Eru einhver skilirði gagnvart barninu sem umgengnis foreldri þarf að uppfylla ?

kisa24 | 25. júl. '15, kl: 02:30:49 | 1023 | Svara | Er.is | 0

ég er buin ad vera að spá nuna eru einhver serstök skilirði sem eru sett fyrir foreldra sem fara bara með umgengi við barnið?
td. er eg er spá hvort að þau eigi að hafa eigið herbergi.
og hvort það se ekki skilirði að pabbi sem fær pabbahelga, hafi rúm fyrir 7 ára dóttir okkar,.
og hvort ég geti eitthvað breytt umgengnis samningi ef hann er ekki að ganga upp..
(dóttir okkar vill bara alls ekki vera i 2 daga aðra hverja helgi hja pabba sinum, hún hringdi i mig þegar hun var buin að vera rumar 40 min hja pabba sinum, i bara mesta uppnámi sem ég hef nokkurn timan vitað... hun vildi bara alls ekki vera þar og gret þar til hann kom með hana aftur heim.... ) er alveg lost i þessu öllu :( hvað get eg gert? vill ekki pína hana til að fara þegar hun kemur alltaf heim annaðhvort bara niðurbrotin og grátandi eða svo reið að hun grætur bara og gargar :( mömmu hjartað er svoldið i molum nuna :(

 

-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-


♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥
Stolt mamma ღ♡ღ
♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥

UngaDaman | 25. júl. '15, kl: 02:34:45 | Svara | Er.is | 3

Er skilyrði að hún eigi sitt eigið herbergi hjá þér?

kisa24 | 25. júl. '15, kl: 03:01:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ja hef eiginlega haft það sem skilirði að barnið hafi sinn stað, fyrir sig og sitt dót stað til að geyma fötinn sínn og rúm til að sofa í
, þarf alls ekki að vera sér herbergi, , er bara að spá hvort það væru einhver viðmið um svona hluti ..

hun á að gista hja honum a pabbahelgum en hann a ekki rum fyrir hana og hun vill ekki sofa upp í hja honum, hun er ekki með fataskáp og geymir þvi dotið sitt og fotinn i toskuni sem hun kemur með þau í til hanns...
held bara að þetta se virkilega farið að hafa áhrif á sambandið þeirra þar sem hun þvertekur fyrir að fara og seigist ekki bua þar þvi það se ekki pláss fyrir hana,,, vildi bara ath hvort það væru einhverjar reglur um að born yfir x aldur þyrftu að hafa rúm þar sem hun er komin a þann aldur að vilja ekki sofa uppí hja pabba lengur,, vildi ath hvort eg gæti bent pabba hennar á ef það væri einhver viðmið með þetta... vill ekki þurfa að fara til syslumanns þar sem pabbi hennar er að reyna sitt besta,..
Veit einhver hvort það sé hægt að fá upplysingar einhverstaðar um þetta..

-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-


♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥
Stolt mamma ღ♡ღ
♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥

alboa | 25. júl. '15, kl: 03:07:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Það eru engar reglur en ef henni líður svona illa með þetta ætti hann að hlusta á það. Amk með rúmið til að byrja með og að láta henni líða meira eins og partur af heimilinu.

Hvernig eru samskiptin þeirra á milli helga? Tala þau saman og mynda tengsl? Það þarf samt náttúrulega líka að passa að hún fari ekki að stjórna með kröfum og fýlu.

kv. alboa

Lilith | 25. júl. '15, kl: 10:27:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það verður náttúrulega að taka tillit til óska og vilja barnsins, þó það eigi ekki endilega að ráða öllu. Það ætti nú að vera lítið mál að kaupa ódýrt notað rúm t.d.

Blah!

Dalía 1979 | 25. júl. '15, kl: 10:38:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enn veit að það eru reglur með að 7 ára börn deili rúmi með föður það finnst mér fyrir neða allt 

Máni | 25. júl. '15, kl: 19:52:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

11 ára barnið mitt deilir rúmi með mér.

Dalía 1979 | 25. júl. '15, kl: 20:30:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er eitthvað sem okkur þykir eðlilegt kanski enn barnavernd telur það alltof gamalt  til að deila rúmi með foreldri 

Máni | 25. júl. '15, kl: 20:41:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kýs að henda henni framúr;-)

Máni | 27. júl. '15, kl: 08:53:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Kræst það vantar ekki þarna.

ert | 25. júl. '15, kl: 21:09:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Í alvöru? Þarf ég þá að tilkynna Mána til barnaverndar?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Máni | 25. júl. '15, kl: 21:39:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú vest hvar ég bý

ert | 25. júl. '15, kl: 21:42:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég skutla inn tilkynningu! Ef barnavernd telur þetta alvarlegt þá verð ég að tilkynna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

assange | 27. júl. '15, kl: 02:33:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Oj

Bella C | 26. júl. '15, kl: 20:39:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hættu nú alveg, ertu að segja satt?

askvaður | 26. júl. '15, kl: 23:07:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég mundi tala við hann og segja að hún sé of stór til að sofa uppí hjá honum og hvort hann geti gert eitthvað svo henni líði meira eins og hún eigi heima þarna, t.d. keypt rúm eða haft dýnu á ákveðnum stað, hennar horn og að hún væri þar alltaf með sína eigin sæng og kodda, bangsa, kodda eitthvað til að henni líði vel og hvort hann geti ekki keypt litla kommóðu sem væri alveg hennar, fyrir fötin hennar sem væru þá bara alltaf geymd hjá honum og hennar dót, svo þetta væri ekki eins og ferðalag, útilega í hvert skipti.

þreytta | 27. júl. '15, kl: 10:25:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En að hafa dýnu þá á gólfinu fyrir hana. Getið þið ekki rætt saman og fundið lausn. Hann breytt eitthvað hjá sér þannig að henni finnst hún búa hjá honum, þó svo hún sofi á dýnu til að byrja með. Fá t.d. litla kommóðu fyrir hana fyrir hana að setja fötin í og litla hillu með dóti. 
Ef þetta er góður maður og góður pabbi þá ætti nú að vera hægt að finna lausn á þessu. 


Mikilvægast er að þið tvö getið talað saman og fundið bestu mögulegu lausn á málinu. 

alboa | 25. júl. '15, kl: 02:59:52 | Svara | Er.is | 5

Nei, það eru engin slík skilyrði. "Skilyrðin" eru að foreldri ber að umgangast barn sitt, þér ber að sjá til þess að hún geti farið fram og að hagsmunir barnsins ráða.

Hver er hins vegar ástæðan fyrir þessari vanlíðan? Hvernig er hægt að vinna með hana svo að umgengnin gangi upp? Er barnið að reyna stjórna? Eru miklir samskiptaörðugleikar á milli þeirra? Þekkir hún hann lítið? Hafið þið talað við fagaðila?

kv. alboa

kisa24 | 25. júl. '15, kl: 03:05:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann var að eignast nytt barn með konu sem hann er ekki með, let hana vita að hun ætti litla systur þegar barnið var 3 daga gamallt var ekki buin að seigja henni að hann ætti von a öðrubarni, hann vsr nybuin ad gefa henni herbergi heima hja ser sem hann var buin ad lofa að gera til fyrir hana, sem hann gerði aldrey svo eftir að mamma nyja barnsins missti ibuðina flutti hann hana inn i herbergið dottir minnar anþess að spurja hana (svo þegar hun kom i pabbahelgi var henni bara sagt að hun ætti að gista uppi hja pabba og að litla barnið fengi herbergið hennar ) við hættum sambúð þegar hun var að verða 18 manaða,,, hefur farið aðrahverja helgi en oftast ekki i goðu en nu er hun bara orðin svo gomul að það er svo erfitt að "neyða" hana til að fara þangað sem hun vill ekki vera... hun seigir að það se ekki plass og hun se skilinn utundannn :(

-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-


♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥
Stolt mamma ღ♡ღ
♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥

alboa | 25. júl. '15, kl: 03:15:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 30

Hún er nú bara 7 ára, ekki 17. Hún er enn á þeim aldri að það ætti ekki annað að vera í boði en að vera þar sem henni er sagt á meðan ekkert alvarlegt er að (að fara í fýlu yfir herbergi er ekki alvarlegt).

Sorry en það hljómar eins og hún viti nákvæmlega hvernig hún eigi að spila á þig til að fá að koma aftur heim. Maðurinn er sauður að segja ekki fyrr frá barninu og tækla herbergjamálið ekki betur. En nú er hún ekki lengur eina barnið þar, þá bætist við fullt af tilfinningum hjá henni sem þarf að tækla, ekki bara fara ì fýlu og fara heim til mömmu.

Maðurinn þarf að taka sig á en kannski þarft þú líka að skoða aðeins þína hegðun. Þú segir að þetta hafi eiginlega aldrei verið gert í góðu? Ef ekkert er raunverulega að, annað en fýla yfir herbergjum og nýju systkini, af hverju tekst ekki að venja barnið af þessari hegðun? Fær hún vorkunn, auka knús, auka ástúð og athygli fyrir að láta svona?

kv. alboa

T.M.O | 25. júl. '15, kl: 03:19:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

það er ekki hægt að krefjast þess að barnið sofi uppí hjá honum en hugsaðu sjálf út í að ef þú myndir lenda í vandræðum með húsnæði og þú yrðir að breyta öllu og gætir ekki boðið henni upp á sér herbergi í einhvern tíma... ætti þá að taka barnið af þér? Ræddu þetta við pabbann, ef það er vandamál fáðu þá þriðja aðila til að aðstoða en ekkert sem þú segir er vandamál nema ef eitthvað af fullorðna fólkið er tilbúið að gera það að vandamáli. Hugsaðu um raunverulegt öryggi barnsins ekki gerfiþarfir. 

kisa24 | 25. júl. '15, kl: 03:55:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eg er buin að reyna það ... alveg i lengri tima nuna.. hef lika alltaf getað talað stelpuna mina til i að fara fæ hana svo alltaf jafn óhamingjusama og leiða heim yfir að hafa þurft að hanga inni hja pabba alla helgina..( það varð lika verra eftir að hann tok herbergið hennar og rumið,
kanski er eg ósangjörn en mer finst að barninu eigi að geta liðið einsog hun eigi lika heima á heimilinu hja honum,.. þegar þau fluttu inn (sem var sagt við hana að væri i sma tima) var málað allt og öllu dotinu hennar pakkað og myndum og skrauti sem hun atti um husið var pakkað og setti dotið i kassa inn i horn i herberginu hanns sem hun getur farið i þegar hun kemur til hanns ,,, og svo var allt málað og öllubreytt þau fluttu inn og svo kom hun til hanns og bara alltieinu konan sem hann a barnið með flutt inn í herbergið hennar (þau eru ekki saman) og allt hennar dot komið i kassa, rumið farið , allt breytt og hun vissi bara ekkert að neitt að þessu væri i gangi ... svo er þetta bara buið að bætast meira og meira á... svo loksins for hann að hringja i hana 1 x i viku eftir að eg sagði honum hverning henni leið... þa var það aðeins betra i svona 2 mánuði .. hun var alveg jafnkvíðinn að fara en tók minna að tala hana til þvi hann var þa buin að hringja i hana fyrir pabbahelgina og þau buin að ákveða hvað skildi gera um helgina :) svo kom afmælið hennar og hann gleymdi að hringja i hana,,, eg hringdi marg oft og fekk ekkert svar .. daginn eftir naði eg loksins a honum og hann ekki buin að fatta að hann hafi gleymt að hringja i hana... svo eftir það þá for allt aftur að versna.... hann hætti að gera með henni hlutina sem þau voru buin ad tala um , lofaði henni gjörsamlega ollu svo hun kæmi til hann svo þegar hun kemur heim nu orðið er bara ekkert gert það sem er buið að lofa henni heldur er hun hangandi inni i horninu hja honum að leika ein eða er dregin i eitthvað verkefni sem hann er að gera með vinum sinum og á þá að leika við litlu strákana vina hanns..hún hefur sín áhugamál .. bilar eru ekki eitt af þeim... hun á sinar vinkonur og vill lika leika við þær.. . finnst hann lika bara ekki skilja að hun er ekki 2 ára lengur, hun man það sem hann lofar henni og man það lengur þegar hann stendur ekki við það, virðirst ekki fatta að hun er ekki fylgi hlutur,,, hun þarf athygli og hun þarf og á skilið að finnast hun velkominn þar og á skilið að liða einsog hún se ekki bara gestur...
nuna er hun bara komin a þann stað að hun bara þvertekur fyrir að fara og liggur við að eg þurfti að pína hana her út i dag.,, en fekk hana loksins til að fara þvi hann lofaði henni að gera eitthvað skemmtilegt með henni og þau voru buin að ákveða eitthvað og hun var nu ekki spennt og sko alveg viss um að hann mundi sko ekki standa við það.. og eg alveg peppaði hann upp að ju nu væri pabbi sko alveg að meina það og nuna mundi allt ganga betur... 40 min seinna hringir hun i mig buin að loka sig inn i herbergi hja pabba sinum grátandi þvi hun atti að fara inn i herbergið ( og leika ser að dotinu sinu sem er allt i kossum þar inni i horninu.. )

hun buin að sitja þar siðan hun kom heim til pabba sins .og þau voru vist ekki að fara að hafa neina svaka skemmtihelgi þvi hann var vist buin að akveða að hjalpa einhverjum vini sinum og gleymdi þvi bara svo hun atti að hanga inni heima hja honum með konu sem hun þekkir ekkert svo hun hringir i mig, .. svo þegar eg er buin að tala við hana i svona 10 min heyri eg i honum koma inn og hann skammar hana fyrir að hringja og "klaga i mommu" ... hann tekur siman og eg heyri hana bara argandi grenjandi bakvið að hun vilji fa siman og hun vilji tala við mommu,.. svo heyri eg hann bara eitthvað garga a hana að hætta þessu væli (hun er astma veik og a það til að fa kast þegar hun grætur sem mest - HEF EKKI SEÐ HANA GERA ÞAÐ SIÐAN HUN VAR 3 ÁRA . en nei hun bara grætur og grætur og hann heldur aframm að skamma hana fyrir að hringja svo eg skelli á og hringi i siman hanns. hann svarar ekki strax en þegar hann svarar er hun komin i enþa meira uppnam og farinn að taka andköf og hann er enþa að skamma hana fyrir að gráta og liða illa, svo eg seigi honum að koma með hana heim svo eg geti róað hana niður... hann er nu ekki til i það og heldur afram að skamma hana og skellir á mig svo hringir hun i mig 3 min seinna og er gjorsamlega að missa andan tekur andkof og er alveg hætt að gráta nær bara ekki að roa sig og en heyri eg i honum bakvið hana að seigja að hun se bara með stæla og eigi bara að hætta að láta svona, eg reyni að roa hana niður i siman svo heyri eg bara i honum bakvið kalla hana litla frekju og seigist ætla að skutla henni heim,
svo eru þau komin 2 min seinna hann rikur inn með dotið hennar og hun straunglast upp stigan langt a eftir honum alveg miður sín yfir þessu..
veit ekki hvort það se herbergis aðstærður og henni fynst ekki vera pláss eða hvort hun se bara sár yfir að vera "fylgihlutur" hjá honum,
eða hvort hun se orðin svona sár að það se aldrey staðið við það sem er lofað henni...

-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-


♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥
Stolt mamma ღ♡ღ
♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥

uppi | 25. júl. '15, kl: 10:21:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég myndi hlusta á barnið og mömmuhjartað. Ef þú upplifir það að barninu líði illa þarna þá á ekki að neyða hana til að fara. Útskýra það fyrir pabbanum og finna lausn á málinu. Er ekki hægt að útbúa eitthvað horn fyrir hana í íbúðinni með bedda og hillu með dóti? Það þarf að passa að hún fái að taka meiri þátt þegar hún er þar og ekki lofa neinu sem ekki er 100%. 

Lilith | 25. júl. '15, kl: 10:37:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Mér finnst þetta vera eins og þetta leysist ekkert endilega með sér rúmi og herbergi, heldur miklu meira um það að hann geri eitthvað með stelpunni og sýni henni athygli. 

Þegar krakkarnir mínir bjuggu svona þröngt með pabba sínum var hann mjög duglegur að gera eitthvað með þeim í stað þess að hanga inni. T.d. fara á einhverja lókal fótboltaleiki, labbitúrar, skreppa niður í bæ og bara eitthvað svona smá til að komast aðeins út og gera eitthvað saman.

Blah!

Dalía 1979 | 25. júl. '15, kl: 10:45:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Nennti ekki lesa nema smá enn held að þú sért að gera barnið svona eins og það er stelpann á eftir að búa við það allt sitt líf ef hún myndar ekki góð tengsl við föður myndi ekki vera að skipta mér af þessu heimili nema þá að setja kröfu um að hún sofi ekki upp í hjá föður og bara að hún sé að fara til pabba og púnktur ekki vera að svara henni og svona þessi aldur er snillingar til að koma sér á þann stað sem þau vilja hún er greinilega með mömmu sina i vasanum 

Degustelpa | 27. júl. '15, kl: 13:51:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ef þú hefðir lesið allt þá hefður verið sammála (vona ég) að pabbinn er ekki með réttu taktíkina á stelpuna og er greinilega ekki að reyna að láta henni líða vel.


Barnið fékk astmakast út af gráti og pabbinn reyndi ekkert að hugga heldur var kallandi barnið nöfnum og skammandi fyrir að vera í uppnámi!

strákamamma | 27. júl. '15, kl: 16:00:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jumin

strákamamman;)

Degustelpa | 27. júl. '15, kl: 19:33:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

get ekki lesið úr þessu svari hvort þú sért sammála eða ekki.

Tipzy | 25. júl. '15, kl: 11:48:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég næ ekki alveg að þú segir að hann sé að gera sitt besta, finnst þetta bara mjög lélegt af honum.

...................................................................

raudmagi | 25. júl. '15, kl: 19:30:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Mér finnst það ekki eigi að vera þannig að pabbinn eigi að vera með eitthvað sérstakt prógram þegar það eru pabbahelgar en um að gera að gera eitthvað saman. Þegar mín börn voru á þessum aldri þá kom það aldrei til greyna að þau fengju eitthvað að rá því hvort þau færu til pabba síns enda veit ég að hann er góður maður þó svo við séum ekki alltaf sammála. Ég man ekki eftir því að ég hafi vitað eitthvað um það hvað væri á dagskrá þær helgar sem þau voru þar fyrr en þau fóru að segja mér hvað þau voru að gera um helgina.

Mistress Barbara | 25. júl. '15, kl: 20:20:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 19

Krakkinn hljómar eins og drama drottning, hún er ekki lengur eina barnið og þarf að sætta sig við það.. Og myndi ekki láta hana hafa síma með sér til pabba síns. Ef eitthvað er, getur hann hringt í þig..

kisa24 | 25. júl. '15, kl: 21:00:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eg og sambýlismaður minn eigum 3 stelpur svo þetta er ekkert drama utaf nyja barninu.

-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-


♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥
Stolt mamma ღ♡ღ
♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥

Mistress Barbara | 25. júl. '15, kl: 21:14:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Nýja barnið hjá pabba sínum.. Myndi
Hætt að láta hana hafa símann með sér, hljómar eins Og pjúra frekja.

strákamamma | 26. júl. '15, kl: 20:38:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

ég myndi heldur ekki leyfa 7 ára að fara með síma í umgengni, og ef umgengnisbörnin mín kæmumeð síma til mín 7 ára gömul myndi ég passa símana.

strákamamman;)

uppi | 25. júl. '15, kl: 21:11:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Börn eru misjöfn og það er ekkert óeðlilegt við það að barnið upplifi höfnun ef það fær litla athygli eftir að nýtt barn kemur inn á heimilið, það þarf að fylgjast með því og passa upp á það. 

Felis | 27. júl. '15, kl: 09:06:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þegar ég les þetta þá held ég að vandamálið sé ekki að hún þurfi að deila rúmi með pabba sínum eða að hún hafi ekki sitt eigið herbergi eða pláss fyrir fötin sín (sonur minn er með eigið herbergi hjá pabba sínum - slíkt er ekki ávísun á hamingju). 
Vandamálið virðist mun frekar vera samskipti pabbans við hana, já eða skortur á þeim. 


Ég er ekki sammála mörgum hérna um að barn á þessum aldri eigi bara að bíta í það súra og sætta sig við að svona séu hlutirnir. Mér finnst þetta ekki hljóma einsog barnið sé dramadrottning eða að reyna að spila með þig. Mér finnst þetta hljóma einsog barninu líði illa hjá pabba sínum og því skorti umhyggju, athygli og virðingu hjá honum. 
Fyrsta skrefið væri mögulega að ræða við pabbann. 


Eins þá finnst mér fullkomlega eðlilegt að barn á þessum aldri hafi sjálft síma sem það getur sjálft hringt beint í þig úr. Ég yrði absolutely spinnigal ef barnsfaðir minn tæki af barninu okkar símann þegar það er hjá honum (ok fyrst myndi ég ræða þetta á rólegu nótunum en benda pabbanum á að þetta væri ekki ásættanlegt). Barnið okkar er með sinn eigin síma sem að pabbinn getur hringt í hvenær sem er, til að eiga samskipti við barnið (og barnið getur alltaf hringt í pabba sinn). Það væri fáránlegt ef það ætti ekki að vera þannig líka þegar barnið er hjá pabba sínum. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 27. júl. '15, kl: 12:51:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Mér finnst agalegt að leggja það á börn að vera alltaf með hitt foreldri sitt í vasanum þegar það er í umgengni.... bara kæmi ekki til greina á mínu heimili.

strákamamman;)

alboa | 27. júl. '15, kl: 13:03:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mín er með sinn síma à sér enda talar hún við vini sína í gegnum hann. Ef ég þarf að tala við hana eða þau hringi ég í pabba hennar. Það að hafa símann sinn þýðir ekki að foreldrið sé endalaust að skipta sér af barninu.

kv. alboa

strákamamma | 27. júl. '15, kl: 13:42:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef þú þarft að tala við hana ættiru að hringja í pabba hennar...eða það er mín skoðun.  Það er engin séns á því að 7 ára fengi að ganga um með síma í vasananum í mínum húsum.


Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir áreitinu sem símar geta verið, bara það að vita að þeir séu þarna alltaf hreint.  

strákamamman;)

alboa | 27. júl. '15, kl: 14:03:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Lastu það sem ég skrifaði? Ég sagði að ég hringi í pabba hennar ef ég þarf að tala við þau.

Síminn hennar er nú ekkert alltaf í vasanum hennar þó hún sé með hann sjálf. En mín er nú orðin aðeins eldri. Áreitið er eins mikið og maður leyfir því að vera. Síminn er þá ekki vandamálið heldur umgengnin um hann.

kv. alboa

Felis | 27. júl. '15, kl: 13:12:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þetta er ekkert spurning um að vera alltaf með hitt foreldrið í vasanum. Þetta er bara alls ekki þannig. 
Mér finnst mikilvægt að pabbinn geti haft beint samband við strákinn, að sama skapi vil ég geta hringt í strákinn ef hann er hjá pabbanum. 


Þetta eru ekki stöðug símtöl eða áreiti, þvert í móti. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 27. júl. '15, kl: 13:43:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ef strákurinn er 7 ára finnst mér það algert rugl og slæmt fyrir umræddan strák.   foreldrarnir eiga að geta talað saman og það er hægt að hringja á milli ef þörf krefur...ss á milli foreldranna. 


Annað ef við erum að tala um táning....   tek samt fram að allir á mínu heimili leggja sína síma frá sér til kl 17 á daginn...  líka sá sem er 14 ára og býr hjá pabba sínum.    

strákamamman;)

Felis | 27. júl. '15, kl: 13:50:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

minn er reyndar að verða 10 ára (ég man ekki hvenær hann fór að vera með símann alltaf með sér) og einsog ég segi þá tel ég símann vera algert möst. 
Síminn er líka ekkert vandamál, bara notaður þegar þarf að hringja og enginn er að hringja endalaust á milli. 


Við erum þá bara ósammála. En amk hjá mínu barni er síminn ekki stöðugt áreiti, en mikið öryggistæki (og notað sem slíkt).


Mér er btw. alveg sama hvernig þú hefur þetta hjá þínum börnum en það er algert rugl að ætla að halda því fram að notkun síma + samskipti milli foreldra og barna komi bara í einni stærð og eitt form henti öllum. Ef barnið er td. að einhverju leiti óöruggt hjá hinu foreldrinu þá getur vitneskjan um að hafa síma í vasanum, og geta hringt í einhvern öruggan, verið rosalegur munur. 


Svo er náttúrulega kosturinn við að geta hringt í vinina, sem eru ekki endilega bara í næsta húsi, til að koma og leika og svoleiðis. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 27. júl. '15, kl: 16:02:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

sími ER stöðugt áreit við börn sem þá eiga samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið.   


Ef barn er óöruggt hjá einu foreldri sínu er það ALLS ekki svarið að stinga síma í vasa barnsins heldur vinna á vandamálinu sem er óöryggið.   Sími er í besta falli falskt öryggi og ég vorkenni alltaf þessum greyum sem eru látin fá þessa ábyrgð og áreiti svona ung. 

strákamamman;)

Felis | 27. júl. '15, kl: 16:07:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

síminn er ekkert alltaf áreiti og auðvitað unnið með óöryggið og síminn er bara brot af þeirri vinnu. 
Þú getur talað út frá þinni reynslu og því sem þú veist en þú þekkir ekki allar aðstæður. 


Aðstæður þarna, sem upphafsmanneskja talar um, hefðu ekki verið betri á neinn hátt ef barnið hefði verið símalaust. 


Þú mátt líka alveg vorkenna börnum sem eru með síma, en þetta er í alvörunni hvorki ábyrgð né áreiti í öllum tilfellum. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bdi | 28. júl. '15, kl: 13:31:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Með því að hafa mömmu alltaf í símanum í vasanum lærir barnið að treysta á hana en ekki sjálft sig þegar eitthvað bjátar á. Ég er svo sammála strákamömmu að ég held að þetta sé ekki hollt og að það sé misskilningur að þetta sé uppbyggilegt. 
Mín skoðun er sú að þetta er hluti af því sem mömmur gera oft ósjálfrátt - nefnilega að gera sig ómissandi í lífi barnsins. Það er samt þegar upp er staðið þannig að okkar hlutverk er að búa barnið undir sjálfstætt líf og það er ekki þannig að það sé alltaf hægt að treysta ´amömmu í lífinu og því mikilvægt að börn læri að tækla sjálf vandamál sem koma upp og hver er betur til þess fallinn en pabbi eða amma og afi eða aðrir ættingjar sem barnið heimsækir. 

Allegro | 27. júl. '15, kl: 16:16:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála finnst 7 ára barn ekkert hafa að gera með síma nema þá kannski við ákveðin tækifæri. (þá er það væntanlega þess foreldri sem barnið er hjá að ákveða ef og þá hvenær barnið er með símann)

Degustelpa | 27. júl. '15, kl: 13:49:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eftir þetta þá myndi ég hluta á barnið og setja pásu á pabbahelgarnar!

Allegro | 27. júl. '15, kl: 16:05:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað ætti það að laga?

Degustelpa | 27. júl. '15, kl: 19:36:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mögulega vanlíðanina hjá barninu. Ræða svo við pabbann og fá hann til að átta sig á því að stelpunni líður illa hjá honum og vinna svo með það. Byrja svo á dagsferðum aftur til pabbans, amk þar til stelpan er farin að líða betur hjá honum (og þar til hún fær sér dýnu til að sofa á fyrst hún vill ekki sofa uppí)

Allegro | 28. júl. '15, kl: 11:30:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvita þarf að ræða við pabbann en ég stórlega efa að það sé bót í máli að setja pásu á pabba helgarnar. 
Þetta eru ör fáir dagar í mánuði sem þau fá til að umgangast og að fækka þeim enn meir er varla þáttur í að bæta samskiptin. Tel að þau verði betur bætt með öðrum úrræðum. A.m.k finnst mér mikilvægara að reyna annað fyrst.

Felis | 28. júl. '15, kl: 11:40:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það er alveg hægt að auka umgengnisdagana í mánuðinum án þess að hafa pabbahelgar. Sérstaklega ef þetta "að gista" er hluti af vandamálinu. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Degustelpa | 28. júl. '15, kl: 13:18:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það sem hjálpaði minni upplifun á pabba var að hann flutti þvert yfir landið. Samskipti urðu betri því ég þrufti ekki að umgangast hann. Eg var 11 ára þegar hann flutti.

Okkar samskipti hefði verið miklu betri ef ég hefið fengið að vera hjá honum dag og dag aðeins yfir vikuna og svo helgi ef ég vildi.


Eg trúi að börnin láta alveg vita ef þeim líður illa og að það eigi ekki að hundsa þau bara út af því að þau eru börn.

Allegro | 28. júl. '15, kl: 14:09:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að allir hljóti að vera sammála um að það eigi ekk að hundsa barnið. 
Ég held að í flestum tilvikum sé hægt vinna að bættum samskiptum milli foreldra og barna án þess að annað foreldrið setji "pásu á pabbahelgar". En auðvita verður viljinn að vera til staðar, hjá öllum aðilum. 
En auðvita er ég ekki í stöðu til að tjá mig um einstök mál, bara svona alment :)

Nói22 | 28. júl. '15, kl: 14:36:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú mér finnst sumar hérna vera ansi mikið í því að vilja hunsa barnið og það sem það vill. Ef því finnst óþægilegt að fara til pabba síns og hvað þá ef það grætur að þá finnst mér að það þurfi að taka á því. Ekki bara senda það samt. 

alboa | 28. júl. '15, kl: 14:51:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Maður má samt ekki verða blindur á hvernig manns eigin hegðun getur ýtt undir ástandið eða hvort barnið er að stjórna með hegðun sinni.

Mín hefur grátið með miklum ekka og látið eins og lífið væri hreinlega að hrynja þegar hún komst upp með að stjórna þannig. Um leið og klippt var á að hegðunin hafði tilætluð áhrif hætti hún.

En auðvitað þarf að vinna með samskiptavanda þegar hann kemur upp. Barnið og pabbinn í þessu tilfelli þurfa samt líka að fá frið til þess. En á sama tíma þarf hann að hlusta á barnið og hvað það er sem veldur henni vanlíðan.

kv. alboa

Nói22 | 28. júl. '15, kl: 15:16:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Enda er ég ekki að segja að það sé ekki möguleiki að stelpan geti verið að stjórna. En mér finnst ekki að það eigi að vera útgangspunkturinn eða það fyrsta sem fólki dettur í hug. Stundum er einfaldlega vanlíðan þarna sem þarf að taka á. Kannski með því að tala almennilega við pabbann og fá hann til að sjá að stelpunni líður raunverulega illa hjá honum, kannski með því hreinlega að hann taki hana þá minna til sín og hún sé bara hjá honum að degi til. Líka að hún sé með síma og viti að hún geti alltaf náð í mömmu sína ef eitthvað bjátar á. Fái öryggistilfinningu.

bdi | 28. júl. '15, kl: 13:23:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mín reynsla segir að það er ekki gott að vera að tala við barnið þegar það á að vera annarstaðar. Það er alltaf öðruvísi að vera hjá pabba eða annarstaðar en hjá mömmu og hún verður að læra að tækla það með því að ræða við hann en ekki þig. Það er mikilvægt að börn læri að ræða við fólk ef þeim líður ekki vel fremur en að treysta bara alltaf á mömmuna. Reyndar held ég að það sé bara á engan hátt gott að mömmur skipti sér af lífi pabbans, það skapar togstreitu sem bitnar á barninu. 
Hjá okkur var bara ekki í boði að fara ekki og ef upp komu árekstrar þeirra á milli þá tók ég enga ábyrgð á þeim heldur spurði hvernig þau hefðu leyst það og sendi pabbanum stundum sms um umhvörtunarefnið svo hann gæti rætt það við hana að fyrrabragði. Þegar ég tók upp  á þessu á komumst við að því að stelpan spilaði laglega á okkur og sagði hitt foreldrið ómögulegt og kvartaði sáran á báða bóga til að fá vorkunn. Það hætti um leið og við hættum að bregðast þannig við.  

Lilith | 25. júl. '15, kl: 10:32:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Æ, er hún ekki bara að upplifa höfnunartilfinningu? Ég er reyndar ekki sammála að hún sé of gömul til að það sé hægt að "neyða" hana í umgengni við pabba sinn, er alveg á því að þetta verði að vera ákvörðun foreldranna og í hennar hag að eiga sem best samskipti við föður sinn. En þetta hljómar eins og hann þurfi að taka svolítið til í þessum málum og eyða tíma og fyrirhöfn í dóttur ykkar til að fullvissa hana um að hún sé velkomin og ekki fyrir. Kannski ráð að fá fagmanneskju til að koma með ráðleggingar. Svo þarft þú líka að passa þig að hlaupa ekki eftir öllum dyntum stelpunnar og ýta mögulega ósjálfrátt undir þá skoðun að hún sé ekki nógu velkomin hjá pabba sínum, eða geti bara smellt fingri og þá ert þú hlaupin til að redda málunum.

Blah!

Svala Sjana | 26. júl. '15, kl: 00:57:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Ósköp einfalt að henda dýnu á gólfið ef hún vill ekki sofa hjá föður sínum.
Skil ekki að hægt sé að gera drama í kringum þetta. 

Ekki skápur fyrir hana, erum við ekki bara að tala um helgar.. ekki heilu mánuðina
Mínir krakkar fara/fóru til föður síns og ég man ekki eftir að hafa heyrt rætt um skápapláss.  Enda hefði ég orðið verulega hissa ef þau hefðu nennt að taka upp úr töskunni til að troða í skáp fyrir 1-3 daga.



Kv Svala

strákamamma | 26. júl. '15, kl: 20:35:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hefur þú rætt við hana um hvað þér finnst þetta agalegt?

strákamamman;)

Gunnýkr | 26. júl. '15, kl: 23:12:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Átti hann að spyrja 7 ára gamalt barn hvort hann mætti leyfa barnsmóður sinni að flytja í herbergið hennar þegar hún er búin að missa íbúðina?
Átti 7 ára gamlt barn að stjórna því? 
Getur hún ekki bara verið á dýnu á gólfinu hjá pabba sínum meðan barnsmóðirin er að redda nýrri íbúð. 
Mér finnst þetta voða .... drama eitthvað.

Allegro | 27. júl. '15, kl: 08:31:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef hún hefur í einhver ár farið ósátt til pabbs síns þá snýst þetta varla um herbergið hennar sem hún er nýlega búin að "lána" tímabundið. 

T.M.O | 25. júl. '15, kl: 03:04:51 | Svara | Er.is | 9

það er ekkert skilyrði að barn hafi sér herbergi. Það er ekkert óeðlilegt að fara fram á að það hafi sitt eigið svefnpláss, þó það sé sófi. Þú verður alvarlega að spá í hver ástæðan er fyrir óróleika barnsins, hvort það er bara vegna þess að það vill ekki breytingar eða hvort það er raunverulega eitthvað að. Þú getur líka gert ykkur báðum og öllum greiða að sjá hvort pabbinn er að sinna henni nóg, hafa nóg að gera fyrir hana og að hjálpa henni að líða vel hjá honum. Ef barnið vill ekki fara bara af því að það því finnst þægilegra að vera heima þá ber þér skylda til að gera því grein fyrir að það sé ekki í boði. Þetta er snúið verkefni og krefst þess að þú sleppir allri meðvirkni en þannig er þetta bara.

Lilith | 25. júl. '15, kl: 10:26:37 | Svara | Er.is | 2

Nei, það eru engin sérstök skilyrði. Ef þú hefur áhyggjur af velferð barnsins þá er það barnaverndarmál.

En hvort barnið eigi sér herbergi eða rúm hefur ekki endilega neitt að segja með hvernig því líður. Barnsfaðir minn bjó á tímabili í lítilli stúdíóbíbúð og var bara með kojur fyrir krakkana og sjálfur með svefnsófa, allt í sama rými. Þeim fannst það bara æðislegt, upplifðu bara öryggi og kósíheit að kúra svona nálægt pabba sínum. Við vorum með viku og viku skiptingu. Aldrei fann ég, eða aðrir fyrir, að þeim liði eitthvað illa með þetta. 

Veistu hvað það er sem veldur því að hún lætur svona og er svona lítil í sér? Efast um að þetta tengist sérherbergi eða rúmi.

Blah!

kisa24 | 25. júl. '15, kl: 10:36:40 | Svara | Er.is | 3

Held bara ad thetta hafi verid of miklar breytingar a stuttum tima..
Ætla tala vid pabba hennar aftur i dag og sjahvad hann seigir

-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-


♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥
Stolt mamma ღ♡ღ
♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥

Dalía 1979 | 25. júl. '15, kl: 10:37:23 | Svara | Er.is | 0

það er ekki skilyrði að hafa herbergi enn svefnaðstöðu enda væri það dýrt að ætla að hafa sér herbergi fyrir alla eins er faðirinn vondur við hana myndi ekki vera að láta eftir henni að klára ekki pabba helgarnar ef hann er góður við hana ...oft nota þau einmitt grenjið til að koma sér heim 

ert | 25. júl. '15, kl: 11:10:05 | Svara | Er.is | 6

Hefurðu velt því fyrir þér hvað gerist ef dóttir fær að sleppa við að fara til pabba síns? Hvernig verða tengsl þeirra þá?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Splæs | 25. júl. '15, kl: 11:23:57 | Svara | Er.is | 14

Ég veit ekki um skilyrði á heimili umgengnisforeldris. En mér finnst þó líklegt að barnið eigi að hafa sér rúm til að sofa í, komið á þennan aldur. Getur maðurinn ekki fengið sér minna rúm og haft annað sér fyrir hana? Getur hann ekki sofið i stofunni þegar hún kemur og sett Disney rúmföt á rúmið sitt á meðan og leyft henni að vera þar? Hann þarf ekki að hafa hana niðurpakkaða í kassa eins og hvert annað geymsludót, það er hægt að setja upp litla hillu fyrir hana í svefnherberginu hans. En hann hugsar ekki í lausnum, hann bara skammar hana, skammar hana fyrir að vera sár, skammar hana fyrir að láta andóf sitt í ljós. Hún hefur ekkert útspil í stöðunni, hann málar hana úr í horn.

Á lýsingum þínum að dæma virðist barnið ekki bara upplifa sig hornreka heldur vera það. Það er lágmark að hún fái skúffu í kommóðu fyrir farangurinn sinn. Maðurinn býður henni ekki upp á heimili heldur er hún gestur. Það sést á aðstöðuleysi hennar og framkomu hans. Það snýst ekki um sérherbergið heldur að hann sýnir enga viðleitni til að skapa henni heimili. Meira að segja sem gesti sýnir hann henni óvirðingu með framkomu sinni. Hann fer og eyðir tímanum með öðru fólki þar sem ekki er gert ráð fyrir henni. Mér líður þannig þegar vinir míni hitta mig og eru svo bara í símanum á meðan.

Hann sýnir henni ekki nærgætni eða tillitssemi með því að undirbúa hana fyrir breytingar. Það sem hún sér er að það er búið að þurrka út öll ummerki um hana í lifi hans. Í ofanálag ákveður hann að gera eitthvað annað en skapa fjölskylduminningar með henni. Hvernig á hún þá að geta fundist hún örugg í samskiptum við hann? Ég myndi leggja til að sleppa þessum gistingum um sinn, hann sæki hana og geri eitthvað með henni í nokkra klukkutíma og skili henni svo heim. Málið er bara að hann virðist ekki einu sinni kunna að eiga samveru með 7 ára barni, hvað þá að virða hana sem barnið sitt. Hún er ekki í 7 ára frekjukasti og fýlu út í pabba sinn, hún er í verulegu uppnámi.

Nói22 | 27. júl. '15, kl: 17:03:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sammála þessu. Skil ekki hörkuna hérna hjá sumu. Tala um stelpuna sem dramadrottningu og eitthvað. Nei stelpan er ekki dramadrottning. Stelpan er hreinlega að finna að pabba hennar virðist vera sama um hana. Er ekki að segja að honum sé raunverulega sama en hann virðist fara alveg svakalega klaufalega leið að því að sýna að honum þyki vænt um hana og vilja hana í sínu lífi.

Felis | 25. júl. '15, kl: 11:25:01 | Svara | Er.is | 3

Ég gat ekki staðið í að pína barn í helgarheimsóknir til pabba síns. Ég stakk upp á örari og styttri heimsóknir í bili og bæði pabbinn og barnið samþykktu það sem lausn.
Pabbinn hinsvegar hefur sárasjaldan samband svo í raun eru þetta færri og styttri heimsóknir (aldrei yfir nótt).
Barninu líður milljón sinnum betur og gengur miklu betur með allt. Er í betra jafnvægi alla daga. Barnið er líka loksins ánægt með þá samveru sem er og jákvæðara í garð föður síns.
Ef pabbinn vildi þá væri núna kominn fínn grunnur til að auka samskiptin (ári seinna) en einsog ég segi þá sýnir hann lítinn áhuga á því. Já eða hann bíður eftir að ég sjái um að skipuleggja þetta en ég er löngu búin að segja honum að ég ætli ekki að taka það á mig. Hef þó sagt honum að ég telji að það væri hægt að auka umgengnina hægt og rólega.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

lean | 25. júl. '15, kl: 19:48:02 | Svara | Er.is | 5

Ég og unnustinn minn bjuggum í stúdíóíbúð (15 fm herbergi) á tímabili. Herbergið var með sófa, rúmi, borði og svo smá eldhúsinnréttingu (vaskur, borð, lítill ísskápur og hella sem maður stingur í samband). Þetta var nýtt og ekki subbulegt (sem betur fer), en bara það sem við höfðum efni á. Sonur hans, sem var þá 9 ára, kom til okkar aðra hvora helgi og bara eins oft og hann vildi, alltaf velkominn. Hann gisti á sófanum sem var reyndar svefnsófi en þar sem herbergið var lítið þá var hann alveg upp við rúmið okkar. Við geymdum sængina hans og kodda í geymslunni í sófanum og þar sem við vorum bara með eina MALM kommóðu undir fötin okkar þá fékk hann að koma fötunum sínum þar fyrir með okkar. Hann var alltaf til í að koma til okkar og við höfðum það voða kósý þó svo að plássið væri lítið. Höfðum ekki upp á meira að bjóða en hann virtist alltaf sáttur. Eftir þetta hefur hann verið með sér rými með rúmi og kommóðu undir fötin sín og dót, en við höfum ekki efni á íbúð með stórum herbergjum. Hann er líka orðinn 16 ára núna og áhuginn fyrir að gista búinn að minnka töluvert :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Síða 1 af 47590 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Kristler, Guddie, Paul O'Brien