Erfitt vandamál vegna tengdó

ugly | 26. júl. '16, kl: 23:38:09 | 1757 | Svara | Er.is | 0

Ég ætla að sjá hvaða svör ég fæ hérna inni um þetta því ég er svo ráðvillt og oft hitta sumir hér á góðar lausnir.
Þannig er mál með vexti að tengdafaðir minn missti eiginkonu sína fyrir ekki svo löngu sem var virkilega erfitt fyrir hann. Ég skil það mjög vel en vandamálið er að maðurinn minn er einkabarnið og hann hefur greinilega ákveðið að fylla upp í tómarúmið í lífi sínu með honum og okkur.
Við búum í tveggja herbergja lítilli íbúð hér í bænum en hann býr úti á landi. Og hann er alltaf hérna. Hann birtist óboðinn í heimsókn aftur og aftur og stoppar dögum saman. Ég er bæði í námi og vinnu og út af þess hef ég ekkert einkalíf, ekkert námsnæði eða eðlilegt heimilislíf. Hann sefur í stofunni og á hans svefntímum verðum við bara að vera annarsstaðar.
Maðurinn minn segist ekki geta hent honum út skiljanlega en ég hef sagt honum að ég geti ekki lifað við þetta svona. Hvað er réttast að gera í stöðunni?

 

Svala Sjana | 27. júl. '16, kl: 00:22:11 | Svara | Er.is | 3

Hvað er langt um liðið síðan tengdamamma þín lést?


Mér finnst það skipta miklu máli í þessu

Kv Svala

ugly | 27. júl. '16, kl: 05:50:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

2 mánuðir

Kaffinörd | 30. júl. '16, kl: 19:57:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Blessuð vertu þetta getur tekið 1-3 ár

askvaður | 31. júl. '16, kl: 01:07:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er mjög stutt síðan hún dó, leyfðu manninum að vera, reyndu að fara á bókasafnið að læra

ugly | 31. júl. '16, kl: 01:43:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Hversu lengi þá, 5 mánuði eða ár. Ég á sem sagt að fara alltaf út að læra, ég er í erfiðu námi og læri daglega. Stunda allt mitt félagslíf annarsstaðar, hætta að bjóða fólki heim, maðurinn minn að hætta að vinna og þá getum við líka hætt að borga reikningana okkar. Hvað mikið segirðu á ég að gefa eftir líf okkar svo hann geti syrgt í friði og þetta er þá eðlilegt sorgarferli að flytja inn á ættingja ótímabundið og taka yfir líf þeirra. Þetta gerir þá fólk almennt þegar það syrgir?

Dreifbýlistúttan | 1. ágú. '16, kl: 18:14:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í alvöru?

Brynja6 | 31. júl. '16, kl: 00:44:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Mér finnst þú alls ekki hafa samúð með þeim feðgum..Sjálf hef ég misst maka og ,það getur engin sett sig í þau spor..

ugly | 31. júl. '16, kl: 01:40:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Maðurinn minn er jafn lítið hrifinn og ég , þetta er ekki mitt vandamál heldur okkar vandamál

Petrís | 31. júl. '16, kl: 01:54:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Upp á hvaða ættingja lagðist þú í þínu sorgarferli?

Brindisi | 27. júl. '16, kl: 08:31:18 | Svara | Er.is | 9

myndi reyna að vera þolinmóð aðeins lengur og svo jafnvel stinga uppá að hann myndi flytja í sína eigin íbúð í ykkar bæ

JwOWW | 27. júl. '16, kl: 08:54:42 | Svara | Er.is | 26

"Ég skil það mjög vel "

Þínar tilfinningar benda reyndar til að þú skiljir hann ekki, 2 mánuðir er ekki neitt eftir makamissi. En hverig ættir þú að geta skilið það nema hafa í raun staðið í hans sporum.

Hættu að hugsa um þinn eigin rass og settu tilfinningar annara (teingdó og eiginmanns) í fyrstasæti a.m.k. næstu mánuði. Þetta mun breytast.

JwOWW

Dreifbýlistúttan | 1. ágú. '16, kl: 18:15:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Getur upphafsinnlegg ekki haft samúð með manninum þótt hún geti ekki gefið frá sér eigið fjölskyldulíf?


Þú ert dóni!


ræma | 27. júl. '16, kl: 11:49:24 | Svara | Er.is | 19

Hvað varð um umburðalyndið?
Hvernig heldurðu að það sé að missa allt i einu maka þinn til fjölda ára og standa allt í einu einn?
Skil mjög vel að hann leiti til ykkar í félagsskap og stuðning.
Fólk byrjar ekki að syrgja fyrr en eftir jarðaförina og allt er afstaðið.
Í alvöru farðu bara annað að læra og reyndu að skilja þetta og vera stuðningur við manninn plís!

Venja | 27. júl. '16, kl: 12:53:41 | Svara | Er.is | 15

Ég trúi vel að það sé erfitt að búa svona þröngt og geti tekið á. En það eru bara tveir mánuðir liðnir, mér finnst þú eiga að sýna meiri þolinmæði gagnvart tengdapabbanum og svo stingur mig svolítið að þú ert búin að setja manninn þinn í þá stöðu að henda pabba sínum út, var maðurinn þinn ekki að missa mömmu sína?


Það sem mér finnst réttast að gera í stöðunni er að þegja, fara annað að læra og sýna manninum sem missti konuna sína og svo manninum sem missti mömmu sína meiri skilning. Það eina væri kannski að biðja tengdapabbann að láta vita þegar hann er að koma.


Til að pústa yfir íbúðarþrengslum mundi ég svo bara tuða í einhverri vinkonu

ingbó | 27. júl. '16, kl: 13:14:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Upphafsinnlegg er á þá leið að tengdafaðir hennar hafi misst eiginkonu sína. Ég skildi það sem svo að konan sem dó hefði ekki verið móðir mannsins hennar.

Myken | 27. júl. '16, kl: 14:50:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

skiftir það eitthverju. ég veit að ef maðurinn minn myndi deyja myndi dóttir mín taka það jqfn næ´ri sér eins og það væri blóð faðir hennar.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

daggz | 27. júl. '16, kl: 16:34:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er samt kannski munar á stjúpföður sem elur barn upp eða konu sem giftist föður á seinni árum, þegar barnið er jafnvel orðið fullorðið. Ekki það að ég viti eitthvað hvernig staðan er hjá þessu fólki þá bara get ég ekki sett alla stjúpforeldra undir sama hatt.

--------------------------------

Myken | 28. júl. '16, kl: 19:52:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

rétt er það og þó að upphafinnlegg segir kona tengdapabba vitum við ekki meira en það.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

ingbó | 27. júl. '16, kl: 13:12:11 | Svara | Er.is | 9

Mitt viðhorf er líklega svolítið ólíkt margra sem hafa tjáð sig.  Vissulega er tengdapabba þínum vorkunn en það þýðir ekki að hann geti sett daglegt líf ykkar úr skorðum í lengri tíma. Það endar bara með sprengingu og enginn veit hvað lætur undan þá.  Hjónaband/samband þitt og mannsins þíns er í hættu ef hann talar ekki við föður sinn og gerir honum ljóst að þetta gangi ekki upp.  Ef hann vill umgangast son sinn meira og vera hér í bænum þá verður hann að fá sér eitthvað athvarf og sofa annars staðar en hjá ykkur.  

ugly | 27. júl. '16, kl: 13:18:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mikið er ég fegin að þú ákvaðst að tjá þig. Þetta er mjög erfitt. Við pabbi hans erum engir sérstakir vinir, mér líkar eiginlega ekkert sérstaklega vel við hann svo þetta lætur mér líða mjög illa. Það er mjög auðvelt að segja fólki bara að sýna umburðarlyndi þegar heimili hlédrægrar introvert manneskju er tekið yfir af nánast ókunnugum manni sem sýnir enga tillitssemi sjálfur. Maðurinn minn er ekkert svakalega ánægður með þetta ástand því hann getur engu sinnt sjálfur á meðan því það er ætlast til að hann sé gestgjafi.Hann er sjálfur að díla við eigin missi og eigið líf. Hvenær er nóg nóg?
Fólki hér finnst samt að ég eigi að taka á mig óþægindin eins og það sé mitt hlutverk á einhvern hátt. Ég hef reynt en þetta truflar líf mitt rosalega. Ég er búin að finna nokkrar íbúðir fyrir hann að kaupa hérna þar sem hann talar um það en hefur ekki skoðað neitt enn.

Lukka35 | 27. júl. '16, kl: 13:23:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég finn til með þér kæra upphafsinnlegg þó ég geri mér vel grein fyrir að tengdapabbi þinn eigi bágt og vilji vera nálægt syni sínum en mér sjálfri myndi finnast svona ástand í lengi tíma algerlega óásættanlegt burtséð frá aðstæðum. Ef þið væruð í stærra húsnæði myndi þetta sjálfsagt horfa öðruvísi við en þið búið þröngt. Það er dónaskapur að mæta ítrekað á dyraþrep fólks í margra daga heimsókn án þess að boða komu sína, alveg sama hverjar aðstæðurnar eru, það er amk mín skoðun.

Allegro | 27. júl. '16, kl: 13:39:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Gott að hann sé a.m.k farinn að ræða það að kaupa íbúð. 


Ég þekki líka dæmi um að svona sambúð hafi eiðilagt meira en það gaf. Sumir passa bara ekki saman og það þarf ekkert bara að kingja því. Tengdamóðir vinkonu minnar flutti inn á fjölskyldu hennar í smá tíma og vinkona mín talar enn, 3 árum seinna, hvað það í raun skemmdi sambandið á milli þeirra. Það hafði verið alveg sæmilegt áður. 

LaRose | 1. ágú. '16, kl: 09:39:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég átti mjög erfiðan tengdapabba sem virti engin mörk.

Hefur þessi sögu um frekju? Dettur það í hug þar sem þú segir að þú kunnir ekki við hann.

Ef þetta er gamall frekjuhundur er best að setja mörkin og nauðsynlegt. Ef hann er blíður og sorgmæddur og virkilega vill finna annan stað væri ég umburðarlyndari.


BlerWitch | 29. júl. '16, kl: 22:03:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er sammála þér, þetta er ekki sanngjarnt eða eðlilegt, með fullri virðingu.

Dreifbýlistúttan | 1. ágú. '16, kl: 18:11:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrsta svarið sem mér finnst meika séns hérna

elinnet | 27. júl. '16, kl: 13:19:20 | Svara | Er.is | 6

Ég myndi byrja á að hætta að tipla á tánum í kringum svefntíma hans, ef hann sefur þarna geti hann sofið á milli 11 og 7 (eða e-n annan tíma þegar þið sofið), svo er bara dregið frá og gengið frá öllu svefndótinu hans og stofan verður aftur stofan ykkar. Get alveg skilið að hann vilji vera í  heimsókn hjá ykkur, en hann á samt ekki að fá að stjórna því hvenær og  hvernig þið getið gengið um ykkar íbúð. Líka allt í lagi að hann verði að láta vita áður  en hann kemur og ath hvort það henti, þið verðið að geta gert plön án þess að eiga á hættu að hann dúkki upp og vilji svo sofa þegar þið voruð kannski búin að bjóða fólki í mat. 
Held að hann gæti alveg komið næstum jafn mikið og það færi miklu minna í taugarnar á þér ef hann kæmi samt á ykkar forsendum, þ.e. þið segðuð já að hann gæti komið í x marga daga.

ugly | 27. júl. '16, kl: 13:27:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann birtist bara óboðinn aftur og aftur. Þegar hann var hérna seinast var ég t.d. veik. Fékk slæma sumarflensu sem lagði mig í rúmið í nokkra daga. Það var rosalega erfitt að vera gestgjafi með nefið fullt af hor og lungun full af slími, háan hita og ekki gestahæf en það hvarflaði ekki að manninum að fara og leyfa mér að vera veikri í friði. Þessir dagar voru rosalega stór dropi í hafið ég viðurkenni það.

elinnet | 27. júl. '16, kl: 13:29:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er algjört lágmark að hann taki mikið tillit til ykkar ef hann á að fá að gista þarna. Þetta er ykkar íbúð, og þið berið ábyrgð á ykkar lífi og hann ber ábyrgð á sínu lífi. 
Í þessu tilfelli hefði verið upplagt að nýta tækifærið og segja við hann "núna hentar ekki að þú sért að gista hérna". Mæli með því að gera það næst þegar hann kemur. Það þarf greinilega að setja honum e-r mörk.

Venja | 27. júl. '16, kl: 13:43:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Ja ég verð að segja að mér finnst þú ekki þurfa að vera að leika einhvern gestgjafa, né ætti hans svefntími að ákvarða notkun ykkar á ykkar stofu.


En mér finnst samt að þar sem það er ekki langt liðið frá fráfallinu að það þarf meiri þolinmæði og umburðarlyndi - og þá sérstaklega kannski gagnvart manninum þínum

Allegro | 27. júl. '16, kl: 13:30:22 | Svara | Er.is | 10

Bíða og sjá hvort tíminn lagi þetta ekki. Persónulega finnst mér ekki tímabært að biðja hann að sækja minna til ykkar.
Tengdapabbi þinn þarf virkilega á ykkur að halda núna og ég skil vel að þetta taki á alla. Reyndu að gera allt sem léttir þér þessi þrengsli og njóttu þegar hann er ekki hjá ykkur. 


Ég skil þig samt mjög vel og hef verið í svipuðum sporum. Man hvað það var erfitt og tók á alla. Núna eru reyndar mörg ár síðan og þegar ég horfi til baka þá sé ég hvað ég var oft að gera þetta erfiðara en þetta hefði í raun þurft að vera. Er samt glöð núna að hafa getað hjálpað einstaklingnum þegar hann var að ganga í gegnum erfiðasta tímabil lífs síns og ég hef uppskorið miklu meira í staðin en ég sáði. Ég veit núna, þó ég hafi ekki séð það þá, að þetta er hluti af því að vera fullorðinn og ábyrgur fyrir fleirum en rassinum á sjálfri mér. 


Gangi ykkur vel og mundu að þetta líður hjá.

ugly | 27. júl. '16, kl: 13:39:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já takk fyrir hughreystinguna. Ég þrái þann tíma að geta fleygt mér á sófann þegar ég kem heim úr vinnunni og slakað á og jafnvel horft á eitthvað annað en food channel eða raunveruleikaþætti sem eru uppáhaldið hjá honum að ég tali nú ekki um að geta sest í eigin sófa og lesið námsbók í friði og ró án þess að sjónvarpið dynji á mér. Æi mig langar í rútínuna mína, lífið mitt. Það er kannski versta eigingirni í heimi en mig langar að borða af disk við tölvuna í stað þess að leggja á borð. Kröfuharkan að drepa mig.

Allegro | 27. júl. '16, kl: 13:43:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei það er alls ekki eigingirni. Ég skil þig svo vel. Fólk er bara svo misjafnt og maður verður að passa upp á sjálfan sig og sín mörk. Auðvita er betra að taka á þessu áður en allt springur. 

ugly | 27. júl. '16, kl: 13:46:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er bara ekki félagslynd manneskja og þetta er miklu erfiðara en ég hélt.

elinnet | 27. júl. '16, kl: 13:44:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er YKKAR sjónvarp, og ykkar íbúð. Ef þú vilt horfa á e-ð annað, þá skiptirðu eða slekkur! Mæli með því að taka bara fjarstýringuna og skipta eða slökkva, segja ekki neitt. Eflaust auðveldara að skipta, ef hann segir e-ð, þá geturðu svarað "mig langar að horfa á þetta". Ekki afsaka þig, gerðu það bara. 
Held að það sé orðið tímabært að taka stjórnina aftur á ykkar heimili, hann þarf að læra það að á meðan hann er gestur hjá ykkur, þá er hann einmitt það, gestur. Gestir eiga ekki að ráða yfir heimilum annara. 

ugly | 27. júl. '16, kl: 13:49:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef reynt þetta á mun kurteisari hátt en þú segir og hann byrjaði strax að kvarta yfir mér við manninn minn. Tala um að hann væri óvelkominn og ég væri ekki góð við sig svo ég hætti því snarlega, Þetta er víst nógu pínlegt fyrir manninn minn,

Venja | 27. júl. '16, kl: 13:53:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað vill maðurinn þinn?

ugly | 27. júl. '16, kl: 13:57:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Honum finnst þetta vera allt of mikið, en veit ekki hvað hann á að gera. Við erum bæði föst í okkar rútínu og þetta er mikil truflun. Hann vinnur mikið heima en fær takmarkaðan vinnufrið vegna þessa svo þetta truflar hann ekkert minna. Hann reyndi að vinna þá meira úti en þá kvartaði sá gamli yfir að vera illa sinnt og við gæfum honum ekki tíma. Þetta er alls ekki svo einfalt að þegja bara og fullorðnast, Við erum bæði fullorðið fólk.

Venja | 27. júl. '16, kl: 14:00:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Nú er þetta farið að hljóma allt öðruvísi en í upphafsinnlegginu. Mér dettur einna helst í hug að tala við manninn og segja honum að hann sé velkominn hjá ykkur, en verði að hafa samband fyrirfram, og ef hann vill vera svona mikið þá þurfi hann að taka þátt í heimilishaldinu - taka til, elda, kaupa inn osfrvs.


Hvað sagði maðurinn þinn þegar pabbi hans kvartaði yfir að hann færi í vinnuna?

ugly | 27. júl. '16, kl: 14:07:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hann var ekki sáttur en hann elskar pabba sinn auðvitað og vorkennir honum og vinnur bara minna núna. Við vorkennum honum bæði og reynum mjög að láta þetta ganga en það er mjög erfitt. Ég vil heldur alls ekki að pabbi hans byrji að taka þátt i heimilisstörfunum því það er einhvern veginn það eina held ég eða hef á tilfinningunni að varni því að hann barasta flytji inn að halda honum sem gesti.

Allegro | 27. júl. '16, kl: 14:11:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einmitt :)


Eins og svo oft fer að koma önnur mynd á þetta þegar meira fer að koma í ljós. Það er meira en erfitt að sætta sig við og reyna sitt besta og fá síðan bara kvartanir og óánægju í staðin.



elinnet | 27. júl. '16, kl: 15:07:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þá verður þú að vera tilbúin með e-a setningu. Væri betra að upplýsa manninn þinn fyrirfram.
"Nei ég er ekki vond, ég vil bara fá að ráða hvað ég horfi á heima hjá mér, ég get ekki farið e-ð annað til að horfa á það sem ég vil horfa á". "Þú ert að sjálfsögðu velkominn hingað, en það verður að vera á okkar forsendum"


Ef manninum þínum finnst þetta pínlegt, þá verður hann að búa sig undir að pabbi hans geti verið að eyðileggja sambandið ykkar. Spurning hvort honum finnist pínlegra. Sorrý að ég hljóma kannski hvöss, stundum þarf maður bara að taka hlutina í sínar hendur. 

ingbó | 27. júl. '16, kl: 17:21:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei, kröfuharkan er ekki að drepa þig. Mér finnst þú hafa sýnt talsverða þolinmæði og við skulum hafa í huga að um er að ræða fullorðinn mann. Ég og maðurinn minn höfum bæði upplifað móðurmissi og að feður okkar standi einir eftir. Vissulega er sjálfsagt að sýna hluttekningu og stundum þurfa fjölskyldumeðlimir meira hver á öðrum að halda fyrst á eftir en yfirleitt er nú best að lífið komist í svipaðar skorður og áður sem fyrst eftir andlát. Og maðurinn á bara ekkert með að rústa heimilislífi þínu svona. Ég sjálf gæti aldrei þolað svona aðstæður og efast stórlega um að ég hefði haldið þetta út í 2 mánuði. Stattu bara með sjálfri þér og gerðu manninum þínum ljóst að hann verður að tala við pabba sinn og leiða honum þetta fyrir sjónir. Gangi ykkur vel.

ugly | 27. júl. '16, kl: 17:46:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir að segja þetta, kannski gerir fólk sér ekki alveg grein fyrir hvað þetta er mikil röskun. Ég býð ættingjum utan af landi að gista hjá okkur eins og ég get og þau hjónin gistu auðvitað hjá okkur áður en um það var rætt fyrirfram. Ég gat gert ráðstafanir en núna kannski kem ég heim af kvöldvakt og maðurinn er bara mættur. Ég get ekki boðið vinkonu heim því hann er þarna alltaf. Við getum ekki farið út því þá erum við að skilja hann eftir. Hann er ekkert farlama grátandi gamalmenni heldur fullfrískur sjötugur maður sem tekur sitt pláss og tekur bara sína heimarútínu með sér til okkar og heldur bara áfram með hana þar. Ég hef einmitt ekkert sagt þangað til núna af því ég skil að þetta er erfitt en ég held að þetta sé ekki normalt og ekki í lagi. Það eru mörk sem hefur verið stigið yfir en af ótta við að vera hex eins og einhver sagði hérna hef ég bara kyngt óþægindunum en finn hvernig ég er orðin pirruð út í manninn minn eins og þetta sé honum að kenna. Þetta hefur slæm áhrif. Ég ætla að ræða við hann í kvöld og biðja hann um að tala við pabba sinn um mörk og að hann hafi mig með í ráðum um hentugleika.

sigmabeta | 27. júl. '16, kl: 22:10:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér finnst rosalega yfirgengilegt að maðurinn skuli hertaka stofuna og sjónvarpið og hafa komið því í kring að sonur hans minnki við sig vinnu og þið megið ekki fara út að borða eða í bíó því þá eruð þið að skilja hann eftir.

ugly | 27. júl. '16, kl: 22:36:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi umræða hljómar kannski eins og við eða ég sé algjör eigingirnispúki sem er ófær um að sýna samúð en við erum virkilega að reyna að styðja við hann og hlúa. Það er bara svo erfitt að halda í mörkin þegar um er að ræða fólk sem á erfitt með að skilja þau eða sjá þau. Við viljum ekki særa hann en viljum samt fá að lifa. Við reyndum margoft að fá þau til að flytja í bæinn áður en Tm mín dó svo við gætum betur stutt við þau og hitt þau oftar en nú finnst mér þetta vera of mikil umgengni. Hann er frekur en alls ekki vond manneskja, hann er bara ráðvilltur og einmana og er búinn að yfirfæra líf sitt á son sinn í staðinn fyrir konuna sína sem hann var ákaflega góður við. Maðurinn minn talaði við hann og bað hann um að gefa okkur fyrirvara héðan í frá og athuga með hentugleika og ég verð bara að reyna höndla þessi þrengsl betur.

Rós 56 | 27. júl. '16, kl: 20:35:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur tengdó ekki bara haft heyrnatól á meðan þú ert að læra?

Dalía 1979 | 27. júl. '16, kl: 13:56:31 | Svara | Er.is | 1

þú talar um að það séu tveir mánuðir þetta tekur tíma...hann greinilega er einmana

ugly | 27. júl. '16, kl: 14:01:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já örugglega og skiljanlega en við erum bæði vinnandi manneskjur með allskonar skyldur og kröfur og heimilið okkar er okkar skjól og það hefur ekki verið það mjög lengi. Það er líklega engin töfralausn fyrir mig býst ég við nema að setja íbúðina á sölu og kaupa stærri eða skilja við manninn. Það var samt gott að pústa þessu.

Dalía 1979 | 27. júl. '16, kl: 14:05:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta tekur á fjölskilduna og fjölskildu lífið enn tengdapabbi þinn á eftir að átta sig á þessari stöðu sem hann er kominn í og halda áfram með líf sitt það tekur tíma sat einmitt uppi með föður minn í tima og ótima enn gekk yfir á nokkrum mánuðum þar til hann sá að hann yrði að halda áfram einn

ugly | 27. júl. '16, kl: 14:14:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég býst við að á endanum gerist það, en það er þannig með þeirra fjölskylduvæp, kannski asnalega orðað, að þau létu alltaf eins og þau ættu sérstakt tilkall til hans af því hann er einkabarn. Eins og hann bæri sérstakar skyldur til þeirra. Já mér finnst hann almennt frekur maðurinn og hef alltaf fundist og samúð mín með honum breytir því ekkert og sorgin hefur ekkert breytt því né lagað. Maðurinn minn hefur einhvern veginn alltaf verið skyldugur að hlaupa til og æða af stað til að hjálpa eða bjarga. Ég hef ekkert sagt um það enda fullsjálfbjarga manneskja og hef litið svo á að það sé ekki mitt að breyta eða stjórna því en nú hefur þetta vandamál yfirtekið heimili mitt og það er allt annað.

Venja | 27. júl. '16, kl: 14:17:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski er kjarni málsins meðvirkni mannsins þíns, hefurðu prófað að tala við hann um þetta? Furðulegt líka að pabbinn átti sig ekki á að sonur hans er líka að vinna úr sorg...

ugly | 27. júl. '16, kl: 14:21:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er alinn upp við þetta viðhorf. Ég hef stundum minnst á meðvirkni sem vandamál en hann hefur ekkert gert í því held ég enda er þetta viðkvæmt mál sem ég hef ekki viljað hræra meira í.

Venja | 27. júl. '16, kl: 14:27:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

meðvirk með meðvirkninni ;)  Meðvirkni er oftast viðkvæmt mál og mjög líklegt að hann fari í vörn. Kannski geturu dregið hann með þér á fund (bara prófa einn til að byrja með) og séð hvað hann segir

LaRose | 1. ágú. '16, kl: 09:45:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég skil þig of vel, tengdapabbi minn var svona...fyrir utan að hann var ekki góður við konuna sína.

Allt lífið snerist um hans þarfir; aðrir höfðu engar þarfir. Sjúklega frekur og var alltaf snöggur í fórnarlambahlutverkið ef einhver setti honum mörk (eins og mér heyrist þessi maður gera).

Þið þurfið að setja mörk. Það er erfitt en maðurinn þinn verður að gera það. Hann er eflaust vel þjálfaður í að hlaupa á eftir hverju gelti sem kemur frá pabba sínum.

Tengdapabbi minn bjó ekki nálægt okkur en hringdi þeim mun oftar og kom með allskonar kröfur endalaust. Ég var mjög hrædd um að hjónabandið myndi eyðileggjast ef hann væri svo nálægt að hann gæti droppað við endalaust. Hann hefði verið hjá okkur daglega að láta snúast í kringum sig og vera með vesen.

Svona getur eyðilagt hjónabönd og ekki minnst meðvirknin í manninum þínum.

Allegro | 27. júl. '16, kl: 14:23:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það hjálpar alltaf mikið ef þú og maki þinn eruð ca á sömu línu. Þvi mundi ég halda að það sé mikilvægt fyrir ykkur tvö að ræða þetta í góðu tómi. Finna nákvæmlega hvar þið standið og finna síðan sameiginlegan skylning, flöt og hugsanlegar lausnir á málinu.
Síðan ræða við tengdapabba í góðu. Annað hvort þið bæði eða bara sonur hans. Það hjálpar að vita nákvæmlega hvað tengdapabbi þinn er að hugsa og þó hann sé ekkert farinn að plana þá vitið þið a.m.k að kannski þurfi að ýta á hann. 
Eins og þú lýsir líðan ykkar allra þá finnst mér alveg kominn tími á að vinna að því að fá betri rútínu í líf ykkar. Tengdapabbi þinn þarf líka að leggja sitt af mörkum í málinu.

passoa | 28. júl. '16, kl: 20:11:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

2 mánuðir eru ekki mjög langur tími....


En að stinga upp á að hann fái sér kött eða hund? :p

ugly | 31. júl. '16, kl: 01:45:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já við erum búin að því líka, búin að finna bæði hund og kött fyrir hann sem hann segist ætla að íhuga en ég veit ekki hvort hann gerir það í alvöru.

Myken | 27. júl. '16, kl: 14:34:28 | Svara | Er.is | 1

góð hugmynd hja Brindísi að stinga upp á að hann flytji nær ykkur

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

ræma | 27. júl. '16, kl: 16:27:06 | Svara | Er.is | 4

En af hverju þurfið þið að vera í einhverju rosa gestgjafa hlutverki þó að hann komi til ykkar?
Hann er náinn fjölskyldumeðlimur og getur alveg hjálpað til við grillið eða annað.
En common ekki vera algjört hex við feðgana þetta er bara tímabundið og mun breytast þegar hann jafnar sig en hann þarf allan ykkar stuðning.
Settu þig aðeins í hans spor.

sigmabeta | 27. júl. '16, kl: 20:21:14 | Svara | Er.is | 7

Ég skil vel að aumingja maðurinn hafi það erfitt og þurfi samúð og tillitssemi. En ég skil þig líka að vilja að þín mörk séu meira virt. Maður vill nefnilega vera til staðar og hliðra til fyrir fólk í erfiðleikum en maður vill ekki að mörk manns séu ítrekað vanvirt og það sé álitið sjálfsagt mál.

Ég veit ekki hvort það er sambærilegt en ég átti þunglyndan maka sem tókst að sannfæra mig um að hans þarfir gengju fyrir mínum, alltaf. Og ekki vildi ég vera "hex" við veikan manninn. Ég verð ennþá uppgefin þegar ég hugsa til baka.

Ég tek undir með þeim sem stinga upp á að fá aðstoð vegna meðvirkni. Öll viljum við jú vera til staðar og aðstoða og styðja. En okkar eigin mörk eru ekkert aukaatriði fyrir því.

fálkaorðan | 28. júl. '16, kl: 09:13:17 | Svara | Er.is | 8

Æ vá ég renndi lauslega yfir þráðinn og það er verið að ráðleggja þér svakalega meðvirkni.

Þetta er ekki góð staða, þetta er ekki gott fyrir ykkur, ekki fyrir sambandið, vinnuna ykkar og námið, þetta er heldur ekkert gott fyrir hann.

Auðvitað er pláss fyrir fullt af þolinmæði en þetta er bara fáránlegt.

Ég mindi hrienlega setja afarkosti, annaðhvort verði manninum sett mörk eða þú farir (tímabundið) án gríns. Þetta mun eiðileggja sambandið ykkar.

Taliði við hann, verið hreinskilin, setjið mörk. Bannið, setjið reglur. Það er ekkert eðlilegt við það að maðurinn birtist óboðinn og leggjist upp í marga daga oft í röð.

Og já hann á eftir að verða sár alveg sama hversu varlega þið farið að honum, farið samt varlega og kurteyst í hlutina ykkar vegna.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Brindisi | 29. júl. '16, kl: 09:14:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

er ufsilontakkinn þinn ónýtur?

fálkaorðan | 29. júl. '16, kl: 21:52:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þú lest fyrstu línuna án þess að vera með prik í rassgatinu þá kemstu að því.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Brindisi | 30. júl. '16, kl: 20:29:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

gæti bilað bara stundum

Herra Lampi | 30. júl. '16, kl: 04:10:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

sammála.eins er fólk að segja "gefðu honum meiri tíma"
og hversu langann tíma er þá normal að einhver ryðjist heim til manns og taki yfir.? er það 5 mánuðir? ár? þangað til maður er í vandræðum með vinnuna?

____________________________________________
I am the king of lamps and curtains.

**The lamp will light your way to safety.**

"An apple a day will keep anyone away if you throw it hard enough." Stephen Colbert
If you think anyone is sane you just don't know enough about them.

"ég myndi ekki láta einhvern "líta eftir" dýrinu mínu í tvær vikur. Þannig gerir maður við pottaplöntur" - Andý

Á 3 fallega lampa <3

fálkaorðan | 30. júl. '16, kl: 19:39:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er alveg hægt að gefa fullt af tíma og setja mörk í leiðinni. Svona er ekki eðlilegt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Petrís | 31. júl. '16, kl: 01:53:26 | Svara | Er.is | 4

Ég er búin að lesa alla umræðuna og sumir hérna eru alveg með rugluna. Jú auðvitað er erfitt að missa maka en að leggjast upp á ættingja í kjölfarið er ekki eðlilegt það er á hreinu, Eruð þið ekki að syrgja líka, var þetta ekki móðir mannsins þíns og tengdamóðir þín. Eigið þið bara að ýta því til hliðar svo hann geti verið prímadonna. Þú kona þarft að setja mörk, það er í lagi að heimsækja fólk en ekki setjast upp á það og alls ekki þegar það er veikt í þokkabót, hvað er það? 
Það er augljóslega ætlast til að þið stundið vinnu, nám og dílið við heljarinnar sorg á sama tíma og þið eruð með gestinn endalausa sem ekki má líta af þó hann sé að öllu leyti frískur.  Jahérna.

Gulleggið
Venja | 1. ágú. '16, kl: 07:45:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Lastu allan þráðinn áður en þú skrifaðir þetta? Ég var með svipaða pælingu og þú áður en frekari upplýsingar komu fram

SantanaSmythe | 1. ágú. '16, kl: 08:47:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvaða rugl er þetta í þér kona?, auðvitað á karl greyið að taka yfir heimilinu!

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

Gulleggið | 1. ágú. '16, kl: 12:51:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei viðurkenni að ég las ekki allan þráðinn. Las upphafsinnleggin :/

Venja | 1. ágú. '16, kl: 13:09:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Myndin er þónokkuð öðruvísi ef maður les allan þráðinn ;)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47854 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, tinnzy123, Hr Tölva, Kristler, annarut123, paulobrien, Bland.is, Paul O'Brien