Fæðingarþunglyndi?

baun2015 | 16. maí '15, kl: 00:59:18 | 454 | Svara | Er.is | 0

Hæhæ ég veit ekki alveg hvort að ég sé inn á réttum þræði en mig langar að reyna. Ég átti barn fyrir rúmlega tveimur mánuðum og grunar að ég sé með fæðingarþunglyndi en ég veit ekki alveg hvert ég á að snúa mér í þeim málum. Einhver sem hefur upplifað þetta og getur ráðlagt mér?

 

Mynte | 16. maí '15, kl: 09:03:04 | Svara | Er.is | 0

Konurnar í ungbarnaverndinni eiga að geta hjálpað þér.

Nú veit ég ekki hvar þú ert á landinu en á Akureyri er starfandi fjölskylduráðgjöf fyrir verðandi og nýja foreldra. Þar eru sálfræðingar sem taka þér opnum örmum og gera sitt besta að hjálpa þér að ráða fram úr því sem er að trufla/angra þig svo þú getir notið þess að vera til og sjá litla gullið þitt dafna.
Er það allt endurgjaldlaust.

Sjálfsagt er eitthvað sambærilegt þar sem þú ert og þá á hjúkrunarfræðingurinn í ungbarnaverndinni að geta hjálpað þér og leiðbeint hvert næsta skref er fyrir þig.

Ef þig langar að spjalla er þér velkomið að senda mér póst.
Gangi þér ofboðslega vel!

baun2015 | 17. maí '15, kl: 07:43:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir það.

pekanhneta | 16. maí '15, kl: 15:08:19 | Svara | Er.is | 1

Ég talaði við hjúkkuna í ungbarnaeftirlitinu og hún hafði samband við lækni fyrir mig. Ég fór á lyf sem bjargaði mér alveg!

Dilana | 16. maí '15, kl: 15:32:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má ég spyrja hvaða lyf þú varst sett á ? :)

pekanhneta | 16. maí '15, kl: 15:52:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Efexor depot minnir mig að það heiti

Dilana | 16. maí '15, kl: 15:33:36 | Svara | Er.is | 0

Hvar ertu á landinu ? Og afhverju helduru að þú sért með fæðingarþunglyndi, s.s. hvernig lýsir þetta sér ?

baun2015 | 17. maí '15, kl: 00:03:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er södd á höfuðborgarsvæðinu. Ég græt í tíma og ótíma, finnst ég ekki eiga skilið að eiga fullkomið og heilbrigt barn, líður eins og hún sé betur sett án mín. Þetta eru nokkur dæmi um hvernig mér líður og hvernig ég hugsa. Ég hefði haldið að þetta væri fæðingarþunglyndi :-/

furtado | 31. maí '15, kl: 21:15:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já pottþétt, talaða við ljósuna þína

nefnilega | 16. maí '15, kl: 16:21:38 | Svara | Er.is | 1

Talaðu við ungbarnaverndina. Það er ýmislegt í boði, læknir, sálfræðingur og lyf. Heilsugæslan grípur strax inn í og hjálpar þér. Hringdu strax á mánudaginn og fáðu að taka við þá sem þú ert hjá í ungbarnavernd. Gangi þér vel, fæðingarþunglyndi er mjög algengt og ekkert til að skammast sín fyrir.

baun2015 | 17. maí '15, kl: 00:05:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir það. Innst inni veit ég að þetta er frekar algengt en mér líður ömurlega ufir því að líða svona ef þú skilur mig :-/

nefnilega | 17. maí '15, kl: 08:28:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég skil, við "eigum" að vera sjúklega happý og þetta "á" að vera besti tími lífsins en það er bara ekki svoleiðis. En þú munt njóta barnsins og fæðingarorlofsins þegar þú hefur fengið hjálp við þunglyndinu. Því fyrr sem þú leitar hjálpar því betra. 

baun2015 | 17. maí '15, kl: 15:40:21 | Svara | Er.is | 4

Eg ætla að hringja niðureftir strax i fyrramalið

isora | 19. maí '15, kl: 10:41:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oft bjóða heilsugæslur upp á nokkra tíma hjá sálfræðing líka, þ.e. á stöðinni starfar sálfræðingur sem sinnir konum með fæðingarþunglyndi. Spurðu um það í leiðinni. Gangi þér vel baun2015 :)

baun2015 | 19. maí '15, kl: 11:31:58 | Svara | Er.is | 3

Ég hringdi einmitt í gærmorgun og fékk samband við hjúkrunarfræðinginn minn í ungbarnaeftirlitinu og hún ætlaði að biðja sálfræðing um að hringja í mig en ég hef ekki fengið neitt símtal. Gætu liðið einhverjir dagar þangað til að eg gæti heyrt í sálfræðingi?

nefnilega | 19. maí '15, kl: 16:50:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, sálfræðingarnir á heilsugæslunni vinna oft bara 1-2 daga í viku á stöðinni.

baun2015 | 20. maí '15, kl: 00:39:33 | Svara | Er.is | 1

Ok þá ætla ég ekkert að stressa mig á biðinni eftir símtalinu :-)

isora | 20. maí '15, kl: 23:58:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hringdu aftur á föstudagnin/mánudag ef þú ert ekki búin að heyra neitt :)

baun2015 | 24. maí '15, kl: 19:05:04 | Svara | Er.is | 10

Smá uppfærsla : Ég fékk símtal síðasta miðvikudag frá sálfræðingnum sem spurði hvort ég gæti komist til hennar samdægurs því það hafði óvænt losnað tími hjá henni. Þar kom í ljós að ég er bara með allan pakkann : þunglyndi, kvíði, lágt sjálfsmat og athyglisbrestur þannig að hún vill halda áfram að hitta mig. Vonandi fer bara að birta til hjá mér fljótlega þannig að ég geti sinnt barninu mínu eins og það á skilið :-)

nefnilega | 24. maí '15, kl: 21:45:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gott að heyra að þú ert búin að hitta sálfræðinginn. Nú fer allt upp á við! Þú varsr dugleg að leita þér hjálpar. Gangi þér vel :)

furtado | 31. maí '15, kl: 21:17:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert komin yfir það erfiðasta: Að viðurkenna vandann og leita þér hjálpar. Gangi þér vel í framhaldinu :)

Angela in the forest | 1. jún. '15, kl: 00:45:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Frábært hjá þér að leita aðstoðar. Þú og barnið þitt eigið allt gott skilið, ég veit að þessar tilfinningar geta verið erfiðar en umfram allt ekki gefast upp. Gangi þér rosalega vel.

babybear | 16. sep. '15, kl: 14:06:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig langaði svo að heyra hjá þér hvort þetta hafi virkað og hvort þér sé farið að líða betur. Ég er með fæðingarþunglyndi, að ég held, miðað við einkennin sem gefin eru upp en þori bara ekki að takast á við það. En er orðin svo þreytt á að líða svona illa. Fórstu á lyf eða bara í meðferð hjá sálfræðingi?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47950 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Guddie, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien