Erfitt 18 mánaða barn :/

1524h | 3. okt. '15, kl: 21:38:03 | 569 | Svara | Er.is | 0

Sonur minn fæddist fyrir 18 mánuðum. Hann var eins og ljós fyrstu 10 dagana. 10 daga byrjaði hann að gráta og hann er búinn að vera meira og minna grátandi síðan. Hann fékk kveisu og var með bakflæði. Hann er með óþol fyrir ansi mörgun fæðutegundun en ég er að byggja upp þarmana með góðum bakteríun og olíu frá Kollu í jutörtaapotekinu, en það hefur engin áhrif á skapið. Hann er svakalega skapstór og það þarf lítið til að hann fái kast. Við getum varla farið með hann útúr húsi því hann bara vælir og öskrar. Hann er þriðja barnið og við höfum aldrei upplifað svona hegðun áður. Hann er bara stanslaust vælandi. Við getum t.d ekki farið með hann að gefa öndunun þvi hann fær kast yfir að mega ekki fara ofaní tjörnina. Við reynum að forðast að fara með hann í heimsóknir því hann bara vælir og öskrar og allir eru búnir á því að vera i kringum hann eftir smá tíma. Við erum farin að tippla á tám í kringum hann á heimilinu til að reyna minnka grátur og fækka köstum. Hann er nánast alltaf vansæll. Hann er bara að klára okkur foreldrana og við erum algjörlega ráðalaus. Kannast einhver hér við svona hegðun og getur leiðbeint okkur hvernig á að tækla þetta?

 

Ziha | 3. okt. '15, kl: 21:40:47 | Svara | Er.is | 0

Búin að profa barnalækni..

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

1524h | 3. okt. '15, kl: 21:43:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er búið að gera öll próf á honum sem þeim hefur dottið í hug og það kemur allt eðlilega út. Þeir skilja ekkert í þessari hegðun og segja að vonandi rjátlist þetta bara af honum. En ég er bara algjörlega að fara yfirum á þessu.

Degustelpa | 3. okt. '15, kl: 21:53:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hefuru hitt fleiri en einn lækni? oft getur nýtt sjónarhorn komið með nýjar tillögur. Annars engin ráð bara vona að þetta lagist hjá ykkur

1524h | 3. okt. '15, kl: 22:04:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já buinn að fara til þriggja lækna og þeir klóra sér allir í hausnum yfir þessari hegðun

ert | 3. okt. '15, kl: 21:56:07 | Svara | Er.is | 0

Er búið að taka þroskapróf?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

1524h | 3. okt. '15, kl: 22:07:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei. Hvar er það gert?

ert | 3. okt. '15, kl: 22:10:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er gert á þroska- og hegðunarstöð og það þarf tilvísun þangað en einhverjir barnalækna eiga að geta gert slíkt.

Er mál og tal eðlilegt hjá honum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

1524h | 3. okt. '15, kl: 22:19:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann segir bara mamma. Annað er óskiljanlegt. En bróðir hans var líka seinn í tali þannig að ég hef ekki haft áhyggjur af honun á því svipi hingað til

ert | 3. okt. '15, kl: 22:25:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þessi öskur eru leið hans til tjá sig. Hann er að segja hvað hann vill.

Það getur verið að ástæðan fyrir því að hann sé öðruvísi en bróðurinn sem var líka seinn til máls sé að hann skilji ykkur ekki. Hann skilur ekki af hverju hann má ekki fara út í tjörnina.

Bendir hann á það sem hann vill?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

1524h | 3. okt. '15, kl: 22:49:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hann bendir og hann tekur í hendina á okkur og fer með okkur það sem hann vill. En hann sturlast af því að hann vill vera uppi á borði og hann skilur ekki afhverju hann má það ekki. Hann sækir í að gera hluti sem hann má ekki gera þvî þeir eru hættulegur fyrir hann. T.d hoppa útí tjörnina, labba á götunni, standa uppi á borðum ofl

ert | 3. okt. '15, kl: 22:54:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hefur hann einhvern tímann tekið í puttann á þér og notað puttann á þér til að benda?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

1524h | 3. okt. '15, kl: 23:09:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það hefur hann aldrei gert. Hann tekur bara í puttann til að toga okkur eitthvert. Ætti hann að gera það?

hillapilla | 3. okt. '15, kl: 23:12:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann ætti ekki að nota puttann á þér til að benda, nei, en það er einkenni á einhverfurófi. Hann hljómar annars svolítið eins og minn yngsti, sem er á einhverfurófi.

1524h | 4. okt. '15, kl: 00:10:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já er svolítið að pæla hvort þetta geti verið einhver röskun hjá honum. Þetta er svo óeðlileg hegðun

ert | 3. okt. '15, kl: 23:15:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, það er mjög gott að hann geri þetta ekki. Þessi skapvonska tengist málþroska og mögulega öðrum þroska. Þið verðið einfaldlega að prófa að forðast aðstæður sem koma þessu að stað. Svo þarf að skoða hvort annar þroski en málþroski er í lagi. Þetta gæti lagast þegar hann fer að tala en svo gæti þetta líka ekki lagast,

Þið þurfið svo að reyna að fá hvíld inn á milli.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

1524h | 4. okt. '15, kl: 00:09:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er nýbyrjaður á leikskóla. Ég ætla að ath hvort það sé ekki þroskaþjálfi þar sem getur skoðað hann. Takk fyrir þetta:)

1524h | 3. okt. '15, kl: 22:13:53 | Svara | Er.is | 0

Gleymdi að taka það fram að krakkinn er uppá öllu. Hann myndi hanga í ljósakrónunni ef hann myndi ná henni. Hann eer kallaður áhættufíkillinn því hann er alltaf að koma sér í hættulegar aðstæður. Hann er alltaf með kúlur á hausnum og mar. Maður lítur ekki af honum

Dalía 1979 | 3. okt. '15, kl: 22:23:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er þetta bara ekki þessi tíbíska tveggja ára hegðun kanski bara að verri gerðinni 

staðalfrávik | 3. okt. '15, kl: 22:26:27 | Svara | Er.is | 0

Mig langar að spyrja hvernig svefninn sé og kallinn minn er að spá hvort það sé búið að skoða í eyrun á honum? Ef þú hefur áhuga á að láta athuga þroskann hans gæti verið nóg að fá vísun frá heilsugæslunni (ung/smábarnaverndinni), ég fékk það eftir að minn kom ekki vel út úr þroskaprófi þar.

.

1524h | 3. okt. '15, kl: 22:56:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann hefur alltaf sofið mjög illa. Alltaf að gráta í svefni og endalaust að vakna. Vakti svo alltaf í tvo tíma á nóttu frá kl 3-5. Á endanum var honum gefið vallergan. Það slær hann ekki út eins og læknirinn sagði að myndi gera og hann vaknar mörgum sinnum á nóttu, en hann vakir ekki í tvo tíma ef hann fær það.sem betur fer eru eyrun í topp standi. Bræður hans eru mikil eyrnabörn en þessi hefur alveg sloppið. Hann er lang yngstur og fær alla þá athygli sem hann þarf. Við erum 4 sem stjönum við hann, en hann er bara skúli fúli við okkur.

Castiel | 3. okt. '15, kl: 23:57:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar börn sofa svona illa lengi breytast þau í skrímli eg er með mína á melatónin núna og barnið er allt annað.

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

1524h | 4. okt. '15, kl: 00:02:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar færðu melatonin? Hann fær vallergan en hann þarf stóran skammt til að sofa ágætlega en þá er eins og hann sé "þunnur" daginn eftir og þá er hann hrikalega pirraður. En ef hann fær ekki neitt þá sefur hann skelfilega og er eins og skrímsli daginn eftir. Væri til í að prófa melatonin í stsðinn fyrir vallergan

Castiel | 4. okt. '15, kl: 11:52:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Heitir circadin íslenska lyfið færð það hjá barnalækni ef það virkar er hægt að kaupa melatónin að utan fyrir mun minni pening og læknarnir mæla með því að maður láti kaupa fyrir sig úti. Mín stelpa byrjaði á vallergan 10 mánaða en hún hélt samt áfram að vakana á næturnar og hætti svo á þ´vi 2 1/2 árs svo núna um jólin gafst ég upp þekkti ekki orðið barnið mitt hún var orðin hundleiðileg og alltaf vælandi. fór þá með hana til barnalæknis og fékk melatónin stelpan svaf fyrsta mánuðinn mátti ekki sétjas niður þá sofnaði hún en þegar hún var búin að hvílast breyttist hún öll var miklu hamingjusamari . Hún var orðin úrvinda af svefnleysi síðan hún fæddist, ég hef prufað að sleppa lyfinu þar sem maður mætir smá dómhörk fyrir það að vera með börn á lyfjum en var fljót að setja hana aftur á þau því munurinn eftir viku án lyfja var rosalegur

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

assange | 3. okt. '15, kl: 23:50:10 | Svara | Er.is | 0

Bakflaedi? Mjolkur ofnaemi

1524h | 4. okt. '15, kl: 00:06:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann er með mjólkuróþol og það er vel passað uppá að hann fá enga mjólk og ekkert með mjólkurvörum. Hann var/er með bakflæði og fékk lyf við því þegar hann var yngri. En lyfið fór svo illa í magan á honum að það gerði bara illt vera. Prófaði tvær tegundir og þau fóru bæði illa í hann. Veit ekki hvort hann sé ennþá með bskflæði, en hann fær oft hiksta

assange | 4. okt. '15, kl: 09:06:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Profadu tykka hvita bakflaedi "lyfid"i nokkra daga.. Ef tu serd mun - ta skaltu fa alvoru lyf. Finna retta lyfid

assange | 4. okt. '15, kl: 09:06:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Profadu tykka hvita bakflaedi "lyfid"i nokkra daga.. Ef tu serd mun - ta skaltu fa alvoru lyf. Finna retta lyfid

assange | 4. okt. '15, kl: 11:52:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gaviscon

Ziha | 4. okt. '15, kl: 15:35:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er búið að athuga með allt svona algengt fæðuofnæmi?  


En þú verður endilega að prófa annað bakflæðilyf fyrir hann... það er ógeðslegt að vera með bakflæði.


Svo er svo misjafnt hvernig matur fer í fólk..... ég var t.d. að fjarlægja haframjöl úr fæðu þess yngsta í sumar en hann fékk oft magaverk eftir að hafa borðað haframjöl og séríós..... og það fór í skapið á honum.  


Enginn magaverkur síðan.... og skapið hérna heima hefur batnað svakalega.  Svo hættum við reyndar líka að gefa honum bláberjasafa sem hann fekk "spari".... af einhverjum orsökum virðist hann hafa farið illa i hann líka!  Tók að visu laaangan tíma að fatta það.  


Áður var hann oft að fá verki ýmist þegar hann vaknaði eða eftir að hann var búinn að borða.   

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Catalyst | 4. okt. '15, kl: 00:23:58 | Svara | Er.is | 0

Er hann búinn að fara í 18 mán skoðun? Myndi nefna hefðunina þar og svefninn.

ZombieSkrimsli | 4. okt. '15, kl: 02:38:43 | Svara | Er.is | 0

Það sem þú ert búin að lýsa er nákvæmlega og dóttir vinkonu minnar var svo var hún sett í greiningu og er með einhverfu og málþroskaröskun,

Svo GETUR verið að barnið sé með ADHD miðað við að hann er upp á öllu út um allt og svoleiðis, Minn gutti var nefnilega svona út um allt upp á öllu og var með áhættuna í toppi og alveg svakalegur hann fékk greininguna ADHD 4ára og þá búinn að vera pain in the ass eins og læknirinn spurði mig á þeim tíma.

Hann svaf ekkert, var með hreyfingu á við 30 börn og athyglin var svo slæm að hundurinn var betri. Rosalega pirraður yfir því að meiga ekki hlutina sama hvað maður sagði við hann.

stjörnuþoka123 | 4. okt. '15, kl: 16:22:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er 18 mánaða. Hann er ekki með áhættuhegðun hann er bara óviti!

ræma | 4. okt. '15, kl: 09:27:07 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi prófa höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun

1524h | 4. okt. '15, kl: 09:31:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er búin að vera að googla höfuðbeina og sjaldhryggsjöfnun en finn engan sem sèrhæfir sig í börnum. Vitið þið um einhvern?

ræma | 4. okt. '15, kl: 09:34:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held að það sé enginn beint sérhæfður í börnum en veit um eina sem heitir Sólveig Höskulds

Mainstream | 4. okt. '15, kl: 15:18:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ekki heilun eða blómadropa?


Svona kukl er ekki lausn á neinum vandamálum.

stjörnuþoka123 | 4. okt. '15, kl: 10:30:13 | Svara | Er.is | 1

Hann er samt bara 18 mánaða. Gefðu honum séns.


 En ég tengi alveg við þetta. Minn eldri var svona erfiður, ótrúlega skapstór og þrjóskur og það er mjög þreytandi. Þetta óx af honum á endanum.  Hann reyndar er kvíðinn og hefur alltaf verið held ég og það hjálpaði hegðuninni ekki.

gussy66 | 4. okt. '15, kl: 11:56:44 | Svara | Er.is | 1

Ég fór með minn strák hér í denn í höfuðbeina og spjaldhryggjameðferð. Oft aflagst líkaminn í fæðingu og þarf því að leiðrétta beinagrindina. Strákurinn minn gjörbreyttist eftir þessa meðferð.

Kabumm | 4. okt. '15, kl: 14:58:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Vá, ertu virkilega að segja þetta árið 2015?!

Mainstream | 4. okt. '15, kl: 15:18:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fáfræði spyr ekki um ártal.

Kabumm | 4. okt. '15, kl: 15:22:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, greinilega ekki.

Ég á ábyggilega einhverja blómadropa við þessu líka...

Hygieia | 4. okt. '15, kl: 13:16:38 | Svara | Er.is | 0

Það geta verið svo margar skýringar. Það er samt eitt sem er gott að hafa í huga: Það gerist stundum með smábörn sem hafa verið mikið veik sem ungabörn og þ.a.l. grátið mikið, að þau haldi áfram í sama farinu þótt sársaukinn sé ekki endilega til staðar lengur. Þá fara þau að gera samasem merki milli áreitis og að ekki sé hægt að höndla aðstæður. Svo getur verið fullt annað líka, en þetta gerist hjá sumum börnum. Þá þarf maður iðulega sem foreldri að vera gríðarlega vakandi gagnvart aðstæðum sem þau eiga erfitt í (þetta er náttúrulega góð og gild regla almennt), t.d. að taka þau ekki með í heimsókn þar sem er mikið áreiti, ekki fara með þau í heimsókn þegar þau eru þreytt eða mikill tætingur á heimilislífinu og vera bara mikið yfir þeim í heimsókn og beina athygli þeirra á ákveðna braut, hafa jafnvel leikföng eða annað með sem barnið kannast við að heiman osfv. Og svo auðvitað að hafa heimsóknir stuttar, fara að pakka saman þegar hann byrjar að sýna pirringsmerki.


Vona að það finnist skýring sem fyrst svo hægt sé að vinna markvist með drenginn.


ps., sonur minn vinkonu minnar að sumu leyti líkur þínum strák. Búin að vera lengi á vallergan og fékk líka uppáksrifað circadin, sem er melatónín. Það virkaði ekki vel en hún fékk melatónín að utan þar sem skammturinn var 0.5mg stærri en sá sem hann fékk ávísað. Ræddi þetta við lækninn sem gaf grænt ljós. Hann svaf margfallt betur, stundum heilu næturnar án þess að vakna og llíður betur í samræmi við það. Hann er með líkamlegan kvilla sem veldur miklum sársauka og sérstaklega koma tímabil sem eru mjög slæm. En líðan hans er muuuuun betri ef hann nær alla jafna að sofa vel.

1524h | 4. okt. '15, kl: 14:16:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hef hingað til haldið að hann sé bara fastur í einhverjum grát og ergelsis vítahring því honum leið alltaf illa sem ungabarn. Fer nánast aldrei með hann í heimsóknir né búðir því hann höndlar það ekki. En hann er líka svona inni á heimilinu

huhi | 4. okt. '15, kl: 14:18:47 | Svara | Er.is | 0

mæli með því að prufa höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun og kírópraktor. höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun getur gert kraftaverk fyrir börn

Kabumm | 4. okt. '15, kl: 14:59:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vá, ég skil ekki fólk sem hefur svona mikla tröllatrú á kuklurum árið 2015.

Þrjár manneskjur bara í þessari umræðu sem benda á þetta kukl.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Síða 7 af 47924 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, paulobrien