Eru bara fáv**** sem vinna hjá póstinum?

Hermosa | 3. jan. '06, kl: 15:31:03 | 959 | Svara | Er.is | 0

Eru bara ólæsir fáv**** sem vinna hjá póstinum? Ég bý í fjölbýli með 4 íbúðum og þeir eru alltaf að senda okkur póst til fólks sem býr ekki hér og hefur aldrei búið hér og ég er alltaf að fara með póstinn upp í pósthús og alltaf kemur hann aftur. Ég er orðin svo ógeðslega pissed á þessu sérstaklega þar sem bjallan okkar er EKKI merkt þessu fólki. Í gær fékk ég meira að segja póst með öðru heimilisfangi.

Ég veit ekkert hvað ég á að gera því ég er alltaf að tala við þá og mér er ekki við það að gera ekki neitt við póstinn en það fer að styttast í það að hann fari í ruslið.

Sorry en aaaaarrrrrgggggg hafið þið lent í svona?

 

nokids | 3. jan. '06, kl: 15:32:03 | Svara | Er.is | 0

Já, stanslaust... ertu í Keflavík kannski?

Hermosa | 3. jan. '06, kl: 15:33:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei er í kópavogi

Skottalitla | 3. jan. '06, kl: 15:41:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ÉG er einmitt að bilast á þessu, er líka í Kópavogi. Póstur sem á að koma til manns kemur ekki fyrr en seint og síðar meir og síðan er póstkassinn alltaf fullur af annarra manna pósti.

Póstberinn hjá okkur nennir ekki að sortera bréfin almennilega og setur þau bara í 2-3 póstkassa af 9, þannig að maður opnar og fær að sortera póst nágrannanna út, mjög skemmtilegt.

DorkMachine | 3. jan. '06, kl: 16:09:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér. Er í Kópavogi í hornhúsi og fæ stundum póstinn fyrir allta götuna :/

DorkMachine | 3. jan. '06, kl: 16:16:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nú meira á því að þetta sé fljótfærni frekar en ólæsi. Ég vann sem bréfberi á sumrin þegar ég var í menntaskóla og stundum var maður að hugsa um eitthvað allt annað og búinn að troða vitlausum/of mörgum bréfum inn um lúguna áður en maður vissi. En ég var unglingur á þessum tíma og vona að ég myndi sinna þessu af aðeins meiri alvöru í dag. En sennilega eru þið mjög heppnar að ég sé ekki bréfberi ;)

H.th | 3. jan. '06, kl: 16:33:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lengi vel fékk maður nú engann póst nema kannski 2-3ja hvern dag í Kópavoginum, en það hefur skánað

Gunna Jóns | 3. jan. '06, kl: 15:32:39 | Svara | Er.is | 0

prófaðu að skrifa heimilisfangið á tælensku og pólsku

*Björk* | 3. jan. '06, kl: 19:02:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Múhahahhahahaha....BWAHAHAHAHAHA.....ROFL...þennan fattaði ég.....

- I may be going to HELL, but at least all my friends will be there -

RakelÞA | 3. jan. '06, kl: 15:32:55 | Svara | Er.is | 0

Já allt ólæsir fáv**** sem vinna hjá póstinum. ;)

Fenjaskrímslið | 3. jan. '06, kl: 15:36:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er einelti


















ein sem vinnur hjá póstinum

RakelÞA | 3. jan. '06, kl: 16:36:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei bara grín. ;)

nunnan | 3. jan. '06, kl: 15:52:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eg er i kop og lenti i þessu lika.... það er utlendingur sem er að vinna þar dæs

###ég er nunna í benediktsklaustri###

Hobbitinn | 3. jan. '06, kl: 15:51:21 | Svara | Er.is | 0

Ég var að lenda í þessu trekk í trekk heima hjá mér. Einnig var að ruglast pósturinn á milli íbúða þrátt fyrir að allir væru með vel merktar íbúðir. Ég hringdi nokkrum sinnum í þjónustuver og kvartaði en það lagaðist ekki fyrr en ég fékk að tala við yfirmann dreifingarstöðvarinnar og sagði henni frá vandamálinu. Eftir það hefur þetta verið í lagi.

Barabla | 3. jan. '06, kl: 15:55:19 | Svara | Er.is | 0

Þú þarft ekkert að sendast með þetta aftur alla leið upp á pósthús, bara strika yfir heimilisfangið og skrifa EKKI HÉR og henda í næsta póstkassa.

daliaros
sone | 3. jan. '06, kl: 16:14:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er lika alltaf að gerast hja mer.. það eru 6íbúðir í minni blokk.... fullt af pósti upp á póstkassanum sem er búið að skrifa á að þau séu flutt eða að þau búi ekki hérna.. pósturinn tekur þau ekki einu sinni !!!

smusmu | 3. jan. '06, kl: 16:18:02 | Svara | Er.is | 0

Veistu, stundum held ég það já. Ég vinn við póstútburð en við fáum ekki að flokka póstinn okkar sjálfar þar sem við erum svo lítið og ómerkilegt bæjarfélag. En stundum gæti ég alveg lamið hana sem flokkar fyrir mig þar sem hún virðist ekki kunna að lesa. Og svona er þetta hjá okkur öllum sem eru að bera út hérna. ÞAnnig að ég er nokkuð viss um að stór hluti af póstflokkunarliðinu kann ekki að lesa :|

Daisy Adair | 3. jan. '06, kl: 16:24:06 | Svara | Er.is | 0

Er ég bjó í hlíðunum var ég alltaf að lenda í þessu,nú bý ég í breiðholti og þetta hefur ekki komið fyrir í þau tvö ár sem ég hef búið hér sjö níu þrettán.

3 barna móðir

huggy | 3. jan. '06, kl: 16:38:07 | Svara | Er.is | 0

Við erum með mjög góðan póstbera hér í mínu hverfi, ég fæ aldrei vitlausan post og hann kemur alltaf á sama tíma. Mjög þægilegt :)

هريفنا

Sarait | 3. jan. '06, kl: 17:03:07 | Svara | Er.is | 0

JÁ ég allavega er alveg búin að fá nóg af póstinum í mínu bæjarfélagi !!
Ég keypti mér íbúð beint á móti foreldrum mínum það eru komin 2 ár síðan, en stundum nennir pósturinn ekki að labba niður nokkrar tröppur með póstinn til mín eða þá hendir honum bara inn til foreldra minna , og svo líka annað stundum kemur hann ekki með neinn póst til mín nema á föstudögum !!!! safnar saman alla vikuna er oft búin að kvarta en aldrei lagast neitt ... .

________________________
humm humm og hó hó

Aggeb | 3. jan. '06, kl: 17:22:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hringdu í póstinn... 580-1000 og biddu um samband við flokkstjóra í þínu hverfi !!

Talaðu við hann/hana og hann/húnn skammar þinn bréfbera.
Það má alls ekki setja póst inn um lúgu sem er ekki merkt aðilanum sem bréfið er stílað á.
Gangi þér vel.

garpur76 | 3. jan. '06, kl: 17:25:32 | Svara | Er.is | 0

sá að þú ert í kópavog, systir mín er alltaf að lenda í þessu, er með lög heimili fyrir vestan en skráð póstfang í kópavogi... og alltaf þegar hún fær póst á heimilsfangið í kopavogi þá senda þau á pósthúsinu hann alltaf vestur, hún er að verða geðveik á þessu. Ég myndi tala við gæðastjóra á póst og síma

Kveðja Garpurinn

kuksa | 3. jan. '06, kl: 17:30:22 | Svara | Er.is | 0

Ég er í breiðholti og er byrjuð að reyta af mér hárið. Ég held að við séum búin að hringja 30 sinnum síðan við fluttum í okt. Þeir eru alltaf að gera sömu mistökin. Við fáum alltaf póst sem annar maður á bara af því að hann er með sama ættarnafn og maðurinn minn. Þessi maður hefur aldrei búið hérna. Án gríns held ég að við séum búin að hringja 30 sinnum. Fyrr má nú vera tregt lið!!!!!!!

40+ vika

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 3. jan. '06, kl: 17:33:03 | Svara | Er.is | 0

Ég hef einu sinni hringt útaf svona. Svo hef ég eitt sinn staðið í hurðinni og tekið við póstinum. Flokkað hann og þegar póstberinn kom niður tröppurnar, eftir að hafa farið með póst á efri hæðirnar, utanáliggjandi stigi), þá rétti ég póstinn sem ég kannaðist ekki við og sagðist ekki vilja póst sem ég ætti ekki.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Ruðríður Ristilgustur | 3. jan. '06, kl: 18:08:13 | Svara | Er.is | 0

Pósturinn skeit á sig eftir að ég hætti að vinna þar :)

***********************************************
Fokk þennan heim!
***********************************************

NalaMax | 3. jan. '06, kl: 18:24:37 | Svara | Er.is | 0

Er pósturinn merktur á þitt heimilisfang þó að nafnið stemmi ekki við þá sem eiga heima á staðnum.

Hermosa | 3. jan. '06, kl: 18:40:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heimilisfangið er rétt, ég veit hinsvegar ekkert hvaða fólk þetta er og nöfnin okkar standa á bjöllunni. Oft fæ ég meira að segja póstinn sem fólkið í næstu hurð á. Þessi póstberi kann örugglega ekki að lesa eða er alveg rosalega latur og vinnur sitt starf illa.

jólanna | 3. jan. '06, kl: 18:45:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Uss þeim er örugglega skít sama.
Þetta er svo illa borgað að þeir gera þetta næstum í sjálfboðavinnu!

Ruðríður Ristilgustur | 3. jan. '06, kl: 18:55:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega! Ég var að vinnahjá póstinum fyrir 4 árum síðan og ég var að fá ca. 70000 útborgað fyrir 100% vinnu! Ekki það að ég vann mína vinnu mjög samviskusamlega, og fannst þetta mjög skemmtilegt því ég var að á frábæra hreyfingu, en gat ég keypt mér að borða og borgað húsaleigu og lifað af þessu út mánuðinn? NEI! Ég hefði alveg eins getað ´farið á atvinnuleysisbætur.

***********************************************
Fokk þennan heim!
***********************************************

NalaMax | 3. jan. '06, kl: 19:07:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Djöfull hefur þú verið ílla borgaður bréfberi. Ég er að fá miklu hærri laun en þetta útborgað.

NalaMax | 3. jan. '06, kl: 19:05:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vinn hjá póstinum og það er náttúrulega ekki okkar að vita hverejir eiga heima hvar, ef heimilisfangið er rétt er ekkert við okkur að sakast þó fólkið býr ekki á þessu heimilisfangi, auk þess er ekkert alltaf rétt nöfn á bjöllunum. Ég myndi bara hringja og láta vita af þessu að það búi enginn með þessu nafni þarna.

NalaMax | 3. jan. '06, kl: 19:06:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta átti að vera þótt fólkið búi ekki

Charmed | 3. jan. '06, kl: 19:12:19 | Svara | Er.is | 0

Guð hvað ég er sammála þér, það hefur meira að segja komið fyrir hjá mér að mikilvæg bréf berast ekki til mín :( skil ekki svona vinnubrögð

og núna til að toppa það, ég sendi jólagjöf norður á Akureyri til afa míns 22 dec, hún er ekki en komin, þetta er lengri sendingartími en til USA.

Finnst vinnubrögð póstsins ekki góð þessa dagana.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Tipzy | 3. jan. '06, kl: 19:27:48 | Svara | Er.is | 0

Sá fyrisögnina og langaði að svara strax JÁ án þess að lesa innleggið....en svona í fyllstu alvöru þá er ég að verða brjáluð á póstinum í kef. T.d um daginn þá var hent inn heilum bunka af pósti inn hjá mömm og pabba, þau búa í íbúðinni við hliðina á mér. ÞEtta var allur pósturinn í húsin í kring, eitthvað verið að vona að pabbi beri út fyrir hana. Pabbi fór öskureiður upp á pósthús, því þetta er ekki fyrsta og ekki annað skiptið sem þetta er gert. Og ekki eini staðurinn sem þau hafa búið á hérna í kef sem svona er gert. Eitt skiptið sá pabbi að það var komin rangur póstur, og hljóp út til að láta póstburðakonuna hafa bréfin aftur sem voru ekki til okkar. Og hún snappaði á hann fyrir að láta hana taka þetta aftur. Svo er ég alltaf að fá póst sem á að fara í húsið við hliðina og líka póst sem á að fara til mömmu og pabba. En annars held ég ekkert að ALLIR á póshúsinu séu fífl en greinilega margir sem sjá illa. Held að þessar miðaldra konur á pósthúsinu hérna ættu að brúka lesgleraugun sín meira eða láta tékka á sjóninni. Er orðin full þreytt á að bera út fyrir hana eða fara upp á nánast hvern einasta upp á pósthús.

...................................................................

nokids | 3. jan. '06, kl: 19:32:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega sama dæmið hjá mér, og við erum alltaf að kvarta. Erum búin að fara óteljandi ferðir á pósthúsið með póst sem við eigum ekkert í. Hann er ekki einu sinni stílaður á okkar heimilisfang... stundum jafnvel á önnur hverfi í bænum.
En kemur okkar póstur hingað? Sjaldan... Það hefur fullt af mikilvægum pósti horfið... greinilega fleiri sem eru búnir að fá nóg og farnir að henda pósti sem þeir eiga ekki.
Nöfnin okkar standa á hurðinni en póstberinn virðist ekki kunna að lesa, þekkir ekki einu sinni muninn á efri og neðri hæð.

hæ hæ123 | 29. des. '19, kl: 21:48:46 | Svara | Er.is | 0

hæ hæ

vildi bara láta ykkur vita að fólkið sem vinnur á pósthúsum BER EKKI ÚT BLÖÐIN!! það er ekki þeira vinna, það er fólkið sem vinnur í útbreiðslunni. talið við fólkið sem ber út blöðin ekki afgreiðslu fólkið í póstinum, það er gjörsamlega óþolandi þegar fólk eins og þið komið inn og óskrið á fólk sem stjórnar þessu ekki.
en svarið er nei það eru ekki bara fávitar sem vinna hjá póstinum, það eru oftast kúnnarnir.
eigið góðan dag <3

T.M.O | 30. des. '19, kl: 01:50:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert að svara 13 ára gamalli umræðu sem enginn mundi eftir fyrr en núna...

krilamamma | 30. des. '19, kl: 08:53:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er samt ekkert búið að skána þrátt fyrir aldur umræðunnar..

búin að hringja og kvarta, skila pósti, kvarta á pósthúsi (að biðja þau um að koma því til skila til þeirra sem bera út og þeirra sem eru yfir)
senda email og allskonar

gerði þetta í marga mánuði og það minnkaði ekki fyrr en ég gaf lélegt review public á facebook og setti inn public status sem ég taggaði póstinn í.. þá loksins fékk ég einhver svör, hef eytt því síðan þá en þetta er fáránlegt

Svo þýðir ekkert að sitja hjá póstkassanum allann daginn og bíða til að tala við blaðberann ef hann skilur ekki stakt orð í íslensku..

T.M.O | 30. des. '19, kl: 13:32:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Endilega búðu þá til nýjan póst

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Stofna rokkhljómsveit Lepre 13.2.2024 21.2.2024 | 03:26
Stuðlun og hljóðangreining austurland1 20.2.2024 21.2.2024 | 03:05
Dagvaktin og fangavaktin mikaelvidar 30.4.2023 20.2.2024 | 22:11
Kristrún Frostadóttir segir hælisleitendakerfi okkar og opin landamæri gangi ekki upp. jaðraka 18.2.2024 20.2.2024 | 16:57
Gefa sæði Danni95 18.2.2024 20.2.2024 | 14:15
Skattframtal DB.art 19.2.2024 20.2.2024 | 11:34
BERK þvottavél Flower 19.2.2024
Samfylkingin að bjóða Sjalfstæðisflokki uppí dans. jaðraka 19.2.2024 19.2.2024 | 14:51
Millinafn sem passar fyrir nafnið Gígja 200-kopavogur 18.1.2024 19.2.2024 | 13:40
Samfylkingin farin að sjá til Sólar ? jaðraka 15.2.2024 18.2.2024 | 18:27
Sniðganga vïfilfell panam 10.3.2011 18.2.2024 | 14:41
Does Bland Charge a fee to sell a car? natto3000 16.2.2024 17.2.2024 | 12:39
ókurteisi hjá afgreiðslufólki... rosa87 22.8.2008 15.2.2024 | 22:51
húfarew Thecandyman 15.2.2024
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 15.2.2024 | 16:41
Leiga b82 13.2.2024 15.2.2024 | 14:09
Sala á bíl - skattur tur79 1.11.2014 15.2.2024 | 00:12
Finnska....Og Ruv.. kmarus21 13.2.2024
Getur einhver lagað parketið mitt TheMindPrisoner 13.2.2024
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022 13.2.2024 | 00:40
Hverju er verið að mótmæla í Gaza og á Austurvelli ? jaðraka 4.2.2024 12.2.2024 | 14:09
Echo flower shawl lillakitty 27.9.2010 12.2.2024 | 11:37
Valentinusar kort - hjálp ekkibenda 12.2.2024 12.2.2024 | 10:42
Gallsteinar Belgingurinn 1.2.2024 12.2.2024 | 07:57
flytja ísskáp emina 15.9.2009 11.2.2024 | 22:46
Íslendingar virðast ekki skilja hvað er að spara og fresta kaupum á óþarfa. jaðraka 14.9.2023 11.2.2024 | 13:59
Sölutorg Bland.is Björn 7913 9.8.2023 11.2.2024 | 11:07
Barnaefni 1985-1990ish Pro kemon55 8.2.2024 10.2.2024 | 20:42
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
"Horfðu aftur" með Páli Óskari! Eeyore 22.4.2005 7.2.2024 | 23:54
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Síða 3 af 47861 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien