Erfðamál aldraðra foreldra

Mannason | 24. júl. '16, kl: 18:21:52 | 1727 | Svara | Er.is | 0

Sæl öll, þannig er mál með vexti að ég er einkabarn harðfullorðinna foreldra minna sem alla tíð hafa búið saman í óvigðri sambúð. Þó mér sé illa við að hugsa um aldur þeirra reyni ég jafnframt að vera raunsær og geri mér fulla grein fyrir því að á þeirra aldri geta aðstæður fólks breyst snöggt. Foreldrar mínir eiga talsvert af peningum og fasteignum en aldrei hefur verið rætt um hvernig þetta muni erfast þegar að því kemur. Ég hef hugsað að leita til lögfræðings hvað upplýsingar um þetta varðar en þætti fróðlegt og vænt um ef einhver hér (og e.t.v. í svipuðum aðstæðum) gæti varpað ljósi t.d. á réttindi mín í þessum aðstæðum.

 

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 18:47:08 | Svara | Er.is | 2

ég fatta ekki alveg hvað þú ert að spá í? þú sem einkabarn erfir væntanlega allt nema þau hafi ráðstafað 1/3 annað, þegar fyrra foreldrið deyr þarftu að skrifa undir að eftirlifandi foreldrið megi sitja í óskiptu búi en á meðan þau eru á lífi eru þetta bara þeirra peningar og fasteignir

Mannason | 24. júl. '16, kl: 18:58:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þakka þér fyrir greinargott svar.

Tomas1948 | 24. júl. '16, kl: 20:02:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

1/3 ?, mega þau ekki selja allar sínar eigur ( og eyða aurum sínum ) ?. held að það sé ekkert sem bannar fólki að ráðstafa eða selja eigur sínar.

daggz | 24. júl. '16, kl: 20:05:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þau mega auðvitað gera hvað sem er við peningana sína og eignir meðan þau lifa. Hins vegar geta þau ekki ráðstafað nema 1/3 með erfðaskrá. Þú getur ekki gert lögerfingja arflausa.

--------------------------------

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 20:09:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk

ingbó | 25. júl. '16, kl: 10:36:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Því miður er þetta rangt hjá þér. Ef þau eru í óvígðri sambúð er engin heimild fyrir eftirlifandi maka að sitja í óskiptu búi. Makinn hefur ekki einu sinni erfðarétt eftir þann sem fyrr fer. Það skiptir því máli hvernig eignarheimildir eru skráðar.  

Brindisi | 25. júl. '16, kl: 10:44:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æi já auðvitað hahhaha tala meir að segja um þetta hérna annars staðar

ert | 24. júl. '16, kl: 18:47:53 | Svara | Er.is | 1


Þú erfir foreldra þín að öllu leyti ef þau hafa ekki gert erfaskrá og þau eiga ekki önnur börn.
Þú þarft að spyrja foreldra þín hvort það sé til erfðaskrá.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Mannason | 24. júl. '16, kl: 18:59:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þakka þér fyrir.

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 19:02:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

mér finnst samt eitthvað óviðeigandi að spyrja aldraða foreldra sína hvort að það sé til erfðaskrá

Mannason | 24. júl. '16, kl: 19:09:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit fyrir víst að í tilfelli foreldra minna er ekki til erfðaskrá en er ekki viss hvort ég myndi spyrja ef mig grunaði það.

ert | 24. júl. '16, kl: 19:17:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu rætt við þau um setu í óskiptu búi?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Mannason | 24. júl. '16, kl: 19:32:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei en annað kæmi ekki til greina að minni hálfu a.m.k.

ert | 24. júl. '16, kl: 19:36:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu rætt það við þau? EInfaldlega sagt - bara þannig að þið séuð með það á hreinu þá verður enginn vandi með setu í óskiptu bui af minni hálfu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bogi | 24. júl. '16, kl: 19:47:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er möguleiki að sitja í óskiptu búi þegar um óvígða sambúð er að ræða?

Mannason | 24. júl. '16, kl: 19:58:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en mér skilst að ég verði að samþykkja það. En hvernig fer það ferli fram? Veit einhver það?

ingbó | 25. júl. '16, kl: 10:37:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei - það engin lagaheimild til þess að eftirlifandi sambýlismaður/kona sitji í óskiptu búi.

Ólipétur | 28. júl. '16, kl: 13:25:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þurfti að skrifa uppá að pabbi fengi að sitja í óskiptu búi og fara með til Sýslumanns þegar mamma dó fyrir rúmum tveimur árum. Þau voru samt gift.

Myken | 25. júl. '16, kl: 11:03:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1115138/

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

ert | 24. júl. '16, kl: 20:13:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Nei.
en samt. þetta yrðu einkaskipti. Það yrði að færa eignir þess foreldris sem deyr yfir á nafn hans og greiða erfðafjárskatt af því. En hann getur í sjálfu sér sleppt að skipta húsmunum og álíka eignum og leyft hin foreldrinu að búa í húsnæðinu og hafa aðgang að eignum - ef hann getur greitt erfðarfjárskatt af þeim eignum. Hann ætti þá á pappír helming af fasteignum.
Það væri einfaldast ef þau myndu giftast.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bogi | 24. júl. '16, kl: 21:00:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt - þetta er alltof flókið. 

ert | 24. júl. '16, kl: 21:01:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5


Folk a bara að gifta sig!
Þarna mun þurfa að skipta bui tvisvar í staðinn fyrir einu sinni - bara það er brjálæðisleg vinna

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bogi | 24. júl. '16, kl: 21:02:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fyrir utan óþarfa kostnað og eignaupptöku ríkisins :) 

ert | 24. júl. '16, kl: 21:04:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég myndi að minnsta kosti grátbiðja foreldra mína um að gifta sig ef ég væri í sporum upphafsnikks

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kirivara | 24. júl. '16, kl: 20:46:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætli að það sé enn um það að börn setji eftirlifandi foreldri sitt út á gaddinn til að fá arfinn sinn?

Ólipétur | 28. júl. '16, kl: 13:26:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já veit um dæmi þess - en þar voru reyndar mjög erfið samskipti fyrir svo það kom svo sem ekkert á óvart en engu að síður ömurlegt.

kirivara | 1. ágú. '16, kl: 01:26:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hugsa sér að barn/börn(fullorðið) geti gert þetta við foreldrið sitt sem vann fyrir þessu sjálft og á þetta ennþá meðan það er á lífi, þetta er sá mesti óþveraháttur sem ég veit um...

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 19:33:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er það samt ekki nokkuð sjálfsagt nema að viðkomandi sé pínu kúkur? ég spyr því mér dettur engin önnur ástæða í hug að eftirlifandi maki fái ekki að sitja í óskiptu búi

ert | 24. júl. '16, kl: 19:34:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sko, það eru til kúkar þótt Mannason sé greinilega ekki slíkur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 19:39:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég veit, því miður og nefni dæmi sem ég þekki í öðru dæmi, ég fékk kallinn til að giftast mér því hann er ekki líffræðilegur faðir dóttur okkar en ég ætla samt að treysta því að hún verði ekki kúkur og hendi pabba sínum á götuna þegar ég dey

daggz | 24. júl. '16, kl: 20:08:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Giftingin er ekki nóg þegar það eru börn sem eru ekki sameiginleg. Þið verðið að fylla út yfirlýsingu þess efnis ef þið viljið gulltryggja ykkur setu í óskiptu búi.

--------------------------------

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 20:10:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er svo mikið bras að deyja

daggz | 24. júl. '16, kl: 20:11:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bras að deyja? Neeee, miklu erfiara að sitja eftir.

--------------------------------

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 20:13:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já meinti það eiginlega frekar

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 20:39:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en það er samt öruggara að vera giftur, ef við værum ekki gift þyrfti maðurinn minn að selja íbúðina til að tryggja henni sinn erfðarétt en ef við erum gift þá getur hún samþykkt að hann sitji í óskiptu búi, það er allavega minn skilningur, endilega leiðréttu mig ef það er rangt, við allavega giftum okkur bara því það var meira öryggi í því.......við erum svo rómó :)

daggz | 25. júl. '16, kl: 10:28:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg rétt að giftingin skiptir gríðarlegu máli. Það er enginn erfðaréttur milli sambúðarfólks. Ég var bara að benda á að þegar öll börnin eru ekki sameiginleg þá er giftingin ekki nóg til að fá leyfi til setu í óskiptu búi.


Þar sem hún er ekki dóttir hans þá gæti hún neitað honum að sitja í óskiptu búi ef þú féllir frá. Hins vegar ef öll börnin ykkar væru sameiginleg þá getur enginn neitað. Það er einfalt að gulltryggja sig í þessari stöðu. Það er hægt að gera yfirlýsingu þess efnis að þú viljir að hann sitji í óskipti búi eftir þinn dag.

--------------------------------

Brindisi | 25. júl. '16, kl: 10:43:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hann hefur samt verið hennar eini pabbi frá því að hún var eins árs og hún kennir sig við hann þannig að ef hún ætlar að vera með kúkalabbastæla þá geng ég aftur og tek í rassgatið á henni

daggz | 25. júl. '16, kl: 12:44:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var auðvitað bara tala um lagalegu hliðina. Ég hef alveg fengið að finna fyrir því að getur hagað sér algjörlega eins og fávitar þegar kemur að andláti og erfðamálum. Ég hélt líka að engum myndi detta í hug að fara rífast um lík og legstað. En ég fékk svo sannarlega að kenna á því.


Ég á eitt barn fyrir, sem maðurinn minn hefur alla tíð alið upp. Ég ætla mér samt að tryggja hann á þennan hátt. Bara til öryggis þó ég voni innilega, og trúi, að sonur minn verði betri maður en maður sem myndi gera svona. Ég vil bara ekki taka neina sénsa.

--------------------------------

woonda | 10. ágú. '16, kl: 09:06:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi yfirlýsing er þetta staðlað eyðublað sem væri hægt að nálgast hjá sýslumanni eða er þetta yfirlýsing sem maður myndi útbúa sjálfur og láta votta?

daggz | 10. ágú. '16, kl: 13:58:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bara veit það ekki nákvæmlega. Enda er barnið mitt bara enn barn og hann með forsjá þannig ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu strax. Þetta á samt ekki að vera flókið. Myndi hafa bara samband við sýsla og ath. Þeir eiga alveg a vita nákvæmlega hvað þú ert að meina.

--------------------------------

woonda | 10. ágú. '16, kl: 15:14:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk geri það. Er að hugsa um mömmu en hún gifti sig aftur fyrir nokkrum árum og þau eiga bæði börn frá fyrra hjónabandi.

daggz | 10. ágú. '16, kl: 17:32:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá er ekki spurning um að ganga frá þessu. Þetta er líka bara gott fyrir aðstandendur, minnkar líkurnar á einhverju drama. Það þarf bara einn til að vera með vesen. Og fólk hagar sér oft alveg ótrúlega illa þegar kemur að erfðamálum.

--------------------------------

Gunnýkr | 24. júl. '16, kl: 22:04:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já.

Cheddar | 24. júl. '16, kl: 19:09:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst samt eðlilegt að ræða við þau hvernig þau hafi hugsað sér að hafa hlutina að þeim látnum, þau munu ekki lifa að eilífu. Pabbi og mamma færðu þetta aðeins í tal við mig fyrr á þessu ári, mér fannst það mjög erfitt en samt líka gott að vita eitthvað hvað er þeirra vilji.

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 19:11:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér finnst það þá þeirra að brydda uppá umræðunni

Cheddar | 24. júl. '16, kl: 19:12:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki endilega, það er amk mín skoðun

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 19:14:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá verðum við bara ósammála :) mér fyndist það hljóma eins og jæja, hvað verður um peningana ykkar þegar þið deyjið, fariði ekki að deyja, ég er búin að hugsa mikið um hvað ég ætla að eyða þeim í en það er bara ég

saedis88 | 24. júl. '16, kl: 19:19:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

svosem alveg hægt að stýra umræðunni í aðra átt. til dæmis hvetja foreldrana að fara oftar í leikhús eða til útlanda ef heilsa leyfir. jafnvel koma hugmynd um góðgerðamál. þarf ekki alltaf að vera peningaheimti í gangi.

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 19:23:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er alveg hægt líka

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 5. ágú. '16, kl: 22:38:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fyrir mér hljomar það samt eins og skynsamlegt og þarft, að ræða einmitt erfðamál. Það er fyrirhyggja og tryggir að allir vita stöðuna. Eiginlega logical á allan hátt.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Brindisi | 5. ágú. '16, kl: 23:17:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér finnst bara eitthvað athugavert að skipta sér af peningum foreldra sinna, ég veit að í mörgum tilfellum er það skynsamlegt en ég gæti aldrei bryddað uppá þessari umræðu

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 5. ágú. '16, kl: 23:20:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nú á ég enga foreldra svo ekki hef ég verið í þeirri stöðu, en samt hljómar það eins og samtal sem ætti að eiga sér stað ef miklir fjármunir og eignir eru í til staðar. Einnig afar skynsamlegt að fólk gifti sig með tilliti til alls sem að ofan er talið í umræðunni. Engin spurning.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Brindisi | 5. ágú. '16, kl: 23:23:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

leiðinlegt að heyra að þú hafir ekki átt foreldra en hvernig ætti samtalið að vera.....mamma og pabbi hvað fæ ég mikið af peningunum ykkar þegar þið deyjið???

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 5. ágú. '16, kl: 23:43:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég átti þá jú ;) en þau eru bæði svo löngu látin. Eiginlega er sú byrjun glötuð..hehe, en mér finnst eitthvað svo sjálfsagt að erfðamál séu rædd. Þar sem ég hef upplifað í minni stórfjölskyldu, afar leiðinlegt erfðamál, þá hét ég því að sú mál yrðu rædd heima hjá mér. Þegar fólk getur ekki fengið tíma til að syrgja, í stað þess fer í gang þvílík erfðaleiðindi sem skemma þetta erfiða tímabil sem fólk þarf að fá að hafa í friði. Sú minning segir mér að slík umræðumál ættu að vera skylda í fjölskyldum á einhverjum tímapunkti, þó ekki nema til að hafa allan löglega vettfang sem þar gæti koið upp. Vinkona mín er fjármálastjóri og við ræddum einmitt þennan basis í sumar.  Það er eiginega bara skynsemi að ræða erfðamál við börnin sín.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

ert | 5. ágú. '16, kl: 23:49:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

En það að horfa upp á foreldri sitt missa maka og húsnæði og jafnvel að hrekjast út á leigumarkað er hræðilegt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 5. ágú. '16, kl: 23:56:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er vissulega hræðilegt

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 8. ágú. '16, kl: 21:21:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er eiginlega afar tovelt að skilja hvernig slíkt er hægt.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Mannason | 24. júl. '16, kl: 19:18:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já auðvitað er það best að ræða þessi mál þó svo að ég hef ekki haft kjark í mér að gera það enn. Ég hef meira verið að hugsa um þessi mál sjálfur og einhvern veginn grunar mig að foreldrar mínir eigi líka erfitt með að opna á umræðuna.

Þönderkats | 24. júl. '16, kl: 19:40:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Endilega reyndu að fá þig til að ræða þetta aðeins  við þau. Bara t.d. hvar þau vilji vera jörðuð og svo framvegis. Svo kannski þróast þetta í erfðamál og svona. Mamma mín dó óvænt í mánuðinum og við höfðum aldrei rætt neitt svona. Við reyndar vissum að henni var alveg sama hvar hún yrði jörðuð þar sem hún hafði nefnt það þegar annar fjölskyldumeðlimur dó. Það hefði verið gott að vita hvort hún hefði haft einhverjar sérstakar óskir um jarðaförina og allskonar svona.

Mannason | 24. júl. '16, kl: 19:47:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sammála þér. Þakka þér fyrir að deila reynslu þinni.

Mannason | 24. júl. '16, kl: 19:49:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og ég samhryggist þér.

Þönderkats | 24. júl. '16, kl: 20:27:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk

ingbó | 25. júl. '16, kl: 10:41:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Skil ekki af hverju Íslendingar eiga svona erfitt með að tala um peninga, erfðamál og slíkt.  Það einfaldasta og kannski eðlilegasta er að foreldrar þínir gangi í hjónaband. Þú ert skv. þínum upplýsingum einkaerfingi þeirra hvors um sig eins og sakir standa.

ert | 24. júl. '16, kl: 19:14:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3


En sjálfsagt að spyrja unga foreldra sína ;)
En það er bara eðlilegt að ræða hvað foreldra manns vilja. Móðir mín gerði erfðaskrá og vilji hennar og ástæður fyrir því eru ljósar. Ég hef sagt henni að ég sé sátt við erfðaskránna og skilji forsendur fyrir henni. Með því að ræða svona þá aukast líkur á því að farið sé eftir erfðaskránni án þess að það þurfi að fara í opiner skipti. Maður þarf að vita hvað foreldrar manns vilja að þeim látnum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 19:18:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahhaha ég hugsaði þegar ég skrifaði ''aldraða'' hvort ég ætti að sleppa því vegna þess að ég vissi að þú myndir koma með þetta :) en nei finnst þetta gilda um alla foreldra óháð aldri, auðvitað með einhverjum undantekningum en mér finnst bara eðlilegra að það sé foreldranna að brydda uppá þessu sérstaklega séu þauheil í hausnum

ert | 24. júl. '16, kl: 19:20:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef foreldra manns eru ekki ræða hvar þau vilja vera jörðuð, frá hvaða kirkju, setu í óskiptu búi og erfðamál þá verður maður að brydda upp á umræðunni.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 19:29:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æi mér finnst bara að ef það væru einhverjar sérstakar óskir frá foreldrunum ættu þau að koma því á framfæri en auðvitað eru sumir ófærir um það


svo annað mál, þegar systkinin eru mörg getur þetta orðið vesen þegar kemur að allskonar hlutum sem margir vilja og bestu systkini breytast í skrímsli þegar kemur að skipta hlutum eftir andlát, hef alveg orðið vitni að því þannig að jú jú auðvitað væri betra að allt væri á hreinu fyrir dauðann, nákvæmlega hver fær hvað og hvernig viðkomandi myndi vilja hafa athöfn og allt það

ert | 24. júl. '16, kl: 19:33:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það sem eg var að hugsa var hvort foreldrarnir vildu láta hitt foreldrið erfa 20% eða hvort það væri til erfðaskrá sem tiltæki rétt til setu i óskiptu bui.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 19:37:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok þú meinar, mér finnst bara svo sjálfsagt að foreldri fái að sitja í óskiptu búi, hvaðan færðu samt þessi 20 %? ég þekki reyndar eitt leiðindamál, fólk sem hafði verið í sambúð í 30 ár plús, hann dó og átti dóttur frá fyrra sambandi, húsið skráð á hann og dóttirin hirti allt, hún var svo góð að hjálpa ekkjunni með jarðarförina en hendi henni út af sínu heimili

ert | 24. júl. '16, kl: 20:13:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru það ekki 20% sem er hægt að ráðstafa með erfðaskra?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 20:14:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er það ekki 1/3?

ert | 24. júl. '16, kl: 20:18:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Jú það er rétt hjá þér.
Ég á bara eitt barn og hef aldrei pælt mikið í þessum hluta í erfðaskrá foreldris míns.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 20:23:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég á líka bara eitt og ég nenni ekki að pæla í hvað gerist þegar ég dey, veit allavega að maðurinn minn hefur meiri rétt því við erum gift en mér dauðkvíður fyrir þegar ma og pa fara, ma á einn strák  og pa eina stelpu, reyndar fullorðið fólk :) ég hef enga trú á að það verði vesen en maður veit aldrei

ert | 24. júl. '16, kl: 20:26:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ég veit hvað ég á að halda kjafti nema ef gengið verður á rétt þess barns sem foreldri mitt vill tryggja sérstaklega.
Erfðamál geta verið skelfileg

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 20:33:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skelfileg, þegar mamma og systkinin fóru saman að tæma húsið, var mágkona mömmu næstum búin að stela ryksugunni hennar, það var bara öllu sópað út, hún hafði farið með hana til að þrífa og ólíklegasta fólk breytist í villimenn, ég er samt ekki að meina að ryksuga skipti máli en þetta var bara rugl hvað þau tæmdu út og mamma er svo lítil í sér að hún sagði ekki neitt....nema með hennar eigin ryksugu

Ólipétur | 28. júl. '16, kl: 13:28:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ein kona á elliheimilinu hennar ömmu var búin að fjárfesta á límmiðum og búin að merkja hvern einasta hlut; styttur, myndir og bollastell... vildi koma í veg fyrir þras þegar hún færi.

K2tog | 24. júl. '16, kl: 19:09:54 | Svara | Er.is | 0

Hefurðu grun um önnur börn?

Ef ekki þarftu nakvæmlega ekkert að spá í þessu því eftir því sem ég best veit "mega" foreldrar ekki ráðstafa nema hluta af eignum.

Brindisi | 24. júl. '16, kl: 19:12:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

mér finnst eiginlega pínu asnó að maður megi ekki ráðstafa sínum peningum og eignum eins og maður vill

ingbó | 28. júl. '16, kl: 15:01:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú mátt ráðstafa þeim eins og þú vilt á meðan þú ert á lífi.

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 15:12:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

really???? afsakið að hafa ekki sagt ''eftir dauðann''

Mannason | 24. júl. '16, kl: 19:18:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei enginn önnur börn, ég er nokkuð viss um það.

veg | 24. júl. '16, kl: 19:11:34 | Svara | Er.is | 0

Þú erfir báða foreldra þína að öllu, ef annað foreldrið er skráð fyrir eignunum og það deyr fyrr en hitt, er það undir þér komið hvort eftirlifandi foreldrið heldur húsi og heimili eða ekki.

Mannason | 24. júl. '16, kl: 19:19:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil, þakka þér fyrir.

ID10T | 24. júl. '16, kl: 19:51:35 | Svara | Er.is | 1

Mundu bara að þetta eru þeirra peningar en ekki þínir.
Siðferðilega er eina málið að leifa þeim sem lengur lifir að búa í óskiptu búi.

Mannason | 24. júl. '16, kl: 19:56:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sammála!

bananana | 24. júl. '16, kl: 20:52:06 | Svara | Er.is | 3

Þú ættir að fá lögfræðing til að aðstoða með þessi mál. Ég tel nokkuð öruggt að óvígð sambúð myndi ekki erfðarétt og því sért þú eini lögerfingi beggja foreldra þinna en þau erfa ekki hvort annað. Ef um sameiginir þeirra er að ræða erfir þú þann hluta sameignar þess foreldris sem felllur frá og átt á móti eftirlifandi foreldri. Þetta er örugglega snúið og langbest að fá sérfræðing í málið og öll svör sem þú færð hér skaltu taka með fyrirvara.

Mannason | 24. júl. '16, kl: 21:14:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ætli ég láti ekki verða af því þrátt fyrir góð svör frá mörgum hérna.

Svartfugl | 26. júl. '16, kl: 18:25:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hér eru mörg svör um erfðarétt maka, þegar hitt fellur frá og þau eru gift. Í þínu tilfelli myndi ég akki pæla í því, enda á það ekki við um þig og þína foreldra. Þú ert alveg í lögfræðilega sviðaðri stöðu, ef ekki betri en barn giftra foreldra.
Þegar annað foreldri þitt deyr, erfir þú allt, nema að það foreldri hafi gert erfðaskrá um 1/3. 2/3 erfa börn hins látna.

Vandamálið sem ég myndi nálgast með varúð er "hvernig ætlar eftirlifandi foreldri þitt að lifa , eftir dauða maka síns?"
Það ættir þú að reyna að fá þau bæði til að hugsa um, því þau treysta greinilega 100% á þig :-)

Bjóddu mömmu og pabba út í mat á stað sem þú veist þau elska og fíla (Askur?, Lækjarbrekku?...) og segðu að þú hafir mikilvægt að ræða sem komi ykkur 3 við. Þau munu skilja það. Gangi þér vel elskulegur...

Þönderkats | 26. júl. '16, kl: 18:55:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þau geta lent í miklu veseni. Væri lang best ef þau myndu bara gifta sig, þarf ekkert að vera flókið, bara skreppa til sýslumanns. Sem betur fer voru mínir foreldrar giftir.

Svartfugl | 26. júl. '16, kl: 19:00:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, best fyrir þau2, skiptir soninn engu máli, nema að ala þeim önn og umhyggju. Annars eru þau búin að tryggja hvort annað, en mér finnst lika fallegt að treysta kærleiknum og syninum :-)

Þönderkats | 26. júl. '16, kl: 20:38:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já maður bara gerir ráð fyrir því að velferð þeirra skipti hann miklu máli haha. 


En eins og með lífeyrisgreiðslur, sonurinn fær ekkert svoleiðis er það? Pabbi minn á rétt á því að fá fullar lífeyrisgreiðslur mömmu í 3 ár og hálfar í 2 ár minnir mig. Það margborgar sig bara að gifta sig, langt einfaldast.

túss | 7. ágú. '16, kl: 09:51:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, hann á rétt á 50% í þrjú ár og 1/4 í 2 ár í viðbót úr hennar lífeyrissjóðum. Þannig er það í held ég öllum :(
Ekki skrítið að lífeyrissjóðirnir eigi nóg af aur....

Þönderkats | 7. ágú. '16, kl: 22:24:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já er það? Ég man ekki alveg hvernig þetta var. Mig minnir samt að honum hafi verið sagt að hann ætti rétt á fullum greiðslum í 3 ár. Það stendur alveg fast í hausnum á mér. En þetta er óþolandi, mér finnst að hann ætti bara að fá hann allann.

túss | 8. ágú. '16, kl: 21:04:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já. Hef kynnt mér þetta nokkuð vel í nokkrum sjóðum og í öllum er þetta svona. Fáránlegt alveg. Hugsaðu þér, fólk búin að greiða lengi í lífeyrissjóð og fellur kannski snemma frá. Nauðsyn að borga í séreign til að fá eitthvað

ert | 8. ágú. '16, kl: 21:21:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ekki í gömlu A-deildinni. Móðir mín er á hlutfalli af lífeyri föðurs míns til æviloka.
En fólk kemst náttúrulega ekki í A-deildina lengur.
En samt gott af vita þessu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bogi | 8. ágú. '16, kl: 21:45:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo þegar B-deildin var stofnuð var hópur fólks plataður til að skipta yfir - einn eldri í vinnunni spurði einnar spurningar "í hvorri deildinni verða Alþingismenn?" og valdi að sjálfsögðu sama stað (A-deild).

ert | 8. ágú. '16, kl: 21:47:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Klár!
Faðir minn ákvað að vera af út af makalífeyrnum - konur lifa lengur en karlar. Það hefði verið skelfilegt fyrir móður mína ef hann hefði skipt yfir.
En já margir gerðu mikil mistök með því að fara yfir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bogi | 9. ágú. '16, kl: 12:17:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það var einmitt ein sem sagðist hafa hugsað þetta eingöngu útfrá maka sínum, þetta kom betur út fyrir hann ef hún myndi deyja á undan.

Snobbhænan | 11. ágú. '16, kl: 12:11:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er þetta ekki öfugt, B deildin er gamla kerfið, A deildin var stofnuð 1997

Snobbhænan | 11. ágú. '16, kl: 12:10:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að meina B deildin sem var lokuð f nýjum sjóðsfélögum í árslok 1996?

ert | 11. ágú. '16, kl: 12:38:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég ruglast á A og B og bara yfirhöfuð á því sem er hægt að rugla.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Þönderkats | 9. ágú. '16, kl: 00:52:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta fer alveg hryllilega í taugarnar á mér.

Splæs | 24. júl. '16, kl: 22:09:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Tek undir þessar ábendingar Bananana því mörg svörin á þessum þræði eru ekki rétt. Það er gott að þú spyrjir foreldara þín á lágstemmdum nótum um fjármálin. Þar sem óvígð sambúð veitir ekki erfðarétt né rétt til setu í óskiptu búi eru þessi mál í raun mikilvægari fyrir þau en þig. Mér finnst því ekkert vandræðalegt eða óeðlilegt við að þú spyrjir hvernig málum sé háttað og hvort þau hafi gert ráðstafanir.

ingbó | 25. júl. '16, kl: 10:37:14 | Svara | Er.is | 1

Reyndu bara að hvetja foreldra þína til að ganga í hjúskap svo það þeirra sem lengur lifir eigi helming eigna og hafi þá rétt til að sitja í óskiptu búi ef það kýs svo. 

Brindisi | 25. júl. '16, kl: 10:46:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já það er lang sniðugast, er held ég að fatta núna afhverju amma og afi giftu sig allt í einu eftir 50 ára samband :)

Myken | 25. júl. '16, kl: 11:02:23 | Svara | Er.is | 0

 

Sambúðarformið veitir ekki erfðarétt
 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Rabbabarahnaus | 25. júl. '16, kl: 12:23:13 | Svara | Er.is | 0

Algjörlega sammála bananana, erfða mál geta verið snúin þegar ekki er gifting á bak við.

ÞAÐ er ekkert að því að spyrja hvort það sé til erfðaskrá.
Hversu margar fjölskyldur hafa einmitt splundrast vegna þess að ekki er búið að ganga vel frá málum fyrir andlát.
Tala nú ekki um stjúpbörn, börn af fyrri hjónaböndum, fólki í óvígðri sambúð ofl.

Ég er blessunarlega heppin að mín móðir er búin að ganga kirfilega vel frá sínum málum.
Það spara okkur mikla vinnu og erfiði þar sem eitt af hennar börnum er mjög veikt andlega.
Allir hlutir á hreinu og því ættu hennar skipti að ganga vel að henni látinni.

Við hvetjum hana til að lifa lífinu til fulls og ekki spara neitt við sig sjálfa.
(hún er alin upp í fátækt og heldur að enn að það megi ekki eyða krónu í óþarfa, dásamleg alveg)
Hún er sem betur fer að læra að það má, og það er frábært að sjá hana ferðast og hafa gaman af lífinu meðan heilsan leyfir.

svartasunna | 25. júl. '16, kl: 14:44:19 | Svara | Er.is | 0

Svona tengt þessu, veit einhver hvað gerist í þessu scenario-i:


1) Par er í óvígðri sambúð, á sitt hvorn 50% hlutann í heimilinu
2) Eina eftirlifandi barnið erfir 100% fóðurinn en 70% móður á móti 30% öðrum erfingjum (flókin saga á bakvið það)


Hvað gerist ef móðir fellur frá á undan? Geta 30% erfingjarnir krafist sölu eða er hægt að borga þá út?
Ef faðir fellur frá á undan, þá á barnið 50% hlut á móti móður, hvað gerist svo þegar hún fellur frá? Geta hinir erfingjar krafist sölu á húsi með svo lítinn eignahlut eða getur barn borgað þá út?



______________________________________________________________________

ert | 25. júl. '16, kl: 14:57:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Eins og ég skil:
Ef faðir fellur frá þá getur barnið komist hjá sölu en þarf að þá að greiða erfðaskatt af íbúðinni úr eigin vasa.
Ef móðir fellur frá getur barn borgað hina erfingjana út en það þarf þá að komast að samkomulagi um slíkt. Það er ekki aðeins kostnaður við að borga erfingjana út heldur þarf líka að greiða erfðafjárskatt af 70% af íbúðinni úr eigin vasa. Þannig að þetta er dýrt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

svartasunna | 25. júl. '16, kl: 15:29:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk ert...já dýrt...og flókið.


Gæti einfaldast við giftingu parsins kannski fyrir barnið, þá þarf ekki að standa í veseni + umsýslukostnaði við að greiða erfðafjárskatt tvisvar.
Hins vegar fer þá að skipta máli hvort að faðir og móðir fellur frá á undan, m.t.t. hluta hinna erfingja á móti hluta barns. 


Skemmtilegar pælingar :)



______________________________________________________________________

ert | 25. júl. '16, kl: 17:53:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef hinir erfingjarnir eru börn/niðjar móðurinnar þá er hægt að tryggja setu í óskiptu búi með erfðaskrá

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

svartasunna | 25. júl. '16, kl: 18:03:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en þurfa þá ekki allir erfingjar að samþykkja það?

______________________________________________________________________

ert | 25. júl. '16, kl: 18:09:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


"Hafi hinn látni látið eftir sig erfðaskrá þar sem segir að eftirlifandi maka hans sé heimilt að sitja í óskiptu búi með fjárráða og ófjáráða börnum hins látna, á makirétt á því, án þess að samþykki barna þurfi til að koma."
http://www.syslumenn.is/thjonusta/andlat-og-danarbu/seta-i-oskiptu-bui/
ég held að þetta eigi líka við um aðra niðja en börn - og þá þarf ekki samþykki barna. En það þarf að gifta sig og svo gera erfðaskra.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

svartasunna | 25. júl. '16, kl: 18:14:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já nkl, efast um að gifting sè á næsta leiti. :)

______________________________________________________________________

ert | 25. júl. '16, kl: 18:22:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en átta þau sig á því hvað þetta skapar mikið óöryggi fyrir þau?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

svartasunna | 25. júl. '16, kl: 19:14:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held nefnilega ekki.

______________________________________________________________________

ert | 25. júl. '16, kl: 19:19:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


prófaðu að ræða þetta við þau
fólk heldur oft að það hafi rétt sem það hefur ekki.
Mér finnst ekkert að því að fólk taki upplýsta ákvörðun um að gifta sig ekki og ganga ekki frá erfðarskrá en þá gerir fólk sér líka grein fyrir því að það verður mögulega selt ofan af því og er sátt við það

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

svartasunna | 25. júl. '16, kl: 19:34:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég ætla að gera það.

______________________________________________________________________

Brindisi | 25. júl. '16, kl: 19:41:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

afhverju finn ég hvergi eyðublað fyrir erfðaskrá, get ég bara skrifað það sjálf, skrifað undir og látið votta skrifa undir líka?

ert | 25. júl. '16, kl: 20:51:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Sjá hér  http://www.syslumenn.is/thjonusta/thingleysingar-og-stadfestingar/erfdaskrar/

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 25. júl. '16, kl: 21:07:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég var búin að sjá þetta en er ekki til neitt eyðublað, var að skoða einhverjar lögfræðiþjónustur sem taka 50 þúsund fyrir gerð erfðaskrár, á maður bara að skrifa sitt eigins, kvitta og láta votta?

ert | 25. júl. '16, kl: 21:09:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef hún er ekki flókin - bara að sitja i óskiptu búi þá myndi ég halda að það væri í góðu lagi. Sýsli á að segja að ef það er eitthvað að. ég myndi alltaf fara með hana til sýsla.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 25. júl. '16, kl: 21:12:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já þetta er bara óskipta búið svona just in case að fullkomni unglingurinn breytist í eitthvað skrímsli :)

ert | 25. júl. '16, kl: 21:13:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá myndi ég bara hringja og spyrja á símanum hvort það sé eitthvað form á svona. Ég held samt að það sé ekki.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 25. júl. '16, kl: 21:22:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þeinks beib

ingbó | 27. júl. '16, kl: 17:31:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lang öruggast að láta lögfræðing gera þetta. Hann sér þá um að allt fari fram á sama tíma, undirritun og vottun og kemur erfðaskránni svo til sýslumanns. Þá er ekkert vesen þegar að andláti kemur.

Brindisi | 25. júl. '16, kl: 19:34:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kannski heimsk spurning en get ég séð einhvers staðar á netinu hvort að við séum ekki örugglega gift, fékk bara reikninginn fyrir athöfninni...með vitlausri dagsetningu en hélt að maður ætti að fá eitthvað hjúskaparvottorð eða er þetta bara allt rafrænt

Degustelpa | 26. júl. '16, kl: 18:01:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú getur séð þetta inni á þjóðskrá minnir mig. 

ingbó | 27. júl. '16, kl: 17:33:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer eftir því hvers konar aðgang hún hefur.  Aðgangur að þjóðskrá t.d. í gegnum heimabanka veitir mjög litlar upplýsingar. Opinberar stofnanir fá mun viðameiri upplýsingar t.d. um hjúskaparstöðu. 

K2tog | 26. júl. '16, kl: 18:19:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Íslendingabók?

ingbó | 27. júl. '16, kl: 17:32:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú átt að hafa fengið hjónavígsluvottorð. Getur fengið afrit hjá Þjóðskrá.

Brindisi | 27. júl. '16, kl: 17:35:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æi nenni því ekki, samkvæmt íslendingabók er hann eiginmaður minn :) verst ef ég þyrfti að sanna eitthvað því við eigum ekki eina mynd frá brúðkaupinu

tóin | 25. júl. '16, kl: 15:22:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú talar um eftirlifandi barn - ef það hafa verið önnur börn sem hafa eignast börn áður en þau létust, þá eru þau barnabörn með erfðarétt (hlut foreldris þeirra).

Ef móðirin situr í óskiptu búi (er ekkja eftir annan mann og því búi hefur ekki verið skipt upp) þá geta þau börn (sem tilheyra henni og látnum maka, eða látna makanum) farið fram á búskipti þegar hún fellur frá - hvort það er framkvæmt með sölu er annar handleggur, en það er væntanlega erfitt að meta raunverulega eign nema að setja húsið á sölu (og byggja þá á tilboðum ef þau samþykkja það)

Gangi þau í hjónaband og annað þeirra hefur setið í óskiptu búi, þá fellur niður heimild um setu í óskiptu búi.

ingbó | 27. júl. '16, kl: 17:34:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algengt að fá 2 fasteignasala til að verðmeta ef ekki á að selja.

tóin | 28. júl. '16, kl: 09:43:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef eign er á "vinsælum" stað í góðu fasteignaárferði (þar sem fasteignaverð hækkar nokkuð stöðugt) þá seljast eignir oft yfir ásettu verði skv. ráðleggingu fasteignasala, jafnvel nokkrum milljónum yfir ásettu verði.

isbjarnamamma | 28. júl. '16, kl: 12:25:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög mikilvægt,ég hef persónulega reynslu af þessu, fasteignasali mat húsið mitt mjög lág tenn  seldi það á margföldu verði miða við hanns mat,ég komst að því að hann var með vin sinn í huga þegar hann verðlagði húsið mitt, það á alltaf að fá mat frá mokkrum fasteignasölum

Stormur í vatnsglasi | 28. júl. '16, kl: 15:43:47 | Svara | Er.is | 0

Sendu mér skilaboð

hraðlestin | 3. ágú. '16, kl: 22:49:58 | Svara | Er.is | 0

Mínir foreldrar hafa rætt að gera hlutafélag úr eignum sínum svo erfingjar þurfi ekki að borga erfðaskatt. Það er mikilvægt að ræða svona þegar málin eru flókin. Mér fannst þetta snjallt hjá þeim.

ert | 3. ágú. '16, kl: 23:05:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha? Borgar maður ekki erfðaskatt ef maður erfir hlut í hlutafélagi?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

hraðlestin | 5. ágú. '16, kl: 21:31:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ef hlutafélagið er skáð á erfingja áður en foreldrarnir kveðja þenna heim.

ert | 5. ágú. '16, kl: 21:36:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Já en það heitir gjöf og er skattskyld. Þannig er það skattsvik að gefa ekki upp verðmæti gjafarinnar.
Í versta falli greiðið þið þá tekjuskatt af þessari gjöf eins og þið eigið að gera.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

hraðlestin | 6. ágú. '16, kl: 19:23:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þá greiðir maður af sínum hluta hlutafélagsins. Að sjálfsögðu.

ert | 6. ágú. '16, kl: 19:25:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sumum finnst betra að greiða 10% erfðaskatt en tekjuskatt fyrir gjöf sem er 36% en svona er folk mismunandi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Skreamer | 7. ágú. '16, kl: 12:05:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er líka til eitthvað sem heitir fyrirframgreiddur arfur.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

ert | 7. ágú. '16, kl: 12:07:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já en þau vilja það ekki. Þau vilja stofna hlutfélag til að reyna að svíkja undan skatti og stela af þjóðfélaginu. Ef það kemst upp þá er það gjöf, ekki fyrirfram greiddur arfur

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Skreamer | 7. ágú. '16, kl: 12:56:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stundum er það þannig að það hjóna sem lifir lengur fyrirframgreiðir börnum sínum arf og erfðaskattur er svo greiddur þegar það foreldri er látið og restin af búinu er gerð upp.  Þekki dæmi um slíkt.  Það er hægt er opinber skipti fara ekki fram.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

ert | 7. ágú. '16, kl: 12:58:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki málið í þessu dæmi. "Mínir foreldrar hafa rætt að gera hlutafélag úr eignum sínum svo erfingjar þurfi ekki að borga erfðaskatt." Þarna er ekki verið að ræða frestun á greiðslu heldur skattsvik og þjófnað frá samfélaginu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Skreamer | 7. ágú. '16, kl: 13:54:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úúú erum við að tala um þetta fræga 1% s.s.?

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

ert | 7. ágú. '16, kl: 14:56:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef þú ert að tala um 1% fólks sem svíkur skatta - já. En vandinn er að þetta 1% fólks svikur ekki 1% skatta.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

isbjarnamamma | 8. ágú. '16, kl: 21:14:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í minni fjöldskyldu var greiddur fyrirfram arfur og það þurfti að greiða erfðaskattinn strax, engin frestun í boði

Skreamer | 8. ágú. '16, kl: 21:15:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda er réttast að gera það þannig þótt að fólk geri oft hitt í trassaskap.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

isbjarnamamma | 8. ágú. '16, kl: 21:19:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar þettað er gert og allir pappírar fara löglega leið hjá fógeta,verður að borga strax, hin aðferðin er ólögleg og bara piklis sem fólk fær í hausin seinna,það sem ég meina er að þá fær fólk undir borðið fyrirfram er bara ekki í lagi

Skreamer | 8. ágú. '16, kl: 21:39:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki til neitt sem heitir fógeti í dag.  Þessi tilvik sem ég þekki til voru framkvæmd í samráði við Sýslumann og það sveik enginn undan skatti, hann var bara greiddur seinna.  Fékk enginn neitt í hausinn og allir ánægðir, líka skatturinn.  Ætla annars ekkert að fara að þræta um þetta við þig.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

henrys | 7. ágú. '16, kl: 14:57:05 | Svara | Er.is | 0

Ég er í svipuðum pælingum nema hvað að pabbi minn er búinn að vera í sambúð með útlenskri konu frá því ég man eftir mér. Þau hafa ekki gift sig og ég er eina barn hans. Á hún rétt þegar hann fellur frá? Hún er með íslenskan ríkisborgararétt. Hann á hús og bíl skuldlaust.

alboa | 7. ágú. '16, kl: 15:04:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei. Nema hann hafi gert erfðaskrá þar sem hann arfleiðir hana af 1/3 af eignum sínum ert þú eini erfingi hans.

kv. alboa

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47938 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, Bland.is, Kristler