eru börnin tryggð þegar þau eru á frístundarheimilum?

vatnsbrúsi | 16. apr. '15, kl: 18:36:01 | 611 | Svara | Er.is | 0

Ef barn í 1. bekk er í gæslu á frísundarheimili eftir skóla og gerir skemmdarverk án þess að gera sér grein fyrir því er frístundaheimilið ekki með tryggingu fyrir svona löguðu? 


Á ég að trúa því að ég þurfi að borga og fara í mínar tryggingar? Til hvers er þá fólk í vinnu við að passa barnið?


 

kauphéðinn | 16. apr. '15, kl: 19:37:01 | Svara | Er.is | 2

Hvernig er skemmdarverk óvart?

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

vatnsbrúsi | 16. apr. '15, kl: 19:40:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þegar 6 ára barn fattar ekki afleiðingarnar. eins og í þessu tilviki þá var bíll rispaður með því að barn var með sand undir skónum og var að hreinsa sandinn á stuðaranum.

kauphéðinn | 16. apr. '15, kl: 19:42:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var hann að leika sér úti á bílastæði?

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

vatnsbrúsi | 16. apr. '15, kl: 20:06:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er bílastæði við skólann og hann var í útiveru með frístundarheimilinu.

kauphéðinn | 16. apr. '15, kl: 20:09:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Bílastæðið er fyrir utan leiksvæðið og ef hann var þar eftirlitslaus held ég varla að þú sért ábyrg. 

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

karamellusósa | 17. apr. '15, kl: 14:49:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ef barnið fór í leyfisleysi útaf skilgreindu leiksvæði er það að brjóta reglur  og ef það vinnur skemmdarverk þar ert þú /barnið ábyrgt.    það að þetta hafi gerst utan leiksvæðisins fríar mann ekki ábyrgð.   heimilistryggingin ætti að covera þetta.   


eignatjón sem barn veldur öðrum er oftast greitt af tryggingum barnsins (eða barninu sjálfu/foreldrum sem veldur tjóninu) jafnvel þótt það gerist inní skólastofu með kennara.      Ef barn til dæmis klippir gat á peysu annars nemanda af ásettu ráði, það gerist jafnvel inní stofunni fyrir framan augun á kennaranum, þá er samt barnið sem klippti peysuna ábyrgt.    þannig að sá sem klippir peysuna á að borga nýja peysu.  

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

UngaDaman | 16. apr. '15, kl: 20:17:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það hefur verið aðeins meira en að hreinsa sandinn. Er barnið vant svona óvænt skemmdarverkum heima líka?


En mér þykir líklegt að þú þurfir að fara í gegnum þínar tryggingar.

vatnsbrúsi | 16. apr. '15, kl: 20:19:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann er ekki vanur að gera svona lagað og þetta kom mér á óvart.

UngaDaman | 16. apr. '15, kl: 20:20:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Spurning hvort að fleiri tóku þátt? Þó svo að börnin séu "bara" 6 ára þá dettur þeim ýmislegt til hugar og mana hvort annað uppi ótrúlegustu hluti.


Hefurðu athugað þann möguleika?

vatnsbrúsi | 16. apr. '15, kl: 20:21:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já þeir voru tveir sem gerðu þetta.

UngaDaman | 16. apr. '15, kl: 20:24:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þá finndist mér sanngjarnt að þið splittið þessum kostnaði á milli ykkar ef þetta lendir á ykkar tryggingum þ.e.a.s


Tæki í raun ekki annað í mál.

Tipzy | 16. apr. '15, kl: 20:37:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn ætlaði nú að þvo bílinn fyrir bróðir minn eitt sinn, en tók kúst sem var með fullt af llitum hörðum steypuklumpum í. :) Gerði sér engan vegin grein fyrir því og var bara að vera góður. 

...................................................................

nerdofnature | 16. apr. '15, kl: 20:57:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

2 lítil frændsystkini tóku upp á því að "mála" með grjóti glænýja bíl frænku sinnar. Ætluðu bara að gera hann aðeins fínni, föttuðu ekkert að það mætti ekki.

BlerWitch | 17. apr. '15, kl: 10:33:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

þau hafa nú varla verið 6 ára.

nerdofnature | 19. apr. '15, kl: 22:42:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

minnir að þau hafi verið ca 4 ára.

noneofyourbusiness | 16. apr. '15, kl: 21:06:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Sex ára barn ætti að hafa vit á því að nota ekki bíl sem dyramottu, þannig að ég set nú spurningarmerki við þetta "óvart". Passaðu þig á meðvirkni gagnvart hegðun barnsins.

Dalía 1979 | 17. apr. '15, kl: 10:40:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

6 ára barn gerir bara víst svona mér dettur í hug Jón gnarr þegar hann sagðist hafa verið i ferminga veislu og svo datt honum í hug að fara út og hoppa á bílþökum hjá gestunum ekki neitt pælt i afleiðingum enda adhd dæmi 

snsl | 17. apr. '15, kl: 10:41:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þó barn viti að bíll sé ekki dyramotta er ekki þar með sagt að krakkinn skilji afleiðingar þess að dusta af skónum sínum á stuðaranum.

muu123 | 16. apr. '15, kl: 19:46:02 | Svara | Er.is | 0

eg myndi nú halda að þu þurfir að fara i þitt tryggingafélag 

kauphéðinn | 16. apr. '15, kl: 20:12:45 | Svara | Er.is | 0

http://www.seljaskoli.is/index.php/hagnytar-upplysingar-417/tryggingar-vegna-ohappa-nemenda. Mér sýnist að ef þú ert með gilda tryggingu verðir þú að fara með þetta í gegnum þitt tryggingafélag. Þetta er að vísu Seljaskóli en mér finnst líklegt að þetta sé svipað hjá flestum skólum

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

niniel | 16. apr. '15, kl: 20:35:57 | Svara | Er.is | 0

Þetta á að falla undir þína ábyrgðartryggingu (ef þú ert með slíka). Sveitarfélögin eru ekki með ábyrgðartryggingu fyrir tjóni sem börnin valda meðan þau eru í umsjón skólans /frístundarinnar.

Ef hægt er að sýna fram á að tjónið hafi orðið vegna saknæmrar vanrækslu starfsmanna er mögulega eitthvað skaðabóta móment þar, en það er líklega torsótt leið, fyrir lága upphæð (sjálfs ábyrgðina í ábyrgðartryggingunni).

presto | 16. apr. '15, kl: 20:45:39 | Svara | Er.is | 0

Ég er ansi hrædd um að þú berir ábyrgð á þínu barni og þín ábyrgðartrygging komi inn í dæmið. Held ekki að neinn annar leysi þig undan foreldraábyrgðinni. Sama gildir þegar börn týna hlutum t.d. Í skólanum- skólinn tekur enga ábyrgð á því. Mig rámar líka í kærumál þar sem nemandi slasaði kennara sinn sem fór i skaðabótamál við barn/foreldra, lét ekki duga að leita eftir vinnuveitendaábyrgð (man ekki niðurstöðuna).
Var þessum bíl stillt upp sem leiktæki á leiksvæði barnanna? Spurning um áhættuhegðun og ábyrgð bílstjórans?

noneofyourbusiness | 16. apr. '15, kl: 21:05:24 | Svara | Er.is | 1

Þú berð ábyrgð á barninu og þínar tryggingar borga þetta væntanlega, ef þú ert tryggð.

Steina67 | 16. apr. '15, kl: 22:03:41 | Svara | Er.is | 0

Þetta er orðið þannig í dag að ef að fólk er með tryggingu að þá tekur hún yfir, það er eitthvað ákvæði um þetta í tryggingum skólanna og þá væntanlega frístundaheimilann.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 17. apr. '15, kl: 00:58:57 | Svara | Er.is | 5

Mér finnst nú alvarlegt mál ef 6 ára krakkar eru eftirlitslaus að leika sér á bílastæðum, miðað við hvað margir bílstjórar keyra allt og hratt og horfa ekkert í kringum sig

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Dalía 1979 | 17. apr. '15, kl: 10:37:27 | Svara | Er.is | 0

Ég lenti í þessu með minn og mínar tryggingar dekkuðu það enn þetta er á ábyrgð frístundarheimilisins ef barnið var á þeirra vegum þegar atvikið átti sér stað sem var ekki í minu tilfelli var eftir gæslu 

Prym | 17. apr. '15, kl: 11:00:01 | Svara | Er.is | 4

Skil ekki alveg hvert þú ert að fara.  6 ára börn eru ekki kjánar og þau eru búin að læra heilmikið um hvað má og hvað ekki.  Gleymdir þú nokkuð að kenna barninu þínu að bera virðingu fyrir annarra manna hlutum?

lofthæna | 17. apr. '15, kl: 11:06:54 | Svara | Er.is | 1

Hef lent í svipuðu, á skólatíma í 1. bekk þar sem mitt barn + eitt annað barn renndu sér af húddinu á bíl í eigu kennara þegar þau voru úti að bíða eftir rútu í leikfimi. Það hefði átt að fara í gegnum okkar tryggingar en við létum bara gera við bílinn í samvinnu við eigandann og deildum kostnaði með hinum foreldrunum. Fannst það bara eðlilegt að við (eða okkar tryggingar ef við hefðum farið þá leið) bærum kostnaðinn.

Hins vegar fannst mér frekar kjánalegt að það var ekki skólinn sem hafði samband og lét mig vita af þessu heldur hringdi lögreglan í mig og sagði mér að barnið mitt hefði valdið tjóni. Heyrðist ekki múkk frá skólanum þó að þetta hefði allt verið uppi á borðum þar. 

jógurt.is | 17. apr. '15, kl: 13:18:50 | Svara | Er.is | 1

Þarft pottþétt að fara með þetta í gegnum tryggingarnar þínar... Nú vinn ég sjálf í skóla og börn gætu framkvæmt þetta án þess að vera á bílastæðinu hjá okkur... Bílastæðin snúa í sitthvora áttina .. Eitt út að götu og annað snýr að skólalóðinni.. Fullt af stuðurum sem snúa að skólalóðinni... ég þyrfti nú ekki nema að líta rétt undan þá gæti þetta gerst...Við erum öll mannleg og oft þarf ekki nema augnablik til þess að eitthvað geti gerst... .. Sem betur varð ekki slys á fólki... Finnst allt í lagi að skoða aðstæður og ræða við frístundaheimilið.. En ekki segja tilhvers er fólk í vinnu við að passa barnið... Þar sem ég vinn er mjög vel mannað og fáir hlutir sem koma upp... sem betur fer en það er ekki hægt að sjá alltaf allt alltaf.... Og er það ekki þannig hjá okkur sem foreldrum eða hvað?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47927 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie