Erfðafjárskattur

Júlí 78 | 15. okt. '19, kl: 07:00:15 | 243 | Svara | Er.is | 0

Þetta kom í fréttum: " Lagt er til að erfðafjárskatt­ur verði þrepa­skipt­ur í áformuðu frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sem kynnt hef­ur verið á sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Lagt til að þrep erfðafjárskatts­ins, sem er eitt 10% þrep í dag, verð ann­ars veg­ar 5% af fjár­hæð allt að 75 millj­ón­ir kr. og hins veg­ar 10% af því sem er um­fram 75 millj­ón­ir kr. Fjár­hæðarmörk skattþrep­anna taki svo ár­leg­um breyt­ing­um miðað við þróun vísi­tölu neyslu­verðs.

Þá er jafn­framt lagt til að sök­um þrepa­skipt­ing­ar skatts­ins verði erfðafjárskatt­ur á fyr­ir­fram­greidd­um arfi sá sami og í hærra skattþrep­inu, þ.e. 10%."

Sumir hafa lagst gegn þessari lækkun.  „ASÍ tel­ur erfðafjárskatt skil­virka og rétt­láta leið til tekju­öfl­un­ar sem vinn­ur gegn ójöfnuði og óæski­legri samþjöpp­un auðs milli kyn­slóða.“ Þetta kem­ur fram í um­sögn Alþýðusam­bands­ins um fyr­ir­ætl­arn­ir fjár­málaráðherra um lækk­un erfðafjárskatts, sem Henný Hinz, aðal­hag­fræðing­ur sam­bands­ins, skrif­ar und­ir."

"Í sama streng tek­ur BSRB, en í um­sögn fé­lags­ins er bent á að miðgildi verðmæt­is dán­ar­búa var árið 2017 14,5 millj­ón­ir króna, og miðgildi á erf­ingja 3,5 millj­ón­ir króna. Því þyki fé­lag­inu ansi hátt að miða þrepa­mörk við 75 millj­ón­ir króna. „Standi vilji til að lækka skatt­hlut­fall erfðafjárskatts væri nær að skoða ein­hverja hækk­un á skatt­frjálsa hluta skatt­stofns­ins,“ seg­ir í um­sögn­inni, en eng­inn skatt­ur er greidd­ur af fyrstu 1,5 millj­ón­um dán­ar­bús miðað við nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag."

Ég skil ekki þessi rök. Það er bara verið að tala um lækkun erfðafjárskatts úr 10% í 5% upp að 75 milljónum. Og er ekki þessi erfðafjárskattur bara tvísköttun? Það segja flutningsmenn tillögunnar: " Flutningsmennirnir segja að nauðsynlegt sé að hafa í huga að erfðafjárskattur sé tilfærsla fjármagns og verðmæta á milli kynslóða. Erfðafé sé þegar skattlagt í formi tekjuskatta, fjármagnstekjuskatta og eignarskatta. Þannig segja þau erfðafjárskatt fela í sér tvísköttun."

Að vera með háan erfðafjárskatt er óréttlátur skattur að mínu mati. Það hefði meira að segja alveg mátt miða við 100 milljónir þar sem bara er tekið 5% í erfðafjárskatt. Margir hafa eignast sitt hús eingöngu vegna launa sem borgað hefur verið skattur af og flest hús hér á höfðuborgarsvæðinu er nú meira virði en sem svarar 75 milljónum, því mætti alveg miða við 100 milljónir. Sjálfstæðisflokkur fær að þessu sinni (aldrei þessu vant) bara hrós frá mér fyrir framtakið að koma fram með þetta frumvarp.

https://www.visir.is/g/2018180919028

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/10/02/threpaskiptur_erfdafjarskattur/

 

ert | 15. okt. '19, kl: 08:33:50 | Svara | Er.is | 0

Stuðingsmenn erfðarfjársskatts hafa reyndar bent á að hann sé tæki til að minnka til að minnka þjóðfelagsmun.. Mér finnst svo merkilegt með þig að þú styður aldrei neitt sem stuðlar að því að minnka tekju og eignamun í þjóðfélaginu. Ertu með milljón á mánuði eða bara meðaltekjur (650 þús)?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 15. okt. '19, kl: 08:55:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég styð lækkun að sjálfsögðu. Þetta þýðir hátt í auka milljón fyrir mig á næsta ári.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 15. okt. '19, kl: 09:56:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er nefnilega svo vitlaus rök sem sumir segja: "stuðlar að því að minnka tekju og eignamun í þjóðfélaginu". Mega ekki erfingjar fá minni skatt vegna upphæðar að 75 milljónum? Er Jón eða Gunna að bjarga þjóðfélaginu með því  að borga 5% eignaskatt en ekki 10% af 75 milljónum? Ekki misskilja mig samt, ég er alveg á því að forríkt fólk eigi að borga meira til samfélagsins heldur en nú er. Mín vegna má alveg koma á hátekjuskatti. Og mér skilst að veiðileyfagjöldin hafi lækkað um 40% síðan ríkisstjórnin tók við, það finnst mér misráðið. 


Jú sumir svindla undan skatti, en ef þessi 75 milljónir komu bara vegna peninga sem unnið var hörðum höndum fyrir og borgað var fullan skatt af? Finnst þér þá sem sagt réttlátt að krukka sem mest í þessa peninga? Eða á að gera ráð fyrir því að allir svindli undan skatti? Af hverju má fólk ekki eiga eitthvað í friði fyrir skattmann? Ertu kannski líka fylgjandi háum fjármagnstekjuskatti á allar upphæðir? Má fólk ekki eiga eins og eina milljón í banka án þess að skattmann komi og hirði fjármagnstekjuskatt af því? Mín skoðun er að það ætti ekki að vera neinn fjármagnstekjuskattur af einni milljón en það má alveg hækka hann að öðru leyti frá því sem nú er. 


Hvað með almenna eignaskatta? Þú vilt þá væntanlega að allir borgi fullan eignaskatt alveg sama þó það búi kannski í einu stk. íbúðarhúsi og eigi kannski ekki mikið meira en það? Já um að gera að reyna að neyða gömlu konuna eða gamla manninn út úr húsinu sínu þegar þau fara á ellilífeyrir. Þau hafa hvort sem er ekkert að gera með það að vera að búa í einhverju stóru, geta bara keypt sé 2 herb. íbúð. Eða er það ekki þitt sjónarmið?


En fínt er ef þú átt von á auka milljón á næsta ári. Getur þá kannski keypt þér ýmislegt, allar líkur á því að þú borgir líka vsk af því.

Júlí 78 | 15. okt. '19, kl: 10:18:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætlaði að segja;: Er Jón eða Gunna að bjarga þjóðfélaginu með því að borga 10% erfðafjárskatt en ekki 5% af 75 milljónum? Það er borgað nú þegar 10% í erfðafjárskatt, varla. Munu þau stuðla að því að minnka tekju og eignamun í þjóðfélaginu ef þau borga bara 5% erfðafjárskatt af 75 milljónum? Ég held varla. 

ert | 15. okt. '19, kl: 10:30:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Tja ef ég eignast milljón meira þá á ég milljón meira en þeir sem eignast ekki milljón. 
Ég er að vonast til að geta átt aðra íbúðina skuldlausa eftir þetta og greiða svona hina niður - væri gott að eiga hana skuldlausa eftir 15 ár eða svo.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 15. okt. '19, kl: 10:57:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara fínt ef fólk getur átt skuldlausa íbúð, að ég tali nú ekki um skuldlaust hús. Er eitthvað að því? En það sem ég er að tala um hér er sanngirni, sanngirni þegar kemur að skattheimtu þegar einhver deyr. Það er alveg sanngirni í því að lækka þennan erfðafjárskatt um 5% upp að 75 milljónum. " Flutningsmennirnir segja að nauðsynlegt sé að hafa í huga að erfðafjárskattur sé tilfærsla fjármagns og verðmæta á milli kynslóða. Erfðafé sé þegar skattlagt í formi tekjuskatta, fjármagnstekjuskatta og eignarskatta. Þannig segja þau erfðafjárskatt fela í sér tvísköttun."

ert | 15. okt. '19, kl: 11:00:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég skil bæði sjónarmið en ég færist sífellt fjær lágtekju fólki. Þegar ég fæ milljón þá get ég notað hana tila að afla meiri tekna. Minni afborganir af íbúðunum þýða að leigtekjunar renna meira í eiginn vasa. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 15. okt. '19, kl: 11:15:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bæði hátekjufólk og lágtekjufólk verða fyrir því að missa nákomna ættingja. Það kemur sér vel fyrir báða hópana að þessi erfðafjárskattur lækki um 5% upp að 75 milljónum. En þú vilt kannski að ef það er verið að lækka þetta eitthvað þá komi það bara lágtekjufólki til góða? Þannig að ef einhver ráðherrann missir nákominn þá borgi hann frekar 10% af öllu í efðarfjárskatt því hann er svo ríkur? En hvað kemur leiga á íbúðum málinu við? Ef þú átt íbúð sem þú getur leigt út þá er það bara fínt fyrir þig ef þú hefur einhverjar aukatekjur af því. Ertu eitthvað á móti því annars? Svo framarlega sem þú gefur upp leiguna?

ert | 15. okt. '19, kl: 11:19:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já, en lágtekjufólk er líklegra til að eiga ættingja sem eiga minna. Hátekjufólk er líklegri til að eiga foreldra (oftast eru það foreldrar sem deyja) sem eru líka hátekjufólk og eiga þar afleiðandi meira. Þess vena eykst munrinn. 
Þú serð " miðgildi verðmæt­is dán­ar­búa var árið 2017 14,5 millj­ón­ir króna, og miðgildi á erf­ingja 3,5 millj­ón­ir króna." Þetta er ansi langt frá raunveruleika hátekjufólks

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 15. okt. '19, kl: 11:33:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko ef fólk hefur orðið nokkuð ríkt af því að vinna sér inn peninga á heiðarlegan hátt og borgar sína skatta og skyldur þá sé ég ekkert að því. Það er líka hægt að vera heiðarlegur í viðskiptum. Ekki allir skúrkar sem eru í viðskiptum, með verslun eða annað. En reyndar viðurkenni ég að stundum gæti maður haldið að þeir sem selja húsgögn séu með óhóflega álagningu því mér finnst húsgögn mjög dýr í sumum húsgagnaverslunum. En sem betur fer þá hefur fólk þá val um að versla þar sem eru ódýrari húsgögn. (ég tók bara sem dæmi húsgögn en getur verið önnur vara). En ég ætla ekki að verja fólk sem er með peninga sína í skattaskjólum eða svíkur undan skatti. Þú segir að lágtekjufólk sé líklegra til að eiga ættingja sem eiga minna, ég veit ekki til þess að nein könnun hafi verið gerð á því. 

ert | 15. okt. '19, kl: 11:37:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Enginn að tala neitt óheiðarlegt - bara um mun á tekjum og eigum milli velstæðra og fátækra og hvort sá munur á að aukast eða minnka.
Ef þú vilt að sá munur aukist þá er mér svo sem sama. Hentar mér ágætlega.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 15. okt. '19, kl: 11:48:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú heldur greinilega ennþá að með því að sleppa því að lækka þennan erfðafjárskatt um 5% upp að 75 milljónum og hafa sömu prósentutölu á allt eins og verið hefur þá muni fátækir hafa það á einhvern hátt betra. Væru þá ekki fátækir fyrir löngu síðan farnir að hafa það betra? Munu fátækir gjalda fyrir það að þessir erfðafjárskattur lækki um 5% upp að 75 milljónum? Eru ekki líka fátækir að missa sína ættingja og fá þá kannski einhvern arf? Mega þeir ekki borga aðeins minna en nú er í erfðafjárskatt upp að 75 milljónum? Hvað er að því?

ert | 15. okt. '19, kl: 11:57:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Nei en hinir ríku verða ekki eins ríkir.
En eins og ég segi: ég græði hátt í milljón á þessu ef þetta fer í gegn og á ég nú mörg systkini. Ef þú telur að það sé mikilvægt að ég verði ríkari þá ég er alveg sátt við það.
Sonur minn græðir líklega í framtíðinni um 4 milljónir á þessu.
Miðgildi arfs á erfingja er 3,5 millj­ón­ir. Sonur minn gæti grætt meira á þessari breytingu en flestir fá í arf. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 15. okt. '19, kl: 12:07:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef einhver er að fá í arf 3.5 milljónir eða meira þá borgar sá alveg eins mikið í erfðafjárskatt eins og áður (10%) nema þá kannski upp að þessum 75 milljónum, geri ráð fyrir að það yrði bara 5% erfðafjárskattur af þeirri upphæð. Ef þú vilt kalla það gróða (minni erfðafjárskattur), meiri gróði en áður var þá verð ég að segja að sá gróði kemur bæði ríkum og fátækum til góða sem fá þessa upphæð í arf.

ert | 15. okt. '19, kl: 12:13:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já en það munar ansi milu á miðgildi dánarbús  14,5 millj­ón­ir króna og 75 milljón króa dárnarbúi.
Gróði af lækkun á 14,5 í 5% er 725 þús er í 75 milljónum er 3,75 milljónir.
Þannig hagnast þeir mun meira sem eru að erfa einir 75 milljónir en þeir sem eru að erfa einir venjulegt miðgildis dánarbú.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 15. okt. '19, kl: 12:21:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég stend samt við allt sem ég sagði hér í upphafi þó að ég hafi í lokin þurft aðeins að fíflast í þér..

Júlí 78 | 15. okt. '19, kl: 12:11:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja ég las þetta sem 35 milljónir en skrifaði það sama og þú 3.5 milljónir, það var óvart. Svarið miðaðist við ef einhver fengi 35 milljónir í arf.

Júlí 78 | 15. okt. '19, kl: 12:14:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja var að grínast í þér, tókst vonandi eftir því að þetta er hálfgerð steypa. ;) En ég hlýt að mega fíflast í þér eins og þú í mér stundum.

TheMadOne | 15. okt. '19, kl: 15:13:49 | Svara | Er.is | 0

Finnst þér eðlileg þróun að allir peningar endi í höndunum á þeim sem hafa ekkert við þá að gera en að safna þeim? Bara tölur inni á einhverjum tortolareikningum og koma aldrei inn í samfélagið aftur? Það er það sem er að gerast. Það sem hefur verið að éta gömlu austantjaldslöndin upp innanfrá er vellauðug yfirstétt og það sem flokkaðist sem millistétt, t.d. kennarar og læknar, er búin að sameinast fátækrastéttinni. Þetta er að gerast hér. Þú veist að ef þú veikist og ert í yfirstéttinni á Íslandi þá bíður þú ekkert á einhverjum biðlista og ert látinn liggja í skúringarkompunni eða á ganginum, þú velur bara besta sjúkrahúsið og flýgur með einkaþotu sem vinur þinn lánar þér. Það þarf að laga þetta með sköttum, fólk sem safnar peningum langt umfram mestu mögulegu þarfir er með fíknsjúkdóm, þarf á hjálp að halda og það þarf að taka fram fyrir hendurnar á því.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 16. okt. '19, kl: 15:24:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef sagt það hér að ég er ekki að verja það fólk sem hefur peninga sína í skattaskjólum eða svíkur undan skatti. En margir eiga hús sem er jafnvel 75-100 milljóna virði sem fólk hefur eignast vegna vinnusemi þar sem greiddur er fullur skattur af vinnunni. Ég væri meira að segja ekki á móti því að enginn erfðafjárskattur væri greiddur af þessari upphæð, flestir hafa greitt fullan skatt af upphæðinni. Ekki gera ráð fyirr því að allir séu svindlarar eða stórglæpamenn.

TheMadOne | 16. okt. '19, kl: 16:20:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekkert að tala um glæpamenn. Þessi peningadýrkun er fullkomlega lögleg og þykir vera jákvæð.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 16. okt. '19, kl: 17:27:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert að tala um erfinga sem einhverja sem eru með peningadýrkun þá held ég að það sé misskilningur. Flestir vildu nú hafa ættingja sína á lífi í stað þess að fá einhvern arf. Svo er oft ekkert bara einn erfingi þegar einhver deyr, geta þess vegna verið margir.

kaldbakur | 16. okt. '19, kl: 00:18:06 | Svara | Er.is | 1

Það er mjög jákvætt ef erfðafjárskattur er lækkaður af eignum undir 75 milljónum.
Í flestum tilfellum er það sem erfist hjá venjulegu fólki íbúð og annað sem venjulegt fólk hefur eignast á æfinni.
Viðmiðunin varðandi lækkun skattsins úr 10% í 5% mætti gjarnan vera 100 milljónir sem er kannski bara þokkaleg íbúð sem hefur verið skattlögð á ýmsan hátt í gegnum árin.
Fasteignagjöld eru óheyrilega há og svo er rekstrarkostnaður fasteigna á Íslandi mikill t.d. vegan veðráttu.
Þannig að erfingjar munu áfram verða skattpíndir þó erfðafjárskattur verði lækkaður af hóflegri eign.

ert | 16. okt. '19, kl: 08:06:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef 75 millur er venjulegt af hverju er miðgildi dánarbús 14,5 millur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 16. okt. '19, kl: 14:00:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef'i auðvitað átt að segja "eðlilegt" frekar en "venjulegt". Ástæðan er auðvitað sú að það er búið að aumingjavæða fjöldann.
Færri eftir sem hugsa eðlilega.

ert | 16. okt. '19, kl: 14:49:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig að ef maður hugsar eðlilega þá fær maður 75 milljónir í arf. ef maðru hugsar venjulega þá fær maður 14,5.
Sniðugt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 16. okt. '19, kl: 14:52:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú gleymir auðvitað áhrifum aumingjavæðingarinnar.
Sá sem er alltaf á framfærslu samfélagsins getur dregið þessr tölur enn neðar.

ert | 16. okt. '19, kl: 14:54:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


hvað aumingjavæðingar - ertu að tala um ellilífeyrisþega sem aldei nenntu að vinna og eiga þess vegna ekki?
Finnst þér eðlilegt að tala svona um foreldra þína og kynslóð þeirra?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 16. okt. '19, kl: 15:08:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mínir foreldrar voru ekki í þessum aumingjaflokki öðru nær.
Ég veit ekkert um þig og þína en held þú sért frekar á þeim kanntinum.
Aumingjavæðingin er augljós t.d. hér í Reykjavík þar sem allt kapp er lagt á að gera fólk að leiguliðum varðandi íbúðarhúsnæði frekar en að hvetja og aðstoða fólk við að eiga sitt húsnæði. Þegar ég nefni að það sé mjög algengt og eðlilegt að dugmikið fólk láti eftir sig eignir (íbúðir í flestum tilfellum) uppá ca 75 - 100 milljónir skuldlítið þa sleppi ég auðvitað þeim sem hafa lifað á framfærslu ríkis eða sveitarfélaga og látið afvegaleiða sig og gleypt við aumingjavæðingunni. Það er auðvitað auðveldara í upphafi að huga ekkert að sínum framtíðar dvalarstað og efnahag og íbúðahúsnæði, en það kemur fólki um koll síðar á lífsleiðinni.
Þetta eru bara staðreyndir sem þú sérð allt í kringum þig.
Mér skilst að þú sért að reyna að koma þér útúr þannig vítahring aumingjaskapar og hafir fjárfest í húsnæði sem þú leigir núna en séð að kemur þér vel síðar þegar þú ert kominn yfir erfiðasta hjallann fjárhagslega.
Ég óska þér bara til hamingju með þetta framtak þitt og er fullviss um að þú gerir rétt með þessum dugnaði.

ert | 16. okt. '19, kl: 15:15:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já og þar sem aumingjavæðin útskýrir lágan arf fólks árið 2017 þá eru við að tala um aumingja fædda árið 1940 eða í kring sem eru að deyja og skilja ekkert eftir sig enda búnir að lifa á örorkubótum allt sitt líf.


Settu tappann í flöskuna! Ekki vera aumingi!


P.s. foreldar mínir voru alltaf á örorku og áttu aldrei neitt. Þess vegna græði ég næstum milljón á þessari breytingu þrátt fyrir að  eiga nokku systkini. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 16. okt. '19, kl: 15:27:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að tala um aumingjavæðingu sem er í gangi núna og undanfarin ár og jafnvel áratugi já.
Stjórnmálamenn nútímans eru margir að gera allt til að sem flestir verði ósjálfbjarga og þurfi aðstoð áfram þegar komnir é efri ár.
Ég er nú samt svo velviljaður að ég held að þessir menn sem hafa þessa aumingjastefnu viti bara ekki sjálfir hvað hún er skaðleg.
Jón Gnarr og Besti flokkurinn hafði slagorðið "allt fyrir aumingja".
Ég held nú að Jón Gnarr hafi ekki verið að ræða um öryrkja þegar hann talar um aumingja.

ert | 16. okt. '19, kl: 15:43:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


OK. hvernig útskýring aumingjavæðing á þessari öld að  að miðgildi dánarbús 2017 er 14,5 milljónir en ekki 75 milljónir?
Fær fólk greiddan arf eftir dugnaði sínum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 16. okt. '19, kl: 15:57:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér er nokk sama hvernig þú reiknar þetta en ég tel að t.d. hjón 60 - 70 ára sem eiga skuldlítið íbúðarhúsnæði sitt uppá um 100 milljónir séu bara gott dæmi um ráðdeildarsemi og dugnað. Þú verður að gera þér ljóst að í dag eru tekjur langtum hærri á allan mælikvarða en t.d. fyrir 60- 70 árum svo dæmi sé tekið.
Það er bara algjör aumingjaskapur fólks í dag að geta ekki komið sér upp góðum lífeyriissjóði og auka sjóði með t.d. eigin húsnæði .
Það er algjör misskilningur og aulaháttur að vera að blanda öryrkjum og þeim sem hafa orðið illa undir í lífinu vegna t.d. slysa inní þessa umræðu. Um þann hóp er ekki verið að ræða.
Hvort þú sem erfingi færð 10 - 20 - 30 - 40 - eða 100% af þessum erfðastofni er líka allt annað mál, ef þú ert að ræða um marga efingja.

ert | 16. okt. '19, kl: 15:59:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ég reikna? Er ég BSRB ? Vá!
Er ég búin að vera  BSRB lengi?
Ef ég er stéttafélag er ég þá undanþegi skatti?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 16. okt. '19, kl: 16:00:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú þarft að setja tappann á pilluglasið held ég.

ert | 16. okt. '19, kl: 16:01:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju telurðu það vera gott fyrir mig að vera með of lítil skjaldkirtilshormón?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 16. okt. '19, kl: 16:03:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit það ekki elskan mín. Þú verður bara að ræða það við lækninn þinn, en jú þú getur líka spurt TheMadOne um þetta skjaldkirtils dæmi þitt.

ert | 16. okt. '19, kl: 16:08:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held ég taki frekar mark á lækninum mínum en drykkjurausi í þér um að ég sé BSRB af því að ég vitna í tölur þeirra.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

TheMadOne | 16. okt. '19, kl: 16:22:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða þráhyggja er þetta? Þykist ég vera læknir? Telurðu mig vera eitthvað meira inn í skjaldkirtilsvandamálum en hver annar?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 16. okt. '19, kl: 16:58:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þið eruð báðar BSRB er það ekki ?
En ég veit ekkert hvaða merkingu við viljum hafa fyrir þessa sammstöfun :)

TheMadOne | 16. okt. '19, kl: 19:07:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

TheMadOne | 16. okt. '19, kl: 19:09:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekki hugmynd. Af hverju svarar þú aldrei þegar maður biður þig um að útskýra og rökstyðja það sem þú segir?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
BRT - Bus Rapit Transit - Borgarlína - Feygðarflan ? kaldbakur 28.11.2019 13.12.2019 | 11:37
Skór og Hallux valgus tacitus 13.12.2019
Munum eftir smáfuglunum elskurnar mínar isbjarnaamma 13.12.2019
Hvar kaupi ég lavalampa fyrir dóttur mína? 060 11.12.2019 13.12.2019 | 11:09
Nintendo Switch eda 12.12.2019 13.12.2019 | 11:07
Man einhver eftir þáttunum... Sandra R. 22.11.2019 13.12.2019 | 10:59
Hvaða starf er vel launað án þess að þurfa háskóla menntun Glowglow 4.12.2019 13.12.2019 | 10:56
Frunsa kink 13.12.2019 13.12.2019 | 10:52
Aðstoð aukakennsla HR Stebig1 13.12.2019
Endurfjármögnun húsnæðisláns kartman007 29.11.2019 13.12.2019 | 04:30
Næturvaktir og fjölskyldulíf malata 11.12.2019 13.12.2019 | 02:25
Útvarspsstjóri - hver fær stöðuna? Júlí 78 11.12.2019 12.12.2019 | 23:42
SVONA VINNUR BARNAVERND OG ER NÚNA AÐ ÞAGGA NIÐUR GREININA Í DV FÓSTURBÖRN vallieva 11.12.2019 12.12.2019 | 08:42
Sjálfboðastörf á aðfangadagskvöld? BlerWitch 3.12.2019 12.12.2019 | 00:16
Ennislyfting leaarna 12.12.2019
Að gifta sig fyrir 18 ára aldur?? puðrildið 2.2.2011 11.12.2019 | 23:51
Íslensk jóladagatöl eythore 2.12.2019 11.12.2019 | 22:54
Þetta var bara til sölu á Bland.is?!!?! [Ice Cold í Beinni] stefanatli 11.12.2019
Norðanátt spáð og stórstreymi - Reykjavík er í hættu. kaldbakur 9.12.2019 11.12.2019 | 22:36
Kvensjúkdómalæknir RVK - meðmæli !! bluesy 9.12.2019 11.12.2019 | 22:16
Netverslun, vefsíðu þjónusta NedasAndrius 11.12.2019
EKKI NOTA .. Dehli 11.12.2019
Meðmæli óskast loaja 11.12.2019
Hálsbólga... bþtr 10.12.2019 10.12.2019 | 22:07
Fluguveiði Floridagella 7.12.2019 10.12.2019 | 20:49
Má borða hvað sem er ? Dehli 2.12.2019 10.12.2019 | 19:10
Leið á lífinu leidalifinu 13.3.2008 10.12.2019 | 15:46
tónmenntaleikur? Tomasjons88 10.12.2019
Þættir sem þið saknið Twitters 7.12.2019 10.12.2019 | 09:19
E-r með reynslu af SíminnPay Léttkaup? Anonymous999 27.9.2019 9.12.2019 | 16:55
Ódýr barnaklipping /systkinaafslattur drifam 9.12.2019
Gifting fyrir 18 ára tíra 9.12.2019
! ! ! MJÖG MIKILVÆGT ! ! ! ouldsetrhend 9.12.2019
Service Desk Technician techtalk 9.12.2019
Öpp sem fúnkera eins og debet/fyrirframgreitt kreditkorti? Anonymous999 9.12.2019
Hvenær er kona of ung til að eignast barn? Bragðlaukur 3.12.2019 9.12.2019 | 02:30
Ungar Íslenskar konur eru Hetjur ! kaldbakur 7.12.2019 8.12.2019 | 22:40
Athyglisvert hvað þeir eru næstum alltaf svo ljótir, ... Bragðlaukur 1.12.2019 8.12.2019 | 20:30
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 8.12.2019 | 19:36
Hvar gæti ég keypt ostahleypi? danek1 8.12.2019 8.12.2019 | 18:54
Nova tv mánaskin 23.11.2019 8.12.2019 | 13:56
Júníbumbur 2020 skvisan93 13.10.2019 8.12.2019 | 12:59
Örorka umraeda 7.12.2019 8.12.2019 | 11:27
Skúr eða aðstaða hvutta 8.12.2019
Þættirnir Djúpa laugin rokkari 7.12.2019
E10 á AEG þvottavél myfairlady 7.12.2019 7.12.2019 | 18:03
Æðahnúta aðgerðir ? hagamus 2.12.2019 6.12.2019 | 21:55
Rammstein - myndbönd spikkblue 6.12.2019 6.12.2019 | 18:53
Barnsmóðir og maki Margret45 17.11.2019 6.12.2019 | 16:54
Flugvöllur - hlustað á Ómar Ragnarsson? Júlí 78 4.12.2019 6.12.2019 | 16:47
Síða 1 af 19716 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron