Eruð þið að taka inn vítamín/steinefni? Hvaða? Af hverju?

bjútíbollan | 17. nóv. '15, kl: 16:16:50 | 486 | Svara | Er.is | 0

Mig langar að forvitnast hvort þið séuð að taka inn einhver vítamín og/eða steinefni reglulega? Og þá hvaða? Og hvers vegna? Finnið þið mun á ykkur þegar þið takið þau ekki?

 

Þjóðarblómið | 17. nóv. '15, kl: 16:23:35 | Svara | Er.is | 0

D-vítamín og arctic root.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

kóríanderr | 17. nóv. '15, kl: 16:26:31 | Svara | Er.is | 0

D vítamín, B12, Omega 3, 6 og 9 og járn. Af því að ég þarf þess.

HvuttiLitli | 17. nóv. '15, kl: 16:26:39 | Svara | Er.is | 0

Bara C- og D-vítamín. Byrjaði á því vegna lélegs ónæmiskerfis (var allavega að veikjast trekk í trekk) og læknir hefur líka ráðlagt mér að taka þetta. Hef því bara vanið á mig á þetta :)

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

HvuttiLitli | 17. nóv. '15, kl: 16:27:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og hef tekið kalk líka en geri það ekki núna

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Horision | 17. nóv. '15, kl: 16:26:55 | Svara | Er.is | 3

Ekkert umfram það sem er í matvöru og líkaminn vinnur úr. Er þerrar skoðunar að það sé óþarft.

HvuttiLitli | 17. nóv. '15, kl: 16:38:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski óþarfi fyrir þig já, ekki fyrir alla.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Horision | 17. nóv. '15, kl: 16:41:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég var ekki spurður um aðra og svara ekki fyrir aðra. Auðvitað þurfa einhverjir að taka fæðubótaefni af misjöfnum ástæðum.

Chaos | 20. nóv. '15, kl: 09:23:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hugsa að stór hluti Islendinga þyrfti að taka inn D-vítamín. 

nerdofnature | 22. nóv. '15, kl: 00:04:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki endilega. Það fer eftir því hversu duglegt fólkið er að nýta sólarljósið þegar það er til staðar. 

BlerWitch | 22. nóv. '15, kl: 11:44:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta hefur verið rannsakað og komið í ljós að stóran hluta Íslendinga skortir d-vítamín. Það er talið hafa mikið að gera með stórminnkaða fiskneyslu miðað við fyrir 20+ árum.

LadyGaGa | 23. nóv. '15, kl: 15:27:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama á við Þjóðverja og fleiri nágranna þeirra.  Það eru ekki bara við hérna á norðurhveli jarðar.

BlerWitch | 22. nóv. '15, kl: 11:46:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

 

D-vítamín
 

Yxna belja | 17. nóv. '15, kl: 16:49:43 | Svara | Er.is | 1

Venjulega ekki neitt nema kannski lýsi og liðamín (eða
sambærilegt), hef alltaf haft þá skoðun og hef að vissu leyti ennþá að heilbrigt fólk sem borðar hollan mat þurfi þess ekki (fyrir utan D vítamín). 

En ég byrjaði í byrjun september að taka inn D3 og Omega 3-6-9 í
stað lýsis og liðamíns. Einnig byrjaði ég að taka inn steinefnin magnesíum,
króm og sink. Eiginlega bara í ganni, hafði verið að lesa greinar um meintan
steinefnaskort og svo er D3 vítamínskortur vel þekktur á norðulægum slóðum og
margir sem vilja meina að lýsi dugi ekki til þannig að ég ákvað að prófa. Eftir
3-4 vikur fór ég að taka eftir gríðarlegum mun á hárinu á mér. Það var allt í
einu hætt að vera dautt og hárlos svo til horfið en ég var búin að vera með
dautt hár og hárlos í möööörg ár (ég tengdi það aldrei við skort af neinu tagi,
hélt bara að þetta væri my bad luck). Fyrst hélt ég að þetta væri bara eitthvað
tilfallandi en nei það hélt bara stöðugt áfram að batna. Þá ákvað ég að bæta B
vítamínblöndu við þar sem ég hafði lesið að hún hefði mjög góð áhrif á hár
(þetta hefur verið svona um miðjan október) þannig að ég dag tek ég sem sagt
D3, Omega 3-6-9, Sterka B blöndu, Magnesíum, sink og króm. Og ég þori ekki
fyrir mitt litla líf að sleppa neinu af þessu því hárið á mér er bara næstum
því að verða fullkomið! Þegar nýju hárin eru orðin aðeins lengri þá verður það
meira að segja kannski aftur þykkt! Finn samt nú þegar mikinn mun á þykktinni
líka.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Andý | 17. nóv. '15, kl: 16:55:02 | Svara | Er.is | 1

Tek grænmetisætuvítamín stundum því ég er grænmetisæta. Og c-vítamín eftir þörfum því ég er stundum þunn. Drykkfelld grænmetisæta – hjúkk það séu til pillur við því. Já og bé-vítamín. Fyrir heilann þegar ég er alveg komin með nojuma :D

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

stínastud | 17. nóv. '15, kl: 18:53:50 | Svara | Er.is | 0

C, fjöl og D vítamín ásamt omega forte. Ég borða engan feitan fisk, vantar sólarljós og er léleg í ávöxtum. Ég fékk á tímabili járnskort en hef náð að halda mér góðri með fjölvítamíni.

Splæs | 17. nóv. '15, kl: 19:13:40 | Svara | Er.is | 0

D-vítamín allt árið um kring. Omega 3 þegar ég kaupi glas af því.

tjúa | 17. nóv. '15, kl: 20:23:02 | Svara | Er.is | 0

Tek fjölvítamín; oftast wellwoman, en það var ekki til og ég keypti pregnacare. 
Er með colítis og er í bullandi flare up í augnablikinu og ég er ansi hrædd um að líkaminn sé ekki að ná að sinna góðri upptöku úr fæðunni hjá mér. 

arnahe | 17. nóv. '15, kl: 20:25:41 | Svara | Er.is | 0

Vitaminus og omega með d vítamíni :) , hef meiri orku þannig því ég er að borða frekar einhæft í fæðingarorlofi og veit að það vantar örugglega eitthvað.

nefnilega | 17. nóv. '15, kl: 21:18:11 | Svara | Er.is | 0

Magnesia medic til að geta kúkað og B-12 til að vera á lífi.

snulla06 | 17. nóv. '15, kl: 22:04:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tek líka magnesia medic af sömu ástæðu. Get ekki sleppt að taka það inn, bjargaði mér

Anímóna | 17. nóv. '15, kl: 21:26:23 | Svara | Er.is | 0

Ég tek D vítamín.

sól sól | 17. nóv. '15, kl: 23:14:37 | Svara | Er.is | 0

Finn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að taka D-vitamín

LaRose | 18. nóv. '15, kl: 07:50:01 | Svara | Er.is | 0

Eg tek jarn af og til ut af heavy blædingum og sogu um jarnleysi vegna theirra.

Ef eg verd jarnlaus fæ eg einkenni sem byrja med threytu og fotapirringi. Ef thad versnar byrja eg ad verda mod vid enga areynslu og fæ harlos.

Vard einu sinni svo jarnlaus ad eg var logd inn med jarn i æd ;)

ilmbjörk | 18. nóv. '15, kl: 08:36:49 | Svara | Er.is | 0

Tek omega 3-6-9 (1 á dag), óléttu vítamín, járn og b vítamín.. Er s.s. ólétt ;) annars tek ég bara omega og b vítamín..

Vasadiskó | 18. nóv. '15, kl: 11:19:32 | Svara | Er.is | 0

Tek lýsi af gömlum vana.

Brindisi | 18. nóv. '15, kl: 11:22:26 | Svara | Er.is | 0

lýsi og D og B vítamín bara að ganni

evitadogg | 18. nóv. '15, kl: 11:45:24 | Svara | Er.is | 0

lýsi, b-vítamín og gingsen dropa (stundum og þá hálfan skammt). 
Lýsi af því að ég er alin upp við að það sé allra meina bót, finnst það líka gott fyrir húðina. 
B-vítamín, af því að ég er búin að vera svo ótrúlega utan við mig í vetur og átt erfitt með að einbeita mér og mér var sagt að taka þá þessar töflur. 
Gingsen- sama, er að reyna að draga úr kaffidrykkju en er brjálæðislega utan við mig og vantar eitthvað svona búst.  

Alli Nuke | 18. nóv. '15, kl: 12:42:53 | Svara | Er.is | 0

Tek lýsi og omega3 á morgnana, borða vel og tek líka fjölvítamín og kalk.

Tek fjölvítamín eftir hádegismat, kalk og smá EPA+DHA í töfluformi og aftur sama skammt eftir kvöldmatinn.

Sleppi stundum kalkinu ef ég hef verið að borða kalkríka fæðu, og sleppi stundum EPA+DHA ef ég hef verið að borða góðan fisk. Spila þetta sem sagt aðeins eftir því hvað ég er að borða hverju sinni.

Tek líka einn og einn próteindrykk og sleppi þá oft fjölvítamíni í staðinn.

Þó svo að ég borði fjandi hollt og vel allan daginn þá hef ég gert þetta í mörg ár að taka líka lýsi og vítamín. Ég er ekki í nokkrum vafa um að mikið af þessu frussist út í gegnum þvaglosun, en geri þetta samt af því það er gott.
Svo er ég líka svo fjandi aktífur strákur og er ekki í vafa um að þetta geri eitthvað gagn.

Hef prófað að sleppa þessu í nokkra mánuði og ég fann mikin mun.

Trolololol :)

BlerWitch | 18. nóv. '15, kl: 15:35:58 | Svara | Er.is | 0

D-vítamín á veturna til að viðhalda geðheilsunni, magnesíum á kvöldin af því það gefur betri svefn og eykur endurheimt vöðva eftir æfingar, omega-3 af því að ég borða allt of sjaldan fisk. Svo drekk ég rauðrófusafa fyrir æfingar og skot af engifer/túrmerik drykk á morgnana af því það hefur góð áhrif (m.a. bólgueyðandi) fyrir fólk sem æfir mikið.

Yxna belja | 20. nóv. '15, kl: 08:45:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnur þú mun á svefninum við að taka magnesíum? Ertu að taka bara ráðlagðan dagsskammt eða meira? Ég var að vonast eftir því að magnesíumtaka mín myndi hafa góð áhrif á mitt "svefnvandamál" en mér finnst ég ekki finna neinn mun, amk ekki neinn teljandi. Ég hef bara verið að taka ráðlagðan dagsskammt (duft og/eða töflur frá NOW) en mér sýnist þegar ég gúggla að fólk sé oft að taka töluvert meira.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

BlerWitch | 21. nóv. '15, kl: 22:55:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að taka ráðlagðan dagsskammt. En mér finnst magnesium citrate virka best og það er líka misjafnt eftir framleiðendum. Hef prófað margar og kaupi núna frá Nutra (með bláum miða, fæst í bónus).

hillapilla | 18. nóv. '15, kl: 21:45:14 | Svara | Er.is | 0

Ekki neitt. Finnst ég ekki þurfa á því að halda.

Raw1 | 18. nóv. '15, kl: 21:49:56 | Svara | Er.is | 0

Er að prófa að taka inn dvítamín, varð svo rosalega þunglind í skammdeginu í fyrra og ætla ða testa þetta :)
og svo omega 3, heyrði að ef maður er að léttast er gott að taka omega 3 :)

bjútíbollan | 21. nóv. '15, kl: 14:40:05 | Svara | Er.is | 0

Ég hef bara tekið lýsi og ekki einu sinni nógu reglulega, gleymi því allt of oft. Er að spá hvort þreyta og slen geti átt upptök sín í skorti af einhveru tagi.

Maríalára | 23. nóv. '15, kl: 12:11:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Algjörlega. Flest sem hrjáir vesturlandabúa í dag má rekja til næringarskorts, þó við borðum rosa mikið erum við ekki alltaf að borða rétt og fáum þar af leiðandi ekki réttu næringarefnin sem líkaminn okkar þarfnast og þar af leiðandi förum við að veikjast. Til fullt af góðum heimildarmyndum um þetta ef þú vilt skoða það eitthvað. 

tjúa litla | 21. nóv. '15, kl: 23:09:58 | Svara | Er.is | 0

Tek inn Aloe-vera, b og c vitam. Svo tek ég inn propolis þegar þörf er. Jú og magnesium.

CosmoPolitan | 22. nóv. '15, kl: 10:42:57 | Svara | Er.is | 0

Calcium magnesium, spirulinu, Eve, c vítamín og d vitamín :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Síða 8 af 47907 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, paulobrien, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123