Eru allir jafnir? Biblíusögur!

Bwitch | 17. jan. '05, kl: 23:25:21 | 1367 | Svara | Er.is | 0

Sonur minn, sem er fimm ára, hefur mikinn áhuga á Biblíunni. Ég gaf honum Biblíu í jólagjöf og ákvað að vera dugleg að lesa fyrir hann upp úr þeirri bók. Erum ekki enn byrjuð....en ég er byrjuð á bók sem ég fékk lánaða frá stórgóðri vinkonu minn sem heitir Biblíusögur (minnir mig). Þetta eru sem sagt sögurnar úr Biblíunni í tímaröð (en eins og flestir vita þá gerist Biblían ekki í tímaröð) og svo eru þær skrifaðar fyrir börn og með fínum myndum og alles.

Ég er trúuð manneskja og ég signi strákana mína áður en ég fer að sofa og þegar ég klæði þá í nærbol - en þessi bók fékk mig til að efast. Ég efast ekki um að það sé til eitthvað almáttugt þarna uppi einhvers staðar (finnst gott að trúa því) en ég efast um að þetta almáttuga sé Guðinn í Biblíunni! Ég er nú ekki komin ýkja langt - er enn í gamla testamentinu en hingað til þá er Guð búinn að reka Adam og Evu úr aldingarðinum, búinn að láta flæða yfir alla nema Nóa og lið hans í örkinni og búið er að drepa alla í borginni Sódómu nema Lot og fjölskyldu hans sem var vöruð við af englum (en íbúar Sódómu voru trúlausir). Og í lok kaflans um Sódómu stóð: Við getum lært góða lexíu af þessu atviki. Það sýnir að Guð bjargar þeim sem hlýða honum en þeir sem hlýða honum ekki munu týna lífinu. Nota bene ég er aðeins komin á bls. 20!

Ekki nóg með þessar hörmungar heldur er talað um að Guð haldi frekar upp á annan dreng en hinn! Það er alltaf einhver í uppáhaldi - hvað varð um að allir eru jafnir?? Einnig fannst mér sagan um Dínu mjög áhugaverð, en Jakob var faðir hennar. Hún eignaðist vinkonur sem voru ekki trúaðar og blablabla....í lokin stendur: Hvers vegna byrjuðu öll þessi vandræði? Vegna þess að Dína leitaði sér að vinum meðal fólks sem hlýddi ekki lögum Guðs. Slíka vini viljum við ekki eignast, eða hvað finnst þér? ...og sonur minn sagði hátt og skýrt: Nei, mamma, það viljum við sko ekki! Næsti kafli heitir Bræður Jósefs hata hann! Já, syni mínum finnst þessi bók einstaklega skemmtileg enda er þessi bók mjög ólík þeim bókum sem ég hef lesið fyrir hann.

Æi, mér finnst þetta einum of! Ég vil kenna börnunum mínum að allir séu jafnir. Enginn er betri en einhver annar. Ég vil líka að börnin mín vita að ég mun alltaf elska þá jafnvel þótt að þeir geri eitthvað af sér. Ég er að hugsa um hvort að ég eigi að halda áfram að lesa þessa bók eða hvort að við förum aftur í að lesa um Benedikt búálf eða eitthvað þvíumlíkt! Mér líður sennilega betur....


 

Ráðfríður Rugludolla | 17. jan. '05, kl: 23:31:03 | Svara | Er.is | 0

ó hvað ég er sammála þér ;-)

er líka trúuð, en hef samt ekki viljað halda bíblíusögunum að börnunum mínum, hef að vísu "plokkað" úr nokkrar sem mér finnst í lagi!
mér finnst bara erfitt að skíra út fyrir litlum krökkum að það sé til Guð og Jesú, en samt eigi maður ekkert að trúa því sem stendur í Bíblíunni ;-)

*komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig*

micro | 17. jan. '05, kl: 23:35:31 | Svara | Er.is | 0

ég byrjaði á sínum tíma að glugga aðeins í biblíu og mér blöskraði gjörsamlega, þessi guð var bara hefnigjarn og drottnunargjarn, trúin á að snúa um fyrirgefningu en biblían boðar það engann veginn, enda er ég ekki trúuð og mun aldrei trúa á þetta kjaftæði. enda myndi ég heldur aldrei velja það að trúa á þennan guð sem er fullur blóðþorsta og hefnigirni,
t.d. hann laug að Adam og Evu, sagði að þau myndu deyja ef þau myndi éta af skilningstrénu, en það var lygi, þau öðluðust skilning á lífinu, og þá varð guð reiður og rak þau burt, t.d. í biblíunni stendur að í staðin fyrir að óhlýðnast hafi guð sagt að konan ætti að þjást við að eiga börn ofl.
hann útilokaði ljósengilinn Lúcifer, því hann vildi ekki hneigja sig fyrir manni.
hann hefur drepið fullt af fólk, en allt í nafni trúarinnar. þetta er bara svo ógeðsleg lesning að ég skil ekki stundum hvernig fólk getur trúað á þetta.

Bwitch | 17. jan. '05, kl: 23:37:31 | Svara | Er.is | 0

Ég á svakalega erfitt með að lesa þessar sögur og mér finnst trúin mín dofna til muna. Ég hef þó aldrei farið í kirkju að ráði, en finnst það huggun að spjalla við ,,kallinn" á kvöldin áður en ég fer að sofa.

maur | 17. jan. '05, kl: 23:37:58 | Svara | Er.is | 0

Haltu áfram að lesa, nýja testamentið er bók hinna kristnu, það gamla er rit gyðinga.

Það eru miklu fallegri sögur í nýja testamentinu :)

Og með það að trúa á bókstafinn, segðu þeim að þetta séu dæmisögur, nokkurskonar ævintýri og að þeim skuli ekki taka bókstaflega. Biblían er eins og ljóð. Hver hefur sína túlkun.

Annars er ég hundheiðin svo það er kannski ekki í mínum verkahring að vera að ráðleggja í sambandi við þetta :þ

kv. ráða-maur

learning | 17. jan. '05, kl: 23:41:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hafið þið velt fyrir ykkur að fara á Alfa ???
Alveg brilliant námskeið sem svarar held ég bara öllum spurningum sem brenna á manni.

Sendið skiló ef þið viljið vita meir. :)

Bwitch | 17. jan. '05, kl: 23:41:01 | Svara | Er.is | 0

Já það er rétt....spurning um að skella sér beint í nýja testamentið!

Ég er ekki að troða neinni trú upp á son minn, heldur vildi ég nýta tækifærið til að sýna honum þessa trú á meðan áhugi er. Sama gerði ég þegar hann fékk áhuga á sérstökum dýrum. Reyna að ýta undir áhuga hjá honum. Skiptir mig engu máli hvort að það séu Biblíusögur eða sögur um álfa....

Roo | 17. jan. '05, kl: 23:44:04 | Svara | Er.is | 0

Veistu að ég hef aldrei getað fellt mig við margt af því sem stendur í gamla testamenntinu, því það boðar grimman Guð sem fyrirgefur ekki, minnir mig frekar á mafíósa en algóðan guð.

Estro | 17. jan. '05, kl: 23:50:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Bíblían hefur verið skrifuð svo oft að hún hefur afbakast með tímanum, mikið vildi ég geta náð í frumritið!

ZUMBA ZUMBA ZUMBA

** ♥ WorldClass♥ **

Bwitch | 17. jan. '05, kl: 23:47:09 | Svara | Er.is | 0

Mafíósa! Já, það er góð líking! En einum of ,,soft" kannski....mér finnst hann vera eins og Hitler sjálfur bara! Svo þegar ég er að lesa þessar sögur þá stoppa ég og útskýri fyrir syni mínum að þetta sé ekki rétt og blablabla...greyið strákurinn!

Fanney79 | 17. jan. '05, kl: 23:54:34 | Svara | Er.is | 0

Vá hvað ég er sammála þér með biblíuna!
Ég efaðist í mörg ár að guð væri til, þangað til að einhver benti mér á að guð væri ekki endilega eins og stendur í biblíunni, heldur er hann algóður og býr í hjarta hvers manns, ég er ekki mjög trúuð, en mér finnst fallegt að vita af því að það er einhver algóður í hjarta manns:)
Þessi sem er í biblíunni er ekki algóður, og svo stenst biblían bara alls ekki, bara t.d þá eignuðust Adam og Eva 2 syni sem drápu svo hvern annan, hver var þá eftir í heiminum til að segja frá??

♥ Kær kveðja ♥
♥ Fanney79 ♥

Forsetinn | 18. jan. '05, kl: 06:48:26 | Svara | Er.is | 0

Úff, gamla testamentið er hrikalegt! Eða það finnst mér. Mér sárnar að sjá svona afbökun á Guði. Guð er algóður og allt elskandi.

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 08:41:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rómverjar ritskoðuðu líka Biblíuna í tætlur og hentu því út sem þeim fannst mega missa sín og ekki tók betra við þegar kirkjan komst í málin!

maur | 18. jan. '05, kl: 08:48:08 | Svara | Er.is | 0

Skippaðu bara yfir gamla testamentið, það nýja er hvort sem er þín bók.

Elvíra | 18. jan. '05, kl: 08:48:09 | Svara | Er.is | 0

Hef verið í nákvæmlega sömu sporum og þú, en maður á bara alveg að skippa gamla testamentinu, það er enginn miskunnsamur guð sem er þar á ferðinni, heldur eitthvað refsiglatt skrímsli.


Mínir eiga barnabíblíuna og ég byrjaði að lesa og hætti svo snarlega við. Kannski fer ég að lesa úr nýja testamentishlutanum bráðum.

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 08:50:41 | Svara | Er.is | 0

Hugsa sér að það skuli vera til fólk sem trúir hverju orði í biblíunni...mér finnst það ekkert smá skrýtið!

Nótt | 18. jan. '05, kl: 08:54:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

folk er svo mismunandi.en þú ert mjög leitandi sál og þroskuð

kv nótt

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 08:56:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk! Það fer reyndar alveg eftir hvar ég er stödd í tíðahringnum hvort ég er þroskuð sál eða ekki sko ;)

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 08:52:06 | Svara | Er.is | 0

Er ekki sagt að það hafi einu sinni verið kafli um endurholdgun í biblíunni en hann hafi verið tekinn út?

jazzmine | 18. jan. '05, kl: 09:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég myndi einmitt ráðleggja þeim sem vilja lesa biblíuna að byrja á nýja testamentinu.... það þýðir lítið að lesa gamla testamentið án þess að hafa einhvern þekkingargrunn um þessa daga, þá meina ég helst með eins og mósebækurnar og fram að Davíðssálmum.... Nýja testamentið talar mikið meira inn í daglegt líf.....
og tek undir það sem ein stakk upp á með alfa námskeið, ég hef einmitt farið og það er frábært því þar getur maður lært og spurt eins og maður vill.
kveðja, ALDA :o)

Geller | 18. jan. '05, kl: 10:07:24 | Svara | Er.is | 0

Gamlatestamentið er þegar lögmálið ríkti - nýja er eftir lögmálið!
Gamlatestamentið er allt fullt af reglum og þess háttar en engu að síður er þetta góð lestning því það kennir manni að lifa rétt!
En þegar maður er að byrja að lesa Biblíuna er gott að byrja á Nýjatestamentinu og kanski davíðsálmunum og orðskviðunum.
Svo er ótrúlega gaman og gott að skella sér á Alfa námskeið það svara því sem maður þarf svör við. Mæli með slíku námskeiði

micro | 18. jan. '05, kl: 10:10:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

smá spurning, hvað nákvæmlega í gamla testamentinu kennir manni að lifa rétt?? það sé semsagt rétt að ljúga, hefna sín, drepa, og gera það sem maður vill án þess að pæla í áhrifunum sem það hefur á fólk í kringum sig, bara svona pæling því ég hélt að maður ætti að líta upp til guðs.

learning | 18. jan. '05, kl: 11:01:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda eigum við ekki að fara eftir gamla testamentinu !!
Það er nýja sem gildir í dag.

Mynni aftur á Alfa námskeið sem eru í mjög mörgum kirkjum.
Ótrúlega gott námskeið sem svarar öllum manns spurningu,-.

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 11:02:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En t.d. Gyðingar fara bara eftir gamla testamentinu er það ekki?

maur | 18. jan. '05, kl: 11:05:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú. Ég held nú samt að þetta "við" hjá henni hafi átt að vísa til lútherstrúarmanna, enda eru flestir íslendingar þeirrar trúar. Eru ekki hvað... 93% þjóðarinnar í þjóðkirkjunni? Eða voru þau 97?

Grjona | 18. jan. '05, kl: 13:21:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og er maður þá nokkuð hissa á því hvernig þeir eru?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

micro | 18. jan. '05, kl: 11:03:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var nú bara að spyrja Geller að því hvað akkurat í gamla testamentinu kennir manni að lifa rétt, því hún sagði að það væri góð lesning því það kennir manni að lifa rétt. ég skil það ekki því ekki get ég tekið hegðun þessari guðs til fyrirmyndar ef ég á að lifa góðu lífi.
Hins vegar er ég trúlaus, gæti engann veginn trúað á svona kjaftæði.

salt | 18. jan. '05, kl: 11:17:16 | Svara | Er.is | 0

Afhverju eruð þið í þjóðkirkjunni stelpur? Vitiði ekki að Biblían er trúarbók þjóðkirkjunnar (og reyndar allra Kristinna manna) Afhverju segið þið ykkur ekki úr þjóðkirkjunni og stofnið ykkar eigin trúflokk. það er sko alveg hægt. Getið meira að segja skrifað ykkar eigin biblíu/trúbók. þá getiði hætt að pirra ykkur svona yfir Biblíunni og þessum vonda Guði.

Hvernig finnst ykkur Guð múslima? er hann líka vondur Hitler, lygari og morðingi? Nei, fyrirgefiði, þið eruð svo fordómalausar að þið mynduð aldrei segja svo ljótt um trú múslima, er það nokkuð?

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 11:18:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég trúi á Guð en ekki biblíuna ;)

salt | 18. jan. '05, kl: 12:03:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok, skil það vel. Það er trúfrelsi líka. En ég var að meina, af hverju ertu þá í þjóðkirkjunni (það er ef þú ert þar) fyrst þér finnst trúarbók sú sem þjóðkirkjan byggir á, svona ömurleg?

maur | 18. jan. '05, kl: 11:27:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki í þjóðkirkjunni

salt | 18. jan. '05, kl: 12:01:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þessu var beint til þeirra sem eru í þjóðkirkjunni en finnst samt Biblían og sá Guð sem í henni opinberar sig, ömurleg bók.

Forsetinn | 18. jan. '05, kl: 12:05:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að fólk hafi aðallega verið að tala um G.T.. Lútherstrúin boðar ekki G.T. heldur N.T.

salt | 18. jan. '05, kl: 12:10:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú, það er rétt. En það er sami Guð í G.T og N.T. En gamla lögmálið er uppfyllt í hinum nýja sáttmála með krossfestingu Jesú Krists. Þessi vondi Guð í G.T, sem sumar tala um, kallaði Jesús Kristur algóðan faðir, ekki gleyma því.

Forsetinn | 18. jan. '05, kl: 12:20:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gleymi því ekki :)
Ég trúi því hinsvegar ekki að guð sé og hafi nokkurn tíman verið hefnigjarn. Ég trúi því að öfl sem eru ekki frá Guði komin séu hefnigjörn. Þau öfl má síðan kalla hvað sem er, sjálfshyggju/egó/djöfulinn og öll þau nöfn sem hann ber.

Mín túlkun á GT er frekar á þá leið að fólk verði að passa gjörðir sínar, hugsanir og anda til að sjálfshyggjan nái ekki tökum á þeim. Ég túlka þetta ekki þannig að Guð muni snúa bakinu við fólki sem breytir rangt og hefni sín. Ég held ekki að Guð hafi breyst í gegnum aldirnar en hann sendi Jesú til að sýna og kenna fólki að Guð er kærleikurinn en ekki hefnd.

micro | 18. jan. '05, kl: 11:31:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eina ástæðan fyrir því t.d. að ég lét skíra son minn og koma honum inn í þjóðkirkjuna var útaf því að maðurinn minn er trúaður, og þetta var bara samið um á milli okkar,
sjálf stíg ég ekki fæti inn í kirkju nema tilneidd, því mér finnst annað hræsni.

salt | 18. jan. '05, kl: 12:07:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú ert samkvæm sjálfri þér og því sem þú trúir. Skil eiginlega ekki af hverju meirihluti íslendinga hefur ekki fyrir löngu síðan stofnað nýjan trúflokk.

Forsetinn | 18. jan. '05, kl: 12:08:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar er ég sammála þér!

micro | 18. jan. '05, kl: 12:13:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gæti kannski verið útaf því að sumir vilja bara hreinlega ekki vera í trúflokk, ég lifi fínu lífi og myndi ekki vilja breyta því, þó ég sé trúlaus og tilheyri engum trúarflokki :)
en samt finnst mér margt heillandi í sambandi við svona trúardót :) t.d. finnst mér Búddha trúin heillandi (aðallega fyrir það að maður er ekki að trúa á einhvern anda) svo finnst mér t.d. wicca heillandi (sá hluti sem maður trúir á nátturuna, því hún er til staðar, en ég get ekki trúað á anda og svoleiðis) :)

Forsetinn | 18. jan. '05, kl: 12:21:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Búdda var spámaður guðs, svo þú sleppur ekki þar :)

salt | 18. jan. '05, kl: 22:25:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað vilja sumir ekkert vera í neinum trúflokki. En ég er að segja að ég skil ekki í þessum STÓRA hópi Íslendinga, sem VILL tilheyra einhverri kirkju, er í þjóðkirkjunni, lætur skíra börnin sín þar, ferma unglinganna, giftir sig þar, og lætur jarða sína nánustu þar, en er samt mjög ósátt við trúarrit þessarar kirkju, sem þar tilheyrir, afhverju þessi stóri hópur(og ég er að tala um rosalega stóran hóp, langflesta sem eru í þjóðkirkjunni, já örugglega flesta Íslendinga) afhverju ekki að stofna sinn eigin trúflokk, með presti og trúarbók sem samrímist trú þessa fólks? Og þá þarf allt þetta fólk ekki að vera lengur svona ósátt og pirrað út í sína eigin kirkju, og boðun sinnar eigin kirkju. Finnst þetta eiginlega furðulegt.

Vá, ég vissi ekki að ég gæti skrifað svona í belg og biðu, hehe...

Emma Dís | 19. jan. '05, kl: 10:34:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æ mér er andsk. sama þótt ég sé ekki sammála gildum kirkjunnar...það er bara þægilegt að hafa einn stað sem er samþykktur af öllum að sé viðeigandi til að ferma og skíra og gifta sig og svona..hvað heldurðu að fólk segði ef ég byði fólki í giftingu í einhverjum framúrstefnunýtískusöfnuði sem einhver útí bæ var að stofna? ;)
best að vera bara eins og allir hinir! :D

maur | 19. jan. '05, kl: 14:04:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha, ekki þætti mér nú gaman að lifa ef ég væri alltaf að spá í því hvað öðrum fyndist :D

Elvíra | 18. jan. '05, kl: 11:32:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki í Þjóðkirkjunni...af prinsipp ástæðum. Bæði vegna þess hve ríki mismunar trúfélögum, en líka v þess að mér finnst sá guð sem margir boðberar Þjóðkirkjunnar, tala nú ekki um biskupinn, bara ekki meika sens.

Er í Fríkirkjunni í Rvk. og hennar útlagning á guðsorðinu er meira í takt við mína lífssýn. Fríkirkjan er td töluvert umburðarlyndari en Þjóðkirkjan, þó svo að ekki séu allir prestar í Þjóðkirkjunni eins.

hillapilla | 18. jan. '05, kl: 13:18:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Smá innskot til Dropa :)

Það er reyndar ótrúlegt mál að stofna nýjan trúflokk. Það hefur maðurinn minn reynt og þó að það sé þannig "á pappírnum" þá er ekki nokkur leið að fá þetta í gegn hjá yfirvöldum. Það er endalaust snúið út úr og bullað upp nýjum túlkunum á lögunum varðandi trúflokka til að koma í veg fyrir að þeir verði stofnaðir. Það eru sko ekki allir jafnir á litla Íslandi ;)

salt | 18. jan. '05, kl: 22:28:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í alvöru. Hef nú aldrei reynt þetta sjálf. En ég hélt að það þyrfti bara að tilkynna þetta, gera grein fyrir trúariðkuninni, og hafa einhvern lágmarksfjölda skráðan af meðlimum. Hvað er svona erfitt? Bara forvitin.

hillapilla | 19. jan. '05, kl: 09:01:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það tók tvö ár og niðurstaðan var bull.

Fyrst var umsóknin þeirra send til guðfræðideildar Háskólans og sörpræs, sörpræs, þeir sögðu að þetta væri ekki trúfélag (merkilegt alveg að lútherskur prestaskóli skuli komast að þeirri niðurstöðu). Þegar bent var á að guðfræðideildin væri kannski ekki alveg hlutlaus... þá var samþykkt að fá álit óháðs aðila, Jóns Orms, sem er vel að sér í mörgum trúarbrögðum. Hann skilaði því áliti að þar sem hann sagði að lögin væru ekki nógu skýr varðandi trúfélög og honum þótti eðlilegt að þeir (maðurinn minn og co.) fengju að njóta vafans og stofna þetta trúfélag.

Þá sagði dóms- og kirkjumálaráðuneytið að staðan væri eitt-eitt (!!!) og vildi fá lögfræðing til að ákveða þetta. Sá lögfræðingur hefur alltaf komist að "réttri" niðurstöðu og sagði að lögin hefðu sko verið hugsuð öðruvísi en þau voru skrifuð og sagði að þetta trúfélag gengi ekki. Þann úrskurð lét dóms- og kirkjumálaráðuneytið gilda (duh) og þegar leitað var álits umboðsmanns alþingis á hvort þetta væri eðlileg afgreiðsla málsins þá sagði hann að hann sæi ekki að þetta væri trúfélag (sem var ekki hans hlutverk að ákveða heldur hvort málið hefði fengið eðlilega afgreiðslu) og sleppti því að vinna vinnuna sína.

Eftir tvö ár af þessu bulli nenntu þeir ekki meir og trúfélagið varð aldrei til. Þeir voru annars að þessu til að mótmæla mismunun trúaðra og trúleysingja. Trúaðir fá endurgreiddan hluta af skattinum sínum til trúariðkunar, auk þess sem ríkið heldur uppi þjóðkirkjunni. Trúleysingjar njóta ekki þessara forréttinda.

erlingsköttur | 18. jan. '05, kl: 12:25:37 | Svara | Er.is | 0

trúmál, alltaf jafnviðkvæmt! Biblían er full af þversögnum, og Guð er grimmur, já! Ef fólk vill trúa á eitthvað þá á það að trúa á sjálft sig og allt gott sem til er í heiminum..ef það er nú eitthvað. Ég get ekki séð að það sé til einn né neinn guð, allah, buddha eða whatever, þessi heimur er að fara til helvítis (ef það er þá til, hehe) Þegar ég fékk votta jehóva í heimsókn, þá spurði ég spurninga sem þau gátu ekki svarað, og í staðinn fyrir að koma aftur og aftur (uppáþrengjandi) þá gáfust þau upp, haha!!! annars finnst mér ógeðslega gaman að tala um trúmál, trúleysinginn sjálfur, og gæti skrifað ritgerðir dauðans hérna, en ætla að sleppa því. Mér finnst bara sorglegt að trú er ein af stærstu ástæðum fyrir því að það séu alltaf stríð....doldið ironic!

---------------------------
http://www.zoo-krakow.pl/showimg.php?img=images/3-big/ocelot.jpg&text=ocelot


þykist öðrum þröstum meiri, þenur brjóst og sperrir stél, vill að allur heimur heyri, hvað hann syngur listavel.....
......Undarlegt að enginn skyldi, að því snilldarverki dást.

micro | 18. jan. '05, kl: 12:28:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

akkurat, trú hefur alltaf verið helsta forsenda fyrir stríðum og mörgum illvirkjum, kristna trúin líka.

Forsetinn | 18. jan. '05, kl: 12:29:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei stelpur, ekki trú heldur trúarbrögð, þar er MIKILL munur á!

Forsetinn | 18. jan. '05, kl: 12:28:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorglegt hvað það eru til margir trúleysingjar sem er með trúað fólk á heilanum!

Yrma | 18. jan. '05, kl: 13:05:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er eitt sem fólk áttar sig ekki á, Guð er ekki bara algóður, hann er líka strangur og verður mjög reiður yfir öllu óréttlætinu í heiminum, ekki hissa á að hann skuli verða reiður útí mannfólkið (hvernig við drepum og meiðum aðra alveg endalaust) gamla textamenntið fjallar um reiði Guðs yfir syndum mannanna, en í nýja textam. er talað um hvernig Guð ákveður að fórna syni sínum til þess að taka á sig öll okkar mistök og þannig bæta fyrir syndir okkar, þannig getur Guð fyrirgefið okkur og létt af okkur reiði sinni.

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 13:07:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En Guð gaf mannkyninu líka frjálsan vilja þannig að tæknilega séð getur hann ekki refsað okkur fyrir að nýta okkur þann valkost!

Forsetinn | 18. jan. '05, kl: 13:08:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hættu nú alveg! Og af því að Guð verður svo reiður yfir syndum okkarra þá drepur hann saklaust fólk?

krakkakríli | 18. jan. '05, kl: 13:14:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

KOmdu með dæmi um þversagnir í biblíunni

addags | 26. jan. '05, kl: 17:11:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En finnst ykkur þá ekki furðulegt að þegar maður treystir Guði og biður til hans með eitthvert vandamál, þá yfirleitt leysist það? Og hvert mynduð þið hrópa ef þið væruð í lífshættu, kannski á hriplekum báti út á sjó og brjálaðar öldur út um allt? Ætli þið mynduð ekki hrópa á Guð, hvernig svosem þið skiljið hann? Alveg örugglega ekki á sjálfar ykkur allavega! Ég trúi á algóðan Guð sem leysir mín mál fyrir mig en ég trúi líka á ill öfl í heiminum sem hægt væri að kalla djöfulinn eða eitthvað svoleiðis. Burtséð frá hvernig Guð er skilgreindur í Biblíunni, sem ég er einmitt að lesa núna og finnst Gamla textamentið svolítið óskýrt. Einmitt þess vegna ætla ég á Alfa-námskeið næsta haust, til að leita svara. En ég held að öllum sé hollt og nauðsynlegt að trúa á Guð, hvernig svo sem við skilgreinum hann. Hann getur verið alla vega, eftir því hvernig fólk vill hafa hann.

hljomar | 18. jan. '05, kl: 13:10:28 | Svara | Er.is | 0

Ég er mjög trúuð og el börnin mín upp í kristni en ég hef alltaf litið á og kenni börnum mínum það að Biblían sé bókmenntaverk. Mér finnst fræðslan í sunnudagaskólanum góð því þar er einmitt talað um biblíuna á jákvæðan hátt - ekki dregnar upp þessar myndir sem þú telur hér upp. Ef sonur þinn vill hlusta á þessar sögur þá skaltu hjálpa honum að hlusta á þær með gagnrýnu hugarfari - þetta er enginn sannleikur sem þarna stendur.

Yrma | 18. jan. '05, kl: 13:18:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Guð varð alveg öskureiður yfir gjörðum mannana og þessvegna vildi hann drekkja öllum í Nóaflóðinu, hver er að tala um saklaust fólk? Ef þú stæðir frammi fyrir Guði og hann spyrði þig hvers vegna hann ætti að hleypa þér inní ríki sitt, hvað hefðir þú fram að færa? Hvað hefur þú gert til þess að verðskulda það?

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 13:24:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.bjoddn.com/biblian/


Tékkið á þessu...ekkert smá fyndið!!! :D

Yrma | 18. jan. '05, kl: 13:41:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svolítið einfalt að taka setningar úr samhengi og bera saman !!!! En auðvitað er þetta skrifað af mönnum sem eru að reyna að skilja Guð, ef hægt væri að skilgreina Guð, ja væri hann þá nokkuð meiri en við og næði hann nokkuð útfyrir okkar eigin hugsanir?

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 13:43:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að Guð sé alls staðar og innra með okkur öllum. Fólk er bara í misgóðum tengslum við hann.

Forsetinn | 18. jan. '05, kl: 13:34:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég giska á að þú sért að tala til mín en ekki monulisu.

Ég þekki ekki málavöxtu þeirra sem urðu fyrir syndaflóðinu. Afhverju ertu svona sannfærð um að Guð hafi verið valdurinn að syndaflóðinu?

Hversvegna ætti ég að komast í guðs ríki? Ég er í Guðs ríki í dag! Ég starfa fyrir Guð á hverjum degi, spyr hvað ég geti gert til að verða að gagni fyrir hann og geri það sem ég tel vera rétt gagnvart Guði og meðbræðrum mínum. Daglega skjátlast mér, geri alveg ótrúlega mikið af mistökum.

Hvað hef ég gert til að verðskulda að vera í Guðs ríki? Í stuttu máli gafst ég upp fyrir sjálfshyggjunni og fann mér nýjann vinnuveitanda, GUÐ! Sem ég starfa fyrir daglega og þegar sjálfshyggjan grípur ekki inní, þá hverja mínútu af sólarhringnum.

Ég tel alla verðskulda það, en allir þurfa að leggja eitthvað af mörkum til þess að mínu mati.

Yrma | 18. jan. '05, kl: 13:50:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allir vilja láta Guð vera algóðan og karakterslausan, Guð getur orðið reiður og í gamla tex.vildi hann refsa fólkinu fyrir syndir sínar. Enginn okkar verðskuldar elsku Guðs og að komast inní ríki hans, aðeins vegna friðþægingar Jesú, ekki vegna okkar eigin verka heldur vegna þessa að Guð elskar okkur og ákvað að fyrirgefa okkur og senda Jesúm til þess að friðþægja fyrir syndir okkar, fyrir það fæ ég inngöngu í ríki hans.

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 13:51:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jahá einmitt það...ertu í Krossinum?

Yrma | 18. jan. '05, kl: 13:53:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég er bara í þjóðkirkjunni, mér leiðist gagnrýni fólks á því sem það hefur ekki þekkingu á, það þekkja greinilega fáir hérna biblíusögurnar.

Elvíra | 18. jan. '05, kl: 13:53:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jaaáá....ég set nú ekki = merki milli þess að vera algóður og vera karakterslaus......en þessi guð í gamla tex..hanner nottla bara sikkótískur.

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 13:55:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held líka að Guð refsi ekki fólki af því það er fullfært um að refsa sér sjálft, eins og maður hefur séð fjölmörg dæmi um.

Forsetinn | 18. jan. '05, kl: 13:56:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég skil þig rétt, þá ert þú að segja að enginn eigi skilið að vera elskaður af Guði og að komast í ríki Guðs?

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 13:57:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nema Yrma of course ;)

Yrma | 18. jan. '05, kl: 13:59:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei enginn, ekki einu sinni ég !!!

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 14:02:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá ekki vildi ég vera þú...

Forsetinn | 18. jan. '05, kl: 14:03:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha? Á enginn skilið að vera elskaðu af Guði og vera í Guðs ríki? Þú afsakar að ég skuli spyrja aftur, en ég VERÐ að vera viss um að þú sért að segja rétt frá!

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 14:05:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað segir hún rétt frá, meira að segja þegar hún segir rangt frá! ;)
Þetta er nú bara fyndið :D

Forsetinn | 18. jan. '05, kl: 14:08:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm, ég er þá bara að lifa í tútal sjálfsblekkingu allan daginn, alla daga! Vó, mér sem finnst ég svo elskuð af Guði! Hver veit, kannski er ég einhver alger undantekning.

Yrma | 18. jan. '05, kl: 14:12:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú misskilur Forseti, þú ert vissulega elskuð þótt þú sért það ekki vegna þess hve góð þú ert, Guð elskar líka morðingjann. Þótt hvorugt ykkar eigi það skilið vegna eigin verðleika....

Forsetinn | 18. jan. '05, kl: 14:18:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þú koma þessu rosalega illa frá þér og jafnvel slíta hlutina úr samhengi. Helduru að ég, strang trúuð konan viti ekki að Jesú hafi dáið á krossinum fyrir okkar syndir?
Ok, kannski er ég að misskilja enn meira hérna en segðu mér annað.

".....ekki vegna okkar eigin verka heldur vegna þessa að Guð elskar okkur og ákvað að fyrirgefa okkur og senda Jesúm til þess að friðþægja fyrir syndir okkar, fyrir það fæ ég inngöngu í ríki hans." Það sem þú segjir þarna er að fólk þurfi ekki að hafa fyrir því að lifa í Guðs ríki, jesus died and thats enough!


Er ég þá bara að sóa tíma mínum þegar ég starfa fyrir Guð?

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 14:13:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held að Guð vilji allt fyrir okkur gera, það er bara okkar að vera opin fyrir því sem hann gefur okkur og sjá tækifærin þar sem þau eru. Þessi saga finnst mér vera lýsandi dæmi um það :)

Guðhrædda konan.

Það var mikið flóð og verið var að flytja íbúa þorps nokkurs í burtu, þar sem fjöldi húsa var að fara á kaf. Lögreglumaður réri á bát að heimili guðhræddustu konunnar í þorpinu og sagði: ,,Frú, þú verður að yfirgefa húsið, fólk er að týna lífi sínu vegna flóðanna."

Konan svaraði, ,,Nei, ég ætla ekki að fara, Guð hefur alltaf hjálpað mér og hann mun einnig gera það núna."

Vatnið hélt áfram að rísa og náði að lokum upp á aðra hæð húss hennar. Annar bátur kom að húsinu hennar og stjórnandi hans hrópaði ,,Frú, þú verður að koma um borð í bátinn, annars muntu drukkna!"

Enn svaraði konan, ,,Nei, Guð hefur hjálpað mér í öllum kringumstæðum og hann mun bjarga mér núna.

Og enn reis vatnið, svo mikið að konan varð að fara út um þakglugga og koma sér fyrir á mæni hússins. Eftir litla stund kom þyrla fljúgandi og sveimaði yfir húsinu. Flugmaðurinn kallaði í hátalara þyrlunnar. ,,Frú má ég biðja þig um að klifra um borð, annars muntu drukkna."

Konan saug upp í nefið og kallaði á mót, ,,Guð mun bjarga mér."

En vatnið reis hærra og svo fór að konan drukknaði. Hún fór til himins og þar hitti hún Guð og spurði hann. ,,Hvers vegna bjargaðir þú mér ekki Drottinn?"

Guð svaraði, ,,Hjálpaði ég þér ekki! Ég sendi tvo báta og eina þyrlu en þú þáðir ekki hjálp mína."

Hversu oft skildi það vera þannig að Guð sendir okkur hjálp og við annaðhvort veitum því ekki athygli, eða vanþökkum hjálp hans og skiljum ekki að það sem Guð gefur er það besta sem völ er á fyrir okkur.

Elvíra | 18. jan. '05, kl: 14:04:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úllala..talandi um ströng inntökuskilyrði.. OMG í orðsins fyllstu...:-)

ógó skrítin | 18. jan. '05, kl: 14:05:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú ert að lesa gamla sáttmálann sem er gamla testamentið, ef þú vilt ekki lesa þetta fyrir barnið þitt þá mundi ég fara beint í nýja testamentið því að þar er nýji sáttmálinn, því þegar Jesús dó á krossinum þá dó hann fyrir syndir okkar, þess vegna getum við fengið fyrirgefningu á syndum okkar og Guð elskar okkur sama hvað. og fyrst sonur þinn er svona trúaður þá er um að gera að lesa þetta fyrir hann, bara byrja á nýja testamentinu. ...krúttlegt að heyra að væri tilbúinn að fara eftir því gamla;)

Yrma | 18. jan. '05, kl: 14:08:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einmitt rétt hjá þér, vegna dauða Jesú á krossinum öðlumst við rétt til þess að vera Guðs börn, ekki af eigin verðleikum.

Forsetinn | 18. jan. '05, kl: 14:09:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ðEg var ekki að spyrja þig að því hverju við höfum rétt á eftir krossfestinguna, ég er að tala um almennt! Eigum við skiið að vera elskuð af Guði eða ekki?

Yrma | 18. jan. '05, kl: 14:15:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú misskilur Forseti, þú ert vissulega elskuð þótt þú sért það ekki vegna þess hve góð þú ert, Guð elskar líka morðingjann. Þótt hvorugt ykkar eigi það skilið vegna eigin verðleika....

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 14:17:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

luvvvly...sniðugt að líkja fólki við morðingja!

Forsetinn | 18. jan. '05, kl: 14:19:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Morðingjar eru líka Fólk! (hljómar þetta kannski eins og slagorð einhverrar baráttusamtaka?)

Emma Dís | 18. jan. '05, kl: 14:20:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður verður náttla að hafa húmor fyrir þessu! ;)

Mithril | 18. jan. '05, kl: 15:30:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Látið ekki sonna stelpur ... íslendingar eru meira og minna hálfheiðingjar upp til hópa ;) ... trúum á álfa , huldufólk og álagableggi , stundum miðilsfundi. Frá því að við vorum neydd á sínum tíma til að taka upp kristna trú höfum við verið að blóta bakvið tjöldin þó ekki séum við endilega að trúa á þrumuguði hehehe ... Málið er að einhvernvegin nær þessi trúarhiti ekki inn fyrir okkar hjarta sem enn veit að það er náttúran sem blivar og þar höfðu indjánar t.d. nokkuð flotta trú. Virðing fyrir því sem við lifum á og það sem veitir okkur mat í mallann. Kristni er ágæt sem slík og ég átti mína barnatrú en því miður hefur ansi margt skyggt á það eftir því sem maður sá að ef það var einhver allvitur Guð þá hefur hann eflaust fyrir löngu síðan tekið að sér aðra plánetu ;)

Kv. Mithril

Nezza | 18. jan. '05, kl: 21:36:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki hvort það er búið að koma inn á þetta, hafði ekki tíma til að lesa yfir öll svörin en ég var að velta fyrir mér þessu í sambandi við það sem kom fram í byrjun. Að fólk sé ekki jafn fyrir guði (allavega þarna í biblíusögunum) Hvað finnst ykkur þá um aðra trú. Erum við ekki alltaf að hneyklast á Islamstrú og því öllu. Þar eru heldur ekki allir jafnir fyrir sínum Guði, allavega í iðuninni, hef ekki lesið kóraninn og þeirra ritingar.
En ég held að Kristna trúin sé ekki eins æðisleg og yfir aðrar trúr hafnar eins og oft er reynt að halda fram- allavega hér á vesturlöndum!

Vildi bara minnast á þetta.

Kveðja

Kv. Nezza ღ

Yrma | 18. jan. '05, kl: 23:12:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mennirnir eru ófullkomnir og við dæmum trúarbrögðin eftir því. Ein trúarbrögð eru sennilega ekki betri en önnur, hver veit , kanski eru allir í raun að biðja til hins sama Guðs? En eitt tel ég að sé víst, flest trúarbrögð kenna að þú þurfir að leggja þig fram og keppa eftir fullkomnun af öllum þínum mætti og ná þannig stig af stigi að komast til "himnaríkis" Ég veit um sögu af búddamúnk sem fann fyrir ófullkomleika sínum og var mjög vonlaus með að sér tækist þetta, varð mjög fegin að frétta af "kristinni trú" sem sagði að búið væri að vinna verkið fyrir hann og að hans væri bara að þiggja. Engin önnur trúarbrögð segja mönnum þau gleðitíðindi....

Forsetinn | 19. jan. '05, kl: 10:40:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara að þiggja? ég hélt að trú án starfs væri dauð?

learning | 19. jan. '05, kl: 14:03:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stelpur !! Þið komið bara allar á Alfa námskeið, þar getiði spurt & rökrætt eins & þið viljið & fáið svör við öllum ykkar spurningum!
Alfa er brilliant & svarar einmitt þessum spurningum sem þið eruð allar að koma með.

Læt 2 linka fylgja með.
Allt sem þið viljið vita um Alfa = http://alfa.is/index.htm &
Kirkjan sem ég ætla á Alfa hjá, þið bara komið allar með mér ;) www.kefas.is/kefas/frettir/frettatemplate.php?id=46

Forsetinn | 19. jan. '05, kl: 14:17:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kemst ekki þannig að ég VERÐ að kaffæra ykkur hérna með spurningum :)

Yrma | 19. jan. '05, kl: 22:26:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það er alveg rétt hjá þér, það er ekki hægt að trúa á kærleika Krists og vera síðan eins og Hitler við alla í kringum sig. Það er samt allt annar handleggur, að sjálfsögðu reynum við að gera ýmis góð verk en erum mjög takmörkuð í því vegna ófullkomleika okkar og ef við ættum að vinna okkur sess í himnaríki fyrir eigin góðverk værum við í mjög vonlausri stöðu, því við náum aldrei þeirri fullkomnun sem þarf til þess........Þessvegna er ég mjög fegin að geta þegið þá gjöf óverðskuldað .....

Forsetinn | 19. jan. '05, kl: 22:29:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, ég held að við séum loksins að skilja hvora aðra:)

Super Nanny | 19. jan. '05, kl: 15:03:52 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þetta líka í gamlatestamenntinu. Stríð og flóð og eins og í íslendingasögunum að höggva mann og annan. En Svo kemur nýjatestamenntið með Jesú og allt það. og Þar kemur Jafnræðið. TD. að fyrirgefa þeim sem er að "syndga". og vera vinir. Les stundum fyrir strákana mína, og þá bara helst nýjatestamenntið. Sakkeus er ein uppáhalds. Svo finnst mér þetta með trúna vera eins og með ástina, Þú verður að velja og Ákveða hvort þú viljir fylgja þessari kennisetningu eða hinni.

kv. Super Nanny

antares | 19. jan. '05, kl: 19:52:46 | Svara | Er.is | 0

Ég er ekki búin að lesa yfir öll svörin hérna en ég vildi samt koma með mín "two cents".

Eins og margir á undan hafa sagt þá er Gamla Testamentið frekar ljótar sögur, allavega í móse bókunum.
Ef einhver er að byrja að lesa Biblíuna mæli ég með Guðspjöllunum, og þá kannski Lúkasarguðspjalli.

Einnig vil ég mæla með Sunnudagaskólunum í öllum kirkjum. Þar fá börnin gefins bækur og límmiða til að líma inní í hverri viku. Og ef þau hafa misst úr þá er alltaf hægt að fá þá límmiða.
Í þessum bókum sem þau fá eru bibliusögur sem eru eiginlega bara "best of" úr Biblíunni. Og það er einmitt mælt með því að foreldrar lesi fyrir þau úr þessari bók á hverju sunnudagskvöldi. (ég er reyndar að sjá um sunnudagaskóla þannig að ég get ekki verið hlutlaus :p)

Síðan vil ég líka mæla með bókinni "Myndskreytt Biblía fyrir börn og fullorðna" Ég fékk þessa biblíu í jólagjöf og hef sjaldan skemmt mér jafn vel við að lesa biblíuna. Meira að segja gamla testamentið. Því okkar íslenska biblía er svo ótrúlega gamaldags í orðalagi stundum að það getur verið erfitt að skilja.

En já ég held að ég sé búin að tjá mig nóg um þetta mál.

En áður en ég hætti vil ég líka mæla með Alfa námskeiðunum sem aðrar eru búnar að tala um. Þau eru æðisleg. Það er einmitt að byrja nýtt námskeið hjá kfum & k. Þið getið hringt í síma 588-8899 til að fá meiri upplýsingar.

erlingsköttur | 24. jan. '05, kl: 12:33:06 | Svara | Er.is | 0

Sko, Guð byrjar á því að skapa Adam og Evu..Ef hann er almáttugur og alvitur, hefði hann þá ekki vitað að þau myndu fyrr eða síðar bíta í eplið??? Fyrir utan það ,hann LAUG að þeim og sagði að þau myndu drepast!! Nú þegar þeim var hent úr garðinum, þá áttu þau börn.....og börnin áttu börn..með hverjum?? systkinum sínum? sifjaspell er það kallað! Nú, hverskonar faðir, lætur son sinn deyja fyrir syndir mannkyns...sem GUÐ SJÁLFUR SKAPAÐI!! Guð lét sinn eigin son þjást á krossinum fyrir eigin mistök! Já, ég mundi segja að mannkynið séu mistök guðs...(trúi ekki á Guð annars). Nú svo finnst mér líka skrýtið að krossinn sé heilagur, þar sem Jesús var drepin á slíkum...kross var notaður til að drepa fólk á!! common!! og í sumum, ef ekki flestum kirkjum eru styttur af Jesús hangandi á krossinum!!! ógeðslegt! og hvað uppskar hann fyrir að deyja fyrir syndir mannkyns? ekkert! við verðum bara grimmari og grimmari!!og trúleysingjar eru ekki með trúað fólk á heilanum, ekki göngum við í hús og reynum að fá fólk til að hætta að trúa, ég hef aldrei þrengt mínum skoðunum upp á annað fólk, bara látið þær í ljós! Ég er ekki að segja að Guð sé til, heldur bara draga upp myndina eins og ég sé hana...og mér lýst ekki vel á...

---------------------------
http://www.zoo-krakow.pl/showimg.php?img=images/3-big/ocelot.jpg&text=ocelot


þykist öðrum þröstum meiri, þenur brjóst og sperrir stél, vill að allur heimur heyri, hvað hann syngur listavel.....
......Undarlegt að enginn skyldi, að því snilldarverki dást.

Rjómalind | 24. jan. '05, kl: 12:48:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Guð skapaði ekki syndina. Maðurinn gerði það. Guð gaf okkur frjálsan vilja.

"og hvað uppskar hann fyrir að deyja fyrir syndir mannkyns"
Til dæmis það sitja með föður sínum á himnum. Og hver segir að maður þurfi að uppskera einhverja umbun fyrir allt sem maður gerir. Þetta var hans fórn að deyja fyrir okkur svo við gætum öðlast eilíft líf og það gerði hann án þess að ætlast til að fá einhver "verðlaun" í staðin.

böbblí | 24. jan. '05, kl: 13:01:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

God is good,good is God, if it isn't good it's not of God...

Yrma | 24. jan. '05, kl: 13:09:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Guð laug ekki, því vissulega eru laun syndarinnar dauði, því upphaflega átti ekki að liggja fyrir manninum að deyja sem hann gerir nú eftir ca.50-100 ára líf á jörðu. En Guð áhvað að gera eitthv. í málunum til þess að forða okkur frá eilífum dauða og þessvegna sendi hann son sinn.. En mannkynið heldur áfram að vera syndugt því var ekki breitt með dauða Jesú á krossi, heldur fólst í dauða hans fyrirgefnig og loforð um eilíft líf í stað eilífs dauða... Það má kanski segja að mannkynið séu mistök, það hafi verið mistök hjá Guði að gefa okkur frelsi til að velja og hafna, en hann vildi greinilega ekki að við værum viljalausir forritaðir einstaklingar svo hann hefur greinilega tekið áhættuna.... Hann óskaði þess að við elskuðum hann af frjálsum vilja enn ekki tilneidd.. Já að fórna sínum eigin syni, svo mikið elskar Guð þig, svo mikils virði ertu honum....

erlingsköttur | 24. jan. '05, kl: 13:48:39 | Svara | Er.is | 0

persónulega hefur mér alltaf liðið eins og þetta með "frjálsan vilja" sé bara afsökun fyrir allt það slæma sem við gerum, og gerist. Ef maður spyr, af hverju er heimurinn svona ógeðslegur, þá fær maður svarið (og þetta er ég að lesa á milli línanna)jú, sjáðu til, það erum VIÐ sem gerum allt það ógeðslega, því GUÐ lét okkur hafa frjálsan vilja!!! svo allt slæmt sem gerist, er okkur að kenna...frjálsi viljinn sjáið til!! Nema hvað...ég á erfitt með að trúa á Guð, þegar slæmir hlutir gerast daginn eftir að Jesú á afmæli!!! Og það er ekki einu sinni mönnunum að kenna!! Menn stjórna ekki náttúruhamförum, svo að frjáls vilji er engin afsökun

---------------------------
http://www.zoo-krakow.pl/showimg.php?img=images/3-big/ocelot.jpg&text=ocelot


þykist öðrum þröstum meiri, þenur brjóst og sperrir stél, vill að allur heimur heyri, hvað hann syngur listavel.....
......Undarlegt að enginn skyldi, að því snilldarverki dást.

Yrma | 24. jan. '05, kl: 16:05:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er erfitt að vita af hverju náttúruhamfarir eiga sér stað, fólk getur ekki fengið svör við öllu. Er þetta Guði að kenna eða er þetta hinn illi sem getur komið svona hræðilegum hlutum af stað? Eða eru náttúrhamfarir eitthv.allt annað samspil af einhv. umhverfisþáttum sem við gætum átt þátt í eða ekki. Allt varðandi Guð er ekki hægt að skilja heldur, ef við gætum sett Guð í "tilraunaglas,, og rannsakað allt um hann þá held ég að hann væri ekki merkilegur..... Síðan myndi ég minnast þess að ég er bara smápeð á þessari jörðu og að ef Guð er raunverulegur þá finndist mér mjög alvarlegt að hafna honum án þess að skoða málið mjög vandlega....

tenchi okasan | 24. jan. '05, kl: 14:18:19 | Svara | Er.is | 0

en staðreyndir er nú bara sú að það eru ekki allir jafnir - það væri ósköp fallegt og frábært ef það væri þannig - en það ER það ekki - ég reyni ekki að kenna stráknum mínum þetta - en ég kenni honum samt ekki heldur að fólk sé á misgóðum stöðum eða hafi misgóð ítök hér og þar ...

hitt er svo annað mál ... Gamla testamentið er alls ekkert kristilegt rit - það er saga hebrea - hin eiginlega kristna trú verður ekki til fyrr en í Nýja testamentinu - lestu það og sjáðu til hvað þér finnst - persónulega mæli ég frekar með því að við lesum Perlusögurnar fyrir börnin okkar - því að það að lesa Biblíuna í heild sinni kallar á hæfileikann til að túlka það sem við lesum ! ég persónulega túlka Biblíuna í heild sinni sem þroskasögu trúarbragðs/guðs - í byrjun höfum við hefnigjarnann og afbrýðisamann guð en í lokinn erum við með góðann, umburðarlyndann, kærleiksríkann og fórnfúsann guð ....

eins er með þetta hvort að það sé hægt að styðjast við söguna um adam og evu vs. þróunarkenninguna ... núna er t.d. páfinn búinn að viðurkenna þróunarkenninguna (1996) en hans útskýring á adam og evu er þá í rauninni sú að þegar maðurinn fór að hugsa þá varð til þessi trú - við hefðum ekki orðið mennsk nema fyrir tilstuðlan guðs - mannleg hugsun varð til með adam og evu - mér finnst þetta ágæt túlkun og er sátt við hana !

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

marilyn | 26. jan. '05, kl: 12:33:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru ekki allir jafnir í lífinu en ég hélt að allir væru jafnir fyrir guði?!!?
Auðnum er misskipt en það hafa allir jafnmikinn séns frá byrjun lífs síns til að komast að í himnaríki. SVo er það bara hvernig við hegðum okkur í lífinu hvernig fer á dómsdegi.

Svo þarf að athuga eins og margoft hefur komið fram að gamla testamenntið er GAMALT, það er ekki skrifað af guði og það er ekki grundvöllur kristinnar trúar. Á þeim tíma sem gamlatestamenntissögurnar gerast var trúin sú að maður uppskæri eins og maður sáði, þannig voru t.d. allir sjúkdómar, skortur, fatlanir og þess háttar útskýrt. Sá sem varð fyrir því hafði gert eitthvað sem var óásættanlegt fyrir guði og guð var með þessu að refsa honum. Þetta útskýrir kannski hversvegna sögurnar um guð í gamla testamenntinu eru svona grimmilegar.

Ef þið hefðuð valið: bjargaðu heiminum frá syndum sínum og fórnaðu barninu þínu. Hvað mynduð þið þá gera? OG ef þið mynduð fórna barninu ykkar í þágu góðs fyrir mannkynið myndi þá fólk ekki líta upp til ykkar og heiðra ykkur og vilja hlíða ykkur. Mynduð þið ekki reiðast ef þið sæjuð fólkið sem þið björguðuð misnota þessa gjöf/fórn ykkar?

Einhver ykkar sagði að hún gæti ekki lifað eftir boðskap biblíunnar afþví að guðinn er svo vondur í henni (þe. gamla testamenntinu) en athugið að guð setur reglurnar (boðorðin) en hann er sjálfur undanskilinn þeim vegna þess að hann er guð. Guðir hafa ALREI verið settir undir sama hatt og menn, þeir lúta ekki lögum og reglum mannanna. Eins og t.d. grísku guðirnir eða fornu norrænu goðin sem hóruðust öll hvert með öðru, sifjaspell og allskonar læti en samt trúði fólk. Afþvíað guðirnir settu mönnunum reglu en voru svo máttugir að reglurnar áttu ekki við um þá.

Ég var að lesa kaflann um Adam og Evu um daginn og tók þá eftir einu sem mér finnst enginn hafa talað um. Með því að borða af viskutrénu þá öðluðust Adam og Eva guðlega visku, þau urðu ss. jafn klár og guð. Það eina sem skildi þau frá guði eftir þetta var að þau höfðu ekki eylíft líf og einmitt þessvegna rak hann þau úr paradís, svo þau myndu ekki borða ávextina af lífstrénu.
Þetta setur guðlegt vald og visku í hendur mannanna og þeir eiga bara að sjá um sig sjálfir og passa sjálfa sig. Guð á ekki að þurfa að setja þeim reglur, þeir eiga að vita þær innra með sér og fara eftir þeim fyrir sjálfa sig. (passar ótrúlega vel við nýja takkan hérna fyrir ofan ;) )

Kveðja
Marilyn

tenchi okasan | 26. jan. '05, kl: 13:02:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

alveg sammála þér marilyn !

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

marilyn | 26. jan. '05, kl: 13:32:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir það. Gott að vita að maður er ekki bara einn á villigötum ;)
Kveðja
MArilyn

salt | 26. jan. '05, kl: 15:51:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Marilyn, hvar er þetta útskýrt í Biblíunni????????????????

Marilyn skrifaði: "Á þeim tíma sem gamlatestamenntissögurnar gerast var trúin sú að maður uppskæri eins og maður sáði, þannig voru t.d. allir sjúkdómar, skortur, fatlanir og þess háttar útskýrt. Sá sem varð fyrir því hafði gert eitthvað sem var óásættanlegt fyrir guði og guð var með þessu að refsa honum."

marilyn | 26. jan. '05, kl: 16:02:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í Jobsbók og sögu Jósefs kemur þetta t.d. mjög vel fram. Sérstaklega þá í Jobsbók.
Og þar að auki var kennarinn minn að segja mér þetta í tíma um daginn og ég trúi honum.
OG með þessu var ég ekki að segja að þetta væri satt (þó ég haldi reyndar að þetta sé satt á endanum, þ.e. að maður uppsker eins og maður sáir) heldur að fólk hafi trúað þessu á þeim tíma sem sögurnar gerðust (eða eru skrifaðar) og það sé því líklega ástæðan fyrir þessum hefni og refsigjarna guði sem lýst er í GT.
Kveðja
Marilyn

erlingsköttur | 26. jan. '05, kl: 11:54:22 | Svara | Er.is | 0

(ég er ekki hætt, hehe....allt í góðu samt!) Svo finnst mér svo margir trúa á Guð á þeim forsendum að EF hann er til, þá er bara eins gott að trúa á hann og vera...guðhræddur..ömurlegt að komast að því á dómsdag, að kallinn var þarna uppi allan tímann, og maður trúði ekki á hann. Þá er bara betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og trúa bara (jafnvel þótt manni, innst inni, finnist þetta svoldið kjánalegt)

Þetta kalla ég hræsni...

---------------------------
http://www.zoo-krakow.pl/showimg.php?img=images/3-big/ocelot.jpg&text=ocelot


þykist öðrum þröstum meiri, þenur brjóst og sperrir stél, vill að allur heimur heyri, hvað hann syngur listavel.....
......Undarlegt að enginn skyldi, að því snilldarverki dást.

Forsetinn | 26. jan. '05, kl: 12:19:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, trúa einungis óttans vegna :(

svonakona | 26. jan. '05, kl: 12:45:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að lifa í Guðs vilja? Hvernig veistu að þú lifir í Guðs vilja?
Ég hef oft velt þessu fyrir mér en um daginn fékk ég útskýringu sem að ég sætti mig við.

Guð sér okkur fyrir öllu sem að við þörfnumst, en við viljum alltaf meira,þá erum við komin í okkar eigin vilja.

Að sætta sig við það sem að maður er, að vera þakklátur fyrir það sem að maður hefur,
að fara ekki alltaf fram á meira en maður á.

Ef að maður er ekki þakklátur, þá hefur maður ekkert til að hlakka til.

Kveðja RUX

Forsetinn | 26. jan. '05, kl: 12:48:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Talkin' to me?

svonakona | 26. jan. '05, kl: 12:50:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ekkert frekar

Forsetinn | 26. jan. '05, kl: 12:51:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK, skildi ekki alveg, svaraðir nefnilega mínu innleggi :)

svonakona | 26. jan. '05, kl: 12:56:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef að ég er að þátt í umræðu svara ég alltaf á eftir neðsta innleggi.Á ég frekar að svara efst?

Forsetinn | 26. jan. '05, kl: 13:01:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei skiptir ekki miklu. En það er samt doldið vaninn hérna að ef maður svarar innlegginu sem er fyrir ofan á þá er maður að kommenta til fólksins sem skrifaði það. En það er ekkert heilagt :)

svonakona | 26. jan. '05, kl: 13:04:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk, það er gott að fá leiðsögn þegar að maður er nýliði:o)

"Og svo allir að vera góðir við alla"

tenchi okasan | 26. jan. '05, kl: 13:09:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er líka hræsni - en við getum víst ekkert ráðið því hvernig trú hvers og eins er - en við getum leiðbeint þeim á réttu vegu og vonast eftir því besta

kristin trú fyrir mér er mjög spiritual - ég sagði lengi að guð væri það góða í mér ... góður kraftur ... ég er enn á því - en þessi trú er enn að mótast og þróast hjá mér persónulega ... en eitt geri ég ekki og það er að ég legg ekki trúna til jafns við G.t. en styðst við N.t. því það er það sem trúin varð að - eftir mikla þrautagöngu og langa og erfiða sögu !

þessi trú verður líka til á þeim tíma þar sem það var svo mikil þörf á bæði allt öðrum reglum og siðferðisreglum ! í dag gilda aðrar reglur og mikið hefur verið eða þarf að endurskoða !

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

erlingsköttur | 26. jan. '05, kl: 13:59:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, það er sniðugt, trúa á allt það góða í sjálfum sér og í heiminum! Eins og í myndinni Stigmata (snilldar mynd, búin að horfa nokkrum sinnum á hana) hún er um skjöl sem finnast sem geta kollvarpað kaþólsku kirkjunni af því að í skjölunum stendur að Guð sé allsstaðar, og að þú þurfir ekki að fara í kirkju eða lesa biblíunna til að trúa á guð. M.a þá er ég líka nýliði í þessum barnalandsumræðum, á ekki einu sinni barn, haha. Og ég ýti alltaf bara á hvaða "svara" sem er, ekki endilega til að svara akkúrat þeirri færslu...my mistake, algjörlega óvart;)

---------------------------
http://www.zoo-krakow.pl/showimg.php?img=images/3-big/ocelot.jpg&text=ocelot


þykist öðrum þröstum meiri, þenur brjóst og sperrir stél, vill að allur heimur heyri, hvað hann syngur listavel.....
......Undarlegt að enginn skyldi, að því snilldarverki dást.

Forsetinn | 26. jan. '05, kl: 14:05:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað er Guð allstaðar, annars væri hann ekki almáttugur og allt elskandi!

learning | 26. jan. '05, kl: 14:23:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að lifa í Guðs vilja ? Maður bara finnur það. Ekki beint hægt að útskýra það held ég.
Maður breytir & hugsar rétt, biður & spjallar við Hann.

Guð er alls staðar ! Ennn maður þarf að rækta sambandið við hann :)

Forsetinn | 26. jan. '05, kl: 14:48:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, þetta verður starfandi þáttur í vitund okkar.

marilyn | 26. jan. '05, kl: 15:53:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Man einmitt eftir þessu í myndinni (minnti samt að það hefði verið önnur mynd). Ss. að við eigum ekkert að treysta á kirkjur eða einhver bákn til að tala við guð. Mér fannst þetta svo sniðugt vegna þess að þetta er það sem ég hef alltaf trúað. Er ekkert á móti kirkjum þannig en finnst ég ekkert guðlausari eða ótrúræknari en fólk sem fer daglega eða vikulega í kirkju vegna þess að ég tala bara við guð heima hjá mér eða hvenær sem mér sýnist.
Kveðja
MArilyn

Krúttarapútt | 26. jan. '05, kl: 16:03:46 | Svara | Er.is | 0

Þetta á ekkert endilega við og þetta tengist gamla testamentinu en er samt snilld

Ég er ekki kristin og hef ekki verið það síðan ég man eftir mér............þannig að auðvitað finnst mér þetta svolítið skondið.............þetta er ekki bein árás á einn né neinn.........og ég má hafa mína trú og aðrir mega hafa sína trú.

Ef það að fara í kirkju gerir mann kristinn..........gerir það mann að bíl að fara í bílskúr?

------------------------------------------------------------------------

Dr. Laura Schlessinger er ötull talsmaður biblíunnar og hérna er opið bréf til hennar, datt í hug að setja þetta með í ljósi þess sem þú sagðir Li|iana varðandi hvaða útgáfu af biblíunni maður ætti að nota

-----------------------------------------------------------------------------

For those of you who don't know who she is, she is a radio psychologist and a huge bigot. This was received in my email today. Enjoy.

"Laura Schlessinger is a US radio personality. Recently, she said that as an observant Orthodox Jew, homosexuality is an abomination according to Leviticus 18:22 and cannot be condoned in any circumstance. The following is an open letter to Dr. Laura penned by a US resident, which was posted on the Internet:

Dear Dr. Laura:

Thank you for doing so much to educate people regarding God's Law. I have learned a great deal from your show, and I try to share that knowledge with as many people as I can.

When someone tries to defend the homosexual lifestyle, for example, I simply remind them that Leviticus 18:22 clearly states it to be an abomination. End of debate. I do need some advice from you, however, regarding some of the specific laws and how to follow them.

1) When I burn a bull on the altar as a sacrifice, I know it creates a pleasing odour for the Lord (Lev. 1:9). The problem is my neighbours. They claim the odour is not pleasing to them. Should I smite them?

2) I would like to sell my daughter into slavery, as sanctioned in Exodus 21:7. In this day and age, what do you think would be a fair price for her?

3) I know that I am allowed no contact with a woman while she is in her period of menstrual uncleanliness (Lev. 15:19-24). The problem is, how do I tell? I have tried asking, but most women take offence.

4) Lev. 25:44 states that I may indeed possess slaves, both male and female, provided they are purchased from neighbouring nations. A friend of mine claims that this applies to Mexicans, but not Canadians. Can you clarify? Why can't I own Canadians?

5) I have a neighbour who insists on working on the Sabbath. Exodus 35:2 clearly states he should be put to death. Am I morally obligated to kill him myself?

6) A friend of mine feels that even though eating shellfish is an abomination (Lev. 11:10), it is a lesser abomination than homosexuality. I don't agree. Can you settle this?

7) Lev. 21:20 states that I may not approach the altar of God if I have a defect in my sight. I have to admit that I wear reading glasses. Does my vision have to be 20/20, or is there some room for negotiation here?


8) Most of my male friends get their hair trimmed, including the hair around their temples, even though this is expressly forbidden by Lev.19:27. How should they die?


9) I know from Lev. 11:6-8 that touching the skin of a dead pig makes me unclean, but may I still play football if I wear gloves?


10) My uncle has a farm. He violates Lev. 19:19 by planting two different crops in the same field, as does his wife by wearing garments made of two different kinds of thread (cotton/polyester blend). He also tends to curse and blaspheme a lot. Is it really necessary that we go to all the trouble of getting the whole town together to stone them? (Lev.24:10-16) Couldn't we just burn them to death at a private family affair like we do with people who sleep with their in-laws? (Lev. 20:14)

I know you have studied these things extensively, so I am confident you can help. Thank you again for reminding us that God's word is eternal and unchanging.

Your devoted disciple and adoring fan."
---------------------------------------------------------

------------------------------------------------------


ιgησяαηςε ιѕ bℓίѕѕ.....

ℓιкє...ι кησω яιgнт

ί ℓσνε ץσυ мσяε тђαη α ƒαт кι∂ ℓσνεѕ ςαкε.......ץεѕ-αђ!!!

Lyfta | 26. jan. '05, kl: 16:17:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef nú ekki lesið alla umræðuna en jiminn hvað mér finnst þessar sögur í barna bíblísögunum sem þú segir frá vera krípí. Skil þig vel að vera farin að efast um trúnna út frá þessu.

marilyn | 26. jan. '05, kl: 16:27:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

HEf séð þetta bréf nokkuð oft og finnst það alltaf jafn frábært. Það er ótrúlegt hvað fólk ætlar öðrum vegna sinnar eigin trúar. Ef það samkynhneigð er ekki guði þóknanleg mega þá tveir karlmenn sem eru trúlausir ekki vera saman í friði. Þeir eru ekki að brjóta gegn neinum guði því þeir trúa ekki. Afhverju þarf að banna samkynhneigð með lögum!
Svo kalla þeir sig alltaf "a good Christian" en vitna villt og galið í gamla testamenntið! Þoli ekki svona Hallelúja"lið" þó ég trúi sjálf á guð og jesú.
Kveðja
Marilyn

erlingsköttur | 26. jan. '05, kl: 16:55:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahahaha!!!!

"Ef það að fara í kirkju gerir mann kristinn..........gerir það mann að bíl að fara í bílskúr?"


Þetta meikar ekki sens!! þetta er eins og með rækjusallat, það eru rækjur í því. Eru þá kettir í kattamat??? hahahaha

---------------------------
http://www.zoo-krakow.pl/showimg.php?img=images/3-big/ocelot.jpg&text=ocelot


þykist öðrum þröstum meiri, þenur brjóst og sperrir stél, vill að allur heimur heyri, hvað hann syngur listavel.....
......Undarlegt að enginn skyldi, að því snilldarverki dást.

learning | 26. jan. '05, kl: 17:00:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dutla .. í hvað ert þú að vitna ?
Þeas. hvaða svar ?

erlingsköttur | 28. jan. '05, kl: 13:14:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var bara að vitja í svar krúttarapútts, mér fannst það bara fyndið....égveit alveg að það gerir mann ekki kristinn að far í kirkju, sjálf geri ég það til að votta öðrum virðingu, eins og t.d við brúðkaup, jarðafarir, skírn og svoleiðis...ekki af því að ég er kristin.

---------------------------
http://www.zoo-krakow.pl/showimg.php?img=images/3-big/ocelot.jpg&text=ocelot


þykist öðrum þröstum meiri, þenur brjóst og sperrir stél, vill að allur heimur heyri, hvað hann syngur listavel.....
......Undarlegt að enginn skyldi, að því snilldarverki dást.

Krúttarapútt | 26. jan. '05, kl: 17:27:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit það meikar ekki sens en það gerir engan mann kristinn að fara í kirkju..........ekkert frekar það að það gerir engan mann kristinn að fæðast inn í kristinnar trúar fjölskyldu........þetta er val hvers og eins...........

------------------------------------------------------


ιgησяαηςε ιѕ bℓίѕѕ.....

ℓιкє...ι кησω яιgнт

ί ℓσνε ץσυ мσяε тђαη α ƒαт кι∂ ℓσνεѕ ςαкε.......ץεѕ-αђ!!!

birna.j | 28. jan. '05, kl: 18:08:03 | Svara | Er.is | 0

Þegar ég fór að lesa Biblíuna, las ég hana fyrir mig en ekki börnin mín og byrjaði á Gamta Testamentinu. Mig langaði til að kynnast Guði Biblíunnar, var búin að fá nóg að ýmsum spíritista-kenningum sem allar stönguðust á. Ég hafði svo oft heyrt að það væri hægt að túlka Biblíuna á marga vegu, og var farinn að nota þennan frasa sjálf án þess að hafa lesið eða túlkað nokkuð úr þessari góðu bók. Til að byrja með hafði ég gaman af að rifja upp það sem ég hafði lært sjálf í Biblíusögunum. En brátt fór að koma að því að ég fór að hnjóta um eitt og annað og að lokum var ég farin að fara í gegnum efnið á hnefanum. Þetta lét ég í ljós við frænku mína, sem hafði lesið meira en ég og hún gaf mér eitt ráð, hún sagði mér að áður en ég færi að lesa ætti ég að biðja Heilagan Anda Guðs um að lýsa mér leiðina. Ég fór að gera það og fyrr en varði fann ég þá dýrmætu hluti sem aldrei hafa farið frá mér síðan.

Biblían er samansafn af 60 bókum, enda þýðir gríska orðið Biblos, bækur. Þær skiptast í sögurit, fræðslurit, spámannarit, ljóð og sálma. Margar sögur eru settar fram á myndrænan, ljóðrænan hátt á meðan aðrar eru mjög svo beinskeittar og harðar að manni finnst. Þessi bók á erindi til allra kristinna manna og það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvenær, hvar, af hverju og til hverra hver bók er skrifuð. Og einmitt af því að hún er ekki í tímaröð eigum við oft erfitt með að átta okkur á því af hverju annar sonur Adams og Evu var Guði þóknanlegur en ekki hinn. Við meiri lestur og grúsk kemur í ljós að svo virðist sem við höfum verið til áður, sem glóandi steinar á fjalli Guðs, að Spekin (Jesús) hafi leikið sér við mannanna börn, að Lúsífer (ljósengill) hafi séð um lofgjörðina okkar til Guðs og allt virtist hafa leikið í lyndi, þar til dag einn að Lúsífer sem var fullkominn að fegurð, fylltist hroka, steytti hnefa upp í himininn og vildi sjálfur fá þá dýrð sem við vorum sköpuð til að gefa Guði. Við þennan atburð breyttist allt. Það varð stríð á himni, þessi mikla vera sem þá var kölluð drekinn, féll til jarðar en náði fyrst að sópa með halanum einum þriðja af stjörnum himins. Sumir vilja meina að það séu fallnir englar. Þarna kemur að því að við þurfum að túlka og finna út hvað við teljum vera og þarna er einmitt líka mikilvægt fyrir hinn kristna einstakling sem einlæglega leitar Guðs að biðja um leiðsögn Anda Hans.

Ég trúi því að allar sálir sem fæðast hér á jörðu hafi átt tilveru hjá Guði áður. Ég trúi því líka að öll höfum við staðið frammi fyrir vali milli þess hvort við vildum fylgja þessum ljósengli sem sendi frá sér hina fegurstu tónlist og var sjálfur fullkominn að ytri fegurð og hins vegar syni Guðs, sem var fullkominn að innri fegurð, sannleika, speki og réttlæti. Við nýtum ekki nema um 10 prósent af heila okkar. Það sem geymist í hinum 90 prósentunum trúi ég að geymi mikinn leyndardóm sem við fáum seinna að vita. Tilvera okkar hér á jörðinni er því til að reyna á hver okkar innri maður er, hvort við viljum fylgja réttlæti og sannleika hins óforgengilega eða láta hylla okkur með glansi og fegurð hins forgengilega. Ég legg þann skilning í söguna um Kain og Abel að báðir hafi þeir í huga sínum og verki sýnt fram á það val sem þeir höfðu þegar tekið, annaðhvort fyrirlitið Guð og hafnað honum eða treyst honum og fylgt.

addags | 28. jan. '05, kl: 18:15:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er rosalega lógiskt, ég hlakka til að fara á Alfa-námskeiðið og kannski fæ ég þá að heyra meira um þetta. Birna, hefur þú farið á svona Alfa-námskeið? Mér finnst þú skýra þetta alveg ótrúlega vel út og hefur greinilega pælt mikið í þessu. Ég er bara rétt byrjuð að lesa Biblíuna, fékk hana í jólagjöf, og ég verð að játa að mér finnst hún dálítið torskilin. En það er kannski bara að biðja Guð um að vísa mér veginn, áður en ég byrja og þá kannski öðlast ég meiri skilning. Takk fyrir þessa fróðu lesningu Birna.

Bragðlaukur | 28. jan. '05, kl: 22:20:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

.

fyrsta barn | 29. jan. '05, kl: 01:52:34 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst svolítið vera í fólki að þessar og hinar biblíusögur séu svo mikið rugl. Sjálf hef ég aldrei lesið biblíuna. Jú ég kann þónokkurn hluta úr henni en hef aldrei lesið hana alla. Samt er ég mjög trúuð. Trú snýst ekki endilega um að lesa bók og fara algerlega eftir henni. Trúin er eitthvað sem er innra með þér, eitthvað sem veitir þér styrk í erfiðum aðstæðum, eitthvað sem veitir þér trú á annað líf að loknu þessu, eitthvað sem veitir þér sálarró. Trúin veitir okkur öryggi, staðfestu, framhald.
Ég hef upplifað það að vera í þannig aðstæðum að ég óttaðist um líf mitt, þá var ég trúleysingi, ég hafði ekki trúað á nokkurn skapaðan hlut í 2-3 ár, en samt sem áður bað ég þegar ég lenti í þessum aðstæðum, og viti menn, ég fékk þessa miklu ró og þar með öðlaðist ég trúna aftur. Þarna fann ég minn guð.
Maður treður ekki sinni trú upp á neinn. Það eru svo mörg mismunandi trúarbrögð í heiminum, og ekkert er réttara en annað. Við trúum flest öll á eitthvað. Það veitir okkur ákveðið öryggi.
Þeir sem trúa ekki eru samt sem áður alveg jafnir á við hina sem trúa.
Ég trúi ekki á þetta að það verði gert upp á milli fólks in heaven. Vissulega áttu möguleika á að lenda neðarlega á tilverustigi, held að þeir sem séu búnir að eyða lífinu svipað lendi saman. En annars veit ég ekkert hvernig þetta virkar. Ég hef lesið fullt af bókum sem fjalla um líf í framhaldi af þessu, t.d. Eftir dauðann hvað þá eftir George W. Meeth, en þetta er bara spurning um hvað við viljum trúa.
Mér finnst engin trú réttari en önnur. Trúin er bara hluti af sálinni.

svonakona | 29. jan. '05, kl: 02:32:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég fer með bænirnar mínar þá er ég að tala við Guð.
Þegar ég les í Biblíunni þá er Guð að tala við mig.

Smá innskot,o)

Bwitch | 29. jan. '05, kl: 07:56:21 | Svara | Er.is | 0

Takk fyrir einstaklega góð svör! Ég ákvað að sleppa G.T. og lesa aðeins það nýja fyrir son minn. Seinna, þegar ég hef öðlast þekkingu og skilning á efninu í G.T., æla ég að lesa G.T. fyrir hann til að úskýra það fyrir honum. En það verður ekki fyrr en hann er orðinn eldri og þroskaðri.

Enn og aftur þakka ég fyrir góð svör :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Borgarlínuruglið og Strætó jaðraka 4.2.2023
K-Seal þéttiefni fyrir kælivökva á bíl atv2000 3.2.2023
Strætó - sama sagan farþegum fækkar og tapið meira en Reykjavíkurborg ræður við jaðraka 2.2.2023 3.2.2023 | 17:36
Léttreyktur lambahryggur leigan 31.12.2015 3.2.2023 | 16:48
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 3.2.2023 | 01:45
Gamalt tábrot Kristineddae 2.2.2023 2.2.2023 | 23:18
What is Tetris game? Nanisa1 30.1.2023 2.2.2023 | 21:42
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 2.2.2023 | 21:02
Íslensk plakōt. kristi30 2.2.2023
Kemst Rússland og Putín út úr klípunni ? _Svartbakur 29.1.2023 2.2.2023 | 08:07
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 2.2.2023 | 06:28
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 2.2.2023 | 01:24
Hvar finn ég dýrasíðu til að kaupa hund Natalía Ósk 15.1.2006 1.2.2023 | 12:05
Farga lyfjum batomi 16.1.2023 1.2.2023 | 11:19
Lagfæra illa málaðan vegg mauri 31.1.2023 1.2.2023 | 00:33
Hvað heitir þetta og hvar fæst þetta Leyniskyttan 30.1.2023 31.1.2023 | 15:13
Farþegum Strætó gert að yfirgefa vagna í miklu óveðri. _Svartbakur 31.1.2023 31.1.2023 | 14:38
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 31.1.2023 | 07:18
Spá í spil alex159 28.1.2023
Djam.. sjh 27.1.2023 28.1.2023 | 17:42
Hverjir flytja inn Dodge?? Hugdís 23.3.2012 28.1.2023 | 12:22
pípuhattur shiva 27.5.2009 28.1.2023 | 12:19
Friður ríkir hér! Pedro Ebeling de Carvalho 25.1.2023
Floppy disk 12strengja 22.1.2023 25.1.2023 | 09:44
Andlát barns mánaskin 9.1.2023 24.1.2023 | 23:13
Til sölu nánast ónotuð Fuji Instax polaroid-myndavél sunmontuewed 15.12.2021 24.1.2023 | 09:06
Bókhaldsnám Próment eđa ntv Synyster 1.2.2017 23.1.2023 | 02:59
Launaviðtal 2. Bananabrund 18.1.2023 22.1.2023 | 13:23
Heima klipping. fjola77 4.12.2022 21.1.2023 | 21:28
ÓDýrt og gott nudd sem þið mælið með HTML 20.4.2012 20.1.2023 | 23:50
Heyrið þið skritið hljóð úti núna Tryllingur 9.1.2023 19.1.2023 | 19:50
Eru ekki allir út Amande 19.1.2023
Nú er komið að ögurstundu í stríði Rússa gegn Ukraniu _Svartbakur 18.1.2023 18.1.2023 | 19:46
Öryrki % Steinay9 18.1.2023 18.1.2023 | 17:48
Við viljum lifa! Pedro Ebeling de Carvalho 18.1.2023
Klósett tæmir vatnslásinn gormurx 18.1.2023 18.1.2023 | 13:10
Laun…. Lanke51 18.1.2023 18.1.2023 | 12:54
hundahjálp .. bananaborkur 4.1.2010 18.1.2023 | 12:03
Ekki leyfa comment á facebook??? er það hægt?? diploma 5.11.2012 18.1.2023 | 12:02
stingur í hjartað og þvílíkur höfuðverkur brjostapumpa 22.6.2007 17.1.2023 | 22:54
"Langtíma-gistingar" Baldur Jó 16.1.2023 17.1.2023 | 00:02
Costco á Íslandi _Svartbakur 15.1.2023 15.1.2023 | 20:38
https://www.dv.is/pressan/2023/1/15/myndband-synir-othrifnadinn-leiguibudinni-gud-minn-godur-th _Svartbakur 15.1.2023 15.1.2023 | 19:14
Putin - Sem langar svo mikið að verða kallaður "Putin hinn mikli" _Svartbakur 14.1.2023 15.1.2023 | 17:47
Etsy Furonda 23.4.2011 15.1.2023 | 14:59
Syngjandi hér syngjandi þar! Pedro Ebeling de Carvalho 15.1.2023
Frjósemisaðgerðir sóní 12.4.2022 15.1.2023 | 00:34
Vanatar söngvara Suburban 14.1.2023
Ferming - vantar ráð B M G 12.1.2023 14.1.2023 | 17:24
Einhver sem hefur selt með Netgíró? hyundaiI10 14.1.2023
Síða 1 af 31195 síðum
 

Umræðustjórar: krulla27, Gabríella S, Atli Bergthor, RakelGunnars, joga80, tinnzy123, karenfridriks, Bland.is, barker19404, Anitarafns1, Guddie, ingig, superman2, aronbj, tj7, Óskar24, MagnaAron, rockybland, mentonised