afgreiðslufólk. Greiði við afgreiðslufólkið, því þannig læra þau málið. Greiði við launþega, því fyrirtækjaeigendur komast síður upp með að greiða útlendingum lægri laun, en það er ein af aðalástæðum fyrir málskertu þjónustufólki.

Annars er íslenska víkjandi meðal íslendinga. Hér á bland og víða eru íslendingar svo hámenntaðir að þeir eiga í erfiðleikum með mál nema eitt og eitt orð á ensku sanni menntunarstig þess. Þessi hópur stingur reglulega að þerri staðreynd að vera handhafar háskólagráðum af ýmsum styrkleika. Það virðist þeim orðin fötlun hversu hámenntað þau eru.

túss | 26. jan. '20, kl: 16:04:54 | Svara | Er.is | 1

það fást bara ekki íslendingar í þessi störf. Betra að hafa enskumælandi en að loka verslunum? það þykir mér allavega

0987 | 27. jan. '20, kl: 00:42:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hugsa oft að þetta er líka erfitt fyrir þau ég reyni að láta þetta ekki trufla mig nema einu sinni þegar ég ætlaði að kaupa strætó miða þá var gargað á mig SPEAK ENGLISH

T.M.O | 27. jan. '20, kl: 00:56:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er auðvitað jafn dónalegt og að garga TALAÐU ÍSLENSKU! fólk á bara að geta hagað sér

BjarnarFen | 28. jan. '20, kl: 13:41:36 | Svara | Er.is | 0

Ef að þú þyrftir að flytja til Kazakstan til að fá þér vinnu og gætir sleppt því að læra heimamálið og tala bara ensku í staðinn. Hvað mundiru gera?
Hver nennir að læra íslensku þegar það þarf ekki? Vældu í þeim sem reka staðina eða borðaðu bara heima hjá þér. Nobody gives a shit.

Megamix2000 | 28. jan. '20, kl: 14:00:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fer eftir starfi. Ef ég færi að afgreiða fólk þá myndi ég læra málið ekki spurning. Annað væri bara rugl og dónaskapur. Ef ég ætti að gera við flugvélar og væri ekki mikið þarna þá kannski nei. En ég myndi klárlega læra smá.
Ég bara þekki ekki svona aumingjaskap. Ég hef metnað fyrir svona hlutum og sýni lágmarks kurteisi þegar ég er gestur í öðru landi. Á frænsku sem bjó stutt í Kína. Hún hún lærði auðvitað málið. Þannig þetta þekkist ekki í minni fjölskyldu. Svona metnaðarleysi, meðvirkni, aumingjaskapur og dónaskapur.

Myndiru flytja til Argentínu og ekki læra orð í spænsku? Ekki einu sinni læra að segja góðan dag? Hverskonar aum sál myndi ekki einu sinni hafa metnað í það að læra að heilsa fólki? Ég get ekki haft samúð með svona dónum.

ert | 28. jan. '20, kl: 14:06:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lærði hún kínversku á stuttum tíma? Vá. Það er talið taka nokkur ár að verða fluent í kínversku.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Megamix2000 | 2. feb. '20, kl: 19:14:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá hvað þú ert eitruð. Klárlega narcissist. Skín í gegnum skrfin. Já íslendingar sem hafa farið þangað hafa lært málið. Hversu vel var ég ekkert að tala um.

ert | 2. feb. '20, kl: 19:30:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK. Þannig að það er nóg að geta sagt nokkur orð og bent?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Megamix2000 | 2. feb. '20, kl: 19:52:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ verst að það eru ekki til lyf við þessu.

ert | 2. feb. '20, kl: 20:12:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við eitrun? Það eru til mörg lyf við eitrunum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

BjarnarFen | 29. jan. '20, kl: 03:06:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hafa margir metnaðarfullir, ómeðvirkir, kurteisir og dónalausir frændur þínir eða frænkur þurft að flytja í annað land sem þau vissu ekki hvar væri fyrr en þau náðu að komast þangað eftir að þurfa að flýja heimalandið sitt? Jöfnuðu sig sennilega fljótt að vera án fjölskyldunnar og höfðu engar áhyggjur af fólkinu sem það skidi eftir? Allt á lágmarkslaunum, búandi í bílskúr. Svo drífa þau sig eftir 10 tíma vakt á íslensku námskeið, til að móðga ekki eyjaskeggjana sem kalla þig negra eða annað verra þegar ekki sést til.

Nei, nei, þitt kyn er sennilega allt rjóma og yfirburðar einstaklingar sem að læra tungumálið, siði og málshætti um leið og þau flytja í nýtt land og gleyma öllu um fortíðina og stefna alltaf áfram til sigurs. Til að gera fólki einsog þér til geðs, því allir þurfa að vera fullkomnir einsog þú og þín fjölskylda. Annars eru þau bara metnaðarlausir, meðvirkir aumingjar og dónar.

Er þetta rétt skilið hjá mér?

Megamix2000 | 2. feb. '20, kl: 19:20:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

**þitt kyn**
Hvaða bull er þetta í þér. Þekki hellig af útlendingum sem hafa lært málið. Þú þarft ekkert að kunna mikla íslensku til að fólk sjá að þú ert að læra og fólk tekur því venjulega vel. Þú ert að snúa út úr.
Það er ekki eðlilegt að fólk sé búið að búa hér í nokkur ár og sé mállaust. Punktur. Ekki flókið.

BjarnarFen | 3. feb. '20, kl: 01:24:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú villt ekki koma fram sem einhver rasisti, reyndu þá að vanda betur það sem kemur frá þér. Ég bið afsökunnar ef ég hef miskilið þetta sem rasisma. En kannski ættiru að bætu þá þekkingu þína á íslensku máli og koma þessu betur frá þér næst. Kannski að nokkrir íslenskutímar tímar gætu hjálpað þér.

Megamix2000 | 5. feb. '20, kl: 17:29:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:/

Geiri85 | 28. jan. '20, kl: 22:46:51 | Svara | Er.is | 0

Íslenskunámskeið á að vera skilyrði fyrir atvinnuleyfi hér á landi þetta þarf að binda í lög og vinnuveitandinn á að borga a.m.k. hluta af kostnaðinum.

ert | 28. jan. '20, kl: 22:55:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


En vandinn er að ríkisborgarar ESB og Norðurlanda hafa sjálfkrafa atvinnuleyfi.
Það má alveg gera ráð fyrir því að við slítum samkomulagi við þau lönd þá slíti þau atvinnuleyfi fyrir Íslendinga í sínum löndum.
Þá geta Íslendingar ekki unnið í Noregi eða Danmörku.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Geiri85 | 28. jan. '20, kl: 23:05:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst ég hafa heyrt einhverstaðar að maður þurfi að læra norsku til að komast á vinnumarkaðinn í Noregi, er það þá bara bull?


En já líklegast rétt hjá þér að vegna samningsins væri ekki hægt að stilla því upp þannig að fólk þurfi að fara á námskeið til að fá atvinnuleyfið en það eru hinsvegar ýmsar reglur og lög sem ná yfir starfskrafta á vinnumarkaðnum svo ég held það ætti alveg að vera hægt að setja inn eitthvað um íslenskukunnáttu þó að fólk sé ekki rekið úr landi fyrir að missa af tíma. 

ert | 28. jan. '20, kl: 23:10:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki viss um að þú getir sett inn reglur um íslenskukunáttu nema þú getir sýnt fram á að íslensku þurfi nauðsynlega í starfinu. Það er ekki nóg að þorskinum líði betur ef íslenskumælandi aðili sér um færibandið sem hann er á ;)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Geiri85 | 28. jan. '20, kl: 23:11:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það ætti þá allavega að vera hægt að setja svona reglur fyrir störf þar sem þetta er mikilvægast, þar að segja afgreiðslu- og þjónustustörf. Skiptir mestu máli að fólk þar tali tungumálið.

ert | 28. jan. '20, kl: 23:14:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


það eru svona lög um lækna - ég sé ekki að þjónustustörf séu það mikilvæg að það þurfi að setja slík lög.
Ég þekk fá dæmi um að fólk hafi dáið við að panta hamborgara - jafnvel þó afgreiðslumaðurinn hafi ekki skilið það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Geiri85 | 28. jan. '20, kl: 23:19:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má bara setja reglur fyrir starfskrafta á vinnumarkaðnum ef það snýr að lífi og dauða?


En annars eru samskipti reyndar mikilvæg þegar kemur að matarpöntunum fyrir fólk með ofnæmi. 

ert | 28. jan. '20, kl: 23:29:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þú sagðir " fyrir störf þar sem þetta er mikilvægast, þar að segja afgreiðslu- og þjónustustörf "
hamborgaraafgreiðsla er bara ekki mikilvæg

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Geiri85 | 2. feb. '20, kl: 21:57:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var ekki að meina að störfin sjálf væru mikilvægari en önnur heldur að störfin væru þess eðlis að íslenskukunnáttan skiptir meira máli en í mörgum öðrum. Ef við tökum verslun sem dæmi þá er mikilvægara að starfsfólk í afgreiðslu tali tungumálið en það sem er á bakvið á lagernum. 

ert | 2. feb. '20, kl: 22:07:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


af hverju er það mikilvægt að starfsmaður í hamborgarasölu tali íslensku? 
Hver deyr ef það verða mistök í pöntun?
Hvort það sé mikilvægt að starfsmaður á lager tali íslensku fer eftir því um hvers konar lager er að ræða.
Það að setja hamborgarasölu sem svo mikilvæga að það þurfi að tryggja góða íslenskukunnáttu er furðulegt. Ég skil ekki skaðan sem það veldur kúnnanum ef viðkomandi talar ekki íslensku. Fólk getur meira að segja valið að sleppa því að kaupa hamborgara ef starfsmaðurinn talar ekki íslensku og annað hvort fara annað eða borða hollari mat!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Geiri85 | 2. feb. '20, kl: 23:21:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert greinilega með allt annan skilning á orðinu mikilvægt en ég.


Það var notað í ákveðnu samhengi, sem getur verið annað en líf og dauði.


Stundum eins og þú rífist bara til að rífast. 

ert | 2. feb. '20, kl: 23:27:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst bara það ekki vera mikilvægt að geta pantað hamborgann sinn á íslensku. Ég panta hamborgara aldrei á íslensku þegar ég er í útlöndum og það hefur gengið upp hingað til. Meira að segja þótt viðkomandi afgreiðslumaður tali ekki ensku.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

seniorcash | 29. jan. '20, kl: 12:39:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þarft ekki að tala norsku til að vinna í noregi

T.M.O | 28. jan. '20, kl: 22:58:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú gætir lagt niður alla fiskvinnslu á landinu með svona skilyrðum.

ert | 28. jan. '20, kl: 23:07:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Og gerir það nokkuð til? Við erum Íslendingar og getum alveg lifað sjálfstæðu lífi án útlendinga.
Kemurðu í selkjöt á morgun?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 28. jan. '20, kl: 23:20:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áttu ekki sjálfdauðan höfrung sem við getum fengið okkur?

ert | 28. jan. '20, kl: 23:30:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, jú og söl með.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Geiri85 | 28. jan. '20, kl: 23:08:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei krafan er ekki að fólk kunni allt málið á fyrsta degi heldur einfaldlega að það byrji að læra það. Eins og staðan er í dag þá erum við með slatta af t.d. Pólverjum sem hafa búið hérna í allt að 20 ár án þess að tala málið. Þetta er svo skelfileg þróun að eitthvað þarf að gera. 

Megamix2000 | 2. feb. '20, kl: 19:23:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hæ Hr85.
Þetta er það sem ég er að tala um. Þetta fólk sem er búið að búa hér í einhver ár og er búið að taka ákvörðun um það að ætla ekki að læra málið. Þetta fólk verður aldrei almennilega partur af samfélaginu okkar.

Megamix2000 | 2. feb. '20, kl: 19:21:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fiskvinnsla er ekki afgreiðslustarf.

T.M.O | 2. feb. '20, kl: 19:25:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að svara þessu: " Íslenskunámskeið á að vera skilyrði fyrir atvinnuleyfi hér á landi þetta þarf að binda í lög og vinnuveitandinn á að borga a.m.k. hluta af kostnaðinum. "

AcidBurn74 | 29. jan. '20, kl: 10:49:27 | Svara | Er.is | 0

Það sem svo margir íslendingar skilja ekki er að við sem vorum og erum í þjónustugeiranum og erum búin að vera það í 20 ár til dæmis eins og ég er að það er ömurlegt að vera að vinna við þetta hér á landi og það er ekki á útlendingana heldur íslendingana sem eru sorglega dónalegustu og ruddalegustu kúnar sem hægt er að afgreiða og ég persónulega er mjög þjónustulind og ég bara get ekki unnið við þetta lengur vegna þess að vinna í þjónustugeiranum lengur vegna þess að það er mjög niðurdrepandi og þreytandi nema ef þú ert að vinna á stað þar sem meirihluti kúnanna eru útlendingar sem eru kurteisir og taka ekki skap sitt út á afgreiðslufólki sem hefur ekkert vald á verði til dæmis sem íslendingar gera hikslaust. Málið er að ég er sammála því að afgreiðslufólk ætti að geta að minnsta kosti bjargað sér á íslensku en það bara er ekki alltaf hægt og flest okkar sem hafa veriða að vinna við þessi störf í mörg mörg ár myndum bara frekar skjóta okkur í fótinn en að fara að vinna við þetta aftur nokkurntímann. Svo ofan á það hef ég þó nokkuð lent á íslendingum sem eru afgreiða mig og þeir hafa verið dónalegir og súper fúlir og ættu að vinna við eitthvað annað, myndi frekar tala ensku en að fá svoleiðis þjónustu, takk fyrir pent. Þú ert sennilega einn af þeim kúnum sem ég myndi gersamlega hata eins og sorglega svo margir eru. Það er mín skoðun að í þessu tilviki ert það þú en ekki starfsfólkið sem ert ruddalegur og dónalegur. Ef þú hefur einhverntímann unnið í þjónustustarfi, sem ég efa að þá værir þú umburðalindari. Það eru því miður íslendingar eins og þú sem orsökuðu það að ég persónuleg HATA að afgreiða íslenska kúna og ég elska landið mitt og tungumál mjörg mikið og fólk almennt er svakalega FRÁBÆRT nema þegar þeir eru kúnar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Stofna rokkhljómsveit Lepre 13.2.2024 21.2.2024 | 03:26
Stuðlun og hljóðangreining austurland1 20.2.2024 21.2.2024 | 03:05
Dagvaktin og fangavaktin mikaelvidar 30.4.2023 20.2.2024 | 22:11
Kristrún Frostadóttir segir hælisleitendakerfi okkar og opin landamæri gangi ekki upp. jaðraka 18.2.2024 20.2.2024 | 16:57
Gefa sæði Danni95 18.2.2024 20.2.2024 | 14:15
Skattframtal DB.art 19.2.2024 20.2.2024 | 11:34
BERK þvottavél Flower 19.2.2024
Samfylkingin að bjóða Sjalfstæðisflokki uppí dans. jaðraka 19.2.2024 19.2.2024 | 14:51
Millinafn sem passar fyrir nafnið Gígja 200-kopavogur 18.1.2024 19.2.2024 | 13:40
Samfylkingin farin að sjá til Sólar ? jaðraka 15.2.2024 18.2.2024 | 18:27
Sniðganga vïfilfell panam 10.3.2011 18.2.2024 | 14:41
Does Bland Charge a fee to sell a car? natto3000 16.2.2024 17.2.2024 | 12:39
ókurteisi hjá afgreiðslufólki... rosa87 22.8.2008 15.2.2024 | 22:51
húfarew Thecandyman 15.2.2024
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 15.2.2024 | 16:41
Leiga b82 13.2.2024 15.2.2024 | 14:09
Sala á bíl - skattur tur79 1.11.2014 15.2.2024 | 00:12
Finnska....Og Ruv.. kmarus21 13.2.2024
Getur einhver lagað parketið mitt TheMindPrisoner 13.2.2024
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022 13.2.2024 | 00:40
Hverju er verið að mótmæla í Gaza og á Austurvelli ? jaðraka 4.2.2024 12.2.2024 | 14:09
Echo flower shawl lillakitty 27.9.2010 12.2.2024 | 11:37
Valentinusar kort - hjálp ekkibenda 12.2.2024 12.2.2024 | 10:42
Gallsteinar Belgingurinn 1.2.2024 12.2.2024 | 07:57
flytja ísskáp emina 15.9.2009 11.2.2024 | 22:46
Íslendingar virðast ekki skilja hvað er að spara og fresta kaupum á óþarfa. jaðraka 14.9.2023 11.2.2024 | 13:59
Sölutorg Bland.is Björn 7913 9.8.2023 11.2.2024 | 11:07
Barnaefni 1985-1990ish Pro kemon55 8.2.2024 10.2.2024 | 20:42
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
"Horfðu aftur" með Páli Óskari! Eeyore 22.4.2005 7.2.2024 | 23:54
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 2.2.2024 | 15:26
Síða 3 af 47622 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Guddie, Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, Bland.is