Erfiður félagsskapur maka

Dörtígörlí | 27. jún. '15, kl: 00:38:07 | 1470 | Svara | Er.is | 0

Ég sit hérna á föstudagskvöldi ein og yfirgefin vegna þess að maðurinn minn er farinn að sökkva sér meira og meira ofan í mótorhjólið sitt og félagsskapinn sem því fylgir.  Þetta eru einhverjir strákar af suðurnesjum og ég veit að þeir munu koma hingað heim á eftir sveittir og angandi af tóbakssvækju til að fá sér í glas saman.  Börnin í gisting hjá tengdó og mig langaði bara mest til að fara með þeim.  Þetta er alltaf meira og minna svona á sumrin, endalausar hjólaferðir og fyllerí í heimahúsum.  Ég er líka að stressa mig á því að nágrannarnir kvarti því ég veit alveg að það mun heyrast á milli hæða.  Nú langar mig bara að ræna honum og fara í tjaldferð.  Er þetta stundum svona hjá ykkur líka?

 

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

fálkaorðan | 27. jún. '15, kl: 00:45:07 | Svara | Er.is | 0

Oj en leiðinlegt.


Nei við erum enn með svo ung börn að það er ekkert svigrúm fyrir hvort okkar sem er að haga okkur svona. Læt þig vita hvernig fer. Fæ kannski ráð hjá mér reyndari konu ef til þess kemur.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Dörtígörlí | 27. jún. '15, kl: 00:49:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég verð gömul fyrir aldur fram með þessu áframhaldi.

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

fálkaorðan | 27. jún. '15, kl: 00:49:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Viðhald?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Dörtígörlí | 27. jún. '15, kl: 00:54:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi nei

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

fálkaorðan | 27. jún. '15, kl: 00:57:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég mindi ekki nenna því heldur.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

nefnilega | 29. jún. '15, kl: 10:44:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er hægt að fá sér svona viðhald sem vaknar 6:10 og gefur krökkum að borða?

fálkaorðan | 29. jún. '15, kl: 12:00:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það heytir Aupair. Ég ætla að fá mér.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

nefnilega | 29. jún. '15, kl: 12:21:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað. Kona þarf ekki að sofa hjá henni.

Maggý. | 27. jún. '15, kl: 00:48:25 | Svara | Er.is | 3

Þetta var svona fyrstu árin hjá mínum en þegar börnin komu þá tók ég fyrir það. Sagði bara við hann það er annað hvort ég og börnin eða þetta sukkstand. Hann er samt enn með hjólið, það verður ekki tekið af honum. Fáðu þér bara bjór, taktu kvöldið með stæl og svo þurfið þið bara að taka á þessum málum.

Dörtígörlí | 27. jún. '15, kl: 00:50:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oh nú líður mér eins og ég sé orðin of gömul fyrir hann.  En jæja þetta er alveg rétt hjá þér og er ekki alveg að ganga upp.

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

svarta kisa | 27. jún. '15, kl: 00:53:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þannig að þú þurftir í raun að fara að ala upp fullorðinn manninn? Vá hvað ég væri ekki til í að vera með manni sem ég þyrfti að segja hver forgangsröðunin hans eigi að vera.

Maggý. | 27. jún. '15, kl: 00:55:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er það ekki yfirleitt þannig?

alboa | 27. jún. '15, kl: 01:00:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 29

Nei. Flestir karlmenn eru fullorðnir menn sem finna það hjá sjálfum sér að það sé kominn tími til að haga sér og hvar mörkin eru varðandi tíma með fjölskyldu og annað.


kv. alboa

Maggý. | 27. jún. '15, kl: 01:05:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Vá við hljótum að lifa í sitt hvorri víddinni.

alboa | 27. jún. '15, kl: 01:08:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Ég ætla rétt að vona það. Ég hef ekki áhuga á að lifa í vídd þar sem yfirleitt þyrfti að ala upp fullorðna karlmenn og er mjög fegin að það er ekki þannig í kringum mig.


kv. alboa

Lilith | 27. jún. '15, kl: 13:44:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, sama hér.

Blah!

svarta kisa | 27. jún. '15, kl: 01:03:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Uuuuu nei, eða það vona ég ekki. Barnsfaðir minn var t.d. mikill djammari (mikill mikill) en um leið og guttinn kom í heiminn varð hann bara ásfanginn af honum og vildi bara alltaf vera heima að knúsast með honum. Fyrst eftir að litli fæddist var það frekar ég sem fór eitthvað út af heimilinu þegar hann var kominn heim úr vinnunni því pabbinn hreinlega rak mig út til að eiga félagslif, og vildi bara vera einn með litla manninum.
Ég þurfti aldrei að taka fyrir einhverja hegðun hjá honum enda á fullorðinn maður að geta áttað sig á ábyrgð sinni án þess að konan þurfi eitthvað að vera að skammast.

Felis | 27. jún. '15, kl: 01:08:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Æi nei.
Annað hvort sættir maður sig við svona eða finnur betri maka - hellingur af góðu fólki til (sem þarf ekki að ala upp)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

evitadogg | 27. jún. '15, kl: 06:12:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Uuu nei

Grjona | 27. jún. '15, kl: 10:06:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það held ég nú ekki.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Blandpía | 27. jún. '15, kl: 01:23:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kanski annað mál ef hann er að detta í það (hvað er að því) þegar börnin eru heima.

alboa | 27. jún. '15, kl: 00:50:34 | Svara | Er.is | 2

Hefur þú engan áhuga á hjólum? Ef börnin eru í gistingu, af hverju ert þú ein heima?


Annars er til fullt af uppbyggjandi félagsskap í kringum mótórhjól sem er ekki bara fyllerí og slíkt. Kannski spurning um að reyna koma honum frekar í þannig félagsskap ef þetta truflar þig.


kv. alboa

Dörtígörlí | 27. jún. '15, kl: 00:54:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef ekki börnin mín heima þegar þessir menn koma og því fara þau í pössun.  Ég hef aldrei verið fyrir hjólin nei en hef alveg haft gaman af því að fylgjast með þessu hjá honum upp að vissu marki.  Það er dáldið mikill aldursmunur á okkur svo ég hef kannski verið að passa mig aðeins of mikið að taka tillit til hans þarfa og sett sjálfa mig á hakann.

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

alboa | 27. jún. '15, kl: 00:56:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 22

Það að þú þurfir að forða börnunum af heimilinu ætti að segja þér allt. Ætlarðu að taka "þarfir" mannsins fyrir að fá vini sína heim fram yfir að börnin fái að vera á heimilinu sínu örugg? Aldursmunur skiptir engu. Ef þið ætlið að vera í þessu sambandi verðið þið jafningjar. Annað býður upp á kúgun og vanlíðan, ef ekki verra.


kv. alboa

Dörtígörlí | 27. jún. '15, kl: 00:59:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég bara vil ekki að börnin mín séu innan um drukkið fólk, það er nú allt.  Ég held að þetta séu vænstu skinn samt flestir.  Já ætli ég verði ekki að taka þennan slag við hann.

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

alboa | 27. jún. '15, kl: 01:01:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Ef þú vilt það ekki þá ættu ekki að vera drukkið fólk inni á heimilinu þínu. Ósköp einfalt. Annað ef það er ákveðið fyrirfram að þið eruð bæði að fara gera eitthvað, saman eða ekki. Ekki að þú sért að forða börnunum undan einhverju til að sitja svo bara ein heima.


kv. alboa

fálkaorðan | 27. jún. '15, kl: 01:04:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Hún hlýtur að ráða því sjálf hvort að börnin fái að fara í pössun og vinir karlsinns í heimsókn.


Ég vil ekki hafa börnin heima þegar ég held partí, lausin er ekki að hætta að halda partí.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

alboa | 27. jún. '15, kl: 01:07:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ætlar þú að snúa út úr öllu sem ég segi í kvöld?


kv. alboa

fálkaorðan | 27. jún. '15, kl: 01:07:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá ég vissi ekki að ég væri í svara albóa banni. Sorrí með mig.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

alboa | 27. jún. '15, kl: 01:09:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert svolítið fyndin í þessum ham.  ;)


kv. alboa

catsdogs | 28. jún. '15, kl: 11:30:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg sammála þér .

Felis | 27. jún. '15, kl: 01:03:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Taktu samt slaginn þegar hann er edrú og ekki þunnur (og þú líka). Betra að fá gáfulegar umræður þannig.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Dörtígörlí | 27. jún. '15, kl: 01:04:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Góður punktur hjá þér.

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

Kung Fu Candy | 27. jún. '15, kl: 01:44:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Sendir þú börnin til tengdó um helgar því þú veist að hann og vinirnir koma? 
Hvað um að hafa börnin heima og spyrja manninn þinn hvort honum þyki það í lagi að vera fullur fyrir framan börnin sín?
Ef þú ert endalaust að hugsa svona, og senda börnin burt, þá ertu bara að hjálpa honum að koma fullur heim með vinina, hann veit að það er 'í lagi' vegna þess að börnin eru ekki þarna.

Dörtígörlí | 27. jún. '15, kl: 01:57:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hann verður ekkert svo ölvaður en þeir eru misjafnir strákarnir sem koma heim með honum.  Börnin hafa alveg séð hann í glasi og allt í lagi því hann hagar sér vel en ég treysti því ekki með hina.  Ég ætla að ræða þetta við hann og koma með nokkrar uppástungur.

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

Helgust | 27. jún. '15, kl: 14:58:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Veistu ekki hverjir eru að koma inn á heimilið þitt? Slíkt tæki ég aldrei í mál, þið ættuð að ræða þetta saman.

presto | 28. jún. '15, kl: 09:32:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Verða þeir iðulega drukknir? Hvað eru þeir að drekka mikið og hversu lengi (miðnætti, langt fram á nótt....) Hvað skipuleggið þið með börnunum um helgar? 

Helgust | 27. jún. '15, kl: 14:57:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK þarna fóru allar viðvorunarbjöllur í gang í hausnum á mér...gangi þér vel.

presto | 28. jún. '15, kl: 09:30:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Af hverju ferð þú þá ekki í vinkvenna heimsókn eða gerir eitthvað skemmtilegt fyrst þessi pössun er ekki til að þið hjónin (hjónaleysin) getið gert eitthvað skemmtilegt saman?
Var áður hávaði að vekja börnin? 

josepha | 27. jún. '15, kl: 09:09:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

 "Heyrðu elskan, ég er búin að finna nýja vini handa þér. Núna áttu að leika við þá og hætta að tala við vinina sem þú átt". 

Felis | 27. jún. '15, kl: 00:58:06 | Svara | Er.is | 2

Ég hef verið í sambandi þar sem áhugamál makans voru efst í forgangsröðuninni. Það var ömurlegt.

Ég kannast ekki við svona hjá núverandi maka, þó er hann með áhugamál sem ég hef lítinn áhuga á (og öfugt).

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Dörtígörlí | 27. jún. '15, kl: 01:03:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já barnsfaðir minn er eiginlega andstæða hans, lá yfirleitt sofandi í sófanum eða með fjarstýringuna í gíslingu og ekki var það nú betra.  Ég er mjög þakklát fyrir hvað hann er aktívur og er mjög duglegur hérna heima en mér er orðið ljóst að það þarf eitthvað að fara að breytast.

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

Felis | 27. jún. '15, kl: 01:10:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já þetta snýst ekki endilega um að sleppa áhugamálinu heldur frekar að átta sig á því að áhugamálið er ekki lífið.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Dörtígörlí | 27. jún. '15, kl: 01:12:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Æi já ég vil nú ekki eyðileggja áhugamálið hans fyrir honum en kannski bara minnka þetta partýstand í kringum það.

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

minx | 27. jún. '15, kl: 20:30:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Geta þeir ekki drukkið einhversstaðar annarsstaðar ef þeir verða að enda þetta með fylleríi?

Tipzy | 27. jún. '15, kl: 01:17:49 | Svara | Er.is | 1

Nei ákkúrat öfugt, kallinn fer aldrei og gerir aldrie neitt nema ég sé með. Væri alveg til í að hann gerði það stundum og ætti einhverja svona félaga. Ætli það sé ekki með þetta eins og flest að gullni meðalvegurinn er bestur.

...................................................................

Dörtígörlí | 27. jún. '15, kl: 01:21:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú sennilega

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

VanillaA | 27. jún. '15, kl: 01:28:23 | Svara | Er.is | 2

Það er ótrúlega mikill fálagsskapur kringum þessi hjól, minn maður var í Sniglunum og hjólaði með nokkrum hópum.
En það var aldrei nein drykkja í kringum það, ekki hjá neinum af þeim. Það var bara hjólað um helgar eða fyrriparts kvölds og svo fór bara hver til síns heima.
Svo þetta kemur mér á óvart, ég skil vel að þú sért ekki sátt.

Dörtígörlí | 27. jún. '15, kl: 01:38:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann er ekki í Sniglunum en það er þá kannski hugmynd að stinga uppá þeim við hann.

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

VanillaA | 27. jún. '15, kl: 01:43:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já af hverju ekki. Það var allavega engin drykkja, ég bara man ekki eftir neinu skipti. Nema þegar það voru mót einhversstaðar, þá duttu allir í það:)

Dehli | 27. jún. '15, kl: 01:32:04 | Svara | Er.is | 0

Hvernig værir að þú létir tattúvera Kawasaki 500x á lærið ?

