Erfiðasti aldur fyrir strákagjafir?

Mae West | 28. júl. '16, kl: 14:22:19 | 417 | Svara | Er.is | 0

Ég er að reyna láta mér detta í hug sniðuga gjöf fyrir einn 11 ára. En bara nei, ég kann ekki börn lengur. 

Man hvað sum árin þegar sonur minn var yngri hvað allir virtust gefa það sama, til dæmis sokka aldurinn og svona í kringum fermingu. 

1. Eru þið með hugmyndir að einhverri gjöf fyrir einn 11 ára sem býr reyndar ekki á landinu (hefur búið lengi og ekki á leiðinni heim neitt) en er íslenskur og í heimsókn heima? 

2. Hvað finnst ykkur erfiðasti gjafa aldurinn þegar kemur að krökkum?

Og er það nokkuð bara ég að finnast strákarnir svolítið erfiðari? Ætli það sé kannski bara af því ég er stelpa sjálf? :P 


 

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 14:40:02 | Svara | Er.is | 3

mér finnst  stelpurnar einmitt miklu auðveladari, erfiðastir eru strákar 8-16 ára

alboa | 28. júl. '16, kl: 15:26:57 | Svara | Er.is | 1

Hver eru áhugamálin hans? Þeir 11 ára strákar í kringum mig sem ég þekki eru margir í Minecraft, svo eru margir líka byrjaðir að nota gel og annað slíkt til að snyrta sig.


kv. alboa

Mae West | 28. júl. '16, kl: 18:20:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nefnilega þekki hann ekki sjálf þennan dreng. Hef ekki hitt hann í mörg ár. Þetta er ættingi sem býr erlendis með foreldrum sem  ég er ekkert í miklu sambandi við. 

Neema | 28. júl. '16, kl: 22:43:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Spil eða sniðuga bók (bækur eins og Ripleys believe it or not o.s.fr.)

Salvelinus | 28. júl. '16, kl: 16:47:12 | Svara | Er.is | 0

Úff þessi aldur er bara peningur sko...

Orgínal | 28. júl. '16, kl: 17:27:36 | Svara | Er.is | 1

Kannski ekki vinsælasta gjöfin en ég myndi gefa skáldsögu á íslensku. Svo kannski d:fi hárgums eða svipað með í pakkann.

Flottur bolur gæti líka gengið.

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 18:21:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en ef maður er að gefa einhverjum frænda á þessum aldri og gjöfin á ekki að kosta mikið er þetta erfiðara, fær maður flottan bol undir 5000 kr? ef maður ætti skítnóg af peningum væri hægt að leysa þennan aldurshópsvanda með tölvuleikjum, þá væri þetta sennilega einfaldasti hópurinn en þeir kosta ekki undir 6000 kr

ÓRÍ73 | 29. júl. '16, kl: 00:54:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fínir bolir í Dogma á vel undir 5000 kr

T.M.O | 29. júl. '16, kl: 01:25:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fékk flotta nike boli í Sports direct undir 5000

Relevant | 28. júl. '16, kl: 18:15:17 | Svara | Er.is | 2

minn fékk íslensku landsliðstreyjuna og stuttbuxur við hana, EM bók, markmannshanska, bíómiða og peninga þetta árið. Ef það gefur einhverjar hugmyndir.
hann er algjör fótboltakarl og elskar ýmsar liðstreyjur, bæði félagsliða og landsliða. Hann gaf svo besta vinunum EM boltann en svo snýst þetta svo mikið um áhugamálin. 
já og man rétt áður en að ég ýti á senda að hann fékk mjög skemmtilega skutlu bók sem var keypt í Eymundsson. Sýnt og kennt hvernig á að gera hinar ýmsu skutlur, búin  að skemmta okkur vel sú bók :)

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 18:23:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

liðstreyjur eru bara svo dýrar, þær eru allavega of præsí fyrir mig og þá er ég að tala um þegar maður er að gefa frændum á þessum aldri, það er alveg fokkerfitt

Relevant | 28. júl. '16, kl: 18:25:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sammála því alltof dýrar. En ef þú vilt flotta boli þá er hægt að fá þá bæði í Lindex og Zöru á fínum prís, oft mjög flottir í Lindex á þennan aldur

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 18:26:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað kallar þú fínan prís?

Relevant | 28. júl. '16, kl: 18:27:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

3000-5000

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 18:28:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér finnst það nebbla eiginlega of mikið fyrir einhvern frænda, finnst 3000 kr eiginlega vera það mesta sem ég get eytt í svona ættingjagjafir, ef maður er að gefa slatta af svona jólagjöfum þá er það orðið mjög dýrt

Relevant | 28. júl. '16, kl: 18:36:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér finnst ég bara ekkert fá orðið fyrir þann pening. Reyndar eru bíómiði ódýrari og mikið sport oft að eiga miða í bíó. 

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 18:39:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei það gerir þetta svo erfitt, ég er reyndar mjög heppin að fá tilboð á bíómiðum og leysti nokkrar jólagjafir og losnaði við mikinn hausverk síðustu jól þegar ég gaf nokkrum frændum og frænkum tvo bíómiða og gjafabréf í ísbúð, pakkaði því svo bara inn í lítil sæt box, en maður getur ekki gefið það sama ár eftir ár

Relevant | 28. júl. '16, kl: 18:47:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég reyni líka að vera að horfa eftir gjöfum eiginlega allt árið og reyni að kaupa á útsölum og tilboðum og þannig, mjög algengt að fyrstu jólagjafirnar komi í hús hér í júlí til að dreifa kostnaðinum. En mér finnst ég samt heppin ef ég næ í eigulega gjöf fyrir 3-4000 þúsund en þetta safnast verulega saman fyir árið og ég skil þig bara mjög vel að vera í vandræðum, held að það séu bara mjög margir.


Annars hef ég gefið jólasveinastytturnar í jólagjöf fra Brian pilkington, það er gaman að eiga þær og setja upp um jól og fá nýja og nýja safnið

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 18:53:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

elskan mín, ég geri vanalega jólagjafalista á aðfangadagskvöldinu árinu áður og er vanalega langt komin í febrúar en núna hef ég ekki átt neinn aukapening og bara engar hugmyndir :( verð að fara byrja, er allavega alltaf búin með allt fyrir desember því ég meika ekki búðir í des

Relevant | 28. júl. '16, kl: 18:57:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en gjafabréf á samveru ? Þar sem þú getur boðið frændsystkini heim í heimagerða pizzu eða bakstur, föndur eða eitthvað sem þú treystir þér í ? Það geta verið ómetanlegar gjafir og búa til góðar minningar. Eða sundferð eða slíkt.

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 18:59:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei fyrirgefðu en oj :) það hentar ábyggilega einhverjum en ekki mér, no way, ég nenni ekki samveru með börnum

Relevant | 28. júl. '16, kl: 19:03:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

bara að reyna að koma með hugmyndir :)

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 19:11:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já takk fyrir það, ég met það, bara svo engan veginn ég

Mae West | 28. júl. '16, kl: 18:38:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heyrist við vera svipuðum nótum með þetta. Ég fer örlítið ofar ef ég finn eitthvað svaka sniðugt samt. 

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 18:42:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég geri það ef ég finn eitthvað snilldarlegt og hef kannski náð einhverri annarri clever gjöf ódýrt, svo er annað vandamál, hvað gefur maður foreldrum sínum, eiga allt vantar ekkert og manni langar svo að gera vel við þá því þeir hafa gefið manni svo mikið og þeir segja alltaf bara nei nei þú þarft ekkert að gefa okkur ARG

Salvelinus | 28. júl. '16, kl: 19:14:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við systkinin gefum foreldrunum oftast saman núna, gjafabréf í dekur, fótsnyrting, út að borða o.þ.h.

