Fæđingarorlof

lemon29 | 9. feb. '16, kl: 18:12:26 | 424 | Svara | Er.is | 0

Daginn. Mig langar til ad spyrja hvad þid gerdud î fædingarorlofinu ykkar ? Fór ehv í nàm? Ef svo er hvernig nàm ? Vantar hugmyndir

 

hlessingur | 9. feb. '16, kl: 18:20:18 | Svara | Er.is | 0

Dúllaðist heima, var dugleg að fara í heimsóknir og dsvo er bara oft nóg að gera með að hugsa um barnið. Var að lita og lesa mikið. Hugsa um heimilið. Fór út að labba þegar veður leyfði

ÓRÍ73 | 9. feb. '16, kl: 18:21:59 | Svara | Er.is | 12

Gera? Ég sá um barnið og það var mikið meira en nóg, ég hefði aldrei meikað nám með ungabarn, samt voru börnin tiltölulega róleg. 

Hedwig | 9. feb. '16, kl: 18:42:01 | Svara | Er.is | 2

Komnir 3 mánuðir og enn sem komið er, er ég bara að hugsa um barnið enda nóg að gera í því. Það sefur voða lítið á daginn þannig að lítill tími til að gera mikið annað :P. 

fjolubla | 9. feb. '16, kl: 19:34:39 | Svara | Er.is | 3

Mitt kríli svaf lítið á daginn. Mest ef hún var í vagninum á ferð svo ég var dugleg í gönguferðum. Ég fór á mömmumorgna einu sinni til tvisvar í viku en annars var ég bara að sinna barninu. Ég var með allskonar háleit markmið um að vera dugleg að baka brauð og eitthvað en það gerðist voða lítið.

Rauði steininn | 9. feb. '16, kl: 20:33:38 | Svara | Er.is | 8

Tjasla mér saman eftir fæðinguna og hugsa um barnið.

travel89 | 9. feb. '16, kl: 20:51:13 | Svara | Er.is | 1

minn er að verða 4 mánaða og mér er satt að segja farið að leiðast heima á daginn. Hann sefur vel og ég sé það núna að það hefði verið góð hugmynd að byrja í meistaranáminu um áramótin - ætla að byrja í haust :)

skodi123 | 9. feb. '16, kl: 21:01:38 | Svara | Er.is | 0

ég kláraði stúdentsprófið. fór í mömmuleikfimi og ungbarnasund. seldi og keypti íbúð... fór á mömmuhittinga.
hafði meira en nóg að gera allan tímann.

Máni | 9. feb. '16, kl: 21:09:10 | Svara | Er.is | 6

Síðast, hélt ég á ungabarni í sjö mánuði stanslaust og varla neitt annað.

nefnilega | 9. feb. '16, kl: 21:10:16 | Svara | Er.is | 5

Ég rétt hafði það af að hugsa um börnin og sinna heimilinu.

nerdofnature | 9. feb. '16, kl: 21:20:12 | Svara | Er.is | 11

FæðingarORLOF er mesta rangnefni allra tíma.

Emmellí | 9. feb. '16, kl: 21:50:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er í fæðingarorlofi og var einmitt spurð um daginn hvað ég yrði lengi í fríi. Og ég benti á að ég væri ekki neinu fríi! Það var bara hlegið af mér.

Brindisi
Felis | 10. feb. '16, kl: 13:31:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Maður er samt ekki í neinu fjandans fríi (og varþa hægt að tala um að maður sé að fá borgað, fæðingarorlofið er svo lág upphæð)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Brindisi | 10. feb. '16, kl: 13:34:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fékk 75 þúsund á mánuði á sínum tíma og hef aldrei verið ríkari......enda bjó ég hjá mömmu og pabba :)

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 21:33:34 | Svara | Er.is | 0

Ég hugsaði um barnið og fór í mömmuleikfimi og á mömmuhittinga. Var með einhverjar hugmyndir um að skrifa ritgerð í orlofinu, en hafði hvorki tíma né þrek til þess. 

Emmellí | 9. feb. '16, kl: 21:46:27 | Svara | Er.is | 0

Gera? Hugsa um barnið, fyrst og fremst. Förum í sund, göngutúra, hitta önnur kríli, og bara alls konar. Svo er ég með önnur börn sem þurfa stundum líka að vera heima (starfsdagar, vetrarfrí, jólafrí, páskafri, veikindi og alls konar skertir dagar...). Stundum kíki ég á sjónvarpsþætti þegar hann lúrir. Svo er allaveg nóg af húsverkum (versla, snúast, þrífa, ganga frá þvotti o.fl.).

saedis88 | 9. feb. '16, kl: 21:59:37 | Svara | Er.is | 0

með fyrra barn þá svaf hun af sér allt vit svo ég var mikið að spila mariokart og minecraft hehe. með yngri stelpuna var ég að klára 1 fag í skóla og hún var full vinna og með 2ja ára barn líka. fór svo í fjarnám þegar hún var 4-5 mánaða þar til hún fór á leikskóla 14 mánaða

Felis | 9. feb. '16, kl: 22:08:26 | Svara | Er.is | 3

Minn er að verða 4 mánaða og ég hef nóg að gera bæði að hugsa um hann og halda heimilinu gangandi. Ég hef hvorki tíma til að sinna áhugamálum né letinni í mér einsog ég myndi vilja.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

staðalfrávik | 9. feb. '16, kl: 23:34:53 | Svara | Er.is | 0

Reyndi að vera í námi en það gekk lítið, lauk einhverju smáræði bara. Sé eiginlega eftir því að hafa ekki bara helgað öllum mínum tíma barninu.

.

hoddinga | 10. feb. '16, kl: 01:03:10 | Svara | Er.is | 0

Ég naut þess bara að vera með barninu:) Var dugleg að fara í göngutúra og hittinga með vinkonum og þeirra börnum. Tók mér árs hlé frá skóla og sé ekki eftir því. Þetta var svo yndislegur tími sem var allt of fljótur að líða, hefði ekki getað einbeitt mér að námi á þessum tíma.

Grjona | 10. feb. '16, kl: 07:21:02 | Svara | Er.is | 0

Hugsaði um börnin mín.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 10. feb. '16, kl: 07:21:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fór reyndar í smá nám líka með yngra.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

litlaF | 10. feb. '16, kl: 10:28:30 | Svara | Er.is | 0

Fyrstu mánuðina svaf krakkinn ekkert og var bara í fanginu á mér. Þegar það fór svo að vera veður til að vera úti vorum við í göngutúrum og ungbarnasundi, komst voðalega lítið annað að.

hkal | 10. feb. '16, kl: 11:45:41 | Svara | Er.is | 0

Ég ætla að vera í 100% námi (fjarnámi) og í fæðingarorlofi. Hef aldrei prófað það, "bara" verið í fæðingarorlofi, en miðað við þau orlof, ætti ég að hafa tíma til að sinna námi. Er í 100% vinnu og 100% námi og með 2 börn og ef að það gengur þá hlýtur þetta að ganga hjá mér :)

maíbumba | 11. feb. '16, kl: 11:25:46 | Svara | Er.is | 0

Það er engin ákvörðun sem ég hef tekið sem ég er jafn ánægð eins og að hafa ákveðið að vera ekki í námi í fæðingarorlofinu með stráknum mínum. Get svo svarið það... hann þyngdist ekki, svaf ekki og ég var bara á haus að sinna honum!

En ég var á fullu í allskonar félagslífi, stofnaði mömmuhóp og reyndi að vera dugleg að fara út og líkamsrækt og svona :)

{ Litli krílus fæddur 30.apríl }

gruffalo | 11. feb. '16, kl: 14:22:41 | Svara | Er.is | 0

Var í fullu námi. Myndi ekki gera það aftur, myndi alveg vilja vera í námi í fæðingarorlofi en ekki fullu.

ponnukaka | 11. feb. '16, kl: 15:15:27 | Svara | Er.is | 0

Ég átti miðjuna mína í maí, tók 12 ects á haustönn og 18 ein á vorönn og skrifaði b.ed ritgerð. Ég var heppin, barnið svaf vel og ég gat lært á meðan. Núna er ég með 3ja barnið og glætan spætan að ég gæti sinnt námi líka, það er brjálað að gera bar í að brjóta þvott og halda heimilinu íbúðarhæfu!

presto | 11. feb. '16, kl: 15:24:48 | Svara | Er.is | 0

Ég sinnti börnunum mínum, leikskólabarnið fór í hálfa vistun á meðan það yngra var heima í 2 ár. Fór með eldra barnið í ungbarnasund, mömmujóga og langt ferðalag og reyndi að sinna 1 kúrs í háskóla en sleppti slíku þegar næsta barn fæddist.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47872 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, Kristler, paulobrien