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

Dörtígörlí | 27. jún. '15, kl: 01:39:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei held ekki samt.

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

Gdaginn | 27. jún. '15, kl: 14:53:55 | Svara | Er.is | 2

Mér finnst þetta mjög óásættanlegt ástand sem þú býrð við. Ég finn mjög mikið til með þér hafandi sjálf búið með sjálfhverfum, óþroskuðum og tillitslausum karli.

QI | 27. jún. '15, kl: 14:58:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjálhverfur = Sjálfstæður
Óþroskaður = Önnur áhugamál
Tillitlaus = I got nothing.  :)

.........................................................

Blandpía | 27. jún. '15, kl: 16:30:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá róleg er hún að segja það? Hann á áhugamál og hún er ekki að fíla að fá þessar heimsóknir thats it.

noneofyourbusiness | 29. jún. '15, kl: 10:51:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst að þegar fólk deilir heimili og sérstaklega þegar það á börn, þá eigi það ekki að vera með partý eða fyllerí á heimilinu nema báðir aðilar séu sáttir við það. Alveg burtséð frá því á hvaða aldri fólkið er. 

peppykornelius | 27. jún. '15, kl: 15:21:53 | Svara | Er.is | 1

Hefurðu rætt þetta við hann ?
Börnin vaxa úr grasi og munu ekki endalaust nenna að gista annarsstaðar yfir helgar, þetta er þeirra heimili líka.

Gdaginn | 27. jún. '15, kl: 16:16:22 | Svara | Er.is | 0

Nei sjálfhverfur er ekki það sama og sjálfstæður og það er alveg hægt að vera þroskaður og hafa áhugamál.

QI | 27. jún. '15, kl: 18:46:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

4 hliðar á flestum húsum :)

.........................................................

Gunnýkr | 27. jún. '15, kl: 20:46:46 | Svara | Er.is | 0

nei nei... ekki svona hér. 
Kallinn er norður í landi i veiðiferð :)  
Svoleiðis eru sumrin hjá mér.

fálkaorðan | 28. jún. '15, kl: 10:06:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég væri til í að minn gerði svoleiðis, nema sleppa veiði og taka börnin með svo ég gæti bara haft heima spa á meðan fyri mig.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Gunnýkr | 28. jún. '15, kl: 20:44:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahah.... 
Mér finnst æðis þegar hann skreppur í svoleiðis. Þá taka ég og krakkarnir letihelgi. 
Mín börn... eru náttúrulega ekki börn lengur.

fálkaorðan | 28. jún. '15, kl: 20:46:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Montras. Mín verða börn í meira en áratug í viðbót, eftir 10 ár þá eru þau bara 15, 13 og 12 ára.


Eftir 20 ár verður þetta kannski orðið þolanlegt ástand.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Gunnýkr | 28. jún. '15, kl: 20:48:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

mhm.. Þá verður þú á svipuðum stað og ég :)  14, 16 og 21 ars hjá mér.
Mér finnst að þetta ætti að vera eins og í SIMS að maður ræður hvað börnin eru gömul :P

fálkaorðan | 28. jún. '15, kl: 20:57:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lúxus. Ég ætla að gefa öllum börnunum mínum bílpróf og svo ætla ég aldrei að þurfa að keyra neit aftur sjálf, aldrei.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

noneofyourbusiness | 29. jún. '15, kl: 10:52:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það er svo gaman að keyra sjálf. :)

fálkaorðan | 29. jún. '15, kl: 12:02:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta ensalausa skutl sem er búið að vera núna í 2 ár (síðasti dagur í dag) hefur gert útaf við mig.


Hlakka til að labba bara með krakkana upp á leikskóla í fyrramálið, ekkert skutla litla til dagmömmu og Riddarakrossinn var að flytja skrifstofuna úr turninum í Kringlunni í Borgartúnið svo hann getur bara labbað.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bogi | 29. jún. '15, kl: 10:55:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mín börn eru 3,6 og 8 ára núna, þetta er bara að verða nokkuð næs. Þeir geta verið einir heima í smá stund, fara sjálfir í skólann og koma heim, fara sjálfir á námskeið núna í sumar og koma sér heim. Klæða sig sjálfir, geta tekið til og allt það - er yfirleitt lítið vesen. Stundum fara þeir í heimsókn til vina/frændsystkina og eru bara í heilan dag.

Þannig að það er bara sú stutta, mesta vesenið með hana verður búið eftir þrjú ár.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.7.2023 | 09:40
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 22.6.2023 | 15:07
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
Síða 9 af 46332 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, Kristler, Guddie