eyrnabólgubörn

saedis88 | 9. feb. '16, kl: 11:50:26 | 294 | Svara | Er.is | 0

þið sem hafið átt eyrnabólgupésa, það er alltaf talað um að þetta eldist af þeim, hvenær gerðist það í ykkar krakka? dóttir mín fór í rör ca 2ja ára, í fyrra datt annað rörið úr og síðan þá hefur hún fengið ótal bólgur. við fórum síðasta haust til HNE og hann vildi biða aðeins með að sjá hvort hún þyrfti aftur rör og núna er hún búin að fá eyrnabólgu i það eyra 2x á þessu ári. og það er bara byrjun febrúar!! 


Hún verður 5 ára í sumar. 

 

LadyGaGa | 9. feb. '16, kl: 11:54:07 | Svara | Er.is | 0

Mín er að verða 23 og var hjá lækni um daginn vegna eyrnabólgu.  Hún er með handónýt eyru eftir endalausar sýkingar.

Abba hin | 9. feb. '16, kl: 11:54:48 | Svara | Er.is | 0

Ég held að ég hafi verið um 6 ára þegar þetta hætti að vera svona algengt hjá mér. Fæ ennþá stöku sinnum eyrnabólgu  en ekkert í líkingu við hvernig þetta var þegar ég var krakki. Held ég hafi einmitt verið 6 ára þegar ég fékk rör í síðasta skiptið.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Abba hin | 9. feb. '16, kl: 11:57:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er að bíða eftir svari frá mömmu!

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Abba hin | 9. feb. '16, kl: 12:11:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leiðrétting: Hætti að fá eyrnabólgu rúmlega 5 ára og um svipað leyti voru síðustu rörin, sem apparently voru risastór, tekin. En eins og ég segi, fæ ennþá stöku sinnum eyrnabólgu, kannski einu sinni á ári eða tveggja ára fresti.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

daliaros | 9. feb. '16, kl: 12:17:17 | Svara | Er.is | 0

Mín voru ca 5-6 ára, það var alla vega ekki vandamál eftir leikskólann. Ég sjálf man eftir mér með eyrnabólgu sem barn og hef fengið aftur á fullorðinsaldri eftir margra áratuga hlé. Ég hef notað trixið með hvítlaukinn og það virkar. Set dropa í bómullarhnoðra og set fyrir hlustina. Það linar verkinn og ég hef iðulega skánað eftir 2 daga. Fer þó að líða að læknisheimsókn, því þetta blossar alltaf upp aftur. Ég nota nú bara pizzuolíu í eyrað á mér, en myndi nota hvítlauksolíu úr hylkjum á börn.

donaldduck | 9. feb. '16, kl: 12:30:00 | Svara | Er.is | 0

4 mán fyrsta sýking, fyrstu rör 5 mánaða og síðustu í rúmlega 2. (fædd í ágúst, rör nóv.) þá voru sett upp 2 þeim megin sem endalausar sýkingar voru og þau virkuði í amk 18 mán. þá fékk þónokkrar sýkingar en aldrei hita með þeim og rörin skiluðu öllu jukkinu út. krakkarnir á deildinni hennar voru farin að hreinsa fyrir hana úr eyranun. síðasta sýking var ca 4 ára, þá með hita og öllu af því að röron voru farin

Anímóna | 9. feb. '16, kl: 12:35:33 | Svara | Er.is | 0

Ég var tæplega 5 ára þegar ég fékk síðustu rörin og nefkirtlarnir voru teknir, þá hætti þetta. Eldri mín fékk einu sinni rör (um 17 mánaða) og fékk aldrei eftir það. Yngri fékk fyrst rör 9 mánaða og hefur verið í endalausu veseni þrátt fyrir það, fékk aftur núna í lok nóvember, þá 15 mánaða og er búinn að fá 2x eyrnabólgu síðan, þrátt fyrir að vera með rör. 

strákamamma | 9. feb. '16, kl: 13:31:33 | Svara | Er.is | 0

ég er að verða 34 ára...er enn eyrnabólgubarn.  Ég myndi velja annan HNE 

strákamamman;)

saedis88 | 9. feb. '16, kl: 13:32:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef reyndar verið ánægð með hann hingað til, en reyndar alveg kominn tími á að kíkja aftur. 

Steina67 | 9. feb. '16, kl: 16:01:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjá hverjum ertu?

Það sem breytist við 5-6 ára aldurinn er að þá byrja börnin í skóla og hætta börnin oft að taka upp hverja einustu kvefpest sem er að ganga. Og það þýðir færri eurnabólgur.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

saedis88 | 9. feb. '16, kl: 21:08:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

stefáni eggerts

Steina67 | 9. feb. '16, kl: 22:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok þekki hann ekki.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Hedwig | 9. feb. '16, kl: 14:32:18 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk síðast eyrnabólgu 14 eða 15 ára minnir mig en þarf að passa eyrun í miklum kulda þar sem ég átti það til að fá eyrnabólgu bara út af kulda og vindi. Fékk aldrei rör sem barn og var oftast með bráðaeyrnabólgu sem fór án lyfja, allavega þau skipti sem ég man eftir þegar ég er orðin það gömul.

Steina67 | 9. feb. '16, kl: 15:53:49 | Svara | Er.is | 0

Ég er 48 ára og þetta eldist aldrei af mér. Reyndar snarlagast eftir að ég fékk eilífðarrör

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ardis | 9. feb. '16, kl: 16:08:09 | Svara | Er.is | 0

Ég er 50 ára enn viðkvæm lika 20 ára sonur hinir 2 i lagi fra þvi að þeir fengu fyrstu rör

Emmellí | 9. feb. '16, kl: 16:09:41 | Svara | Er.is | 0

Mín tilfinning er sú að ef þetta er ekki búið að eldast af þeim í kringum 2-3 ára aldurinn að þá séu minni líkur á þvi að þetta "eldist af þeim". Hef átt tvö eyrnabólgubörn og þetta tímabil var buið  hjá þeim báðum í kringum 2 ára aldurinn (rúmlega það). Þau voru by the rosalega eyrnabörn. Rörin duttu úr öðru þeirra (bara með eðlilegum hætti). Rörin voru tekið úr hinu barninu (var komin sprunga) og hun slapp bara vel eftir það. Þannig að ég held ef ég væri þú þá myndi ég bara hætta að bíða eftir því að þetta eldist af henni. Mögulega fækkar skiptunum með aldrinum og ég vona það innilega ykkar vegna, en líklegast mun þetta fylgja henni að einhverju leyti


skodi123 | 9. feb. '16, kl: 17:35:56 | Svara | Er.is | 0

mín tók 12 mánaða tímabil.. hefur ekki fengið eyrnabólgu eftir að hún varð 2ja ára.

isora | 9. feb. '16, kl: 21:16:06 | Svara | Er.is | 1

Minn sex ára var útskrifaður sem eyrnabarn rétt fyrir fimm ára afmælisdaginn en er núna aftur orðinn eyrnabarn eftir að hann byrjaði í skólasundi. Það er eitthvað við að kafa sem gerir það að verkum að hann fær eyrnabólgu um leið.

Abba hin | 10. feb. '16, kl: 17:34:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Litli bróðir minn var þannig. Hann var með eyrnatappa og sundhettu í sundi eitthvað fram eftir aldri, það hjálpaði mjög mikið.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

isora | 11. feb. '16, kl: 10:55:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hann er með tappa. Það hefur gengið brösuglega að fá hann til að vera með sundhettu en tappinn hjálpar heilmikið.

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 21:40:16 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk síðast eyrnabólgu í fyrra, rúmlega fertug. Og ég man eftir að hafa fengið eyrnabólgu eftir að við fluttum í húsið sem foreldrar mínir keyptu þegar ég var sjö eða átta ára. 

bababu | 10. feb. '16, kl: 15:56:30 | Svara | Er.is | 0

29 ara eyrnabolgubarn her.. Fæ alla vega 2svar a ari

Rabbabarahnaus | 10. feb. '16, kl: 17:24:24 | Svara | Er.is | 0

Við tókum laukinn á þetta. Skárum sneið af lauk, sett í þunna grisju, leggja upp að eyranu, ennisband yfir eða þunn húfa og hafa í nokkra klukkustundir í einu. Þetta er eina trixið sem hefur gagnast hjá okkur. Enginn fengið eyrnabólgu aftur eftir þessa meðhöndlun sem stóð yfir í 10 daga. En það anga allir eins og Lúlli laukur meðan á meðferð stendur ?

Gunnýkr | 11. feb. '16, kl: 20:30:13 | Svara | Er.is | 0

mér minnir a hann hafi veri nokkuð fínn um 3ja ára. Þá var hann búinn að fá rör 3x og taka nefkirtlana.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47953 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, paulobrien, Kristler, Paul O'Brien, Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie