Fæðingin - hverjir voru viðstaddir?

efima | 23. nóv. '15, kl: 14:19:19 | 246 | Svara | Meðganga | 0

Þið sem hafið fætt barn, hverja höfðuð þið með ykkur inni á stofunni og hvernig fannst ykkur það? Hefðuð þið viljað hafa fleiri, færri eða hvað?

Endilega komið með sögur, er að fara að eiga fyrsta barn og er svolítið byrjuð að velta þessu fyrir mér :)

 

Hedwig | 23. nóv. '15, kl: 17:30:56 | Svara | Meðganga | 0

Var bara með kallinn með mér og fannst það fínt. Síðan var svo mikið af ljósum og læknum og svona þannig að það var nóg af fólki alltaf :P. Smá að stríða okkur litlan og þessvegna var svona mikill umgangur. 

ilmbjörk | 25. nóv. '15, kl: 16:08:51 | Svara | Meðganga | 0

Maðurinn minn og mamma.. og svo auðvitað ljósan.. og síðan eftir 15 klst bættist önnur ljósa við.. og svo var mér rúllað inn á skurðstofu þar sem voru 1 skurðlæknir, læknir í skuðrstofuþjálfun, skurðstofuhjúkka og svæfingarlæknir ;)


núna verður það bara maðurinn minn, amk til að byrja með, og svo sjáum við til hvaða heilbrigðisstarfsfólk bætist í hópinn :)

nycfan | 26. nóv. '15, kl: 10:16:43 | Svara | Meðganga | 0

Bara maðurinn minn, hefði ekki viljað hafa fleiri. Svo kom ljósan auðvitað og var mestallan tíman því þetta gekk svo hratt, svo kom önnur ljósa og svo fæðingalæknir því stubburinn var með pínu vesen þó þetta hafi gengið hratt.

Elisama | 26. nóv. '15, kl: 16:39:51 | Svara | Meðganga | 0

Kærastinn, mamma og systir mín. Mér fannst það bara mjög gott :) Hugsa að ég stefni á næst að hafa bara kærastann, annars veit ég það ekki alveg.

elinnet | 27. nóv. '15, kl: 23:31:07 | Svara | Meðganga | 0

Fyrst bara maðurinn minn og slatti af heilbrigðisstarfsfólki (áhættufæðing sem gekk samt vel), næst bara maðurinn minn, síðan maðurinn minn, eldri börnin okkar og 2 ljósur.

Pippí | 28. nóv. '15, kl: 17:03:11 | Svara | Meðganga | 0

Maðurinn minn var sá eini sem var með mér (fyrir utan ljósmóður), ég hefði ekki viljað hafa fleiri. Held að í fæðingunni hefði það ekki skipt mig neinu máli svo sem hvort það hefðu verið 10 manns eða enginn hjá mér þar sem ég sónaði gjörsamlega út. En strax eftir þá hefði ég ekki viljað hafa neinn nema hann, þetta var bara okkar stund.

Anímóna | 28. nóv. '15, kl: 22:21:11 | Svara | Meðganga | 0

Var 19 þegar ég átti fyrsta, var með bæði pabba hennar og mömmu mína og hefði ekki viljað hafa það öðruvísi, mikill stuðningur í mömmu.


Sex árum seinna þegar ég átti svo seinna barn ætlaði ég að fá mömmu aftur því ég var viss um að ég þyrfti á því að halda. Var búin að vera með verki í einhverja tíma hér heima, missti svo vatnið og þá bara gerðist allt svo hratt, kom upp á deild með 4 í útvíkkun og barnið var fætt innan við klukkutíma seinna. Þannig að ég bara náði ekkert að hringja í mömmu, hringdi bara þegar allur saumaskapur var búinn og barnið komið á brjóst, ca. klst seinna. ÞAnnig að þá var það ss bara maðurinn minn og mér eiginlega hefði verið sama þó hann væri ekki þarna, nema eftirá, ég fór bara algjörlega inn í sjálfa mig (og glaðloftið hehe). 
Svona geta fæðingar verið ólíkar.

saf85 | 30. nóv. '15, kl: 17:40:06 | Svara | Meðganga | 0

Bara maðurinn minn í bæði skiptin og verður aftur núna með þriðja barn.
í fyrstu fæðingu var ljósan svo líka og svo kom aðstoðarmanneskja og einhver læknir og að mér fannst "fullt" af fólki, sem gerði ekkert nema bara horfa eða skipta sér af!! (en var eflaust að gera eitthvað gagn)
með seinni fæðingu að þá var bara ljósan og svo kom hjúkrunarfræðingur inn bara rétt áður en ég fór að rembast til að aðstoða ljósuna og hún fór svo bara um leið og barnið var fætt.

Mér fannst það mjög þægilegt að hafa bara svona fáa. Fannst mjög óþægilegt þegar margir voru að tala við mig í einu og segja mér til. skapaði smá svona óreiðu og ég fann frekar fyrir óöryggi heldur en einhverju öðru.

-------------------------------------------------------------------------------
Skvísan kom i heimin 3 sept 2007
Lítill prins kom í heiminn 3 nóv 2010

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
einkenni óléttu... Talkthewalk 24.3.2016 26.3.2016 | 13:01
Hvenær fenguð þið jákvætt? rachel berry 15.2.2016 26.3.2016 | 13:00
Allt um meðgöngu- Listar! melonaa1234 25.3.2016 25.3.2016 | 22:11
Blæðing eftir samfarir! villimey123 25.3.2016 25.3.2016 | 14:20
Heilsugæslan Lágmúla - reynsla? th123 26.1.2016 24.3.2016 | 22:49
Èg er að fara á taugum! DeathMaiden 18.3.2016 19.3.2016 | 21:34
Anti - D mótefnamyndun - veit einhver? snæfríður80 19.3.2016 19.3.2016 | 21:31
Ágústbumbur 2016 er komið a facebook stelpuskjáta95 3.1.2016 18.3.2016 | 18:03
Draumabörn Salkiber 13.3.2016 17.3.2016 | 16:31
Streppokokkar i leggöngum erla74 14.3.2016 16.3.2016 | 18:03
September bumbur? Leynóbumba 5.1.2016 12.3.2016 | 10:14
Hjalp. rappi 11.3.2016
Hreiðurblæðingar MotherOffTwo 2.3.2016 11.3.2016 | 21:21
Ljósmóðir í Spönginni valdisg 12.1.2016 10.3.2016 | 21:38
Túrverkur eða þannig... veit einhver? Corporate 7.3.2016 9.3.2016 | 22:08
Júní 2016 bumbur? :) blomina 2.10.2015 9.3.2016 | 18:59
svimi Curly27 18.2.2016 8.3.2016 | 22:15
Ófrjósemisaðgerð karla....líkur á þungun ? Bleika slaufan 7.3.2016 8.3.2016 | 07:42
Hvađ má og hvađ ekki á fyrstu vikum međgöngu? Curly27 2.3.2016 6.3.2016 | 16:10
Ágústbumbur 2016 - Facebook hópur Blissful 4.3.2016
Sekkur og nestispoki veux 2.3.2016 4.3.2016 | 16:14
Áhættumæðravernd í árbæ? Curly27 28.1.2016 2.3.2016 | 11:29
Júlíbumbur 2016 LísaIUndralandi 22.11.2015 2.3.2016 | 09:19
Ráð við bakflæði?? Curly27 5.2.2016 29.2.2016 | 23:01
Endromesia verkir a meðgöngu villimey123 26.2.2016 28.2.2016 | 22:24
meðgöngusund Salkiber 24.2.2016 28.2.2016 | 16:53
Tvíburahópur? bianca 14.9.2015 24.2.2016 | 22:09
Veikindaleyfi - greiðslur efima 23.2.2016 24.2.2016 | 12:01
Er ny her en vantar sma uppl. :) villimey123 24.2.2016 24.2.2016 | 10:33
Planaður keisari NATARAK 17.2.2016 23.2.2016 | 19:43
maí bumbuhópur 2016 hákonía 29.9.2015 21.2.2016 | 07:33
Bumbuhópur júní 2016 Relianess 10.1.2016 20.2.2016 | 17:49
júní bumbur adele92 3.10.2015 20.2.2016 | 16:43
Könnun Mistress Barbara 20.2.2016
Staðfest egglos - engin rósa - neikvætt próf sevenup77 12.2.2016 15.2.2016 | 20:21
Angel care tæki Desemberkríli2015 14.2.2016
Stofna maí 2016 bumbuhóp fyrir +30 ára? Skatla 20.10.2015 14.2.2016 | 13:03
Júníbumbur 2016 35+ rovinj 5.1.2016 13.2.2016 | 22:47
Framhöfuðstaða - endurtekin? Rapido 17.1.2016 13.2.2016 | 20:42
Hvenær hættuð þið/ætlið að hætta að vinna? efima 12.1.2016 12.2.2016 | 19:32
ógilt þungunarpróf? kimo9 5.1.2016 8.2.2016 | 13:38
gjafir fyrir nýbakaðar mæður uvetta 3.2.2016 7.2.2016 | 22:03
Ágúst bumbur 2016?? list90 15.12.2015 5.2.2016 | 18:31
Ofvirkur skjaldkirtill og meðganga Ofelia 4.1.2016 4.2.2016 | 11:24
Júlíbumbur 2016 Facebook hópur !! sdb90 8.1.2016 3.2.2016 | 12:37
Legvatn að leka en samt ekki bumbubaun nr 2 24.1.2016 28.1.2016 | 21:58
Tvíburamömmur 2016 valdisg 14.1.2016 28.1.2016 | 20:33
Snemmsónar - Lækning anitaosk123 4.1.2016 28.1.2016 | 11:17
Loksins jákvætt ;) Rosy 23.1.2016 27.1.2016 | 17:49
Mæðravernd 1hyrningur 26.1.2016 27.1.2016 | 11:20
Síða 10 af 8122 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie