Það væri fínt að frétta af einhverjum nógu góðum háls, nef og eyrnalækni. Hef ekki nógu góða reynslu af svoleiðis lækni, honum tókst ekkert að hreinsa allt út og það var bara píning að láta hann sjá um eyrun ;) Besta og þægilegasta hreinsunin fékk ég hjá eldgömlum heimilislækni sem gaf sér nógan tíma fyrir mig, lét einhverja olíu held ég liggja einhvern tíma inní eyrum áður en hann skolaði út, því miður er kallinn dáinn, blessuð sér minning hans! Hef líka látið hjúkku gera þetta á heilsugæslunni en það tókst ekki nógu vel.
Hr85 | Ég fór til eyrnalæknis á borgarspítalanum sem var með eitthvað svona sogtæki...
Ég fór til eyrnalæknis á borgarspítalanum sem var með eitthvað svona sogtæki. Hann náði úr báðum eyrunum alveg litlum hörðnuðum kúlum (ógeðslegt ég veit) og þetta var bara nýtt líf allt í einu heyrði ég allt rosalega vel og skýrt eins og einhver hefði fjarlægt varanlega eyrnatappa úr mér.
Og já hann skammaði mig fyrir að fara með eyrnapinnana of langt, sem er víst oft ástæðan fyrir svona vanda.
askjaingva | Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum eru margir snillingar í þessu