Erfðarskrá, eða viljayfirlýsing

rokkari | 15. nóv. '15, kl: 15:03:38 | 455 | Svara | Er.is | 0

Hvernig ber maður sig að ef maður vill gera viljayfirlýsingu um að stjúpbarn erfi mann til jafns á við eigin börn? Lætur maður þinglýsa slíku skjali og hvar geymir maður það?

 

alboa | 15. nóv. '15, kl: 15:18:04 | Svara | Er.is | 0

Þú getur bara ráðstafað 1/3 af þínum eignum ef þú átt börn (eða ert gift). Þú getur því arfleitt stjúpbarnið af þessum 1/3 en það er ekkert víst að það verði til jafns við hin börnin. Stjúptengsl mynda ekki erfðatengsl. Þú yrðir þá að gera erfðaskrá og ég myndi tala við lögfræðing um það.


kv. alboa

rokkari | 15. nóv. '15, kl: 15:30:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geri mér grein fyrir að stjúptengsl mynda ekki erfðarétt. Það er þess vegna sem ég er að spyrja. 


Mer finnst þetta bara svo lítið til þess að fara að gera erfðaskrá í kringum það, bara ein setning í raun og veru. Myndi bara vilja að það væri til á pappír líka.

fálkaorðan | 15. nóv. '15, kl: 15:39:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef það er ekki erfðaskrá þá hefur það engin áhrif alveg sama hvar þú skrifar það.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Yxna belja | 15. nóv. '15, kl: 16:21:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er frekar nýlega búin að sjá um skipti í búi ömmu og afa sem áttu fósturbarn sem einhverra hluta vegna var aldrei gengið frá ættleiðingu vegna. Það þótti bara ekkert tiltökumál í þá daga en þau voru búin að vera foreldrar barnsins frá fyrsta degi þó svo það þekkti alltaf sinn uppruna og eigi lagalega sinn erfðaétt þar. 
Amma var mjög dugleg að koma vilja sínum á framfæri, hún vildi að það barn myndi erfa þau (hún sat í óskiptu búi síðustu árin) til jafns á við önnur börn hennar. Allir hennar nánustu vissu það, börn, barnabörn og aðrir. Það var engin erfðaskrá til og engin skrifleg viljayfirlýsing. En sýslumaður tók full mark á þessum munnlegu yfirlýsingum og þetta barn erfði hana til jafns á við önnur börn án nokkurra vandkvæða við skiptin. Enda vildu börnin hennar virða hennar óskir og þetta var bara "venjulegt" bú. Lítil íbúð og smávægilegar bankainnistæður. Fólk tapar hins vegar oft vitinu þegar miklir peningar eru í spilinum og þá myndi viljayfirlýsing ekki halda.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

fálkaorðan | 15. nóv. '15, kl: 16:25:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já, en það þarf ekki nema einn til þess að mótmæla svo að það hafi ekkert gildi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 15. nóv. '15, kl: 16:26:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einmitt

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Yxna belja | 15. nóv. '15, kl: 17:01:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit það. En hversu skítlegt eðli þarftu að hafa til þess að virða ekki óskir þess látna eingöngu til þess að fá hærri peningaupphæð af peningum sem einhver annar aflaði. Mér finnst það ógeðslega sjúkt. Ekki það að ég veit að svona hlutir gerast oft við við skipti dánarbúa - fólk breytist í skrímsli.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

fálkaorðan | 15. nóv. '15, kl: 17:05:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekkert neitt sérstaklega skítlegt. Kannski finnst þér bara að þú eigir að fá þinn löglega rétt og sækir hann.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 15. nóv. '15, kl: 17:06:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki að segja að mér finnist það kúl, fólk hefur bara misjafnt level á svona hluti.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

presto | 15. nóv. '15, kl: 15:58:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft að kynna þér þessi mál, það sem þú skrifar hér bendir til þess að þú skiljir alls ekki um hvað er að ræða.
Þú úthlutar alls ekki erfðarétti með viljayfirlýsingu. Ættir að leita til lögfræðings.
Getur þú ættleitt barnið?i

rokkari | 15. nóv. '15, kl: 16:12:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað meinarðu? Hvað skil ég ekki? 


Ég geri mér fulla grein fyrir því að viljayfirlýsing er bara viljayfirlýsing og ekkert tryggt í þeim efnum. En þá hef ég amk komið vilja mínum á framfæri skriflega líka (hef þegar gert það munnlega). Ef löglegir erfingjar hafna viljayfirlýsingunni að mér dauðri þá verður það bara svo að vera, en ég kom að minnsta kosti mínum vilja á framfæri. Barnið er fullorðinn einstaklingur þannig að það verður varla ættleitt úr þessu.

Splæs | 15. nóv. '15, kl: 16:28:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En af hverju gerirðu þá ekki erfðaskrá? Ef þetta skiptir þig máli þá gengurðu almennilega frá þessu. Það finnst mér sýna þessum einstaklingi meiri virðingu heldur en einhver viljayfirlýsing sem er í raun bara "ef ykkur er sama þá mundi ég vilja að að þessi myndi erfa mig." Þú skilur t.d. eftir óvissu um hversu mikið viðkomandi á að erfa eða hvað, ef um hluti er að ræða.

rokkari | 15. nóv. '15, kl: 17:09:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vil alveg  gera erfðaskrá, bara ekki rosa formlega erfðaskrá sem ég þarf að borga lögfræðingi fyrir að gera. Þetta er það eina sem á að standa í erfðaskránni þannig að hún þarf ekki að vera flókið plagg sem ég greiðir tugi þúsunda fyrir. Þannig að ég mun gera bara útbúa þessa yfirlýsingu sjálf og kalla hana erfðarskrá. Sýslumanni er skylt að leibeina mér um hvað þarf að koma fram þannig að það ætti ekki að vera vandamál.

ert | 15. nóv. '15, kl: 17:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Láttu sýslumann samt leiðbeina þér um erfðaskrá, ekki viljayfirlýsingu þannig að erfðaskráin sé rétt gerð og hafi þá lagalegt gildi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

rokkari | 15. nóv. '15, kl: 17:48:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég geri það eins og ég segi að ofan ;)

presto | 15. nóv. '15, kl: 17:27:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er rétt, sýslumaður ER lögfræðingur. Þú greiðir væntanlega fyrir þinglýsinguna.

rokkari | 15. nóv. '15, kl: 17:31:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Döhh, þú segir aldeilis fréttir! En ég þarf ekki að greiða honum fyrir. Ég þarf alltaf að greiða fyrir þinglýsinguna hvort sem ég læt lögfræðing um að gera skrána eða gera hana sjálf.

presto | 15. nóv. '15, kl: 17:25:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Talaðu amk. Við sýslumann, getur beðið lögerfingjana að skrifa líka undir viljayfirlýsinguna um að þeir viti að þú vilt rýra þeirra erfðahluta. Mig grunar að þú misskiljir aðeins erfðaskrá. Þú mátt EKKI ráða alveg hverjir erfa þig þegar þú átt lögerfingja, mátt ráða 1/3.

rokkari | 15. nóv. '15, kl: 17:34:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

 Hver vegna gefur þú þér að ég viti ekki að ég má bara ráðstafa 1/3? Ef þú last það sem ég setti upphaflega inn þá kemur fram þar að börnin sem um ræðir eru amk 3, annars hefði ég ekki talað um til jafns á við önnur börn mín (í fleirtölu). Þannig að ég vissi vel af því að það er aðeins hægt að ráðstafa þriðjungi annað en til lögerfingja.

JD | 15. nóv. '15, kl: 19:50:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er samt ekkert mál að ættleiða fullorðna einstaklinga. Það er oft gert, t.a.m. vegna tilvonandi arfs.

JD | 15. nóv. '15, kl: 19:51:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það þarf ekki að fá lögfræðing í það og kostar ekkert. Fyllir bara út eyðublöð hjá sýslumanni.

rokkari | 15. nóv. '15, kl: 20:12:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég veit að það er hægt. En ég held að við förum ekki út í það. Barnið á annað foreldri sem það á ágæt samskipti við þó svo það foreldri hafi aldrei getað sinnt foreldrahlutverkinu af neinu viti.

JD | 15. nóv. '15, kl: 21:31:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil þig, ættleiðing á betur við ef engin samskipti eru við hitt foreldrið.

noldurseggur | 15. nóv. '15, kl: 19:57:12 | Svara | Er.is | 1

Þú mátt ekki gleyma skattalegum áhrifum þessa heldur. Erfðafé ber almennt 10% skatt en hætta er á að litið verði á arfleiðslu til óvenslaðra sem gjöf, og gjafir bera almennan tekjuskatt.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Síða 8 af 47908 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, paulobrien, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123