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 19:22:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er búin með gjafabréfapakkann

Salvelinus | 28. júl. '16, kl: 20:12:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fullt af nýjum veitingastöðum til að prófa ;) og alltaf eitthvað nýtt í leikhúsi t.d.

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 21:01:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

búin með gjafabréf í leikhús og út að borða á síðustu árum :(

Mae West | 28. júl. '16, kl: 20:17:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég reyni reyndar alltaf að gefa foreldrum mínum praktískar gjafir, en það kemur einnig til af því að þau leyfa sér oft ekki að kaupa margt sem þeim vantar sjálf.
Ef þau ættu allt væri ég örugglega að gefa þeim meira eitthvað að gera eða tengt tilfinningum og myndum td. en ég geri í dag. 

Orgínal | 28. júl. '16, kl: 22:55:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þá verður þú að vakta útsölur eða panta að utan.
Sturtusápa og svitalyktareyðir gæti verið option eða gestaþraut úr A4 t.d.

Oft er hægt að fá dktthvað fyndið dót í FþDogma

Orgínal | 28. júl. '16, kl: 22:55:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá verður þú að vakta útsölur eða panta að utan.
Sturtusápa og svitalyktareyðir gæti verið option eða gestaþraut úr A4 t.d.

Oft er hægt að fá dktthvað fyndið dót í FþDogma

Orgínal | 28. júl. '16, kl: 22:55:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá verður þú að vakta útsölur eða panta að utan.
Sturtusápa og svitalyktareyðir gæti verið option eða gestaþraut úr A4 t.d.

Oft er hægt að fá dktthvað fyndið dót í þDogma

passoa | 28. júl. '16, kl: 18:31:23 | Svara | Er.is | 1

En einhver sætur dogma bolur með einhverju íslensku á? :)

Sem dæmi: http://www.dogma.is/is/vefverslun/viewProductGroup/3/

Mae West | 28. júl. '16, kl: 18:40:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já það gæti verið pæling, eins er það létt í tösku. 

Er ekki einhver standard stærð á þennan aldur? 

passoa | 28. júl. '16, kl: 18:46:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þau í búðunum hljóta að geta leiðbeint með það :) og svo er hægt að skipta ;)

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 18:54:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

shit hvað mér finnst blóðugt að kaupa bómullarstuttermabol með smá logoi á 3500 kr en ég geri mér grein fyrir að í dag kemst maður ekki upp með minna

passoa | 28. júl. '16, kl: 19:05:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er það :/ en þó mjög skemmtilegir bolir

Neema | 28. júl. '16, kl: 22:44:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þessir bolir duga samt ótrúlega vel :)

Salvelinus | 28. júl. '16, kl: 19:16:54 | Svara | Er.is | 1

Ef maður er forsjáll getur maður reyndar pantað t.d. boli og derhúfur á ali ódýrt!

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 19:24:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef notað ali reyndar mjög mikið og verið ánægð með flest en úff pantaði my littlest pony og það var frekar dýrt miðað við ali og það var skelfilegt, leið ömurlega að gefa það, treysti bara á að 4 ára tæki ekki eftir því :(

Felis | 28. júl. '16, kl: 19:37:21 | Svara | Er.is | 1

strákar eru persónur með áhugamál alveg einsog stelpur. Ef maður veit ekki hvað einstaklingurinn vill þá ætti maður kannski að gefa bara pening. En já aldur og kyn skiptir ekki höfuðmáli heldur bara hversu vel maður þekkir viðkomandi. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 21:02:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég gef alltaf pening þegar ég get en finnst það ekki viðeigandi í jólagjöf

Felis | 29. júl. '16, kl: 14:47:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg góður punktur.
En þegar ég les yfir uppástungurnar hérna þá er ekki margt sem myndi heilla minn tæplega 11 ára gaur. Fótboltadrasl myndi t.d. vera algerlega tilgangslaust.

Það sem minn 11 ára myndi vilja er svo ólíklegt að vera eitthvað sem allir aðrir 11 ára myndu vilja.

Eitt sem er svo alveg hugmynd er að spyrja t.d. foreldra drengsins hvað hann hafi áhuga á. Amk frekar en að gefa eitthvað út í loftið.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

slogic | 28. júl. '16, kl: 20:56:46 | Svara | Er.is | 0

Hálendis gönguferð. (Laugavegurinn. Með þér að sjálfsögðu )

Abbagirl | 28. júl. '16, kl: 21:25:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fyrir 11 ára frænda sem hún þekkir ekki og býr ekki á landinu?

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Mae West | 28. júl. '16, kl: 21:48:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha nei held það henti ekki, þekki strákinn lítið sem ekkert og hann er bara hérna í stuttri heimsókn hjá ömmu sinni og afa. Fyrir utan það að ég á ekki bíl og er að vinna svo mikið í sumar að Laugavegsganga kæmi aldrei til greina fyrr en í september. >_< 

Kaffinörd | 28. júl. '16, kl: 22:40:15 | Svara | Er.is | 1

Mikið auðveldara að gefa stelpum á grunnskólaaldri heldur en strákum hefur mér funndist en það er kannski lítið að marka mig enda lék ég mér að Barbie,My little pony og smá lego,var innipúki og dýrkaði Bangsa Bestaskinn. En eitt er alveg á hreinu að tölvuleiki og annað tölvutengt gef ég ekki hef séð of mörg vandamál tengt tölvunotkun stráka til að ég vilji auka á vanda foreldra því tengdu. 


Annars var mér að detta í hug gjafabréf á einhvert námskeið og þá gætu kannski fleiri en einn tekið sig saman. Gæti tengst t.d. hestum,íþróttum,tafli,myndlist,tónlist,skátum/útivist o.s.frv. 


Myndi allavegana ekki kaupa eitthvað sem þú veist t.d. að strákurinn er mikið inn í. Mamma gaf t.d. frænda mínum 11 ára núna í jólagjöf bók tengda Minecraft  tölvuleiknum sem frændi minn dýrkar en minn þóttist nú kunna allt um leikinn og sýndi þessu engan áhuga.

Mae West | 28. júl. '16, kl: 23:24:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spes viðbrögð við þessari bók O_O. Sveiattan. 

ÓRÍ73 | 29. júl. '16, kl: 00:54:22 | Svara | Er.is | 0

gjafabréf í bíó 

karamellusósa | 29. júl. '16, kl: 01:34:47 | Svara | Er.is | 1

Islenskt nammi, hárgreiðu i vasahnífshulstri(opnast eins og hnífur en er greiða, fæst i dogma, 11ara frændi minn fekk svoleiðis og fannst það æði)
Bíómiða, sundferð, islenska ullarvettlinga, húfu, vasgij púsl, bók, peningakassa, rubiks-cube, körfubolta/fótbolta, vasahníf, fótboltamyndir/möppu, hjólalás/bjöllu/pumpu, hjólahanska/grifflur, legghlífar(fotbolta), háa fótboltasokka, símahulstur, iþróttabakpoka (til flottir m isl fánanum) , bolla,

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

karamellusósa | 29. júl. '16, kl: 01:43:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í nexus eru lika til bækur með flottum skutlum (paper airplanes) og allskonar spil.

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

Ellert0 | 29. júl. '16, kl: 13:31:25 | Svara | Er.is | 0

Fer alveg eftir krakkanum sjálfum, ég sjálfur vildi ekkert meira en skáldsögur á þessum tíma.

Petrís | 29. júl. '16, kl: 16:29:44 | Svara | Er.is | 0

Ég næ ekki afhverju fólki finnst auðveldara að gefa stelpum gjafir, gefur fólk ekki bara svipaðar gjafir til stráka og stelpa byggt á áhugamálum þeirra?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47950 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Guddie, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien