Eru Ríkisbankarnir óseljanlegir ?

kaldbakur | 12. feb. '20, kl: 08:55:43 | 140 | Svara | Er.is | 0

Vill nokkur kaupa bankana okkar á einhverju verði sem er í samræmi við eigið fé bankanna ?
Þegar Landsbankinn var seldur fyrir um 20 árum þá fannst enginn erlendur kaupandi, en áhugi ríkisins þá var að fá erlendan banka hingað.
Kæmi manni ekki á óvart að fair hafi áhuga á Íslandsbanka nema þá kannski lífeyrissjóðir. Og þá væru lífeyrissjóðir okkar komnir í skrítna stöðu á okkar fjármálamarkaði sem stærstu eigendur hlutafélaga í kauphöllinni.
Erlendir eigendur Arion banka eru að taka til sín eignir bankans með því að draga úr starfsemi segja upp fólki og greiða eigendum arð.

 

Júlí 78 | 12. feb. '20, kl: 17:11:50 | Svara | Er.is | 0

Ég veit ekki hvort einhverjir vilja kaupa en væri ekki hissa þó að Bjarni Ben sé alveg búinn að skipuleggja þetta, sölu á Íslansbanka - allt fyrir  sína vini - sem svo aftur gæti komið honum sjálfum vel...Það hlýtur að vera eitthvað meira á bakvið annað en að það þurfi að fjárfesta í innviðum....(með sölunni sé möguleiki til þess),


Spurt er annars í DV, á ríkið að selja hlut sinn í bönkunum?
Nokkur svör í kommentum:


Eigum ekki að selja bankana, aðskilja á fjárfestingabanka og viðskiptabanka. Einkaaðilar geta verið í fjárfestingum en ekki með ríkisábyrgð, við viljum ekki þurfa að greiða fyrir annað hrun og óráðsíu fjárglæframanna.Ein hugmynd, við borguðum síðast þegar fór illa, hvernig væri að okkur væri borgað til baka núna þegar vel gengur? Og sem einn af eigendum bankana þá vill ég enga sölu eins og er að mér óspurðum, það myndi ég líta á sem en einn þjófnaðinn.Sjaldan launar kálfurinn ofeldið!Nei ekki strax, en Íslandsbanki (ex GLITTNIR) er til sölu, þá er það spurning með Ættina , hvort að hún sé búin að grafa sig í ÍSLANDSBANKANUM eins og með GLITTNIR BANKA forðum, BB er fjármálaráðherra og Formaður Bankasýslunnar svo heimatökin eru fyri hendi að afhenda Bankann sínum mönnumEinmitt... Eru åbyggilega rosalega velkomnir, eftir síðuustu svikaútrás..
kaldbakur | 12. feb. '20, kl: 19:20:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já allskonar rugl úr kommentum. Hefðir átt að birta nöfnin á höfundum með..
Ótrúlegt hvað mikið af ruglukollum í þessum kommentum og folk virðist ekkert skammast sín fyrir ljótt orðbragð og leiðindi.

:Það má svosem ræða það með rökum hvort selja skuli bankana sem eru í eigu ríkisins og hafa verið að skila þokkalegum arði til ríkisins.
Það má líka segja að arðurinn sé ekki nógur ef eigið fé bankanna er eins hátt og sagt er.
Og það verður auðvitað að gæta að því að ef bankarnir eru seldir til einkaaðila þá gengur ekki að hafa ríkisábyrgð á þeim !
Það kann líka að vera að bankarnir séu ekki nógu framtakssamir ef í eigu ríkisins. Hagnaðarvon einkaaðila leysir úr læðingi krafta sem ríkisrekið fyrirtæki hefur ekki.
Þannig má ræða þetta fram og aftur. En að vera að bera það uppá stjórnmálamenn að þeir séu eitthvað að hygla sér og sínum er held ég frekar billeg gagnrýni.

Júlí 78 | 13. feb. '20, kl: 01:19:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má ekki segja það um stjórnmálamenn að þeir séu eitthvað að hygla sér og sínum eða sínum vinum ef það er akkúrat það sem þeir hafa gert áðaur? Auðvitað eru ekki allir stjórnmálamenn eins. Sumir heiðarlegri en aðrir. En ég sé alveg hverjir eru síður heiðarlegir, held að þú sjáir það líka. 
Ég v eit annars ekki til þess að til standi að selja Landsbankann eða það er jú verið að spá í að selja Íslandsbanka.

kaldbakur | 14. feb. '20, kl: 00:28:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sést kannski ekki endilega utan á fólki hver er heiðarlegri en annar.
Svo eru líka mörk um heiðarleika eða +oheiðarleika ekki alltaf alveg ljós.
Stjórnmálamenn vita oft um aðgerðir sem fyrirhugað er að gera.
Mætti flokka undir innherjaupplýsingar og þar eru mýmörg dæmi um vafasamar aðgerðir sem menn úr -llum flokkum hafa aðhafst.
T.d. selt hlutabréf á "hárréttum" tíma sem var sögð algjör tilviljun (menn úr Samfó og VG og fleiri).
Það var t.d. skrítið hvernig ýmsir eignuðust bréf í Sparisjóði Reykjavíkur nokkurskonar félagsskýrteini eða safnaðarmeðlimur í kirkjusókn svo teknar séu samlíkingar. Þetta seldu ýmsir stjórnmálamenn og högnuðust um tugi milljóna.
Ég man ekki eftir neinum Sjálfstæðis eða Framsóknar stjórnmálamanni en það voru þarna ýmis þekkt andlit.

Júlí 78 | 13. feb. '20, kl: 01:48:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En annars þá sagðist ég ekki vera hissa á....var ekki með fullyrðingu...og þessi sem að kommentaði líka um BB var líka með spurningu en ekki fullyrðingu.

Júlí 78 | 13. feb. '20, kl: 07:42:03 | Svara | Er.is | 0

Veit nú samt að kristin trú segir okkur að fyrirgefa: "svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum." og veit að það er alveg hægt. En hefurðu séð stjórnmálamenn almennt sem hafa gert eitthvað af sér í vinnunni eða við stjórn landsins breytast í engla? Er einhver ástæða til að treysta þannig stjórnmálamönnum fullkomlega? Jú reyndar trúi ég því að sumir skammist sín fyrir einstök atvik (t.d. Klausturmál) eða einstakar setningar sem þeir hafa sagt í hita leiksins og myndu kannski ekki gera slíkt aftur. En sumir gera sama hlutinn aftur og aftur og aftur t.d. að þykjast vera rosalega góðar persónur fyrir kosningar og lofa öllu fögru en svíkja svo eftir kosningar. Er þeim treystandi? Og er þeim treystandi sem hafa sent peninga sína í skattaskjól til að forðast að greiða skatt af þeim en þykja það svo sjálfsagt að almúginn svíki ekki undan skatti? Jú það er hægt að fyrirgefa allt mögulegt og að vera ekki að dæma fólk að ástæðulausu. En stjórnmálamenn eru ekki bara einhver Jón eða Gunna úti í bæ. Stjórnmálamenn (og konur) sjá um stjórn landsins og ég hefði haldið að það skiptir máli hverjir fara með stjórn landsins, því þeir eru að ákveða hluti sem skiptir máli fyrir fjöldann, alla þjóðina meira að segja. 

kaldbakur | 13. feb. '20, kl: 10:18:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já Júlí ... stjórnmálamenn eru yfirleitt bara venjulegt fólk eins og þú og ég.
Í þetta veljast þó oftast einstaklingar sem eru opnir og félagslega sinnaðir.
Ófeimið fólk við að tjá sig og hefur áhuga á þessu sem er í kringum okkur í umhverfinu bæði lifandi og dauðu.
Fólk sem oft hefur skarpar skoðanir og vill deila þeim með öðrum.
Framtakssamt, duglegt og oft hugsjónaríkt fólk.
Ég held að meirihluti stjórnmálamanna sé velviljaðir einstaklingar og áhugasamir um framfarir til heilla fyrir þjóðina alla.

Hvort að einhverjir afvegaleiðist og fari rangar eða ólöglegar leiðir er bara eins og með annað í lífinu það getur öllum orðið á.
Stjórnmálastarf er eflaust ekkert letistarf oft lítill friður og truflanir á öllum tímum tíðar.
En auðvitað veljast í þessi störf samt ólíkir einstaklingar með mismunandi sýn á lífið, rétt eins og þjóðin öll.

Júlí 78 | 13. feb. '20, kl: 11:21:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú segir það. En við vitum alveg hvernig Kata Jak. talaði fyrir kosningar og hvernig margar hennar áherslur tóku þvílíka U beygju eftir kosningar þegar hún settist í stól forsætisráðherra. Jú hún leggur ennþá mikla áherslu á umhverfismál en hvað með önnur mál? Mjög margir kjósendur VG segja að hún hafi svikið sig. Ef það á að taka stjórnmálamenn sem fara í stjórn alvarlega þá verða þeir að vera trúir sannfæringu sinni en ekki láta beygja sig svo langt að þeir líta helst út fyrir að hafa skipt um flokk - En auðvitað ekki von á öðru þegar VG fer í samstarf með Sjálfstæðisflokki eins ólíkir og þessir flokkar eru. Eða voru...Ef svona stjórnmálamönnum eins og Kötu er alvarlega misboðið þá er hægt fara úr þessari stjórn, en greinilega eru völd og peningar í meiri metum.. 


Óli Björn Kárason (sjálfstæðisflokki) sagði þetta inn á xd.is : " Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á að lýsa því yfir að hann sé flokk­ur at­vinnu­rek­enda, flokk­ur launa­manna, flokk­ur bænda, flokk­ur þeirra sem þurfa á sam­hjálp að halda, flokk­ur unga fólks­ins og þeirra sem eldri eru. En fyrst og fremst á Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að lýsa því yfir að hann sé flokk­ur millistétt­ar­inn­ar – hins venju­lega Íslend­ings.“


Mín tilfinning er þó að Sjálfstæðisflokkur sé jú flokkur atvinnurekenda og flokkur launamanna á launum í hærri kantinum. Ég set spurningamerki við það hvort hann sé flokkur bænda, vilja þeir ekki flytja sem mest inn þ.á.m. landbúnaðarvörur? Hann er ALLS EKKI flokkur þeirra sem þurfa á samhjálp að halda. Jú allavega flokkur unga fólksins fyrir kosningar og þeirra sem eldri eru. Þeir eru duglegir að hamra á þeim fyrir kosningar meðal annars með því að senda póst til fólks. Allavega fengu eldri borgarar svoleiðis kosningaskjal sent heim til sín og öllu fögru lofað sem var svo að mestu leyti svikið eftir kosningar. 


Jú margir stjórnmálamenn vilja gera vel, ég meira að segja trúi því alveg að Sigurður Ingi vilja reyna að fækka slysum með því hraða uppbyggingu og lagfæringum á vegum. Bara spurning hvort allir landsmenn séu sammála þeim leiðum sem á að fara til að ná því markmiði. 

kaldbakur | 13. feb. '20, kl: 16:26:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Júlí mín ég held að við séum bara alveg sammála um aðalatriðin.

Þetta sem þú segir um Óla Björn er flott:
"Óli Björn Kárason (sjálfstæðisflokki) sagði þetta inn á xd.is : " Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á að lýsa því yfir að hann sé flokk­ur at­vinnu­rek­enda, flokk­ur launa­manna, flokk­ur bænda, flokk­ur þeirra sem þurfa á sam­hjálp að halda, flokk­ur unga fólks­ins og þeirra sem eldri eru. En fyrst og fremst á Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að lýsa því yfir að hann sé flokk­ur millistétt­ar­inn­ar – hins venju­lega Íslend­ings.“

Óli Björn er nefnilega einhverskonar samnefnari milli ólíkra sjónarmiða.

kaldbakur | 13. feb. '20, kl: 16:34:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hæ Júlí mín ég ýtti á einhvern takka og ég var ekki búin að ljúka svari mínu.
Katrín Jakobsdóttir er einhver okkar besti stjórnmálamaður hún er trú sínum umbjóðendum og rökvís með afbrigðum og svo eru hún bara svo gáfuð !
VG varð að færa sig um set við erum bara öll farin frá þvi að vera fátæklingar þar sem allt fór á hausinn ef þvottavélin bilaði og árstekjurnar voru skaddadar !!
Við erum ekkert lengur á þeim stað.
Vissulega eru ýmsir okkar meðborgara illa staddir og það þarf að sinna þeim.
En við verðum að þakka fyrir að það hefur tekist að lyfta stærstum hluta þeirra sem verr voru staddir á hærri stall !

Júlí 78 | 14. feb. '20, kl: 07:50:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sé bara ekkert gáfulegt við það að lofa fólki og það fólki sem kallast "þeir sem minna mega sín" en svíkja svo loforðin. Mér finnst það eiginlega ljótt. Eða hvernig á að túlka þessi orð hennar í þingsal sem hún sagði fyrir kosningar: " Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu,“ Og: " Hún sagði núverandi ríkisstjórn gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokruðu áfram og byggju við skammarleg kjör. Á sama tíma dygðu lægstu laun ekki til framfærslu og fólk á lægstu launum væri beðið um að vera þakklátt fyrir 20 þúsund krónur því hlutfallslega væri það ekki lítið." Eru þetta ekki svik við fátækt fólk þegar hún gerir ekkert í málunum löngu eftir kosningar og lætur þetta fólk bíða ennþá?  En jú hún Kata fékk fínar einkunnir í skóla og hún er ekkert í vandræðum með að tala...En það finnst mér ekkert vera nóg til að vera góður þingmaður eða ráðherra. Númer eitt, tvö og þrjú þá þarf þingmaður og ráðherra að vera trúverðugur. Kata er búin að missa allan trúverðuleika, nema þá kannski gagnvart umhverfismálum. Hún berst fyrir þeim málum, setur þau mál kannski í fyrsta sæti. 


Þú hefur nú misskilið mig ef þú heldur að ég sé sammála Óla Björn Kárasyni (sjálfstæðisflokki) ;) Það eina sem ég held að þessi flokkur standi fyrir er að hann hugsi um atvinnurekendur og launamenn sem eru með laun í hærri kantinum. 

kaldbakur | 14. feb. '20, kl: 09:59:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki rétt sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur sagt að kaupmáttur tekna hefur aukist mjög á undanförnum árum ?
Hafa ekki krónur þeirra sem eru neðstir í launastiganum líka vaxið ef krónur hinna hafa gert það eða er þetta einhver önnur mynt ?
Lífskjarasamningurinn er jafnframt að bæta kjör þeirra verst settu betur en annara, skattalækkanir og fleira fyrir þá tekju lægstu.
Allskonar úrbætur í húsnæðismálum eru í smíðum og útfærslu fyrir tekjuminnstu hópa og efling þessara byggingarfélaga sem kalla sig óhagnaðardrifin. OECD stafestir að laun séu hæst hérlendis eftir að leiðrétt hefur fyrir verðalgi og þetta gerist á valdatíma Katrínar Jakobsdóttur.
Ég sendi hér inn grein Gylfa Zoega prófessors í hagfræðí og mikinn fræðimann um þessi mál og sýnist hann staðfesta
Ég hef nú ekki kosið VG og Katrínu eða þann flokk en það er alveg hugsanlegt ef flokkurinn verður áfram jafn stöðugur og skynsamur í stjórn áfram að ég velji þá við næstu kosningar.

Júlí 78 | 14. feb. '20, kl: 11:28:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, kaupmáttur þeirra sem eru á lægstu launum hefur ekkert aukist einfaldlega vegna þess að fólk nær ekki endum saman á þessum launum. Ef þú ert í mínus mánuð eftir mánuð þó þú leyfir þér bara nauðsynjar (húsnæðiskostnaður og annað) þá safnarðu bara skuldum en þá er tómt mál að tala um aukinn kaupmátt.


Kannski einhverjar úrbætur í húsnæðismálum en það tekur tíma að byggja og er það nóg?..
Í þessari frétt sem Þórður Snær Júlíusson skrifar segir meðal annars:

"Í tengslum við vinnu hópsins var unnin greining á þörf fyrir íbúðir á landsvísu. Niðurstaðan var sú að óuppfyllt íbúðaþörf á landinu öllu sé nú á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir. Mikil uppbygging sé hins vegar fyrirhuguð á næstu árum og er áætlað að um tíu þúsund íbúðir verði byggðar á árunum 2019 til 2021. Það muni skila því að íbúðaþörf muni minnka, en verði samt sem áður um tvö þúsund í byrjun árs 2022.

Fyrir liggur að mikið af þeim íbúðum sem nú eru í byggingu henta ekki þeim hópum sem eru í mestum vandræðum á húsnæðismarkaði, þ.e. tekju- og eignalágum. Til merkis um það er til að mynda stór hluti lítilla íbúða sem eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í hverfum þar sem fermetraverð er hvað hæst. Í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins þar sem fermetraverð er lægra eru hins vegar byggðar stærri íbúðir, sem henta viðkvæmasta hópnum ekki heldur."

https://kjarninn.is/skyring/2019-01-22-svona-aetlar-rikisstjornin-ad-leysa-husnaedisvandann/

kaldbakur | 14. feb. '20, kl: 14:37:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko það er auðveldast af öllu að koma sér í þá stöðu að endar nái ekki saman.

Þetta er bara viðfangsefni allra í lífinu hvort sem þú rekur heimili eða fyrirtæki að tekjur dugi fyrir gjöldum.
Að einhver heimili séu rekin með halla það er útgjöldin meiri en tekjurnar er sennilega ár hundraða vandamál.
Sá sem hefur milljónir á mánuði getur rekið heimilið í þrot eins og dæmin sanna.
Það sama á við þá sem hafa lægri tekjur þeir geta líka verið duglegir við að eyða umfram efni ekki síður en hinir.
Við sjáum það allt í kringum okkur að jafnvel innflytjendur sem koma tómhentir hingað til lands gengur vel, eignast íbúðir og koma jafnvel upp rekstri og hafa fólk í vinnu, borga vinnulaun og eru máttarstólpar. Við höfum fullt af fólki sem kann sér ekki fjárrað og er alltaf í vandræðum.
Þetta er bara gangur lífisins.
Hvort menn skipi starfshópa eða nefndir til að spá í þennan gang lífsins skiptir litlu máli.
Íbúðir þurfa ekkert að vera byggðar eða keyptar og seldar af einhverjum félögum.
Einstakling sem vantar húsnæði þarf auðvitað að hugsa um þau mál sjálfur hann getur keypt húsnæði byggt sjálfur eða keypt af byggingaraðila þetta á að vera hanns framtak ekki allta að hugsa um að aðrir skaffi þetta hvort heldur ríki eða aðrir einstaklingar. Við erum ekki öll fædd sem aumingjar og eigum ekki að gera allt folk að aumingjum.

Júlí 78 | 14. feb. '20, kl: 15:28:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessir svokölluðu innflytendur sem koma tómhentir hingað til lands og gengur vel, eignast íbúðir og fleira. Það má vel vera að einhverjum gengur vel, en að það séu fólk á lægstu launum alltaf þangað til það getur keypt íbúð og farið í rekstur, það leyfi ég mér að efast um og sérstaklega ef bara ef um einn einstakling að ræða. Þú veist, betur gengur fyrir hjón að lifa og kannski safna ekki síst ef þau ná að fara í betur borguð störf kannski hægt en örugglega. Jú það tekst hjá sumum þó þeir byrji á einhverjum lélegum launum. Meira að segja sumir alþingismenn hafa ekki byrjað í neinu hálaunastarfi, einhvers staðar las ég meira að segja að einn hafði unnið á leikskóla!


En það eru kannski ekki allir á lægstu launum sem safna skuldum. Ég hef líka heyrt um fólk sem fara til hjálparstofnana til að fá mat (aðrir gera það bara ekki) en leyfir sér svo ekki nokkurn skapaðan hlut en nær að borga húsaleiguna. En hef líka heyrt af fólki sem á næstum engan pening seinni hluta mánaðarins. Ég er svo sem ekki inní bókhaldinu hjá þessu fólki en þetta er það sem ég hef heyrt og lesið.

kaldbakur | 14. feb. '20, kl: 19:33:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er allur gangur á þessu.
Maður var svosem oft blankur hér áður fyrr. Þessu var reddad með ávísanaheftinu áður en kreditkortin komu.
Maður fékk gula aðvörunarmiða og skammir frá bankanum yfirdrárrarvexti vega ávísana sem ekki var innstæða fyrir.
Þetta reddaðist svo einhvernveginn, greislufrestir og einhver lán lengd og annað í þeim dúr.
Alltaf keyrt á inhverjum gömlum bíldruslum sem maður lagði oft í brekku til að léttara væri að ýta í gang ef ekki gengi betur í startinu.
Krakkarnir skömmuðust sín fyrir foreldrana með þessar bíldruslur :)
Nú það var flutt inní húsin hálf kláruð hurðarlaust og án helsu innrettinga.
En einhvernveginn bjargaðist þetta.
Svona var þetta bara hjá mörgum og er sem betur fer heldur skárra í dag :)

TheMadOne | 14. feb. '20, kl: 22:27:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki betra í dag. Nú eru það smálánin sem fólk reddar sér á og ungt fólk kaupir ekki íbúðir þar sem það á ekki fyrir því.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

BjarnarFen | 14. feb. '20, kl: 01:31:21 | Svara | Er.is | 0

Íslenskir ríkisbankar eru óseljanlegir til erlendra fjárfesta. Ef að ég ætti kvóta uppá 250 miljónir þá mætti ég taka lán hjá bankanum með kvótann að veði. En ef lánið fellur þá má kvótinn ekki fara til erlendra aðila þ.e.a.s. banki með erlendann eiganda mætti mögulega ekki taka veðið uppí lánið. Svo er svo mikil frændsemi á landinu að ef að lánið mundi falla, þá mundi ég gerast gjaldþrota, skrifað kvótann á frænda minn t.d. Ríkið gæti líka ákveðið að taka kvótann eignataki og úthluta annað. Afþví að útlendingar meiga ekki eiga kvóta, en samt er kvótinn veð sem má taka lán útá. Sem að gerir það afskaplega vafasamt að stunda lánastarfsemi á Íslandi fyrir erlenda fjárfesta. Það er bara of mikil óvissa.

En íslendingar meiga alveg kaupa bankann. Því ef að íslendingar setja bankann á hausinn, þá borgar ríkið bara og þeir sem eiga peninga geta eignast allt landið á spot-prís afþví allt hrynur. Þessvegna er það hagkvæmast fyrir stuttbuxnastrákana að selja bankana til íslendinga.

En hvað er hagkvæmast fyrir íslendinga. Við getum sameinað bankana í einn ríkisbanka sem kostar lítið að reka. Eða viðurkenna það fyrir okkur að við erum smáþjóð sem getum að passa uppá peningana okkar í sameiginlegum sparisjóði. Við þurfum bara að passa okkur á stuttbuxnastrákunum sem vilja bara allt fyrir sig sjálfa og hætta trúa lygasögunum þeirra.

kaldbakur | 14. feb. '20, kl: 20:34:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki Arion banki að meirihluta í eigu erlendra aðila ?

BjarnarFen | 15. feb. '20, kl: 23:37:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, en þegar kemur að aflaheimildum og leyfi bankanns til að taka inn veð í kvóta, þá hafa erlendu aðilarnir takmarkaðann rétt. Þessvegna geta þeir ekki rekið Arion banka sem 100% erlendann banka.
Ríkið vill helst selja ríkisbankana 100% en það mundi bara aldrei ganga nema að hafa einhvern öruggan íslending í þeim hópi.(Sem væntanlega kann á frændsemi íslendinga) En það eru bara ekki allir erlendir fjárfestar að leita að samstarfi með íslendingi.
Hitt, að kaupa hlut í banka. Þar sem þú mátt ekki hafa áhrif á hvernig bankinn er rekinn, er eitthvað sem fjárfestar eru ekkert æstir í.

kaldbakur | 16. feb. '20, kl: 04:41:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú segir: " Þessvegna geta þeir ekki rekið Arion banka sem 100% erlendann banka.".
Þetta er bar eitthvert bull og ekkert ástæan fyrir því að einhverjir íslenskir lífeyrissjóðir eiga minnihluta í Arion banka.
Fiskveiðistjórnunarlögin leyfa ekki útgerðarfélög með meirihluta erlendra aðila (stærri en 50% hlut).
Ef Arion banki myndi yfirtaka íslenskt æutgerðarfélag með veiðikvóta, þá þyrfti bankinn bara að losa sig viðútgerðarfyrirtækið sem fyrst.
Þetta er nú ekkert flóknara en það.

BjarnarFen | 16. feb. '20, kl: 07:14:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg rétt. Nema ef að ríkið mundi hinsvegar innheimta kvótann. Þá hefur erlendur fjárfestir lítið öryggi, þegar kemur að því hvort frændsemin þjóðnýti kvótann og skili til næsta frænda.

kaldbakur | 16. feb. '20, kl: 12:06:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já við eigum bara að fá erlenda fjárfesta og þjóðnýta allt heila klabbið þegar þeir eru komnir hingað með gullið sitt.
Annars eru menn að segja að eina framtíð bankanna sé að fara í útrás.
Hversvegna ekki bara að ná í útrásardrengina okkar Sigurð Einarsson, Hreiðar Má, Welding og hvað þeir hétu og svo er Jón Ásgeir kannski á lausu og gæti skroppið með ? Þá yrði nú fjör eða hvað heldurðu vinur ?

BjarnarFen | 16. feb. '20, kl: 21:18:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kæmi mér nú ekkert á óvart ef að útrásarvíkingaballið byrji aftur. Þjóðin er svo upptekin af öllu öðru en pólitík. Fæstir nenna að spá í þessu. Ekki kemur þetta unga fólkinu við. Svo trúir því enginn að einhverjir menn geti verið svo gráðugir að þeir setji þjóðina viljandi á hausinn til að græða meira.

En eitt er víst, að þegar íslendingar gera einhverja heimskulega vitleysu. Þá gerist það yfirleitt oftar en bara einusinni.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Fjárnám - ferlið? kannan 17.2.2020 18.2.2020 | 00:00
Ferming - Ráð vel þegin! Mjoggottnotendanafn 17.2.2020 17.2.2020 | 23:30
Klám og karlmenn, strákar Steinar Arason Ólafsson 17.2.2020 17.2.2020 | 23:03
Lífskjarasamningurinn að renna útí sandinn. kaldbakur 6.2.2020 17.2.2020 | 22:18
Hvað er sanngjarnt verð? begzi 16.2.2020 17.2.2020 | 20:24
Online atvinna? KatAsta 17.2.2020
Axlarvesen tuni007 17.2.2020 17.2.2020 | 17:53
Kulnun í starfi - varúð langt :( Ásta76 16.2.2020 17.2.2020 | 00:59
Gott hótel á Tenerife? amina5 7.2.2020 16.2.2020 | 21:55
Eru Ríkisbankarnir óseljanlegir ? kaldbakur 12.2.2020 16.2.2020 | 21:18
Hvaleyrarskóli krissi200 15.2.2020 16.2.2020 | 16:51
Eigendur Land Rover Hjödda171 13.2.2020 16.2.2020 | 16:17
Hvernig skiptir maður um heimilislækni b82 15.2.2020 16.2.2020 | 08:32
Hvað var lögreglan í Borgarnesi að brenna? iceshera 12.2.2020 16.2.2020 | 05:43
grísakjöt í ofni? THE princess 26.4.2011 15.2.2020 | 23:50
Gleðilegan Laugardag Twitters 15.2.2020 15.2.2020 | 23:48
Hvernig skiptir maður um nef ? kaldbakur 15.2.2020 15.2.2020 | 23:42
Hvað kostar að berja einhvern til ábóta með kylfu? BjarnarFen 6.2.2020 15.2.2020 | 23:25
Andvaka..... kirivara 11.2.2020 15.2.2020 | 14:11
Skipt um h-lækni? b82 15.2.2020
Konur með dökka hringi í kringum augun Göslin 20.1.2007 15.2.2020 | 00:34
Reykingafordómar Hr85 6.2.2020 14.2.2020 | 23:42
Ráðleggingar með fasteignakaup boojaa 14.2.2020 14.2.2020 | 20:36
Hvað er Oat Fiber á íslensku? Emper 14.2.2020 14.2.2020 | 20:27
LÍOL dong 14.2.2020 14.2.2020 | 19:45
Engar áhyggjur, þetta reddast spikkblue 8.2.2020 14.2.2020 | 17:51
Feitir puttar 0911 9.2.2020 14.2.2020 | 13:48
Tinder bakkynjur 11.2.2020 14.2.2020 | 11:36
Skera gat á tvöfalt gler atv2000 8.2.2020 14.2.2020 | 11:29
Erfitt að fara úr húsi :/ tégéjoð 10.2.2020 14.2.2020 | 11:27
Alveg lost! Leki eða mygla hjá "féló" hvaðerþað 8.2.2017 13.2.2020 | 22:09
Hvað var lögreglan í Borgarnesi að brenna? iceshera 12.2.2020 13.2.2020 | 11:12
Hvar er best að selja frimerki sín og vita verð? kolmag 6.2.2020 13.2.2020 | 07:57
Trumpaðu þetta. Flactuz 11.2.2020 12.2.2020 | 17:54
Dagur B sýnir sitt sanna eðli (láglaunafólkið hérna eru hinir skítugu í hans augum) spikkblue 10.2.2020 12.2.2020 | 13:18
MS sjúkdómur LaufeyHJ 11.2.2020 12.2.2020 | 12:14
Hjálp! Hver er besti klipparinn í Rvk? mækúldjakkson 12.2.2020
Að laga barnakerru Sossa17 11.2.2020 12.2.2020 | 08:43
Að fá greitt með netgíró svennjamin 11.2.2020 11.2.2020 | 23:40
kvíði frandis 10.2.2020 11.2.2020 | 18:13
Óska eftir kettling Blómaa 11.2.2020 11.2.2020 | 17:35
Læknisfræðilegar tilraunir á börnum Hr85 10.2.2020 11.2.2020 | 13:30
Gleraugu í Costco alv 11.2.2020 11.2.2020 | 11:31
Vandamál vegna Húsfélags amhj123 9.2.2020 10.2.2020 | 22:03
Samanburður á kjörum aldraðra á Spánn og Íslandi. kaldbakur 8.2.2020 10.2.2020 | 18:31
Vegabréf ELLA MIST 10.2.2020 10.2.2020 | 16:56
Fótamyndir fataekogforvitin 10.2.2020
Sjúkraliðanám? tégéjoð 5.2.2020 10.2.2020 | 14:46
peysuföt binnsa 5.2.2020 10.2.2020 | 13:33
Líkamleg einkenni kvíða Stella í orlofi 9.11.2014 9.2.2020 | 19:18
Síða 1 af 19915 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, Gabríella S, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron